Fréttir

Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppnir yngri flokka innanhúss 2007 - 30.1.2007

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið leikstaði fyrir úrslitakeppnir yngri flokka í innanhússmótum.  Smellið hér að neðan til að sjá yfirlit yfir leikstaðina.  Leikið verður dagana 17. og 18. febrúar.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfing í Fjarðabyggð - 30.1.2007

Úrtaksæfing fyrir U16/U17 landslið karla fer fram í Fjarðabyggð sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi.  Á æfinguna hafa verið boðaðir vel á þriðja tug leikmanna frá félögum á Austurlandi.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U16 karla á Akureyri - 29.1.2007

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla fara fram í Boganum á Akureyri laugardaginn 3. febrúar.  Alls hafa tæplega 30 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar, frá félögum á Norðurlandi.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2005

Kosningar í stjórn á 61. ársþingi KSÍ - 29.1.2007

61. ársþing KSÍ fer fram á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi. Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ og sjö framboð hafa borist um fjögur sæti í aðalstjórn. Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 3. og 4. febrúar - 29.1.2007

Vel á sjötta tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar U17 og U19 landsliða kvenna sem fram fara dagana 3. og 4. febrúar.  Æft verður í Egilshöll, Fífunni og Akraneshöll.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 9. febrúar - 29.1.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið í febrúar.  Þátttakendur sækja námsefni á vef KSÍ, en námskeiðinu lýkur með prófi 3. mars.  Konur eru sérstaklega hvattar til að taka þátt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2007 - 27.1.2007

Kosningar og athygliverðar tillögur munu vera áberandi á 61. ársþingi KSÍ sem verður haldið á Hótel Loftleiðum 10. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ leitar að efnilegum dómurum - 26.1.2007

Dómaranefnd KSÍ leitar að efnilegum og áhugasömum dómurum/aðstoðardómurum til starfa í dómgæslu á vegum KSÍ.  Einnig er leitað að eldri dómurum sem dæmt hafa lengi og gætu komið inn í dómgæslu í neðri deildum. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ

Eggert náði ekki endurkjöri í framkvæmdarstjórn UEFA - 26.1.2007

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var í endurkjöri til framkvæmdarstjórnar UEFA en kosið var í dag.  Eggert náði ekki endurkjöri, hafnaði áttunda sæti af þrettán frambjóðendum með 23 atkvæði  en sex efstu náðu kjöri.  Lesa meira
 
Eggert Magnússon og Michel Platini á Laugardalsvelli 2003

Michel Platini nýr forseti UEFA - 26.1.2007

Frakkinn Michel Platini var í dag kjörinn forseti UEFA (Knattspyrnusambands Evrópu) en kosningar fóru fram í morgun.  Hlaut Platini 27 atkvæði en Lennart Johansson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðan 1990, hlaut 23 atkvæði.  Tvö atkvæði voru ógild.

Lesa meira
 
UEFA

31. ársþing UEFA hefst í dag - 25.1.2007

Í dag hófst 31. ársþing UEFA og fer það fram í Dusseldorf í Þýskalandi.  Á morgun, föstudag, er kosið á milli tveggja frambjóðenda til forseta sem og kosið er í framkvæmdarstjórn UEFA.  Eggert Magnússon, formaður KSÍ, er í framboði til endurkjörs í framkvæmdarstjórn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ágúst Ingi Jónsson gefur ekki kost á sér til stjórnarkjörs - 25.1.2007

Ágúst Ingi Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við stjórnarkjör á ársþingi KSÍ þann 10 febrúar nk.  Ágúst Ingi hefur verið í stjórn KSÍ í rúmlega 12 ár.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót mfl. kvenna hefst í kvöld - 25.1.2007

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hefst í kvöld þegar að HK/Víkingur og Stjarnan mætast í Fífunni kl. 20:00.  Mótið heldur svo áfram á laugardaginn þegar að tveir leikir fara fram. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar hjá U19 karla verða um helgina - 25.1.2007

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U19 karla um helgina og verða þær undir stjórn landsliðsþjálfarana Guðna Kjartanssonar og Kristins Rúnars Jónssonar.  Æft verður í knattspyrnuhúsinu Fífunni. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Samningur við dómara í höfn - 24.1.2007

Í gærkvöldi náðust samningar á milli deildardómara og KSÍ og var samningurinn undirritaður á skrifstofu KSÍ í gær.  Samningurinn  er til þriggja ára og gildir því keppnistímabilin 2007 til 2009. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Dómasafn á ksi.is - 23.1.2007

Sett hefur verið upp dómasafn á vef KSÍ, sem inniheldur alla úrskurði dómstóla KSÍ frá árinu 1996.  Þannig hafa úrskurðir verið gerðir mun aðgengilegri en áður og upplýsingaleit auðvelduð í tengslum við dómsmál og kærur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar um helgina hjá U17 karla - 23.1.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari , hefur valið landsliðshópa fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla.  Um tvo hópa er að ræða, þ.e. leikmenn fædda árið 1990 annarsvegar og leikmenn fædda 1991 hinsvegar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólag á símkerfi - 23.1.2007

Truflun er á símasambandi og er erfitt að ná sambandi við skrifstofur KSÍ símleiðis.  Vonandi kemst símasamband í eðlilegt horf sem fyrst en hægt er að ná í starfsfólk KSÍ í GSM númer þeirra sem hægt er að sjá hér. Lesa meira
 
England

Vináttulandsleikur við Englendinga - 22.1.2007

KSÍ hefur komist að samkomulagi við enska knattspyrnusambandið um landsleik á milli kvennalandsliða þjóðanna.  Leikið verður ytra þann 17. maí næstkomandi.  Ekki er búið að staðfesta á hvaða velli verður leikið en það verður tilkynnt í febrúar. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur við Svíþjóð 18. júní - 22.1.2007

Landslið kvenna U19 mun leika vináttulandsleik við Svíþjóð 18. júní næstkomandi og verður leikið ytra.  Leikurinn er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna sem hefst hér á landi 18. júlí. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið 26.-28. janúar - 22.1.2007

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið helgina 26-28.janúar.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og krafist er 100% mætingarskyldu.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Kópavogi. Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason hampar fyrsta Futsalbikarnum á Íslandi

Valsmenn Futsalmeistarar - 22.1.2007

Valsmenn tryggðu sér í gær sigur í Kynningarmótinu í Futsal með sigri á Fylki með níu mörkum gegn fjórum.  Ein umferð er eftir af mótinu en Valsmenn hafa unnið alla sína leiki og hafa því tryggt sér sigur.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Afreksstyrkur til kvennalandsliðsins - 20.1.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að jafna dagpeningagreiðslur til karla- og kvennalandsliðsins. Jafnframt var ákveðið að kvennalandsliðið fái 10 m. kr. afreksstyrk komist liðið í úrslitakeppni EM 2009.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Allar leyfisumsóknir fyrir 2007 hafa borist - 18.1.2007

Allar leyfisumsóknir fyrir keppnistímabilið 2007 hafa nú borist leyfisstjórn, bæði í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.  Leyfisstjóri mun í framhaldinu fara yfir þau gögn sem borist hafa og óska eftir úrbótum frá félögunum þar sem við á. Lesa meira
 
ÍBV

Leyfisumsókn Eyjamanna komin - 18.1.2007

Leyfisumsókn ÍBV ásamt fylgigögnum hefur nú borist KSÍ og hafa því leyfisumsóknir allra félaganna tólf í 1. deild karla skilað sér.  Tíu leyfisumsóknir höfðu borist á miðvikudag og tvær síðustu bárust í dag, frá Víkingi Ólafsvík og ÍBV.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Leyfisumsókn komin frá Ólafsvíkingum - 18.1.2007

Umsókn Víkings Ólafsvík um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2007, ásamt fylgigögnum, hefur nú borist KSÍ og af þeim 12 félögum sem leika í deildinni á þá einungis leyfisumsókn ÍBV eftir að berast. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

6 mánuðir í fyrsta leik! - 18.1.2007

Úrslitakeppni EMU19 kvenna hefst þann 18. júlí, eftir nákvæmlega 6 mánuði.  Milliriðlar fyrir úrslitakeppnina fara fram í apríl og í lok maí verður dregið í riðla við hátíðlega athöfn í Reykjavík Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hefur skilað leyfisumsókn - 18.1.2007

Stjarnan í Garðabæ skilaði leyfisumsókn sinni í gærkvöldi, þannig að nú hafa 10 af liðunum 12 í 1. deild karla 2007 skilað leyfisumsóknum.  Síðustu tvær umsóknirnar ættu að berast KSÍ með pósti í dag, fimmtudag, frá ÍBV og Víkingi Ólafsvík. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 18.1.2007

Reykjavíkurmót KRR í knattspyrnu hefst í kvöld og eru það Fylkir og Valur er hefja leik í kvennaflokki.  Leikurinn hefst kl. 21:00 og fer fram í Egilshöll eins og allir aðrir leikir í mótinu.  Karlarnir hefja leik á laugardaginn með leik Fylkis og Leiknis. Frítt er inn á alla leiki riðlakeppni karla og kvenna. Lesa meira
 
Leiknismenn fagna (leiknir.com)

Þróttur, Leiknir og Fjölnir skila leyfisumsóknum - 17.1.2007

Þrjú félög til viðbótar hafa nú skilað leyfisumsóknum sínum ásamt fylgigögnum og hafa því níu af tólf félögum 1. deildar skilað.  Þessi þrjú félög eru Leiknir R., Þróttur R. og Fjölnir.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Leyfisumsóknir Grindavíkur og KA komnar - 17.1.2007

Leyfisumsóknir Grindavíkur og KA, ásamt fylgigögnum, hafa nú borist leyfisstjórn og hefur því helmingur félaganna í 1. deild skilað sínum gögnum, sex félög af tólf alls.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót yngri flokka - 17.1.2007

Hér að neðan má finna þátttökutilkynningu fyrir Faxaflóamót yngri flokka 2007.  Vinsamlegast skilið eigi síðar en miðvikudaginn 24. janúar.  Athugið að aðeins ein þátttökutilkynning á að berast frá hverju félagi fyrir alla flokka. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Af hverju eiga Íslendingar svo marga atvinnumenn? - 17.1.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ hélt fyrirlestur í boði Knattspyrnusambands Svíþjóðar um hvernig Ísland fer að því að búa til svona marga atvinnumenn í knattspyrnu.og Knattspyrnusambands Örebro. Lesa meira
 
Að útskrift lokinni

KSÍ VI skriflegt próf 2. febrúar - 17.1.2007

KSÍ VI skriflegt próf hefur verið sett á föstudaginn 2.febrúar næstkomandi klukkan 14:00 – 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal.  Prófið er hluti af KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem var haldið í Englandi síðastliðið haust. Lesa meira
 
Þór

Leyfisumsókn Þórsara komin í hús - 17.1.2007

Leyfisumsókn Þórsara hefur nú borist KSÍ og hafa þá fjögur félög skilað gögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild 2007.  Átta félög eiga eftir að skila þegar þetta er ritað, um hádegisbil. Lesa meira
 
Fjardabyggd

Fjarðabyggð hefur skilað leyfisumsókn - 17.1.2007

Fjarðabyggð er þriðja liðið til að skila umsókn um þátttökuleyfi fyrir komandi keppnistímabil í 1. deild karla, en áður höfðu Njarðvík og Reynir Sandgerði skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ skoðar menntun knattspyrnuþjálfara sumarið 2006 - 17.1.2007

KSÍ óska eftir því við aðildarfélög sín að þau sendi inn upplýsingar um alla knattspyrnuþjálfara sem störfuðu hjá þeim sumarið 2006.  Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fyrir aðildarfélögum KSÍ næsta sumar.

Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

Sandgerðingar númer tvö í 1. deild - 16.1.2007

Reynir Sandgerði varð í dag annað liðið í 1. deild karla til að skila leyfisumsókn og fylgigögnum vegna komandi keppnistímabils.  Ljóst er að Suðurnesjaliðin eru snemma á ferðinni í þessum málum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Öll félögin í Landsbankadeild skiluðu innan tímamarka - 16.1.2007

Öll félögin í Landsbankadeild karla skiluðu leyfisumsókn ásamt fylgigögnum innan settra tímamarka, en skilafresturinn rann út mánudaginn 15. janúar.  Skiladagur félaga í 1. deild er miðvikudagurinn 17. janúar.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 15.1.2007

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U17 kvenna og U19 kvenna um helgina.  Landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Úrtaksæfingar hjá U21 karla um næstu helgi - 15.1.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Valdir voru 27 leikmenn og mun hópurinn æfa tvisvar sinnum um helgina, í Fífunni og í Reykjaneshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ greiðir rúmar 16 milljónir til aðildarfélaga - 15.1.2007

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum 13. janúar síðastliðinn að greiða  rúmar 16 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2006.  Þetta er sjötta árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Tillaga um 10 lið í Landsbankadeild kvenna 2008 - 15.1.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að leggja fyrir komandi ársþing að tíu lið verði í Landsbankadeild kvenna árið 2008. Áður hefur komið fram að stjórnin muni leggja til að níu lið leiki í Landsbankadeild kvenna árið 2007 og að ÍR taki níunda sætið. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar búnir að skila leyfisgögnum - 15.1.2007

Breiðablik hefur nú skilað umsókn um þátttökuleyfi ásamt fylgigögnum og hefur þá helmingur Landsbankadeildarfélaga skilað.  Eins og kynnt hefur verið rennur skilafrestur Landsbankadeildar út í dag, mánudag. 

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvíkingar fyrstir í 1. deild - 15.1.2007

Njarðvíkingar urðu fyrstir félaga í 1. deild karla til að skila leyfisumsókn ásamt fylgigögnum.  Lið Reykjanesbæjar urðu þar með fyrst til að skila í sínum deildum, en áður höfðu Keflvíkingar skilað fyrstir í Landsbankadeildinni.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Skiladagur gagna er runninn upp - 15.1.2007

Skiladagur leyfisumsóknar og fylgigagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar og er sá dagur runninn upp.  Þegar hafa fjögur félög í Landsbankadeild karla skilað gögnum - Keflavík, Fylkir, HK og Valur.

Lesa meira
 
HK

Nýliðar HK í fjórða sæti - 12.1.2007

Nýliðar HK urðu í dag fjórða félagið til að skila leyfisumsókn ásamt fylgigögnum fyrir Landsbankadeildina 2007.  Þá eiga sex félög eftir að skila, en enn hefur ekkert félag í 1. deild skilað sinni umsókn ásamt fylgigögnum. Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Samkomulag gert við deildadómara - 12.1.2007

Framkvæmdarstjóri KSÍ hitti samninganefnd félags deildadómara á fundi í hádeginu í dag.  Náðu aðilar samkomulagi um nýjan þriggja ára samning fyrir deildadómara sem gildir frá 2007-2009.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Norðurlandsmót Powerade 2007 - 12.1.2007

Norðurlandsmót Powerade hefst laugardaginn 13. janúar með tveimur leikjum.  Þetta er í fimmta skiptið sem þetta mót fer fram og hefur það skipað sér fastan sess í undirbúningi félaganna á Norðurlandi. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Eins leiks bann vegna brottvísunar - 11.1.2007

Á fundi aganefndar 10. janúar síðastliðinn var Hartmann Antonsson, leikmaður 2. flokks Selfoss,  úrskurðaður í 1 leiks bann vegna brottvísunar í leik Grindavíkur og Selfoss 6. janúar 2007.

Lesa meira
 
Frá leik KS/Leifturs og Selfoss í 2. deild karla 2006

Þátttaka í knattspyrnumótum 2007 - 11.1.2007

Félög eru minnt á að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2007 fyrir 20. janúar næstkomandi.  Mikilvægt er að félög virði þessa dagsetningu svo að vinna við niðurröðun geti hafist sem fyrst. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valsmenn númer þrjú - 11.1.2007

Valur er þriðja félagið til að skila leyfisumsókn og fylgigögnum fyrir keppnistímabilið 2007.  Áður hafa Keflvíkingar og Fylkismenn skilað gögnum, þannig að Valsmenn taka þriðja sætið í skilum að þessu sinni. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkismenn búnir að skila - 11.1.2007

Fylkismenn hafa skilað leyfisumsókn sinni fyrir komandi keppnistímabil og hafa nú tvö félög af 10 í Landsbankadeild skilað gögnum, öðrum en fjárhagslegum, en lokaskiladagur er 15. janúar. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Skilafrestur 1. deildar framlengdur um tvo daga - 11.1.2007

Leyfisstjórn hefur ákveðið að framlengja skilafrest á leyfisumsóknum félaga í 1. deild karla um tvo daga.  Félögin 12 verða nú að skila umsókn um þátttökuleyfi eigi síðar en miðvikudaginn 17. janúar.

Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Leikir kvennalandsliðsins á Algarve Cup 2007 - 10.1.2007

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í hinu geysisterka Algarve Cup 2007 og fer mótið fram í marsmánuði.  Ísland er í C-riðli með Ítalíu, Portúgal og Írlandi og hafa leikdagar verið staðfestir i riðlinum. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Leikvellir í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 10.1.2007

Ákveðið hefur verið á hvaða völlum verður leikið í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí næstkomandi og verður leikið á sjö völlum.  Dregið verður í riðla úrslitakeppninnar í lok maí. Lesa meira
 
Íþróttasambandi Fatlaðra fékk afhenda viðurkenningu fyrir grasrótarstarf frá KSÍ og UEFA

ÍF fær viðurkenningu fyrir grasrótarstarf - 10.1.2007

KSÍ og UEFA veittu Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) viðurkenningu í dag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða.  Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Karlalandslið U17 og U19 með æfingar um helgina - 9.1.2007

Landslið U17 og U19 karla munu vera með úrtaksæfingar um helgina.  Um tvö lið er um að ræða í báðum aldursflokkum.  Lúka Kostic mun sjá um bæði lið hjá U17 karla en þeir Guðni Kjartansson og Kristinn R. Jónsson munu sjá um liðin hjá U19. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið á árinu 2007 - 9.1.2007

KSÍ mun standa fyrir fjölmörgum þjálfaranámskeiðum á árinu 2007.  Dagsetningar eru komnar á hluta af námskeiðunum en fyrsta námskeiðið á nýju ári verður haldið strax núna í janúar. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ 2006

Kosningar í stjórn á 61. ársþingi KSÍ. - 8.1.2007

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Tillögum sem bera á upp á ársþinginu þarf að skila mánuði fyrir þingið og þurfa þær að berast í síðasta lagi 10. janúar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ fundar á Upton Park - 8.1.2007

Næsti fundur stjórnar KSÍ verður nk. laugardag á Upton Park í tengslum við leik West Ham og Fulham. Að gefnu tilefni skal tekið fram að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri greiða að sjálfsögðu sinn ferðakostnað.

Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna 2007 - 5.1.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna liggja nú fyrir og má sjá hér á síðunni.  Félög hafa til og með mánudeginum 15. janúar til þess að skila inn athugasemdum.

Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Tillaga um fjölgun í Landsbankadeild karla og 2. deild karla árið 2008 - 5.1.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. desember sl. að leggja fram tillögu á ársþingi KSÍ um fjölgun í Landsbankadeild karla og 2. deild karla úr 10 liðum í 12.  Þá ákvað stjórn KSÍ að leggja til við ársþingið að 9 lið taki þátt í Landsbankadeild kvenna á þessu ári og að lið ÍR taki aukasætið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikið um helgina í Íslandsmótinu innanhúss hjá yngri flokkum - 4.1.2007

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá yngri flokkum.  Leikið er í íþróttahúsum víða um landið og eru félög beðin um að kynna sér leikjaskipulagið hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót yngri flokka 2007 - 3.1.2007

Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og yngstu flokkarnir (6. og 7. flokkur) leika árgangaskipt í hraðmótum í Egilshöll í maí.  Lokafrestur til að skila inn þátttökutilkynningu er fimmtudagurinn 11. janúar.

Lesa meira
 
jolmot2006

Vel heppnað Jólamót KRR - 3.1.2007

Á fjórða þúsund leikmenn tóku þátt í vel lukkuðu Jólamóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR), sem fram fór í Egilshöll í desember.  Samanlagt fóru fram 555 leikir.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir til að skila leyfisumsókn - 3.1.2007

Keflvíkingar voru fyrstir til að skila leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2007 ásamt fylgigögnum.  Gögnin bárust leyfisstjóra fyrir áramót, þrátt fyrir að lokaskiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, sé 15. janúar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög