Fréttir

VISA-bikarinn

Keflavík VISA-bikarmeistari karla - 30.9.2006

Keflvíkingar sigruðu úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar í dag þegar þeir lögðu KR með tveimur mörkum gegn engu.  Bæði mörk Keflvíkinga komu í fyrri hálfleik og tókst hvorugu liðinu að bæta við marki í seinni hálfleik þrátt fyrir ágætar tilraunir.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

U17 karla tryggði sig áfram - 30.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið tryggð sér áframhaldandi þátttökurétt í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða U17.  Strákarnir sigruðu Litháa í dag með fjórum mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Euro 2008

Landsliðshópurinn gegn Lettum og Svíum - 29.9.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt 20 manna hóp fyrir næstu leiki í undankeppni EM 2008.  Leikið er í Lettlandi laugardaginn 7. október og á Laugardalsvelli gegn Svíum miðvikudaginn 11. október. Lesa meira
 
Alidkv2004-0372

Guðlaug lék sinn síðasta landsleik gegn Portúgal - 28.9.2006

Guðlaug Jónsdóttir tilkynnti eftir leikinn gegn Portúgal í dag að hún hefði leikið sinn síðasta landsleik.  Guðlaug á að baki langan og farsælan feril með landsliðinu og var leikurinn í dag 54. landsleikur hennar. Lesa meira
 
Margrét Lára reynir markskot (Mynd: MBL)

Stórsigur á Portúgölum - 28.9.2006

Íslenska landsliðið lék lokaleik sinn í undankeppni fyrir HM 2007 í dag þegar þær mættu Portúgal í Lissabon.  Íslensku stelpurnar léku við hvern sinn fingur og sigruðu með sex mörkum gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk í sínum 25. landsleik.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Allir vallargestir ganga inn vestanmegin - 28.9.2006

Allir vallargestir á úrslitaleik VISA-bikarsins á laugardag ganga inn um vesturhlið Laugardalsvallar, þ.e. í gegnum þá stúku sem verið er að endurbyggja. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Leikið við Portúgal í dag - 28.9.2006

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar þær leika lokaleik sinn í undankeppni fyrir HM 2007.  Leika þær við Portúgal og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA

Geir eftirlitsmaður í Danmörku - 28.9.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður KSÍ á leik OB og Herthu Berlin sem fram fer í dag.  Leikurinn er seinni leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe_5saetid

Tap gegn sterkum Frökkum - 27.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Frökkum í dag með þremur mörkum gegn einu.  Kristinn Steindórsson skoraði mark Íslands á 71. mínútu en þá höfðu Frakkar skorað þrjú mörk.  Strákarnir leika við Litháa á laugardaginn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið 29. sept -1. okt. - 27.9.2006

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið helgina 29. september- 1. október næstkomandi. Alls hafa rúmlega 30 þjálfarar skráð sig á námskeiðið. IV.stigs þjálfarar fara síðan í UEFA B próf í janúar 2007.

Lesa meira

 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla - 27.9.2006

Úrslitaleikur í VISA-bikar karla fer fram á laugardaginn kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Eigast þá við KR og Keflavík.  Miðasala er hafin á netinu, á midi.is og einnig er hægt að kaupa miða hjá félögunum sjálfum.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Leikið við Frakka í dag - 27.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið mætir Frökkum í dag í undankeppni fyrir EM en leikið er í Rúmeníu.  Strákarnir gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum við heimamenn í Rúmeníu.  Lúka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Newcastle á fimmtudag - 27.9.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Newcastle og Levadia Tallin í fyrstu umferð í Evrópukeppni félagsliða.  Honum til aðstoðar verða þeir Pjetur Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari er Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Ljungberg

Sænski landsliðshópurinn tilkynntur - 27.9.2006

Sænski landsliðsþjáfarinn, Lars Lagerback, tilkynnti í gær landsliðshóp sinn fyrir leik liðsins gegn Spánverjum og Íslendingum.  Svíar koma á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 11. október og eru um 1400 miðar eftir á leikinn. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar hjá U19 karla næstu daga - 26.9.2006

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtakssæfingum vegna U19 landsliða karla.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Guðna Kjartanssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt auglýsir eftir þjálfara - 26.9.2006

Hvöt knattspyrnudeild Blönduósi leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk
karla.  Þyrfti helst að vera spilandi.  Ráðningartími yrði frá hausti 2006 til september 2007.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Björgólfur valinn bestur í umferðum 13 - 18 - 26.9.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í Iðnó.  Björgólfur Takefusa úr KR var valinn besti leikmaður þessara umferða.  Fjórir Skagamenn eru í sókndjörfu liði umferðanna. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokahóf knattspyrnumanna 2006 - 26.9.2006

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 14. október næstkomandi. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, Baggalútur kemur fram og hljómsveit Eyjólfs Kristjánssonar leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víking vantar þjálfara fyrir 6.flokk karla - 25.9.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 6.flokk karla. Mjög öflugt unglingastarf er rekið hjá Knattspyrnudeild Víkings.

Lesa meira
 
Alidkv2003-0048

Tvær breytingar á landsliðshópnum - 25.9.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópnum er heldur til Porútgal á morgun og leikur við heimamenn á fimmtudaginn.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Jafntefli við Rúmena í fyrsta leik - 25.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið hóf í dag þátttöku sína í undankeppni EM.  Léku þeir við heimamenn í Rúmeníu og lauk leiknum með jafntefli, 1-1.  Liðið leikur annan leik sinn á mótinu, gegn Frökkum, á miðvikudag. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Strákarnir í U17 leika við Rúmeníu í dag - 25.9.2006

Landslið U17 karla er statt í Rúmeníu þar sem þeir leika í undakeppni fyrir EM.  Fyrsti leikur liðsins er í dag og er þá leikið við heimamenn.  Hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir fá viðurkenningar fyrir umferðir 13-18? - 25.9.2006

Síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla verður gerður upp hádeginu á þriðjudag þegar viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 verða afhentar í Iðnó við Reykjavíkurtjörn.

Lesa meira
 
gullskorinn

Marel varð markakóngur Landsbankadeildar 2006 - 23.9.2006

Marel Baldvinsson varð markahæstur í Landsbankadeild karla árið 2006.  Marel skoraði 11 mörk í 13 leikjum og hlýtur því gullskóinn.  Björgólfur Takefusa hlýtur silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson fær bronsskóinn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða - 23.9.2006

Landsbankadeild karla rann sitt skeið á enda í dag og hélst spennan fram á síðustu sekúndu í mótinu.  KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða á lokasekúndunum en það er hlutskipti Grindvíkinga að falla í 1. deild ásamt Eyjamönnum. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Nýtt áhorfendamet - 23.9.2006

Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í sumar eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra met var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni sem gerir 1076 að meðaltali.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Árleg ráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 22.9.2006

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við Visa bikarúrslitaleik karla þann 30. september næstkomandi.  Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli í Reykjavík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Mikil spenna í lokaumferð Landsbankadeildar - 22.9.2006

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram á morgun, laugardaginn 23. september.  Hefjast allir leikirnir kl. 14:00 og er mikil spenna í öllum leikjum umferðarinnar.

Lesa meira
 
Kristrun_Lilja_Dadadottir

Kristrún þjálfar U17 kvenna - 22.9.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari hjá U17 kvenna.  Kristrún hefur undanfarið þjálfað meistaraflokk og 2. flokk kvenna hjá Þrótti en var áður þjálfari yngri flokka kvenna hjá Breiðablik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild 2006 - 22.9.2006

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
UEFA

Baráttan um Evrópusætin - 21.9.2006

Einn af mörgum spennandi leikjum í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á laugardaginn er einvígi Reykjavíkurliðanna Vals og KR.  Leika þau á Laugardalsvelli úrslitaleik um annað sætið og dugar KR jafntefli í þeim leik.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Gríðarlega harður fallbaráttuslagur - 21.9.2006

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn og er mikil spenna í leikjum umferðarinnar.  Fallbaráttan er gríðarlega spennandi og eiga fimm lið á hættu að fylgja ÍBV niður í 1. deild.

Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar hjá U19 karla um helgina - 20.9.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 32 leikmenn til æfinga um helgina.  Æft verður tvisvar, laugardag og sunnudag og fara æfingar fram á Bessastaðavelli. Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

Háttvísidagur FIFA haldinn hátíðlegur - 20.9.2006

Á laugardag verður háttvísidagur Alþjóða Knattspyrnusambandsins (FIFA Fair Play Day) haldinn hátíðlegur í 10. sinn, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1997. Minnt verður á háttvísidaginn um allan heim með ýmsum hætti. Lesa meira
 
Keflvíkingar - Íslandsmeistarar innanhúss 2005

Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - 20.9.2006

Þátttökutilkynningar hafa verið sendar til félaga varðandi Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu. Keppni í meistaraflokkum karla og kvenna verður leikin á tímabilinu 17. nóvember – 3. desember.

Lesa meira

 
Landsbankadeildin

Hver verður markakóngur? - 20.9.2006

Eins og flestum er kunnugt fer lokaumferð Landsbankadeildar karla fram á laugardaginn.  Mikil spenna er í deildinni og allir leikirnir hafa einhverja þýðingu fyrir deildina.  Þá verður einnig spennandi að sjá hver hreppir gullskóinn í ár. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH VISA-bikarmeistari í 2. flokki karla - 20.9.2006

FH-ingar tryggðu sér í gær VISA-bikarmeistaratitilinn í 2. flokki karla þegar þeir sigruðu Fylki í úrslitaleik.  Lauk leiknum með því að Hafnfirðingar skoruðu þrjú mörk en Árbæingar tvö.  FH varð einnig Íslandsmeistari á dögunum í 2. flokki karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keppnisleyfi afturkallað - 19.9.2006

Skrifstofa KSÍ hefur í dag sent ÍR bréf þess efnis að fyrir mistök hafi KSÍ gefið út keppnisleyfi fyrir Berglindi Magnúsdóttur með ÍR frá 9. sept. sl. en hún hafði áður leikið með tveimur félögum í Íslandsmóti 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Liggur þú á leikskýrslum? - 19.9.2006

Töluvert vantar upp á að allar leikskýrslur yngri flokka hafi skilað sér á skrifstofu KSÍ.  Eru þau félög sem skila ekki inn skýrslum, beitt dagsektum og geta það orðið talsverðar upphæðir.  Eru félögin hvött til þess að standa skil hið fyrsta. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Landsliðshópur U17 karla valinn - 19.9.2006

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða í Rúmeníu 25. – 30. september.

Lesa meira
 
kynn2006_leyfiafhent

Víðtækt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ - 18.9.2006

Á þriðjudag mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nú rjúfum við múrinn! - 18.9.2006

Síðasta umferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn.  Hreinn úrslitaleikur er um annað sætið á milli Reykjavíkurliðanna Vals og KR.  Þá eru fimm lið sem eiga á hættu að falla niður í 1. deild ásamt ÍBV.  Með góðri mætingu er möguleiki á því að áhorfendur verði yfir 100.000 í fyrsta skiptið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikir í aukakeppni kvenna kærðir - 18.9.2006

Skrifstofu KSÍ hefur borist kærur frá Knattspyrnudeild Þórs vegna leikja Þórs/KA og ÍR í aukakeppni um laust sæti í Landsbankadeild kvenna.  Kærð er þátttaka markvarðar ÍR, í þessum leikjum en ÍR fékk undanþágu fyrir félagaskipti hennar. Lesa meira
 
Ingolfur_domari_gullmerki

Ingólfur dæmdi sinn síðasta leik - 18.9.2006

Ingólfur Hafsteinn Hjaltason knattspyrnudómari í Leikni á Fáskrúðsfirði dæmdi leik Stjörnunnar og Þróttar í 1. deild karla síðastliðinn laugardag. Var það síðasti opinberi leikur Ingólfs sem dómari á vegum KSÍ, en hann varð fimmtugur fyrr á árinu. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik í 8 liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða kvenna - 18.9.2006

Breiðablik komst áfram í Evrópukeppni félagsliða þegar þær sigruðu Universitet Vitebsk frá Hvíta-Rússlandi með einu marki gegn engu.  Breiðablik dugði jafntefli en Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði mark Blika á 89. mínútu.

Lesa meira
 
HK

HK leikur í Landsbankadeild karla á næsta ári - 16.9.2006

Lokaumferð 1. deildar karla fór fram í dag.  HK úr Kópavogi vann sér sæti í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins.  Fram sigraði deildina og leikur því einnig í Landsbankadeild karla að ári en Haukar féllu í 2. deild. Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistarar árið 2006 - 16.9.2006

FH tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla þegar þeir unnu Víking með fjórum mörkum gegn engu.  FH hefur því hlotið 35 stig í Landsbankadeild karla og getur ekkert lið náð þeim af stigum þegar ein umferð er eftir.  Þetta er í þriðja skiptið í röð er FH vinnur Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Nýjung á heimasíðu KSÍ - 15.9.2006

Þá nýjung er nú hægt að finna á heimasíðu KSÍ að hægt er að sjá landsleikjaferil viðkomandi leikmanna.  Búið er að skrá inn alla A-landsleiki kvenna en unnið er að því að skrá inn karlalandsleiki og landsleiki yngri landsliða Lesa meira
 
Þessir verða í fríi 24. júlí - 9. ágúst

Ráðstefna um hreyfinám og hreyfiþroska barna - 15.9.2006

Þann 13. og 14. október nk. verður haldin ráðstefna í íþróttaakademíunni um hreyfinám og hreyfiþroska barna.  Að auki verður fjallað um tengsl hreyfiþroskavandamála við lesblindu. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Ísland niður um 3 sæti á styrkleikalista FIFA - 15.9.2006

Íslenska kvennalandsliðið fellur niður um þrjú sæti nýjum styrkleikalista FIFA kvennalandsliða er birtur var í dag.  Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti listans og Bandaríkin eru í öðru sæti. Lesa meira
 
ÍR

ÍR í Landsbankadeild kvenna - 15.9.2006

ÍR tryggði sér í gær sæti í Landsbankadeild kvenna eftir að liðið vann sigur á Þór/KA með einu marki gegn engu.  Leikurinn var seinni leikur liðanna en fyrri leiknum lauk með jafntefli.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

17. umferð Landsbankadeildar á laugardag kl. 16:00 - 15.9.2006

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  FH getur tryggt sér titilinn á heimavelli gegn Víkingi og mikil spenna er einnig á botni deildarinnar.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Evrópumeistararnir of sterkar fyrir Blika - 14.9.2006

Blikastúlkur biðu lægri hlut gegn Evrópu- og Þýskalandsmeisturunum í Frankfurt en leikurinn var í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Lokatölur urðu 0-5 Frankfurt í vil eftir að staðan í hálfleik var 0-1. Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna - 14.9.2006

Knattspyrnudeild Aftureldingar í Mosfellsbæ leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna.  Mjög gott yngriflokkastarf er hjá félaginu og mjög spennandi tímar framundan með ungt og efnilegt lið.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR-Drög að leikjaniðurröðun - 13.9.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR liggur fyrir.  Athugið að leikið er eftir nýrri aldursflokkaskipan, þ.e. fyrir árið 2007.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli KR gegn Selfoss - 13.9.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál KR gegn Selfossi er varðar leik félaganna í 3. flokki karla B.  Dómstóllinn dæmir KR sigur í leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Landsliðshópurinn gegn Portúgal - 13.9.2006

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Portúgal í lokaleik liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007.  Leikið verður 28. september í Lissabon.  Jörundur hefur valið sama hóp og var valinn fyrir leikinn gegn Svíum. Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari í 2. flokki karla - 13.9.2006

FH úr Hafnarfirði varð í gær Íslandsmeistari í 2. flokki karla.  Það varð ljóst eftir að FH vann góðan útisigur í Keflavík á meðan aðalkeppinautar þeirra, ÍA, gerðu jafntefli við Stjörnuna í Garðabæ.  Liðin voru jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR VISA-bikarmeistari í 2. flokki kvenna - 13.9.2006

KR tryggði sér VISA-bikarmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna með því að sigra Hauka í úrslitaleik.  Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og lauk með því að KR-stúlkur skoruðu sjö mörk gegn einu marki Hauka.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Nýr styrkleikalisti karla frá FIFA - 13.9.2006

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Situr Ísland nú í sæti 87 á þessum lista og er komið upp fyrir næstu andstæðinga sína, Letta.

Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari í fjórða flokki karla - 13.9.2006

FH varð á dögunum Íslandsmeistari í fjórða flokki karla A-liða þegar þeir sigruðu ÍR í úrslitaleik.  Leikurinn fór fram á Leiknisvelli og lauk með 4-1 sigri Hafnfirðinga eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0.

Lesa meira
 
Greta Mjöll Samúelsdóttir

Sætur sigur Blika í Finnlandi - 13.9.2006

Breiðablik vann sætan sigur á finnsku meisturunum í HJK Helsinki með tveimur mörkum gegn einu.  Leikurinn er í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða kvenna og er riðillinn leikinn í Helsinki. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR - 13.9.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR liggur fyrir.  Athugið að leikið er eftir nýrri aldursflokkaskipan, þ.e. fyrir árið 2007.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Úrtaksæfingar hjá U17 karla í vikunni - 12.9.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga fyrir verkefni U17 karla sem framundan eru.  Úrtakshópurinn mun æfa fjórum sinnum í vikunni og fara æfingarnar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót/Haust 2006 - 12.9.2006

Keppni hefst almennt í kringum miðjan október en í einhverjum tilfellum um mánaðarmótin október/nóvember.  Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Blikastúlkur til Finnlands - 11.9.2006

Leikmenn Breiðabliks hjá meistaraflokki kvenna standa í stórræðum þessa dagana og halda til Finnlands í dag.  Leika þær þar í riðli í Evrópukeppni félagsliða kvenna og er leikið í Helsinki.  Fyrsti leikurinn er á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Framhaldsskólamót KSÍ 2006 - 11.9.2006

Skráning er hafin í árlegt framhaldsskólamót KSÍ 2006 og rennur þátttökufrestur út 20. september.  Leyfilegt er að senda 2 karlalið og 2 kvennalið til keppni.  Fyrirhugað er að leika SV-lands sem og á Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Thor_Islandsmeistarar_3fl_2006

Þór Akureyri Íslandsmeistari í 3. flokki karla - 11.9.2006

Þór frá Akureyri tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla um helgina með því að sigra FH í úrslitaleik á Varmárvelli í Mosfellsbæ.  Lokatölur urðu 3-1 Þór í vil og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

FIFA veitir ekki undanþágu - 11.9.2006

Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) hefur tilkynnt KSÍ að það veiti ekki undanþágu fyrir félagaskipti Garðars Jóhannssonar úr Val í norska félagið Fredrikstad.  Garðar mun því verða um kyrrt í Val út keppnistímabilið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tímasetning á bikarúrslitum - 11.9.2006

Rétt er að fram komi, vegna umfjöllunar um tímasetningu á úrslitaleik VISA-bikars kvenna, að KSÍ og RUV höfðu gert samkomulag að leikurinn færi fram kl. 16:00, en ekki kl. 16:30, og ber því KSÍ ábyrgð á þeirri tímasetningu.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur sigraði í mögnuðum úrslitaleik VISA-bikarsins - 9.9.2006

Valsstúlkur eru VISA-bikarmeistarar kvenna árið 2006 eftir hreint frábæran bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2-2.  Í framlengingunni skoraði hvort lið eitt mark og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik vann VISA-bikarinn hjá 3. kvenna SV - 9.9.2006

Blikastúlkur í 3. flokki kvenna kórónuðu frábært tímabil hjá sér með því að sigra Hauka í úrslitaleik VISA-bikars 3. flokks kvenna SV.  Leikurinn fór fram á Fylkisvelli og lauk með 3-0 sigri Blika.

Lesa meira
 
Fram

Fram 1. deildarmeistari árið 2006 - 9.9.2006

Framarar tryggðu sér 1. deildartitilinn þrátt fyrir tap á Akureyri gegn Þór.  HK tapaði á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík og því var titillinn Framara.  Fimm félög geta fallið í 2. deild þegar að ein umferð er eftir.

Lesa meira
 
Fjardabyggd

Fjarðabyggð vann í 2. deild karla - 9.9.2006

Fjarðabyggð tryggði sér 2. deildartitilinn í dag með þvi að sigra Reyni Sandgerði á útivelli.  Reynismenn höfðu tryggt sér þriðja sætið í deildinni og sæti í 1. deild að ári.  Njarðvík varð í öðru sæti en þeir unnu Huginn í dag og féll Huginn þar með.

Lesa meira
 
Höttur

Höttur 3. deildarmeistari 2006 - 9.9.2006

Hattarmenn frá Egilsstöðum eru 3. deildarmeistarar árið 2006.  Þetta varð ljóst eftir sigur þeirra á Magna frá Grenivík, 3-2.  ÍH úr Hafnarfirði tryggði sér þriðja sætið í 3.deild með sigur á Kára og þar með sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága frá samninga- og félagaskiptanefnd - 9.9.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur veitt undanþágu á félagaskiptum.  Varða þau félagaskipti á markverði hjá meistaraflokki kvenna.  Berglind Magnúsdóttir hefur því gengið úr KR í ÍR. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur frá áfrýjunardómstóli KSÍ - 8.9.2006

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp dóm í máli FH gegn Breiðablik í 4. flokki kvenna B. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokaumferð 2. deildar karla á laugardag - 8.9.2006

Á laugardag ráðast endanleg úrslit í 2. deild karla og er spenna á toppi og botni deildarinnar.  Fjarðabyggð og Njarðvík berjast um toppsætið en Huginn og Sindri um fallið.  Í 1. deild getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla á næsta tímabili.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Stálin stinn mætast í úrslitum VISA-bikarsins - 8.9.2006

Á morgun, laugardaginn 9. september, fer fram úrslitaleikur í VISA-bikarkeppni kvenna.  Er um sannkallaðan stórleik að ræða því stórliðin Breiðablik og Valur munu eigast við á Laugardalsvellinum kl. 16:30.

Lesa meira
 
Trottur_3kv7_Islandsmeistarar

Þróttur sigraði 7 manna boltann hjá 3. flokki kvenna - 7.9.2006

Þróttur Reykjavík varð á dögunum Íslandsmeistari í 7 manna bolta hjá 3. flokki kvenna.  Í úrslitakeppni er fram fór á Stjörnuvelli, reyndust þær sterkastar og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Lesa meira
 
Breidablik_3kv_Islandsmeistarar_2006

Breiðablik Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna - 7.9.2006

Stúlkurnar í 3. flokki hjá Breiðablik tryggðu sér í vikunni Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki kvenna.  Léku þær við stöllur sínar hjá ÍBV í úrslitaleik á Víkingsvelli og sigruðu með sjö mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Magni og Höttur í 2. deild - 7.9.2006

Það er ljóst að Magni Grenivík og Höttur frá Egilsstöðum munu leika í 2. deild að ári.  Þau sigruðu samanlagt í leikjum sínum við ÍH og Kára en síðarnefndu liðin leika hreinan úrslitaleik um hvort liðið kemst í 2. deild á næsta keppnistímabili. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá fundi aganefndar - 7.9.2006

Aganefnd tók fyrir á fundi sínum 5. september 2006, mál vegna ummæla Tryggva Guðmundssonar leikmanns FH.  Þá tók aganefnd einnig fyrir á fundi sínum mál vegna ummæla Viðars Elíassonar formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Annar sigur hjá U19 gegn Skotum - 6.9.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið, undir stjórn Guðna Kjartanssonar, gerði góða ferð til Skotlands og lagði þar heimamenn í tveimur vináttulandsleikjum.  Leiknum í dag lauk með sigri Íslendinga, 2-1.  Fyrri leiknum lauk einnig með sigri Íslands, 3-1. Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Danskur sigur í dalnum - 6.9.2006

Íslenska landsliðið beið lægri hlut fyrir Dönum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Lauk leiknum þannig að Danir skoruðu tvo mörk gegn engu marki Íslendinga.  Bæði mörk Dana komu í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Euro 2008

Byrjunarliðið gegn Dönum í kvöld - 6.9.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Dönum, en liðin mætast í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:05.  Ein breyting er gerð frá síðasta leik.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

300 miðar í sölu á Ísland-Danmörk í kvöld - 6.9.2006

Hafin er sala á um 300 miðum á landsleik Íslands og Danmerkur í kvöld þar sem sætum hefur verið komið fyrir í efstu raðir í tveimur hólfum og svæði danskra áhorfenda minnkað.  Leikurinn hefst kl. 18:05 og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega og forðast þannig biðraðir við inngönguhliðin.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Hópur valinn til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 6.9.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til æfinga fyrir komandi verkefni hjá U17 karla.  Valdir eru 29 leikmenn, víðsvegar af að landinu og munu þeir æfa tvisvar um komandi helgi.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Ísland - Danmörk í kvöld kl. 18:05 - 6.9.2006

Í kvöld kl. 18:05 flautar Rússinn Nikolai Ivanov til leiks í leik Íslands og Danmerkur.  Þetta er leikur sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu og er uppselt á þennan leik.  Þetta er fyrsti leikur Dana í F riðli riðlakeppni EM 2008 en Íslendingar unnu sinn fyrsta leik, gegn Norður-Írum á útivelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölskylduhátíð í Laugardalnum frá kl. 16:00 - 5.9.2006

Fjölskylduhátíð verður í Laugardalnum á morgun fyrir leik Íslands og Danmerkur.  Fer hún fram á Gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum og hefst kl. 16:00.  Leikur Íslands og Danmerkur hefst svo kl. 18:05 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
MargretLara

Margrét Lára valin besti leikmaður umferða 8-14 - 5.9.2006

Í dag voru veitt verðlaun fyrir umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna.  Margrét Lára Viðarsdóttir var valin besti leikmaður umferðanna.  Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Vals var valin besti þjálfarinn og þá voru stuðingsmenn Vals heiðraðir. Lesa meira
 
Völsungur

Íþróttafélagið Völsungur auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum - 5.9.2006

Íþróttafélagið Völsungur auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir 3. til 7.flokk drengja og stúlkna. Einnig auglýsir félagið eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnisstúlkur í Landsbankadeild kvenna - 5.9.2006

Fjölnisstúlkur unnu sér sæti í Landsbankadeild kvenna um helgina með því að sigra ÍR í úrslitaleik með einu marki gegn engu.  ÍR mun leika leiki heima og heiman við Þór/KA um sæti í Landsbankadeildinni að ári.

Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Góður sigur U19 karla á Skotum - 4.9.2006

U19 landslið karla vann góðan 1-3 sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi í fyrri af tveimur vináttuleikjum þjóðanna í þessari viku. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fylkir vann VISA-bikarinn hjá 3. flokki karla SV - 4.9.2006

Fylkismenn sigruðu í gær úrslitaleik VISA-bikarsins hjá 3. flokki karla á Suðvesturlandi.  Sigruðu þeir Fjölnismenn með tveimur mörkum gegn einu en leikið var á Fjölnisvelli. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

Byrjunarlið U19 gegn Skotlandi í dag - 4.9.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur tvo leiki við Skota ytra.  Fer fyrri leikurinn fram í dag og sá seinni á miðvikudaginn.  Guðni Kjartansson hefur tilkynnt byrjunarliðið er byrja leikinn í dag.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Uppselt á Ísland - Danmörk - 4.9.2006

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að uppselt er á landsleik Íslands og Danmerkur sem fram fer miðvikudaginn 6. september kl. 18:05.  Miðasala á Ísland-Svíþjóð, sem fram fer 11. október er hinsvegar í fullum gangi. Lesa meira
 
Valur_Islandsmeistarar_2006

Valsstúlkur sigurvegarar í Landsbankadeild kvenna - 4.9.2006

Valsstúlkur voru í gær krýndar Íslandsmeistarar og fengu afhend sigurlaun sín fyrir Landsbankadeild kvenna 2006.  Voru þær með rúmlega aðra höndina á titlinum fyrir helgina og fengu hann svo afhentan í gær við mikinn fögnuð.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjar eru bestar í umferðum 8-14? - 4.9.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna verða afhentar í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í hádeginu á þriðjudag.  Spennandi verður að sjá hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í seinni hluta deildarinnar. Lesa meira
 
Álftanes

Álftanes auglýsir eftir þjálfurum - 4.9.2006

Knattspyrnudeild Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir 4. og 5. flokk drengja og 4. flokk stúlkna. Menntun og reynsla sem nýtast í starfi nauðsynleg. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Ágætis byrjun - 2.9.2006

A landslið karla vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2008, en liðin mættust á Windsor Park í Belfast.  Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Íslendingar leggja N.-Íra á útivelli.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Eins marks tap gegn Ítölum á Laugardalsvelli - 2.9.2006

Ísland er úr leik í EM U21 landsliða karla eftir eins marks tap gegn Ítalíu á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.  Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðar hálfleik.

Lesa meira
 
Euro 2008

Kristján inn fyrir Daða - 1.9.2006

Daði Lárusson meiddist á æfingu í Belfast í dag, föstudag, og hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, kallað á Kristján Finnbogason í hans stað.  Kristján, sem leikur með KR og á 20 A-landsleiki að baki, heldur út í kvöld. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ein breyting á byrjunarliði U21 karla - 1.9.2006

Luka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ítölum í kvöld, en liðin mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 19:00.  Ein breyting er gerð á liðinu frá síðasta leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

U19 karla mætir Skotum tvisvar í næstu viku - 1.9.2006

U19 landslið karla mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum í næstu viku.  Þessar tvær viðureignir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM í október. Lesa meira
 
Stjarnan - Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna 2006 (stjarnan.is)

Breiðablik og Stjarnan unnu í 5. flokki - 1.9.2006

Úrslitaleikir Íslandsmóts 5. flokka karla og kvenna fóru fram á fimmtudagskvöld.  Í karlaflokki unnu Blikar sigur á nágrönnum sínum í HK, en í kvennaflokki lagði Stjarnan Aftureldingu á Valbjarnarvelli.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög