Á laugardaginn fara fram fyrri undanúrslitaleikir 3. deildar karla . Kári og Höttur mætast á Akranesvelli kl. 14:00 en kl. 17:00 mætast ÍH og Magni á Hamarsvelli í Hafnarfirði.
Lesa meira
Viltu starfa sem þjálfari hjá kraftmiklu og metnaðarfullu félagi? Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir áhugasömum þjálfurum til starfa í yngri flokkum félagsins.
Lesa meira
Þeir fjölmörgu aðdáendur ítalska boltans hér á landi munu vafalaust kætast yfir komu U21 liðsins hingað og leik þeirra við Íslendinga á föstudaginn.
Nokkrir leikmenn liðsins eru vel þekktir og leika margir stór hlutverk hjá sínum félagsliðum.
Lesa meira
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta föstudaginn 1. september frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar.
Lesa meira
Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur valið hópinn sem mætir Íslendingum í Belfast laugardaginn 2. september. Leikurinn er fyrsti leikur beggja þjóða í riðlakeppninni fyrir EM 2008.
Lesa meira
Það verða Fjölnir og ÍR er leika til úrslita í 1. deild kvenna. Þetta varð ljóst eftir leiki liðanna i gær. Fjölnir sigraði Völsung heima, 6-1 og ÍR vann sigur á Magna á Grenivík, 3-1. Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 3. september á Leiknisvelli kl. 12:00..
Lesa meira
Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá
midi.is. Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.
Lesa meira
Heildarjöldi áhorfenda á leiki Landsbankadeildar karla í ár hefur verið ívið minni en í fyrra. Alls hafa 82.612 áhorfendur mætt á leiki deildarinnar í ár að 15 umferðum loknum en á sama tíma í fyrra höfðu alls 83.145 áhorfendur mætt á leikina.
Lesa meira
Í kvöld verður 13. umferð Landsbankadeildar kvenna leikin og eru fjórir leikir á dagskrá. Landsbankinn heitir 30.000 kr. á hvert mark er skorað er í þessari umferð og munu áheitin renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.
Lesa meira
Ítalir hafa verið gríðarlega öflugir í U21 aldursflokki karla undanfarin 15 ár, en þeir hafa hampað sigri á EM í fimm af síðustu átta skiptum sem keppnin hefur farið fram. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar.