Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Bréf framkvæmdastjóra KSÍ til leyfisumsækjenda - 30.12.2007

Framkvæmdastjóri KSÍ hefur sent bréf til allra þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og er efni þess bréfs birt hér að neðan.  Félögin eru minnt á lykildagsetningar og nokkur mikilvæg atriði í leyfisferlinu.

Lesa meira
 
Luka ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands

Luka Kostic hlýtur viðurkenningu Alþjóðahúss - 30.12.2007

Luka Kostic, þjálfari U17 og U21 landsliða karla, hlaut í dag viðurkenningu Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi.  Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Margrét Lára Íþróttamaður ársins - 28.12.2007

Margrét Lára Viðarsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins en tilkynnt var um kjörið við hátíðlega athöfn á Grand Hótel.  Margrét Lára er fyrsta knattspyrnukonan er hlýtur þessa nafnbót. Lesa meira
 
flugeldar_2007

Áramótakveðja frá KSÍ - 28.12.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Bráðabirgðaákvæði vegna hlutgengis leikmanna - 28.12.2007

Stjórn KSÍ hefur samþykkt bráðabirgðaákvæði til þess að heimila leikmönnum sem hafa skipt um félag og eru handhafar keppnisleyfis sem tekur gildi 20. febrúar nk. að leika nú þegar með nýju félagi í héraðsmótum og Íslandsmóti innanhúss. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Tilkynnt um íþróttamann ársins í kvöld - 28.12.2007

Í kvöld verður tilkynnt um kjör á íþróttamanni ársins en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu.  Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir eru á meðal tíu efstu í kjörinu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Tveir hópar æfa hjá U19 karla - 27.12.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 2 hópa til æfinga fyrstu vikuna í janúar.  Hvor hópur æfir tvisvar sinnum þessa helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöllinni. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Jólakveðja frá KSÍ - 21.12.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum hugheilar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar. 

GLEÐILEG JÓL!!!!!!!!

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið í 21. sæti styrkleikalista FIFA - 21.12.2007

Íslenska kvennalandsliðið er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Er það sama sæti og liðið var í desember árið 2006.  Þýskaland endar árið 2007 í efsta sæti styrkleikalistans. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Wales 28. maí - 20.12.2007

Íslendingar munu spila vináttulandsleik gegn Wales, miðvikudaginn 28. maí 2008 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Þetta er sjötti vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á næsta ári en leikið verður við Færeyjar og Slóvakíu í mars sem og við Armeníu, Hvíta-Rússland og Möltu á æfingamóti í febrúar. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Umsjónarmenn vantar fyrir knattspyrnuklúbb 14-16 ára - 20.12.2007

Umsjónarmaður meðknattspyrnuklúbb fyrir 14-16 ára unglinga sem á að byrja í janúar, tvö til þrjú kvöld í viku. Þetta er samstarfsverkefni ÍR, Leiknis, Miðbergs og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Æfingar hjá U17 karla 5. og 6. janúar - 20.12.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga hjá U17 karla.  Æft verður tvisvar sinnum þessa helgi en æfingarnar fara fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Riðlaskipting fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 - 20.12.2007

Riðlaskipting fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 er tilbúin og ennfremur hafa drög að leikjaniðurröðun verið birt á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum í síðasta lagi föstudaginn 4. janúar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn verður fjórði dómari í úrslitakeppni EM 2008 - 19.12.2007

Í dag tilkynnti UEFA um þá dómara er dæma munu í úrslitakeppni EM 2008 sem fram fer í Sviss og Austurríki.  Kristinn Jakobsson mun starfa við keppnina sem fjórði dómari. Lesa meira
 
UEFA

Guðmundur eftirlitsmaður í Aþenu - 19.12.2007

Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA á leik AEK Athens frá Grikklandi og Villareal frá Spáni á fimmtudaginn.  Leikurinn er í UEFA bikarnum en síðasta umferðin fer fram í dag og á morgun. Lesa meira
 
Mynd: Blikar.is, Gylfi Steinn Gunnarsson

Magnús Páll fékk bronsskóinn - 18.12.2007

Á mánudagskvöld var Magnúsi Páli Gunnarssyni, leikmanni Breiðabliks, afhentur bronsskór Adidas sem þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla árið 2007.

Lesa meira
 
Markahæstu leikmenn í Landsbankadeildum 2007

Gull-, silfur- og bronsskórnir 2007 - 18.12.2007

Markahæstu leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna 2007 voru verðlaunaðir í höfuðstöðvum KSÍ á mánudagskvöld.  Fulltrúar KSÍ og Adidas á Íslandi afhentu þá gull-, silfur- og bronsskóna til þriggja markahæstu leikmanna í deildunum.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Heiðursmerki veitt 77 einstaklingum - 18.12.2007

Áður en knattspyrnufólk ársins var kynnt á mánudagskvöld veitti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, 77 einstaklingum heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi.

Lesa meira
 
KSÍ styður Vímulausa æsku

KSÍ styrkir Vímulausa æsku - 18.12.2007

Við sama tilefni og knattspyrnufólk ársins var kynnt í höfuðstöðvum KSÍ á mánudagskvöld, afhenti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fulltrúum Vímulausrar æsku styrk upp á kr. 500.000.

Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

Rúnar Kristinsson heiðraður fyrir 100 landsleiki - 17.12.2007

Rúnar Kristinsson var heiðraður af Knattspyrnusambandi Íslands í kvöld fyrir að vera fyrstur til þess að spila 100 A-landsleiki.  Einnig fengu 74 aðilar heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf til handa íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 90. sæti FIFA styrkleikalistans - 17.12.2007

Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun og er íslenska landsliðið í 90. sæti listans og hefur fallið um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Argentínumenn halda toppsæti FIFA styrkleikalistans. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan auglýsir eftir þjálfara - 17.12.2007

Barna- og Unglingaráð knattspyrnudeildar Stjörnunnar auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum frá og með 2.janúar 2008. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins kunngjört í kvöld - 17.12.2007

Val á knattspyrnukonu og knattspyrnumanni ársins fyrir árið 2007 verður kunngjört í kvöld, mánudaginn 17. desember.  Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Norðmenn fyrstu mótherjar Íslendinga - 14.12.2007

Í dag funduðu forsvarsmenn knattspyrnusambanda þjóðanna í 9. riðli undankeppni HM 2010 og voru leikdagar ákveðnir.  Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Norðmönnum á útivelli 6. september og Skotar sækja okkur heim 10. september. Lesa meira
 
Skallagrimur

Skallagrímur auglýsir eftir þjálfara - 13.12.2007

Knattspyrnudeild Skallagríms óskar að ráða þjálfara fyrir meistaflokk karla og 3. og 4. flokk karla.  Þjálfaramenntun æskileg en ekki skilyrði. Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2008 - 13.12.2007

FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið - hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2008. Tvær breytingar eru á listanum frá árinu 2007. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins kunngjört 17. desember - 13.12.2007

Val á knattspyrnukonu og knattspyrnumanni ársins fyrir árið 2007 verður kunngjört mánudaginn 17. desember.  Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður, skrifa bókina Íslensk knattspyrna

Fyrsta eintakið af Íslenskri knattspyrnu 2007 afhent - 11.12.2007

Í dag var Íslensk knattspyrna 2007 eftir Víði Sigurðsson kynnt og við það tilefni tók Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við fyrsta eintakinu úr hendi Helga Jónssonar frá Bókaútgáfunni Tindi. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Æfingar hjá U21 karla um komandi helgi - 11.12.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Valdir eru 26 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara báðar æfingarnar fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Úrtaksæfingar hjá U16 kvenna um helgina - 11.12.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari U16 landsliðs kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  36 leikmenn eru boðaðir til tveggja æfinga um helgina og fara þær báðar fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Milliriðlarnir klárir hjá U17 og U19 kvenna - 11.12.2007

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2008 hjá U17 og U19 kvenna.  Ísland var í pottinum í báðum þessum keppnum og er ljóst að erfiðir leikir eru framundan hjá stelpunum þegar leikið verður í vor. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Úrtakshópur valinn hjá U16 karla - 11.12.2007

Freyr Sverrisson, þjálfari landsliðs U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og hafa 36 leikmenn verið valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna - 11.12.2007

Í dag var dregið í riðla í forkeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir EM 2009.  Riðlarnir verða leiknir um  haustið 2008.  U17 er í riðli með Ítalíu, Frakklandi og Azerbaijan.  U19 er í riðli með Írlandi, Ísrael og Grikklandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Leikið við Slóvakíu 26. mars - 10.12.2007

KSÍ og Knattspyrnusamband Slóvakíu hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna mætist vináttulandsleik í Slóvakíu 26. mars næstkomandi.  Leikdagurinn 26. mars er alþjóðlegur landsleikjadagur. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Riðlarnir klárir fyrir Reykjavíkurmótið 2008 - 10.12.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti KRR er nú tilbúin hér á heimasíðunni.  Allir leikir mótsins, í karla - og kvennaflokki, fara fram í Egilshöllinni.  Keppt er í tveimur riðlum í meistaraflokki karla en í einum riðli í meistaraflokki kvenna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 í dag - 7.12.2007

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 í dag, föstudag, vegna jólahlaðborðs starfsmanna.  Hægt er að ná sambandi í síma 510-2900 og svo í farsímanúmer starfsmanna en hægt er að finna þau hér. Lesa meira
 
Forsíða Íslenskrar knattspyrnu 2007 eftir Víði Sigurðsson

Íslensk knattspyrna 2007 - 7.12.2007

Bókin Íslensk knattspyrna 2007 er komin út hjá bókaútgáfunni Tindi og er þetta 27. bókin í röðinni en sú fyrsta kom út árið 1981. Höfundur er Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Framlög frá UEFA til íslenskra félagsliða. - 7.12.2007

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni (Champions League) til félaga í aðildarlöndum sambandsins. Íslensk félagslið nutu góðs af þessu og fengu alls rúmar 70 milljónir í sinn hlut. Lesa meira
 
Frá afhendingu Grasrótarviðurkenninga 2007

Grasrótarverðlaun UEFA og KSÍ árið 2007 - 6.12.2007

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir grasrótarviðburði ársins í knattspyrnu.  Það eru KSÍ og UEFA sem veita þessar viðurkenningar árlega og fór afhendingin fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ. 

Lesa meira

 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Goodison Park - 4.12.2007

Kristinn Jakobsson mun á morgun dæma leik Everton og Zenit St. Petersburg í UEFA bikarnum.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Gylfason.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um komandi helgi - 4.12.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna,  hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Kristrún velur 30 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar um helgina, í Egilshöll og Kórnum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Færeyjum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um næstu helgi - 4.12.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar um helgina og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

62. ársþing KSÍ - 9. febrúar 2008 - 3.12.2007

62. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. febrúar 2008. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu: Lesa meira
 
Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift

Áhugaverð alþjóðleg þjálfararáðstefna í Danmörku 5-6. janúar - 3.12.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ er einn af fyrirlesurum á stórri alþjóðlegri þjálfararáðstefnu sem fer fram í Kaupmannahöfn 5-6. janúar 2008.  Ráðstefnan ber nafnið Copenhagen International Football Congress Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Leikið við Færeyjar 16. mars - 3.12.2007

Ísland og Færeyjar munu mætast í vináttulandsleik sunnudaginn 16. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í hinu nýja knattspyrnuhúsi Kórnum í Kópavogi.  Lesa meira
 
Merki Euro 2008

Dregið í riðla í úrslitakeppni EM 2008 - 2.12.2007

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM sem fram fer í Austurríki og Sviss dagana 7. - 30. júní.  Mikið verður um stórleiki í þessari keppni en óneitanlega vekur C-riðill mesta athygli. Lesa meira
 
UEFA

Breytingar á Evrópumótum félagsliða - 1.12.2007

Stjórn UEFA hefur samþykkt breytingar á Evrópumótum félagsliða frá og með leiktíðinni 2009/10.  Þessar breytingar munu hafa töluverð áhrif á þátttöku íslenskra félagsliða og verður UEFA Intertoto keppnin aflögð. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Riðill U17 karla fyrir EM 2009 leikinn á Íslandi - 29.11.2007

Í dag var dregið í undankeppni EM 2009 hjá U17 og U19 karla.  Hjá U17 drógust Íslendingar í riðil með Sviss, Noregi og Úkraínu og verður riðillinn leikinn á Íslandi. Hjá U19 karla leika Íslendingar gegn Svíþjóð, Austurríki og Makedóníu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Milliriðillinn klár hjá U19 karla - 29.11.2007

Í dag var dregið í milliriðla EM 2008 hjá U19 karla og var Ísland í pottinum.  Ísland lenti í riðli með Noregi, Ísrael og Búlgaríu.  Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina sem fram fer í Tékklandi 14. - 26. júlí. Lesa meira
 
Árborg

Metnaðarfullt félag auglýsir eftir þjálfara - 29.11.2007

Knattspyrnufélag Árborgar á Selfossi auglýsir eftir þjálfara til að þjálfa meistaraflokk félagsins á komandi keppnistímabili. Árborg leikur sem kunnugt er í 3. deild. Stjórn félagsins leitar að metnaðargjörnum þjálfara Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Leikjaniðurröðun á Algarve Cup 2008 - 29.11.2007

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á hinu sterka Algarve Cup 2008 en mótið fer fram dagana 5. - 12. mars.  Ísland er í riðli með Póllandi, Írlandi og Portúgal á mótinu. Lesa meira
 
UEFA

Drætti í milliriðla hjá U19 karla frestað um einn dag - 28.11.2007

Drætti í milliriðla fyrir EM U19 karla, er fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um einn dag vegna tæknilegra örðugleika.  Á morgun, fimmtudag, verður því dregið í milliriðla fyrir EM 2008 og fyrir undankeppni EM 2009. Lesa meira
 
Íslandskort

Þjálfaramenntun að aukast á landsbyggðinni - 28.11.2007

KSÍ hefur haldið mörg þjálfaranámskeið á utan höfuðborgarsvæðisins undanfarið og fleiri námskeið eru fyrirhuguð.  KSÍ mun reyna eftir fremsta megni að fara með þjálfaranámskeiðin út á landsbyggðina til að efla enn frekar menntun þjálfara þar. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Úrtaksæfingar hjá U19 karla um helgina - 28.11.2007

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 36 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í milliriðla EM hjá U19 karla - 27.11.2007

Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í milliriðla í EM 2008 hjá U19 karla.  Drátturinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, og verður dregið í Cannes í Frakklandi.  Úrslitakeppni fer fram í Tékklandi 14. - 26. júlí. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 27.11.2007

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 29. nóvember n.k. klukkan 20:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U19 kvenna 1. og 2. desember - 27.11.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 25 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar um helgina, í Kórnum og í Egilshöllinni.  Athygli skal vakin á því að U17 kvenna æfir ekki um þessa helgi. Lesa meira
 
Dagur Sveinn Dagbjartsson

Nýr starfsmaður í fræðslumál - 27.11.2007

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Dag Svein Dagbjartsson sem starfsmann í fræðslumál.  Dagur hefur lokið B.S. gráðu í íþróttafræðum frá KHÍ Laugarvatni og á að baki 12 landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Dregið í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna 11. desember - 27.11.2007

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna 11. desember næstkomandi.  Landslið U19 kvenna er í efsta styrkleikaflokki en U17 kvenna er í öðrum styrkleikaflokki. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Ísland í 5. styrkleikaflokki fyrir HM 2010 - 23.11.2007

Næstkomandi sunnudag verður dregið í undankeppni HM 2010 í Suður Afríku og fer drátturinn fram í Durban.  Ísland er í 5. styrkleikaflokki en níu þjóðir eru í hverjum styrkleikaflokki nema þeim síðasta sem skipaður er 8 þjóðum. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 89. sæti styrkleikalista FIFA - 23.11.2007

Íslenska karlalandsliðið er í 89. sæti styrkleikalista FIFA en nýr listi var birtur í dag.  Ísland fellur um 10 sæti frá því að síðasti listi var birtur.  Argentína er í efsta sætinu og Brasilíumenn koma þar á eftir. Lesa meira
 
Fram

Fram auglýsir eftir þjálfara - 22.11.2007

Fram FFR leitar að metnaðarfullum þjálfara til að taka að sér þjálfun 2. flokks karla fyrir tímabilið 2008.  Fram býður uppá fyrsta flokks æfingaaðstöðu í Safamýrinni, stórt grasæfingasvæði þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri um helgina - 22.11.2007

KSÍ II þjálfaranámskeið fer fram á Akureyri nú um helgina og hefst námskeiðið kl. 14:30 í Félagsheimili Þórs, Hamri.  Hér að neðan má sjá dagskrá námskeiðsins en kennarar verða þeir Janus Guðlaugsson og Pétur Ólafsson. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Danir sterkari á Parken - 21.11.2007

Danir lögðu Íslendinga í kvöld í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 3-0 fyrir Dani eftir að staðan hafði verið 2-0 í hálfleik.  Íslendingar enduðu því í sjötta sæti riðilsins með átta stig. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum á Parken

Allt klárt fyrir leikinn - 21.11.2007

Leikur Danmerkur og Íslands hefst kl. 19:00 í kvöld að íslenskum tíma.  Leikurinn fer fram á Parken og ljóst er að mikill fjöldi Íslendinga verður á staðnum og mun vonandi láta heyra vel í sér.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Sætur sigur á Belgum - 20.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið lagði Belga í dag í Brussel með tveimur mörkum gegn einu.  Leikurinn var í undankeppni EM U21.  Þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk Íslendinga í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Búningastjórinn búinn að gera klárt fyrir síðustu æfingu fyrir leik

Æft á Parken í kvöld - Síðasta æfing fyrir leik - 20.11.2007

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Dönum og í kvöld æfði liðið á keppnisvellinum sjálfum, hinum kunna Parken.  Ólafur Jóhannesson tilkynnti byrjunarliðið þar og má sjá það annars staðar hér á síðunni. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland yfir gegn Belgum í hálfleik - 20.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur nú gegn Belgum og er leikurinn í undankeppni EM.  Staðan í hálfleik er sú að Íslendingar leiða í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.  Það voru þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason sem skoruðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku tilkynnt - 20.11.2007

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Parken á morgun, miðvikudag og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 - 20.11.2007

Hér að neðan má finna þátttökutilkynningu fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu fyrir árið 2008. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 26. nóvember.  Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

U21 karla leikur gegn Belgum í kvöld - 20.11.2007

Landslið U21 karla leikur í dag við Belga í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar hafa fengið þrjú stig til þessa í riðlinum eftir fjóra leiki en Belgar hafa fjögur stig eftir jafn marga leiki. Lesa meira
 
Parken, þjóðarleikvangur Dana

Mikill áhugi Íslendinga á leiknum - 19.11.2007

Landsliðið æfir af krafti fyrir leikinn gegn Dönum og voru tvær æfingar á dagskránni í dag.  Gengu þær vel og fer vel um mannskapinn í Kaupmannahöfn.  Mikill áhugi Íslendinga er á leiknum og hafa rúmlega 1000 miðar verið seldir landanum. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 19.11.2007

Úrtaksæfingar verða um komandi helgi hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi.  Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Landslið U21 karla komið til Belgíu - 18.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið er komið til Belgíu en þar leikur liðið við heimamenn á þriðjudaginn.  Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla og fer leikurinn fram í Brussel. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson á nuddbekknum í undirbúningnum fyrir landsleikinn gegn Dönum

Landsliðið æfði tvisvar í dag - 18.11.2007

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir landsleikinn gegn Danmörku á miðvikudag.  Í dag æfði liðið tvisvar sinnum en seinni æfingin stóð yfir aðeins í um 40 mínútur en þá fór rafmagnið af æfingavellinum. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson stjórnar sinni fyrstu landsliðsæfingu í Kaupmannahöfn

Fyrsta æfing Ólafs í dag - 17.11.2007

Íslenska karlalandsliðið er komið til Kaupmannahafnar en þar verður leikið við Dani á Parken, næstkomandi miðvikudag.  Ólafur Jóhannesson stjórnaði sinni fyrstu landsliðsæfingu í dag. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Búið að draga í töfluraðir í landsdeildunum - 17.11.2007

Í dag var dregið í töfluröði í landsdeildum karla og kvenna fyrir Íslandsmótið 2008.  Drátturinn fór fram í lok fundar formanna og framkvæmdastjóra KSÍ sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ.  Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Tap gegn Þjóðverjum hjá U21 karla - 16.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið tapaði í kvöld fyrir Þjóðverjum í vináttulandsleik en leikið var í Trier.  Lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

Byrjunarliðið hjá U21 karla tilbúið - 16.11.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Trier í kvöld.  Leikurinn er undirbúningur fyrir leik gegn Belgum sem fer fram á þriðjudaginn og er í undankeppni EM. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Ásgeir Gunnar kemur inn í hópinn - 16.11.2007

Ólafur Jóhannesson hefur gert aðra breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Dönum í undankeppni EM á miðvikudaginn.  Ásgeir Gunnar Ásgeirsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er veikur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót U16 stúlkna á Íslandi 2008 - 16.11.2007

Næsta sumar mun Ísland halda Opna Norðurlandamót U16 stúlkna en mótið var hér síðast sumarið 2002 og fór þá fram í Reykjavík.   Næsta sumar er stefnt að því að leikið verði á Suðurnesjum og á Suðurlandi Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir á Norður Írlandi - 16.11.2007

Jóhannes Valgeirsson verður við stjórnvölinn þegar Norður Írland og Luxemburg mætast í undankeppni EM hjá U21 karla.  Til aðstoðar verða Einar Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Garðar Örn Hinriksson verður fjórði dómari leiksins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Breyting á landsliðshópnum - 15.11.2007

Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikinn gegn Dönum.  Eiður Smári Guðjohnsen hefur dregið sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum og í hans stað hefur Ólafur valið Eyjólf Héðinsson. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ athugar með þátttöku á KSÍ II 23-25 nóvember - 15.11.2007

KSÍ er að athuga með áhuga á þátttöku á KSÍ II þjálfaranámskeið í Reykjavík, helgina 23. - 25. nóvember.  Ef næg þátttaka fæst ekki verður námskeiðið haldið að hausti 2008.  KSÍ  II námskeið verður haldið á Akureyri þessa sömu helgi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið á Reyðarfirði um helgina - 15.11.2007

KSÍ heldur þjálfaranámskeið I á Reyðarfirði um helgina.  Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Reyðarfirði og Fjarðabyggðarhöllinni.  Um 20 manns eru skráðir á þetta námskeið. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

U21 karla leikur í Þýskalandi og Belgíu - 15.11.2007

U21 landslið karla hélt í morgun til Þýskalands en á föstudaginn leika þeir vináttulandsleik við Þjóðverja í Trier.  Þaðan heldur liðið svo til Belgíu en att verður kappi við heimamenn á þriðjudaginn í undankeppni EM. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Úrtaksæfingar hjá landsliði U19 karla - 15.11.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshópa til æfinga um komandi helgi.  Valdir eru tveir hópar til þessara æfinga en hvor hópurinn mun æfa tvisvar sinnum í Egilshöll annars vegar og Kórnum hinsvegar. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Þrír nýliðar í 20 manna hópnum - 13.11.2007

Fyrsti landsliðshópur Ólafs Jóhannessonar, þjálfara A-landsliðs karla, var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þriðjudag.  Þrír nýliðar eru í hópnum, sem telur 20 leikmenn.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fundur formanna og framkvæmdastjóra 17. nóv - 12.11.2007

KSÍ hefur boðað til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 17. nóvember.  Einnig verður dregið í töfluröð í Landsbankadeild, 1. og 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2007 - 12.11.2007

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2006/2007 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Listi landsdómara fyrir keppnistímabilið 2008 - 8.11.2007

Dómaralistinn fyrir keppnisstímabilið 2008 hefur verið tilkynntur en það er listi landsdómara.  Tveir nýir dómarar færast upp í A hóp en það eru þeir Þóroddur Hjaltalín úr Þór og Örvar Sær Gíslason úr Fram. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Íslandsmót yngri flokka innanhúss 2008 - 7.11.2007

Búið er að senda til félaga riðlaskiptingu og umsjónarfélög fyrir Íslandsmót yngri flokka innanhúss.  Leikið verður eftir Futsal reglunum og er félög beðin um að kynna sér Futsal knattspyrnulögin. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Kynningarfundir fyrir Futsal standa yfir - 7.11.2007

KSÍ stendur fyrir kynningarfundum þar sem innanhússknattspyrna - Futsal er kynnt en keppt verður eftir Futsal reglum í framtíðinni.  Fundað hefur verið víðsvegar um land og hafa fundirnir gengið vel. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í München - 7.11.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Bayern München og Bolton í UEFA bikarnum fimmtudaginn 7. nóvember.  Leikurinn er í F- riðli UEFA bikarsins. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir stórleik í Moskvu - 7.11.2007

Kristinn Jakobsson dæmir leik Spartak Moskvu og Bayern Leverkusen í UEFA bikarnum nk. fimmtudag.  Kristni til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Sigurður Óli Þorleifsson en Egill Már Markússon verður fjórði dómari. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Kvennalandsliðið til Algarve í mars - 7.11.2007

Íslenska kvennalandsliðið mun taka þátt á hinu sterka Algarve Cup 3. - 13. mars næstkomandi.  Ísland verður í C-riðli með Póllandi, Portúgal og Írlandi en auk leikja við þessar þjóðir, verður leikið um sæti á mótinu. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Akranesi 9. nóvember - 7.11.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Akranesi kl. 16:00 föstudaginn 9. nóvember.  Þátttakendur þurfa að hafa náð 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

U21 landsliðshópurinn gegn Þjóðverjum og Belgum - 6.11.2007

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik 16. nóvember og Belgum í undankeppni Evrópumótsins 20. nóvember.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Púlsklukkurnar fyrir félagsmenn KÞÍ tilbúnar - 5.11.2007

Púlsklukkan sem fylgir félagsgjaldinu fyrir félagsmenn KÞÍ í ár er nú tilbúin til afhendingar til félagsmanna sem greitt hafa félagsgjaldið í ár, á skrifstofu KSÍ í Laugardal. Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Kynningarfundir um Futsal - 5.11.2007

Futsal innanhússknattspyrna mun ryðja sér til rúms hér á landi í vetur og næstu daga verður KSÍ með kynningarfundi um Futsal.  Farið verður yfir reglurnar og leikurinn kynntur félögunum.  Allir áhugasamir eru velkomnir á þessa fundi. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Grundarfirði - 30.10.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Grundarfirði kl. 17:00 miðvikudaginn 7. nóvember.  Þátttakendur þurfa að hafa náð 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
Úr Landsbankadeild

Formannafundur 17. nóvember - 30.10.2007

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 17. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 14.00-17.00.  Formenn allra aðildarfélaga KSÍ eru boðaðir til fundarins. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 30.10.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafa valið úrtakshópa til æfinga um komandi helgi.  Hóparnir æfa tvisvar sinnum og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólafur Jóhannesson ráðinn þjálfari A-landsliðs karla - 29.10.2007

Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla og tekur hann við af Eyjólfi Sverrissyni.  Samningur Ólafs er til tveggja ára eða til 31. desember 2009.  Fyrsti leikur Ólafs verður 21. nóvember nk. þegar að Íslendingar sækja Dani heim á Parken. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Norræn grasrótarráðstefna í Reykjavík - 28.10.2007

Norræn grasrótarráðstefna verður haldin í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal  31. okt – 1. nóv.  Gestir ráðstefnunar koma frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð alls 15 þátttakendur frá þessum þjóðum. Lesa meira
 
Ný heimasíða frá Lýðheilsustofnun um skaðsemi munntóbaks

Nýr vefur um munntóbak - 28.10.2007

Fyrir stuttu var opnaður nýr vefur sem Lýðheilsustöð hefur látið útbúa í samstarfi við stýrihóp um munntóbaksnotkun. Á vefnum er fjallað um munntóbak, ánetjun þess og áhrif auk þess sem vefleikur er á vefnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samþykkt frá stjórnarfundi KSÍ - 27.10.2007

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum - 26.10.2007

Íslendingar sækja Dani heim á Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram miðvikudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20:00 að staðartíma.  Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun fyrir leikinn. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II fellur niður 2. - 4. nóvember - 26.10.2007

Fyrirhugað þjálfaranámskeið KSÍ II sem halda átti 2. - 4. nóvember, fellur niður að þessu sinni.  Ekki var nóg þátttaka á þessu námskeið og varð því að fella námskeiðið niður að þessu sinni. Lesa meira
 
UEFA

Klara eftirlitsmaður UEFA í Englandi - 26.10.2007

Klara Bjarmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á landsleik Englands og Hvíta Rússlands í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn fer fram á Bescot Stadium í Walsall. Lesa meira
 
Álftamýrarskóli varð Grunnskólameistari stúlkna hjá 10. bekk

Grunnskólamóti KRR og Sýnar lokið - 25.10.2007

Grunnskólamóti K.R.R og Sýnar lauk nú um helgina en í mótinu fer keppni fram annars vegar milli 7. bekkjar drengja og stúlkna og hins vegar milli 10. bekkjar drengja og stúlkna. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslit í Framhaldsskólamótinu um helgina - 25.10.2007

Um helgina fer fram í Boganum á Akureyri, úrslitakeppnin í Framhaldsskólamótinu.  Hefst úrslitakeppnin kl. 13:00, laugardaginn 27. október og er keppt til úrslita bæði hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Karlalandsliðið færist upp um eitt sæti - 24.10.2007

Nýr FIFA styrkleikalisti karlalandsliða var birtur í dag og færist íslenska karlalandsliðið upp um eitt sæti á listanum og er í sæti 79.  Það eru Argentínumenn er leiða listann að þessu sinni. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U17 og U19 karla - 24.10.2007

Um helgina verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða tvær æfingar hjá hvorum hópi.  Landsliðsþjálfararnir, Luka Kostic og Kristinn Rúnar Jónsson, hafa valið úrtakshópa til þessara æfinga. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Enn hægt að skrá sig á KSÍ II - 23.10.2007

Dagana 26. - 28. október fer KSÍ II þjálfaranámskeið fram og er kennt í fræðslusetri KSÍ Laugardal og knattspyrnuhúsinu Kórnum.  Enn eru nokkur sæti laus á þetta námskeið en hægt er að skrá sig á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður á Ibrox - 23.10.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Rangers og Barcelona í Meistaradeild Evrópu.  Leikurinn verður leikinn á heimavelli Rangers, Ibrox, og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
HK

HK vantar þjálfara fyrir 5. og 6. flokk kvenna - 23.10.2007

Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða 6.fl. og 5.fl. kvenna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 11:00 á þriðjudaginn - 22.10.2007

Vegna námsskeiðahalds starfsfólks skrifstofu KSÍ verður skrifstofa KSÍ lokuð, þriðjudaginn 23. október, frá kl. 11:00.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 24. október kl. 13:00. Lesa meira
 
Málverkið eftir Viðar Guðmundsson sem Penninn færði KSÍ að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ

Penninn færði KSÍ málverk eftir Viðar Guðmundsson - 22.10.2007

Á dögunum færði verslunarfyrirtækið Penninn Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni 60 ára afmæli sambandsins.  Málverkið, eftir Viðar Guðmundsson, er með myndum af 88 landsleikjahæstu leikmönnum A-landsliðs karla. Lesa meira
 
Formenn liðanna í Landsbankadeild karla gáfu KSÍ málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambands Íslands

KSÍ fær málverk að gjöf - 20.10.2007

Formenn félaganna í Landsbankadeild karla komu færandi hendi í gær og færðu Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambandsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hólmfríður og Helgi valin best - 20.10.2007

Lokahóf knattspyrnufólks fór fram á Broadway í gærkvöldi.  Viðurkenningar voru veittar til þeirra er þóttu skara fram úr og voru þau Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val valin best leikmanna í Landsbankadeildinni á tímabilinu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna í kvöld - 19.10.2007

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway í kvöld, föstudaginn 19. október. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, sýningin “George Michael í 25 ár” og hljómsveitin Eurobandið leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Lið ársins í 1. og 2. deild karla - 19.10.2007

Vefsíðan fotbolti.net stóð í gær fyrir verðlaunaafhendingu þar sem þeir voru heiðraðir er valdir voru í lið ársins í 1. og 2. deild karla.  Þetta er fimmta árið sem fótbolti.net stendur fyrir þessu vali. Lesa meira
 
UEFA

Dómarar að störfum víða - 19.10.2007

Garðar Örn Hinriksson og Magnús Þórisson eru báðir að störfum um þessar mundir og dæma þeir í riðlakeppnum EM hjá yngri landsliðum.  Garðar Örn er staddur á Spáni þar sem hann dæmir hjá U19 karla og Magnús dæmir hjá U17 karla í Eistlandi. Lesa meira
 
Keflavík

Keflvík auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 18.10.2007

Knattspyrnuráð Keflavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla fyrir næsta keppnistímabil.  Starfið er unnið í samvinnu við þjálfara meistaraflokks karla.  Umsækjandi þarf að standast þær kröfur um þjálfaramenntun sem Leyfiskerfi KSÍ kveður á um varðandi þjálfun á 2 flokki karla.  

Lesa meira
 
fotboltineti

Fótbolti.net velur lið ársins í 1. og 2. deild - 18.10.2007

Vefsíðan fotbolti.net mun í ár, eins og undanfarin ár, velja lið ársins í 1. og 2. deild karla.  Liðin verða tilkynnt við verðlaunaafhendingu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

1. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri um helgina - 17.10.2007

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri um komandi helgi, 19. - 21. október.  Námskeiðið fer fram í Þórsheimilinu, KA-heimilinu og Boganum og er bæði bóklegt og verklegt. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

U19 karla komst áfram í milliriðla - 17.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Rúmena í kvöld í síðasta leik sínum í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfeik hafði verið 1-0.  Jósef Kristinn Jósefsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap í Liechtenstein - 17.10.2007

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld.  Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Liechtenstein

Allt klárt fyrir leikinn gegn Liechtenstein - 17.10.2007

Það styttist í leikinn gegn Liechtenstein en hann hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Leikmenn taka það rólega og undirbúa sig sem best fyrir leikinn.  Á meðan hafa aðrir nóg fyrir stafni og búningastjórinn er með sitt klárt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA

Byrjunarliðið hjá U19 karla tilbúið fyrir leik gegn Rúmenum - 17.10.2007

Íslendingar mæta i dag Rúmenum í riðlakeppni EM hjá U19 karla.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og er þetta síðasti leikur þeirra í riðlinum.  Íslendingar eiga möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum. Lesa meira
 
Landslag í Liechtenstein

Byrjunarliðið gegn Liechtenstein tilbúið - 17.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í kvöld.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:00 á Rheinpark Stadion. Lesa meira
 
Rheinpark Stadion sem leikið verður á gegn Liechtenstein

Landsliðið æfði á Rheinpark Stadion - 16.10.2007

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar

Jafntefli hjá U21 karla gegn Austurríki - 16.10.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Austurríki í riðlakeppni EM 2009.  Leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli og lauk 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur töpuðu gegn Everton - 16.10.2007

Valsstúlkur töpuðu í dag gegn enska liðinu Everton með þremur mörkum gegn einu.  Valsstúlkur áttu  þó enn möguleika á að komast áfram en þar sem Rapide frá Belgíu náði jafntefli gegn Frankfurt, sitja Valsstúlkur eftir.Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Belgíu - 16.10.2007

Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Belgíu og Armeníu í undankeppni EM á morgun en leikurinn er leikinn í Brussel.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Einar Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Fjórði dómari verður Kristinn Jakobsson. Lesa meira
 
Liechtenstein með augum búningastjórans, Björns Ragnars Gunnarssonar

Landsliðið mætt til Liechtenstein - 16.10.2007

Íslenska karlalandsliðið leikur gegn Liechtenstein á morgun í undankeppni EM 2008.  Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst leikurinn kl. 18:00 en útsending hefst 17:40. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Everton í dag - 16.10.2007

Valur mætir Everton í dag í lokaumferð milliriðla Evrópukeppni kvenna.  Mikið er í húfi í þessum leik, sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar.  Mikil spenna er fyrir þessa lokaumferð en sigur, eða jafnvel jafntefli, getur tryggt Valsstúlkum áfram. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

U21 karla leikur gegn Austurríki í dag - 16.10.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur í dag við Austurríki og er leikurinn liður í riðlakeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Sigur hjá U19 karla gegn Belgum - 14.10.2007

Íslendingar unnu Belga í kvöld í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn  Englandi.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2-1 í hálfleik.  Íslendingar leika gegn Rúmenum á miðvikudaginn síðasta leik sinn í riðlinum. Lesa meira
 
UEFA

U19 karla leikur gegn Belgum í kvöld - 14.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur annan leik sinn í undankeppni EM í kvöld þegar þeir mæta Belgum.  Belgar unnu Rúmena örugglega í fyrsta leik sínum en Íslendingar töpuðu gegn heimamönnum í Englandi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Öruggur sigur hjá Valsstúlkum - 13.10.2007

Valsstúlkur unnu belgísku meistarana í Rapide Wezemaal í öðrum leik þeirra í milliriðli Evrópukeppni kvenna.  Leiknum lauk með sigri Vals með fjórum mörkum gegn engu eftir að staðan í hálfleik hafði verið markalaus. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap gegn Lettum í Laugardalnum - 13.10.2007

Óskabyrjun Íslendinga gegn Lettum í dag dugði skammt því að Lettar sigruðu Íslendinga í undakeppni EM með fjórum mörkum gegn tveimur.  Íslendingar komust yfir strax á 4. mínútu þegar að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eftir góða sókn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Byrjunarlið Íslands gegn Lettum tilbúið - 13.10.2007

Ísland leikur gegn Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Laugardalsvelli og er miðasala frá kl. 12:00 á vellinum.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll tekur fyrir mál Fjölnismanna - 12.10.2007

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Fjölnis vegna úrskurðar aga - og úrskurðarnefndar frá 18. júlí síðastliðnum.  Í dómsorðum áfrýjunardómstólsins segir að hinum áfrýjaða úrskurði sé hrundið.

Lesa meira
 
UEFA

Tap hjá U19 karla gegn Englendingum - 12.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM.  Leikið var gegn heimamönnum, Englendingum og lágu íslensku strákarnir með fimm mörkum gegn einu.  Á sunnudaginn verður leikið gegn Belgum. Lesa meira
 
Forsíða leikskrár Íslands og Lettlands

Leikskráin fyrir leikinn gegn Lettum - 12.10.2007

KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug.  Fyrir landsleikinn gegn Lettum á laugardag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum upplýsingum. 

Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Lettlandi - 12.10.2007

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Lettlands á laugardag á Laugardalsvelli.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur! Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 karla gegn Englandi í dag - 12.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið mætir Englendingum í dag í undankeppni EM.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.  Í riðlinum eru einnig Rúmenía og Belgía.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Herslumuninn vantaði hjá Valsstelpum - 12.10.2007

Valsstelpur byrjuðu milliriðil sinn í Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Lokatölur urðu 3-1 þýska liðinu í vil eftir að Valur hafði leitt í hálfleik, 0-1.  Frankfurt skoraði þrjú mörk á síðustu 10 mínútunum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á hópnum hjá U19 karla - 11.10.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er tekur þátt í riðlakeppni U19 karla í Englandi næstu daga.  Jóhann Laxdal úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson, sem er meiddur. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur mæta Frankfurt í dag - 11.10.2007

Valsstúlkur hefja leik í dag í milliriðlum Evrópukeppni kvenna þegar þær mæta Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Önnur lið í riðlinum eru Everton og gestgjafarnir Rapied Wezemaal frá Belgíu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Ísland - Lettland á laugardaginn kl 16:00 - 10.10.2007

Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október og hefst kl. 16:00.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Miðasala er á Laugardalsvelli á leikdegi frá kl. 12:00. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn hjá U21 karla valinn fyrir leik gegn Austurríki - 9.10.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Austurríki í riðlakeppni EM.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Enn hægt að skrá sig á KSÍ I - 9.10.2007

Dagana 12. - 14. október fer KSÍ I þjálfaranámskeið fram og er kennt í fræðslusetri KSÍ Laugardal og knattspyrnuhúsinu Kórnum.  Enn eru nokkur sæti laus á þetta námskeið en hægt er að skrá sig á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Þjálfarar ársins hjá KÞÍ heiðraðir á ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik karla í VISA-bikarnum

Þjálfarar ársins útnefndir hjá KÞÍ - 9.10.2007

Á bikarráðstefnu Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins.  Willum Þór Þórsson og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfarar Vals voru útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir árið 2007.    Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Velheppnuð bikarúrslitaráðstefna KÞÍ - 9.10.2007

Um helgina hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sína árlegu ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik karla.  Ráðstefnan var vel sótt af þjálfurum og þótti velheppnuð í alla staði. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Ný reglugerð um innanhússknattspyrnu - Futsal - 8.10.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 5. október síðastliðinn, nýja reglugerð um innanhússknattspyrnu.  Leikið verður framvegis eftir Futsal knattspyrnulögum en FIFA hefur ákveðið að samræma reglur um innanhússknattspyrnu um allan heim. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Miðar á leikinn gegn Lettlandi fyrir handhafa A-passa - 8.10.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Lettland afhenta miðvikudaginn 10. október frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar. Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Varðandi félagaskipti leikmanna í meistaraflokki - 8.10.2007

Vakin er athygli á því að samkvæmt reglugerð um félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga þá fá leikmenn meistaraflokks leikheimild með nýju félagi 20. febrúar. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Hópur hjá U19 karla valinn fyrir Englandsför - 8.10.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn fyrir undankeppni EM.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og fara leikirnir fram 12. til 17. október. Lesa meira
 
Breidholtsskoli

Knattspyrnumót grunnskólanna - 7. og 10. bekkur - 8.10.2007

Drög að knattspyrnumóti grunnskólanna hafa verið birt á heimasíðu KSÍ.  Er hér um að ræða mót fyrir sjöundu og tíundu bekki drengja og stúlkna.  Athugasemdum við niðurröðun skal skilað inn fyrir miðvikudaginn 10. október. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðasala hafin á Danmörk - Ísland á Parken - 8.10.2007

Miðasala á leik Danmerkur og Íslands í riðlakeppni EM 2008, sem fram fer á Parken 21. nóvember, er hafin hér á síðunni.  Miðinn kostar 4.000 krónur en búast má við miklum fjölda Íslendinga á þennan leik. Lesa meira
 
FH fögnuðu sigri í VISA bikar karla árið 2007

FH VISA-bikarmeistari karla 2007 - 6.10.2007

FH varð í dag VISA bikarmeistari karla eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 2-1 og þurfti framlengingu til þess að knýja fram úrslit.  Staðan í hálfleik var 1-0 FH í vil.  Þetta er í fyrsta skiptið sem FH verður bikarmeistari karla í knattspyrnu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Grundarfjörður og Höfrungur hófu VISA bikarkeppnina - 5.10.2007

FH og Fjölnir mætast í úrslitaleik VISA-bikars karla á laugardaginn og markar leikurinn lok VISA-bikarkeppni karla í ár.  Það voru Grundarfjörður og Höfrungur frá Þingeyri er hófu keppnina í ár og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir sinn síðasta leik - 5.10.2007

Dómari á úrslitaleik VISA-bikars karla að þessu sinni verður Egill Már Markússon en þetta verður síðasti leikur Egils á löngum og farsælum ferili sem dómari.  Egill byrjaði að dæma í efstu deild árið 1988 og er því að ljúka 20. tímabili sínu þar. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Liechtenstein valinn - 5.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22. manna landsliðshóp fyrir næstu tvö verkefni landsliðsins.  Framundan eru leikir í undakeppni EM 2008, heimaleikur gegn Lettlandi 13. október og útileikur gegn Liechtenstein 17. október. Lesa meira
 
Grindavík

Úrskurður í máli Fylkis gegn Grindavík - 4.10.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fylkis gegn Grindavík vegna leik félaganna í U23 karla.  Úrskurðurinn er á þann veg að Fylki er dæmdur sigur í leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Miðasala á Danmörk - Ísland hefst mánudaginn 8. október - 4.10.2007

Íslendingar leika lokaleik sinn í riðlakeppni EM 2008, 21. nóvember næstkomandi.  Mótherjar verða Danir og er leikið á Parken í Kaupmannahöfn.  Íslendingum gefst kostur á að kaupa miða á þennan leik á heimasíðu KSÍ.  Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 4.10.2007

KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins.  Meginverkefni er starfsemi í fræðslumálum og námskeiðahaldi með fræðslustjóra KSÍ.  Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu. Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir

Æfingaleikur hjá æfingahópi A-landsliðs kvenna - 4.10.2007

Föstudaginn 5. október kl. 20:00 mun æfingahópur A landsliðs kvenna leika æfingaleik gegn Val í nýjasta knattspyrnuhúsi landsins, Kórnum.  Valsstúlkur eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir aðra umferð Evrópukeppninnar. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Lokahóf knattspyrnumanna föstudaginn 19. október - 3.10.2007

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway föstudaginn 19. október næstkomandi. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, sýningin “George Michael í 25 ár” og hljómsveitin Eurobandið leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla á laugardag - 3.10.2007

Úrslitaleikur í VISA bikar karla fer fram laugardaginn 6. október og hefst kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  FH og Fjölnir leika til úrslita og er ljóst að nýtt nafn verður skráð á bikarinn því hvorugt félagið hefur unnið bikarinn áður. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala hafin á Ísland - Lettland - 3.10.2007

Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október, og hefst kl. 16:00.  Miðasala á leikinn er hafin og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Dagskrá KSÍ IV sem verður um helgina - 3.10.2007

Um  helgina fer fram þjálfaranámskeið KSÍ IV og má sjá dagskrána hér að neðan.  Enn eru fáein sæti laus á þetta námskeið en úrslitaleikur VISA bikars karla fléttast inn í námskeiðið. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U19 karla um komandi helgi - 3.10.2007

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 21 leikmann til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar verða þrjár og fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Frakklandi - 3.10.2007

Kristinn Jakobsson dæmir leik Rennes og Lokomotiv Sofia í UEFA bikarnum en leikurinn fer fram á morgun.  Honum til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í Bremen - 3.10.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Werder Bremen frá Þýskalandi og Olympiakos frá Grikklandi sem fram fer í dag.  Leikurinn er í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fer fram á Weser Stadion í Brimarborg. Lesa meira
 
UEFA

Sigur hjá U17 karla og U19 kvenna - 2.10.2007

Tvö ungmennalandslið Íslands innbyrtu sigur í dag í riðlakeppni EM en þetta voru U17 karla og U19 kvenna.  Strákarnir höfnuðu í þriðja sæti síns riðils en stelpurnar í U19 sigruðu í sínum riðli með fullt hús og eru komnar í milliriðla. Lesa meira
 
Jónas Grani Garðarsson úr Fram var valinn leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild karla

Jónas Grani valinn leikmaður umferða 13 - 18 - 2.10.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 - 18 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í höfðustöðvum KSÍ.  Jónas Grani Garðarsson var valinn leikmaður umferðanna. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Leikir hjá U19 kvenna og U17 karla í dag - 2.10.2007

Landslið Íslands í U19 kvenna og U17 karla verða bæði í eldlínunni í dag en þá leika þau síðustu leiki sína í riðlakeppni EM.  Stelpurnar í U19 kvenna mæta gestgjöfum sínum frá Portúgal en strákarnir leika gegn Litháen. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Veittar viðurkenningar fyrir lokaþriðjunginn - 2.10.2007

Í dag, þriðjudaginn 2. október kl. 12:00, verður síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla gerður upp, þegar veittar verða viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ 2007 - 1.10.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við VISA-bikarúrslitaleik karla þann 6. október næstkomandi. Lesa meira
 
UEFA

U19 kvenna tryggði sér sæti í milliriðlum - 29.9.2007

Ungmennalandslið Íslands léku í dag í riðlakeppni EM en eru þetta U19 kvenna og U17 karla sem eru í eldlínunni.  Stelpurnar unnu sigur á Grikkjum, 4-1 en strákarnir töpuðu gegn Ísrael, 0-3. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Valur Íslandsmeistari - 29.9.2007

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í dag er þeir lögðu HK að velli á Laugardalsvellinum.  Með sigrinum tryggðu þeir sér titilinn en FH átti einnig möguleika á sigri en Hafnfirðingar lögðu Víkinga að velli sem þýddi að Víkingar féllu í 1. deild. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Glæsilegt áhorfendamet í Landsbankadeild karla - 29.9.2007

Glæsilegt áhorfendamet var sett í Landsbankadeildinni keppnistímabilið 2007.  Alls mættu 119.644 áhorfendur á leikina 90 í Landsbankadeildinni í ár sem gerir 1329 áhorfendur að meðaltali á leik. Lesa meira
 
UEFA

U19 kvenna og U17 karla leika í dag - 29.9.2007

Ungmennalandslið Íslands standa í ströngu þessa dagana en U19 kvenna og U17 karla leika nú í riðlakeppni EM.  Stelpurnar leika í við Grikkland í dag en strákarnir etja kappi við Ísrael. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Úrslitin ráðast í Landsbankadeild karla - 29.9.2007

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag og er óhætt að segja að spennan sé í algleymingi.  Allir leikirnir, er hefjast kl. 14:00, hafa mikla þýðingu og verður barist til síðustu mínútu. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli gegn HK. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótinu innanhúss - Futsal - 28.9.2007

Þátttökutilkynningar hafa verið sendar til félaga varðandi Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - Futsal.  Breytingar hafa verið gerðar á þeim reglum er leikið er eftir í mótinu.  Þátttöku á að tilkynna í síðasta lagi miðvikudaginn 10. október. Lesa meira
 
Óli Stefán Flóventsson, fyrirliði Grindavíkur, með 1. deilar bikarinn

Grindavík sigraði í 1. deild karla - 28.9.2007

Síðustu umferð í 1. deild karla lauk í kvöld og eru það Grindvíkingar er tróna á toppnum þegar keppni er lokið.  Þróttur og Fjölnir fylgja þeim eftir í Landsbankadeildina en Reynir Sandgerði féll í 2. deild. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á úrslitaleik VISA-bikars karla - 28.9.2007

Miðasala er hafin á úrslitaleik VISA-bikars karla en leikurinn fer fram laugardaginn 6. október á Laugardalsvelli.  Mætast þá FH og Fjölnir og hefst leikurinn kl. 14:00.  Miðasala á leikinn er hafin í gegnum aðgöngumiðakerfi á midi.is. Lesa meira
 
UEFA

Góður sigur í fyrsta leik hjá U19 kvenna - 27.9.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið byrjaði riðlakeppni EM 2008 með látum en fyrsti leikur liðsins var í dag.  Rúmenar voru þá lagðir að velli með fjórum mörkum gegn engu en staðan í hálfleik var 2-0.  Leikið verður gegn Grikkjum á laugardaginn kl. 15:00 Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Tap í fyrsta leik hjá U17 karla gegn Serbíu - 27.9.2007

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en leikið er í Serbíu.  Andstæðingarnir í dag voru heimamenn og lauk leiknum með sigri þeirra, 1-0.  Mark Serba kom á fyrstu mínútu og tókst íslensku strákunum ekki að jafna metin. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

U17 karla hefur leik í dag - 27.9.2007

U17 karlalandsliðið hefur leik í dag í riðlakeppni EM en riðillinn er leikinn í Serbíu.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í Serbíu og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómararnámskeið hefst 12. október - 27.9.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð,fyrst 12/10), en námskeiðinu lýkur með prófi 5. nóvember. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Lokaumferð 1. deildar karla á föstudag - 27.9.2007

Föstudaginn 28. september verður lokaumferð 1. deildar karla leikin og hefjast allir leikirnir kl. 17:15.  Grindavík og Fjölnir hafa þegar tryggt sér sæti í Landsbankdadeildinni að ári en Þróttur og ÍBV eygja bæði von um þriðja sætið.  Reynir Sandgerði og KA eru í fallhættu fyrir síðustu umferðina. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Fyrsti leikur U19 kvenna í dag í Portúgal - 27.9.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn í riðlakeppni EM í dag en riðillinn er leikinn í Portúgal.  Fyrsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ 1 þjálfaranámskeið um helgina - 26.9.2007

Fyrsta þjálfaranámskeið haustsins fer fram nú um helgina og er það KSÍ 1 þjálfaranámskeið. Kennsla fer fram í fræðslusetri KSÍ og í nýrri knattspyrnuhöll, Kórinn, í Kópavogi. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Breyting á hópnum hjá U19 kvenna - 24.9.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Portúgal.  Dagný Brynjarsdóttir úr Val kemur inn í hópinn fyrir Ólöfu Gerði Ísberg úr KR. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Net- og símasambandslaust við skrifstofuna frá 15:00 - 24.9.2007

Vegna lagfæringa á símalínum verður net- og símasambandslaust við skrifstofu KSÍ frá kl. 15:00 í dag, mánudaginn 24. september.  Samband verður komið aftur á kl. 08:00 á þriðjudagsmorgun. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Breyting á hópnum hjá U17 karla - 24.9.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Serbíu dagana 27. september til 2. október.  Ottó Hólm Reynisson úr Þór Akureyri kemur inn í hópinn. Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir þjálfara - 24.9.2007

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir þjálfara fyrir eldri kvennaflokka félagsins.  Nánari upplýsingar gefur íþróttafulltrúi félagsins Hörður Guðjónsson í síma 567-6467  og á netfangið hordur@fylkir.com.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Valsmenn efstir fyrir lokaumferðina - 23.9.2007

Heil umferð fór fram í Landsbankadeild karla í dag og eftir hana er ljóst að Valsmenn eru í efsta sæti fyrir lokaumferðina.  Mikil spenna er bæði á toppi sem og á botni.  Lokaumferðin fer fram á laugardaginn og hefjast allir leikirnir kl. 14:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild karla 2007 - 23.9.2007

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum.

Lesa meira
 
KR VISA bikarmeistari kvenna árið 2007 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik

KR-ingar VISA-bikarmeistarar kvenna 2007 - 22.9.2007

KR er VISA-bikarmeistari kvenna 2007 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum í dag, laugardag.  Lokatölur leiksins urðu 3-0 KR í vil og eru KR-ingar því bikarmeistarar kvenna í þriðja sinn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Úkraínu - 22.9.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Úkraínu í riðlakeppni EM í dag.  Með sigri eða jafntefli tryggir íslenska liðið sig áfram í milliriðla EM. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Mikil spenna í 1. deild karla - 21.9.2007

Laugardaginn 22. september fer fram næstsíðasta umferð 1. deildar karla og hefjast allir leikirnir kl. 13:30.  Mikil spenna er á toppi sem og botni í deildinni og hafa allir leikirnir mikla þýðingu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Upphitun stuðningsmanna fyrir bikarúrslit - 20.9.2007

Stuðningsmenn Keflavíkur og KR ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar að félög þeirra mætast í úrslitum VISA-bikar kvenna á laugardaginn.  Stuðningsmenn beggja félaga hittast fyrir leikinn og bjóða upp á fríar rútuferðir á leikstað. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA- bikars kvenna á laugardaginn - 20.9.2007

Úrslitaleikur VISA-bikars kvenna fer fram á laugardaginn þegar að Keflavík og KR mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00.  Sala aðgöngumiða er hafin á midi.is og kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Handhafar VISA- kreditkorta fá miðann á 800 krónur. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust? - 20.9.2007

Þjálfaranámskeið KSÍ eru að hefjast.  Það hefur jafnan verið mikil þátttaka á þjálfaranámskeiðum KSÍ og því best að skrá sig sem fyrst ef þið viljið vera viss um að fá pláss. Lesa meira
 
Merki FIFA

Háttvísidagar FIFA 21. - 23. september - 20.9.2007

Dagana 21. - 23. september verða háttvísidagar Alþjóða Knattspyrnusambandsins (FIFA Fair Play Day) haldnir hátíðlegir í 11. sinn, í fyrsta skiptið árið 1997. Minnt verður á háttvísi um allan heim með ýmsum hætti. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Öruggur sigur á Slóvenum hjá U17 kvenna - 19.9.2007

Stelpurnar í U17 landsliðinu sigruðu sinn annan leik í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Voru heimastúlkur lagðar að velli að þessu sinni með fimm mörkum gegn engu og gerði Dagný Brynjarsdóttir þrennu í leiknum. Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

Lýst er eftir leikskýrslum! - 19.9.2007

Töluvert vantar uppá að aðildarfélög KSÍ skili inn leikskýrslum og úrslitum í tæka tíð til Knattspyrnusambandsins.  Mikilvægt er að allar skýrslur skili sér hið allra fyrsta á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamót í knattspyrnu 2007 - 19.9.2007

Framhaldsmótið í knattspyrnu verður haldið í október og er skráning hafin.  Skráningarfrestur er til 23. september.  Riðlakeppni verður á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Reyðarfirði en úrslitakeppnin verður í Boganum, 27. og 28. október. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Margrét Lára leikmaður umferða 13 - 18 - 19.9.2007

Í hádeginu í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 -18 í Landsbankdeild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13 - 18. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettlandi í lánsbúningum

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Slóveníu - 19.9.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóveníu í riðlakeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Slóveníu en íslenska liðið sigraði Letta í fyrsta leik sínum, 7-1.  Leikurinn í dag hefst kl. 14:30. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Hópurinn valinn hjá U19 kvenna fyrir riðlakeppni EM - 18.9.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Portúgal og leikur þar í riðlakeppni EM U19 kvenna.  Mótherjar Íslands í riðlinum eru Rúmenía, Grikkland og Portúgal. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars 2. flokks karla - 18.9.2007

Akureyrarfélögin Þór og KA mætast í dag í úrslitaleik VISA-bikars karla og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli kl. 17:00.  Búast má við hörkuspennandi leik eins og ætíð er þegar þessir nágrannar mætast á vellinum. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Á fullu í fótbolta - 18.9.2007

Á sunnudaginn mættu landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir á fótboltaæfingu með fötluðum.  Æfingin var liður í samstarfsverkefni Íþróttafélags Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Valur Íslandsmeistari í kvennaflokki - 18.9.2007

Valur varð Íslandsmeistari kvenna þegar þær lögðu Þór/KA að velli í lokaumferðinni með tíu mörkum gegn engu.  Valur hlaut 46 stig og varð þremur stigum á undan KR.  Þetta er í 7. skiptið er Valur verður Íslandsmeistari í kvennaflokki og í þriðja sinn á fjórum árum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Hópurinn hjá U17 karla valinn fyrir Serbíuför - 17.9.2007

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið  U17 landsliðshóp Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumótsins í Serbíu 27. september – 2. október. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettlandi í lánsbúningum

Stórsigur hjá U17 kvenna gegn Lettlandi - 17.9.2007

Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum.  Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettum - 17.9.2007

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag sinn fyrsta leik í riðlakeppni fyrir EM en þetta er í fyrsta skiptið sem slík keppni er haldin í þessum aldursflokki.  Leikið er gegn Lettum og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð í Landsbankadeild kvenna í dag - 17.9.2007

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fer fram í dag og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 17:30.  Valsstúlkur standa langbest að vígi fyrir lokaumferðina hafa þriggja stiga forystu á KR ásamt því að vera með hagstæðara markahlutfall. Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Áhorfandi nr. 100.000 mætir í dag - 15.9.2007

Í dag fara fram fjórir leikir í 16. umferð Landsbankadeild karla en fimmti leikurinn fer fram á morgun.  Ljóst er að takmarkinu um 100.000 áhorfendur verður náð í dag en fyrir 16. umferð hafa mætt 98.412 áhorfendur mætt á leikina 75 til þessa. Lesa meira
 
Frá leik KS/Leifturs og Selfoss í 2. deild karla 2006

Selfoss og KS/Leiftur fylgja Haukum í 1. deild - 15.9.2007

Lokaumferð 2. deildar var leikin í dag en mikil spenna var á toppi og botni fyrir þessa síðustu umferð.  Það verða Haukar, Selfoss og KS/Leiftur sem leika í 1. deild að ári en Sindri féll í 3. deild. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Faxaflóamót/Haust 2007 - 14.9.2007

Keppni hefst almennt í kringum miðjan október en í einhverjum tilfellum um mánaðarmótin október/nóvember.  Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en sunnudaginn 23. september. Lesa meira
 
Víðir Garði varð 3. deildarmeistarar árið 2007 eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik

Víðir Garði 3. deildarmeistarar - 14.9.2007

Víðir Garði tryggði sér 3. deildarmeistaratitilinn um síðustu helgi með því að leggja Gróttu að velli í úrslitaleik.  Tindastóll sigraði BÍ/Bolungarvík í einvígi um fimmta sætið en það sæti gaf einnig sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Fjölmargir mikilvægir leikir um helgina - 14.9.2007

Fjölmargir leikir verða leiknir nú um helgina en farið er að síga á seinni hlutann á Íslandsmótinu í knattspyrnu.  Lokaumferð 2. deildar verður leikin á laugardag og er mikil spenna á toppi sem og botni á þeim bænum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð frá 12:00 á mánudag - 14.9.2007

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 12:00, mánudaginn 17. september vegna jarðarfarar Ásgeirs Elíassonar fyrrverandi landsliðsþjálfara. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokahóf KSÍ haldið 19. október - 14.9.2007

Lokahóf KSÍ verður haldið föstudaginn 19. október næstkomandi á veitingastaðnum Broadway.  Dagskrá kvöldsins og miðapantanir verða tilkynntar hér á síðunni þegar nær dregur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mínútuþögn fyrir leiki í næstu umferð - 14.9.2007

Mínútuþögn verður viðhöfð fyrir leiki næstu umferðar í öllum leikjum deildarkeppni meistaraflokks.  Er þetta gert til minningar um fallinn félaga, Ásgeir Elíasson fyrrverandi landsliðsþjálfara, er lést síðastliðinn sunnudag. Lesa meira
 
HK/Víkingur 1. deildarmeistari kvenna eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik

HK/Víkingur sigraði í 1. deild kvenna - 13.9.2007

HK/Víkingur varð 1. deildarmeistari kvenna um síðustu helgi þegar þær sigruðu Aftureldingu í úrslitaleik á Varmárvelli.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir HK/Víking og tryggðu þær sér því titilinn en bæði félögin unnu sér sæti í Landsbankadeildinni að ári. Lesa meira
 
Líf og fjör á fótboltaæfingu hjá fötluðum með Grétari Rafn og Heimma Hreiðars

Knattspyrnuæfing fyrir fatlaða 16. september - 13.9.2007

Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra standa fyrir æfingu fyrir fatlaða næstkomandi sunnudag 16.september. Sérstakir gestir á þessari æfingu verða landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Lesa meira
 
Strákarnir minntust fráfalls Ásgeirs Elíassonar eftir sigurleik gegn Norður Írlandi

Sætur sigur á Norður Írum - 12.9.2007

Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008.  Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland.  Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

17. umferð Landsbankadeildar kvenna á fimmtudag - 12.9.2007

Sautjánda umferð Landsbankadeildar kvenna verður leikin fimmtudaginn 13. september og er mikil spenna á toppi og botni.  KR og Valur mætast á KR-velli kl. 17:00 en sá leikur gæti ráðið úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

37 leikmenn valdir til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 12.9.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 37 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður laugardag og sunnudag og fara æfingar fram í Fífunni í Kópavogi. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Norður Írland í kvöld - 12.9.2007

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Belgum - 11.9.2007

Íslenska karlalandsliðið U21 lék í dag við Belga í undankeppni EM 2009.  Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leiknum og eru Íslendingar því með 2 stig eftir 3 leiki í riðlinum. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

U21 karla leikur gegn Belgum í dag - 11.9.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur sinn þriðja leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 í dag.  Mótherjarnir að þessu sinni eru Belgar og hefst leikurinn kl. 17:30 og fer fram á Akranesvelli. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Annar sigur á Skotum hjá U19 karla - 10.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði jafnaldra sína frá Skotlandi í dag í vináttulandsleik.  Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli og lauk með sigri Íslands, 1-0.  Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Ísland - Norður Írland í fullum gangi - 10.9.2007

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi og gengur vel.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Leikurinn við Skota verður á Njarðvíkurvelli í dag - 10.9.2007

Vináttulandsleikur á milli Íslands og Skotlands hjá U19 karla, sem fram fer í dag kl. 17:30, verður leikinn á Njarðvíkurvelli.  Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Keflvíkurvelli en vegna vallaraðstæðna þar hefur leikurinn verið færður. Lesa meira
 
Ásgeir Elíasson 1949-2007

Ásgeir Elíasson látinn - 10.9.2007

Ásgeir Elíasson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari, lést í gær á heimili sínu.  Ásgeir var landsliðsþjálfari á árunum 1991 til 1995.  Hann var einnig landsliðsþjálfari U21 karla á árunum 1992 til 1994. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla - 10.9.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum fyrir leikinn gegn Belgum.  Hjálmar Þórarinsson og Stefán Kári Sveinbjörnsson koma inn í hópinn í stað Guðjóns Baldvinssonar og Rúriks Gíslasonar sem eru meiddir. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðar á landsleikinn gegn Norður-Írlandi fyrir handhafa A-passa - 10.9.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Norður Írland afhenta þriðjudaginn 11. september frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla leikur við Skota í dag - 10.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur annan vináttulandsleik sinn við Skota í dag en leikurinn verður í Keflavík kl. 17:30.  Íslendingar sigruðu í fyrri leik þjóðanna á laugardaginn með þremur mörkum gegn engu en þá var leikið í Sandgerði. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM2

Hópurinn hjá U17 kvenna er fer til Slóveníu - 9.9.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Slóveníu og leikur þar í undanriðli fyrir EM 2008.  Er þetta í fyrsta skipti sem að Evrópumót er haldið í þessum aldursflokki. Lesa meira
 
Líf og fjör á fótboltaæfingu hjá fötluðum með Grétari Rafni og Heimma Hreiðars

Mikið fjör á æfingu hjá fötluðum - 9.9.2007

Mikið fjör var á fótboltaæfingu hjá fötluðum í morgun en hún fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla.  Landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Jafntefli við Spánverja í hörkuleik - 8.9.2007

Íslendingar og Spánverjar gerðu jafntefli í hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn var í riðlakeppni EM.  Íslendingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Emils Hallfreðssonar og þannig var staðan þangað til 86 mínútur voru liðnar af leiknum en þá jafnaði Andres Iniesta leikinn. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Sigur á Skotum hjá U19 karla - 8.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Skota í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.  Lokatölur urðu 3-0 Íslendingum í vil.  Þjóðirnar leika annan leik á mánudaginn og fer sá leikur fram í Keflavík kl. 17:30. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 karla mætir Skotum í Sandgerði í dag - 8.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Skotum.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og hefst kl. 14:00.  Þetta er fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en sá síðari er á mánudaginn á Keflavíkurvelli. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Spánn í kvöld kl. 20:00 - 8.9.2007

Íslendingar og Spánverjar mætast í riðlakeppni EM 2008 í kvöld kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 12:00 í dag en nokkur hundruð miðar eru enn eftir.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

Jafnt hjá U21 karla í Slóvakíu - 7.9.2007

Strákarnir í U21 karla gerðu í dag jafntefli Slóvakíu i riðlakeppni EM U21 en leikið var ytra í grenjandi rigningu.  Lokatölur urðu 2-2 og skoruðu Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason mörk Íslendinga. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur við Slóvaka í dag - 7.9.2007

Íslenska U21 landslið karla leikur í dag við Slóvakíu í riðlakeppni EM 2009.  Leikið er í Senec í Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Kína 2007

HM kvenna í Kína hefst á mánudaginn - 7.9.2007

Heimsmeistarakeppni kvenna hefst í Kína á mánudaginn þegar að Þýskaland og Argentína mætast í opnunarleik keppninnar.  Þjóðverjar eru núverandi Heims- og Evrópumeistarar.  Úrslitaleikur keppninnar fer svo fram Shanghai, 30. september. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið - frestað - 7.9.2007

Vegna ónógrar þátttöku verður KSÍ VI þjálfaranámskeið ekki haldið á þessu ári eins og áætlað var.  Reynt verður að halda námskeiðið á næsta ári ef næg þátttaka fæst. Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Síðasti dagur forsölu á Ísland - Spánn - 7.9.2007

Í dag, föstudag, er síðasti dagur forsölu miða á landsleik Íslands og Spánar sem fram fer laugardaginn 8. september kl. 20:00 á Laugardalsvellinum.  Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á leikinn með forsöluafslætti. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í blátt - 6.9.2007

Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan?  Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil?  Áttu bláa skó, bláa vettlinga?  Áttu eitthvað blátt?  Klæðum stúkuna í blátt á laugardaginn!  Allir að mæta í bláu!

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Grótta og Víðir leika til úrslita í 3. deild karla - 6.9.2007

Það er ljóst að Grótta og Víðir leika til úrslita um deildarmeistaratitilinn í 3. deild karla og fer leikurinn fram laugardaginn 8. september kl. 12:00 á Njarðvíkurvelli.  Grótta lagði Hvöt í undanúrslitunum og Víðismenn lögðu Hamar. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

HK/Víkingur og Afturelding í Landsbankadeildina - 6.9.2007

Í gær varð það ljóst að HK/Víkingur og Afturelding leika í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili.  Liðin mætast í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn, sunnudaginn 9. september. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður Aga- og úrskurðarnefndar vegna ummæla þjálfara - 5.9.2007

Í samræmi við 18. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál ákvað framkvæmdastjóri KSÍ að vísa ummælum fjögurra þjálfara um dómara í kjölfar leikja í 14. umferð Landsbankadeildar karla til Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ásgeir Þór inn í hópinn hjá U19 karla - 5.9.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum 8. og 10. september.  Ásgeir Þór Ingólfsson úr Haukum kemur í stað Björns Jónssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi formlega opnuð - 5.9.2007

Um helgina var formlega opnuð í Kópavogi glæsileg íþrótta- og tónlistarhöll og hefur hún fengið nafnið Kórinn, en það nafn varð hlutskarpast í keppni um heiti á höllina. Höllin stendur við Vallarkór í Vatnsendahverfi. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Mikil spenna í úrslitakeppni 1. deildar kvenna - 4.9.2007

Á morgun fara fram seinni leikir í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Sigurvegarar viðureignanna munu leika í Landsbankadeild kvenna að ári en deildina munu skipa 10 lið á næsta keppnistímabili. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tveir leikmenn ekki með gegn Spánverjum vegna meiðsla - 4.9.2007

Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Seinni leikir undanúrslita 3. deildar í kvöld - 4.9.2007

Í dag, þriðjudag, fara fram síðari leikir undanúrslita 3. deildar karla í knattspyrnu.  Einnig verður leikið í keppninni um 5. sæti 3. deildar og eru það einnig síðari leikirnir.  Fimmta sætið gefur sæti í 2. deild að ári.  Allir leikirnir hefjast kl. 17:30. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fjölnir í úrslit VISA-bikars karla - 4.9.2007

Fjölnir tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik VISA bikar karla þegar þeir lögðu Fylki í undanúrslitum með tveimur mörkum gegn einu eftir framlengdan leik.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Fjölnir leikur til úrslita en þeir mæta FH í úrslitaleik. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Haukar

Haukar tryggðu sér sæti í 1. deild að ári - 3.9.2007

Haukar tryggðu sér um helgina sæti í 1. deild karla að ári með því að sigra Sindra á heimavelli sínum.  Þar sem að KS/Leiftur og ÍR gerðu jafntefli í sínum leik þá var ljóst að Haukar leika í í næstefstu deild á komandi tímabili. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Miðasala á Ísland - Spánn í fullum gangi - 3.9.2007

Miðasala á landsleik Íslands og Spánar í riðlakeppni fyrir EM 2008 stendur nú sem hæst.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 8. september og hefst kl. 20:00.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Áhorfendametið í Landsbankadeild karla slegið - 3.9.2007

Í gær lauk 15. umferð Landsbankadeildar karla með leik Víkings og Vals.  Á þann leik mættu 1018 áhorfendur og er því ljóst að áhorfendametið er sett var á síðasta ári, er fallið.  Alls hafa 98.412 áhorfendur mætt á leikina 75 til þessa. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH í úrslitaleik VISA-bikars karla - 2.9.2007

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik VISA bikars karla þegar þeir unnu Breiðablik í bráðfjörugum undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum.  Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en lokatölur urðu 3-1 FH i vil. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars karla hefjast í dag - 2.9.2007

Í dag kl 16:00 mætast á Laugardalsvelli FH og Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla.  Hægt er að kaupa miða á midi.is en miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 15:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Ísland - Norður Írland hafin - 1.9.2007

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05.  Miðasala fer fram í miðasölukerfi frá midi.is Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Spennandi leikir um allt land um helgina - 31.8.2007

Eins og flestar helgar, verður mikið líf og fjör þessa helgi á knattspyrnuvöllum um allt land.  Síðasti leikur 14. umferðar Landsbankadeildar kvenna fer fram í kvöld og þá lýkur 15. umferð Landsbankadeild karla á sunnudaginn. Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Landsliðshópur Íslands fyrir leiki gegn Spáni og N. Írlandi - 31.8.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Spáni, 8. september, og Norður Írlandi 12. september.  Í hópnum eru 22 leikmenn og þar af eru tveir nýliðar. Lesa meira
 
Fernado_Torres

Landsliðshópur Spánar tilkynntur - 31.8.2007

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslandi 8. september og Lettlandi 12. september.  Sex leikmenn landsliðshópsins eru frá Valencia. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ákall til þjálfara knattspyrnuliða frá stjórn KSÍ - 31.8.2007

Á stjórnarfundi KSÍ, sem haldinn var fimmtudaginn 30. ágúst, var ákveðið að koma eftirfarandi ákalli til þjálfara og forráðamanna félaga innan Knattspyrnusambands Íslands.  Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðgöngumiðar á landsleikinn gegn Spáni fyrir handhafa A-passa - 31.8.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Spánn afhenta miðvikudaginn 5. september frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar. Lesa meira
 
Merki KSÍ og Íþróttafélags Fatlaðra

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða 9. og 16. september - 31.8.2007

Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra hafa ákveðið að standa aftur fyrir æfingum á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ.  (við Laugarnesskóla). Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tveir vináttulandsleikir gegn Skotum hjá U19 karla - 30.8.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum.  Fyrri leikurinn verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði 8. september og sá síðari á Keflavíkurvelli, mánudaginn 10 september.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Landslið U21 karla tilkynnt fyrir næstu 2 leiki - 30.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt 18 manna landsliðshóp fyrir næstu leiki í undankeppni EM 2009.  Leikið verður í Slóvakíu ytra föstudaginn 7. september og Belgíu hér heima þriðjudaginn 11. september. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Staðalsamningur KSÍ á ensku - 30.8.2007

Vert er að vekja athygli á því að hægt er nú að nálgast staðalsamning KSÍ á ensku hér á heimasíðunni.  Nýtt samningsform tók gildi 1. júlí á þessu ári og er það form núna tiltækt á enskri tungu hér á síðunni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hefst í dag á undanúrslit VISA-bikars karla - 29.8.2007

Í hádeginu í dag hefst miðasala á undanúrslitaleiki VISA-bikars karla.  Sunnudaginn 2. september mætast FH og Breiðablik kl. 16:00 en mánudaginn 3. september eigast við Fylkir og Fjölnir kl 20:00.  Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn Þrótti R. - 29.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn Þrótti R. vegna leik félaganna í 3. flokki karla  er fram fór 16. ágúst síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að Þróttur sýkn af öllum kröfum kæranda.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Grótta, Hamar, Hvöt og Víðir í 2. deild - 29.8.2007

Í gærkvöldi tryggðu fjögur félög sér sæti í 2. deild að ári en þá fóru fram seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar.  Grótta Seltjarnarnesi, Hamar Hveragerði, Hvöt Blönduósi og Víðir Garði munu leika í 2. deild á næsta keppnistímabili. Lesa meira
 
David_Healy

Landsliðshópur Norður Íra tilkynntur - 28.8.2007

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður Íra hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Lettlandi og Íslandi.  Norður Írar heimsækja okkur heim á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 12. september kl. 18:05. Lesa meira
 
Leikmenn Tindastóls tjá sig í leik í 3. deild karla 2007

Seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar í kvöld - 28.8.2007

Í kvöld fara fram seinni leikir 8-liða úrslita 3. deildar karla.  Þrír leikjanna hefjast kl. 17:30 en leikur Gróttu og BÍ/Bolungarvíkur hefst kl. 20:00.  Mikið er í húfi því sigurvegarar viðureignanna í 8-liða úrslitum leika í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Góð aðsókn á Landsbankadeild karla - 27.8.2007

Það sem af er keppni í Landsbankadeild karla hefur aðsókn verið ákaflega góð.  Alls hafa 92.867 áhorfendur séð leikina 70 er spilaðir hafa verið og gerir það 1.327 áhorfendur að meðaltali á leik. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Tap í Slóveníu hjá stelpunum - 26.8.2007

Ísland tapaði á útivelli í dag fyrir Slóveníu í riðlakeppni fyrir EM 2009.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimastúlkum og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands á 4. mínútu. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Byrjunarliðið gegn Slóvenum tilbúið - 25.8.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum í riðlakeppni fyrir EM 2009 í Finnlandi.  Leikurinn hefst kl. 15:00 og er í beinni útsendingu hjá RUV. Lesa meira
 
Knattspyrnuleikur á Laugardalsvelli 1960

50 ár liðin frá fyrsta deildarleik á Laugardalsvelli. - 25.8.2007

Fyrsti deildarleikur á Laugardalsvelli fór fram 25. ágúst 1957 en þá léku ÍA og Fram.  Leikurinn var síðasti leikurinn í Íslandsmótinu og réð úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en ÍA vann leikinn og varð Íslandsmeistari.  Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Miðasala á Ísland - Spánn hafin - 24.8.2007

Miðasala á landsleik Íslands og Spánar í riðlakeppni fyrir EM 2008 hófst kl. 16:00 í dag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 8. september og hefst kl. 20:00.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is

Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Margir spennandi leikir um helgina - 24.8.2007

Þegar síga fer á seinni hluta Íslandsmótanna í knattspyrnu, eykst spennan til mikilla muna og er þetta sumar engin undantekning.  Mikið er um að vera á knattspyrnuvöllum þessa lands um helgina. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn Snæfellsnesi - 24.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn Snæfellsnesi vegna leik félaganna í 3. flokki karla  er fram fór 25. júlí síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að úrslit leiksins standi óbreytt.

Lesa meira
 
HK

Úrskurður í máli ÍR gegn HK - 24.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli ÍR gegn HK vegna leik félaganna í 4. flokki karla B-lið er fram fór 29. júní síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að HK telst hafa tapað leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 3. deildar byrjar á laugardag - 24.8.2007

Úrslitakeppni 3. deildar hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum.  Leikirnir hefjast allir kl. 14:00 en síðari leikirnir eru svo leiknir á þriðjudaginn og hefjast þá leikirnir kl. 17:30.

Lesa meira
 
Þróttur

Úrskurður í máli UMFL gegn Þrótti Nes - 24.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli UMFL gegn Þrótti Neskaupsstað vegna leiks félaganna í 5. flokki karla B-liða er fram fór 27. júní síðastliðinn.  Úrskurður hljómar upp á að Þróttur Neskaupsstað tapi leiknum 3-0.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ólína kemur inn í landsliðshópinn - 24.8.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Slóvenum á sunnudaginn í riðlakeppni EM.  Ólína G. Viðarsdóttir kemur inn í hópinn. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Kvennalandsliðið heldur út á morgun - 23.8.2007

Íslenska kvennalandsliðið heldur utan í fyrramálið en framundan er fjórði leikur liðsins í riðlakeppni fyrir EM.  Leikið verður við Slóveníu og er leikurinn á sunnudaginn kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu hjá RUV. Lesa meira
 
Leiknir R.

Úrskurður í máli ÍR gegn Leikni - 23.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli ÍR gegn Leikni Reykjavík vegna leiks félaganna í 2. flokki karla er fór fram 17.júlí síðasliðinn.  Úrskurður er á þann veg að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Jafnt hjá Íslandi og Kanada - 22.8.2007

Íslendingar og Kanadamenn gerðu jafntefli í vináttulandsleik er leikinn var á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í hálflieik.  Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslendinga á 65. mínútu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tap hjá U21 karla í fyrsta leiknum - 22.8.2007

Strákarnir í U21 karla töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM 2009.  Mótherjarnir voru Kýpverjar og fóru gestirnir með sigur af hólmi og skoruðu eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið KSÍ í haust - 22.8.2007

Komnar eru dagsetningar á fyrstu þjálfaranámskeið haustsins og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig í tíma en hægt er að byrja að skrá sig, þremur vikum áður en námskeið hefst. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Ísland - Kanada sýndur á RÚV - 22.8.2007

Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að taka það fram að vináttulandsleikur Íslands og Kanada verður sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Leikurinn hefst kl. 18:05. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Byrjunarliðið hjá U21 karla er mætir Kýpur í dag - 22.8.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í riðlakeppni EM 2009.  Lúka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn  í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og fer fram á Grindavíkurvelli. Lesa meira
 
Fáni Kanada

Þrjár breytingar á kanadíska hópnum - 22.8.2007

Þrjár breytingar hafa verið gerða á kandíska hópnum fyrir leikinn gegn Íslendingum í dag.  Rhian Dodds Newcastle, David Edgar Kilmarnock og markvörðurinn Pat Onstad Houston Dynamo koma inn í hópinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Keflavík og KR í úrslitum VISA bikars kvenna - 22.8.2007

Í gærkvöldi var leikið í undanúrslitum VISA-bikars kvenna og er ljóst að það verða Kefalvík og KR er mætast í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 22. september kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fundi aga- og úrskurðarnefndar framhaldið á morgun - 21.8.2007

Vegna bilunar í tölvubúnaði reyndist ekki unnt að ljúka fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag líkt og venja er.  Fundinum verður framhaldið í hádeginu á morgun og mun úrskurður nefndarinnar birtast hér á síðunni strax að loknum fundi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á hópnum hjá U21 karla - 21.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur.  Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar Hearts sem er meiddur. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í Belgíu - 21.8.2007

Valsstúlkur leika í milliriðli í Evrópukeppni kvenna dagana 11. - 16. október og fer riðill þeirra fram í Belgíu.  Mótherjar Vals verða Frankfurt frá Þýskalandi, Everton frá Englandi og Rapide Wezemaal frá Belgíu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna í kvöld - 21.8.2007

Í kvöld fara fram undanúrslit VISA-bikars kvenna og hefjast báðir leikir kvöldins kl. 18:00.  Á Kópavogsvelli eigast við Breiðablik og KR en á Keflavíkurvelli taka heimastúlkur á móti Fjölni. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Einn nýliði í hópnum gegn Slóvenum - 20.8.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er fer til Slóveníu og leikur gegn heimastúlkum.  Leikurinn fer fram sunnudaginn 26. ágúst og hefst kl. 15:00. Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Miðar á Ísland - Kanada fyrir þá sem eru í hjólastól - 20.8.2007

Þeir sem eru í hjólastól og hafa hug á því að fara á landsleik Íslands og Kanada á næstkomandi miðvikudag, eru beðnir um að hafa samband við Ragnheiði á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Vináttuleikur hjá U21 karla við Þjóðverja 16. nóvember - 20.8.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Þjóðverjum ytra, föstudaginn 16. nóvember.  U21 liðið hefur leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 með því að mæta Kýpur á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl 16:00. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Pæjumótið haldið á Siglufirði í 17. skiptið - 20.8.2007

Á dögunum fór fram Pæjumót TM á Siglufirði en þetta er í sautjánda skiptið er mótið fer fram.  Eins og venjulega var margt um manninn og mikið fjör alla keppnishelgina en um 400 leikir voru leiknir á mótinu. Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Starfsmaður óskast tímabundið á Laugardalsvöll - 17.8.2007

Starfsmaður óskast í tímabundið starf á Laugardalsvelli í tvo mánuði eða fram í miðjan október.  Um er að ræða alhliða störf á vellinum.  Áhugasömum er bent á að hafa samband við Jóhann með tölvupósti á johann@ksi.is.

Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Fullt af fótbolta um helgina - 17.8.2007

Fjölmargir leikir fara fram um helgina í hinum ýmsu knattspyrnumótum og er leikið í mörgum deildum og aldursflokkum.  Þrettánda umferð í Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld og HK-FH leika í Landsbankadeild karla á sunnudaginn. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Riðlakeppni 3. deildar karla lýkur á laugardag - 17.8.2007

Á morgun, laugardag, lýkur riðlakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu þegar að síðasta umferðin fer fram.  Ljóst er hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 25. ágúst. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Leikið til úrslita í Polla-og Hnátumótum 2007 - 16.8.2007

Svæðisbundin úrslitakeppni í Polla- og Hnátumótum KSÍ fer fram helgina 18.-19. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hinsvegar NL/AL.  Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um þessar úrslitakeppnir. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir var valin leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild kvenna

Hólmfríður leikmaður umferðanna - 16.8.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna.  Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR var valinn leikmaður þessara umferða og þjálfari hennar, Helena Ólafsdóttir var valinn besti þjálfarinn. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Aðgöngumiðar á landsleikinn gegn Kanada fyrir handhafa A-passa - 16.8.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kanada afhenta þriðjudaginn 21. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Luxemburg - 16.8.2007

Jóhannes Valgeirsson mun dæma í kvöld leik Käerjéng frá Luxemburg og Standard Liege í Belgíu en leikurinn er leikinn á heimavelli fyrrnefnda liðsins.  Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni UEFA bikarsins. Lesa meira
 
Julian De Guzman, leikmaður Deportivo og Kanada, var valinn besti leikmaður á Gold Cup

Kanadíski hópurinn tilkynntur - 15.8.2007

Landsliðsþjálfari Kanada, Dale Mitchell, hefur tilkynnt 17 manna landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst nk.  Hópurinn samanstendur af leikmönnum sem leika víðsvegar í Evrópu. Lesa meira
 
Helgi Sigurðsson var valinn leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild karla 2007

Helgi leikmaður umferða 7-12 - 15.8.2007

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 7-12 í Landsbankadeild karla.  Helgi Sigurðsson úr Val var valinn bestur í þessum umferðum, líkt og í fyrstu 6 umferðunum. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur unnu hollensku meistarana örugglega - 14.8.2007

Íslandsmeistarar Vals sigruðu hollensku meistarana í Den Haag í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna.  Lokatölur urðu 5-1, Val í vil eftir að staðan hafði verði 3-0 í hálfleik. Lesa meira
 
Þjálfarar liðanna sem leika í undanúrslitum VISA bikars karla

Undanúrslitin klár í VISA bikar karla - 14.8.2007

Í dag var dregið til undanúrslita í VISA bikar karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  FH og Breiðablik drógust saman og þá mætast nágrannarnir Fylkir og Fjölnir. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hópurinn fyrir leikinn gegn Kanada tilkynntur - 14.8.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag átján manna leikmannahóp fyrir vináttulandsleik gegn Kanada.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 18:05.  Miðasala á leikinn hefst í dag á www.midi.is. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregur til tíðinda í VISA bikar karla - 14.8.2007

Fjórðungsúrslitum VISA bikars karla lauk í gærkvöldi þegar að tveir leikir fóru fram.  Fjölnir bar sigurorð af Haukum í miklum markaleik með fjórum mörkum gegn þremur.  Í hinum leiknum voru það FH er lögðu Val með einu marki gegn engu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur gegn Kýpur - Hópurinn tilkynntur - 13.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Kýpur.  Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni EM 2009 og fer fram á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ályktun frá stjórn KÞÍ - 13.8.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi frá sér ályktun á dögunum þar sem það hvetur félagsmenn sína, sem og alla þjálfara þessa lands, að berjast gegn notkun á "Snusi". Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðasti leikur Valsstúlkna í riðlinum á morgun - 13.8.2007

Íslandsmeistarar Vals leika lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópukeppni kvenna á morgun en riðill þeirra er leikinn í Færeyjum.  Andstæðingar dagsins eru Den Haag frá Hollandi en Valsstúlkur hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hverjir fylgja Fylki og Breiðablik í undanúrslit? - 13.8.2007

Í gærkvöldi hófust 8-liða úrslit VISA bikars karla með tveimur leikjum.  Breiðablik lagði Keflavík í Kópavoginum og Fylkir bar sigurorð af ÍA eftir framlengdan leik í Árbænum.  Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld, Fjölnir-Haukar kl. 18:30 og Valur-FH kl. 20:00. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur áfram í milliriðil - 11.8.2007

Valsstúlkur tryggðu sig áfram í milliriðla Evrópukeppni kvenna í dag með öruggum sigri á KÍ frá Færeyjum.  Lokatölur urðu 6-0 og eru Valsstúlkur öruggar í miliriðil þrátt fyrir að einn leikur sér eftir. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 8 liða úrslit - 10.8.2007

Á sunnudaginn hefjast fjórðungsúrslit í VISA bikar karla og eru þá tveir leikir á dagskránni.  Daginn eftir, mánudaginn 13. ágúst, verða einnig tveir leikir á dagskránni.  Mikið er í húfi, sæti í undanúrslitum VISA bikarkeppninnar. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Seiglusigur Valsstúlkna - 9.8.2007

Valur byrjuðu þátttöku sína í Evrópukeppni kvenna í dag með góðum sigri á finnsku meisturunum, Honka Espoo.  Lokatölur voru 2-1 eftir að finnska liðið hafði leitt í hálfleik.  Sigurmark Vals kom í blálok leiksins. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Fjölmargir leikir leiknir í kvöld - 9.8.2007

Fjölmargir leikir eru á dagskránni í kvöld í hinum ýmsu deildum.  Tólfa umferð Landsbankadeildar karla heldur áfram í kvöld með þremur leikjum og þá er lokaleikur 11. umferðar Landabankadeildar kvenna á dagskrá. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH fallið úr leik eftir jafntefli við Bate - 9.8.2007

Íslandsmeistarar FH eru fallnir úr leik í Meistarakeppni UEFA eftir jafntefli við Bate í Hvíta-Rússlandi í gær.  Lokatölur í leiknum urðu 1-1 og því 4-2 samanlagt Bate í vil.  Tryggvi Guðmundsson skoraði mark FH í leiknum í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 17. - 19. ágúst - 8.8.2007

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 17. - 19. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1992, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Úrskurður í máli Fjölnis gegn Víkingi/Berserkjum - 8.8.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fjölnis gegn Víkingi/Berserkjum vegna leik félaganna í 2. flokki karla B-deild er fram fór 9. júlí síðastliðinn.  Úrskurður er á þann veg að Víkingur/Berserkir telst hafa tapað leiknum, 0-3.

Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Leikið í Landsbankadeildunum í kvöld - 8.8.2007

Landsbankadeildirnar byrja að rúlla að nýju í kvöld en þá er leikið bæði hjá körlum og konum.  KR og Valur mætast hjá körlunum en hjá konunum leika Keflavík og Stjarnan og Breiðablik gegn Þór/KA.  Allir leikirnir hefjast kl. 19:15. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur í Hvíta-Rússlandi í dag - 8.8.2007

Íslandsmeistarar FH leika seinni leik sinn í annarri umferð Meistaradeildar UEFA í dag er liðið mætir Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Bate sigraði í fyrri leiknum með þremur mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valskonur halda til Færeyja - 7.8.2007

Íslandsmeistarar Vals halda til Færeyja í dag en þar leika þær í riðlakeppni UEFA bikars kvenna.  Riðillinn er leikinn í Færeyjum og auk Valsstúlkna leika KÍ frá Færeyjum, ADO Den Haag frá Hollandi og Honka Espoo frá Finnlandi. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Færeyjum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Sigur hjá U17 karla gegn Færeyingum - 7.8.2007

Strákarnir í U17 luku leik sínum á Norðurlandamótinu um helgina þegar þeir léku gegn Færeyjum en mótið fór fram í Danmörku.  Leikurinn var um sjöunda sætið í mótinu og sigruðu Íslendingar með þremur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Dregið í Evrópukeppnunum - 4.8.2007

Dregið hefu verið í 3. umferð Meistaradeildar UEFA en enn á eftir að spila seinni leikina í annarri umferð.  Sigurvegarar úr viðureign FH og Bate Borisov leika gegn sigurvegurum úr viðureign Zaglebie Lubin og Steua Búkarest. Lesa meira
 
ÍA

Sókndjarft félag óskar eftir þjálfara - 3.8.2007

Unglingaráð Knattspyrnufélags ÍA leitar að áhugasömum einstaklingi í fullt starf við þjálfun. Gert er ráð fyrir að umsækjendur geti hafið störf haustið 2007.  Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR og Keflavík úr leik - 3.8.2007

KR og Keflavík eru bæði fallin úr leik í Evrópukeppninni eftir töp í leikjum sínum í gærkvöldi.  Keflvíkingar töpuðu á útivelli fyrir Midtjylland, 2-1 og KR tapaði heima fyrir Häcken, 0-1. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Finnum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Jafntefli gegn Finnum hjá U17 karla - 2.8.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Lokatölur urðu 3-3 eftir að Íslendingar höfðu leitt í hálfleik, 2-0 Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Leikið gegn Finnum í dag - 2.8.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Finnum í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Tap hjá FH í fyrri leiknum - 2.8.2007

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn Bata Borisev frá Hvíta-Rússlandi en leikurinn var leikinn á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.  Lokatölur urðu þær að gestirnir skoruðu þrjú mörk gegn einu marki FH. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR og Keflavík í eldlínunni á fimmtudag - 1.8.2007

KR og Keflavík leika seinni leiki sína í fyrstu umferð undankeppni UEFA bikarsins á morgun, fimmtudag.  Keflvíkingar leika á útivelli gegn danska liðinu Midtjylland en KR taka á móti sænska liðinu Häcken í Frostaskjólinu kl. 18:45.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur gegn Bate Borisov í kvöld - 1.8.2007

Íslandsmeistarar FH leika fyrri leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA í kvöld.  Andstæðingar eru Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi og hefst leikurinn kl. 19:00 á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Naumt tap gegn Svíum hjá U17 karla - 31.7.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag en leikurinn er liður í Norðulandamótinu er fram fer í Danmörku.  Svíar unnu sigur með því að skora sigurmarkið á 77. mínútu leiksins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Tap hjá U17 karla gegn Englendingum - 30.7.2007

Norðurlandamót U17 karla hófst í dag en mótið fer fram í Danmörku.  Íslendingar biðu lægri hlut gegn Englendingum í fyrsta leik sínum.  Englendingar skoruðu tvö mörk án þess að Íslendingum tækist að svara. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Lúðvík Georgsson settur varaformaður KSÍ - 30.7.2007

Á stjórnarfundi KSÍ, laugardaginn 28. júlí, var Lúðvík Georgsson settur varaformaður KSÍ til bráðabirgða vegna veikinda Halldórs B Jónssonar, varaformanns KSÍ. Lúðvík hefur um leið verið settur formaður mótanefndar KSÍ. Lesa meira
 
U17_hopurinn_i_Portugal

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag - 30.7.2007

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag í Danmörku og leikur íslenska liðið sinn fyrsta leik gegn Englandi kl. 13:00.  Einnig eru Svíar og Finnar með Íslendingum í riðli.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar 31. júlí - 30.7.2007

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þjóðverjar Evrópumeistarar U19 kvenna - 29.7.2007

Þjóðverjar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik EM U19 kvenna á Laugardalsvellinum í dag.  Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og bæði mörkin komu í framlengingu.  Þjóðverjar eru því Evrópumeistarar U19 landsliða kvenna. Lesa meira

 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerð samþykktar - 29.7.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 28. júlí 2007 breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Sérstök athygli er vakin á því að lokað verður fyrir félagaskipti þann 31. júlí, eða n.k. þriðjudag. Lesa meira
 
Englendingar fagna marki í undanúrslitaleiknum gegn Noregi í EM U19 kvenna

Englendingar mæta Þjóðverjum - 27.7.2007

Það verða tvær rótgrónar knattspyrnuþjóðir, Þýskaland og England, er mætast í úrslitaleik EM U19 á sunnudaginn.  Þetta varð ljóst eftir að Englendingar unnu Norðmenn á KR-vellinum í gærkvöldi með þremur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH áfram í Meistaradeild UEFA - 26.7.2007

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í annarri umferð forkeppni Meistardeildar Evrópu þegar þeir gerðu jafntefli við HB í Færeyjum.  Lokatölur urður 0-0 en FH vann fyrri leikinn 4-1. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið - umsóknareyðublað - 25.7.2007

Hér að neðan er umsóknareyðublað að KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem verður haldið í Englandi í haust.  Námskeiðið er ætlað þjálfurum sem hafa lokið við KSÍ V þjálfaranámskeiðið og koma að þjálfun 3.flokks eða eldri aldurshópa. Lesa meira
 
Úr leik Danmerkur og Noregs á Akranesvelli í úrslitakeppni EM U19 kvenna

Undanúrslitin á fimmtudag hjá U19 kvenna - 25.7.2007

Nú standa fjórar þjóðir eftir í úrslitakeppni EM U19 kvenna og er leikið í undanúrslitum á morgun, fimmtudag.  Á Laugardalsvelli leika Þýskaland og Frakkland kl. 16:00 og kl. 19:00 mætast England og Noregur á KR-velli. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur í Færeyjum á miðvikudag - 24.7.2007

Íslandsmeistarar FH leika seinni leik sinn í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á morgun, miðvikudag.  Leikurinn fer fram í Færeyjum við Færeyjarmeistara HB.  Fyrri leiknum í Kaplakrika lauk með sigri FH, 4-1. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Lettlandi - 24.7.2007

Jóhannes Valgeirsson dæmir á morgun seinni leik Ventpils frá Lettlandi og The New Saints frá Wales.  Jóhannesi til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Gunnar Sverrrir Gunnarsson og Magnús Þórisson verður fjórði dómari.  Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Norðmenn tryggðu sér sigur í lokin - 23.7.2007

Í dag lauk riðlakeppni úrslitakeppni EM U19 kvenna og fóru fram fjórir hörkuleikir.  Þýskaland, Noregur, England og Frakkland halda áfram í undanúrslitin sem fara fram á fimmtudaginn.  Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Leikir dagsins hefjast allir kl 16:00 - 23.7.2007

Lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni U19 kvenna fer fram í dag og fara fram fjórir sem hefjast allir kl.16:00.  Ísland tekur á móti Evrópumeisturum Þjóðverja í dag í lokaleik sínum í keppninni og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Naumt tap gegn Dönum í hörkuleik - 20.7.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Danmörku í kvöld á Kópavogsvelli með tveimur mörkum gegn einu.  Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark íslenska liðsins í síðari hálfleik. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Góð úrslit hjá Keflavík og KR í UEFA bikarnum - 20.7.2007

Keflavík og KR voru bæði í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í UEFA bikarnum.  Keflvíkingar léku á heimavelli gegn danska liðinu Midtjylland og KR ytra gegn sænska liðinu Hacken. Lesa meira
 
Sigurður Óli Þórleifsson

Sigurður Óli að störfum í Austurríki - 19.7.2007

Sigurður Óli Þorleifsson er þessa dagana staddur í Austurríki þar sem hann er við dómgæslu í úrslitakeppni EM U19 karla.  Sigurður var aðstoðardómari á leikjum Frakklands og Serbíu og Spánar og Portúgals. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn dæmir í Ungverjalandi - 19.7.2007

Garðar Örn Hinriksson dæmir í dag fyrri leik MTK Budapest frá Ungverjalandi og MIKA frá Armeníu.  Leikurinn er í forkeppni UEFA bikarsins og fer fram í Búdapest. Lesa meira
 
Fjölnir

Frá aga- og úrskurðarnefnd - 18.7.2007

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók fyrir skýrslur frá eftirlitsmanni KSÍ og dómurum vegna framkomu stuðningsmanna Fjölnis í leik Fjölnis og ÍBV í 1. deild karla, mánudaginn 16. júlí síðastliðnum. 

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Setningarathöfn fyrir fyrsta leik Íslands - 18.7.2007

Fyrir leik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld verður stutt setningarathöfn í tilefni fyrsta leikdags í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Setningarathöfnin hefst um kl. 19:00 og munu um 100 iðkendur frá Þrótti Reykjavík koma þar við sögu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 18.7.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt er mætir Norðmönnum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni U19 kvenna.  Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld og er leikinn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Hópurinn valinn hjá U17 karla fyrir Norðurlandamótið - 17.7.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu frá 29. júli til 5. ágúst næstkomandi.  Íslendingar eru í riðli með Englendingum, Svíum og Finnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Málalyktir í máli ÍA og Keflavíkur - 17.7.2007

KSÍ fagnar því að forystumenn ÍA og Keflavíkur hafa náð niðurstöðu vegna atviks sem átti sér stað í leik liðanna í Landsbankadeild 4. júlí sl.  KSÍ harmar að markið umdeilda  sem samræmist ekki heiðarlegum leik, hafi ráðið úrslitum í leiknum Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Platini afhendir sigurverðlaunin - 16.7.2007

Á miðvikudaginn verður flautað til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna en mótið er sem kunnugt er haldið hér á landi.  Þrír leikir hefjast kl. 16:00 á miðvikudaginn en fjórði leikurinn, á milli Íslands og Noregs, hefst kl. 19:15 á Laugardalsvelli.  Nú er ljóst að forseti UEFA, Michel Platini, mun verða viðstaddur úrslitaleikinn og afhendir nýbökuðum Evrópumeisturum sigurverðlaunin.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Púkamótið haldið í þriðja skiptið - 16.7.2007

Um helgina fór fram Púkamótið á Ísafirði og er þetta í þriðja skiptið sem það er haldið.  Þar hafa þeir þátttökurétt er starfað hafa að ísfirskum knattspyrnumálum og eru a.m.k. á þrítugasta ári. Lesa meira
 
Áhorfendur fagna

Metaðsókn á leiki Landsbankadeildarinnar - 13.7.2007

Metaðsókn hefur verið á leiki Landsbankadeildarinnar í sumar og áhorfendum fjölgað umtalsvert frá því í fyrra. Að loknum fyrri hluta Landsbankadeildarinnar hafa 58.778 áhorfendur mætt á völlinn eða 1.306 að meðaltali. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Enn á ný skorað fyrir gott málefni - 13.7.2007

Aftur verður skorað fyrir gott málefni í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildarinnar skora í 10. umferð karla um helgina og 9. umferð kvenna . Lesa meira
 
Fyrirliðar Breiðabliks og KR, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Olga Færseth

Stórleikir bæði hjá körlum og konum í VISA bikarnum - 13.7.2007

Í dag var dregið í VISA bikarkeppni karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfðustöðvum KSÍ.  Ljóst er að spennandi leikir eru framundan en dregið var í 8 liða úrslitum karla og undanúrslitum kvenna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA bikar karla og kvenna í dag - 13.7.2007

Í hádeginu í dag verður dregið í VISA bikarkeppni karla og kvenna.  Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ og verða átta lið í pottinum hjá körlunum en fjögur hjá konunum.  Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki féllu úr bikarnum í gærkvöldi. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Fyrstu fulltrúar UEFA koma til landsins í dag - 12.7.2007

Alltaf styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin hefst sem kunnugt er, 18. júlí næstkomandi.  Sjálfboðaliðar hafa þegar hafið störf og er von á fyrstu fulltrúum UEFA og styrktaraðila mótsins í dag. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Átta liða úrslit VISA bikars kvenna í kvöld - 12.7.2007

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og má búast við hörkuleikjum.  Eftir kvöldið standa svo fjögur félög sem munu verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitunum í hádeginu á föstudag. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir áfram í VISA bikar karla - 12.7.2007

Átta liða úrslitum VISA bikars karla lauk í gærkvöldi með þremur leikjum.  Bikarmeistarar Keflavíkur, Breiðablik og Fylkir tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum en dregið verður í hádeginu á föstudaginn Lesa meira
 
Frá Old boys landsleik Íslands og Danmerkur í júlí 2007 sem leikinn var á Akureyrarvelli

Íslensku kempurnar sigruðu Dani - 11.7.2007

Mikil knattspyrnuhátíð var á Akureyri síðastliðna viku en þá fóru fram tvö stór knattspyrnumót.  Hápunktur vikunnar var tvímælalaust "Old-boys landsleikur" á milli Íslands og Danmerkur og lauk honum með sigri Íslands. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Vítaspyrnukeppni í tveimur leikjum - 11.7.2007

Fimm leikir í 16-liða úrslitum VISA-bikarsins fóru fram á þriðjudagskvöld.  Þrír leikir fóru í framlengingu og í tveimur þeirra þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara.  Haukar, sem leika í 2. deild, eru komnir í 8-liða úrslit.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Fundur formanns KSÍ á Akureyri mánudaginn 9. júlí - 4.7.2007

KSÍ heldur kynningarfund með formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, á Akureyri mánudaginn 9. júlí kl. 17:30.  Lesa meira
 
Undirskrift KSÍ-OR

KSÍ og Orkuveita Reykjavíkur undirrita samstarfssamning - 3.7.2007

Í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli KSÍ og Orkuveitu Reykjavíkur vegna úrslitakeppni Evrópumóts U19 ára kvenna sem fram fer hér á Íslandi 18. júlí til 29. júlí Lesa meira
 
Lið umferða 1-6 2007

Margrét Lára og Elísabet valdar bestar - 2.7.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild kvenna voru afhentar í hádeginu í dag Lesa meira
 

Stúlkurnar hjá U17 hefja leik í dag - 2.7.2007

Stúlkurnar hjá U17 hefja leik á Norðurlandamótinu í dag og leika gegn Svíþjóð kl. 15.00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Mikill fjöldi sjálfboðaliða við úrslitakeppni EM U19 kvenna - 1.7.2007

Eins og kunnugt er hefst úrslitakeppni EM U19 kvenna hér á landi 18. júlí næstkomandi.  Mikill fjöldi sjálfboðaliða mun starfa með einum eða öðrum hætti við keppnina og hefur gengið vel að manna þau störf. Lesa meira
 

Valsmenn fallnir úr Inter-Toto keppninni - 1.7.2007

Valsmenn sigruðu Cork City í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Leikurinn fór fram í Írlandi og lauk með sigri Vals, 0-1.  Það dugði þó ekki Valsmönnum þar sem Cork vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli, 0-2. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna - 30.6.2007

Mánudaginn 2. júlí verða veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sex umferðirnar í Landsbankadeild kvenna.  Viðurkenningarnar verða veittar í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Tillögur um dómaramál samþykktar - 30.6.2007

Á fundi sínum þann 28. júní s.l. samþykkti stjórn KSÍ tillögur starfshóps sem ætlað að koma með tillögur og hugmyndir að átaki sem miðaði að því að fjölga dómurum, sérstaklega kvendómurum, og auka áhuga á dómarastarfinu.  Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Seinni leikur Vals gegn Cork City í dag - 30.6.2007

Í kvöld kl. 18:00 mætast Cork City og Valur í seinni leik liðanna í 1. umferð Inter-Toto keppninnar.  Írarnir höfðu betur í fyrri leiknum, sem leikinn var á Laugardalsvelli og lauk með sigri Cork með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á tveimur reglugerðum samþykktar - 30.6.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 28. júní 2007 breytingar á tveimur reglugerðum sambandsins og má sjá þær breytingar hér að neðan.  Forráðamenn félaga eru beðnir um að vekja athygli á þessum breytingum. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

KR til Svíþjóðar og Keflavík til Danmerkur - 30.6.2007

Í gær var dregið í 1. umferð undankeppni UEFA bikarsins.  Fulltrúar Íslands í pottinum voru KR og Keflavík og drógust þau bæði gegn mótherjum frá Norðurlöndunum. Lesa meira
 
UEFA

Fyrsta konan á vegum KSÍ í nefnd UEFA - 29.6.2007

Á dögunum skipaði Knattspyrnusamband Evrópu í nefndir sínar og eru einstaklingar frá KSÍ þar á meðal.  Fyrsta konan á vegum KSÍ hefur verið skipuð í nefnd hjá UEFA en Guðrún Inga Sívertsen er í nefnd um kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH dróst á móti HB frá Færeyjum - 29.6.2007

Í dag var dregið í fyrstu umferð undankeppni Meistarardeildar Evrópu en Íslandsmeistarar FH eru fulltrúar Íslands í keppninni.  FH mun leika gegn færeysku meisturunum HB og leika fyrri leikinn á heimavelli. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Kópavogs- og Reykjavíkurslagir í VISA-bikarnum - 28.6.2007

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Liðin úr Landsbankadeildinni koma inn í keppnina í 16 liða úrslitum. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Kynningarfundur á Reyðarfirði mánudaginn 2. júlí - 27.6.2007

KSÍ heldur kynningarfund með formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni, á Reyðarfirði mánudaginn 2. júlí kl. 17:30.  Á fundinum verður farið yfir nýja reglugerð um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þrjár vikur í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 27.6.2007

Í dag eru réttar þrjár vikur þangað til að flautað verður til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Ísland er í riðli með Noregi, Danmörku og Evrópumeisturum Þýskalands og mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið á föstudag í Evrópukeppnunum - 27.6.2007

Á föstudaginn verður dregið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og UEFA bikarnum.  Fulltrúar Íslands í Meistaradeildinni eru Íslandsmeistarar FH en KR og Keflavík eru fulltrúar Íslands í UEFA bikarnum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla á fimmtudag - 27.6.2007

Fimmtudaginn 28. júní, verður dregið í 16 liða úrslit VISA-bikars karla.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.  Liðin úr Landsbankadeildinni verða í pottinum ásamt þeim sex félögum er komust áfram úr 4. umferð. Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Wales - 26.6.2007

Magnús Þórisson dæmir seinni leik Llanelli frá Wales og Vetra Vilnius frá Litháen í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Oddbergur Eiríksson. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Hópurinn hjá U17 kvenna valinn fyrir Noregsför - 26.6.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn er taka þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í júlí.  Ísland leikur í riðli með Svíþjóð, Noregi og Hollandi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikarinn heldur áfram í kvöld - 26.6.2007

Fjórða umferð VISA-bikars karla heldur áfram í kvöld en þá eru fimm leikir á dagskrá.  Leikirnir hefjast allir kl. 20:00.  ÍBV tryggði sér þátttökurétt í 16 liða úrslitunum í gærkvöldi. Lesa meira
 
Magni

Úrskurður í máli Magna gegn Völsungi - 25.6.2007

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Magna gegn Völsungi en kæra barst til nefndarinnar vegna leiks félaganna í 2. deild karla á Grenivíkurvelli þann 24. maí síðastliðinn.  Nefndin úrskurðaði að úrslit leiksins skyldu látin standa.

Lesa meira
 
Tindastóll

Tindastóll 100 ára - 25.6.2007

Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki er 100 ára á þessu ári.  Mikil afmælishátíð var haldin á af því tilefni 16. júní síðastliðinn.  KSÍ heiðraði við þetta tilefni nokkra aðila sem komið hafa mikið við sögu knattspyrnunnar hjá félaginu. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Lokað á félagaskipti 1. júlí - 25.6.2007

Ný reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga tekur gildi 1. júlí næstkomandi.  Ný reglugerð hefur m.a. í för með sér að lokað verður á félagaskipti frá 1. júlí. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna í kvöld - 25.6.2007

Heil umferð verður leikin í kvöld í Landsbankadeild kvenna eftir rúmlega tveggja vikna hlé vegna landsleikja íslenska kvennalandsliðsins.  Fjórir spennandi leikir eru á dagskránni í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Heil umferð í 1. deild karla í kvöld - 22.6.2007

Þó svo að ekki sé leikið í Landsbankadeild karla eða kvenna um helgina, rúllar boltinn svo sannarlega víða.  Fjölmargir leikir eru um helgina í hinum ýmsu deildum og flokkum og í kvöld, föstudagskvöld, fer fram heil umferð í 1. deild karla. Lesa meira
 
Bislett leikvangurinn í Osló

Eyjólfur Magnús dæmir í Noregi - 22.6.2007

Eyjólfur Magnús Kristinsson dæmir á sunnudaginn leik Skeid  og Sparta Sarpsborg í næst efstu deild í Noregi.  Leikurinn er leikinn á hinum gamalkunna Bislett leikvangi í Osló. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn hækkaður um flokk hjá UEFA - 22.6.2007

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, hefur verið færður upp um flokk af dómaranefnd UEFA en þetta var ákveðið fundi nefndarinnar á dögunum.  Kristinn er nú kominn í næst hæsta flokk innan dómaranefndar UEFA. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007

Glæstur sigur Íslands á Serbíu - 21.6.2007

Íslenska kvennalandsliðið skemmti 5.976 áhorfendum konunglega þegar þær lögðu Serbíu örugglega í kvöld.  Lokatölur urðu 5-0 Íslandi í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0.  Aldrei hafa áhorfendur verið fleiri á kvennalandsleik á Íslandi.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Valsmenn mæta Cork frá Írlandi í Inter-Toto - 21.6.2007

Valsmenn taka á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Leikurinn fer fram laugardagskvöldið 23. júní og hefst kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Cork City er sem stendur í fimmta sæti í írsku deildinni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu - 20.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum.  Leikurinn er liður í undankeppni EM  og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum.  Serbneska liðið hefur unnið eina leik sinn í riðlinum til þessa. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Úrskurður í máli ÍBV gegn Val - 20.6.2007

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í kæru ÍBV gegn Val vegna leik félaganna í 3. flokki karla er fram fór í Vestmannaeyjum 25. maí síðastliðnum.  Leikurinn er dæmdur tapaður Val með markatölunni 3-0.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Hlutgengi markvarða milli liða í sama aldursflokki. - 20.6.2007

Af gefnu tilefni skal tekið fram að engar breytingar hafa átt sér stað frá síðasta ári hvað varðar hlutgengi markvarða milli liða í sama aldursflokki. 

Lesa meira
 
Dagmar_Damkova

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi - 20.6.2007

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi og mun Dagmar Damkova sjá um dómgæsluna.  Hún er einn þekktasti dómari Tékklands og árið 2003 varð hún fyrst kvendómarinn til að dæma í efstu deild karla í Tékklandi. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Leikmannahópur valinn fyrir Serbaleikinn - 20.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 manna hóp er mætir Serbum í undankeppni EM á fimmtudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 21:15 á Laugardalsvelli og eru áhorfendur hvattir til þess að láta ekki sitt eftir liggja. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

26 leikmenn valdir til æfinga hjá U17 kvenna - 20.6.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 26 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Noregi.  Hópurinn æfir á Laugarvatni um næstu helgi. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Kynningarfundir á Akureyri og á Austurlandi - 20.6.2007

KSÍ mun boða til kynningarfunda á Akureyri og á Austurlandi í byrjun júlí vegna nýrrar reglugerðar KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga sem tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi.  Lesa meira
 
Frá undirskrift vegna áframhaldandi styrks við sparkvallaátakið

Glæsilegt framlag til sparkvallaátaksins - 20.6.2007

Í gær var undirritað samkomulag á milli KSÍ og fjögurra fyrirtækja um áframhaldandi uppbyggingu sparkvalla á landinu.  Stefnt er á að í lok ársins verðir vellirnir orðnir 111 um allt land. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aðgangur á Ísland - Serbía fyrir handhafa A-skírteina - 19.6.2007

Fyrir landsleikinn gegn Serbíu á fimmtudaginn geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn.  Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Landsliðið á fjögurra þjóða mót á Möltu - 19.6.2007

Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í fjögurra þjóða móti á Möltu í febrúar á næsta ári.  Auk heimamanna í Möltu verða Hvít-Rússar og Armenar með í mótinu.  Leikirnir verða þrír og eru leikdagar 2., 4. og 6. febrúar 2008.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Góður sigur hjá U19 gegn Svíum - 19.6.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið bar í gær sigurorð af Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Norrtalje í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 0-1 og var það Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 64. mínútu. Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um helgina - 18.6.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 34 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Leikmennirnir sem fæddir eru árið 1991, munu æfa tvisvar um helgina og færa æfingarnar fram á Tungubökkum. Lesa meira
 
Lið umferða 1-6 í Landsbankadeild karla

Helgi, Ólafur og Garðar valdir bestir - 18.6.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild karla voru afhentar í hádeginu í dag, mánudag. Helgi Sigurðsson úr Val var valinn besti leikmaður umferðanna, Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson besti dómarinn. Lesa meira
 
Áhorfendur á Frakkaleiknum fagna sigri

Ísland - Serbía fimmtudaginn 21. júní kl. 21:15 - 18.6.2007

Ísland tekur á móti Serbíu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða.  Leikurinn fer fram fimmtudaginn 21. júní á Laugardalsvelli og hefst kl. 21:15.  Íslenska liðið hefur farið vel af stað í riðlakeppninni og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur í Svíþjóð í dag - 18.6.2007

Íslenska U19 landslið kvenna leikur í dag vináttulandsleik gegn Svíþjóð ytra.  Leikurinn sem er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Marki Margrétar Láru gegn Frökkum fagnað af innlifun

Frábær sigur á Frökkum - 16.6.2007

Íslendingar unnu frábæran sigur á Frakklandi í dag með einu marki gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands á 81. mínútu eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur.  Íslenska liðið varðist frábærlega og gaf Frökkum fá færi á sér. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilbúið - 15.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum á Laugardalsvelli á morgun.  Leikurinn er í undakeppni EM og hefst kl. 14:00.  Um er að ræða tímamótaleiki hjá Eddu Garðarsdóttur og Dóru Stefánsdóttur. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Hjálpaðu við að láta drauminn rætast! - 15.6.2007

Ísland og Frakkland mætast í undankeppni EM á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní kl. 14:00.  Góður stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik og hjálpað stelpunum í því að láta drauminn rætast. Lesa meira
 
Fotboltasumarid_forsida_2007

Fótboltasumarið 2007 er komið út - 15.6.2007

Fótboltasumarið 2007 er sérlega glæsilegt í ár, 212 síður og stútfullt af upplýsingum og fróðleik um íslenska fótboltann og ríkulega myndskreytt. Mjög vönduð umfjöllun er um liðin í Landsbankadeild karla og kvenna og liðin í 1. og 2.deild karla. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Kynningarfundur um félagaskipti og samninga - 15.6.2007

Fimmtudaginn 21. júní boðar KSÍ til kynningarfundar vegna nýrrar reglugerðar KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga sem tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

18 leikmenn valdir fyrir leikinn gegn Frökkum - 15.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hvaða 18 leikmenn munu skipa liðið gegn Frökkum á morgun.  Rakel Logadóttir verður ekki með í þessum leik vegna meiðsla. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót KSÍ 2007 - 15.6.2007

Riðlakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ 2007 verður leikin um allt land og hafa fyrstu mótin verið leikin nú þegar.  Umsjónarfélag er skipað með hverjum riðli og hafa félögin sent inn dagsetningar til KSÍ.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik og Valur mætast hjá konunum - 14.6.2007

Í dag var dregið í VISA-bikarkeppni karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið var í 4. umferð hjá körlunum en í 8-liða úrslit hjá konunum.  Liðin sem léku til úrslita hjá konunum í fyrra mætast í 8-liða úrslitum. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Miðasala á leikinn gegn Frökkum í gangi - 14.6.2007

Miðasala á leik Íslands og Frakklands sem fram fer laugardaginn 16. júní kl. 14:00, er hafin.  Hægt er að kaupa miða á hér á síðunni og á www.midi.is.  Miðinn kostar 1000 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri.  Sætaval er frjálst í vesturstúkunni. Lesa meira
 
Afríka

Úrskurður í máli KV gegn Afríku - 13.6.2007

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál KV gegn Afríku vegna leiks liðanna þann 21. maí síðastliðinn á Gervigrasvellinum í Laugardal.  Leiknum lauk með jafntefli en nefndin úrskurðaði að Afríka skyldi tapa leiknum, 0-3.

Lesa meira
 
Sandrine Soubeyrand

Gríðarsterkur landsliðshópur Frakka - 13.6.2007

Frakkar tefla fram gríðarlega sterkum leikmannahópi gegn Íslandi í undankeppni EM næsta laugardag.  Í hópnum er góð blanda eldri og reyndari leikmanna annars vegar og ungra og efnilegra hins vegar.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Handhafar A-passa á leikina gegn Frakklandi og Serbíu - 13.6.2007

Fyrir landsleikina gegn Frakklandi og Serbíu geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn.  Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini. Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

Knattspyrnuskóli stúlkna 18. - 22. júní - 13.6.2007

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1993.  Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikar karla og kvenna á fimmtudag - 13.6.2007

Á morgun, fimmtudaginn 14. júní verður dregið í VISA-bikarkeppni karla og kvenna í höfuðustöðvum KSÍ.  Drátturinn hefst kl. 12:00 og verður dregið í 4. umferð hjá körlunum en í 8. liða úrslit hjá konunum. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Styrkleikalisti karlalandsliða frá FIFA birtur - 13.6.2007

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og fellur íslenska liðið niður um þrettán sæti á listanum og sitja í sæti 109.  Ítalir halda toppsætinu en Frakkar fara upp fyrir Brasilíumenn í annað sætið. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur gegn Svíþjóð 18. júní - 12.6.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Svíum í vináttulandsleik í Svíþjóð 18. júní.  Leikurinn er síðasti leikurinn hjá íslenska liðinu fyrir úrslitakeppni EM sem hefst hér á landi í 18. júlí. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

3. umferð VISA-bikars karla hafin - 12.6.2007

Í gærkvöldi hófst 3. umferð VISA-bikars karla með fjórum leikjum.  Sex leikir fara fram í kvöld og tveir síðustu leikirnir fara fram annað kvöld.  Önnur umferð VISA-bikars kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum og lýkur umferðinni annað kvöld. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

3. umferð VISA-bikars karla hefst í kvöld - 11.6.2007

Í kvöld hefst 3. umferð VISA-bikars karla og eru fjórir leikir á dagskrá í kvöld.  Annað kvöld verður einnig leikið í VISA-bikarnum og umferðinni lýkur á miðvikudagskvöldið.  Dregið verður til 4. umferðar fimmtudaginn 14. júní. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópurinn valinn fyrir Frakkland og Serbíu - 11.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinga tvo gegn Frakklandi og Serbíu.  Leikurinn gegn Frakklandi fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14:00 en Serbíuleikurinn fimmtudaginn 21. júní. Lesa meira
 
Frá 80. ára afmælis Völsungs í júní 2007

Íþróttafélagið Völsungur 80 ára - 11.6.2007

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík var stofnað 12. apríl 1927 og varð því 80 ára fyrr á þessu ári.  Félagið hélt afmælishátíð sl. laugardag og heiðraði KSÍ nokkra af þeim sem mikið hafa komið við sögu knattspyrnunnar í félaginu.

Lesa meira
 
UEFA

Svíum dæmdur sigur gegn Dönum - 8.6.2007

Aganefnd UEFA úrskurðaði í dag Svíum sigur í leik gegn Dönum sem fram fór 2. júní síðastliðinn.  Leikurinn var flautaður af í stöðunni 3-3 þegar að danskur áhorfandi veittist að dómara leiksins.  Danir hafa áfrýjað niðurstöðunni. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildin rúllar af stað að nýju - 7.6.2007

Eftir landsleikjafrí hefst Landsbankadeild karla að nýju á morgun, föstudag.  Þá eigast við Víkingur og Breiðablik og hefst leikur þeirra á Víkingsvelli kl. 19.15.  Þá er leikin heil umferð í Landsbankadeild kvenna á föstudag. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Ísland - Frakkland laugardaginn 16. júní - 7.6.2007

Ísland mætir Frakklandi í undankeppni fyrir EM kvenna 2009 og er leikurinn leikinn á Laugardalsvellinum.  Leikurinn fer fram daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 14:00.  Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik. Lesa meira
 
58 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráður

58 þjálfarar útskrifast með KSÍ A þjálfaragráðu - 7.6.2007

Laugardaginn 2. júní sl. útskrifuðust 58 þjálfarar með KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu og var útskriftin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Að útskrift lokinni var þjálfarahópnum boðið á landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmdi í Búlgaríu - 7.6.2007

Kristinn Jakobsson dæmdi í gærkvöldi leik Búlgaríu og Hvíta Rússlands en leikurinn var leikinn í Sofiu og var í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Honum til aðstoðar voru Sigurður Óli Þorleifsson og Einar Sigurðsson.  Magnús Þórisson var fjórði dómari. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 11. - 15. júní - 7.6.2007

Hér að neðan fá finna nánari upplýsingar um knattspyrnuskóla drengja sem fram fer á Laugarvatni dagana 11. - 15. júní.  Enn eru nokkur félög eftir að tilnefna fulltrúa og eru þau beðin um að bregðast við nú þegar. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Tap hjá Íslendingum í Stokkhólmi - 6.6.2007

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svíum í landsleik í Stokkhólmi en leikurinn var í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu þær að heimamenn skoruðu fimm mörk án þess að Íslendingar næðu að svara. Lesa meira
 
Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Svíum

Svíþjóð - Ísland kl. 18:15 í kvöld - 6.6.2007

Í dag sækir íslenska landsliðið það sænska heim á Rasunda vellinum í Stokkhólmi.  Leikurinn er í riðlakeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrvalslið Reykjavíkur í eldlínunni - 6.6.2007

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda (Nordiske skulespellen) er nú haldið í 59. sinn og í þetta skiptið er það haldið í Osló.  Þátttökulið eru frá Reykjavík, Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Lesa meira
 
Íslenska landsliðð æfir á Raslunda vellinum í Stokkhólmi daginn fyrir leikinn gegn Svíum á þjóðhátíðardag heimamanna, 6. júní.

Landsliðið æfði á Rasunda vellinum - 5.6.2007

Íslenska landsliðið æfði í dag á rennisléttum Rasunda vellinum en á morgun etja þeir kappi þar við Svía.  Aðstæður eru allar hinar bestu og var um 26 stiga hiti í Stokkhólmi í dag. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Góður sigur hjá U19 karla á Azerum - 5.6.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið vann lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Noregi.  Sigur vannst á Azerbaijan með fimm mörkum gegn tveimur. Leikurinn í gær var síðasti leikur hjá U19 karla þar sem Guðni Kjartansson stjórnar liðinu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ljóst hvaða félög mætast í 3. umferð VISA-bikars karla - 4.6.2007

Í dag var dregið í 3. umferð VISA-bikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin í pottinum góða voru 24 talsins og var þeim skipt í 3. flokka eftir landshlutum. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 karla gegn Azerum - 4.6.2007

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er leikur gegn Azerum í dag.  Leikurinn er í milliriðli fyrir EM og hefst kl. 17:00 í Noregi.  Þetta er þriðji og síðasti leikur Íslands í riðlinum. Lesa meira
 
Áfram Ísland

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum - 4.6.2007

Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verða með upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands.  Upphitunin er í samvinnu við Icelandair og Íslendingafélagið í Stokkhólmi. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Jafntefli gegn Liechtenstein - 2.6.2007

Íslendingar gerðu jafntefli gegn Liechtenstein í dag og urðu lokatölur 1-1.  Brynjar Björn Gunnarsson kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik.  Liðið mun leika gegn Svíum næstkomandi miðvikudag ytra. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Tap gegn Norðmönnum í markaleik - 2.6.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið tapaði í gær gegn Norðmönnum í miklum markaleik en lokartölur urðu 4-3 fyrir Norðmenn.  Staðan í leikhléi var 3-2 Norðmönnum í vil.  Ísland leikur gegn Azerbaijan á mánudaginn í lokaleik sínum í þessum milliriðli fyrir EM. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Ísland - Liechtenstein í dag kl. 16:00 - 2.6.2007

Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008.  Eyjólfur Sverrisson, landliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Fulltrúar KSÍ og fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Gambíu hittust á 57. ársþingi FIFA

Gambíumenn þakklátir Íslendingum - 1.6.2007

Eins og kunnugt fram hefur komið er KSÍ einn af þeim aðilum er stendur á bakvið átakið "Útspark til Gambíu". Markmiðið þar er að safna fótboltabúnaði til þess að senda til Gambíu. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 gegn Noregi - 1.6.2007

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum í dag í milliriðli fyrir EM.  Riðillinn er leikinn í Noregi og hefst leikur þjóðanna kl. 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 3. umferð VISA-bikars karla á mánudaginn - 31.5.2007

Í kvöld hefst 2. umferð VISA-bikars karla og lýkur umferðinni á morgun, föstudag.  Dregið verður í 3. umferð VISA-bikars karla, mánudaginn 4. júní næskomandi og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

Tap í fyrsta leik hjá U19 gegn Spáni - 31.5.2007

Íslenska U19 landslið karla hóf leik í milliriðli fyrir EM í gær og öttu kappi gegn Evrópumeisturum Spánverja.  Spánverjar báru sigur úr býtum með þremur mörkum gegn tveimur eftir að íslenska liðið leiddi  í hálfleik, 0-1. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Góður sigur í Grikklandi - 31.5.2007

Ísland vann góðan útisigur í sínum fyrsta leik sínum í undankeppninni fyrir EM 2009.  Leikið var gegn Grikklandi ytra og bar íslenska liðið sigurorð af því gríska með lokatölunum 0-3.  Íslenska liðið leiddi í hálfleik með tveimur mörkum. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi - 31.5.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Grikkjum í dag kl. 15:00 ytra.  Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskipti fyrir erlenda leikmenn - 30.5.2007

Félög eru minnt á að síðasti skráningardagur fyrir leikmenn sem koma hingað til lands og eru samningsleikmenn (professional), er 31. maí.  Það þýðir að alþjóðlegt flutningsskírteini leikmanns verður að hafa borist KSÍ í síðasta lagi þann dag.  Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Milliriðill U19 karla hefst í dag - 30.5.2007

Íslenska U19 landslið karla hefur leik í milliriðli fyrir EM í dag þegar þeir mæta Spánverjum kl. 17:00.  Spánverjar eru handhafar titilsins í þessum aldursflokki en milliriðillinn er leikinn í Noregi. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir 40 ára - 29.5.2007

Íþróttafélagið Fylkir varð 40 ára síðastliðinn mánudag. Félagið hélt veglegt hóf á afmælisdeginum og við það tækifæri heiðraði KSÍ nokkra af þeim sem mikið hafa komið við sögu knattspyrnunnar í félaginu. Lesa meira
 
Vesturhlið eldri stúku eftir uppbyggingu

Breytt aðstaða fyrir hjólastóla - 29.5.2007

Í endurbættri stúku á Laugardalsvellinum er breytt og bætt aðstaða fyrir þá sem eru í hjólastól.  Aðstaðan er í norður- og suðurenda stúkunnar en bílastæði  og inngangur eru við suðurendann. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðgöngumiðar á landsleikinn gegn Liechtenstein fyrir handhafa A-passa - 29.5.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Liechtenstein afhenta föstudaginn 1. júní frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Vefskrár frá Val og Víking - 24.5.2007

Áður hefur verið sagt frá að KR gefur út vefskrár á heimasíðu sinni fyrir leiki í karla- og kvennaflokki.  Valur og Víkingur gefa út vefskrár fyrir heimaleiki sína í Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Riðlarnir klárir í úrslitakeppni U19 kvenna - 23.5.2007

Í dag var dregið við hátíðlega athöfn í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Keppnin fer fram sem kunnugt er hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Íslendingar mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum en einnig eru Danir og Evrópumeistarar Þjóðverja í riðlinum. Lesa meira
 
liechtenstein_logo

Landslið Liechtenstein tilkynnt - 22.5.2007

Landsliðshópur Liechtenstein var tilkynntur í dag og valdi landsliðsþjálfarinn, Hans-Peter Zaugg, 19 leikmenn til þess að etja kappi við Íslendinga hér á Laugardalsvelli 2. júní og Spánverja fjórum dögum síðar. Lesa meira
 
Guðlaugur K. Gunnarsson starfsmaður mótamála hjá KSÍ

Nýr starfsmaður mótamála ráðinn - 22.5.2007

Guðlaugur K. Gunnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands og mun hefja störf í byrjun júní.  Guðlaugur mun starfa í mótadeild og vinna þar að mótamálum sem og að sinna störfum er snúa að grasrótarstarfi sambandsins. Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Miðasala á leik Íslands og Liechtenstein hafin - 22.5.2007

Miðasala á leik Íslands og Liechtenstein í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 2. júní og hefst kl. 16.00.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá www.midi.is. Lesa meira
 
sweden_logo

Svíar tilkynna hópinn - 22.5.2007

Svíar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er mæta Dönum í Kaupmannahöfn 2. júní og Íslendingum 6. júní í Stokkhólmi.  Svíar eru í öðru sæti riðilsins með 12 stig, einu stigi á eftir Norður Írum en hafa leikið leik minna. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Fjórir nýliðar í landsliðshópnum - 22.5.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 20 manna landsliðshóp sinn fyrir tvo landsleiki.  Fyrri leikurinn er gegn Liechtenstein á heimavelli 2. júní og sá seinni gegn Svíum, 6. júní, í Stokkhólmi.  Fjórir nýliðar eru í landsliðshópnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Mótshaldarar Polla- og Hnátumóta 2007 - 22.5.2007

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 11. júní til 18. júlí.  Umsjónarfélög skulu tilkynna um leikdaga eigi síðar en miðvikudaginn 30. maí Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Dregið í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 22.5.2007

Á morgun, miðvikudaginn 23. maí, verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin fer fram hér á landi 18. - 29. júlí næstkomandi.  Fjölmargir gestir, innlendir sem erlendir, verða viðstaddir athöfnina sem hefst kl. 18:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna komin af stað - 22.5.2007

Landsbankadeild kvenna hóf göngu sína í gærkvöldi en þá voru þrír leikir á dagskrá.  Í kvöld er svo lokaleikur umferðarinnar og er um sannkallaðan stórleik að ræða.  Breiðablik og KR mætast þá á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Lesa meira
 
KR

Vefskrá frá KR-ingum - 21.5.2007

Vert er að vekja athygli á að KR-ingar gefa út myndarlega vefskrá fyrir leiki þeirra í Landsbankadeild karla og kvenna.  Hægt er að nálgast þessar vefskrár á heimasíðu þeirra, www.kr.is. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Tilnefningar í knattspyrnuskóla 2007 - 21.5.2007

Líkt og undanfarin ár mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir knattspyrnuskóla á Laugarvatni í sumar.  Skólinn í ár er fyrir iðkendur fædda 1993.  Félög skulu tilnefna einn dreng og eina stúlku fyrir 1. júní næstkomandi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld - 21.5.2007

Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum og hefjast þeir allir kl. 19:15.  Valur tekur á móti Stjörnunni á Valbjarnarvelli, Keflavík fær Þór/KA í heimsókn á Keflavíkurvöll og á Fjölnisvelli eigast við Fjölnir og Fylkir.  Umferðinni lýkur á morgun með leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Lesa meira
 
SKO_ISL

Öruggur sigur Englendinga - 17.5.2007

Íslenska kvennalandsliðið laut í lægra haldi gegn stöllum sínum frá Englandi er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik á Roots Hall í kvöld.  Lokatölur urðu þær að Englendingar gerður fjögur mörk án þess að Íslendingar næðu að skora. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í kvöld - 17.5.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Englendingum í kvöld.  Leikurinn fer fram á Roots Hall, heimavelli Southend United og hefst kl. 18:45. Lesa meira
 
Merki KSÍ og Íþróttafélags Fatlaðra

Fótboltaæfingar fyrir fatlaða - 16.5.2007

Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra hafa átt gott samstarf undanfarin ár og hefur verið ákveðið að hafa opna tíma fyrir fatlaða á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ. (við Laugarnesskóla) Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 landslið karla valið fyrir Noregsför - 16.5.2007

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í milliriðli Evrópumóts U19 landsliða í Noregi 28. maí – 6. júní.  Efsta þjóð riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM í Austurríki. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fyrsti fundur aga- og úrskurðarnefndar - 15.5.2007

Fyrsti fundur aga- og úrskurðarnefndar fór fram í dag og eru fundir nefndarinnar á hverjum þriðjudegi.  Úrskurðir nefndarinnar eru birtir hér á heimasíðunni fljótlega eftir að fundi lýkur. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun yngri flokka - 15.5.2007

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun móta sumarsins í yngri aldursflokkum og má sjá niðurröðun einstakra flokka á vef KSÍ undir "Mót". Mjög mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar veittar fyrir hvern þriðjung - 14.5.2007

Hvaða leikmenn skara fram úr í Landsbankadeildum í ár? Sérstakar viðurkenningar verða veittar fyrir hvern þriðjung í Landsbankadeildum karla og kvenna 2007.  Leitað var til fjölmiðla og annarra um myndun valnefnda.

Lesa meira
 
SKO_ISL

Guðný Petrína inn í hópinn - 14.5.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Englendingum ytra á fimmtudaginn.  Guðný Petrína Þórðardóttir, úr Keflavík, kemur inn í hópinn í stað Ásthildar Helgadóttur sem er meidd. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Stuðningsmannakeppnin 2007 - 14.5.2007

Landsbankinn stendur fyrir keppni milli stuðningsmanna liða í Landsbankadeildum karla og kvenna 2007, eins og undanfarin ár, og veitir vegleg peningaverðlaun til félags þess stuðningsmannahóps sem valinn er hverju sinni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Forkeppni VISA-bikars karla lokið - 14.5.2007

Forkeppni VISA-bikars karla fór fram um helgina og er því ljóst hvaða lið leika saman í fyrstu umferð keppninnar.  Umferðin fer fram á miðvikudag og fimmtudag og má búast við mörgum hörkuleikjum víða um land. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Boltinn byrjaður að rúlla - 14.5.2007

Um helgina fóru fram fjölmargir leikir í Íslandsmótinu í knattspyrnu.  Á laugardaginn hófst Landsbankadeild karla upp á Akranesi þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark Landsbankadeildar karla árið 2007. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Breytingar á knattspyrnulögunum 2007 - 11.5.2007

Eina raunverulega breytingin er eftirfarandi ákvæði í kaflanum um búnað leikmanna:  ef klæðst er flík innan undir keppnispeysu skulu ermar hennar vera í sama meginlit og ermar keppnispeysunnar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildir 2007 að hefjast - 10.5.2007

Keppni í Landsbankadeildum karla og kvenna hefst á næstu dögum.  Landsbankinn hefur verið samstarfsaðili félaganna í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu síðan 2003 og verður til og með keppstímabilinu 2009.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna - 10.5.2007

Valur tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna 2007 með öruggum sigri á ungu liði Breiðabliks.  Lokatölur urðu 8-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 6-1.  Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Valur vinnur þessa keppni. Lesa meira
 
Nýkrýndir Evrópumeistarar og samtals fjórfaldir meistarar 2007,  Arsenal

Enskir tilkynna landsliðshópinn - 9.5.2007

Englendingar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er leikur vináttulandsleik gegn Íslendingum á heimavelli Southend, Roots Hall, fimmtudaginn 17. maí nk.  Níu leikmenn frá nýkrýndum Evrópumeisturum Arsenal eru í hópnum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fastnúmer í Landsbankadeild karla 2007 - 9.5.2007

Byrjun Íslandsmótsins í knattspyrnu er rétt handan við hornið og mun Landsbankadeild karla hefja sitt skeið 12. maí nk.  Félögin deildinni hafa sent frá sér lista með númerum leikmanna og er hægt að sjá þá hér á vefnum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Netsala á Landsbankadeild karla 2007 - 9.5.2007

Hægt verður að kaupa miða í netsölu á leiki Landsbankadeildar karla í sumar.  Miðasöluvefurinn verður aðgengilegur af ksi.is sem og á www.midi.is.  Á vef KSÍ er smellt á valmynd á forsíðu. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Spár fyrir 1. og 2. deild karla - 8.5.2007

Á kynningarfundi Landsbankadeildarinnar voru einnig birtar spár um gengi liðanna í 1. og 2. deild karla í sumar.  Það voru Íslenskar Getraunir er fengu þjálfara liðanna í þeim deildum til þess að spá fyrir um sumarið. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH og Val spáð Íslandsmeistaratitlum - 8.5.2007

Fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspyrnudeilda félaga í Landsbankadeild karla og kvenna, spáðu í spilin á kynningafundi Landsbankadeildanna í dag.  FH og Val er spáð Íslandsmeistaratitlunum í ár. Lesa meira
 
Roots Hall, heimavöllur Southend United

Landsliðshópurinn valinn fyrir leikinn gegn Englandi - 8.5.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 18 manna hóp er mætir Englandi í vináttulandsleik ytra 17. maí nk.  Leikurinn fer fram á heimavelli Southend United, Roots Hall. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Dregið í riðla í úrslitakeppni U19 kvenna 23. maí - 8.5.2007

Margrét Lára Viðarsdóttir verður fulltrúi Íslands þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Úrslitakeppnin fer sem kunnugt er fram hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Dregið verður í riðla 23. maí í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikar karla að hefjast - 8.5.2007

Keppni í VISA-bikar karla hefst nú á föstudag og laugardag og fara þá fram 6 leikir í forkeppni.  Fyrsti leikur hefst kl. 18 á föstudaginn á Grundarfjarðarvelli, en þar leika Grundarfjörður - Höfrungur frá Þingeyri. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Meistarakeppni kvenna 2007 - Valur og Breiðablik - 8.5.2007

Valur og Breiðablik munu eigast við í Meistarakeppni kvenna, miðvikudaginn 9. maí kl. 20:00 í Egilshöll.  Þetta er leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta árs og má búast við hörkuleik.  Aðgangur á leikinn er ókeypis Lesa meira
 
Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu

Tap gegn Belgum hjá U17 karla - 8.5.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið lauk í gær þátttöku sinni í úrslitakeppni EM í Belgíu þegar liðið tapaði gegn gestgjöfum Belga.  Lokatölur urðu 5-1 heimamönnum í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 1-1. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyttur opnunartími skrifstofu KSÍ - 7.5.2007

Skrifstofa KSÍ mun frá og með 15. maí næstkomandi, vera með breyttan opnunartíma.  Opið verður þá á milli 8 og 16 alla virka daga í stað 9 og 17.  Athugið að breyttur opnunartími verður frá og með þriðjudeginum 15. maí. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Byrjunarlið U17 karla gegn Belgum - 7.5.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið byrjunarliðið er mætir Belgum í dag kl. 15:30.  Leikurinn er lokaleikur riðlakeppninnar í þessum úrslitum EM.  Með sigri komast Íslendingar í umspilsleik um sæti á HM í Suður Kóreu. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Knattspyrnuþjálfararáðstefna á Selfossi - 7.5.2007

Ungmennafélag Selfoss og Knattspyrnuakademía Íslands á Suðurlandi standa að knattspyrnuþjálfararáðstefnu á Selfossi dagana 18. - 20. maí nk.  Fyrirlestrar fara fram á Hótel Selfossi en verklegir tímar á gervigrasvellinum á Selfossi. Lesa meira
 
Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu

U17 karla leikur við Belga í dag - 7.5.2007

Íslenska U17 karlalandslið Íslands leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppni úrslitakeppni EM.  Leikið er við gestgjafa Belga en með sigri í leiknum komast Íslendingar í umspilsleik um sæti á HM sem fram fer í Suður Kóreu síðar á þessu ári. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitin ljós í Lengjubikarnum - 7.5.2007

Um helgina urðu úrslit ljós í Lengjubikar karla og kvenna en úrslitaleikir í B. og C. deild karla ásamt lokaumferðum í B. og C. deild kvenna, fóru fram núna um liðna helgi. Lesa meira
 
FH

FH sigruðu Meistarakeppni karla 2007 - 7.5.2007

FH-ingar tryggðu sér í gær sigur í Meistarakeppnni karla þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum með einu marki gegn engu.  Þetta er annar bikarinn er Hafnfirðingar hampa á stuttum tíma en þeir sigruðu einnig í A-deild Lengjubikars karla á dögunum. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur Lengjubikarmeistari kvenna - 5.5.2007

Valsstúlkur sigruðu í A- deild Lengjubikars kvenna í gærkvöldi eftir sigur á KR í úrslitaleik.  Valsstúlkur skoruðu tvö mörk gegn einu Vesturbæinga og hömpuðu bikarnum í leikslok ásamt 250.000 króna verðlaunafé frá Íslenskum Getraunum. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Sigurður Ragnar skoðar Slóvena og Serba - 4.5.2007

Landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, er staddur í Slóveníu þar sem hann mun fylgjast með leik Slóveníu og Serbíu á morgun.  Þessar þjóðir eru í riðli með Íslendingum í undankeppni fyrir EM í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Strákarnir töpuðu gegn Hollendingum - 4.5.2007

Íslendingar töpuðu sínum öðrum leik í úrslitakeppni EM U17 karla er fram fer í Belgíu. Hollendingar knúðu fram sigur með þremur mörkum gegn engu. Lokaleikur liðsins í riðlinum er leikinn á mánudaginn þegar að strákarnir mæta gestgjöfum Belga. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Meistarakeppni karla 2007 - FH og Keflavík - 4.5.2007

Meistarakeppni karla í knattspyrnu fer fram sunnudaginn 6. maí kl. 19:15.  Leikið verður í Kaplakrika og þar eigast við Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Keflavíkur. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Faxaflóamót 6. og 7. flokks - staðfest leikjaniðurröðun - 4.5.2007

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks hefur verið staðfest og má sjá hér á síðunni.  Einhverjar breytingar hafa verið gerðar frá fyrstu drögum og því mikilvægt að allar gamlar útprentanir séu teknar úr umferð. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Hollandi - 4.5.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem leikur gegn Hollandi í kvöld.  Þetta er annar leikur liðsins í úrslitakeppni EM í Belgíu en liðið tapaði gegn Englandi í fyrsta leiknum á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A-deildar kvenna í kvöld - 4.5.2007

Í kvöld er leikið til úrslita í A-deild kvenna og B-deild karla í Lengjubikarnum.  Hjá konunum eru það Valur og KR er mætast í Egilshöllinni kl. 19:15.  Í B-deild karla mætast Afturelding og Fjarðabyggð kl. 20:00 í Boganum á Akureyri. Lesa meira
 
Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu

Arnar Darri inn í hópinn hjá U17 karla - 3.5.2007

Arnar Darri Pétursson, markvörður úr Stjörnunni, hefur verið valinn í hópinn hjá U17 karla er leikur nú í úrslitakeppni EM U17.  Arnar kemur í stað Trausta Sigurbjörnssonar er meiddist í leiknum gegn Englandi í gær. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Kynningarfundur Landsbankadeilda 2007 - 2.5.2007

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna fer fram í Smárabíói í þriðjudaginn 8. maí.  Farið verður yfir ýmis atriði fyrir keppnistímabilið og hápunktinum náð þegar hin árlega spá um lokastöðu liða verður kynnt.

Lesa meira
 
Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu

Tap í fyrsta leik gegn Englandi hjá U17 - 2.5.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM U17 sem fram fer í Belgíu.  Lokatölur urðu 0-2 en þannig var staðan í hálfleik.  Íslensku strákarnir leika annan leik sinn í riðlinum á föstudaginn við Holland kl. 18:15. Lesa meira
 
Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu

Byrjunarlið U17 gegn Englandi - 2.5.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Englendingum kl. 14:00 í dag.  Leikurinn er fyrsti leikur íslenska liðsins í úrslitakeppni EM U17. Lesa meira
 
Merki UEFA U17 karla úrslitakeppni í Belgíu

Úrslitakeppni EM U17 hafin - 2.5.2007

Tvær efstu þjóðirnar í hvorum riðli komast í undanúrslit. Þær þjóðir er lenda í þriðja sæti í riðlunum munu hinsvegar leika leik um fimmta sætið en sigur í þeim leik tryggir þátttöku á HM U17 sem fram fer í Suður Kóreu í ágúst og september Lesa meira
 
FH

FH vann Lengjubikarinn - 1.5.2007

FH tryggðu sér sigur í A-deild Lengjubikar karla með því að sigra Valsmenn í framlengdum leik á Stjörnuvelli.  Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en í framlengingu skoruðu Hafnfirðingar tvö mörk gegn einu Valsmanna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur Lengjubikars karla - FH og Valur - 30.4.2007

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla verður leikinn þriðjudaginn 1. maí.  Eigast þá við FH og Valur og hefst leikurinn kl. 16:00 á Stjörnuvelli.  FH-ingar eru núverandi handhafar þessa titils. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fundað um framkvæmd leikja - 30.4.2007

Síðastliðinn föstudag fundaði KSÍ með framkvæmdastjórum félaga í Landsbankadeild karla í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli.  Farið var yfir ýmis hagnýt atriði fyrir sumarið, enda að gríðarlega mörgu að hyggja fyrir félög í deildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR og Valur leika til úrslita hjá konunum - 30.4.2007

Það verða Reykjavíkurliðin KR og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna.  KR vann Breiðablik í undanúrslitum á meðan Valur lagði Keflavík.  Í B-deild karla leika Afturelding og Fjarðabyggð til úrslita. Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

15 ára mega taka unglingadómarapróf - 28.4.2007

Í nýrri reglugerð um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn er ein veigamikil breyting er snýr að aldri unglingadómara.  Nú mega þeir er verða 15 ára á árinu starfa sem unglingadómarar í stað 16 ára áður. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

FH og Valur leika til úrslita - 28.4.2007

Það verða Íslandsmeistarar FH og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars karla.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina er leiknir voru í gær.  FH sigraði HK, 4-1 og Valsmenn lögðu Víkinga 1-0. Lesa meira
 
UEFA

Breyting á hópnum hjá U17 karla - 27.4.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum er heldur til Belgíu á mánudaginn til að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 karla.  Dofri Snorrason kemur inn í hópinn í stað Kristins Steindórssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Greiðsla til félaga sem undirgengust leyfiskerfið - 27.4.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum mánudaginn 23. apríl að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2007 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn langt kominn - 27.4.2007

Um helgina er leikið í undanúrslitum í Lengjubikar A-deildar kvenna og B-deildar karla.  Þá fara fram síðustu leikir í riðlakeppni C-deild karla.  Eins og áður hefur komið fram er leikið til undanúrslita í A-deild karla í kvöld. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla í kvöld - 27.4.2007

Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram undanúrslitaleikir í Lengjubikar karla og hefjast þeir báðir kl. 19:00.  Á Stjörnuvelli mætast FH og HK og í Egilshöllinni eigast við Víkingur og Valur.  Sigurvegarar leikjanna eigast svo við í úrslitaleik á Stjörnuvelli, 1. maí næstkomandi. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2007 - 27.4.2007

Á fundi stjórnar KSÍ þann 23. apríl sl. voru gerðar breytingar á reglugerðum er varða flutning á agaviðurlögum á milli keppnistímabila á þann veg að leikbönn vegna áminninga flytjast ekki á milli keppnistímabila. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson, Þórir Hákonarson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Fundað með forseta UEFA - 26.4.2007

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, funduðu í dag með Michel Platini forseta UEFA.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Staðfest niðurröðun í landsdeildum - 25.4.2007

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja landsdeildum, þ.e. Landsbankadeild karla og kvenna, 1. og 2. deild karla.  Breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem send voru út í byrjun mars. Nauðsynlegt er því að taka eldri drög úr umferð. Lesa meira
 
Afríka

Ólöglegir leikmenn með Afríku gegn KFS - 25.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ivan Milekovich og Jón Bjarni Baldvinsson léku ólöglegir með liði Afríku gegn KFS í Lengjubikar karla sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið 27-29. apríl - 25.4.2007

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið um næstu helgi (27-29. apríl).  Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A gráðu).  Alls eru 20 þjálfarar skráðir á námskeiðið og því ennþá hægt að skrá sig.  Námskeiðsgjald er 18.000 krónur. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Endurskoðun á reglugerðum KSÍ og starfsreglum nefnda - 24.4.2007

Ný lög KSÍ voru samþykkt á knattspyrnuþingi 10. febrúar síðastliðinn.  Við gildistöku nýrra laga var jafnframt nauðsynlegt að ráðast í endurskoðun á reglugerðum sambandsins og starfsreglum nefnda og hefur stjórn KSÍ nú samþykkt nýjar reglugerðir og starfsreglur. Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 4. maí - 24.4.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið í maí og er að mestu leyti um heimanám að ræða, þar sem þátttakendur sækja námsefnið á vef KSÍ, en námskeiðinu lýkur með prófi 25. og 26. maí. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla framundan - 24.4.2007

FH, HK, Víkingur og Valur tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla.  FH og HK mætast á Stjörnuvelli og Víkingur og Valur eigast við í Egilshöll.  Báðir leikirnir fara fram föstudaginn 27. apríl og  hefjast kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun fyrir Reykjavíkurmót 6. og 7. flokks - 24.4.2007

Leikjaniðurröðun fyrir Reykjavíkurmót 6. og 7. flokks er tilbúin og má sjá leikina hér á heimasíðunni.  Leikirnir í 6. flokki fara fram 19. maí og fer fram á sjö leikvöllum.  Í 7. flokki verður leikið í Egilshöll, þriðjudaginn 1. maí. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Valsmenn mæta Cork City frá Írlandi í Inter-Toto - 23.4.2007

Í dag var dregið í Inter-Toto keppninni og voru Valsmenn fulltrúar Íslands í pottinum.  Drógust Valsmenn gegn félagi frá Írlandi en fulltrúar þeirra í keppninni eru Cork City.  Fyrri leikurinn er leikinn á Íslandi 23. eða 24. júní. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með KS/Leiftri gegn Huginn - 23.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Bérés Ferenc lék ólöglegur með liði KS/Leifturs í Lengjubikar karla laugardaginn 14. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

8-liða úrslit Lengjubikarsins í kvöld - 23.4.2007

Fjórðungsúrslit A-deildar Lengjubikars karla fara fram í kvöld.  Fram og FH mætast Framvelli kl. 19:00 og á sama tíma mætast KR og HK á KR-velli.  Kl. 20:00 eigast við Breiðablik og Víkingur á Varmárvelli og Valur og Keflavík í Egilshöll.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómararáðstefna í Hveragerði - 21.4.2007

Um þessa helgi hittast um 40 landsdómarar á Hótel Örk í Hveragerði til þess að undirbúa sig fyrir sumarið.  Farið verður yfir áherslur sumarsins sem og breytingar á knattspyrnulögunum. Lesa meira
 
UEFA

Hópurinn valinn hjá U17 karla sem fer til Belgíu - 20.4.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Belgíu til þess að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 karla.  Keppnin fer fram dagana 2. til 13. maí. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U19 karla verða um helgina - 20.4.2007

Úrtaksæfingar verða hjá U19 karla um helgina og hafa landsliðsþjálfararnir Guðni Kjartansson og Kristinn Rúnar Jónsson valið alls 51 leikmenn til þessara æfinga.  Hópnum er skipt í tvennt, leikmenn fædda 1988 og 1989 Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Átta liða úrslit Lengjubikars karla framundan - 20.4.2007

Í gær lauk riðlakeppni A-deildar Lengjubikars karla og verður leikið í 8-liða úrslitum mánudaginn 23. apríl.  Undanúrslitin fara fram 27. apríl og úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram 1. maí á Stjörnuvelli. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Matarfundi KÞÍ á Kaffi Reykjavík frestað - 19.4.2007

Matarfundi KÞÍ sem vera átti á Kaffi Reykjavík föstudaginn 20. apríl hefur verið frestað vegna lélegrar þátttöku. KÞÍ stefnir á að halda fundinn 2. júní næstkomandi. Lesa meira
 
Grótta

Íþróttafélagið Grótta 40 ára - 18.4.2007

Íþróttafélagið Grótta verður 40 ára þann 24. apríl næstkomandi. Af því tilefni verður sérstök hátíðardagskrá í Íþróttahúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 19.apríl, sem hefst kl 13.00 með skrúðgöngu frá Sundlaug Seltjarnarness. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Vorfundur KÞÍ á Akureyri - 18.4.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands heldur vorfund á Akureyri, laugardaginn 28. apríl næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Þórs, Hamri og er opinn öllum þeim er áhuga hafa á knatspyrnu og knatspyrnuþjálfun. Lesa meira
 
UEFA

Úrslitakeppni EM 2012 í Póllandi og Úkraínu - 18.4.2007

Michel Platini, forseti UEFA, tilkynnti í dag að úrslitakeppni EM 2012 muni fara fram í Póllandi og Úkraínu.  Þrjár umsóknir voru teknar fyrir við lokaákvörðunina en umsóknir Ítalíu og Ungverjalands/Króatíu hlutu ekki náð fyrir augum UEFA. Lesa meira
 
Leiknir F.

Ólöglegur leikmaður með Leikni F. gegn Hetti - 17.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Adnan Mesetovic lék ólöglegur með liði Leiknis F. gegn Hetti í Lengjubikar karla fimmtudaginn 16. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Faxaflóamót 6. og 7. flokks 2007 - 17.4.2007

Nú er búið að skipta í riðla í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks og umsjónarfélög hafa verið tilnefnd.  Umsjónarfélög skulu senda upplýsingar um dagsetningu og upphafstíma sinna riðla eigi síðar en föstudaginn 20. apríl. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót 2. flokks karla - Úrslit - 16.4.2007

Undanúrslit í Faxaflóamóti 2. flokks karla fara fram laugardaginn 28. apríl og úrslitaleikur föstudaginn 4. maí.  Þrjú lið úr A riðli og eitt lið í B riðli leika í undanúrslitum. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Ljóst hvaða þjóðir leika í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 16.4.2007

Í gær skýrðist hvaða þjóðir munu leika hér á landi í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Keppnin fer fram dagana 18. - 29. júlí og er leikið á sjö völlum hér á landi.  Sjö þjóðir tryggðu sér farseðilinn til Íslands eftir keppni í milliriðlum. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn í hæfileikamótun hjá UEFA - 13.4.2007

Garðar Örn Hinriksson hefur verið valinn í sérstakt verkefni á vegum UEFA er felst í hæfileikamótun fyrir efnilega dómara.  Kennari Garðars verður Rune Petersen, yfirmaður dómaramála í Noregi. Lesa meira
 
Keflavík

Ólöglegur leikmaður með Keflavík gegn Fjölni - 12.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Guðmundur Steinarsson lék ólöglegur með liði Keflavíkur gegn Fjölni í Lengjubikar karla miðvikudaginn 4. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Roots Hall, heimavöllur Southend United

Leikið við England á Roots Hall - 11.4.2007

Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við England 17. maí næstkomandi.  Leikið verður á Roots Hall, heimavelli Southend United.  Völlurinn tekur rétt tæplega 12.500 manns í sæti. Lesa meira
 
Frá Special Olympics 2007 í Reykjaneshöll

Íslandsleikar Special Olympics 2007 í knattspyrnu - 11.4.2007

Íslandsleikar Special Olympics 2007 í knattspyrnu fóru fram í Reykjaneshöll 1. apríl síðastliðinn en leikarnir eru samstarfsverkefni Íþróttafélags Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Dalvík/Reyni gegn Magna - 11.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jón Örvar Eiríksson lék ólöglegur með Dalvík/Reyni gegn Magna í Lengjubikar karla sunnudaginn 1. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík - 11.4.2007

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík við Vesturgötu í Reykjavík, föstudaginn 20. apríl kl. 19.00.  Miðaverð er 3500 kr. og innifalið í því þriggja rétta glæsilegur kvöldverður. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 10.4.2007

Úrslitakeppni EM U19 kvenna verður haldin hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Milliriðlar keppninnar hófust í gær og á sunnudaginn verður ljóst hvaða sjö þjóðir mæta hingað til leiks í úrslitakeppnina. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Starf í mótadeild KSÍ - 10.4.2007

Laust er til umsóknar starf í mótadeild KSÍ þar sem Halldór Örn Þorsteinsson mun láta af störfum í sumar.  Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. júní n.k. Starfið hentar konum ekki síður en körlum. Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram gegn KR - 10.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Igor Pesic lék ólöglegur með liði Fram gegn KR í Lengjubikar karla mánudaginn 2. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Fyrsti leikur í riðli Íslands leikinn á morgun - 10.4.2007

Á morgun fer fram fyrsti leikur í riðli Íslands í undankeppni fyrir EM kvenna í Finnlandi 2009.  Taka þá Frakkar á móti Grikkjum og verður Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á meðal áhorfenda á leiknum.

Lesa meira
 
FH

Úrskurður í máli Róberts Magnússonar gegn FH - 7.4.2007

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur kveðið upp úrskurð í máli Róberts Magnússonar gegn Knattspyrnudeild FH.  Varðaði málið leikmannssamning Róberts Magnússonar.

Lesa meira
 
Páskaungar

Gleðilega páska - 6.4.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðilega páskahátíð.  Vonum við að allir hafi það eins gott og kostur er, hvort sem er í leik eða starfi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Breytt dagsetning á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu - 6.4.2007

KSÍ V þjálfaranámskeiðið sem var fyrirhugað að halda helgina 13-15. apríl hefur verið fellt niður en ákveðið hefur verið að halda námskeiðið 27-29. apríl í staðinn.  Skráning er hafin hjá Ragnheiði á skrifstofu KSÍ (ragga@ksi.is) eða í síma 510-2900. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fótbolti fyrir frábær málefni - 4.4.2007

Laugardaginn 7. apríl fer fram einstakur knattspyrnuleikur í Egilshöllinni.  Þar munu etja kappi lið fjölmiðlamanna gegn liði frambjóðenda í alþingiskosningum. Leikurinn hefst kl. 15:00 en opnar húsið kl. 14:00.  Aðgangseyrir er 1000 krónur en allur ágóði rennur til frábærra málefna. Lesa meira
 
ÍR

Drottningamót ÍR - 4.4.2007

ÍR stendur fyrir knattspyrnumóti fyrir konur 25 ára og eldri á gervigrasvelli sínum, laugardaginn 21. apríl næstkomandi.  Er þetta tilvalið tækifæri fyrir konur að finna skotskóna og mæta til leiks.  Ekkert þátttökugjald er á þessu móti. Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Riðlarnir klárir fyrir úrslitakeppni U17 - 4.4.2007

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla sem fram fer í Belgíu.  Leikirnir fara fram dagana 2. - 13. maí.  Fimm efstu þjóðirnar tryggja sér sæti á HM 2007 í Suður Kóreu. Lesa meira
 
UEFA

Dregið hjá U17 karla kl. 10:45 í dag - 4.4.2007

Í dag kl.10:45 verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla.  Úrslitakeppnin fer fram í Belgíu.  Átta þjóðir eru í pottinum og skiptast þær í tvo riðla.  Hægt er að fylgjast með drættinum á www.uefa.com. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Sigurður Ragnar á UEFA Pro Licence námskeið - 2.4.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri og landsliðsþjálfari, hefur fengið inni á UEFA Pro Licence þjálfaranámskeiði hjá enska knattspyrnusambandinu sem hefst í Warwick í Englandi 25. júní. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Stjórn KSÍ skipar í tvo nýja starfshópa - 2.4.2007

Á stjórnarfundi KSÍ 22. mars síðastliðinn, var samþykkt að koma á tveimur nýjum starfshópum.  Annar hópurinn mun fara yfir mótamál í yngri flokkum en hinn mun taka fyrir dómaramál. Lesa meira
 
U17_hopurinn_i_Portugal

28 leikmenn boðaðir á æfingar hjá U17 karla - 2.4.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 28 leikmenn til æfinga á næstu dögum.  Æfingarnar fara fram á Fylkisvelli og í Fífunni, fimmtudag, föstudag og laugardag. Lesa meira
 
Leiknir F.

Ólöglegur leikmaður með Leikni F. gegn Magna - 2.4.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Kjartan Bragi Valgeirsson lék ólöglegur með liði Leikni F. gegn Magna í Lengjubikar karla sunnudaginn 25. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Riðlakeppni fyrir EM 2009 hefst í dag - 1.4.2007

Í dag hefst riðlakeppni fyrir EM 2009 kvenna þegar að Írar taka á móti Hollandi.  Fyrsti leikur Íslands verður leikinn í Grikklandi, 31. maí næstkomandi.  Sigurvegarar riðlanna sex tryggja sér sæti í úrsllitakeppninni í Finnlandi 2009.  Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Mótherjar U17 karla klárir í úrslitakeppni EM í Belgíu - 1.4.2007

Glæsilegur árangur hjá strákunum í U17 karla hefur vakið töluverða athygli víðsvegar um Evrópu.  Tvö íslensk landslið taka þátt í úrslitakeppni EM á þessu ári en stúlkurnar í U19 kvenna leika í úrslitakeppni hér á landi í júlí.

Lesa meira
 
1. apríl !!!

Aprílgabbið 2007: Stuðlakerfið fellt úr gildi - 1.4.2007

Aprílgabbið á ksi.is í ár gekk ágætlega og fór víða. í gabbinu kom fram að stuðlakerfi KSÍ hefði verið fellt ur gildi frá og með mánaðamótum og íslenskum knattspyrnufélögum þannig sjálfum gert kleift að meta verðmæti leikmanna sinna frjálst. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Afgreiðsla á leyfisumsóknum í 1. deild - 30.3.2007

Leyfisráð tók fyrir á fundi sínum í dag umsóknir félaga í 1. deild um þátttökuleyfi.  Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ, en ákveðið hafði verið að viðurlögum verði ekki beitt fyrir keppnistímabilið 2007 Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Naumt tap gegn Spánverjum - 28.3.2007

Íslendingar biðu lægri hlut gegn gríðarsterku spænsku landsliði með marki á 80. mínútu.  Hetjuleg barátta leikmanna íslenska liðsins dugði því miður aðeins of skammt og Spánverjar fögnuðu sigri Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum - 28.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í kvöld.  Eyjólfur stillir upp í leikaðferðina 4-4-2 og mun Gunnar Þór Gunnarsson leika sinn fyrsta landsleik .  Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Landsliðið æfði í hellirigningu í morgun - 28.3.2007

Strákarnir í landsliðinu voru snemma á fótum í morgun og æfðu kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 9:00 að íslenskum tíma í morgun.  Það hefur rignt hressilega á sólareyjunni Mallorca í dag og ljóst að völlurinn verður vel vökvaður fyrir leikinn. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Spánn - Ísland í kvöld á Mallorca - 28.3.2007

Íslendingar mæta Spánverjum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn er í F-riðli og fer fram á Mallorca.  Íslendingar hafa hlotið þrjú stig til þessa í riðlinum en Spánverjar hafa sex stig.  Þetta er í tíunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Lesa meira
 
Lukkudýr úrslitakeppni EM 2008 í Sviss og Austurríki

Fyrstu atrennu miðasölu á úrslitakeppni EM að ljúka - 27.3.2007

Frá 1. mars hefur verið hægt að sækja um miða á úrslitakeppni EM 2008 sem fram fer í  Sviss og Austurríki.  Fresturinn rennur út núna á laugardaginn, 31. mars.  Dregið er úr umsóknum og umsækjendum tilkynnt um niðurstöður í lok apríl. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Reynsluár hjá 1. deild - 27.3.2007

Félög í 1. deild karla undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, en keyrsla kerfisins í ár er þó aðeins til að leyfa félögunum að kynnast því og fá reynslu.  Engu að síður er allt ferlið unnið eins og um fulla keyrslu væri að ræða. Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Viðurlög í leyfiskerfinu - 27.3.2007

Hvaða viðurlögum geta félög sem undirgangast leyfiskerfið átt von á og í hvaða tilfellum er þeim beitt?  Hér er grundvallaratriði að gera greinarmun á forsenduflokkunum tveimur - A og B.

Lesa meira
 
Fyrirliðinn, formaðurinn og þjálfarinn sker á kökuna í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ, 26. mars 2007.  Landsliðið er statt á Mallorca í undirbúningi fyrir leik gegn Spánverjum.

60 ára afmælið haldið hátíðlegt á Mallorca - 26.3.2007

Knattspyrnusambandinu bárust margar góðar kveðjur í tilefni af 60 ára afmælinu og á sólareyjunni Mallorca var afmælisins minnst.  Þar eru landsliðsmennirnir á fullu í undirbúningi fyrir landsleikinn gegn Spánverjum, sem fram fer á miðvikudaginn. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Knattspyrnusamband Íslands 60 ára - 26.3.2007

Í dag, mánudaginn 26. mars 2007, er Knattspyrnusamband Íslands 60 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ fyrir réttum sextíu árum.  Stofnfundurinn var haldinn að Vonarstræti 4 og Agnar Klemens Jónsson var kjörinn fyrsti formaður KSÍ.  Alls hafa átta aðilar gegn formennsku á þessum sextíu árum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Forskráning leikskýrslna í Faxaflóamóti - 24.3.2007

Boðið verður upp á þann valkost í Faxaflóamóti að forskrá nöfn leikmanna á leikskýrslu í gegnum aðgangsorð félaga á www.ksi.is.  Er þetta til reynslu og vonandi að þetta nýtist vel. Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Úrslitakeppni í Belgíu bíður U17 karla - 24.3.2007

Íslenska U17 landslið karla, undir stjórn Luka Kostic, tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni EM 2007 sem fram fer í Belgíu.  Liðið tapaði ekki leik í milliriðlinum og lögðu ríkjandi Evrópumeistara Rússa í dag. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ótrúlegur fyrri hálfleikur hjá strákunum - 24.3.2007

Fyrri hálfleikur Íslands og Rússlands í milliriðli fyrir EM hefur verið hreint með ólíkindum.  Íslendingar leiða í hálfleik með fimm mörkum gegn engu gegn núverandi Evrópumeisturum í þessum aldursflokki.  Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað fjögur mörk. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Rússum - 24.3.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Rússum í dag kl. 15:00.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2007 og er riðillinn leikinn í Portúgal.  Með sigri eiga Íslendingar möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2007. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Félögunum 10 í Landsbankadeild veitt þátttökuleyfi - 23.3.2007

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 23. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2007 til handa öllum umsækjendum.  Félögin 10 uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Komast strákarnir í úrslitakeppnina? - 23.3.2007

Á morgun, laugardaginn 24. mars leika strákarnir í U17 karla lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2007.  Leikið verður við Rússa kl. 15:00 og með sigri eru möguleikar Íslands um sæti úrslitakeppninni fyrir hendi. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Ármann Smári valinn í hópinn - 23.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spánverjum 28. mars næstkomandi.  Ármann Smári Björnsson, Brann,  hefur verið valinn í hópinn í stað Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Ákvarðanir leyfisráðs teknar á föstudag - 22.3.2007

Leyfisráð mun á föstudag taka ákvarðanir um veitingu þátttökuleyfa til félaga í Landsbankadeild karla og verða niðurstöður kynntar að fundi loknum.Félögum í 1. deild hefur hins vegar verið gefinn viku frest til viðbótar.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús og Oddbergur dæma í Þýskalandi - 22.3.2007

Magnús Þórisson er um þessar mundir staddur í Þýskalandi þar sem hann dæmir í milliriðli hjá U17 karla fyrir EM 2007.  Honum til aðstoðar er Oddbergur Eiríksson en þetta eru fyrstu verkefni þeirra sem FIFA-dómarar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Póllands og Azerbaijan - 21.3.2007

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Póllands og Azerbaijan sem leikinn er í Varsjá, laugardaginn 24. mars.  Aðstoðardómarar verða Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson og fjórði dómari Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Jafntefli gegn Portúgal hjá U17 - 21.3.2007

Strákarnir í U17 gerðu sitt annað jafntefli í dag í milliriðli fyrir EM 2007.  Leikið var við gestgjafana í Portúgal og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Síðasti leikur Íslands er við Rússa á laugardaginn. Lesa meira
 
Frá White Hart Lane - heimavelli Tottenham Hotspur

Vorfundur SÍGÍ - 21.3.2007

Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi efna til vorfundar, föstudaginn 23. mars, í golfskála Golfklúbbs Odds.  Fundurinn hefst kl. 14:00.  Á meðal fyrirlesara verður vallarstjórinn á White Hart Lane, Daniel Baldwin. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Tvær breytingar á landsliðshópnum - 21.3.2007

Eyjólfur Sverrisson hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Spánverjum 28. mars næstkomandi.  Þeir Hólmar Örn Rúnarsson Silkeborg og Indriði Sigurðsson, Lyn, koma inn í hópinn.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

U17 karla leikur við Portúgal í dag - 21.3.2007

Í dag kl. 15:00 leikur U17 karla sinn annan leik í millirðili fyrir EM en leikið er í Portúgal.  Mótherjarnir eru að þessu sinni heimamenn í Portúgal.  Fyrsti leikur Íslendinga í riðlinum var gegn Norður Írum og lauk sá leik með jafntefli, 2-2. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ný lög KSÍ hafa tekið gildi - 20.3.2007

Ný lög KSÍ hafa nú tekið gildi en lögin voru samþykkt á ársþingi KSÍ sem haldið var 10. febrúar síðastliðinn.  Lögin voru háð samþykki framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem hefur nú staðfest lögin. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Jafntefli í fyrsta leik hjá U17 karla - 19.3.2007

Fyrsti leikur hjá U17 karlalandsliðinu í milliriðli fyrir EM 2007 fór fram í dag og voru andstæðingarnir Norður Írar.  Leiknum lauk með jafntefli, 2-2, eftir að Íslendingar höfðu leitt, 2-0.  Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins. Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Hópurinn tilkynntur fyrir leikinn gegn Spáni - 19.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 18 manna landsliðshóp sem leikur gegn Spáni miðvikudaginn 28. mars nk.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Gunnar Þór Gunnarsson Hammarby og Atli Jóhannsson KR. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Landsliðshópur Íslendinga tilkynntur í dag - 19.3.2007

Í dag kl. 14:00 mun Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynna landsliðshóp sinn er mætir Spánverjum á Mallorca 28. mars næstkomandi.  Leikurinn er í F riðli í undankeppni fyrir EM 2008.  Þjóðirnar hafa báðar þrjú stig, Ísland eftir fjóra leiki en Spánverjar eftir þrjá.  Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Strákarnir hefja leik í dag - 19.3.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik í dag í milliriðli fyrir EM og er leikið í Portúgal.  Norður Írar eru fyrsti mótherjinn og hefst leikur þjóðanna kl. 15:00.  Hinar þjóðirnar eru svo Rússar og heimamenn í Portúgal. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Styrkleikalistar karla og kvenna frá FIFA - 16.3.2007

Nýir styrkleikalistar FIFA, bæði í karla- og kvennaflokki, hafa verið birtir.  Karlalandsliðið fer upp um níu sæti og situr í sæti 86.  Konurnar eru hinsvegar áfram í sæti númer 21. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

Jafnt gegn Dönum hjá U19 - 16.3.2007

U19 landslið kvenna lék þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga í dag og voru Danir mótherjar íslenska liðsins.  Lauk leiknum með jafntefli, 1-1, eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik.  Rakel Hönnudóttir skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Spánverjar tilkynna landsliðshópinn - 16.3.2007

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn sem mætir Dönum 24. mars og Íslendingum 28. mars.  Leikurinn við Íslendinga er leikinn á Mallorca og hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur gegn Danmörku í dag - 16.3.2007

Síðasti leikur U19 kvenna á æfingamóti landsliða á La Manga verður leikinn í dag og eru andstæðingarnir Danir.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 13:00. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar U19 karla um helgina - 15.3.2007

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U19 karla og hafa verið valdir 27 leikmenn til þessara æfinga.  Æfingarnar verða undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar landsliðsþjálfara. Lesa meira
 
ÍR

Aldarafmæli ÍR haldið hátíðlegt - 14.3.2007

Sunnudaginn 11. mars síðastliðinn voru liðin 100 ár frá stofnun Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR.  Mikið var um hátíðarhöld alla helgina hjá ÍR-ingum og greinilegt að félagið hefur sjaldan verið öflugra en á þessu 101. aldursári Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik sektað vegna leikskýrslu. - 14.3.2007

Breiðablik hefur verið sektað í samræmi lið 4, kafla 4.4. sem fjallar um sektir í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, um 24 þúsund krónur vegna falsaðrar leikskýrslu úr leik Breiðabliks og FH í 4. flokki kvenna, B-liða, sem fram fór þann 11. júlí 2006.

Lesa meira
 
ÍBV

Ólöglegur leikmaður ÍBV gegn Keflavík í Lengjubikar karla - 14.3.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sindri Viðarsson lék ólöglegur með liði ÍBV gegn Keflavík í Lengjubikar karla laugardaginn 3. mars síðastliðinn, en hann er skráður í Smástund. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Jafntefli við Englendinga hjá U19 kvenna - 14.3.2007

U19 kvennalandslið Íslands gerði í dag jafntefli við Englendinga á æfingamóti landsliða á La Manga.  Lauk leiknum 1-1 eftir að Laufey Björnsdóttir hafði komið Íslendingum yfir á 51. mínútu.  Leikið verður við Danmörku á föstudaginn. Lesa meira
 
FH

Leik FH og HB í NATA Cup frestað - 14.3.2007

Leik Íslandsmeistara FH og Færeyjameistara HB í NATA Cup (áður Atlantic Cup) sem fram átti að fara laugardaginn 17. mars n.k. hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á fyrirkomulagi keppninnar.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Frækilegur sigur Íslands á Kínverjum - 14.3.2007

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag frækilegan sigur á Kínverjum í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007.  Lokatölur urðu 4-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

U19 kvenna leikur gegn Englandi í dag - 14.3.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag gegn stöllum sínum frá Englandi á æfingamóti landsliða sem haldið er á La Manga.  Fylgst verður með aðalatriðum leiksins hér að neðan í fréttinni. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarliðið gegn Kína - 14.3.2007

Núna kl. 10:00 hófst leikur Íslands og Kína á Algarve Cup en leikið er um níunda sætið á mótinu.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson teflir fram sama byrjunarliði og í leiknum gegn Portúgal.  Fylgst verður með helstum fréttum af leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Tvær nýjar nefndir skipaðar af stjórn KSÍ - 13.3.2007

Á síðasta fundi stjórnar KSÍ er haldinn var 8. mars síðastliðinn var skipað í tvær nýjar nefndir.  Er hér um að ræða heilbrigðisnefnd og þjálfaranefnd.  Ennfremur voru skipaðir nýir aðilar í landsliðsnefnd karla og kvenna.

Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Ísland mætir Kína á Algarve Cup - 13.3.2007

Íslenska kvennalandsliðið mun mæta því kínverska í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007.  Þetta var ljóst eftir leiki gærkvöldsins en Ísland vann þar öruggan 5-1 sigur á Portúgal en Kína tapaði 0-2 fyrir Finnum.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands

Hólmfríður með þrennu gegn Portúgal í 5-1 sigri - 12.3.2007

Íslendingar unnu öruggan sigur á Portúgal í lokaleik C riðils á Algarve Cup, 5-1  Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í seinni hálfleik.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark og er orðin markahæst frá upphafi.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði lék sinn 60. landsleik í dag. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Naumt tap gegn Ítölum hjá U19 kvenna - 12.3.2007

Æfingamót U19 kvenna á La Manga hófst í dag og léku Íslendingar gegn Ítölum.  Leikurinn tapaðist með einu marki gegn tveimur eftir að Ísland hafði náð forystunni.  Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn gegn Englandi. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnumót sumarið 2007 - 12.3.2007

Knattspyrnumót sumarsins 2007 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 22. mars.

Lesa meira
 
Kaplakriki_003

Lykildagsetningar færðar aftur um eina viku - 12.3.2007

Ákveðið hefur verið að fresta leyfisferlinu um eina viku, en í því felst að allar lykildagsetningar í ferlinu frá 2. mars færast aftur um eina viku þannig að ákvarðanir leyfisráðs liggja fyrir eigi síðar en 23. mars.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn á fullri ferð - 12.3.2007

Lengjubikarinn er kominn á gott skrið og voru leiknir fjölmargir leikir um helgina.  Keppni er hafin í A og B deildum í karlaflokki en það er C deildin sem hefur leik hjá kvenfólkinu næstkomandi föstudag. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna hefur leik í dag - 12.3.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið tekur þátt á æfingamóti á La Manga sem hefst í dag.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ítalíu og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Jafntefli gegn Írlandi - 12.3.2007

Ísland gerði jafntefli gegn Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup 2007.  Leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og leiddi íslenska liðið í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði snoturt skallamark.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 12.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Portúgal í dag á Algarve Cup.  Þetta er síðasti leikurinn í riðlinum en einnig verður leikið um sæti.  Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá leikinn á Ölver/Wembley í Glæsibæ. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Skrifstofa KSÍ lokar á hádegi í dag - 9.3.2007

Í dag, föstudaginn 9. mars, mun skrifstofa KSÍ loka kl. 12:00 á hádegi.  Ástæðan fyrir þessum óvenjulega lokunartíma er að þá verður hafist handa við langþráða flutninga. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi - 8.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup.  Sigurður gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Ítalíu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfing hjá U19 kvenna í Fagralundi - 8.3.2007

U19 landslið kvenna mun æfa föstudaginn 9. mars á félagssvæði HK í Kópavogi, Fagralundi.  Æfingin hefst kl. 21:00. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtakshópur hjá U17 kvenna æfir um helgina - 7.3.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp skipuðum 31 leikmanni til æfinga um helgina.  Leikmönnunum er skipt í 2 hópa og má sjá skiptinguna hér að neðan. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 í umsjón FIFA - 7.3.2007

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 er í umsjón FIFA og eru þeir dómarar valdir sem möguleika eiga á því að dæma í næstu úrslitakeppni HM í Kína.  Yfirbragðið er því ákaflega alþjóðlegt á dómurum mótsins. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Naumt tap gegn Ítalíu - 7.3.2007

Í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup 2007, beið Ísland nauman ósigur gegn liðið Ítalíu með tveimur mörkum gegn einu.  Sigurmark Ítala kom í uppbótartíma en staðan í hálfleik var 1-1.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Byrjunarliðið gegn Ítölum tilkynnt - 6.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem mætir Ítölum á morgun á Algarve Cup.  Þóra B. Helgadóttir mun leika sinn fimmtugusta landsleik og þær Sif Atladóttir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir leika sinn fyrsta landsleik.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

U17 hópurinn sem fer til Portúgals - 6.3.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Portúgals til þess að leika í milliriðlum fyrir EM.  Leikið verður dagana 19. - 24. mars og er leikið við Norður Íra, Portúgali og Rússa. Lesa meira
 
Katrin_50leikir_Akvenna

Katrín verður fyrirliði á Algarve - 6.3.2007

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið leikur fyrsta leik sinn á mótinu á morgun.  Leikið verður við Ítalíu og hefst leikurinn kl. 18:00.  Þetta er fyrsti landsleikur Sigurðar Ragnars sem landsliðsþjálfara og hefur hann ákveðið að Katrín Jónsdóttir verður fyrirliði liðsins á mótinu.

Lesa meira
 
Halldór B. Jónsson og Vignir Már Þormóðsson frá KSÍ afhentu Marinó Þorsteinssyni formanni Reynis afmælisgjöf

Umf. Reynir Árskógsströnd 100 ára - 5.3.2007

Umf. Reynir á Árskógsströnd var stofnað 3. mars 1907 og varð því 100 ára síðastliðinn laugardag. Félagsmönnum og gestum var boðið til veglegs samsætis í Árskógi af því tilefni á afmælisdeginum. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Sumarfrí í yngri flokkum 2007 - 2.3.2007

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2007 að engir leikir verði á tímabilinu 23. júlí - 8. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga. 

Lesa meira
 
Íslandskort

Niðurröðun í Faxaflóamóti 2007 staðfest - 2.3.2007

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2007 hefur verið staðfest og má skoða hér á vefnum.  Athugið að hægt er að afmarka leit að leikjum og mótum með ýmsum hætti, t.d. með því að velja Leikir félaga í valmyndinni hérna vinstra megin á síðunni. Lesa meira
 
ÍA

Ólöglegur leikmaður ÍA gegn Fram í Lengjubikar karla - 2.3.2007

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Tinni Kári Jóhannesson lék ólöglegur með liði ÍA í leik gegn Fram í Lengjubikar karla laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn, en hann er skráður í ÍR.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna hefst í kvöld - 2.3.2007

Lengjubikar kvenna hefur göngu sína í kvöld þegar að þrír leikir fara fram í A-deild.  Leikið er í þremur deildum í kvennaflokki en B og C deildirnar hefja leik um miðjan mánuðinn. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkismenn Reykjavíkurmeistarar karla - 2.3.2007

Fylkismenn tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn með sigri á Víkingum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Lauk leiknum með sigri Fylkis, 3-1.  Þetta er í fjórða skiptið sem Fylkismenn hampa þessum titli. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Hópur U19 kvenna sem fer til La Manga - 1.3.2007

U19 ára landslið kvenna mun taka þátt í æfingamóti á La Manga í mars og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið 18 manna hóp fyrir mótið.  Leikið verður gegn Ítalíu, Englandi og Danmörku á þessu móti.

Lesa meira
 
UEFA

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla - 1.3.2007

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM 2007/08 hjá U17 og U19 karla í Barcelona.  Úrslitakeppnirnar fara fram í Tékklandi hjá U19 og í Tyrklandi hjá U17.  Íslendingar eru lentu í sterkum riðlum í báðum aldursflokkum.

Lesa meira
 
Merki Euro 2008

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM 2008 - 1.3.2007

Í dag, 1. mars, hófst formlega miðasala á úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss og Austurríki í júní 2008.  Hægt er að sækja um miða, í þessari fyrstu atrennu miðasölunnar til 31. mars. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa - 1.3.2007

Í dag hóf nýr framkvæmdastjóri, Þórir Hákonarson, störf á skrifstofu KSÍ.  Þórir tekur við af Geir Þorsteinssyni sem gegnt hafði störfum framkvæmdastjóra KSÍ síðan 1997 en var kjörinn formaður KSÍ á síðasta ársþingi. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 1.3.2007

Fimmtudaginn 1. mars næstkomandi mætast Víkingur og Fylkir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöll.  Aðgangur á þennan úrslitaleik er ókeypis. Lesa meira
 
ÍR

Afmælishátíð ÍR 10. og 11. mars - 28.2.2007

Íþróttafélag Reykjavíkur verður 100 ára á árinu. Af því tilefni heldur félagið mikla afmælishátíð í Breiðholtinu 10. og 11.mars næstkomandi.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla - 28.2.2007

Á morgun, fimmtudaginn 1. mars, verður dregið í riðla fyrir undankeppni EM hjá U17 og U19 karla.  Dregið verður í Barcelona og verður byrjað að hræra í skálunum kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfingar fyrir U17 kvenna á Austurlandi - 28.2.2007

Úrtaksæfingar verða haldnar í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn hjá U17 kvenna.  Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 38 leikmenn til þessa æfinga. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

U17 og U19 karla æfa um helgina - 27.2.2007

Æfingar verða um helgina hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir Guðni Kjartansson, Kristinn R. Jónsson og Luka Kostic valið leikmenn til þessa æfinga.  Alls eru 96 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Dómarar í undirbúningi fyrir tímabilið - 27.2.2007

Líkt og knattspyrnumenn og konur þessa lands eru knattspyrnudómarar á fullu í undirbúningi sínum fyrir komandi keppnistímabil.  Þrekæfingar dómara fara fram tvisvar í viku á fjórum stöðum á landinu. Lesa meira
 
Magnús Agnar Magnússon hóf störf sem KSÍ umboðsmaður í febrúar 2007

Magnús Agnar KSÍ umboðsmaður - 26.2.2007

Magnús Agnar Magnússon stóðst í september síðastliðnum, umboðsmannapróf KSÍ og hefur hafið störf sem slíkur.  Bætist hann því á lista þeirra er starfa sem KSÍ umboðsmenn. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópurinn sem fer til Algarve tilkynntur - 26.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt á Algarve Cup 2007.  Sigurður Ragnar velur 20 leikmenn í þetta verkefni en hópurinn heldur utan 5. mars og leikur fjóra leiki. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla á fimmtudaginn - 26.2.2007

Fimmtudaginn 1. mars næstkomandi mætast Víkingur og Fylkir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöll.  Aðgangur á úrslitaleikinn er ókeypis. Lesa meira
 
KR

KR Reykjavíkurmeistarar kvenna - 25.2.2007

Það voru leikmenn KR sem fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum á föstudagskvöldið eftir sigur á Val með fjórum mörkum gegn þremur.  Þetta var lokaleikur mótsins en KR stúlkur luku mótinu með fullt hús stiga. Lesa meira
 
Lúðvík S. Georgsson

Sótti vinnufund UEFA fyrir formenn leyfisnefnda - 23.2.2007

Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, sótti á dögunum vinnufund hjá UEFA, þar sem fjallað var um leyfisveitingaferlið í ýmsum löndum í Evrópu, Vinnufundurinn var sérhannaður fyrir formenn leyfisnefnda í aðildarlöndum UEFA.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Vann ferð á leik í meistaradeild UEFA - 23.2.2007

Nafn Svavars Hjaltested kom upp úr pottinum þegar dregið var í boðsmiðahappdrætti Landsbankadeildarinnar á dögunum.  Svavar vann þar með ferð fyrir fjóra á leik Chelsea og Porto í Meistaradeild UEFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslit Reykjavíkurmóts kvenna ráðast í kvöld - 23.2.2007

Valur og KR mætast í lokaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikurinn hefst kl. 19:00 í kvöld og er leikinn í Egilshöllinni.  Þessi félög hafa sigrað í öllum sínum leikjum til þessa en Vesturbæingum dugir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Þinggerð 61. ársþings KSÍ - 22.2.2007

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 61. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hótel Loftleiðum 10. febrúar síðastliðinn.  Sambandsaðilum er bent á að kynna sér vel þinggerðina Lesa meira
 
Íslandskort

Æfingahópur hjá U17 kvenna tilkynntur - 21.2.2007

Æfingar eru fyrirhugaðar hjá U17 kvenna um helgina og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, valið 25 leikmenn til þessara æfinga.  U17 kvenna tekur þátt í riðlakeppni fyrir EM síðar á þessu ári, þeirri fyrstu í þessum aldursflokki. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 2007 - 20.2.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2007 liggja nú fyrir og má sjá þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikina og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Undirbúningur U19 kvenna heldur áfram - 20.2.2007

Undirbúningur U19 kvenna fyrir úrslitakeppni EM, sem haldin er hér á landi í júlí, er í fullum gangi og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið hóp til æfinga um helgina.

Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

25 leikmenn valdir til æfinga um helgina - 20.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 25 leikmenn á landsliðsæfingar A landsliðs kvenna sem fram fara helgina 24. - 25. febrúar.  Æft verður tvisvar um helgina.  Lesa meira
 
Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ.  Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu hlaut styrk upp á milljón króna

KSÍ hlýtur styrk úr Afrekskvennasjóði - 20.2.2007

Í dag var í fyrsta skiptið úthlutað úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ. KSÍ fær eina milljón króna vegna undirbúnings og þátttöku kvennalandsliðsins í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Lúðvík Georgsson með fyrirlestur á ráðstefnu UEFA um Valla- og öryggismál

Ráðstefna UEFA um valla- og öryggismál - 20.2.2007

Dagana 12. - 14. febrúar hélt UEFA ráðstefnu um valla- og öryggismál.  Þeir Lúðvík Georgsson  og Jóhann G. Kristinsson sóttu ráðstefnuna og kynnti Lúðvík nýjan Laugardalsvöll fyrir ráðstefnugestum. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Sjö félög unnu titla um síðustu helgi innanhúss - 20.2.2007

Úrslitakeppni yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu fór fram um helgina.  Keppt var til úrslita í átta flokkum og voru það sjö félög sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitla. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur í Portúgal - 19.2.2007

Dregið var í dag í riðlakeppni fyrir EM 2008 hjá U19 kvenna í dag.  Ísland lenti í 1. riðli með Portúgal, Grikklandi og Rúmeníu og verður riðillinn leikinn í Portúgal 27. september til 2. október. Lesa meira
 
UEFA

U17 kvenna leikur í Slóveníu - 19.2.2007

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM hjá U17 kvenna en þetta er í fyrsta skiptið sem keppnin er haldin í þessum aldursflokki.  Ísland er í fjórða riðli og leika gegn Úkraínu, Slóveniu og Lettlandi.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 19.2.2007

KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins. Meginverkefnin eru störf sem tengjast dómaramálum.  Upplýsingar veitir mótastjóri í síma 510 2900. Umsóknum skal skilað með tölvupósti eigi síðar en 1. mars.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót yngri flokka 2007 - 16.2.2007

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka karla og kvenna hefur verið staðfest og má sjá í valmyndinni hér til vinstri.  Munið að hægt er að afmarka leit með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla - 16.2.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 16. febrúar sl. riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla.  15 félög taka þátt að þessu sinni í 1. deild kvenna en 29 félög í 3. deild karla.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum - 16.2.2007

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum VISA-bikars karla og kvenna.  Að gefnu tilefni skal tekið fram að engar breytingar eru fyrirhugaðar á keppni í VISA-bikar karla í ár. Breytingar sem gerða verða munu taka gildi á næsta ári. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Starfshópur skipaður um jafnréttisstefnu KSÍ - 16.2.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að skipa þriggja manna starfshóp.  Hópurinn á að skila tillögum til stjórnar um jafnréttisstefnu KSÍ.  Starfshópinn skipa: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Guðrún Inga Sívertsen og Ingibjörg Hinriksdóttir.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Nýr framkvæmdastjóri KSÍ - 16.2.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita formanni heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra KSÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Knattspyrnufélag Siglufjarðar og hefur verið formaður frá árinu 2001.  Lesa meira
 
Fyrsti_fundur_stjornar_2007

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar KSÍ - 16.2.2007

Ný stjórn KSÍ hélt sinn fyrsta fund í dag á skrifstofu KSÍ.  Á fundinum var skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ.  Guðrún Inga Sívertsen verður nýr gjaldkeri KSÍ. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksleikir gegn Møre og Romsdal - 16.2.2007

Úrtakshópar KSÍ karla og kvenna munu leika fjóra vináttuleiki gegn úrvalsliðum Møre og Romsdal fylkis í Noregi í næstu viku.  Freyr Sverrisson og Kristrún Lilja Daðadóttir hafa hvort um sig valið tvo úrtakshópa til að leika sitt hvorn leikinn.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fyrstu drög að Landsdeildum 2007 birt á vefnum - 16.2.2007

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), hafa verið birt.  Hægt er að skoða mótin með því að smella á "Mót félagsliða" að ofan og velja viðeigandi mót. 

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Leyfiskerfið á ársþinginu 2007 - 15.2.2007

Leyfiskerfi KSÍ hefur nú verið innbyggt í ný lög sambandsins, sem samþykkt voru á ársþingi KSÍ 2007.  Jafnframt var ný leyfishandbók staðfest með þessari samþykkt.  Einnig var kosið í leyfisráð og leyfisdóm til næstu tveggja ára. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2007 - 15.2.2007

Í dag, fimmtudag, undirrituðu Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskar getraunir samstarfssamning um að Deildarbikarkeppni karla og kvenna árið 2007 beri heitið Lengjubikarinn

Lesa meira
 
FH

Flottar í fótbolta - 15.2.2007

Málþingið er hluti stefnumótunarvinnu fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH.  Það er  haldið af unglingaráði og meistaraflokksráði kvenna.  Málþingið er öllum opið og hefst kl. 10:00, laugardaginn 17. febrúar. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í EM U17 og U19 kvenna á mánudaginn - 15.2.2007

Mánudaginn 19. febrúar næstkomandi verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni U17  og U19 kvenna.  Dregið verður í Nyon í Sviss.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Evrópukeppni U17 kvenna fer fram. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 14.2.2007

Lengjubikarinn í  karlaflokki  hefst á föstudaginn kl. 19:00 þegar Akranes og Fjölnir leiða saman hesta sína í Akraneshöllinni.  Fjölmargir aðrir leikir verða á dagskránni um helgina. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ítalir í efsta sæti styrkleikalista FIFA - 14.2.2007

Nýr FIFA styrkleikalisti karla var birtur í dag og er Ísland í 95. sæti listans.  Eftir að hafa verið á toppi listans í 55 mánuði samfleytt, detta Brasilíumenn niður í annað sætið.  Heimsmeistarar Ítala smella sér á toppinn í fyrsta sinn síðan 1993. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópur valinn til æfinga hjá A landsliði kvenna - 13.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið leikmenn til æfinga.  Æft verður helgina 17. og 18. febrúar og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Eglishöllinni. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Riðlarnir klárir fyrir EM U21 karla - 13.2.2007

Í dag var dregið í riðla fyrir riðlakeppni EM U21 karla 2007-2009.  Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð og af því tilefni var dregið í Stokkhólmi.  Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur.

Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram gegn Víkingi - 13.2.2007

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Hjálmar Þórarinsson lék ólöglegur með liði Fram í leik gegn Víkingi í Reykjavíkurmóti karla fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn, en hann er skráður í skoskt félag.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Vegna Faxaflóamóts 2. flokks karla - 12.2.2007

Í vetur hefur verið leikið í Faxaflóamóti 2. flokks karla sem hófst 21. október sl.  Hér hefur verið um ákveðna tilraun að ræða þar sem leikið er yfir allan veturinn í 2. flokki karla í stað þess að hafa mótið í tvennu lagi; haust og vor.

Lesa meira
 
Eggert Magnússon á ársþingi KSÍ árið 2007 þar sem hann var kjörinn heiðursformaður

Eggert kjörinn heiðursformaður KSÍ - 12.2.2007

Á ársþingi KSÍ var Eggert Magnússon kjörinn heiðursformaður sambandsins. Heiðursformaður á rétt til setu og hefur málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ.  Heiðursformenn KSÍ eru nú 2, þeir Eggert Magnússon og Ellert B Schram. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon á ársþingi KSÍ 2007

Geir Þorsteinsson 8. formaður KSÍ - 10.2.2007

61. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Loftleiðum í dag.  Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ og er sá áttundi sem að gegnir því embætti.  Eggert Magnússon lét af formennsku KSÍ eftir rúm 17 ár í formannsembætti.  Þrír nýir aðilar voru kjörnir í stjórn KSÍ. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ

Ávarp formanns á 61. ársþingi KSÍ - 10.2.2007

Eggert Magnússon ávarpaði 61. ársþing KSÍ í morgun, í síðasta sinn sem formaður KSÍ.  Eggert fór m.a. yfir þær breytingar sem orðið hafa í starfinu og stöðu mála í knattspyrnunni í dag. 

Lesa meira
 
Vefsíðan Fótbolti.net fékk viðurkenningu á ársþingi KSÍ árið 2007

Fotbolti.net hlýtur viðurkenningu - 10.2.2007

Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, afhenti forsvarsmönnum netmiðilsins fotbolta.net viðurkenningu fyrir þeirra framlag til knattspyrnunar á Íslandi.  Vefsíðan hefur fjallað myndarlega um íslenska knattspyrnu á undanförnum árum. Lesa meira
 
HK hlaut Drago styttuna í 1. deild karla fyrir árið 2006

Valur og HK fengu Drago-stytturnar - 10.2.2007

Valur fékk afhenta Drago-styttuna svokölluðu í Landsbankadeild karla 2006 og HK fékk styttuna afhenta í 1. deild karla.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik. Lesa meira
 
Ásgeir Heimir Guðmundsson, Fjölni, tekur við kvennabikarnum fyrir árið 2006

Fjölnir hlaut kvennabikarinn 2006 - 10.2.2007

Fjölnir hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2006 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Ásgeir Heimir Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

61. Ársþing KSÍ hafið - 10.2.2007

61. ársþing KSÍ var sett, stundvíslega kl. 10:00, í morgun á Hótel Loftleiðum.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en meðal annars eru framundan kosningar um formann og stjórn sem og afgreiðsla tillagna. Lesa meira
 
HK

HK óskar eftir þjálfara fyrir 7. flokk drengja - 9.2.2007

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara til að taka við 7. flokki drengja og hann þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.  Í 7. flokki eru drengir fæddir 1999 og 2000, og eru 7 og 8 ára á þessu ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársþing KSÍ haldið á laugardag - 9.2.2007

Laugardaginn 10. febrúar, kl 10:00, verður 61. ársþing KSÍ sett á Hótel Loftleiðum.  Fylgst verður með framvindu þingsins, afgreiðslu tillagna, kosningum og annarra mála, hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Fram

Aganefnd úrskurðar leikmann í tímabundið bann - 8.2.2007

Á fundi aganefndar í dag, 7. febrúar 2007, var Guðmundur Magnússon, Fram, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 4 mánaða vegna atviks í leik Víkings og Fram í 2. flokki karla 4. febrúar. 

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla fyrir EM U21 karla á þriðjudaginn - 7.2.2007

Þriðjudaginn 13. febrúar verður dregið í riðla fyrir EM 2007-2009 hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð.  Ísland er í þriðja styrkleikaflokki en alls verða 51 þjóð í pottinum.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Staðfestir leiktímar í úrslitakeppnum innanhúss - 7.2.2007

Búið er að staðfesta leikdaga og leiktíma í úrslitakeppnum yngri flokka í innanhúsmótum.  Leikið verður dagana 17. og 18. febrúar og er hægt að sjá leikstaði, leikdaga og leiktíma hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjöldi úrtaksæfinga um helgina - 6.2.2007

Um helgina fara fram fjölmargar úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum karla.  Um er að ræða U16, U17 og U19 karla sem verða á ferðinni um helgina.  Alls hafa 146 leikmenn verið boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM yngri flokka 2007 - 6.2.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum. Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikjaniðurröðun og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala hafin á úrslitaleik Meistaradeildarinnar - 5.2.2007

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikið er í Aþenu 23. maí.  Alls eru 9.000 miðar í boði og er hægt að sækja um miða í gegnum www.uefa.com til 19. febrúar. Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2005

Þingfulltrúar á 61. ársþingi KSÍ - 5.2.2007

Laugardaginn 10. febrúar næstkomandi fer fram 61. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Alls hafa 123 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 116 fulltrúa. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 10. febrúar - 5.2.2007

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi.  Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ,  sjö framboð um fjögur sæti í aðalstjórn og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn. Lesa meira
 
urtaksaefing_Fjardabyggdarholl_2007_2

Fyrsta úrtaksæfingin í Fjarðabyggðarhöll - 5.2.2007

Um helgina fóru fyrstu landsliðsúrtaksæfingar fram í hinni nýju Fjarðabyggðarhöll á Reyðarfirði.  Voru þetta æfingar fyrir U16/U17 landslið karla og voru þær undir stjórn Freys Sverrissonar. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Vináttulandsleikur við Kanada 22. ágúst - 2.2.2007

Í dag gerði KSÍ samning við Knattspyrnusamband Kanada um að þjóðirnar leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli 22. ágúst næstkomandi.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðrnar mætast í landsleik í knattspyrnu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2006 birtur - 2.2.2007

Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2006.  Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 516,5 milljónir kr. og heildargjöld voru 417,2 milljónir kr. Hagnaður varð því 99,3 milljónir kr. 

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppnir yngri flokka innanhúss 2007 - 30.1.2007

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið leikstaði fyrir úrslitakeppnir yngri flokka í innanhússmótum.  Smellið hér að neðan til að sjá yfirlit yfir leikstaðina.  Leikið verður dagana 17. og 18. febrúar.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfing í Fjarðabyggð - 30.1.2007

Úrtaksæfing fyrir U16/U17 landslið karla fer fram í Fjarðabyggð sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi.  Á æfinguna hafa verið boðaðir vel á þriðja tug leikmanna frá félögum á Austurlandi.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U16 karla á Akureyri - 29.1.2007

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla fara fram í Boganum á Akureyri laugardaginn 3. febrúar.  Alls hafa tæplega 30 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar, frá félögum á Norðurlandi.

Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2005

Kosningar í stjórn á 61. ársþingi KSÍ - 29.1.2007

61. ársþing KSÍ fer fram á Hótel Loftleiðum 10. febrúar næstkomandi. Þrír frambjóðendur eru um stöðu formanns KSÍ og sjö framboð hafa borist um fjögur sæti í aðalstjórn. Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 3. og 4. febrúar - 29.1.2007

Vel á sjötta tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar U17 og U19 landsliða kvenna sem fram fara dagana 3. og 4. febrúar.  Æft verður í Egilshöll, Fífunni og Akraneshöll.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 9. febrúar - 29.1.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið í febrúar.  Þátttakendur sækja námsefni á vef KSÍ, en námskeiðinu lýkur með prófi 3. mars.  Konur eru sérstaklega hvattar til að taka þátt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tillögur á ársþingi KSÍ 2007 - 27.1.2007

Kosningar og athygliverðar tillögur munu vera áberandi á 61. ársþingi KSÍ sem verður haldið á Hótel Loftleiðum 10. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ leitar að efnilegum dómurum - 26.1.2007

Dómaranefnd KSÍ leitar að efnilegum og áhugasömum dómurum/aðstoðardómurum til starfa í dómgæslu á vegum KSÍ.  Einnig er leitað að eldri dómurum sem dæmt hafa lengi og gætu komið inn í dómgæslu í neðri deildum. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ

Eggert náði ekki endurkjöri í framkvæmdarstjórn UEFA - 26.1.2007

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var í endurkjöri til framkvæmdarstjórnar UEFA en kosið var í dag.  Eggert náði ekki endurkjöri, hafnaði áttunda sæti af þrettán frambjóðendum með 23 atkvæði  en sex efstu náðu kjöri.  Lesa meira
 
Eggert Magnússon og Michel Platini á Laugardalsvelli 2003

Michel Platini nýr forseti UEFA - 26.1.2007

Frakkinn Michel Platini var í dag kjörinn forseti UEFA (Knattspyrnusambands Evrópu) en kosningar fóru fram í morgun.  Hlaut Platini 27 atkvæði en Lennart Johansson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðan 1990, hlaut 23 atkvæði.  Tvö atkvæði voru ógild.

Lesa meira
 
UEFA

31. ársþing UEFA hefst í dag - 25.1.2007

Í dag hófst 31. ársþing UEFA og fer það fram í Dusseldorf í Þýskalandi.  Á morgun, föstudag, er kosið á milli tveggja frambjóðenda til forseta sem og kosið er í framkvæmdarstjórn UEFA.  Eggert Magnússon, formaður KSÍ, er í framboði til endurkjörs í framkvæmdarstjórn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ágúst Ingi Jónsson gefur ekki kost á sér til stjórnarkjörs - 25.1.2007

Ágúst Ingi Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við stjórnarkjör á ársþingi KSÍ þann 10 febrúar nk.  Ágúst Ingi hefur verið í stjórn KSÍ í rúmlega 12 ár.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót mfl. kvenna hefst í kvöld - 25.1.2007

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hefst í kvöld þegar að HK/Víkingur og Stjarnan mætast í Fífunni kl. 20:00.  Mótið heldur svo áfram á laugardaginn þegar að tveir leikir fara fram. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar hjá U19 karla verða um helgina - 25.1.2007

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U19 karla um helgina og verða þær undir stjórn landsliðsþjálfarana Guðna Kjartanssonar og Kristins Rúnars Jónssonar.  Æft verður í knattspyrnuhúsinu Fífunni. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Samningur við dómara í höfn - 24.1.2007

Í gærkvöldi náðust samningar á milli deildardómara og KSÍ og var samningurinn undirritaður á skrifstofu KSÍ í gær.  Samningurinn  er til þriggja ára og gildir því keppnistímabilin 2007 til 2009. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Dómasafn á ksi.is - 23.1.2007

Sett hefur verið upp dómasafn á vef KSÍ, sem inniheldur alla úrskurði dómstóla KSÍ frá árinu 1996.  Þannig hafa úrskurðir verið gerðir mun aðgengilegri en áður og upplýsingaleit auðvelduð í tengslum við dómsmál og kærur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar um helgina hjá U17 karla - 23.1.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari , hefur valið landsliðshópa fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla.  Um tvo hópa er að ræða, þ.e. leikmenn fædda árið 1990 annarsvegar og leikmenn fædda 1991 hinsvegar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólag á símkerfi - 23.1.2007

Truflun er á símasambandi og er erfitt að ná sambandi við skrifstofur KSÍ símleiðis.  Vonandi kemst símasamband í eðlilegt horf sem fyrst en hægt er að ná í starfsfólk KSÍ í GSM númer þeirra sem hægt er að sjá hér. Lesa meira
 
England

Vináttulandsleikur við Englendinga - 22.1.2007

KSÍ hefur komist að samkomulagi við enska knattspyrnusambandið um landsleik á milli kvennalandsliða þjóðanna.  Leikið verður ytra þann 17. maí næstkomandi.  Ekki er búið að staðfesta á hvaða velli verður leikið en það verður tilkynnt í febrúar. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur við Svíþjóð 18. júní - 22.1.2007

Landslið kvenna U19 mun leika vináttulandsleik við Svíþjóð 18. júní næstkomandi og verður leikið ytra.  Leikurinn er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna sem hefst hér á landi 18. júlí. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið 26.-28. janúar - 22.1.2007

KSÍ heldur III.stigs þjálfaranámskeið helgina 26-28.janúar.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og krafist er 100% mætingarskyldu.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Kópavogi. Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason hampar fyrsta Futsalbikarnum á Íslandi

Valsmenn Futsalmeistarar - 22.1.2007

Valsmenn tryggðu sér í gær sigur í Kynningarmótinu í Futsal með sigri á Fylki með níu mörkum gegn fjórum.  Ein umferð er eftir af mótinu en Valsmenn hafa unnið alla sína leiki og hafa því tryggt sér sigur.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Afreksstyrkur til kvennalandsliðsins - 20.1.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að jafna dagpeningagreiðslur til karla- og kvennalandsliðsins. Jafnframt var ákveðið að kvennalandsliðið fái 10 m. kr. afreksstyrk komist liðið í úrslitakeppni EM 2009.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Allar leyfisumsóknir fyrir 2007 hafa borist - 18.1.2007

Allar leyfisumsóknir fyrir keppnistímabilið 2007 hafa nú borist leyfisstjórn, bæði í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.  Leyfisstjóri mun í framhaldinu fara yfir þau gögn sem borist hafa og óska eftir úrbótum frá félögunum þar sem við á. Lesa meira
 
ÍBV

Leyfisumsókn Eyjamanna komin - 18.1.2007

Leyfisumsókn ÍBV ásamt fylgigögnum hefur nú borist KSÍ og hafa því leyfisumsóknir allra félaganna tólf í 1. deild karla skilað sér.  Tíu leyfisumsóknir höfðu borist á miðvikudag og tvær síðustu bárust í dag, frá Víkingi Ólafsvík og ÍBV.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Leyfisumsókn komin frá Ólafsvíkingum - 18.1.2007

Umsókn Víkings Ólafsvík um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2007, ásamt fylgigögnum, hefur nú borist KSÍ og af þeim 12 félögum sem leika í deildinni á þá einungis leyfisumsókn ÍBV eftir að berast. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

6 mánuðir í fyrsta leik! - 18.1.2007

Úrslitakeppni EMU19 kvenna hefst þann 18. júlí, eftir nákvæmlega 6 mánuði.  Milliriðlar fyrir úrslitakeppnina fara fram í apríl og í lok maí verður dregið í riðla við hátíðlega athöfn í Reykjavík Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan hefur skilað leyfisumsókn - 18.1.2007

Stjarnan í Garðabæ skilaði leyfisumsókn sinni í gærkvöldi, þannig að nú hafa 10 af liðunum 12 í 1. deild karla 2007 skilað leyfisumsóknum.  Síðustu tvær umsóknirnar ættu að berast KSÍ með pósti í dag, fimmtudag, frá ÍBV og Víkingi Ólafsvík. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 18.1.2007

Reykjavíkurmót KRR í knattspyrnu hefst í kvöld og eru það Fylkir og Valur er hefja leik í kvennaflokki.  Leikurinn hefst kl. 21:00 og fer fram í Egilshöll eins og allir aðrir leikir í mótinu.  Karlarnir hefja leik á laugardaginn með leik Fylkis og Leiknis. Frítt er inn á alla leiki riðlakeppni karla og kvenna. Lesa meira
 
Leiknismenn fagna (leiknir.com)

Þróttur, Leiknir og Fjölnir skila leyfisumsóknum - 17.1.2007

Þrjú félög til viðbótar hafa nú skilað leyfisumsóknum sínum ásamt fylgigögnum og hafa því níu af tólf félögum 1. deildar skilað.  Þessi þrjú félög eru Leiknir R., Þróttur R. og Fjölnir.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Leyfisumsóknir Grindavíkur og KA komnar - 17.1.2007

Leyfisumsóknir Grindavíkur og KA, ásamt fylgigögnum, hafa nú borist leyfisstjórn og hefur því helmingur félaganna í 1. deild skilað sínum gögnum, sex félög af tólf alls.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót yngri flokka - 17.1.2007

Hér að neðan má finna þátttökutilkynningu fyrir Faxaflóamót yngri flokka 2007.  Vinsamlegast skilið eigi síðar en miðvikudaginn 24. janúar.  Athugið að aðeins ein þátttökutilkynning á að berast frá hverju félagi fyrir alla flokka. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Af hverju eiga Íslendingar svo marga atvinnumenn? - 17.1.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ hélt fyrirlestur í boði Knattspyrnusambands Svíþjóðar um hvernig Ísland fer að því að búa til svona marga atvinnumenn í knattspyrnu.og Knattspyrnusambands Örebro. Lesa meira
 
Að útskrift lokinni

KSÍ VI skriflegt próf 2. febrúar - 17.1.2007

KSÍ VI skriflegt próf hefur verið sett á föstudaginn 2.febrúar næstkomandi klukkan 14:00 – 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal.  Prófið er hluti af KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu sem var haldið í Englandi síðastliðið haust. Lesa meira
 
Þór

Leyfisumsókn Þórsara komin í hús - 17.1.2007

Leyfisumsókn Þórsara hefur nú borist KSÍ og hafa þá fjögur félög skilað gögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild 2007.  Átta félög eiga eftir að skila þegar þetta er ritað, um hádegisbil. Lesa meira
 
Fjardabyggd

Fjarðabyggð hefur skilað leyfisumsókn - 17.1.2007

Fjarðabyggð er þriðja liðið til að skila umsókn um þátttökuleyfi fyrir komandi keppnistímabil í 1. deild karla, en áður höfðu Njarðvík og Reynir Sandgerði skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ skoðar menntun knattspyrnuþjálfara sumarið 2006 - 17.1.2007

KSÍ óska eftir því við aðildarfélög sín að þau sendi inn upplýsingar um alla knattspyrnuþjálfara sem störfuðu hjá þeim sumarið 2006.  Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fyrir aðildarfélögum KSÍ næsta sumar.

Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

Sandgerðingar númer tvö í 1. deild - 16.1.2007

Reynir Sandgerði varð í dag annað liðið í 1. deild karla til að skila leyfisumsókn og fylgigögnum vegna komandi keppnistímabils.  Ljóst er að Suðurnesjaliðin eru snemma á ferðinni í þessum málum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Öll félögin í Landsbankadeild skiluðu innan tímamarka - 16.1.2007

Öll félögin í Landsbankadeild karla skiluðu leyfisumsókn ásamt fylgigögnum innan settra tímamarka, en skilafresturinn rann út mánudaginn 15. janúar.  Skiladagur félaga í 1. deild er miðvikudagurinn 17. janúar.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 15.1.2007

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U17 kvenna og U19 kvenna um helgina.  Landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Úrtaksæfingar hjá U21 karla um næstu helgi - 15.1.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Valdir voru 27 leikmenn og mun hópurinn æfa tvisvar sinnum um helgina, í Fífunni og í Reykjaneshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ greiðir rúmar 16 milljónir til aðildarfélaga - 15.1.2007

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum 13. janúar síðastliðinn að greiða  rúmar 16 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2006.  Þetta er sjötta árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Tillaga um 10 lið í Landsbankadeild kvenna 2008 - 15.1.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að leggja fyrir komandi ársþing að tíu lið verði í Landsbankadeild kvenna árið 2008. Áður hefur komið fram að stjórnin muni leggja til að níu lið leiki í Landsbankadeild kvenna árið 2007 og að ÍR taki níunda sætið. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar búnir að skila leyfisgögnum - 15.1.2007

Breiðablik hefur nú skilað umsókn um þátttökuleyfi ásamt fylgigögnum og hefur þá helmingur Landsbankadeildarfélaga skilað.  Eins og kynnt hefur verið rennur skilafrestur Landsbankadeildar út í dag, mánudag. 

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvíkingar fyrstir í 1. deild - 15.1.2007

Njarðvíkingar urðu fyrstir félaga í 1. deild karla til að skila leyfisumsókn ásamt fylgigögnum.  Lið Reykjanesbæjar urðu þar með fyrst til að skila í sínum deildum, en áður höfðu Keflvíkingar skilað fyrstir í Landsbankadeildinni.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Skiladagur gagna er runninn upp - 15.1.2007

Skiladagur leyfisumsóknar og fylgigagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar og er sá dagur runninn upp.  Þegar hafa fjögur félög í Landsbankadeild karla skilað gögnum - Keflavík, Fylkir, HK og Valur.

Lesa meira
 
HK

Nýliðar HK í fjórða sæti - 12.1.2007

Nýliðar HK urðu í dag fjórða félagið til að skila leyfisumsókn ásamt fylgigögnum fyrir Landsbankadeildina 2007.  Þá eiga sex félög eftir að skila, en enn hefur ekkert félag í 1. deild skilað sinni umsókn ásamt fylgigögnum. Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Samkomulag gert við deildadómara - 12.1.2007

Framkvæmdarstjóri KSÍ hitti samninganefnd félags deildadómara á fundi í hádeginu í dag.  Náðu aðilar samkomulagi um nýjan þriggja ára samning fyrir deildadómara sem gildir frá 2007-2009.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Norðurlandsmót Powerade 2007 - 12.1.2007

Norðurlandsmót Powerade hefst laugardaginn 13. janúar með tveimur leikjum.  Þetta er í fimmta skiptið sem þetta mót fer fram og hefur það skipað sér fastan sess í undirbúningi félaganna á Norðurlandi. Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Eins leiks bann vegna brottvísunar - 11.1.2007

Á fundi aganefndar 10. janúar síðastliðinn var Hartmann Antonsson, leikmaður 2. flokks Selfoss,  úrskurðaður í 1 leiks bann vegna brottvísunar í leik Grindavíkur og Selfoss 6. janúar 2007.

Lesa meira
 
Frá leik KS/Leifturs og Selfoss í 2. deild karla 2006

Þátttaka í knattspyrnumótum 2007 - 11.1.2007

Félög eru minnt á að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2007 fyrir 20. janúar næstkomandi.  Mikilvægt er að félög virði þessa dagsetningu svo að vinna við niðurröðun geti hafist sem fyrst. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valsmenn númer þrjú - 11.1.2007

Valur er þriðja félagið til að skila leyfisumsókn og fylgigögnum fyrir keppnistímabilið 2007.  Áður hafa Keflvíkingar og Fylkismenn skilað gögnum, þannig að Valsmenn taka þriðja sætið í skilum að þessu sinni. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkismenn búnir að skila - 11.1.2007

Fylkismenn hafa skilað leyfisumsókn sinni fyrir komandi keppnistímabil og hafa nú tvö félög af 10 í Landsbankadeild skilað gögnum, öðrum en fjárhagslegum, en lokaskiladagur er 15. janúar. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Skilafrestur 1. deildar framlengdur um tvo daga - 11.1.2007

Leyfisstjórn hefur ákveðið að framlengja skilafrest á leyfisumsóknum félaga í 1. deild karla um tvo daga.  Félögin 12 verða nú að skila umsókn um þátttökuleyfi eigi síðar en miðvikudaginn 17. janúar.

Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Leikir kvennalandsliðsins á Algarve Cup 2007 - 10.1.2007

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í hinu geysisterka Algarve Cup 2007 og fer mótið fram í marsmánuði.  Ísland er í C-riðli með Ítalíu, Portúgal og Írlandi og hafa leikdagar verið staðfestir i riðlinum. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Leikvellir í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 10.1.2007

Ákveðið hefur verið á hvaða völlum verður leikið í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí næstkomandi og verður leikið á sjö völlum.  Dregið verður í riðla úrslitakeppninnar í lok maí. Lesa meira
 
Íþróttasambandi Fatlaðra fékk afhenda viðurkenningu fyrir grasrótarstarf frá KSÍ og UEFA

ÍF fær viðurkenningu fyrir grasrótarstarf - 10.1.2007

KSÍ og UEFA veittu Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) viðurkenningu í dag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða.  Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Karlalandslið U17 og U19 með æfingar um helgina - 9.1.2007

Landslið U17 og U19 karla munu vera með úrtaksæfingar um helgina.  Um tvö lið er um að ræða í báðum aldursflokkum.  Lúka Kostic mun sjá um bæði lið hjá U17 karla en þeir Guðni Kjartansson og Kristinn R. Jónsson munu sjá um liðin hjá U19. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið á árinu 2007 - 9.1.2007

KSÍ mun standa fyrir fjölmörgum þjálfaranámskeiðum á árinu 2007.  Dagsetningar eru komnar á hluta af námskeiðunum en fyrsta námskeiðið á nýju ári verður haldið strax núna í janúar. Lesa meira
 
Stjórn KSÍ 2006

Kosningar í stjórn á 61. ársþingi KSÍ. - 8.1.2007

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Tillögum sem bera á upp á ársþinginu þarf að skila mánuði fyrir þingið og þurfa þær að berast í síðasta lagi 10. janúar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ fundar á Upton Park - 8.1.2007

Næsti fundur stjórnar KSÍ verður nk. laugardag á Upton Park í tengslum við leik West Ham og Fulham. Að gefnu tilefni skal tekið fram að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri greiða að sjálfsögðu sinn ferðakostnað.

Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna 2007 - 5.1.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna liggja nú fyrir og má sjá hér á síðunni.  Félög hafa til og með mánudeginum 15. janúar til þess að skila inn athugasemdum.

Lesa meira
 
Úr leik ÍR og Árborgar í bikarkeppni KSÍ árið 2006

Tillaga um fjölgun í Landsbankadeild karla og 2. deild karla árið 2008 - 5.1.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. desember sl. að leggja fram tillögu á ársþingi KSÍ um fjölgun í Landsbankadeild karla og 2. deild karla úr 10 liðum í 12.  Þá ákvað stjórn KSÍ að leggja til við ársþingið að 9 lið taki þátt í Landsbankadeild kvenna á þessu ári og að lið ÍR taki aukasætið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikið um helgina í Íslandsmótinu innanhúss hjá yngri flokkum - 4.1.2007

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá yngri flokkum.  Leikið er í íþróttahúsum víða um landið og eru félög beðin um að kynna sér leikjaskipulagið hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót yngri flokka 2007 - 3.1.2007

Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og yngstu flokkarnir (6. og 7. flokkur) leika árgangaskipt í hraðmótum í Egilshöll í maí.  Lokafrestur til að skila inn þátttökutilkynningu er fimmtudagurinn 11. janúar.

Lesa meira
 
jolmot2006

Vel heppnað Jólamót KRR - 3.1.2007

Á fjórða þúsund leikmenn tóku þátt í vel lukkuðu Jólamóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR), sem fram fór í Egilshöll í desember.  Samanlagt fóru fram 555 leikir.

Lesa meira
 
Keflavík

Keflvíkingar fyrstir til að skila leyfisumsókn - 3.1.2007

Keflvíkingar voru fyrstir til að skila leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2007 ásamt fylgigögnum.  Gögnin bárust leyfisstjóra fyrir áramót, þrátt fyrir að lokaskiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, sé 15. janúar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög