Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna framundan - 29.12.2006

Fyrstu helgina á nýju ári, 6. og 7. janúar, munu fara fram æfingar hjá U17 og U19 kvenna.  Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar þessara liða, hafa valið eftirfarandi leikmenn til æfinga. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Æfingahópur valinn hjá A landsliði kvenna - 29.12.2006

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt æfingahóp fyrir æfingar A landsliðs kvenna sem fram fara helgina 6.-7. janúar.  Æfingarnar eru hluti að undirbúningi liðsins fyrir Algarve Cup í mars. Lesa meira
 
flugeldar

Gleðilegt nýtt knattspyrnuár - 29.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.

Lesa meira
 
Eidur_2006

Eiður Smári annar í kjöri á Íþróttamanni ársins - 29.12.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, varð í öðru sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2006.  Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður, varð efstur í kjörinu.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Margrét Lára valin knattspyrnufólk ársins 2006 - 28.12.2006

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2006.  Tilkynnt var um valið í hófi á Hótel Nordica í kvöld.  Lesa meira

 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins 2006 tilkynnt í kvöld - 27.12.2006

Val á knattspyrnumanni og  knattspyrnukonu ársins fyrir árið 2006 verður kunngjört í kvöld, miðvikudaginn 27. desember kl. 18:00, á Hótel Nordica.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum.  Lesa meira
 
Gleðileg Jól !!!

Gleðilega jólahátíð - 22.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum jólakveðjur með von um að sem allra flestir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  GLEÐILEG JÓL!!!!!!!! Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kristinn R. Jónsson þjálfar U19 karla - 22.12.2006

KSÍ hefur gert tveggja ára samning við Kristin R. Jónsson um þjálfun U19 karlalandslið Íslands.  Þá voru samningar endurnýjaðir við Luka Kostic, Frey Sverrisson og Ólaf Þór Guðbjörnsson. Lesa meira
 
Allianz-leikvangurinn

Sótti UEFA-ráðstefnu um fjölmiðlamál - 21.12.2006

Ómar Smárason sótti í síðustu viku fjórðu ráðstefnu UEFA um fjölmiðlamál, sem haldin var á Allianz-leikvanginum í München.  Megin viðfangsefni ráðstefnunnar voru aðstaða fjölmiðla á knattspyrnuleikjum og þjónusta við fjölmiðla. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Myndir úr leikjum félaga óskast - 21.12.2006

Vefstjórn ksi.is leitar hér með eftir aðstoð aðildarfélaga KSÍ og annarra aðila.  Okkur vantar myndir úr leikjum og af æfingum félagsliða til notkunar með fréttum og öðru efni á ksi.is. Lesa meira
 
merki_isi

Frá áfrýjunardómstóli ÍSÍ - 19.12.2006

Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur tekið fyrir mál Þórs/KA gegn ÍR en málinu var skotið þangað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ dæmdi í málinu.  Áfrýjunardómstóll ÍSÍ dæmir Þór/KA sigur í leik liðanna, 3-0.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Kvennalandsliðið til Algarve í mars - 19.12.2006

A landslið kvenna tekur þátt í Algarve Cup 2007 og verður í C riðli ásamt landsliðum Ítalíu, Portúgals og Írlands.  Leikið verður í riðlinum 7., 9. og 12. mars en þann 14. mars verður leikið um sæti, en tvö efstu lið riðilsins leika gegn liðum úr A og B riðlum. Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Leikjaniðurröðun í Deildarbikarnum - Frestur rennur út á morgun - 19.12.2006

Hér á heimasíðu KSÍ hefur leikjaniðurröðun, fyrir Deilarbikarkeppni KSÍ 2007, verið birt.  Er hér um drög að ræða en félög hafa til 5. janúar nk. til þess að skila inn athugasemdum vegna leikja. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2006 hafið - 19.12.2006

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) hófst um helgina með keppni meðal yngstu iðkendanna.  Áætlað er að leika 569 leiki í öllum aldursflokkum og að þátttakendur verði um 3.200 talsins.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland stendur í stað á FIFA listanum - 18.12.2006

Íslenska karlalandsliðið er í 93. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA.  Er það sama sæti og Ísland vermdi síðast þegar að þessi listi var birtur.  Brasiliumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyttur tími á æfingum hjá U17 og U21 karla - 14.12.2006

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur æfingatímum U17 og U21 landsliða karla næstkomandi sunnudag, 17. desember, verið breytt.  Leiknir verða tveir æfingaleikir kl. 15:00 og 16:30 í stað 9:00 og 10:30. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

ABC-dómarar KSÍ 2007 - 14.12.2006

Dómaranefnd KSÍ hefur lokið við flokkun landsdómara sambandsins fyrir árið 2007, en þeim er raðað í þrjá flokka - A, B og C.  ABC-dómarar og aðstoðar­dómarar verða alls 48 árið 2007 og eru eftirtaldar breytingar gerðar frá listanum 2006. 

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2007 - 14.12.2006

FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið - hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2007. Tvær breytingar eru á listanum frá árinu 2006. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Leikdagar staðfestir fyrir EM 2009 - 13.12.2006

Leikdagar fyrir undankeppni EM kvenna 2009 eru tilbúnir og mun Ísland leika við Grikkland á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlinum.  Fer sá leikur fram 31. maí.  Síðasti leikur Íslands í riðlinum er einnig útileikur en þá verður leikið við Frakkland. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Riðillinn klár fyrir undankeppni EM 2009 - 13.12.2006

Í dag var dregið í riðla í undankeppni fyrir EM 2009 en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.  Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og lenti í þriðja riðli með Frakklandi, Serbíu, Slóveníu og Grikklandi. Lesa meira
 
Aðalsteinn Örnólfsson afhendir Sigurði Ragnari Eyjólfssyni fræðslustjóra, bókagjöf

Aðalsteinn Örnólfsson gefur KSÍ 100 bækur - 13.12.2006

Aðalsteinn Örnólfsson knattspyrnuþjálfari hefur fært KSÍ 100 bækur að gjöf til varðveislu í bókasafni KSÍ.  Bækurnar eru úr einkasafni Aðalsteins og í safninu eru margar vandfundnar og verðmætar bækur. 

Lesa meira
 
Afturelding

Aftureldingu vantar þjálfara - 13.12.2006

Knattspyrnudeild Aftureldingar vantar þjálfara fyrir 7. og 8. flokk kvenna frá og með næstu áramótum.  Upplýsingar gefur Gústav Gústavsson í síma 820-6759. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur I.stigs þjálfaranámskeið á Akureyri - 13.12.2006

KSÍ heldur I.stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15-17.desember.  Hægt að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á siggi@ksi.is en taka þarf fram nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, nafn félags, gsm síma og netfang.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar verða um helgina - 12.12.2006

Úrtaksæfingar verða um helgina og verða þrjú landslið á fullri ferð.  Lúka Kostic verður með æfingar hjá U17 og U21 karla og Guðni Kjartansson verður með æfingar hjá U19 karla.  Úrtakshópana má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Dregið í undankeppni EM 2009 á miðvikudag - 12.12.2006

Í dag, miðvikudaginn 13. desember, verður dregið í riðla í undankeppni fyrir EM 2009 kvenna en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.  Ísland er í öðrum styrkleikaflokki en 30 þjóðir eru í pottinum og verður dregið í sex fimm liða riðla. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Staðfest leikjaniðurröðun á Jólamóti KRR - 11.12.2006

Leikjaniðurröðun á jólamóti KRR hefur verið staðfest og er hægt að sjá hér á heimasíðunni.  Nánari upplýsingar varðandi umsjónaraðila verða sendar á allra næstu dögum. Lesa meira
 
ksi.is

Fréttir um ársþing KSÍ á ksi.is - 7.12.2006

Allar fréttir um ársþing KSÍ verða hér eftir birtar hér á vefnum undir Allt um KSÍ / Ársþing.  Verið er að vinna í því að færa eldri fréttir um ársþing undir sama tengil.  61. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 10. febrúar næstkomandi. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna - 7.12.2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hefst um mánaðarmótin janúar-febrúar 2007.  Stefnt er að því að keppni sé lokið áður en keppni í deildarbikar kvenna hefst, eða í byrjun mars.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

61. ársþing KSÍ - 10. febrúar 2007 - 7.12.2006

61. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 10. febrúar 2007. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A landsliðs kvenna - 7.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem þjálfara A landsliðs kvenna og Guðna Kjartansson sem aðstoðarmann hans.  Sigurður og Guðni munu stýra liðinu næstu tvö ár og stýra liðinu í næstu Evrópukeppni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka - leikjaniðurröðun staðfest - 6.12.2006

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti meistaraflokka hefur verið staðfest og má sjá niðurröðunina hér á síðunni.  Allir leikir, bæði í karla- og kvennaflokki fara fram í Egilshöllinni og er fyrsti leikur leikinn, fimmtudaginn 18. janúar. Lesa meira
 
UEFA

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla - 5.12.2006

Í dag var dregið í milliriðla í Evrópukeppni U17 og U19 karla.  Ísland komst áfram í báðum þessum aldursflokkum og voru því í pottinum í dag.  Einnig var dregið í riðla hjá U19 kvenna en úrslitakeppni EM fer fram hér á landi í júlí 2007. Lesa meira
 
Inni2006kv-02

Innanhússmótum meistaraflokka lauk um helgina - 5.12.2006

Um síðustu helgi var leikið í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og lauk þar með keppni í meistaraflokkum karla og kvenna.  Á næsta ári verður knattspyrnan innanhúss leikin eftir Futsalreglum. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla hjá U17 og U19 karla - 4.12.2006

Þriðjudaginn 5. desember verður dregið í riðla í Evrópukeppni landsliða karla U17 og U19.  Í pottana fara 28 þjóðir sem hafa unnið sér þátttökurétt í þessum milliriðlum og er Ísland með lið í báðum aldursflokkum.

Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Fjör í Futsal - 4.12.2006

Um helgina hófst kynningarmót í Futsal en sjö félög taka þátt í þessu móti.  Fyrsti Futsal leikurinn hér á landi var á milli Fram og Fylkis í Framhúsinu og lauk leiknum með sigri Fylkismanna. Lesa meira
 
HK

Tindsmót HK 2006 - mfl. karla - 4.12.2006

Knattspyrnudeild HK heldur Tindsmótið í meistaraflokki karla í þriðja skipti sunnudaginn 10. desember 2006. Keppt er í Fífunni og leikið er í 7 manna liðum, samkvæmt reglum um mini-knattspyrnu, en á mörk í fullri stærð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að Jólamóti KRR tilbúin - 4.12.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR liggja nú fyrir og má sjá á hér á síðunni.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu gerðar eigi síðar en fimmtudaginn 7. desember.  Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sínar á þessu móti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Halldór B Jónsson gefur ekki kost á sér til formanns - 1.12.2006

Fram kom á stjórnarfundi KSÍ í gær að Halldór B Jónsson varaformaður KSÍ muni ekki gefa kost á sér í embætti formanns KSÍ á næsta ársþingi sambandsins í febrúar 2007.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Kynningarmót í Futsal að hefjast - 1.12.2006

Um helgina hefst kynningarmót í Futsal og eru sjö félög sem taka þátt í þessu fyrsta Futsalmóti á Íslandi.  Fyrsti leikurinn fer fram í Framhúsinu, laugardaginn kl. 12:15 og mætast þá Fram og Fylkir. Lesa meira
 
Inni2006kv-01

Meistaraflokkarnir ljúka keppni innanhúss um helgina - 1.12.2006

Um helgina verður leikið í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu.  Að loknum þessum deildum hafa meistaraflokkarnir lokið keppni.  Þessa helgi hefja einnig nokkrir yngri flokkar leik í Íslandsmótinu. Lesa meira
 
IslKnattspyrna06

Íslensk knattspyrna 2006 komin út - 1.12.2006

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út Íslensk knattspyrna 2006 eftir Víði Sigurðsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu og er þetta 26. bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög