Fréttir

Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Úrslitaleikur A-deildar kvenna í dag - 30.4.2006

Í dag kl. 16:30 í Egilshöll eigast við Valur og Breiðablik í úrslitaleik deildarbikars kvenna.  Valsstúlkur eru núverandi handhafar bikarsins en Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa unnið titilinn oftast allra, fjórum sinnum.

Lesa meira
 
faroe_logo

Atlantic bikarinn eftir í Færeyjum - 30.4.2006

Færeysku meistararnir í B36 höfðu betur gegn Íslandsmeisturum FH í leik þeirra um Atlantic bikarinn er háður var í Þórshöfn á laugardaginn.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Öruggur sigur á Rúmenum í lokaleiknum - 29.4.2006

U19 landslið kvenna vann í dag öruggan sigur á Rúmenum í lokaumferð milliriðils EM, sem fram fór í Rúmeníu.  Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði tvö mörk fyrir íslenska liðið.  Danir lögðu Englendinga í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Rúmeníu - 29.4.2006

U19 landslið kvenna leikur í dag lokaleik sinn í milliriðli EM, sem fram fer í Rúmeníu.  Mótherjarnir í dag eru einmitt heimamenn, Rúmenar, en bæði liðin eru án stiga eftir töp gegn Englendingum og Dönum.

Lesa meira
 
FH

B36 og FH leika í dag - 29.4.2006

Í dag kl. 15:00 leika Íslandsmeistarar FH við Færeyjameistarana í B36.  Leikurinn fer fram í Þórshöfn í Færeyjum að þessu sinni en leiknum er skipt á milli landanna.  Hafnfirðingar eru handhafar titilsins eftir að hafa sigrað HB í Egilshöllinni á síðasta ári. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Keflavík og FH í úrslitum deildarbikars - 29.4.2006

Það verða Keflvíkingar sem að mæta Íslandsmeisturum FH í úrslitaleik deildarbikarkeppni KSÍ.  Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum eftir sigur á ÍBV með tveimur mörkum gegn einu.  Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Lesa meira
 
A lið kvenna

Breyting á hópnum gegn Hvít-Rússum - 28.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt um eina breytingu á hópnum fyrir leikinn gegn Hvít Rússum í Minsk.  Málfríður Erna Sigurðardóttir kemur í hópinn í stað Olgu Færseth. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Dönum - 27.4.2006

Íslensku stelpurnar í U19 landsliðinu léku í dag sinn annan leik í undanriðli fyrir EM, sem fram fer í Rúmeníu.  Leiknum lyktaði 1-2 fyrir þær dönsku eftir að þær höfðu tveggja marka forystu í hálfleik Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Danmörku - 27.4.2006

Annar leikur íslenska U19 kvennalandsliðisins í undanriðli EM, fer fram í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Mæta þá stelpurnar dönsku stöllum sínum en danska liðið sigraði það rúmenska í sínum fyrsta leik, 7-0. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður í Middlesbrough - 26.4.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á seinni leik Middlesbrough og Steua Búkarest.  Leikurinn er í undanúrslitum UEFA keppninnar og verður leikinn á morgun, fimmtudag. Lesa meira
 
Fífan

Eyjamenn eða Keflvíkingar í úrslit - 26.4.2006

Seinni undanúrslitaleikur í A deild deildarbikars karla fer fram í Egilshöll, föstudaginn 28. apríl kl. 19:00.  Eigast þá við lið ÍBV og Keflavíkur og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign mæta FH í úrslitum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Samband að komast á - 25.4.2006

Vegna framkvæmda við Laugardalsvöll er erfitt að ná sambandi við skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum

A landslið kvenna gegn Hvít-Rússum valið - 25.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt liðið sem mætir Hvít-Rússum ytra þann 6. maí nk.  Leikurinn er liður í undankeppni HM 2007. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Stórt tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 25.4.2006

Íslenska U19 kvennaliðið tapaði fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en riðillinn er leikinn í Rúmeníu.  Íslenska liðið tapaði 1-7 og er það stærsta tap hjá íslenska U19 kvennaliðinu frá upphafi. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Valur og Breiðablik í úrslitum deildarbikars kvenna - 25.4.2006

Eftir leiki gærdagsins er ljóst að Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik deildarbikars kvenna.  Breiðablik bar sigurorð af Stjörnunni í undanúrslitum og Valsstúlkur slógu út KR eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Þrjú lið komin í undanúrslit B-deildar karla - 25.4.2006

Þrjú lið hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum B-deildar Deildarbikars karla, en fjórða liðið verður annað hvort Fjarðabyggð og Höttur.  Hattarmenn þurfa að vinna leik sinn á fimmtudag til að komast upp fyrir Fjarðabyggð í riðlinum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi - 25.4.2006

Á slaginu kl. 11 að íslenskum tíma hefst leikur Englands og Íslands í millirðlum fyrir EM sem fram fer þessa dagana í Rúmeníu.  Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Enn hægt að fá miða á HM 2006 á netinu - 24.4.2006

Ennþá eru eftir miðar á HM 2006 í Þýskalandi sem hefst 9. júní.  Fimmta þrep söluferlis FIFA hefst 1. maí en einungis er hægt að kaupa miða á sérstakri HM síðu FIFA. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

U21 karla hópurinn sem mætir Andorra - 24.4.2006

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Andorra ytra þann 3. maí í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.  Þetta er fyrri leikur þessara þjóða en seinni leikurinn fer fram hér heima 1. júní. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Undanúrslit deildarbikars kvenna í kvöld - 24.4.2006

Undanúrslit í A-deild deildarbikars kvenna fara fram í kvöld.  Á Stjörnuvelli kl. 18:30 mætast Stjarnan og Breiðablik og þar á eftir, kl. 20:30, eigast við Reykjavíkurfélögin Valur og KR. Lesa meira
 
FH

FH-ingar í úrslitaleikinn eftir sigur á Þór - 24.4.2006

FH-ingar tryggðu sér á sunnudag sæti í úrslitaleik Deildarbikars karla með því að leggja Þórsara með tveimur mörkum gegn engu í undanúrslitaleik í Fífunni.  Mótherjar þeirra verða annað hvort Keflvíkingar eða Eyjamenn.

Lesa meira
 
Fífan

Undanúrslit í Deildarbikar karla hefjast á sunnudag - 22.4.2006

Undanúrslitin í Deildarbikarkeppni karla hefjast á sunnudag þegar FH og Þór mætast í Fífunni kl. 17:00.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll á fimmtudag, en þar mætast Keflavík og ÍBV. Lesa meira
 
Íslandskort

Luka heimsækir Egilsstaði á þriðjudaginn - 21.4.2006

Útbreiðslu- og þjálfunarverkefni KSÍ heldur áfram undir stjórn Luka Kostic.  Nú er komið að því að heimsækja Egilsstaði og mun Luka vera þar þriðjudaginn 25. apríl.  Dagskrá hans byggir bæði á verklegum og bóklegum æfingum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómararáðstefna á Selfossi - 21.4.2006

Um helgina hittast landsdómarar á Selfossi og búa sig undir sumarið.  Verður þar farið yfir breyttar áherslur í dómgæslu og breytingar á knattspyrnulögunum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óúttekin leikbönn fyrir 2006 - 21.4.2006

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf með lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
KR

Knattspyrnudeild KR áminnt - 20.4.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli HK gegn KR, en HK lagði fram kvörtun þar eð talið var að fulltrúi KR hefði í leyfisleysi haft samband við samningsbundna leikmenn KR.

Lesa meira
 
Bendingar aðstoðardómara

Unglingadómaranámskeið hefst 28. apríl - 19.4.2006

Annað unglingadómaranámskeið ársins hefst 28. apríl næstkomandi og er sem fyrr að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Nýr styrkleikalisti FIFA - 19.4.2006

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað og er í 97. sæti.  Fyrstu mótherjar okkar í undankeppni EM 2008, Norður Írar, skjótast upp fyrir okkur á listanum. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U 19 kvenna - hópurinn valinn - 19.4.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn í U19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðlum EM sem fram fara nú í apríl í Rúmeníu.

Lesa meira
 
KSÍ

Úrslit í leik Víkings Ó. og FH skulu standa - 19.4.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings Ólafsvíkur og FH í meistaraflokki karla sem fram fór í deildarbikarkeppni karla hinn 19. mars 2006.  Úrslit leiksins skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Haukar

Sæmd heiðursmerkjum í 75 ára afmæli Hauka - 19.4.2006

Fimmtudaginn 13. apríl síðastliðinn var haldið upp á 75 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka og voru af því tilefni veitt þrjú silfurmerki KSÍ og tvö gullmerki KSÍ. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Lokasprettur deildarbikarsins - 19.4.2006

Riðlakeppni deildarbikarkeppni KSÍ er að renna sitt skeið á enda þessa dagana.  Riðlakeppni A deildar kvenna kárast í kvöld, miðvikudag og riðlakeppni í A deild karla klárast á fimmtudag. Lesa meira
 
7 manna bolti

Niðurröðun staðfest í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks - 18.4.2006

Staðfesta leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks  má nú finna hér til vinstri í valmyndinni.  Leikið er á hinum ýmsu völlum á Faxaflóasvæðinu í maí og eru heimalið umsjónaraðilar viðkomandi riðla. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands

Fyrsti ósigurinn gegn Hollendingum staðreynd - 12.4.2006

A landslið kvenna beið í kvöld ósigur gegn Hollendingum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeim appelsínugulu tekst að vinna sigur á íslenska liðinu.  Sigurmark hollenska liðsins kom í síðari hálfleik. Lesa meira
 
Páskakveðja frá KSÍ !!!

Páskakveðja frá KSÍ !!! - 12.4.2006

KSÍ sendir páskakveðjur til knattspyrnuáhugafólks um land allt.  Hafið það sem allra best um páskana, verið góð við hvert annað og njótið góðra stunda með vinum og ættingjum.  Ekki væri verra að skella sér út á næsta grasblett og spila fótbolta, eða bara sparka á milli ..... Lesa meira
 
Íslandskort

Luka í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn - 12.4.2006

Luka Kostic sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ um þessar mundir.  Hefur hann sótt fjölmörg lið um allt land hingað til og þriðjudaginn, 18. apríl, er komið að Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
A lið kvenna

Byrjunarliðið gegn Hollandi í kvöld - 12.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem leikur vináttulandsleik gegn Hollendingum í kvöld.  Leikurinn fer fram á Oosteerenk Stadium í Zwolle hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Luka í Fífunni í dag - 11.4.2006

Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga.  Í dag, kl. 17:15, verður hann í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun staðfest í RM 6. og 7. flokks - 10.4.2006

Staðfest leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks liggur nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Athugið að afmarka má leit að leikjum með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar til Norður-Írlands - 10.4.2006

Í morgun var dregið í Intertotobikarnum og drógust Keflvíkingar á mót liði frá Norður-Írlandi í fyrstu umferð. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik leitar að þjálfurum - 10.4.2006

Breiðablik leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins, þá helst fyrir 5. og 6. flokk drengja.  Auk þess vantar aðstoðarþjálfara fyrir 3. flokk drengja.

Lesa meira
 
Íslenska liðið gegn Hollandi í Den Ham 5. júní 1996

Alltaf unnið Hollendinga - 10.4.2006

A landslið kvenna mætir Hollendingum í vináttulandsleik á miðvikudag.  Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður og hefur íslenska liðið unnið sigur í öllum viðureignunum. Síðasta viðureign liðanna var í undankeppni EM 1997. 

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Dregið í Intertoto-keppninni 2006 á mánudag - 7.4.2006

Á mánudag verður dregið í Intertoto-keppninni í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og eru Keflvíkingar fulltrúar íslenskra liða í ár.  Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt nokkuð.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjölmargir leikir í deildarbikarnum um helgina - 7.4.2006

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Deildarbikarkeppni KSÍ, bæði í karla - og kvennaflokki.  Einnig verður leikið í Faxaflóa- og Reykjavíkurmótum flestra yngri flokka karla og kvenna.

Lesa meira
 
Álftanes

Álftanesmótið í 7. flokki karla 2006 - 7.4.2006

Í sumar verður Álftanesmótið fyrir 7. flokk karla haldið 26. ágúst. Þetta mót var haldið fyrst sumarið 2005 og tókst mjög vel.  Keppt verður í A, B, C og D liðum og fara allir leikir fram á glæsilegum grasvelli félagsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík - 6.4.2006

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík föstudaginn 21. apríl.  Guðni Bergsson er ræðumaður kvöldsins og Hjálmar Hjálmarsson fer með gamanmál.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Heimsókn Luka til Egilsstaða frestað - 6.4.2006

Luka Kostic átti að heimsækja Egilsstaði í dag á ferð sinni um landið, en sú heimsókn féll niður af óviðráðanlegum orsökum.  Ný dagsetning verður ákveðin fljótlega og verður tilkynnt viðkomandi félögum. Lesa meira
 
Þorvaldur Ingimundarson

Nýr starfsmaður KSÍ - 6.4.2006

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Þorvaldar Ingimundarsonar sem starfsmanns í mótadeild.  Meginverkefni hans verða störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.

Lesa meira
 
Íslandskort

Hefur nú þegar heimsótt fjölmörg félög - 5.4.2006

Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur þegar heimsótt fjölmörg félög á ferð sinni um landið og mun á næstu vikum og mánuðum sækja enn fleiri félög heim.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

E-stigs þjálfarar þurfa að velja sér framhaldsnámskeið - 5.4.2006

KSÍ hefur í dag sent út tölvupóst og bréf til allra þjálfara sem hafa lokið við E-stigs þjálfaranámskeið KSÍ, en þjálfararnir eru 71 talsins. KSÍ fer fram á að þjálfararnir velji sér þá leið sem þeir vilja fara til að ljúka við UEFA A þjálfaragráðu.  Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Landsliðsæfingar U19 kvenna um páskana - 5.4.2006

Á þriðja tug leikmanna hafa verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna sem fram fara á Fylkisvelli um páskana.  Æfingarnar eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM milliriðil, sem fram fer í Rúmeníu í lok apríl.

Lesa meira
 
7 manna bolti

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 6. og 7. flokks - 5.4.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Leikið er á hinum ýmsu völlum á Faxaflóasvæðinu í maí og eru heimalið umsjónaraðilar viðkomandi riðla.

Lesa meira
 
Fífan

Úrtaksæfing U21 karla 15. apríl - 4.4.2006

Tæplega þrjátíu leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingu vegna U21 landsliðs karla, sem fram fer í Fífunni í Kópavogi laugardaginn 15. apríl.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Íslandskort

Luka heimsækir Akureyri og Egilsstaði í vikunni - 4.4.2006

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga í þessari viku.  Á þriðjudag heimsækir hann Akureyri, en á fimmtudag verður hann á Egilsstöðum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM 6. og 7. flokks - 3.4.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum, en leikið er í Egilshöll dagana 6. - 7. og 13. - 14. maí.  Upplýsingar um umsjónaraðila verða sendar út á næstunni.

Lesa meira
 
Ólafur Kristjánsson stýrði upphitun

Íslandsleikar Special Olympics tókust vel - 3.4.2006

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram síðastliðinn laugardag, en verkefnið er samstarfsverkefni Special Olympics á Íslandi og KSÍ.  Umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi er Íþróttasamband Fatlaðra.

Lesa meira
 
Holland - Ísland 0-1, EM - Rotterdam 24. september 1994

Hópurinn gegn Hollendingum tilkynntur - 3.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollendingum, sem fram fer á Oosterenk leikvanginum í Zwolle 12. apríl næstkomandi. 

Lesa meira
 
KSÍ

Aprílgabbið 2006: KSÍ ræður starfsmann til að sinna verkefnum erlendis - 1.4.2006

Vegna vaxandi umsvifa erlendis hefur KSÍ ákveðið að ráða starfsmann til að sinna verkefnum sambandsins á erlendri grundu.  Starfsmaðurinn mun hafa aðsetur í Nyon í Sviss, nálægt höfuðstöðvum UEFA. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög