Fréttir

Landsbankadeildin

Ný stjórn SED kjörin - 31.3.2006

Á fundi formanna og framkvæmdastjóra félaga í Landsbankadeild karla, sem fram fór í dag, föstudag, var kjörin ný stjórn SED - Samtaka félaga í efstu deild.  Jónas Þórhallsson úr Grindavík var endurkjörinn formaður.

Lesa meira
 
Vefur KSÍ

Vefstjórar athugið! XML-vefþjónusta opnuð á ksi.is - 31.3.2006

Sett hefur verið upp XML-vefþjónusta af ksi.is fyrir vefsíður.  Þannig er hægt að nálgast á vefnum mótaupplýsingar til að setja upp á öðrum vefsíðum, sem verða þá beintengdar við gagnagrunn KSÍ. Lesa meira
 
Special Olympics European Football Week

Íslandsleikar Glitnis og Special Olympics - 31.3.2006

Íslandsleikar Glitnis og Special Olympics fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 1. apríl.  Special Olympics eru alþjóðasamtök þroskaheftra íþróttamanna og er Íþróttasamband fatlaðra fulltrúi samtakanna hér á landi.  Lesa meira
 
Afríka

Ólöglegur leikmaður með Afríku gegn Hvíta riddaranum - 30.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Helgé Haahr lék ólöglegur með liði Afríku í leik gegn Hvíta Riddaranum í Deildarbikar karla þriðjudaginn 21. mars.

Lesa meira
 
Keflavík

Ólöglegur leikmaður með Keflavík gegn Stjörnunni - 29.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Whitney Ivey lék ólögleg með liði Keflavíkur í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikar kvenna sunnudaginn 19. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Grótta

Ólöglegir leikmenn með Gróttu gegn Sindra - 29.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Gróttu í leik gegn Sindra í Deildarbikarnum laugardaginn 25. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
FH

Úrskurðaðir í tveggja mánaða bann - 29.3.2006

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. mars að úrskurða þjálfara meistaraflokks kvenna hjá FH í tveggja mánaða leikbann og einn meðlim kvennaráðs félagsins í tveggja mánaða bann frá öllum stjórnunarstörfum í knattspyrnu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stjórn KSÍ samþykkti tillögur leyfisráðs um sektir - 29.3.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. mars, að fengnum tillögum Leyfisráðs, að sekta þrjú félög í Landsbankadeild karla vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum leyfisgögnum til Leyfisstjóra KSÍ. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þór/KA í Landsbankadeild kvenna 2006 - 28.3.2006

Sameiginlegt lið Akureyrarliðanna Þórs og KA hefur þegið boð stjórnar KSÍ um þátttöku í Landsbankadeild kvenna 2006.  Þór/KA kemur því í stað liðs ÍBV, en staðfest var á mánudag að Eyjastúlkur yrðu ekki með í deildinni. Lesa meira
 
Leikmenn Real Madrid hita upp fyrir leikinn

Sá leik Arsenal og Real Madrid í Meistaradeildinni - 28.3.2006

Síðastliðið haust vann Regína Einarsdóttir 1. vinning í boðsmiðaleik Landsbankans, ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA.  Regína bauð þremur fjölskyldumeðlimum með sér á viðureign Arsenal og Real Madrid.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍBV ekki með í Landsbankadeild kvenna 2006 - 27.3.2006

Nú er orðið ljóst að ÍBV mun ekki taka þátt í Landsbankadeild kvenna 2006.  Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum á mánudag að bjóða Þór/KA sæti í deildinni í stað ÍBV. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist - 27.3.2006

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár.  Þjálfarar hjá félögunum í Landsbankadeild karla hafa ekki verið nein undantekning þar á.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

Tveir vináttulandsleikir við Skota í september - 27.3.2006

Ákveðið hefur verið að U19 landslið karla leiki tvo vináttuleiki við Skota í byrjun september og fara báðir leikirnir fram í Skotlandi.  U19 landslið Íslands og Skotlands hafa mæst 13 sinnum áður.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum - 27.3.2006

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum helgina 31. mars - 2.apríl. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og verklegi hlutinn í Íþróttamiðstöðinni eða á sparkvelli. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víking vantar þjálfara fyrir 3. flokk kvenna - 27.3.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Mikil spenna í báðum riðlum A-deildar karla - 27.3.2006

Mikil spenna er í báðum riðlum A-deildar í Deildarbikarkeppni karla og útlit fyrir að ekki ráðist fyrr en í lokaumferðinni hvaða lið komast í undanúrslit. Í A-deild kvenna eru Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks í efsta sæti. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ á afmæli 26. mars - 26.3.2006

Knattspyrnusamband Íslands var stofnað 26. mars 1947 og átti því 59 ára afmæli á sunnudag.  Alls áttu 14 félög og íþróttabandalög aðild að KSÍ í byrjun.  Fyrsti formaður KSÍ var kjörinn Agnar Klemens Jónsson.

Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV hættir þátttöku í deildarbikar kvenna - 23.3.2006

ÍBV hefur hætt þátttöku í meistaraflokki kvenna í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Allir leikir liðsins í mótinu falla því niður.  Skýrast mun á næstu dögum hvernig þátttöku ÍBV í Landsbankadeild kvenna næsta sumar verður háttað.

Lesa meira
 
ÍH

Ólöglegur leikmaður með ÍH gegn Víði - 22.3.2006

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Valur Rafn Valgeirsson lék ólöglegur með liði ÍH í leik gegn Víði í Deildarbikarnum sunnudaginn 12. mars síðastliðinn, en hann er skráður í danskt félag.

Lesa meira
 
Fylkissvæðið - Malarvöllurinn vinstra megin er orðinn að gervigrasvelli ...

U19 landslið kvenna æfir um næstu helgi - 21.3.2006

Tæplega 30 leikmenn frá 9 félögum verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna um næstu helgi.  Æft verður á Fylkisvelli á laugardeginum og í Egilshöll á sunnudeginum.  Lesa meira

 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót 2006 í 6. og 7. flokki - 20.3.2006

Faxaflóamót í 6. og 7. flokki verða leikin í hraðmótsformi um helgar í maí og er hér með óskað eftir félögum sem vilja taka að sér umsjón á riðlum.  Riðlaskipting og leikjaniðurröðun er í höndum KSÍ og mun liggja fyrir í apríl.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið í 19. sæti á FIFA-listanum - 20.3.2006

A landslið kvenna er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið og stendur í stað frá því listinn var síðast gefinn út, en styrkleikalisti kvennaliða er gefinn út þrisvar sinnum á ári.

Lesa meira
 
Luka Kostic

Luka Kostic heimsækir aðildarfélögin - 17.3.2006

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur nú þegar hafið störf og mun fara í sínar fyrstu heimsóknir til aðildarfélaga í næstu viku.  Reykjanesbær, Höfn og Selfoss eru áfangastaðirnir.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nauðsynleg gögn hafa borist frá félögunum þremur - 17.3.2006

Á fundi sínum 9. mars síðastliðinn veitti leyfisráð þremur félögum í Landsbankadeild karla þátttökuleyfi með fyrirvara um að ákveðin skilyrði yrðu uppfyllt innan tímamarka sem ráðið setti.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 97. sæti á styrkleikalista FIFA - 16.3.2006

A landslið karla er í 97. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og fellur því um eitt sæti frá síðasta mánuði.  Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en baráttan á topp 10 þykir aldrei hafa verið eins jöfn.

Lesa meira
 
Þessir verða í fríi 24. júlí - 9. ágúst

Sumarfrí í yngri flokkum 2006 - 15.3.2006

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2006 að engir leikir verði á tímabilinu 24. júlí - 9. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga.

Lesa meira
 
Opin mót félaga eru vinsæl hjá yngri kynslóðinni

Knattspyrnumót sumarsins 2006 - 15.3.2006

Knattspyrnumót sumarsins 2006 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi sunnudaginn  26. mars. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 60. ársþings KSÍ - 15.3.2006

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 60. ársþings KSÍ, sem haldið var 11. febrúar síðastliðinn.  Sambandsaðilum er bent á að kynna sér vel þinggerðina m.t.t. breytinga á lögum og reglugerðum KSÍ.

Lesa meira
 
Magni

Ólöglegir leikmenn með Magna gegn Hetti - 15.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Magna í leik gegn Hetti í Deildarbikar karla sunnudaginn 12. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Fundur undirbúningshóps U19 kvenna fyrir EM 2007 - 13.3.2006

Fyrsti fundur undirbúningshóps U19 landsliðs Íslands fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna 2007 fer fram miðvikudaginn 15. mars.  Farið verður yfir undirbúning liðsins fram að móti og fyrirkomulag þrekmælinga kynnt. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stjörnur fyrir ofan félagsmerki á búningum - 13.3.2006

Á ársþingi KSÍ var samþykkt að heimila félögum í Landsbankadeildum karla og kvenna að setja stjörnur fyrir ofan félagsmerki á búningi, og miðast fjöldi stjarna þá við fjölda Íslandsmeistaratitila félagsins.

Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Ábendingar til félaga um staðalsamning KSÍ 2006 - 13.3.2006

Á síðasta ársþingi KSÍ voru samþykktar nokkrar breytingar á reglugerð KSÍ um staðalsamninga. Smellið hér að neðan til að skoða uppfærðar leiðbeiningar um samningsgerð sem vonandi gagnast samningsaðilum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ný riðlaskipting í 3. deild karla 2006 - 13.3.2006

Ákveðin hefur verið ný riðlaskipting í 3. deild karla.  Snörtur hefur hætt við þátttöku og Snæfell hefur verið samþykkt til keppni, auk þess sem fram komu óskir félaga á Austurlandi um að áður útgefin riðlaskipting yrði endurskoðuð.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Úrtaksæfingar U16 liðs karla um helgina - 13.3.2006

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla um næstu helgi - dagana 18. og 19. mars.  Æft verður í Reykjaneshöll og Egilshöll undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
UEFA

Halldór Örn á grasrótarrráðstefnu í Sviss - 13.3.2006

Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála á skrifstofu KSÍ, sækir í vikunni UEFA-ráðstefnu um grasrótarmál í Nyon í Sviss.  Yfirskrift ráðstefnunnar er "Knattspyrna í dag og á morgun". Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keppnisleyfi leikmanna - 13.3.2006

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna aðildarfélög sín á að leikmenn eru ekki hlutgengir til leiks með nýju félagi fyrr en keppnisleyfi hefur verið gefið út og ekki er hægt að treysta á það að keppnisleyfi séu gefin út um helgar.

Lesa meira
 
Frá KR-velli

Öllum 10 félögunum veitt þátttökuleyfi - 13.3.2006

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 9. mars þátttökuleyfi til handa þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.  Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ hefur sölu á DVD disk með knatttækniæfingum - 10.3.2006

KSÍ hefur hafið sölu á DVD diski frá austurríska knattspyrnusambandinu (Challenge 2008) sem miðar að því að bæta knatttækni hjá leikmönnum.  DVD diskurinn nýtist bæði þjálfurum og leikmönnum. Lesa meira
 
Margrét Lára reynir markskot (Mynd: MBL)

Eins marks tap gegn Englandi - 9.3.2006

A landslið kvenna tapaði í kvöld í vináttulandsleik gegn Englendingum með einu marki gegn engu.  Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru til leiksloka við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir er í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi á Carrow Road - 9.3.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Englendingum, en liðin mætast í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich kl. 19:45 í kvöld, fimmtudagskvöld.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Þóra verður fyrirliði gegn Englandi - 9.3.2006

Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir verður fyrirliði íslenska liðsins í vináttulandsleiknum gegn Englendingum á Carrow Road í Norwich í kvöld.  Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt um hádegisbil. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Andorra

U21 karla - samið um leikdaga gegn Andorra - 8.3.2006

Samið hefur verið um leikdaga við Andorra í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða.  Leikið verður í Andorra 3. maí og á Íslandi 1. júní. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 8.3.2006

KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins frá og með 1. apríl næstkomandi.  Meginverkefnin eru störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.

Lesa meira
 
Ásthildur í landsleik gegn Ungverjum 2003

Ásthildur ekki með gegn Englandi - 7.3.2006

Ásthildur Helgadóttir á við meiðsl að stríða og getur því ekki leikið með A-landsliði kvenna gegn Englandi, en liðin mætast í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag.  Annar leikmaður verður ekki kallaður í hópinn að svo stöddu. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting 1. deildar kvenna 2006 - 7.3.2006

Riðlaskipting í 1. deild kvenna 2006 hefur verið ákveðin.  Alls leika fimmtán lið í deildinni, sem er aukning um þrjú frá síðasta ári.  Í A-riðli leika átta lið af Suður- og Vesturlandi og í B-riðli eru sjö lið af Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Englendingum á Laugardalsvelli 2002

Aldrei unnið England í A landsleik kvenna - 7.3.2006

A landslið kvenna mætir Englendingum í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag.  Íslenska liðinu hefur aldrei tekist að vinna sigur á því enska, í sjö viðureignum, en einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Lesa meira
 
Haukar

Haukar sigurvegarar í neðri deild RM kvenna - 7.3.2006

Haukar tryggðu sér um liðna helgi efsta sætið í Neðri deild Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna með því að leggja ÍR með tveimur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður Vals gegn Breiðabliki - 7.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Vals í leik gegn Breiðabliki í Deildarbikarnum sunnudaginn 5. mars síðastliðinn. 

Lesa meira
 
FH

Lék ólögleg með FH gegn Stjörnunni - 7.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sóley Þráinsdóttir lék ólögleg með liði FH í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikarnum laugardaginn 4. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Darida-leikvangurinn

A kvenna leikur gegn Hvít-Rússum í Minsk - 6.3.2006

Ákveðið hefur verið að leikur A-landsliðs kvenna gegn Hvít-Rússum fari fram á Darida-leikvanginum í Minsk, en liðin mætast í undankeppni HM 2007 6. maí næstkomandi. Lesa meira
 
Að útskrift lokinni

Fyrstu UEFA A þjálfararnir útskrifaðir - 4.3.2006

Síðastliðið föstudagskvöld útskrifuðust 22 þjálfarar með UEFA A þjálfaragráðu í menntunar kerfi KSÍ.  UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Öll mót sem KRR hefur skipulagt frá upphafi - 3.3.2006

Túliníusarmót, Miðsumarsmót, Walters-keppnin, Watson-keppnin, Knattspyrnuhorn Íslands - Koma þessi mót einhverjum kunnuglega fyrir sjónir?  Allt eru þetta mót sem skipulögð hafa verið af Knattspyrnuráði Reykjavíkur.

Lesa meira
 
UEFA

22 þjálfarar útskrifast með UEFA A þjálfararéttindi - 3.3.2006

KSÍ stendur fyrir útskrift í kvöld fyrir 22 þjálfara sem hafa lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun KSÍ.  UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir. 

Lesa meira
 
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar 2006 - 3.3.2006

Framarar eru Reykjavíkurmeistarar mfl. karla 2006 eftir 2-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik.  Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, það fyrra eftir um hálftíma leik, en það síðara beint úr aukaspyrnu rétt fyrir hlé. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti 2006 staðfest - 2.3.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2006 hefur verið staðfest og má skoða í hér á vefnum.  Athugið að hægt er að afmarka leit að leikjum og mótum með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í kvöld - 2.3.2006

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts mfl. karla í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld. Verði jafnt að loknum venjulegum leiktíma verður framlengt og verði enn jafnt verður gripið til vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Vel á sjöunda tug leikmanna boðaðir á æfingar - 1.3.2006

Vel á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar um landið hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi, dagana 4. og 5. mars. Lesa meira
 
Rautt og gult spjald

Minnt á að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa - 1.3.2006

Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst og eru þátttökufélög minnt á að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa, þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög