Fréttir

Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Glæsimark frá Yorke og umdeild vítaspyrna - 28.2.2006

A landslið karla tapaði 0-2 í vináttulandsleik gegn Trinidad & Tobago á Loftus Road á þriðjudagskvöld.  Fyrra markið kom eftir um tíu mínútna leik, en síðara markið kom úr heldur umdeildri vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

Þrjú mörk Skota á fyrsta hálftímanum - 28.2.2006

U21 landslið karla tapaði 0-4 gegn Skotum í vináttulandsleik á þriðjudagskvöld.  Skoska liðið gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á fyrstu 30 mínútunum og réði einnig gangi leiksins eftir það. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

Byrjunarliðið gegn Skotum á Firhill tilkynnt - 28.2.2006

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Skotum hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í vináttulandsleik á Firhill leikvanginum í Glasgow í kvöld.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er sá fyrsti sem liðið leikur undir stjórn Lúkasar Kostic.

Lesa meira
 
Dóra Stefánsdóttir er ein af fjórum í hópnum sem leika með erlendum félagsliðum

Jörundur tilkynnir hópinn gegn Englandi - 28.2.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Englendingum í Norwich 9. mars næstkomandi.  Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni er eini nýliðinn í hópnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik RM á fimmtudag - 28.2.2006

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla næstkomandi fimmtudag kl. 19:00 í Egilshöll. Miðaverð fyrir 17 ára og eldri er kr. 500, en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
saltfiskur

Platini tók saltfisk með sér heim - 28.2.2006

Michel Platini kom til Íslands fyrir tveimur árum síðan og bragðaði þá að eigin sögn besta fisk sem hann hafði nokkurn tímann fengið.  Hann kom aftur um helgina og þegar hann hélt heim á þriðjudag var hann með saltfisk í farteskinu ...

Lesa meira
 
Emil Hallfreðsson er í byrjunarliðinu

Byrjunarliðið gegn Trinidad & Tobago - 28.2.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Trinidad & Tobago.  Liðin mætast á Loftus Road í Lundúnum í kvöld og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30.

Lesa meira
 
Alltaf í boltanum með KSÍ

Alltaf í boltanum með KSÍ - 27.2.2006

KSÍ hefur kynnt og undirritað nýja samninga við sjö fyrirtæki undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum með KSÍ.  Aldrei fyrr hefur Knattspyrnusambandið gert jafn verðmæta samninga við íslenskt atvinnulíf.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar Norðurlandsmeistarar - 27.2.2006

Þórsarar eru Norðurlandsmeistarar Powerade 2006, þar sem Fjarðabyggð tókst ekki að leggja Völsunga í lokaleik mótsins á sunnudag.  Fjarðabyggð hefði þurft að vinna leikinn með tveimur mörkum til að tryggja sér sigur í mótinu. Lesa meira
 
Kári Árnason

Kári Árnason ekki með gegn T&T - 26.2.2006

Kári Árnason, leikmaður sænska liðsins Djurgården, er meiddur og getur því ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Trinidad & Tobago, sem fram fer í Lundúnum á þriðjudag. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Atli Jónasson í stað Hrafns Davíðssonar - 26.2.2006

Atli Jónasson markvörður úr KR hefur verið valinn í U21 landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum í Glasgow á þriðjudag.  Atli kemur í stað Hrafns Davíðssonar úr ÍBV, sem er meiddur.

Lesa meira
 
Alltaf í boltanum

Kynningarfundur á Hótel Nordica á mánudag - 26.2.2006

KSÍ hefur boðað til kynningarfundar á mánudag þar sem undirritaðir verða nýir samningar á milli KSÍ og sjö fyrirtækja undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum með KSÍ.  Sérstakur heiðursgestur verður Michel Platini.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna 2007 - 25.2.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 28 manna undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007.  Undirbúningur íslenska liðsins hefst í mars á þessu ári. 

Lesa meira
 
Vítaspyrnukeppni

Vítaspyrnukeppni ef jafnt eftir 90 mínútur - 24.2.2006

Vináttulandsleikur Íslands gegn Trinidad & Tobago er dálítið óvenjulegur fyrir þær sakir að hann fer fram á hlutlausum velli og ef jafnt verður að venjulegum leiktíma loknum fer fram vítaspyrnukeppni milli liðanna Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Embættismenn stjórnar og nefndir 2006 - 24.2.2006

Á fundi stjórnar KSÍ 24. febrúar voru embættismenn stjórnar skipaðir til eins árs og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári. Þá var einnig skipað í nefndir fyrir komandi starfsár og má skoða nefndaskipan með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Þakið af gömlu stúkunni farið

Gamla stúkan ber að ofan - 24.2.2006

Líf og fjör er nú í framkvæmdum við gömlu súkuna á Laugardalsvelli og er stúkan nú orðin algerlega ber að ofan, enda er þakið alveg farið af henni. Lesa meira
 
Úr leik U21 liðsins gegn Svíum 2004

Fyrstu leikirnir undir stjórn nýrra þjálfara - 24.2.2006

Þriðjudaginn 28. febrúar vera A og U21 landslið karla í eldlínunni og leika vináttulandsleiki á erlendri grundu.  Um er að ræða fyrstu leiki liðanna undir stjórn nýrra landsliðsþjálfara. 

Lesa meira
 
KR

KR Reykjavíkurmeistari kvenna 2006 - 24.2.2006

KR tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna á fimmtudagskvöld með því að leggja Val í hörkuleik í Egilshöll, 2-1.  Valsstúlkum hefði dugað jafntefli í leiknum til að hampa Reykjavíkurmeistaratitlinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

RM yngri flokka af stað um helgina - 24.2.2006

Reykjavíkurmót yngri flokka hefjast um helgina með leikjum í 2. flokki karla.  Keppni í 2. flokki kvenna hefst í byrjun mars og síðan fara aðrir flokkar af stað hver á fætur öðrum.  Yngstu flokkarnir eru leiknir í hraðmótum í vor. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 17-19. mars í Reykjavík - 22.2.2006

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið helgina 17-19.mars í Reykjavík.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem hafa náð 70 stigum eða meira á UEFA B prófinu sínu. 

Lesa meira
 
Reynisdrangar

Vík í Mýrdal - góður kostur fyrir knattspyrnumenn - 22.2.2006

Vík í Mýrdal býður knattspyrnuliðum að koma í æfingabúðir frá 25. apríl.  Í Vík er frábær aðstaða til æfinga og keppni og aðeins um tveggja klukkustunda akstur er frá Reykjavík. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur Faxaflóameistarar 2006 - 22.2.2006

Breiðablik tryggði sér á þriðjudagskvöld sigur í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna með því að leggja Stjörnuna með einu marki gegn engu á Stjörnuvelli í Garðabæ.  Blikastúlkur unnu Faxaflóamótið einnig á síðasta ári. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Breytingar á staðalsamningi KSÍ - 21.2.2006

Á ársþingi KSÍ 11. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á staðalsamningi KSÍ (staðalformi leikmannasamninga).  Allir samningar leikmanna sem gerðir eru frá og með 11. febrúar þurfa því að vera á nýju eyðublaði. 

Lesa meira
 
Jim Leighton er markmannsþjálfari skoska liðsins

Skotar tilkynna U21 hópinn gegn Íslendingum - 21.2.2006

Skotar hafa tilkynnt U21 hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslendingum á Firhill leikvanginum í Glasgow 28. febrúar.  Í hópnum eru að mestu leikmenn frá skoskum félagsliðum, en nokkrir leika í ensku deildarkeppninni.

Lesa meira
 
Þessar voru í U19 liðinu 2004

U17 og U19 kvenna æfa 25. og 26. febrúar - 21.2.2006

Dagana 25. og 26. febrúar fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna og hafa alls um 50 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar.  U17 liðið æfir í Reykjaneshöll, en U19 liðið á Fylkisvelli og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Kristján og Bjarni léku saman í U19 liðinu 2002

Kristján Valdimarsson í U21 hópinn - 21.2.2006

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliða  karla, hefur valið Kristján Valdimarsson í hópinn fyrir vináttuleikinn gegn Skotum 28. febrúar.  Kristján kemur í staðinn fyrir Bjarna Hólm Aðalsteinsson, sem er meiddur.

Lesa meira
 
Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu

Gylfi Einarsson inn fyrir Grétar Ólaf Hjartarson - 21.2.2006

Grétar Ólafur Hjartarson er meiddur og getur því ekki leikið með A landsliði karla í vináttuleiknum gegn Trinidad & Tobago 28. febrúar.  Í stað hans hefur Gylfi Einarsson verið kallaður í hópinn.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun landsdeilda og bikarkeppni 2006 - 20.2.2006

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), og VISA-bikars karla og kvenna hafa nú verið birt hér á vefnum, auk leikja í Meistarakeppni karla og kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun í RM yngri flokka 2006 staðfest - 20.2.2006

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka hefur verið staðfest og má sjá hér á vefnum.  Af gefnu tilefni skal tekið fram að með öllu er óheimilt að færa til leiki án samþykkis mótanefndar.

Lesa meira
 
A landslið kvenna í Rússlandi 2002

Önnur æfingahelgi A kvenna í febrúar - 20.2.2006

A landslið kvenna kemur saman til æfinga um næstu helgi, en um er að ræða síðari æfingahelgina af tveimur í febrúar.  Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstkomandi. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Átta félög unnu Íslandsmeistaratitla - 20.2.2006

Úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka innanhúss fór fram um helgina og unnu átta félög Íslandsmeistaratitla, en keppt er í átta flokkum - Fram, KR, Selfoss, GRV, ÍA, FH, Víkingur R. og Valur. Lesa meira
 
Ragnar Margeirsson í landsleik 1987

Minningarmót um Ragnar Margeirsson - 17.2.2006

Laugardaginn 18. febrúar verður þriðja Ragnars-mótið í Reykjaneshöllinni, en mótið er haldið til minningar um Ragnar Margeirsson, einn fremsta knattspyrnumann Keflavíkur. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningur fyrir EM U19 kvenna 2007 hafinn - 17.2.2006

KSÍ mun í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins halda úrslitakeppni Evrópumóts U19 landsliða kvenna sumarið 2007.  Markviss undirbúningur íslenska liðsins fyrir keppnina er þegar hafinn. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Miðar á úrslitaleik UEFA-bikarsins 2006 - 16.2.2006

Mánudaginn 20. febrúar verður opnað fyrir umsóknir um miða á úrslitaleik UEFA-bikarsins.  Hægt verður að sækja um miða í gegnum uefa.com og lokað verður fyrir umsóknir 20. mars. 

Lesa meira
 
Fífan

Deildarbikarinn 2006 hefst um helgina - 15.2.2006

Deildarbikarkeppni karla 2006 hefst um næstu helgi og er opnunarleikurinn viðureign KA og ÍA í Boganum á Akureyri á föstudagskvöld.  Leikið verður í Boganum, Egilshöll í Reykjavík og Fífunni í Kópavogi.  Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 2006 - 15.2.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikina og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

A landslið karla í 96. sæti á FIFA-listanum - 15.2.2006

A landslið karla er í 96. sæti á styrkleikalista FIFA í febrúar og fellur því um eitt sæti milli mánaða.  Stærstu breytingar á listanum koma til vegna Afríkukeppni landsliða. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Vináttuleikur gegn Spánverjum í ágúst - 14.2.2006

KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Spánar um að A-karlalandslið þjóðanna leiki vináttuleik á Laugardalsvelli 16. ágúst næstkomandi.  Liðin eru jafnframt saman í riðli í undankeppni EM 2008.

Lesa meira
 
Dwight Yorke

Landsliðshópur T&T gegn Íslandi - 14.2.2006

Leo Beenhakker hefur valið 20 manna landsliðshóp Trinidad & Tobago, sem mætir Íslandi í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.  Beenhakker mun nota leikinn til að gefa nokkrum nýjum leikmönnum tækifæri.

Lesa meira
 
EM 2008

Leikjaniðurröðun í undankeppni EM 2008 - 14.2.2006

Leikjaniðurröðun í F-riðli í undankeppni EM 2008 hefur verið ákveðin.  Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður á útivelli gegn Norður-Írlandi 2. september, en fyrsti heimaleikurinn verður fjórum dögum síðan gegn Dönum. Lesa meira
 
Leo Beenhakker, þjálfari T&T

Beenhakker leitar að leikmönnum fyrir T&T - 14.2.2006

Leo Beenhakker, þjálfari landsliðs Trinidad & Tobago, leitar nú að sterkum leikmönnum um allan heim sem eiga rætur sínar að rekja til landsins og gætu leikið með liðinu á HM í sumar.

Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

U21 hópurinn sem mætir Skotum 28. febrúar - 14.2.2006

U21 landslið karla mætir Skotum í vináttulandsleik á Firhill Stadium í Glasgow 28. febrúar næstkomandi.  Lúkas Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt hópinn fyrir leikinn, sem er sá fyrsti undir hans stjórn.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Landsliðshópurinn gegn Trinidad & Tobago - 14.2.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt fyrsta hóp sinn síðan hann tók við stjórn liðsins síðastliðið haust.  Íslenska liðið mætir Trinidad & Tobago í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Fjórða söluþrep á HM opnar 15. febrúar - 14.2.2006

Fjórða söluþrep í miðasölu fyrir úrslitakeppni HM opnar 15. febrúar á fifaworldcup.com.  Um 30.000 miðar eru í boði að þessu sinni og góðar líkur eru á því að fleiri miðar verði í boði eftir því sem líður á þrepið.

Lesa meira
 
Vesturhlið eldri stúku eftir uppbyggingu

Þakið fjarlægt af gömlu stúkunni - 13.2.2006

Framkvæmdir við Laugardalsvöll eru nú í fullum gangi og í dag, mánudag, var hafist handa við að fjarlægja þakið af gömlu stúkunni.  Fyrsti flekinn sem tekinn var vó heil 7 tonn.  Alls eru um 40 manns að störfum við framkvæmdirnar. Lesa meira
 
EM 2008

Fundað um niðurröðun leikja í undankeppni EM 2008 - 13.2.2006

Þriðjudaginn 14. febrúar funda forystumenn og landsliðsþjálfarar þjóðanna sjö sem eru í F-riðli í undankeppni EM 2008.  Þar verður leikjaniðurröðun riðilsins ákveðin og verður hún birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Á Futsal ráðstefnu UEFA í Madrid - 13.2.2006

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ sækja í vikunni ráðstefnu UEFA um Futsal í Madrid á Spáni.  Á ársþingi KSÍ var samþykkt að skoða hvort taka eigi upp Futsal hér á landi. Lesa meira
 
Grindavík

Eins leiks bann vegna brottvísunar í innimóti - 13.2.2006

Á fundi aganefndar 9. febrúar síðastliðinn var Alexander V. Þórarinsson, leikmaður 2. flokks Grindavíkur úrskurðaður í eins leiks bann vegna atviks í leik í riðlakeppni Íslandsmótsins innanhúss.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppni yngri flokka innanhúss 2006 - 13.2.2006

Úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka innanhúss fer fram um næstu helgi.  Leikið verður í Laugardalshöll, í Austurbergi í Breiðholti, á Akranesi, að Varmá í Mosfellsbæ, í Fylkishöll í Árbæ og í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Þórsarar með góða stöðu í Powerade mótinu - 13.2.2006

Þórsarar eru með góða stöðu í efsta sæti Norðurlandsmóts Powerade, enFjarðabyggð á þó möguleika á að komast upp fyrir Þór, en til þess þarf liðið að sigra í síðustu tveimur leikjum sínum í mótinu.

Lesa meira
 
England - Ísland 1-0, HM 22. sept 2002

Æfingar A-landsliðs kvenna í febrúar - 13.2.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur boðað 26 leikmenn á æfingar liðsins í febrúar.  Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og Víkingur leika til úrslita í Rvk.mótinu - 13.2.2006

Fram og Víkingur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti mfl. karla, en riðlakeppninni lauk um helgina og þessi tvö lið sigruðu í sínu riðlum.  Úrslitaleikur mótsins fer fram í Egilshöll fimmtudaginn 2. mars kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keflavík og KA hlutu Drago-stytturnar - 11.2.2006

Liðum Keflavíkur og KA voru afhentar Drago-stytturnar svokölluðu fyrir árið 2005 á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum.  Keflavík hlaut styttuna fyrir prúðan leik í Landsbankadeild karla, en KA í 1. deild karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

60. ársþingi KSÍ lokið - 11.2.2006

60. ársþingi KSÍ, sem fram fór á Hótel Loftleiðum í dag laugardag er lokið.  Helstu niðurstöður þingsins má sjá undir "Lög og reglugerðir" í valmyndinni hér hægra megin.  Engar breytingar urðu á stjórn KSÍ.

Lesa meira
 
Fulltrúi Breiðabliks tekur við kvennabikarnum

Breiðablik hlaut kvennabikarinn 2005 - 11.2.2006

Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2005 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Árni Bragason úr stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.

Lesa meira
 
Hilmar Björnsson með viðurkenninguna ásamt formanni KSÍ

Hilmari Björnssyni veitt sérstök viðurkenning - 11.2.2006

Sérstök viðurkenning var afhent Hilmari Björnssyni, sjónvarpsstjóra Sýnar, á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Hilmari viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Guðmundur Hilmarsson tekur við fjölmiðlapennanum

Guðmundur Hilmarsson hlaut Fjölmiðlapennann - 11.2.2006

Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut Fjölmiðlapenna KSÍ fyrir árið 2005.  Það var Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem afhenti Guðmundi fjölmiðlapennann á ársþingi KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun landsdeilda 2006 birt 20. febrúar - 11.2.2006

Niðurröðun landsdeilda stendur yfir um þessar mundir og verða fyrstu drög birt mánudaginn 20. febrúar.  Fylgist með hér á ksi.is ...

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 60. ársþingi KSÍ - 11.2.2006

Smellið hér að neðan til að fylgjast með afgreiðslu tillagna og annarra mála sem liggja fyrir 60. ársþingi KSÍ, sem haldið er á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Upplýsingarnar verða uppfærðar reglulega á meðan á þinginu stendur.

Lesa meira
 
Reynir Sandgerði - 3. deildarmeistari 2005

Riðlaskipting 3. deildar karla 2006 ákveðin - 10.2.2006

Stjórn KSÍ hefur ákveðið fyrirkomulag 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2006, en alls taka 30 lið þátt í deildinni í ár.  Fyrst fer fram svæðisbundin riðlakeppni og síðan hefðbundin útsláttarkeppni.

Lesa meira
 
Fylkismenn kræktu sér í 1200 sæti

Níu félög kræktu sér í sæti - 10.2.2006

Níu félög nýttu sér tækifærið á dögunum og kræktu sér í sæti úr gömlu stúkunni á Laugardalsvelli, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um er er nú unnið að stækkun og endurbótum á stúkunni.

Lesa meira
 
Tekist á um knöttinn

Utanferðir yngri flokka 2006 - 9.2.2006

Vinna við niðurröðun Íslandsmóta yngri flokka karla og kvenna 2006 stendur nú yfir. Mótadeild KSÍ óskar eftir upplýsingum um allar utanferðir félaga í sumar, sem geta haft áhrif á niðurröðun móta.

Lesa meira
 
Per Ravn Omdal

Per Ravn Omdal sérstakur gestur á ársþingi KSÍ - 9.2.2006

Per Ravn Omdal, heiðursforseti norska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag og er um leið fulltrúi UEFA.

Lesa meira
 
Þakið af gömlu stúkunni farið

Breytt aðgengi vegna framkvæmda - 9.2.2006

Minnt er á að vegna framkvæmda við Laugardalsvöll er aðgengi að skrifstofum KSÍ nokkuð breytt. Komið er í gegnum hlið sunnanmegin á girðingu. Þaðan er gengið niður tröppur á hlaupabrautina og inn um dyr á austanverðri gömlu stúku.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM yngri flokka 2006 - 8.2.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikjaniðurröðun og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Firhill Stadium í Glasgow

U21 karla mætir Skotum á Firhill Stadium - 8.2.2006

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik U21 karlalandsliða Skotlands og Íslands, sem fram fer ytra 28. febrúar næstkomandi.  Leikið verður á Firhill Stadium í Glasgow, heimavelli Partick Thistle. Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2005

Þingfulltrúar á 60. ársþingi KSÍ - 8.2.2006

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 60. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Alls hafa 119 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir flesta fulltrúa.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 17. febrúar - 7.2.2006

Fyrsta unglingadómaranámskeið ársins hefst 17. febrúar. Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti, en námskeiðinu lýkur síðan með prófi laugardaginn 11. mars. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum á laugardag - 7.2.2006

Eins og kunnugt er fer 60. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum næstkomandi laugardag, 11. febrúar.  Hægt verður að fylgjast með afgreiðslu tillagna, kosninga og annarra mála hér á vefnum. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla 11. og 12. febrúar - 6.2.2006

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi.  U17 hópurinn er nokkuð stærri, en henn telur 34 leikmenn.

Lesa meira
 
Dwight Yorke fagnar HM-sætinu

Fámennasta þjóðin á HM frá upphafi - 6.2.2006

Trinidad & Tobago verður í sumar fámennasta þjóðin sem tekur þátt í úrslitakeppni HM frá upphafi.  Í landinu býr 1,1 milljón manna á rúmlega 5 þúsund ferkílómetrum.

Lesa meira
 
Carrow Road

A landslið kvenna leikur á Carrow Road - 6.2.2006

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik A landsliðs kvenna gegn Englandi 9. mars næstkomandi.  Leikið verður á Carrow Road, heimavelli knattspyrnuliðsins Norwich City.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Héraðsmót í fullum gangi - 6.2.2006

Héraðsmót meistaraflokka eru nú í fullum gangi.  Riðlakeppni Reykjavíkurmóts karla lýkur um næstu helgi, Stjarnan og Breiðablik eru með fullt hús í Faxaflóamóti kvenna og Þórsarar hafa forystu í Powerade-mótinu.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

11.000 miðar í boði á úrslitaleik Meistaradeildarinnar - 6.2.2006

Hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA til og með 24. febrúar næstkomandi.  Alls eru 11.000 miðar í boði á leikinn sem fer fram á Stade de France í París 17. maí.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2005 birtur - 3.2.2006

KSÍ hefur birt ársreikning sinn fyrir 2005 og varð hagnaður á árinu 27 milljónir króna.  Rekstur KSÍ samstæðunnar stendur sem fyrr á traustum fótum og hefur eigið fé hennar hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, gefur áfram kost á sér

Engin ný framboð bárust - 3.2.2006

Engin ný framboð bárust til stjórnar KSÍ fyrir ársþing sambandsins, sem fram fer á Hótel Loftleiðum 11. febrúar, en samkvæmt 12. grein laga KSÍ verða framboð að berast minnst hálfum mánuði fyrir þing. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tæplega 30 leikmenn á úrtaksæfingum U21 karla - 3.2.2006

Tæplega 30 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla, sem fara fram í Reykjaneshöll dagana 11. og 12. febrúar.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

U21 landslið karla leikur gegn Skotum - 2.2.2006

Ákveðið hefur verið að U21 landslið karla mæti Skotum í vináttulandsleik 28. febrúar næstkomandi í Skotlandi.  Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn.  Sama dag leikur A landslið karla vináttuleik gegn Trinidad og Tobago. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið 24-26. febrúar - 1.2.2006

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið helgina 24-26. febrúar næstkomandi í fundarsal D hjá ÍSÍ í Laugardal.  Námskeiðið er opið þeim sem lokið hafa KSÍ I og II námskeiðunum eða A og B stigi í gamla þjálfaramenntunarkerfi KSÍ. Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 25. sæti á háttvísilista UEFA - 1.2.2006

Ísland er sem stendur í 25. sæti á háttvísilista UEFA með einkunnina 7,875, en einkunnin er byggð á þátttöku íslenskra félagsliða og landsliða í keppnum á vegum UEFA.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög