Fréttir

eggert_magnusson

Eggert Magnússon hættir sem formaður KSÍ - 30.11.2006

Eggert Magnússon tilkynnti á stjórnarfundi KSÍ í dag að hann muni láta af starfi formanns KSÍ á næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður 10. febrúar 2007.  Eggert var kjörinn formaður KSÍ 1989 og hefur verið endurkjörinn 8 sinnum.

Lesa meira
 
norway_cup

Kynning á Norway Cup - 30.11.2006

Laugardaginn 2. desember munu fulltrúar Norway-Cup, eins stærsta knattspyrnumóts fyrir 4.3. og 2.flokk. kynna fyirkomulag mótsins, sem fer fram á hverju sumri í Osló. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfara - 30.11.2006

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 2. flokk kvenna. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Sveinbjörnsson, form. meistaraflokksráðs kvenna, í síma 824-7619 eða í gegnum tölvupóst, johannes@saa.is. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 29.11.2006

Um helgina munu úrtakshópar hjá U17 kvenna og U19 kvenna æfa og eru það síðustu æfingar þessara liða fyrir áramót.  Munu liðin æfa tvisvar sinnum um helgina og má sjá hópana hér að neðan. Lesa meira
 
SPK

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2006 - 29.11.2006

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2006 í knattspyrnu verður haldið dagana 27. - 30. desember næstkomandi og er keppt í öllum yngri flokkum karla og kvenna, frá 2. flokki til 7. flokks. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Efni frá fyrirlestri Jens Bangsbo - 28.11.2006

Í tengslum við sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara hér á landi á dögunum, hélt dr. Jens Bangsbo fyrirlestur á sviði þjálffræði í knattspyrnu.  Hélt hann tvo fyrirlestra og var annar þeirra opin öllum og nýttu um 80 manns sér það tækifæri. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að Reykjavíkurmótum meistaraflokka - 27.11.2006

Drög að leikjaniðurröðun Reykjavíkurmóta meistaraflokka karla og kvenna hafa verið birt hér á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að senda athugasemdir, ef einhverjar eru, ekki síðar en mánudaginn 4. desember. Lesa meira
 
Inni2006kv-03

KR og Breiðablik Íslandsmeistarar innanhúss - 27.11.2006

Í gær var leikið til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og fóru úrslitakeppnin fram í Laugardalshöll.  Það voru KR stúlkur er sigruðu í kvennaflokki en hjá körlunum voru það Blikar er fóru með sigur af hólmi. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Skráningu í Deildarbikarinn lýkur um helgina - 24.11.2006

Skráningu í Deildarbikarkeppni KSÍ 2007 lýkur nú um helgina.  Þau félög, sem ætla að taka þátt í keppninni en eiga eftir að tilkynna þátttöku, eru beðin um að skrá félag sitt sem fyrst. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmót yngri flokka innanhúss - 24.11.2006

Leikjaniðurröðun í Íslandsmóti innanhúss 2007 hjá yngri flokkum, hefur verið staðfest.  Félög eru beðin um að kynna sér allar upplýsingar um mótin en hægt er að sjá upplýsingar hér að neðan. Lesa meira
 
La_Manga

U19 kvenna til Spánar í mars - 24.11.2006

U19 landslið kvenna mun taka þátt á boðsmóti er fram fer á La Manga á Spáni.  Liðið mun halda utan 10. mars og leika þrjá leiki, 12., 14. og 16. mars.  Er þetta mót mikilvægur liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í júlí 2007. Lesa meira
 
Egilshöll

Tap gegn Englandi í Egilshöll - 24.11.2006

Annar vináttulandsleikur Íslands og Englands, U19 kvenna, fór fram í gærkvöldi í Egilshöll og lauk leiknum með sigri gestanna.  Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoruðu ensku stúlkurnar þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggðu sér sigur. Lesa meira
 
Breiðablik - Íslandsmeistari kvenna innanhúss 2005

Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu krýndir um helgina - 23.11.2006

Um helgina verður leikið í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og verður leikið í Laugardalshöll og íþróttahúsinu í Austurbergi.  Karlarnir byrja kl. 10:00 í Laugardalshöll á laugardag en konurnar kl. 14:00 í Austurbergi sama dag.  Lesa meira

 
U19-isl-eng-2006

Leikið við England í Egilshöll í kvöld - 23.11.2006

Í kvöld kl. 20:00 fer fram seinni vináttulandsleikur Íslands og Englands, hjá U19 kvenna, en leikið er í Egilshöll.  Þjóðirnar léku í Akraneshöllinni sl. þriðjudag og fóru þá ensku stúlkurnar með sigur af hólmi.  Ókeypis aðgangur er á leikinn. Lesa meira
 
IR_haustmeistarar_2006

Haustmótum KRR öllum lokið - 22.11.2006

Síðustu vikur hafa Haustmót KRR farið fram á hinum ýmsu völlum í Reykjavík.  Um síðustu helgi fóru fram margir úrslitaleikir og hafa nú fengist sigurvegarar í öllum flokkum.  Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 karla með æfingar um helgina - 22.11.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp sem mun æfa tvisvar um komandi helgi.  Báðar æfingarnar fara fram í Fífunni og eru 34 leikmenn boðaðir til þessa æfinga. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Æfingar hjá U17 karla um helgina - 22.11.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Er um tvo hópa að ræða og æfa þeir báðir tvisvar sinnum um helgina, á Stjörnuvelli og Egilshöll. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti - 22.11.2006

Íslenska karlalandsliðið færist upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland er í nítugasta og þriðja sæti en Brasilíumenn er sem fyrr í efsta sæti listans en Ítalir sækja mjög að þeim. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Stelpurnar töpuðu fyrir Englandi á Akranesi - 22.11.2006

U19 landslið kvenna beið lægri hlut gegn stöllum sínum frá Englandi og urðu lokatölur 0-4 eftir að staðan í hálfleik var 0-3.  Þjóðirnar mætast að nýju á fimmtudaginn í Egilshöllinni kl. 20:00. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna á Akureyri - 21.11.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga er fram fara á Akureyri sunnudaginn 26. nóvember.  Kristrún hefur valið 27 leikmenn frá félögum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi - 21.11.2006

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og England í vináttulandsleik hjá U19 kvenna.  Leikurinn fer fram í hinni nýju Akraneshöll og er aðgangur ókeypis á leikinn.  Þjóðirnar mætast öðru sinni á fimmtudaginn kl. 20:00 í Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KV og Augnablik sigruðu í 3. deild kvenna - 21.11.2006

Um síðustu helgi byrjaði Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu þegar leikið var í 3. deild kvenna í Mosfellsbæ.  Íslandsmótið heldur áfram um helgina en þá verður leikið í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla.

Lesa meira
 
UEFA

Leyfishandbók 2.0 formlega samþykkt - 20.11.2006

UEFA hefur nú formlega samþykkt leyfishandbók KSÍ - útgáfu 2.0.  Tæplega tuttugu aðildarsambönd UEFA hafa nú fengið samþykki fyrir leyfishandbókum sínum, en  Ísland er fyrsta landið til að innleiða handbók 2.0 í sitt leyfiskerfi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Leikið við England í Akraneshöllinni í dag kl. 18:00 - 20.11.2006

Framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá íslenska U19 landsliði kvenna við England.  Fyrri leikurinn er leikinn í hinni nýju Akraneshöll, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.  Sá seinni er í Egilshöllinni, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Geir eftirlitsmaður í Lissabon - 20.11.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Köbenhavn en leikurinn er í F riðli Meistaradeildar Evrópu.  Leikurinn fer fram á  heimavelli Benfica í Lissabon, Estádio Da Luz. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stórleikir í 1. umferð 2007 - 18.11.2006

Dregið var í töfluröð landsdeilda 2007 á Hótel Nordica í dag, laugardag.  Margir stórleikir fara fram í fyrstu umferðunum og má m.a. nefna að í Landsbankadeild karla mætast ÍA og FH á Akranesi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuleikur á Laugardalsvelli 1960

Knattspyrna: Kjarnyrt íslenskt orð - 16.11.2006

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fimmtudaginn 16. nóvember er vel við hæfi að rifja upp hvers vegna okkar göfuga íþrótt ber nafn sitt eða nöfn, þ.e. knattspyrna eða fótbolti. 

Lesa meira
 
Breiðablik - Íslandsmeistari kvenna innanhúss 2005

Íslandsmótið innanhúss byrjar á sunnudaginn - 16.11.2006

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu hefst á sunnudaginn með keppni í 3. deild kvenna.  Níu félög eru skráð til leiks í 3. deild kvenna og skiptast þau í tvo riðla.  Fyrsti leikurinn hefst kl. 12:00 í íþróttahúsinu að Varmá. Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Leyfisferlið fyrir tímabilið 2007 hafið - 15.11.2006

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2007 hófst í dag, 15. nóvember, eins og kveðið er á um í leyfishandbók KSÍ.  Fyrir keppnistímabilið 2007 mun kerfið í fyrsta sinn ná einnig til félaga í 1. deild karla.

Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenning_Thors_Ak.

Þór veitt viðurkenning fyrir grasrótarstarf - 15.11.2006

Þór var á dögunum veitt sérstök viðurkenning frá UEFA fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2006 fyrir leikmenn í eldri flokki.  Pollamót Þórs en Pollamótið hefur um árabil verið haldið á Akureyri með miklum glæsibrag.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U17 kvenna á Norðurlandi - 15.11.2006

Sunnudaginn 26. nóvember munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá U17 kvenna í Boganum á Akureyri.  Tvær æfingar verða þennan dag undir stjórn Kristrúnar Lilju Daðadóttur landsliðsþjálfara. Lesa meira
 
7 tonna fleki hífður

Breytt aðgengi að skrifstofu KSÍ - 15.11.2006

Framkvæmdum við Laugardalsvöllinn miðar vel áfram en vegna þeirra, þarf að breyta aðgengi að skrifstofu KSÍ.  Komið er inn um hlið á suðurenda vallarins sem fyrr en gengið svo bakvið stúkuna og inn um gamla innganginn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afreksstuðlar leikmanna 2007 - 15.11.2006

Samkvæmt reglugerð KSÍ um samninga og stöðu félaga og leikmanna hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2007 - 15.11.2006

Laugardaginn 18. nóvember verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2007, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Formannafundur á Hótel Nordica kl. 10:30 á laugardag - 15.11.2006

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 18. nóvember á Hótel Nordica kl. 10:30 - 13:30.  Kl. 13:30 verður dregið í töfluröð í Landsbankadeild, 1. og 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um komandi helgi - 15.11.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn í úrtakshóp til þess að taka þátt í æfingum U17 kvenna um komandi helgi.  Æft verður á Stjörnuvelli á laugardag og í Egilshöll á sunnudag. Lesa meira
 
Egilshöll

U19 kvenna æfa um helgina - 14.11.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem æfir tvisvar um komandi helgi.  Liðið mun svo mæta enskum stöllum sínum í tveimur vináttulandsleikjum, 21. og 23. nóvember næstkomandi. Lesa meira
 
SGS - Qualicert

Gæðamat framkvæmt á leyfiskerfi KSÍ - 14.11.2006

Um miðjan september fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ. Matið er framkvæmt árlega af SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Mikið um að vera hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands - 13.11.2006

Margt er framundan hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands.  Félagið fundar með þjálfurum úr Landsbankadeild karla í kvöld en áður hafði verið fundað með þjálfurum úr efstu deild kvenna.  Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

Þarf að gera breytingar á mótafyrirkomulagi yngri flokka? - 13.11.2006

Samkvæmt lögum KSÍ getur stjórn sambandsins gert breytingar á reglugerðum um mótafyrirkomulag yngri aldursflokka. Mótanefnd mun á næstu vikum fara yfir hvað má betur fara í skipulagi mótanna og gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ býður upp á fyrirlestur á sviði þjálffræði í knattspyrnu. - 13.11.2006

KSÍ býður öllum áhugasömum upp á ókeypis fyrirlestur hjá Jens Bangsbo föstudaginn 17.nóvember klukkan 20.00 - 22.00 í fundarsal 1 í Laugardalshöllinni (nýja höllin, gervigrasmegin). 

Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara eftirlitsmaður á undanúrslitum Evrópukeppninnar - 10.11.2006

Klara Ósk Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsamaður UEFA á seinni undanúrslitaleik Umea frá Svíþjóð og Kolbotn frá Noregi í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Leikurinn fer fram í Umea í Svíþjóð, sunnudaginn 12. nóvember.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2007 - 10.11.2006

Reykjavíkurmót meistaraflokka verður haldið sem fyrr snemma árs 2007 en fyrsta Reykjavíkurmótið fór fram árið 1915.  Níu félög leika í 2 riðlum hjá meistaraflokki karla en hjá meistaraflokki kvenna verður leikin einföld umferð sjö félaga.

Lesa meira
 
UEFA

Sóttu vinnufund um leyfisstaðal UEFA - 9.11.2006

Leyfisstjóri KSÍ og formaður leyfisráðs sóttu á dögunum vinnufund um útgáfu 2.0 af leyfisstaðli UEFA.  Leyfisstaðall UEFA er í stuttu máli gæðahandbók fyrir knattspyrnusambönd.

Lesa meira
 
gervigrasIR

Nýr gervigrasvöllur ÍR-inga - 9.11.2006

Nýr gervigrasvöllur ÍR hefur verið tekinn til notkunar og er völlurinn hinn glæsilegasti.  Formleg vígsla hefur ekki farið fram en völlurinn er nú þegar tilbúinn til æfinga og nýta boltaglaðir ÍR-ingar sér það til fullnustu.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið um helgina - 9.11.2006

Helgina 10. - 12. nóvember stendur KSÍ fyrir 2. stigs þjálfaranámskeiði.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og þurfa þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U19 kvenna um helgina - 8.11.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á landsliðsæfingar kvenna sem fram fara um næstu helgi.  Æft verður á Stjörnuvelli og í Egilshöll. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um næstu helgi - 6.11.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um næstu helgi.  Æft verður laugardag á Stjörnuvelli og á sunnudag í Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2006 - 6.11.2006

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur verða haldin í Egilshöll í desember. Fyrirkomulagið verður þannig að 2., 3. og 4. flokkur leika í 7 manna liðum skv. reglum um miniknattspyrnu, með þeirri undantekningu að 2. og 3. flokkur leika á stór mörk.

Lesa meira
 
Vidir

Knattspyrnufélagið Víðir 70 ára - 6.11.2006

Á laugardaginn héldu Víðismenn upp á 70 ára afmæli félagsins og var mikið um dýrðir.  Fjórir félagsmenn voru sæmdir silfur- og gullmerkjum KSÍ fyrir störf þeirra fyrir félagið.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Landsliðshópur Englendinga hjá U19 kvenna - 3.11.2006

Englendingar hafa tilkynnt U 19 kvenna landsliðshóp sinn er kemur hingað til lands og leikur tvö vináttulandsleiki við Ísland. Leikirnir fara fram í hinni nýju Akraneshöll 21. nóvember og í Egilshöllinni 23. nóvember.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss 2007 - Yngri flokkar - 3.11.2006

Sá háttur er hafður á við niðurröðun mótsins að umsjónarfélag velur þann dag sem það hyggst halda mótið og tilkynnir KSÍ. Starfsfólk mótamála mun síðan sjá um að raða mótinu og senda viðkomandi félögum tilkynningu um það hvenær mótið hefst. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla áfram í milliriðla EM - 3.11.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið hefur tryggt sér þátttökurétt í milliriðlum fyrir EM.  Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli og kemst áfram sem það lið er var með bestan árangur liða þriðja sæti úr riðlunum tólf.

Lesa meira
 
Hörður Sveinsson skorar sigurmark Keflavíkur

Íslandsmót meistaraflokka innanhúss - 1.11.2006

Búið er að draga í riðla hjá meistaraflokki í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og staðfesta leikdaga.  Leikið verður í fjórum deildum hjá körlunum en konurnar leika í þremur deildum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

2. stigs þjálfaranámskeið um helgina - 1.11.2006

Helgina 3. - 5. nóvember stendur KSÍ fyrir 2. stigs þjálfaranámskeiði.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og þurfa þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög