Fréttir

Úr leik GG og Árborgar

Leikið í úrslitakeppni 3. deildar á laugardag - 31.8.2006

Á laugardaginn fara fram fyrri undanúrslitaleikir 3. deildar karla .  Kári og Höttur mætast á Akranesvelli kl. 14:00 en kl. 17:00 mætast ÍH og Magni á Hamarsvelli í Hafnarfirði. Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum - 31.8.2006

Viltu starfa sem þjálfari hjá kraftmiklu og metnaðarfullu félagi?  Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir áhugasömum þjálfurum til starfa í yngri flokkum félagsins.  Lesa meira
 
Rossi

Strákarnir kljást við ítalskar stjörnur - 31.8.2006

Þeir fjölmörgu aðdáendur ítalska boltans hér á landi munu vafalaust kætast yfir komu U21 liðsins hingað og leik þeirra við Íslendinga á föstudaginn.  Nokkrir leikmenn liðsins eru vel þekktir og leika margir stór hlutverk hjá sínum félagsliðum. Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 30.8.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta föstudaginn 1. september frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar. Lesa meira
 
David_Healy

Hópur Norður-Íra er mætir Íslendingum - 30.8.2006

Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur valið hópinn sem mætir Íslendingum í Belfast laugardaginn 2. september.  Leikurinn er fyrsti leikur beggja þjóða í riðlakeppninni fyrir EM 2008. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Fjölnir og ÍR leika til úrslita í 1. deild kvenna - 30.8.2006

Það verða Fjölnir og ÍR er leika til úrslita í 1. deild kvenna.  Þetta varð ljóst eftir leiki liðanna i gær.  Fjölnir sigraði Völsung heima, 6-1 og ÍR vann sigur á Magna á Grenivík, 3-1.  Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 3. september á Leiknisvelli kl. 12:00..

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðasala á Ísland - Svíþjóð hafin - 30.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Aðsókn á Landsbankadeild karla - betur má ef duga skal - 30.8.2006

Heildarjöldi áhorfenda á leiki Landsbankadeildar karla í ár hefur verið ívið minni en í fyrra.  Alls hafa 82.612 áhorfendur mætt á leiki deildarinnar í ár að 15 umferðum loknum en á sama tíma í fyrra höfðu alls 83.145 áhorfendur mætt á leikina. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

13. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld - 30.8.2006

Í kvöld verður 13. umferð Landsbankadeildar kvenna leikin og eru fjórir leikir á dagskrá.  Landsbankinn heitir 30.000 kr. á hvert mark er skorað er í þessari umferð og munu áheitin renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Lesa meira
 
Ítalir fagna sigri á EM U21 liða karla 2004 - uefa.com

Ítalir gríðarlega öflugir í U21 aldursflokknum - 30.8.2006

Ítalir hafa verið gríðarlega öflugir í U21 aldursflokki karla undanfarin 15 ár, en þeir hafa hampað sigri á EM í fimm af síðustu átta skiptum sem keppnin hefur farið fram. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Ísland - Ítalía á föstudag - Frítt á völlinn - 30.8.2006

Á föstudag mætast U21 landslið Íslands og Ítalíu í riðlakeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00.  Takist okkar piltum að vinna sigur á Ítölum eiga þeir góða möguleika á að komast áfram í umspil um sæti í lokakeppninni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR-ingar mæta Keflvíkingum í úrslitaleiknum - 29.8.2006

Það verða KR-ingar sem mæta Keflvíkingum í úrslitaleik VISA-bikars karla í ár, en þeir tryggðu sér farseðilinn í úrslit með því að leggja Þróttara með einu marki gegn engu í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Eina mark leiksins kom í fyrri hluta framlengingar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Röndóttur slagur í Laugardalnum í kvöld - 29.8.2006

Laugardalsvöllur verður vettvangur fyrir seinni undanúrslitaleik VISA-bikarsins í kvöld.  Mætast þá Þróttur og KR og verður væntanlega hart barist í báðar rendur.  Leikurinn hefst kl. 20:00 og er hægt að kaupa miða á miði.is. Lesa meira
 
Eiður Smári leikur á varnarmann Suður-Afríku

Miðasala á Ísland-Svíþjóð hefst á hádegi á morgun - 29.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 hefst á hádegi á morgun, miðvikudag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Uppselt er á leik Íslands og Danmerkur. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Keflvíkingar í úrslit VISA-bikarsins - 29.8.2006

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum VISA-bikarsins með sigri á Víkingi.  Lauk leiknum 0-4 fyrir Suðurnesjamenn og voru þeir vel að sigrinum komnir.  Þeir mæta annaðhvort Þrótti eða KR en þau leika í kvöld kl. 20:00 á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Landslið U19 karla valið - 28.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er heldur til Skotlands.  Mun liðið leika þar tvo vináttulandsleiki við heimamenn og fara leikirnir fram 4. og 6. september. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága vegna félagaskipta - 28.8.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur í samræmi við grein A.4. í reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna, samþykkt að veita Knattspyrnudeild Hvatar undanþágu fyrir félagaskipti markvarðar fyrir meistaraflokk karla. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Örfáir miðar eftir á Ísland - Danmörk - 27.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Danmerkur, er fram fer miðvikudaginn 6. september kl. 18:05 á Laugardalsvelli, gengur mjög vel.  Örfáir miðar eru eftir á leikinn og eru allra síðustu forvöð til þess að tryggja sér miða. Lesa meira
 
Alidkv2004-0404

Tap gegn Svíum - 26.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því sænska á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0-4 eftir að staðan var 0-1 í hálfleik.  Íslenska liðið barðist vel í leiknum en sænska liðið reyndist of sterkt. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarliðið gegn Svíum tilkynnt - 25.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Svíum.  Leikurinn hefst kl. 14:00, laugardaginn 26. ágúst og fer fram á Laugardalsvelli.  Aðgangur á leikinn er ókeypis.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars karla - 25.8.2006

Mánudag og þriðjudag fara fram undanúrslitaleikirnir í VISA-bikar karla.  Mánudaginn 28. ágúst mætast Víkingur og Keflavík og daginn eftir, þriðjudaginn 29. ágúst, eigast við Þróttur og KR.  Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum og hefjast kl. 20:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fleiri mörk fyrir hjartveik börn - 25.8.2006

Eins og kunnugt er ætlar Landsbankinn að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.  Hefur bankinn heitið á hvert mark er skorað verður í 15. umferð Landsbankadeildar karla og kvenna.

Lesa meira
 
Eyjolfur_sverrisson_U21-2004-0001

Landsliðshópurinn tilkynntur - 25.8.2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn er mætir Norður-Írum og Dönum.  Leikurinn við Norður-Íra er leikinn í Belfast 2. september en leikurinn við Dani er á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 6. september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U18 karla gegn Póllandi - 25.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Liðið hefur gert jafntefli við Belga og tapað gegn Slóvakíu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Hauka gegn Þrótti - 25.8.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Hauka gegn Þrótti varðandi leik í 1. deild kvenna A.  Fór leikurinn fram 1. ágúst 2006 á Valbjarnarvelli og lauk með sigri Þróttar, 3-2.  Dómstóllinn úrskurðar að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Ísland - Svíþjóð laugardaginn kl. 14:00 - 25.8.2006

Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli 26. ágúst kl. 14:00 og er leikurinn í riðlakeppni HM.  Þessi leikur er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í keppninni og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að koma á völllinn og hvetja stelpurnar.  Aðgangur á leikinn er ókeypis. Lesa meira
 
Nicole_Petignat_domari

Nicole Petignat dæmir leik Íslands og Svíþjóðar - 25.8.2006

Dómari leiks Íslands og Svíþjóðar á laugardaginn er einn þekktasti dómari Evrópu, Nicole Petignat frá Sviss.  Hún dæmdi m.a. úrslitaleik Heimsmeistarakeppni kvenna árið 1999 þegar að Kína og Bandaríkin mættust í Los Angeles. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jörundur Áki í tveggja leikja bann - 25.8.2006

Aganefnd UEFA hefur úrskurðað Jörund Áka Sveinsson, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, í tveggja leikja bann vegna brottvísunar hans í leik Íslendinga og Tékka þann 19. ágúst síðastliðinn. Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík auglýsir eftir þjálfurum yngri flokka - 24.8.2006

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar UMFN  auglýsir eftir þjálfurum fyrir 3. til 7. flokk pilta.. Knattspyrnudeild UMFN  er með metnaðarfullt starf þar sem fagmennska og forvarnir eru höfð að leiðarljósi.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla mætir Ítölum 1. september - 24.8.2006

Lúka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Ítölum í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.  Leikurinn er leikinn á Laugardalsvelli, föstudaginn 1. september kl. 19:00. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tap gegn Slóvakíu hjá U18 karla - 23.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið tapaði gegn Slóvakíu í dag en leikurinn var liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Lauk leiknum 1-3 en Íslendingar komust yfir snemma leiks.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Skorað fyrir gott málefni - 23.8.2006

Landsbankinn hefur heitið á liðin í Landsbankadeild karla og kvenna að skora sem flest mörk í næstu umferðum deildanna.  Fyrir hvert skorað mark mun bankinn styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, um ákveðna upphæð. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Vina gegn Neista Djúpavogi - 23.8.2006

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli Vina gegn Neista frá Djúpavogi.  Leikurinn fór fram 1. júlí sl. og var leikinn í Boganum á Akureyri.  Liðin léku í D-riðli 3. deildar Íslandsmótsins. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Óbreyttur hópur fyrir leikinn gegn Svíum - 23.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Svíum á Laugardalsvelli, laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00.  Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007.  Svíar eru efstir í riðlinum og hafa aðeins tapað stigi gegn Íslendingum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Jafntefli gegn Belgum hjá U18 - 23.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið gerði í gær jafntefli við Belga á alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Lauk leiknum með því að hvort lið skoraði eitt mark.  Liðið leikur í dag gegn Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og Breiðablik mætast í úrslitum - 23.8.2006

Valur og Breiðablik munu mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna er fram fer laugardaginn 9. september.  Þetta varð ljóst eftir leikir gærkvöldsins.  Valur sigraði Stjörnuna í undanúrslitum og Breiðablik vann Fjölni. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasala á leik Íslands og Danmerkur hafin - 22.8.2006

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppni landsliða er hafin á ksi.is og midi.is.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasölu seinkar á landsleik Íslands og Danmerkur - 22.8.2006

Verið er að vinna í uppsetningu á miðasölukerfi vegna leiks Íslands og Danmerkur.  Vegna þess mun opnun á miðasölu seinka en opnað verður síðar í dag.  Fylgist með hér á síðunni um opnun miðasölunnar. Lesa meira
 
Sviarkvenna

Leikreynt kvennalandslið Svía mætir til leiks - 22.8.2006

Svíar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00.  Lið Svía er geysisterkt og mjög leikreynt en sex leikmenn hafa leikið yfir 100 landsleiki. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U18 karlalandsliðið leikur í Tékklandi - 22.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið er statt í Tékklandi þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu móti.  Ísland leikur í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Póllandi á mótinu.  Fyrsti leikur liðsins í mótinu er í dag kl. 15:00 þegar liðið leikur við Belga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna í dag - 22.8.2006

Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikar kvenna fara fram í dag.  Á Valbjarnarvelli eigast við Valur og Stjarnan og hefst leikurinn kl. 17:00.  Hálftíma síðar, kl. 17:30, mætast á Kópavogsvelli Breiðablik og Fjölnir. Lesa meira
 
Eiður Smári leikur á varnarmann Suður-Afríku

Miðasala á Ísland- Danmörk hefst á hádegi í dag - 22.8.2006

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur, hefst kl. 12:00 í dag, þriðjudag.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 6. september kl. 18:05.  Hægt er að kaupa miða á netinu og verslunum Skífunnar og BT-tölva. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumótum lokið - 21.8.2006

Úrslitakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ fór fram um helgina.  Leikið var annars vegar í úrslitakeppni SV-lands og hins vegar NL / AL.  Meðfylgjandi er yfirlit yfir sigurvegara í mótum helgarinnar.

Lesa meira
 
richmond_university

Kvennalandsliðið leikur á Richmond Stadium í Virginíu - 21.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Bandaríkin 8. október næstkomandi.  Leikið verður á velli háskólans í Richmond í Virginíu.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ESPN2 í Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Völsungur vann VISA bikar NL hjá 3. flokki kvenna - 21.8.2006

Völsungur sigraði í VISA-bikarkeppni Norðurlands hjá 3. flokki kvenna með sigri á Tindastól. Lauk leiknum með sigri Húsavíkurstelpnanna með þremur mörkum gegn tveimur en leikið var á Húsavíkurvelli.

Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már við dómgæslu í Belfast - 21.8.2006

Egill Már Markússon og Pjetur Sigurðsson er staddir þessa dagana í Belfast þar sem þeir eru að dæma í áhugamannakeppni UEFA.  Keppnin er héraðsskipt og geta löndin sent “landslið” ákveðins héraðs til leiks. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni 3. deildar - 19.8.2006

Eftir leiki dagsins er ljóst hvaða lið leika í úrslitakeppni 3. deildar en hún hefst um næstu helgi,  laugardaginn 26. ágúst. Liðin sem mætast í 8. liða úrslitum eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Fram

Framarar komnir upp - 19.8.2006

Framarar tryggðu sér sæti í Landsbankadeild að ári með sigri á Þrótturum í gær.  Framarar skoruðu eitt mark í leiknum og það dugði til enda hefur Framliðið aðeins fengið á sig 11 mörk í þeim 15 leikjum er þeir hafa leikið.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Stelpurnar töpuðu gegn Tékkum - 19.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu laut í lægra haldi gegn Tékkum í dag.  Lauk leiknum með því að Tékkar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur íslenskum.  Íslenska liðið leikur gegn Svíum laugardaginn 26. ágúst á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

Byrjunarliðið gegn Tékkum - 18.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum á laugardag kl. 16:00 á Laugardalsvelli.  Ókeypis aðgangur er á leikinn og eru landsmenn hvattir til þess að mæta.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Allir á völlinn kl. 16:00 á laugardag - 18.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun, laugardag, gegn Tékkum í undankeppni fyrir HM 2007.  Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Ókeypis er á völlinn og getur stuðningur skipt sköpum fyrir stelpurnar í leiknum. Lesa meira
 
Stukaagust2006

Síðasta sperran komin upp - 18.8.2006

Eins og landsmenn sáu síðasta þriðjudag, þá er vesturstúka Laugardalsvallar að gangast undir miklar breytingar.  Ennþá er unnið á fullu og keppst við að þakið verði tilbúið fyrir 6. september.  Síðasta sperran í þakinu var sett upp í dag. Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík komið í 1. deildina - 18.8.2006

Njarðvíkingar tryggðu sér í gærkvöldi, sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili.  Þetta var ljóst eftir sigur þeirra á Aftureldingu í gær á heimavelli.  Þrjú lið fara upp úr annarri deildinni að þessu sinni vegna fjölgunar í 1. deild. Lesa meira
 
Alidkv2004-0349

Kvennalandsliðið undirbýr sig af krafti - 17.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið í knattspynu undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum.  Liðið kom saman á þriðjudaginn og æfa einu sinni á dag fram að leik.  Leikurinn er á laugardaginn á Laugardalsvelli og er ókeypis inn á völlinn. Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

KSÍ leitar að bókum um sögu íslenskrar knattspyrnu - 17.8.2006

Í gegnum árin hafa mörg félög gefið út bók um sögu knattspyrnunnar í viðkomandi félagi.  Það hafa líka verið gefnar út bækur um sögu einstakra knattspyrnumanna.  KSÍ leitar nú eftir að fá eintak af þessum bókum til varðveislu á bókasafni KSÍ. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Markalaust jafntefli í Austurríki - 16.8.2006

U21 karlalandslið Íslands og Austurríkis gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í dag, miðvikudag, en leikurinn fór fram í Austurríki.  Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum og segja má að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Hattar gegn Fjarðabyggð - 16.8.2006

Knattspyrnudómstóll KSÍ hefur dæmt í máli Hattar gegn Fjarðabyggð.  Var kært vegna leiks í 2. flokki karla C2 sem fram fór 31. júlí síðastliðinn og var leikinn á Vilhjálmsvelli.

Lesa meira
 
Litháen - Sjálfstæði í 15 ár

"Landsleikur" á Fylkisvelli á föstudag - 16.8.2006

Á föstudag fer fram áhugaverður knattspyrnuleikur á gervigrasvelli Fylkis í Árbæ.  Þá mætast LT United frá Litháen og íslenska liðið Umf. Ragnan í "vináttulandsleik" í tengslum við 15 ára sjálfstæðisafmæli Litháens. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Eistlandi í dag - 16.8.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Eistlands og Makedóníu er fram er í Eistlandi í dag.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008.  Honum til aðstoðar verða Eyjólfur Finnsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari, Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Kvennalandsliðið í eldlínunni á laugardaginn - 16.8.2006

Íslenska A-landslið kvenna verður í eldlínunni á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Tékkum.  Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Leikurinn er liður í riðlakeppni HM 2007. Frítt verður á þennan leik.

Lesa meira
 
ritzing

U21 karlalandsliðið leikur í dag - 16.8.2006

Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Austurríkismenn í riðlakeppni fyrir EM hjá U21 landsliðum.  Leikurinn er fyrsti leikur riðilsins en Ítalir skipa einnig þennan riðil.  Aðeins er leikinn einn leikur við hvora þjóð. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Markalaust jafntefli gegn Spánverjum - 15.8.2006

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Spánverja í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lauk leiknum með markalausu jafntefli og var leikurinn prýðilegur af hálfu Íslendinga. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Spáni - 15.8.2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik í kvöld kl. 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landslið U18 karla valið - 15.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Tékklandi 21. ágúst - 27. ágúst.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Sala stæðismiða á Laugardalsvelli í dag - 15.8.2006

Sala stæðismiða á ksi.is og midi.is og einnig við Laugardalsvöll frá kl. 10:00 við aðalinngang vallarins í vesturstúku.   Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega því aðgöngumiðar eru skannaðir inn við aðgönguhlið.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Uppselt í sæti á Spánarleikinn - 14.8.2006

Í dag seldust upp síðustu miðarnir í sæti á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hefst kl. 20:00, þriðjudaginn 15. ágúst.  Enn er hægt að kaupa miða í stæði en forsöluafsláttur er til miðnættis í kvöld. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Eiði Smára gefið frí gegn Spánverjum - 14.8.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í vináttulandsleiknum gegn Spáni.  Í samráði við lækna íslenska liðsins og landsliðsþjálfara var ákveðið að gefa Eiði frí í þessum leik.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðeins nokkur hundruð miðar eftir í sæti - 14.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, þriðjudaginn 15. ágúst, gengur mjög vel og í morgun voru nokkur hundruð miðar eftir í sæti.  Ljóst er að sætismiðar munu seljast upp í dag en einnig er hægt að kaupa miða í stæði á þennan leik. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Um 1000 miðar óseldir í sæti - 13.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, er fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00, gengur mjög vel.  Í dag, sunnudag, eru aðeins um 1000 miðar óseldir í sæti.  Einnig eru seldir miðar í stæði á þennan vináttulandsleik. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Kári, ÍH og Höttur í úrslitakeppnina - 13.8.2006

Þrjú lið til viðbótar hafa tryggt sér sæti i úrslitakeppni 3. deildar karla.  Eru það Kári frá Akranesi, ÍH úr Hafnarfirði og Höttur frá Egilsstöðum.  Lokaleikir riðlakeppni 3. deildar fara fram laugardaginn 19. ágúst. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Um 2500 sæti eftir á landsleikinn gegn Spáni - 11.8.2006

Miðarnir renna hratt út á vináttulandsleik Íslands og Spánar sem fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Um 2500 sæti voru eftir á leikinn seinni partinn í dag, föstudag.  Salan tók góðan kipp í dag eftir að hópur Spánverja var tilkynntur. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Magni og Völsungur komin í úrslit í 1. deild kvenna - 11.8.2006

Eftir úrslit gærkvöldsins er ljóst að Magni Grenivík og Völsungur frá Húsavík hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.  Skipa þau 2 efstu sætin í B-riðli en í A-riðli er baráttan gríðarlega hörð. Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt fyrst að tryggja sig í úrslitakeppni 3. deildar - 11.8.2006

Hvöt frá Blönduósi var í gær fyrst liða til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 3. deildar.  Þetta var ljóst í gær, eftir að þeir sigruðu Tindastól á Sauðárkróki með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Leikið til úrslita í Polla-og Hnátumótum 2006 - 11.8.2006

Svæðisbundin úrslitkeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 19.-20. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um þessar úrslitakeppnir.

Lesa meira
 
faroe_logo

Norræn dómaraskipti - 11.8.2006

Páll Augustinussen, dómari frá Færeyjum, mun dæma leik Leiknis og Stjörnunnar í 1. deild karla í kvöld.  Er þetta liður í norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 18. - 20. ágúst - 11.8.2006

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 18. - 20. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1991, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Sterkasta lið Spánverja mætir til leiks - 11.8.2006

Luis Aragones hefur tilkynnt hópinn er kemur til Íslands og mætir Íslendingum í vináttulandsleik, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Lið Spánverja er stjörnum prýtt og mæta þeir með sitt sterkasta lið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága veitt vegna félagaskipta - 11.8.2006

Samninga- og félagskiptanefnd hefur í samræmi við grein A.4. í reglugerð KSÍ um félagskipti leikmanna samþykkt að veita Knattspyrnudeild Fylkis undanþágu fyrir félagskipti markvarðar fyrir meistaraflokk kvenna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

25 þjálfarar fara til Englands á KSÍ VI þjálfaranámskeiðið - 11.8.2006

Fræðslunefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur valið úr 35 umsóknum sem bárust frá þjálfurum sem vildu komast inn á KSÍ VI þjálfaranámskeiðið sem verður haldið á Lilleshall, Englandi þann 29.október - 5.nóvember næstkomandi.  Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðar seljast vel á Ísland-Spánn - 11.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Spánar gengur vel en selt er í fyrsta skipti í gegnum nýtt miðasölukerfi á vegum midi.is.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og BT-tölva. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir í Danmörku - 10.8.2006

Egill Már Markússon dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik OB Odense frá Danmörku og Llanelli frá Wales í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða.  Leikið er í Óðinsvéum í Danmörku. Lesa meira
 
errea

Ísland leikur í nýjum búningum - 10.8.2006

Íslenska landsliðið mun leika í glænýjum búningum í vináttulandsleik þeirra gegn Spáni, 15. ágúst nk.  Um er að ræða nýja búninga frá Errea og verða Íslendingar albláir í leiknum. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 10.8.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Spánn afhenta föstudaginn 11. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar.

Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Hjálmar Jónsson inn í landsliðshópinn - 10.8.2006

Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spáni, þriðjudaginn 15. ágúst.  Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg kemur inn í hópinn í stað Brynjars Björns Gunnarssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik mætir austurísku meisturunum í dag - 10.8.2006

Breiðablik leikur annan leik sinn í dag í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Mæta þær þá SV Neulengbach kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Bæð þessi lið unnu sína fyrstu leiki i riðlinum og má því búast við hörkuleik í dag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ - 9.8.2006

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar ÍA gegn knattspyrnudeild ÍR.  Varðaði það leik á milli félaganna í 4. flokki A. sem fram fór 16. maí síðastliðinn.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Hópurinn er mætir Tékkum - 9.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn er mætir Tékkum, laugardaginn 19. ágúst kl. 16:00.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland sem stendur í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Tékkar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Sigurvin valinn bestur í umferðum 7-12 - 9.8.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í Iðnó.  Sigurvin Ólafsson var valinn besti leikmaður þessara umferða og þá fengu stuðningsmenn KR viðurkenningu fyrir framlag sitt. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir eru bestir í umferðum 7-12? - 9.8.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla verða afhentar í hádeginu í dag, miðvikudag, í Iðnó við Reykjavíkurtjörn.  Spennandi verður að sjá hverja valnefndin hefur talið hafa skarað fram úr í miðhluta mótsins.

Lesa meira
 
ussoccer

Vináttulandsleikur gegn Bandaríkjunum - 8.8.2006

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð Bandaríska knattspyrnusambandsins um að íslenska kvennalandsliðið mun leika vináttulandsleik við Bandaríkin, sunnudaginn 8. október næstkomandi.  Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur byrja vel í Austurríki - 8.8.2006

Breiðablik hóf þátttöku sína í Evrópukeppni félagsliða kvenna með látum og sigruðu SU 1° Dezembro frá Portúgal með fjórum mörkum gegn engu.  Þær spila annan leik sinn í riðlinum á fimmtudaginn gegn heimastúlkum í SV Neulengbach. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Hópurinn valinn er mætir Spánverjum - 8.8.2006

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Miðasala er í fullum gangi á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel.
 
Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Leiktími á leiki Íslendinga í riðlakeppni EM 2008 - 8.8.2006

Ákveðnir hafa verið leiktímar á landsleiki Íslendinga í riðlakeppninni fyrir EM 2008.  Um er að ræða leiki gegn Norður-Írum, Dönum og Svíum.  Leikirnir gegn Danmörku og Svíþjóð eru leiknir heima en leikurinn gegn Norður-Írum fer fram í Belfast. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe_5saetid

U17 karla endaði í fimmta sæti - 8.8.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið sigraði U19 Færeyja með tveimur mörkum gegn einu í leiknum um fimmta sætið.  Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti á þessu Norðurlandamóti er fram fór í Færeyjum.  Danir urðu Norðurlandameistarar. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur leika í Evrópukeppni félagsliða - 4.8.2006

Íslandsmeistarar kvenna,  Breiðablik, halda um helgina til Austurríkis og taka þar þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Með þeim í riðli eru SV Neulengbach frá Austurríki, Newtownabbey frá Norður-Írlandi og SU 1° Dezembro frá Portúgal. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Leikið við U19 lið Færeyja um fimmta sætið - 4.8.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið leikur á laugardag við U19 lið Færeyinga.  Er leikurinn um fimmta sæti mótsins en þetta lið Færeyja leika sem gestir á mótinu.  Tíl úrslita í mótinu leika Danir og Englendingar. Lesa meira
 
Windsor-Park

Miðar á leik N-Írlands og Íslands 2. september - 3.8.2006

Þann 2. september nk. hefur íslenska landsliðið þátttöku sína í undankeppni fyrir EM 2008.  Leika þeir þá við Norður Írland ytra og er leikið á Windsor Park í Belfast.  Stuðningsmenn Íslands geta keypt miða hjá KSÍ og kostar hann 3.500 krónur. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Tap gegn Færeyingum - 3.8.2006

U17 karlalandslið Íslands beið í dag, lægri hlut gegn Færeyingum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Færeyjum.  Sigruðu heimamenn með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Byrjunarlið U17 er mætir Færeyingum - 3.8.2006

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Færeyingum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Leikið verður svo til úrslita um sæti á laugardaginn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 liðið valið er mætir Austurríki - 3.8.2006

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Austurríkismönnum í Ritzing þann 16. ágúst í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.
 
Lesa meira
 
FH

FH úr leik í Meistaradeildinni - 3.8.2006

Íslandsmeistarar FH eru fallnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Legia frá Varsjá.  Lokatölur leiksins í gær urðu 2-0 fyrir heimamenn í Legia en þeir unnu einnig fyrri leikinn, 1-0. Lesa meira
 
ÍA

Aganefnd ávítir leikmann ÍA - 2.8.2006

Aganefnd tók fyrir á fundi sínum 1. ágúst 2006, mál vegna ummæla Bjarna Guðjónssonar leikmanns ÍA.  Eru Bjarna veittar ávítur vegna ummælanna og knattspyrnudeild ÍA sektuð um 10.000 kr. vegna framkomu hans.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2006 - 2.8.2006

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á mótafyrirkomulagi frá því í fyrra.  Í keppni 7 manna liða er hver flokkur skipaður einum árgangi í stað tveggja áður.  Leikið er í keppni 11 manna liða í október skv. nýrri árgangaskipan. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasala á Ísland - Spánn hafin - 2.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hafin á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.. 

Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Stúkan tekur á sig skýrari mynd - 2.8.2006

Eins og flestir vita standa yfir miklar framkvæmdir við stúkubygginguna á Laugardalsvelli.  Unnið er dag og nótt þessa dagana og tekur stúkan á sig skýrari mynd á hverjum degi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 2.8.2006

Vegna undanúrslita í Visa bikarkeppni karla dagana 28. og 29. ágúst hefur leikjum í 14. og 15. umferð Landsbankadeildar karla verið breytt.  Leikirnir eru eftirfarandi: Lesa meira
 
Þór

Landsbankamót Þórs á Akureyri - 2.8.2006

Dagana 15. – 17. september 2006 heldur knattspyrnudeild Þórs árlegt knattspyrnumót fyrir 4. flokk karla og kvenna. Mótið er eingöngu fyrir þennan aldurshóp og dagskrá mótsins unnin með þennan aldur í huga, sannkallað fótboltapartí!

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningum frestað um viku - 2.8.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla verða afhentar í Iðnó, miðvikudaginn 9. ágúst kl. 12:00.  Upphaflega átti að afhenda þessar viðurkenningar 2. ágúst en því hefur verið frestað. Lesa meira
 
FH

FH leikur gegn Legia Varsjá í dag - 2.8.2006

Íslandsmeistarar FH mæta Legia Varsjá ytra í dag kl. 18:30.  Leikurinn er seinni leikur liðanna en fyrri leiknum, í Hafnarfirði, lauk með sigri pólska liðsins, 0-2.  Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Tap gegn Dönum hjá U17 karla - 1.8.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði gegn Dönum í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Lokatölur urðu 1-3 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.  Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Byrjunarlið U17 gegn Dönum í dag - 1.8.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í dag kl. 13:30.  Leikurinn er annar leikur liðsins á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Liðið sigraði Finna í gær með fimm mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
VISA_2006_Throttur_KR

Dregið í undanúrslitum VISA-bikarsins - 1.8.2006

Í hádeginu í dag var dregið til undanúrslita í VISA-bikarkeppninni á Hótel Loftleiðum.  Í kvennaflokki mætast Breiðablik og Fjölnir annarsvegar og Valur og Stjarnan hinsvegar.  Hjá körlunum drógust Víkingur og Keflavík saman og Þróttur og KR. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög