Fréttir

Meistaradeild UEFA

Um 38 milljónir króna til íslenskra félaga - 31.10.2006

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2005/2006 skuli renna til félaga aðildarlanda UEFA til eflingar knattspyrnu barna og unglinga. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 kvenna æfir um helgina - 31.10.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp til æfinga um helgina.  Leikmennirnir eru 25 og munu æfa laugardag og sunnudag.  Framundan eru tveir leikir við England, 21. og 23. nóvember. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Æfingar hjá U17 og U21 karla um helgina - 31.10.2006

Úrtaksæfingar hjá U17 karla og U21 karla verða laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember.  Lúka Kostic landsliðsþjálfari, er þjálfar bæði þessi lið, hefur valið leikmenn til þessa æfinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - 30.10.2006

Vegna fréttar Fréttablaðsins um greiðslur til leikmanna A landsliða Íslands í knattspyrnu vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri: Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Tvöfaldur sigur hjá Verzló - 30.10.2006

Framhaldsskólamóti KSÍ lauk nú um helgina þegar að úrslitakeppni í karla- og kvennaflokki var leikin í Egilshöll.  Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum í báðum flokkum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara - 26.10.2006

KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara 15.-19. nóvember.  Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar boðað komu sína á námskeiðið.  Á námskeiðið koma tveir heimsþekktir fyrirlesarar Howard Wilkinson frá Englandi og Jens Bangsbo frá Danmörku.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar yngri landsliða á næstunni - 26.10.2006

Næstu helgar munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands.  Fyrirhugaðar æfingar verða sem hér segir að neðan en hugsanlegt er að einhverjar breytingar verði á dagskránni og verða þær þá tilkynntar síðar.
Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Englandi - 26.10.2006

KSÍ heldur 6.stigs þjálfaranámskeið í Englandi dagana 29. október – 5. nóvember næstkomandi. Alls fara 25 þjálfarar á þetta námskeið en færri komust að en vildu.  Þessir þjálfarar útskrifast væntanlega með UEFA A gráðu í febrúar á næsta ári.  Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Námskeið í Futsal um helgina - 25.10.2006

Um helgina mun KSÍ standa fyrir námskeiði í "Futsal" fyrir þjálfara og dómara.  Á námskeiðinu munu tveir kennarar frá FIFA kenna fræðin.  Takmarka þarf þátttöku á námskeiðin en hægt er að koma fjórum áhugasömum þjálfurum fyrir til viðótar á námskeiðið.  Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Knattspyrnuhallir á Reyðarfirði og Akranesi - 25.10.2006

Á síðustu dögum hafa tvær nýjar knattspyrnuhallir verið vígðar.  Eru þetta Fjarðabyggðarhöllin á Reyðarfirði og Akraneshöllin.  Eru hallirnar gerðar eftir sömu teikningu, byggðar af SS verktökum og þykja hin glæsilegustu mannvirki.

Lesa meira
 
Egilshöll

Tveir leikir við Englendinga hjá U19 kvenna - 25.10.2006

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur tvo vináttulandsleiki við Englendinga  í nóvember.  Leikirnir fara fram í hinni nýju Akraneshöll og Egilshöllinni.  Leikirnir eru undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna er fer fram hér á landi næsta sumar. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hefst 27. október - 25.10.2006

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október/nóvember og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð,fyrst 27/10), en námskeiðinu lýkur með prófi 18. nóvember. Lesa meira
 
Heimsokn_Roman_003

Eigandi Chelsea heimsótti Grindavík - 24.10.2006

Tveir rússneskir ríkisstjórar heimsóttu Ísland á dögunum og skoðuðu m.a. íþróttamannvirki í Grindavík.  Þetta voru Kamil Iskhakov og Roman Abramovich, ríkisstjóri í Chukotka.  Abramovich er betur þekktur sem eigandi Englandsmeistara Chelsea.

Lesa meira
 
Fífan

Úrtaksæfingar hjá þremur yngri landsliðum karla - 24.10.2006

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá þremur yngri landsliðum karla - U16, U17 og U19.  Alls hafa rúmlega 100 leikmenn verið boðaðir til æfinga, sem fram fara á Stjörnuvelli í Garðabæ, í Fífunni í Kópavogi og í Egilshöll í Reykjavík. Lesa meira
 
Grindavík

Grindavík leitar eftir þjálfara fyrir mfl. og 2.fl. kvenna - 24.10.2006

Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna og 2. flokk kvenna.  Einnig er í boði þjálfun 5. flokks karla og 5. flokks kvenna ef áhugi er fyrir hendi. Lesa meira
 
ÍR

Frá áfrýjunardómstóli vegna máls Þórs gegn ÍR - 24.10.2006

Hinum áfrýjaði dómi hrundið. Úrslit í leik Þórs-KA ÍR í aukakeppni Íslandsmóts meistaraflokks kvenna í knattspyrnu sem fram fór á Akureyrarvelli þann 10. september 2006 skulu standa óhögguð 2-2.

Lesa meira
 
Breidholtsskoli

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina - 23.10.2006

Grunnskólamót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) fór fram síðustu tvær helgar í Egilshöll.  Þátttakan í mótinu var mjög góð og voru um 30 grunnskólar í Reykjavík sem mættu til leiks.

Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn Hinriksson dæmir í Eistlandi - 23.10.2006

Garðar Örn Hinriksson verður dómari í riðlakeppni Evrópumóts U17-landsliða - og honum til fulltingis verður Gunnar Sverrir Gunnarsson aðstoðardómari. Í riðlinum eru Holland, Noregur, Króatía og Eistland og fara leikirnir fram í Tallinn í Eistlandi. Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn Hannesi Þór Halldórssyni - 20.10.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur kveðið upp úrskurð í máli Stjörnunnar gegn leikmanninum Hannesi Þór Halldórssyni.  Stjarnan andmælti uppsögn Hannesar Þórs á leikmannasamningi aðila.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðabliksstúlkur eru úr leik - 20.10.2006

Breiðablik laut í lægra haldi gegn Arsenal í seinni leik liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagslða kvenna.  Leiknum lauk með sigri Arsenal, 4-1 og því 9-1 samanlagt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofu KSÍ lokað kl. 16:00 á föstudögum - 20.10.2006

Athygli er vakin á því að skrifstofa KSÍ verður opin frá kl. 09:00 til 16:00 á föstudögum í vetur og verður því lokað einni klukkustund fyrr á föstudögum en aðra virka daga.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót/Haust - leikjaniðurröðun staðfest - 19.10.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti/Haust hefur verið staðfest og má sjá hér (sjá neðst á síðu).  Félög eru einnig minnt á að tilkynna úrslit og senda inn leikskýrslur hið fyrsta af leikjum mótsins. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Formannafundur laugardaginn 18. nóvember - 19.10.2006

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 18. nóvember á Hótel Nordica kl. 10:00 - 13:00.  Formenn allra aðildarfélaga KSÍ eru hér með boðaðir til fundarins. Að auki eru framkvæmdastjórar félaga í Landsbankadeild karla boðnir velkomnir.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Samanburður á liðum ársins í Landsbankadeild karla - 19.10.2006

Það er forvitnilegt að bera saman lið ársins í Landsbankadeild karla, er kynnt var á lokahófi KSÍ á dögunum, við lið ársins hjá Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.  Ekki eru aðilar alltaf sammála um fótboltann frekar en fyrri daginn. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Foreldrabæklingur KSÍ - 19.10.2006

Fyrir nokkru gaf KSÍ út bækling með leiðbeiningum og tilmælum til foreldra barna er stunda æfingar og keppni.  Bæklingurinn er hugsaður sem fræðsluefni sem hægt er að nota á foreldrafundum. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik mætir Arsenal ytra í dag - 19.10.2006

Breiðablik mætir í dag Englandsmeisturum Arsenal í seinni leik liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Fyrri leiknum lauk með sigri Arsenal, 5-0.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í UEFA keppninni í dag - 19.10.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Austria Wien frá Austurríki og Zulte Wagerem frá Belgíu í UEFA keppninni í dag.  Aðstoðardómarar verða  Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinnssonauk þess sem Egill Már Markússon verður varadómari leiksins. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes Valgeirsson dæmir í Litháen - 19.10.2006

Jóhannes Valgeirsson er nú að störfum sem dómari í riðlakeppni Evrópumóts U19-landsliða - og honum til fulltingis er Gunnar Gylfason aðstoðardómari. Leikir riðilsins fara fram í Kaunas og Marijampole í Litháen.  Lesa meira
 
ÍA

Úrskurður í máli ÍA gegn Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni - 19.10.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur kveðið upp úrskurð í máli ÍA gegn leikmanninum Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni.  ÍA krafðist þess að viðauki við samning leikmannsins yrði metinn ógildur, en Hafþór Ægir taldi viðaukann í fullu gildi.

Lesa meira
 
Fram

FRAM vantar þjálfara fyrir 6. flokk kvenna - 19.10.2006

Knattspyrnufélagið FRAM leitar að þjálfara fyrir 6. flokk kvenna í Grafarholti.  Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og með réttindi til þjálfunar, og vera tilbúinn til að taka þátt í skemmtilegu uppbyggingarstarfi í Grafarholti. Lesa meira
 
Tindastóll

Tindastóll auglýsir eftir þjálfara fyrir mfl. karla - 19.10.2006

Tindastóll á Sauðárkróki óskar eftir þjálfara fyrir m.fl. karla.  Einnig er möguleiki á þjálfun fleiri flokka.  Spilandi þjálfari kemur til greina.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 95. sæti á FIFA listanum - 18.10.2006

Íslenska karlalandsliðið fellur um átta sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er í 95. sæti listans sem er leiddur, sem fyrr, af Brasilíumönnum.  Heimsmeistarar Ítala eru í öðru sæti. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Skráning félagsmanna í gagnagrunn KSÍ og ÍSÍ - 16.10.2006

Frá og með 1. nóvember 2006 ber aðildarfélögum KSÍ að skrá alla iðkendur í knattspyrnu í Felix en þannig uppfylla félögin skráningarskyldu KSÍ sbr. reglugerð KSÍ um félagskipti leikmanna. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna - 16.10.2006

Fjölnir leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna sem spilar í Landsbankadeildinni næsta tímabil.  Umsóknir óskast sendar á netfangið fjolnir@fjolnir.is. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Glæsilegt lokahóf knattspyrnufólks - 15.10.2006

Lokahóf knattspyrnufólks var haldið á Broadway í gærkvöldi.  Fjölmargar viðurkenningar voru veittar fyrir góða frammstöðu á nýliðnu tímabili.  Viktor Bjarki Arnarson, Víkingi og Margrét Lára Viðarsdóttir Val, voru valin bestu leikmenn Landsbankadeildarinnar 2006.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 1 stigs námskeið fyrir þjálfara um helgina - 13.10.2006

KSÍ heldur 1.stigs þjálfaranámskeið helgina 13.-15. október.  Hér á eftir má sjá mikilvægar upplýsingar sem tengjast námskeiðinu sem og dagskrá námskeiðsins.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Framhaldsskólamótið hefst um helgina - 13.10.2006

Framhaldsskólamótið í knattspyrnu hefst um helgina.  Leikið verður dagana 14. og 15. október og 21. og 22. október.  Mótið fer fram að þessu sinni á þremur stöðum, Hafnarfirði, Akureyri og Fjarðabyggð. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Blikastúlkur töpuðu fyrir Arsenal - 13.10.2006

Breiðablik tapaði fyrir Arsenal í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli í gær.  Leikurinn er í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna og fer seinni leikurinn fram ytra 19. október. Lesa meira
 
Lidarsins_fotbolti.net

Fótbolti.net með lið ársins í 1. og 2. deild karla - 12.10.2006

Vefsíðan www.fotbolti.net kynnti á dögunum þá leikmenn er sköruðu fram úr að mati þeirra sérfræðinga í 1. og 2. deild.  Heimasíðan hefur verið dugleg að greina frá leikjum í neðri deildum á Íslandi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Breiðablik - Arsenal í dag kl. 16:00 - 12.10.2006

Breiðablik tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í dag og hefst kl. 16:00.  Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla ekki áfram þrátt fyrir sigur - 11.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Færeyinga í dag með þremur mörkum gegn einu.  Leikurinn var lokaleikur liðanna í riðlinum og enduðu þrjú lið með 6 stig en íslenska liðið lenti í þriðja sæti þegar innbyrðisviðureignir eru reiknaðar. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Svíar höfðu betur í hörkuleik - 11.10.2006

Íslendingar töpuðu fyrir Svíum í kvöld með einu marki gegn tveimur.  Leikurinn var fjörgur og voru Íslendingar síst lakari aðilinn.  Arnar Þór Viðarsson skoraði mark Íslendinga á 7. mínútu með þrumuskoti. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð - 11.10.2006

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í kvöld kl. 18:05.  Eyjólfur stillir upp leikaðferðinni 4-4-2 í þessum leik og verður spennandi að sjá strákana taka á móti efsta liði riðilsins. Lesa meira
 
HK

HK vantar þjálfara fyrir 6. flokk kvenna - 11.10.2006

HK leitar að þjálfara fyrir 6. flokk kvenna, sem getur tekið til starfa strax. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur og með réttindi til þjálfunar, og tilbúinn til að taka þátt í skemmtilegu uppbyggingarstarfi við góðar aðstæður. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Færeyingum - 11.10.2006

Íslenska karlalandsliðið U19 mætir Færeyingum í dag í lokaleik liðanna í riðlakeppni fyrir EM.  Leikið er í Svíþjóð og hefst leikurinn kl. 13:00.  Guðni Kjartansson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Lesa meira
 
Jónas Guðni Sævarsson

Jónas Guðni og Ásgeir Gunnar valdir í landsliðshópinn - 10.10.2006

Eyjólfur Sverrisson hefur valið Keflvíkinginn Jónas Guðna Sævarsson og FH-inginn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Svíum í stað Veigars Páls Gunnarssonar og Helga Vals Daníelssonar. Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson

Helgi Valur og Veigar Páll ekki með gegn Svíum - 10.10.2006

Fleiri skörð hafa verið höggvin í landsliðshópinn sem mætir Svíum í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson verða ekki með vegna meiðsla og veikinda. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Ísland -Svíþjóð í dag - 10.10.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er í fullum gangi.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og verslunum BT-tölva á landsbyggðinni.

Lesa meira
 
Keflavík

Mótaskrá frá Keflavík - 10.10.2006

Nú á haustmánuðum mun Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur standa fyrir eftirtöldum mótum í Reykjaneshöllinni, hjá yngri flokkum karla og kvenna: 

Lesa meira
 
Íslandskort

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti/Haust - 9.10.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamót/Haust liggja fyrir og má sjá hér á síðunni.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 12. október. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR - 9.10.2006

Leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR hefur verið staðfest og má nálgast hana hér á heimasíðunni KS.  Fulltrúar skólanna eru beðnir um að kynna sér niðurröðunina. Lesa meira
 
Euro 2008

Brynjar Björn í leikbanni og Kári meiddur - 9.10.2006

Brynjar Björn Gunnarsson verður í leikbanni gegn Svíum á miðvikudag og Kári Árnason getur ekki verið með vegna meiðsla.  Varnarmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur verið valinn í hópinn í þeirra stað.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla - Tveggja marka tap gegn Svíum - 8.10.2006

U19 landslið karla tapaði í dag 0-2 gegn Svíum í undankeppni EM.  Svíar, sem leika á heimavelli, skoruðu fyrra markið á 15. mínútu og það síðara á þeirri 48.  Á sama tíma unnu Pólverjar Færeyinga 2-1.

Lesa meira
 
Alidkv2004-0406

Sigurmark Bandaríkjamanna í uppbótartíma - 8.10.2006

A landslið kvenna mætti í dag liði Bandaríkjanna í vináttuleik í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum.  Íslenska liðið átti í vök að verjast allan leikinn en var mjög nálægt því að ná jafntefli gegn gríðarsterku liði heimamanna.

Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

Leikur við Svía hjá U19 karla í dag - 8.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur sinn annan leik í undanriðli fyrir EM í dag.  Leikið verður við heimamenn í Svíþjóð og mætast þá liðin sem að sigruðu leiki sína í fyrstu umferð riðilsins. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 8.10.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er í Richmond í Virginíu og má búast við erfiðum leik gegn geysisterku bandarísku liði. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Íslendingar lágu gegn Lettum - 8.10.2006

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Lettum í undankeppni fyrir EM 2008.  Heimamenn fögnuðu góðum sigri í Riga en lokatölur urðu 4-0, Lettum í vil.  Íslenska liðið tekur á móti, efsta liði riðilsins, Svíum á miðvikudag. Lesa meira
 
Euro 2008

Byrjunarliðið gegn Lettum - 6.10.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Lettum, en liðin mætast í undankeppni EM 2008 í Riga í dag og hefst leikurinn kl. 18:00, í beinni á Sýn.

Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Góður sigur á Pólverjum hjá U19 - 6.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið vann góðan sigur á Pólverjum í dag með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna i undankeppni fyrir EM og er riðillinn leikinn í Svíþjóð. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla mætir Pólverjum í dag - 6.10.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sig er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM og er leikið í Svíþjóð.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Marians_Pahars

Landsliðshópur Lettlands - 5.10.2006

Jurijs Andrejevs, landsliðsþjálfari Lettlands, hefur tilkynnt hóp sinn er mætir Íslendingum og Norður-Írum á næstu dögum.  Flestir leikmenn hópsins leika í heimalandinu. Lesa meira
 
Huginn

Meistaraflokk Hugins vantar þjálfara - 5.10.2006

Knattspyrnudeild Hugins á Seyðisfirði óskar eftir reyndum og metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Huginn mun leika í 3.deild næsta tímabil, en markmiðið er komast strax aftur upp í 2 deild. Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Aðgöngumiðar á Svíaleikinn fyrir handhafa A-passa - 5.10.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Svíþjóð afhenta föstudaginn 6. október frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu vallarstjóra sem staðsett er í norðurenda  vesturstúku. Lesa meira
 
Petur_Marteinsson

Pétur Marteinsson meiddur - 5.10.2006

Pétur Marteinsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum en hann á við meiðsli að stríða.  Pétur mun því hvorki leika með gegn Lettum á laugardag né gegn Svíum á miðvikudag.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U19 kvenna um helgina - 4.10.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um næstu helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið um helgina - 4.10.2006

KSÍ heldur 1.stigs þjálfaranámskeið helgina 6-8. október.  Hér á eftir má sjá mikilvægar upplýsingar sem tengjast námskeiðinu sem og dagskrá námskeiðsins. Lesa meira
 
Kristrun_Lilja_Dadadottir

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um helgina - 4.10.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um helgina.  Úrtaksæfingar eru svo fyrirhugaðar á næstunni með leikmönnum af Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Nordar

Íslandsmeistarar FH mæta KF Nörd - 4.10.2006

Í kvöld kl. 19:30 eigast við nýkrýndir Íslandsmeistarar FH og Knattspyrnufélagið Nörd.  Síðarnefnda liðið hefur undirbúið sig af kostgæfni fyrir þennan leik en áhorfendur Sýnar hafa fylgst með ferðalagi þeirra undanfarið. Lesa meira
 
richmond_university

Jörundur velur hópinn gegn Bandaríkjunum - 4.10.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Bandaríkjanna og leikur þar vináttulandsleik gegn heimamönnum.  Leikurinn fer fram í Richmond Stadium í Virginíufylki, 8. október kl. 14:05 að staðartíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Þór gegn ÍR - 4.10.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Þórs gegn ÍR er varðar leik Þór/KA-ÍR í aukakeppni meistaraflokks kvenna. Dómstóllinn dæmir Þór/KA sigur í leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
U19karla

U19 hópurinn sem fer til Svíþjóðar - 4.10.2006

Guðni Kjartansson hefur valið U19 landslið karla sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í Svíþjóð 5. - 12. október. Liðið leikur í riðli með Pólverjum, Svíum og Færeyingum. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Fulltrúar UEFA skoða velli hér á landi - 2.10.2006

Í dag koma fulltrúar UEFA til að skoða vallaraðstæður fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007.  Þetta er önnur vettvangsheimsókn UEFA. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tillaga að nýju skipulagi Íslandsmótsins - 2.10.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 30. september sl. að kynna tillögu að nýju skipulagi Íslandsmótsins í knattspyrnu í meistaraflokki sem taki gildi árið 2010 þegar 99. Íslandsmótið fer fram. Tillagan gerir ráð fyrir að leiknar verði 3 umferðir í stað 2ja í þremur efstu deildum karla og efstu deild kvenna. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög