Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna framundan - 29.12.2006

Fyrstu helgina á nýju ári, 6. og 7. janúar, munu fara fram æfingar hjá U17 og U19 kvenna.  Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar þessara liða, hafa valið eftirfarandi leikmenn til æfinga. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Æfingahópur valinn hjá A landsliði kvenna - 29.12.2006

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt æfingahóp fyrir æfingar A landsliðs kvenna sem fram fara helgina 6.-7. janúar.  Æfingarnar eru hluti að undirbúningi liðsins fyrir Algarve Cup í mars. Lesa meira
 
flugeldar

Gleðilegt nýtt knattspyrnuár - 29.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.

Lesa meira
 
Eidur_2006

Eiður Smári annar í kjöri á Íþróttamanni ársins - 29.12.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, varð í öðru sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2006.  Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður, varð efstur í kjörinu.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Margrét Lára valin knattspyrnufólk ársins 2006 - 28.12.2006

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2006.  Tilkynnt var um valið í hófi á Hótel Nordica í kvöld.  Lesa meira

 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins 2006 tilkynnt í kvöld - 27.12.2006

Val á knattspyrnumanni og  knattspyrnukonu ársins fyrir árið 2006 verður kunngjört í kvöld, miðvikudaginn 27. desember kl. 18:00, á Hótel Nordica.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum.  Lesa meira
 
Gleðileg Jól !!!

Gleðilega jólahátíð - 22.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum jólakveðjur með von um að sem allra flestir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  GLEÐILEG JÓL!!!!!!!! Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Kristinn R. Jónsson þjálfar U19 karla - 22.12.2006

KSÍ hefur gert tveggja ára samning við Kristin R. Jónsson um þjálfun U19 karlalandslið Íslands.  Þá voru samningar endurnýjaðir við Luka Kostic, Frey Sverrisson og Ólaf Þór Guðbjörnsson. Lesa meira
 
Allianz-leikvangurinn

Sótti UEFA-ráðstefnu um fjölmiðlamál - 21.12.2006

Ómar Smárason sótti í síðustu viku fjórðu ráðstefnu UEFA um fjölmiðlamál, sem haldin var á Allianz-leikvanginum í München.  Megin viðfangsefni ráðstefnunnar voru aðstaða fjölmiðla á knattspyrnuleikjum og þjónusta við fjölmiðla. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Myndir úr leikjum félaga óskast - 21.12.2006

Vefstjórn ksi.is leitar hér með eftir aðstoð aðildarfélaga KSÍ og annarra aðila.  Okkur vantar myndir úr leikjum og af æfingum félagsliða til notkunar með fréttum og öðru efni á ksi.is. Lesa meira
 
merki_isi

Frá áfrýjunardómstóli ÍSÍ - 19.12.2006

Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur tekið fyrir mál Þórs/KA gegn ÍR en málinu var skotið þangað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ dæmdi í málinu.  Áfrýjunardómstóll ÍSÍ dæmir Þór/KA sigur í leik liðanna, 3-0.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Kvennalandsliðið til Algarve í mars - 19.12.2006

A landslið kvenna tekur þátt í Algarve Cup 2007 og verður í C riðli ásamt landsliðum Ítalíu, Portúgals og Írlands.  Leikið verður í riðlinum 7., 9. og 12. mars en þann 14. mars verður leikið um sæti, en tvö efstu lið riðilsins leika gegn liðum úr A og B riðlum. Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Leikjaniðurröðun í Deildarbikarnum - Frestur rennur út á morgun - 19.12.2006

Hér á heimasíðu KSÍ hefur leikjaniðurröðun, fyrir Deilarbikarkeppni KSÍ 2007, verið birt.  Er hér um drög að ræða en félög hafa til 5. janúar nk. til þess að skila inn athugasemdum vegna leikja. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2006 hafið - 19.12.2006

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) hófst um helgina með keppni meðal yngstu iðkendanna.  Áætlað er að leika 569 leiki í öllum aldursflokkum og að þátttakendur verði um 3.200 talsins.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland stendur í stað á FIFA listanum - 18.12.2006

Íslenska karlalandsliðið er í 93. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA.  Er það sama sæti og Ísland vermdi síðast þegar að þessi listi var birtur.  Brasiliumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyttur tími á æfingum hjá U17 og U21 karla - 14.12.2006

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur æfingatímum U17 og U21 landsliða karla næstkomandi sunnudag, 17. desember, verið breytt.  Leiknir verða tveir æfingaleikir kl. 15:00 og 16:30 í stað 9:00 og 10:30. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

ABC-dómarar KSÍ 2007 - 14.12.2006

Dómaranefnd KSÍ hefur lokið við flokkun landsdómara sambandsins fyrir árið 2007, en þeim er raðað í þrjá flokka - A, B og C.  ABC-dómarar og aðstoðar­dómarar verða alls 48 árið 2007 og eru eftirtaldar breytingar gerðar frá listanum 2006. 

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2007 - 14.12.2006

FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið - hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2007. Tvær breytingar eru á listanum frá árinu 2006. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Leikdagar staðfestir fyrir EM 2009 - 13.12.2006

Leikdagar fyrir undankeppni EM kvenna 2009 eru tilbúnir og mun Ísland leika við Grikkland á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlinum.  Fer sá leikur fram 31. maí.  Síðasti leikur Íslands í riðlinum er einnig útileikur en þá verður leikið við Frakkland. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Riðillinn klár fyrir undankeppni EM 2009 - 13.12.2006

Í dag var dregið í riðla í undankeppni fyrir EM 2009 en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.  Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og lenti í þriðja riðli með Frakklandi, Serbíu, Slóveníu og Grikklandi. Lesa meira
 
Aðalsteinn Örnólfsson afhendir Sigurði Ragnari Eyjólfssyni fræðslustjóra, bókagjöf

Aðalsteinn Örnólfsson gefur KSÍ 100 bækur - 13.12.2006

Aðalsteinn Örnólfsson knattspyrnuþjálfari hefur fært KSÍ 100 bækur að gjöf til varðveislu í bókasafni KSÍ.  Bækurnar eru úr einkasafni Aðalsteins og í safninu eru margar vandfundnar og verðmætar bækur. 

Lesa meira
 
Afturelding

Aftureldingu vantar þjálfara - 13.12.2006

Knattspyrnudeild Aftureldingar vantar þjálfara fyrir 7. og 8. flokk kvenna frá og með næstu áramótum.  Upplýsingar gefur Gústav Gústavsson í síma 820-6759. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur I.stigs þjálfaranámskeið á Akureyri - 13.12.2006

KSÍ heldur I.stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15-17.desember.  Hægt að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á siggi@ksi.is en taka þarf fram nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, nafn félags, gsm síma og netfang.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar verða um helgina - 12.12.2006

Úrtaksæfingar verða um helgina og verða þrjú landslið á fullri ferð.  Lúka Kostic verður með æfingar hjá U17 og U21 karla og Guðni Kjartansson verður með æfingar hjá U19 karla.  Úrtakshópana má sjá hér að neðan. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Dregið í undankeppni EM 2009 á miðvikudag - 12.12.2006

Í dag, miðvikudaginn 13. desember, verður dregið í riðla í undankeppni fyrir EM 2009 kvenna en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.  Ísland er í öðrum styrkleikaflokki en 30 þjóðir eru í pottinum og verður dregið í sex fimm liða riðla. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Staðfest leikjaniðurröðun á Jólamóti KRR - 11.12.2006

Leikjaniðurröðun á jólamóti KRR hefur verið staðfest og er hægt að sjá hér á heimasíðunni.  Nánari upplýsingar varðandi umsjónaraðila verða sendar á allra næstu dögum. Lesa meira
 
ksi.is

Fréttir um ársþing KSÍ á ksi.is - 7.12.2006

Allar fréttir um ársþing KSÍ verða hér eftir birtar hér á vefnum undir Allt um KSÍ / Ársþing.  Verið er að vinna í því að færa eldri fréttir um ársþing undir sama tengil.  61. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 10. febrúar næstkomandi. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna - 7.12.2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hefst um mánaðarmótin janúar-febrúar 2007.  Stefnt er að því að keppni sé lokið áður en keppni í deildarbikar kvenna hefst, eða í byrjun mars.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

61. ársþing KSÍ - 10. febrúar 2007 - 7.12.2006

61. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 10. febrúar 2007. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A landsliðs kvenna - 7.12.2006

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem þjálfara A landsliðs kvenna og Guðna Kjartansson sem aðstoðarmann hans.  Sigurður og Guðni munu stýra liðinu næstu tvö ár og stýra liðinu í næstu Evrópukeppni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka - leikjaniðurröðun staðfest - 6.12.2006

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti meistaraflokka hefur verið staðfest og má sjá niðurröðunina hér á síðunni.  Allir leikir, bæði í karla- og kvennaflokki fara fram í Egilshöllinni og er fyrsti leikur leikinn, fimmtudaginn 18. janúar. Lesa meira
 
UEFA

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla - 5.12.2006

Í dag var dregið í milliriðla í Evrópukeppni U17 og U19 karla.  Ísland komst áfram í báðum þessum aldursflokkum og voru því í pottinum í dag.  Einnig var dregið í riðla hjá U19 kvenna en úrslitakeppni EM fer fram hér á landi í júlí 2007. Lesa meira
 
Inni2006kv-02

Innanhússmótum meistaraflokka lauk um helgina - 5.12.2006

Um síðustu helgi var leikið í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og lauk þar með keppni í meistaraflokkum karla og kvenna.  Á næsta ári verður knattspyrnan innanhúss leikin eftir Futsalreglum. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla hjá U17 og U19 karla - 4.12.2006

Þriðjudaginn 5. desember verður dregið í riðla í Evrópukeppni landsliða karla U17 og U19.  Í pottana fara 28 þjóðir sem hafa unnið sér þátttökurétt í þessum milliriðlum og er Ísland með lið í báðum aldursflokkum.

Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Fjör í Futsal - 4.12.2006

Um helgina hófst kynningarmót í Futsal en sjö félög taka þátt í þessu móti.  Fyrsti Futsal leikurinn hér á landi var á milli Fram og Fylkis í Framhúsinu og lauk leiknum með sigri Fylkismanna. Lesa meira
 
HK

Tindsmót HK 2006 - mfl. karla - 4.12.2006

Knattspyrnudeild HK heldur Tindsmótið í meistaraflokki karla í þriðja skipti sunnudaginn 10. desember 2006. Keppt er í Fífunni og leikið er í 7 manna liðum, samkvæmt reglum um mini-knattspyrnu, en á mörk í fullri stærð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að Jólamóti KRR tilbúin - 4.12.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR liggja nú fyrir og má sjá á hér á síðunni.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu gerðar eigi síðar en fimmtudaginn 7. desember.  Félög eru beðin um að fara vel yfir skráningar sínar á þessu móti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Halldór B Jónsson gefur ekki kost á sér til formanns - 1.12.2006

Fram kom á stjórnarfundi KSÍ í gær að Halldór B Jónsson varaformaður KSÍ muni ekki gefa kost á sér í embætti formanns KSÍ á næsta ársþingi sambandsins í febrúar 2007.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Kynningarmót í Futsal að hefjast - 1.12.2006

Um helgina hefst kynningarmót í Futsal og eru sjö félög sem taka þátt í þessu fyrsta Futsalmóti á Íslandi.  Fyrsti leikurinn fer fram í Framhúsinu, laugardaginn kl. 12:15 og mætast þá Fram og Fylkir. Lesa meira
 
Inni2006kv-01

Meistaraflokkarnir ljúka keppni innanhúss um helgina - 1.12.2006

Um helgina verður leikið í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu.  Að loknum þessum deildum hafa meistaraflokkarnir lokið keppni.  Þessa helgi hefja einnig nokkrir yngri flokkar leik í Íslandsmótinu. Lesa meira
 
IslKnattspyrna06

Íslensk knattspyrna 2006 komin út - 1.12.2006

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út Íslensk knattspyrna 2006 eftir Víði Sigurðsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu og er þetta 26. bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.

Lesa meira
 
eggert_magnusson

Eggert Magnússon hættir sem formaður KSÍ - 30.11.2006

Eggert Magnússon tilkynnti á stjórnarfundi KSÍ í dag að hann muni láta af starfi formanns KSÍ á næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður 10. febrúar 2007.  Eggert var kjörinn formaður KSÍ 1989 og hefur verið endurkjörinn 8 sinnum.

Lesa meira
 
norway_cup

Kynning á Norway Cup - 30.11.2006

Laugardaginn 2. desember munu fulltrúar Norway-Cup, eins stærsta knattspyrnumóts fyrir 4.3. og 2.flokk. kynna fyirkomulag mótsins, sem fer fram á hverju sumri í Osló. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik auglýsir eftir þjálfara - 30.11.2006

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 2. flokk kvenna. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Sveinbjörnsson, form. meistaraflokksráðs kvenna, í síma 824-7619 eða í gegnum tölvupóst, johannes@saa.is. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 29.11.2006

Um helgina munu úrtakshópar hjá U17 kvenna og U19 kvenna æfa og eru það síðustu æfingar þessara liða fyrir áramót.  Munu liðin æfa tvisvar sinnum um helgina og má sjá hópana hér að neðan. Lesa meira
 
SPK

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2006 - 29.11.2006

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2006 í knattspyrnu verður haldið dagana 27. - 30. desember næstkomandi og er keppt í öllum yngri flokkum karla og kvenna, frá 2. flokki til 7. flokks. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Efni frá fyrirlestri Jens Bangsbo - 28.11.2006

Í tengslum við sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara hér á landi á dögunum, hélt dr. Jens Bangsbo fyrirlestur á sviði þjálffræði í knattspyrnu.  Hélt hann tvo fyrirlestra og var annar þeirra opin öllum og nýttu um 80 manns sér það tækifæri. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að Reykjavíkurmótum meistaraflokka - 27.11.2006

Drög að leikjaniðurröðun Reykjavíkurmóta meistaraflokka karla og kvenna hafa verið birt hér á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að senda athugasemdir, ef einhverjar eru, ekki síðar en mánudaginn 4. desember. Lesa meira
 
Inni2006kv-03

KR og Breiðablik Íslandsmeistarar innanhúss - 27.11.2006

Í gær var leikið til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og fóru úrslitakeppnin fram í Laugardalshöll.  Það voru KR stúlkur er sigruðu í kvennaflokki en hjá körlunum voru það Blikar er fóru með sigur af hólmi. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Skráningu í Deildarbikarinn lýkur um helgina - 24.11.2006

Skráningu í Deildarbikarkeppni KSÍ 2007 lýkur nú um helgina.  Þau félög, sem ætla að taka þátt í keppninni en eiga eftir að tilkynna þátttöku, eru beðin um að skrá félag sitt sem fyrst. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmót yngri flokka innanhúss - 24.11.2006

Leikjaniðurröðun í Íslandsmóti innanhúss 2007 hjá yngri flokkum, hefur verið staðfest.  Félög eru beðin um að kynna sér allar upplýsingar um mótin en hægt er að sjá upplýsingar hér að neðan. Lesa meira
 
La_Manga

U19 kvenna til Spánar í mars - 24.11.2006

U19 landslið kvenna mun taka þátt á boðsmóti er fram fer á La Manga á Spáni.  Liðið mun halda utan 10. mars og leika þrjá leiki, 12., 14. og 16. mars.  Er þetta mót mikilvægur liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í júlí 2007. Lesa meira
 
Egilshöll

Tap gegn Englandi í Egilshöll - 24.11.2006

Annar vináttulandsleikur Íslands og Englands, U19 kvenna, fór fram í gærkvöldi í Egilshöll og lauk leiknum með sigri gestanna.  Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoruðu ensku stúlkurnar þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggðu sér sigur. Lesa meira
 
Breiðablik - Íslandsmeistari kvenna innanhúss 2005

Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu krýndir um helgina - 23.11.2006

Um helgina verður leikið í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og verður leikið í Laugardalshöll og íþróttahúsinu í Austurbergi.  Karlarnir byrja kl. 10:00 í Laugardalshöll á laugardag en konurnar kl. 14:00 í Austurbergi sama dag.  Lesa meira

 
U19-isl-eng-2006

Leikið við England í Egilshöll í kvöld - 23.11.2006

Í kvöld kl. 20:00 fer fram seinni vináttulandsleikur Íslands og Englands, hjá U19 kvenna, en leikið er í Egilshöll.  Þjóðirnar léku í Akraneshöllinni sl. þriðjudag og fóru þá ensku stúlkurnar með sigur af hólmi.  Ókeypis aðgangur er á leikinn. Lesa meira
 
IR_haustmeistarar_2006

Haustmótum KRR öllum lokið - 22.11.2006

Síðustu vikur hafa Haustmót KRR farið fram á hinum ýmsu völlum í Reykjavík.  Um síðustu helgi fóru fram margir úrslitaleikir og hafa nú fengist sigurvegarar í öllum flokkum.  Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 karla með æfingar um helgina - 22.11.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp sem mun æfa tvisvar um komandi helgi.  Báðar æfingarnar fara fram í Fífunni og eru 34 leikmenn boðaðir til þessa æfinga. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Æfingar hjá U17 karla um helgina - 22.11.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Er um tvo hópa að ræða og æfa þeir báðir tvisvar sinnum um helgina, á Stjörnuvelli og Egilshöll. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti - 22.11.2006

Íslenska karlalandsliðið færist upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland er í nítugasta og þriðja sæti en Brasilíumenn er sem fyrr í efsta sæti listans en Ítalir sækja mjög að þeim. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Stelpurnar töpuðu fyrir Englandi á Akranesi - 22.11.2006

U19 landslið kvenna beið lægri hlut gegn stöllum sínum frá Englandi og urðu lokatölur 0-4 eftir að staðan í hálfleik var 0-3.  Þjóðirnar mætast að nýju á fimmtudaginn í Egilshöllinni kl. 20:00. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna á Akureyri - 21.11.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga er fram fara á Akureyri sunnudaginn 26. nóvember.  Kristrún hefur valið 27 leikmenn frá félögum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi - 21.11.2006

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og England í vináttulandsleik hjá U19 kvenna.  Leikurinn fer fram í hinni nýju Akraneshöll og er aðgangur ókeypis á leikinn.  Þjóðirnar mætast öðru sinni á fimmtudaginn kl. 20:00 í Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KV og Augnablik sigruðu í 3. deild kvenna - 21.11.2006

Um síðustu helgi byrjaði Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu þegar leikið var í 3. deild kvenna í Mosfellsbæ.  Íslandsmótið heldur áfram um helgina en þá verður leikið í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla.

Lesa meira
 
UEFA

Leyfishandbók 2.0 formlega samþykkt - 20.11.2006

UEFA hefur nú formlega samþykkt leyfishandbók KSÍ - útgáfu 2.0.  Tæplega tuttugu aðildarsambönd UEFA hafa nú fengið samþykki fyrir leyfishandbókum sínum, en  Ísland er fyrsta landið til að innleiða handbók 2.0 í sitt leyfiskerfi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Leikið við England í Akraneshöllinni í dag kl. 18:00 - 20.11.2006

Framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá íslenska U19 landsliði kvenna við England.  Fyrri leikurinn er leikinn í hinni nýju Akraneshöll, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.  Sá seinni er í Egilshöllinni, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Geir eftirlitsmaður í Lissabon - 20.11.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Köbenhavn en leikurinn er í F riðli Meistaradeildar Evrópu.  Leikurinn fer fram á  heimavelli Benfica í Lissabon, Estádio Da Luz. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stórleikir í 1. umferð 2007 - 18.11.2006

Dregið var í töfluröð landsdeilda 2007 á Hótel Nordica í dag, laugardag.  Margir stórleikir fara fram í fyrstu umferðunum og má m.a. nefna að í Landsbankadeild karla mætast ÍA og FH á Akranesi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuleikur á Laugardalsvelli 1960

Knattspyrna: Kjarnyrt íslenskt orð - 16.11.2006

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fimmtudaginn 16. nóvember er vel við hæfi að rifja upp hvers vegna okkar göfuga íþrótt ber nafn sitt eða nöfn, þ.e. knattspyrna eða fótbolti. 

Lesa meira
 
Breiðablik - Íslandsmeistari kvenna innanhúss 2005

Íslandsmótið innanhúss byrjar á sunnudaginn - 16.11.2006

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu hefst á sunnudaginn með keppni í 3. deild kvenna.  Níu félög eru skráð til leiks í 3. deild kvenna og skiptast þau í tvo riðla.  Fyrsti leikurinn hefst kl. 12:00 í íþróttahúsinu að Varmá. Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Leyfisferlið fyrir tímabilið 2007 hafið - 15.11.2006

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2007 hófst í dag, 15. nóvember, eins og kveðið er á um í leyfishandbók KSÍ.  Fyrir keppnistímabilið 2007 mun kerfið í fyrsta sinn ná einnig til félaga í 1. deild karla.

Lesa meira
 
Grasrotarvidurkenning_Thors_Ak.

Þór veitt viðurkenning fyrir grasrótarstarf - 15.11.2006

Þór var á dögunum veitt sérstök viðurkenning frá UEFA fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2006 fyrir leikmenn í eldri flokki.  Pollamót Þórs en Pollamótið hefur um árabil verið haldið á Akureyri með miklum glæsibrag.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U17 kvenna á Norðurlandi - 15.11.2006

Sunnudaginn 26. nóvember munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá U17 kvenna í Boganum á Akureyri.  Tvær æfingar verða þennan dag undir stjórn Kristrúnar Lilju Daðadóttur landsliðsþjálfara. Lesa meira
 
7 tonna fleki hífður

Breytt aðgengi að skrifstofu KSÍ - 15.11.2006

Framkvæmdum við Laugardalsvöllinn miðar vel áfram en vegna þeirra, þarf að breyta aðgengi að skrifstofu KSÍ.  Komið er inn um hlið á suðurenda vallarins sem fyrr en gengið svo bakvið stúkuna og inn um gamla innganginn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afreksstuðlar leikmanna 2007 - 15.11.2006

Samkvæmt reglugerð KSÍ um samninga og stöðu félaga og leikmanna hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2007 - 15.11.2006

Laugardaginn 18. nóvember verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2007, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Formannafundur á Hótel Nordica kl. 10:30 á laugardag - 15.11.2006

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 18. nóvember á Hótel Nordica kl. 10:30 - 13:30.  Kl. 13:30 verður dregið í töfluröð í Landsbankadeild, 1. og 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna á sama stað.

Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um komandi helgi - 15.11.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn í úrtakshóp til þess að taka þátt í æfingum U17 kvenna um komandi helgi.  Æft verður á Stjörnuvelli á laugardag og í Egilshöll á sunnudag. Lesa meira
 
Egilshöll

U19 kvenna æfa um helgina - 14.11.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem æfir tvisvar um komandi helgi.  Liðið mun svo mæta enskum stöllum sínum í tveimur vináttulandsleikjum, 21. og 23. nóvember næstkomandi. Lesa meira
 
SGS - Qualicert

Gæðamat framkvæmt á leyfiskerfi KSÍ - 14.11.2006

Um miðjan september fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ. Matið er framkvæmt árlega af SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Mikið um að vera hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands - 13.11.2006

Margt er framundan hjá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands.  Félagið fundar með þjálfurum úr Landsbankadeild karla í kvöld en áður hafði verið fundað með þjálfurum úr efstu deild kvenna.  Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

Þarf að gera breytingar á mótafyrirkomulagi yngri flokka? - 13.11.2006

Samkvæmt lögum KSÍ getur stjórn sambandsins gert breytingar á reglugerðum um mótafyrirkomulag yngri aldursflokka. Mótanefnd mun á næstu vikum fara yfir hvað má betur fara í skipulagi mótanna og gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ býður upp á fyrirlestur á sviði þjálffræði í knattspyrnu. - 13.11.2006

KSÍ býður öllum áhugasömum upp á ókeypis fyrirlestur hjá Jens Bangsbo föstudaginn 17.nóvember klukkan 20.00 - 22.00 í fundarsal 1 í Laugardalshöllinni (nýja höllin, gervigrasmegin). 

Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara eftirlitsmaður á undanúrslitum Evrópukeppninnar - 10.11.2006

Klara Ósk Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsamaður UEFA á seinni undanúrslitaleik Umea frá Svíþjóð og Kolbotn frá Noregi í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Leikurinn fer fram í Umea í Svíþjóð, sunnudaginn 12. nóvember.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2007 - 10.11.2006

Reykjavíkurmót meistaraflokka verður haldið sem fyrr snemma árs 2007 en fyrsta Reykjavíkurmótið fór fram árið 1915.  Níu félög leika í 2 riðlum hjá meistaraflokki karla en hjá meistaraflokki kvenna verður leikin einföld umferð sjö félaga.

Lesa meira
 
UEFA

Sóttu vinnufund um leyfisstaðal UEFA - 9.11.2006

Leyfisstjóri KSÍ og formaður leyfisráðs sóttu á dögunum vinnufund um útgáfu 2.0 af leyfisstaðli UEFA.  Leyfisstaðall UEFA er í stuttu máli gæðahandbók fyrir knattspyrnusambönd.

Lesa meira
 
gervigrasIR

Nýr gervigrasvöllur ÍR-inga - 9.11.2006

Nýr gervigrasvöllur ÍR hefur verið tekinn til notkunar og er völlurinn hinn glæsilegasti.  Formleg vígsla hefur ekki farið fram en völlurinn er nú þegar tilbúinn til æfinga og nýta boltaglaðir ÍR-ingar sér það til fullnustu.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið um helgina - 9.11.2006

Helgina 10. - 12. nóvember stendur KSÍ fyrir 2. stigs þjálfaranámskeiði.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og þurfa þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U19 kvenna um helgina - 8.11.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á landsliðsæfingar kvenna sem fram fara um næstu helgi.  Æft verður á Stjörnuvelli og í Egilshöll. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um næstu helgi - 6.11.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um næstu helgi.  Æft verður laugardag á Stjörnuvelli og á sunnudag í Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2006 - 6.11.2006

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur verða haldin í Egilshöll í desember. Fyrirkomulagið verður þannig að 2., 3. og 4. flokkur leika í 7 manna liðum skv. reglum um miniknattspyrnu, með þeirri undantekningu að 2. og 3. flokkur leika á stór mörk.

Lesa meira
 
Vidir

Knattspyrnufélagið Víðir 70 ára - 6.11.2006

Á laugardaginn héldu Víðismenn upp á 70 ára afmæli félagsins og var mikið um dýrðir.  Fjórir félagsmenn voru sæmdir silfur- og gullmerkjum KSÍ fyrir störf þeirra fyrir félagið.

Lesa meira
 
Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin

Landsliðshópur Englendinga hjá U19 kvenna - 3.11.2006

Englendingar hafa tilkynnt U 19 kvenna landsliðshóp sinn er kemur hingað til lands og leikur tvö vináttulandsleiki við Ísland. Leikirnir fara fram í hinni nýju Akraneshöll 21. nóvember og í Egilshöllinni 23. nóvember.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss 2007 - Yngri flokkar - 3.11.2006

Sá háttur er hafður á við niðurröðun mótsins að umsjónarfélag velur þann dag sem það hyggst halda mótið og tilkynnir KSÍ. Starfsfólk mótamála mun síðan sjá um að raða mótinu og senda viðkomandi félögum tilkynningu um það hvenær mótið hefst. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla áfram í milliriðla EM - 3.11.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið hefur tryggt sér þátttökurétt í milliriðlum fyrir EM.  Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli og kemst áfram sem það lið er var með bestan árangur liða þriðja sæti úr riðlunum tólf.

Lesa meira
 
Hörður Sveinsson skorar sigurmark Keflavíkur

Íslandsmót meistaraflokka innanhúss - 1.11.2006

Búið er að draga í riðla hjá meistaraflokki í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu og staðfesta leikdaga.  Leikið verður í fjórum deildum hjá körlunum en konurnar leika í þremur deildum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

2. stigs þjálfaranámskeið um helgina - 1.11.2006

Helgina 3. - 5. nóvember stendur KSÍ fyrir 2. stigs þjálfaranámskeiði.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og þurfa þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Um 38 milljónir króna til íslenskra félaga - 31.10.2006

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2005/2006 skuli renna til félaga aðildarlanda UEFA til eflingar knattspyrnu barna og unglinga. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 kvenna æfir um helgina - 31.10.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp til æfinga um helgina.  Leikmennirnir eru 25 og munu æfa laugardag og sunnudag.  Framundan eru tveir leikir við England, 21. og 23. nóvember. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Æfingar hjá U17 og U21 karla um helgina - 31.10.2006

Úrtaksæfingar hjá U17 karla og U21 karla verða laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember.  Lúka Kostic landsliðsþjálfari, er þjálfar bæði þessi lið, hefur valið leikmenn til þessa æfinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - 30.10.2006

Vegna fréttar Fréttablaðsins um greiðslur til leikmanna A landsliða Íslands í knattspyrnu vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri: Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Tvöfaldur sigur hjá Verzló - 30.10.2006

Framhaldsskólamóti KSÍ lauk nú um helgina þegar að úrslitakeppni í karla- og kvennaflokki var leikin í Egilshöll.  Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum í báðum flokkum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara - 26.10.2006

KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara 15.-19. nóvember.  Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar boðað komu sína á námskeiðið.  Á námskeiðið koma tveir heimsþekktir fyrirlesarar Howard Wilkinson frá Englandi og Jens Bangsbo frá Danmörku.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar yngri landsliða á næstunni - 26.10.2006

Næstu helgar munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands.  Fyrirhugaðar æfingar verða sem hér segir að neðan en hugsanlegt er að einhverjar breytingar verði á dagskránni og verða þær þá tilkynntar síðar.
Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Englandi - 26.10.2006

KSÍ heldur 6.stigs þjálfaranámskeið í Englandi dagana 29. október – 5. nóvember næstkomandi. Alls fara 25 þjálfarar á þetta námskeið en færri komust að en vildu.  Þessir þjálfarar útskrifast væntanlega með UEFA A gráðu í febrúar á næsta ári.  Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Námskeið í Futsal um helgina - 25.10.2006

Um helgina mun KSÍ standa fyrir námskeiði í "Futsal" fyrir þjálfara og dómara.  Á námskeiðinu munu tveir kennarar frá FIFA kenna fræðin.  Takmarka þarf þátttöku á námskeiðin en hægt er að koma fjórum áhugasömum þjálfurum fyrir til viðótar á námskeiðið.  Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Knattspyrnuhallir á Reyðarfirði og Akranesi - 25.10.2006

Á síðustu dögum hafa tvær nýjar knattspyrnuhallir verið vígðar.  Eru þetta Fjarðabyggðarhöllin á Reyðarfirði og Akraneshöllin.  Eru hallirnar gerðar eftir sömu teikningu, byggðar af SS verktökum og þykja hin glæsilegustu mannvirki.

Lesa meira
 
Egilshöll

Tveir leikir við Englendinga hjá U19 kvenna - 25.10.2006

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur tvo vináttulandsleiki við Englendinga  í nóvember.  Leikirnir fara fram í hinni nýju Akraneshöll og Egilshöllinni.  Leikirnir eru undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna er fer fram hér á landi næsta sumar. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hefst 27. október - 25.10.2006

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október/nóvember og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð,fyrst 27/10), en námskeiðinu lýkur með prófi 18. nóvember. Lesa meira
 
Heimsokn_Roman_003

Eigandi Chelsea heimsótti Grindavík - 24.10.2006

Tveir rússneskir ríkisstjórar heimsóttu Ísland á dögunum og skoðuðu m.a. íþróttamannvirki í Grindavík.  Þetta voru Kamil Iskhakov og Roman Abramovich, ríkisstjóri í Chukotka.  Abramovich er betur þekktur sem eigandi Englandsmeistara Chelsea.

Lesa meira
 
Fífan

Úrtaksæfingar hjá þremur yngri landsliðum karla - 24.10.2006

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá þremur yngri landsliðum karla - U16, U17 og U19.  Alls hafa rúmlega 100 leikmenn verið boðaðir til æfinga, sem fram fara á Stjörnuvelli í Garðabæ, í Fífunni í Kópavogi og í Egilshöll í Reykjavík. Lesa meira
 
Grindavík

Grindavík leitar eftir þjálfara fyrir mfl. og 2.fl. kvenna - 24.10.2006

Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna og 2. flokk kvenna.  Einnig er í boði þjálfun 5. flokks karla og 5. flokks kvenna ef áhugi er fyrir hendi. Lesa meira
 
ÍR

Frá áfrýjunardómstóli vegna máls Þórs gegn ÍR - 24.10.2006

Hinum áfrýjaði dómi hrundið. Úrslit í leik Þórs-KA ÍR í aukakeppni Íslandsmóts meistaraflokks kvenna í knattspyrnu sem fram fór á Akureyrarvelli þann 10. september 2006 skulu standa óhögguð 2-2.

Lesa meira
 
Breidholtsskoli

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina - 23.10.2006

Grunnskólamót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) fór fram síðustu tvær helgar í Egilshöll.  Þátttakan í mótinu var mjög góð og voru um 30 grunnskólar í Reykjavík sem mættu til leiks.

Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn Hinriksson dæmir í Eistlandi - 23.10.2006

Garðar Örn Hinriksson verður dómari í riðlakeppni Evrópumóts U17-landsliða - og honum til fulltingis verður Gunnar Sverrir Gunnarsson aðstoðardómari. Í riðlinum eru Holland, Noregur, Króatía og Eistland og fara leikirnir fram í Tallinn í Eistlandi. Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn Hannesi Þór Halldórssyni - 20.10.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur kveðið upp úrskurð í máli Stjörnunnar gegn leikmanninum Hannesi Þór Halldórssyni.  Stjarnan andmælti uppsögn Hannesar Þórs á leikmannasamningi aðila.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðabliksstúlkur eru úr leik - 20.10.2006

Breiðablik laut í lægra haldi gegn Arsenal í seinni leik liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagslða kvenna.  Leiknum lauk með sigri Arsenal, 4-1 og því 9-1 samanlagt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofu KSÍ lokað kl. 16:00 á föstudögum - 20.10.2006

Athygli er vakin á því að skrifstofa KSÍ verður opin frá kl. 09:00 til 16:00 á föstudögum í vetur og verður því lokað einni klukkustund fyrr á föstudögum en aðra virka daga.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót/Haust - leikjaniðurröðun staðfest - 19.10.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti/Haust hefur verið staðfest og má sjá hér (sjá neðst á síðu).  Félög eru einnig minnt á að tilkynna úrslit og senda inn leikskýrslur hið fyrsta af leikjum mótsins. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Formannafundur laugardaginn 18. nóvember - 19.10.2006

KSÍ boðar til formannafundar laugardaginn 18. nóvember á Hótel Nordica kl. 10:00 - 13:00.  Formenn allra aðildarfélaga KSÍ eru hér með boðaðir til fundarins. Að auki eru framkvæmdastjórar félaga í Landsbankadeild karla boðnir velkomnir.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Samanburður á liðum ársins í Landsbankadeild karla - 19.10.2006

Það er forvitnilegt að bera saman lið ársins í Landsbankadeild karla, er kynnt var á lokahófi KSÍ á dögunum, við lið ársins hjá Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.  Ekki eru aðilar alltaf sammála um fótboltann frekar en fyrri daginn. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Foreldrabæklingur KSÍ - 19.10.2006

Fyrir nokkru gaf KSÍ út bækling með leiðbeiningum og tilmælum til foreldra barna er stunda æfingar og keppni.  Bæklingurinn er hugsaður sem fræðsluefni sem hægt er að nota á foreldrafundum. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik mætir Arsenal ytra í dag - 19.10.2006

Breiðablik mætir í dag Englandsmeisturum Arsenal í seinni leik liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Fyrri leiknum lauk með sigri Arsenal, 5-0.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í UEFA keppninni í dag - 19.10.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Austria Wien frá Austurríki og Zulte Wagerem frá Belgíu í UEFA keppninni í dag.  Aðstoðardómarar verða  Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinnssonauk þess sem Egill Már Markússon verður varadómari leiksins. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes Valgeirsson dæmir í Litháen - 19.10.2006

Jóhannes Valgeirsson er nú að störfum sem dómari í riðlakeppni Evrópumóts U19-landsliða - og honum til fulltingis er Gunnar Gylfason aðstoðardómari. Leikir riðilsins fara fram í Kaunas og Marijampole í Litháen.  Lesa meira
 
ÍA

Úrskurður í máli ÍA gegn Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni - 19.10.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur kveðið upp úrskurð í máli ÍA gegn leikmanninum Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni.  ÍA krafðist þess að viðauki við samning leikmannsins yrði metinn ógildur, en Hafþór Ægir taldi viðaukann í fullu gildi.

Lesa meira
 
Fram

FRAM vantar þjálfara fyrir 6. flokk kvenna - 19.10.2006

Knattspyrnufélagið FRAM leitar að þjálfara fyrir 6. flokk kvenna í Grafarholti.  Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og með réttindi til þjálfunar, og vera tilbúinn til að taka þátt í skemmtilegu uppbyggingarstarfi í Grafarholti. Lesa meira
 
Tindastóll

Tindastóll auglýsir eftir þjálfara fyrir mfl. karla - 19.10.2006

Tindastóll á Sauðárkróki óskar eftir þjálfara fyrir m.fl. karla.  Einnig er möguleiki á þjálfun fleiri flokka.  Spilandi þjálfari kemur til greina.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 95. sæti á FIFA listanum - 18.10.2006

Íslenska karlalandsliðið fellur um átta sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er í 95. sæti listans sem er leiddur, sem fyrr, af Brasilíumönnum.  Heimsmeistarar Ítala eru í öðru sæti. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Skráning félagsmanna í gagnagrunn KSÍ og ÍSÍ - 16.10.2006

Frá og með 1. nóvember 2006 ber aðildarfélögum KSÍ að skrá alla iðkendur í knattspyrnu í Felix en þannig uppfylla félögin skráningarskyldu KSÍ sbr. reglugerð KSÍ um félagskipti leikmanna. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna - 16.10.2006

Fjölnir leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna sem spilar í Landsbankadeildinni næsta tímabil.  Umsóknir óskast sendar á netfangið fjolnir@fjolnir.is. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Glæsilegt lokahóf knattspyrnufólks - 15.10.2006

Lokahóf knattspyrnufólks var haldið á Broadway í gærkvöldi.  Fjölmargar viðurkenningar voru veittar fyrir góða frammstöðu á nýliðnu tímabili.  Viktor Bjarki Arnarson, Víkingi og Margrét Lára Viðarsdóttir Val, voru valin bestu leikmenn Landsbankadeildarinnar 2006.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 1 stigs námskeið fyrir þjálfara um helgina - 13.10.2006

KSÍ heldur 1.stigs þjálfaranámskeið helgina 13.-15. október.  Hér á eftir má sjá mikilvægar upplýsingar sem tengjast námskeiðinu sem og dagskrá námskeiðsins.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Framhaldsskólamótið hefst um helgina - 13.10.2006

Framhaldsskólamótið í knattspyrnu hefst um helgina.  Leikið verður dagana 14. og 15. október og 21. og 22. október.  Mótið fer fram að þessu sinni á þremur stöðum, Hafnarfirði, Akureyri og Fjarðabyggð. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Blikastúlkur töpuðu fyrir Arsenal - 13.10.2006

Breiðablik tapaði fyrir Arsenal í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli í gær.  Leikurinn er í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna og fer seinni leikurinn fram ytra 19. október. Lesa meira
 
Lidarsins_fotbolti.net

Fótbolti.net með lið ársins í 1. og 2. deild karla - 12.10.2006

Vefsíðan www.fotbolti.net kynnti á dögunum þá leikmenn er sköruðu fram úr að mati þeirra sérfræðinga í 1. og 2. deild.  Heimasíðan hefur verið dugleg að greina frá leikjum í neðri deildum á Íslandi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Breiðablik - Arsenal í dag kl. 16:00 - 12.10.2006

Breiðablik tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í dag og hefst kl. 16:00.  Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla ekki áfram þrátt fyrir sigur - 11.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Færeyinga í dag með þremur mörkum gegn einu.  Leikurinn var lokaleikur liðanna í riðlinum og enduðu þrjú lið með 6 stig en íslenska liðið lenti í þriðja sæti þegar innbyrðisviðureignir eru reiknaðar. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Svíar höfðu betur í hörkuleik - 11.10.2006

Íslendingar töpuðu fyrir Svíum í kvöld með einu marki gegn tveimur.  Leikurinn var fjörgur og voru Íslendingar síst lakari aðilinn.  Arnar Þór Viðarsson skoraði mark Íslendinga á 7. mínútu með þrumuskoti. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð - 11.10.2006

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í kvöld kl. 18:05.  Eyjólfur stillir upp leikaðferðinni 4-4-2 í þessum leik og verður spennandi að sjá strákana taka á móti efsta liði riðilsins. Lesa meira
 
HK

HK vantar þjálfara fyrir 6. flokk kvenna - 11.10.2006

HK leitar að þjálfara fyrir 6. flokk kvenna, sem getur tekið til starfa strax. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur og með réttindi til þjálfunar, og tilbúinn til að taka þátt í skemmtilegu uppbyggingarstarfi við góðar aðstæður. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Færeyingum - 11.10.2006

Íslenska karlalandsliðið U19 mætir Færeyingum í dag í lokaleik liðanna í riðlakeppni fyrir EM.  Leikið er í Svíþjóð og hefst leikurinn kl. 13:00.  Guðni Kjartansson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Lesa meira
 
Jónas Guðni Sævarsson

Jónas Guðni og Ásgeir Gunnar valdir í landsliðshópinn - 10.10.2006

Eyjólfur Sverrisson hefur valið Keflvíkinginn Jónas Guðna Sævarsson og FH-inginn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Svíum í stað Veigars Páls Gunnarssonar og Helga Vals Daníelssonar. Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson

Helgi Valur og Veigar Páll ekki með gegn Svíum - 10.10.2006

Fleiri skörð hafa verið höggvin í landsliðshópinn sem mætir Svíum í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson verða ekki með vegna meiðsla og veikinda. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Ísland -Svíþjóð í dag - 10.10.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er í fullum gangi.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og verslunum BT-tölva á landsbyggðinni.

Lesa meira
 
Keflavík

Mótaskrá frá Keflavík - 10.10.2006

Nú á haustmánuðum mun Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur standa fyrir eftirtöldum mótum í Reykjaneshöllinni, hjá yngri flokkum karla og kvenna: 

Lesa meira
 
Íslandskort

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti/Haust - 9.10.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamót/Haust liggja fyrir og má sjá hér á síðunni.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 12. október. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR - 9.10.2006

Leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR hefur verið staðfest og má nálgast hana hér á heimasíðunni KS.  Fulltrúar skólanna eru beðnir um að kynna sér niðurröðunina. Lesa meira
 
Euro 2008

Brynjar Björn í leikbanni og Kári meiddur - 9.10.2006

Brynjar Björn Gunnarsson verður í leikbanni gegn Svíum á miðvikudag og Kári Árnason getur ekki verið með vegna meiðsla.  Varnarmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur verið valinn í hópinn í þeirra stað.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla - Tveggja marka tap gegn Svíum - 8.10.2006

U19 landslið karla tapaði í dag 0-2 gegn Svíum í undankeppni EM.  Svíar, sem leika á heimavelli, skoruðu fyrra markið á 15. mínútu og það síðara á þeirri 48.  Á sama tíma unnu Pólverjar Færeyinga 2-1.

Lesa meira
 
Alidkv2004-0406

Sigurmark Bandaríkjamanna í uppbótartíma - 8.10.2006

A landslið kvenna mætti í dag liði Bandaríkjanna í vináttuleik í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum.  Íslenska liðið átti í vök að verjast allan leikinn en var mjög nálægt því að ná jafntefli gegn gríðarsterku liði heimamanna.

Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

Leikur við Svía hjá U19 karla í dag - 8.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur sinn annan leik í undanriðli fyrir EM í dag.  Leikið verður við heimamenn í Svíþjóð og mætast þá liðin sem að sigruðu leiki sína í fyrstu umferð riðilsins. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 8.10.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er í Richmond í Virginíu og má búast við erfiðum leik gegn geysisterku bandarísku liði. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Íslendingar lágu gegn Lettum - 8.10.2006

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Lettum í undankeppni fyrir EM 2008.  Heimamenn fögnuðu góðum sigri í Riga en lokatölur urðu 4-0, Lettum í vil.  Íslenska liðið tekur á móti, efsta liði riðilsins, Svíum á miðvikudag. Lesa meira
 
Euro 2008

Byrjunarliðið gegn Lettum - 6.10.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Lettum, en liðin mætast í undankeppni EM 2008 í Riga í dag og hefst leikurinn kl. 18:00, í beinni á Sýn.

Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Góður sigur á Pólverjum hjá U19 - 6.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið vann góðan sigur á Pólverjum í dag með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna i undankeppni fyrir EM og er riðillinn leikinn í Svíþjóð. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla mætir Pólverjum í dag - 6.10.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sig er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM og er leikið í Svíþjóð.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Marians_Pahars

Landsliðshópur Lettlands - 5.10.2006

Jurijs Andrejevs, landsliðsþjálfari Lettlands, hefur tilkynnt hóp sinn er mætir Íslendingum og Norður-Írum á næstu dögum.  Flestir leikmenn hópsins leika í heimalandinu. Lesa meira
 
Huginn

Meistaraflokk Hugins vantar þjálfara - 5.10.2006

Knattspyrnudeild Hugins á Seyðisfirði óskar eftir reyndum og metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Huginn mun leika í 3.deild næsta tímabil, en markmiðið er komast strax aftur upp í 2 deild. Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Aðgöngumiðar á Svíaleikinn fyrir handhafa A-passa - 5.10.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Svíþjóð afhenta föstudaginn 6. október frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu vallarstjóra sem staðsett er í norðurenda  vesturstúku. Lesa meira
 
Petur_Marteinsson

Pétur Marteinsson meiddur - 5.10.2006

Pétur Marteinsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum en hann á við meiðsli að stríða.  Pétur mun því hvorki leika með gegn Lettum á laugardag né gegn Svíum á miðvikudag.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U19 kvenna um helgina - 4.10.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um næstu helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið um helgina - 4.10.2006

KSÍ heldur 1.stigs þjálfaranámskeið helgina 6-8. október.  Hér á eftir má sjá mikilvægar upplýsingar sem tengjast námskeiðinu sem og dagskrá námskeiðsins. Lesa meira
 
Kristrun_Lilja_Dadadottir

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um helgina - 4.10.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um helgina.  Úrtaksæfingar eru svo fyrirhugaðar á næstunni með leikmönnum af Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Nordar

Íslandsmeistarar FH mæta KF Nörd - 4.10.2006

Í kvöld kl. 19:30 eigast við nýkrýndir Íslandsmeistarar FH og Knattspyrnufélagið Nörd.  Síðarnefnda liðið hefur undirbúið sig af kostgæfni fyrir þennan leik en áhorfendur Sýnar hafa fylgst með ferðalagi þeirra undanfarið. Lesa meira
 
richmond_university

Jörundur velur hópinn gegn Bandaríkjunum - 4.10.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Bandaríkjanna og leikur þar vináttulandsleik gegn heimamönnum.  Leikurinn fer fram í Richmond Stadium í Virginíufylki, 8. október kl. 14:05 að staðartíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Þór gegn ÍR - 4.10.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Þórs gegn ÍR er varðar leik Þór/KA-ÍR í aukakeppni meistaraflokks kvenna. Dómstóllinn dæmir Þór/KA sigur í leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
U19karla

U19 hópurinn sem fer til Svíþjóðar - 4.10.2006

Guðni Kjartansson hefur valið U19 landslið karla sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í Svíþjóð 5. - 12. október. Liðið leikur í riðli með Pólverjum, Svíum og Færeyingum. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Fulltrúar UEFA skoða velli hér á landi - 2.10.2006

Í dag koma fulltrúar UEFA til að skoða vallaraðstæður fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007.  Þetta er önnur vettvangsheimsókn UEFA. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tillaga að nýju skipulagi Íslandsmótsins - 2.10.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 30. september sl. að kynna tillögu að nýju skipulagi Íslandsmótsins í knattspyrnu í meistaraflokki sem taki gildi árið 2010 þegar 99. Íslandsmótið fer fram. Tillagan gerir ráð fyrir að leiknar verði 3 umferðir í stað 2ja í þremur efstu deildum karla og efstu deild kvenna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Keflavík VISA-bikarmeistari karla - 30.9.2006

Keflvíkingar sigruðu úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar í dag þegar þeir lögðu KR með tveimur mörkum gegn engu.  Bæði mörk Keflvíkinga komu í fyrri hálfleik og tókst hvorugu liðinu að bæta við marki í seinni hálfleik þrátt fyrir ágætar tilraunir.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

U17 karla tryggði sig áfram - 30.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið tryggð sér áframhaldandi þátttökurétt í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða U17.  Strákarnir sigruðu Litháa í dag með fjórum mörkum gegn einu. Lesa meira
 
Euro 2008

Landsliðshópurinn gegn Lettum og Svíum - 29.9.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt 20 manna hóp fyrir næstu leiki í undankeppni EM 2008.  Leikið er í Lettlandi laugardaginn 7. október og á Laugardalsvelli gegn Svíum miðvikudaginn 11. október. Lesa meira
 
Alidkv2004-0372

Guðlaug lék sinn síðasta landsleik gegn Portúgal - 28.9.2006

Guðlaug Jónsdóttir tilkynnti eftir leikinn gegn Portúgal í dag að hún hefði leikið sinn síðasta landsleik.  Guðlaug á að baki langan og farsælan feril með landsliðinu og var leikurinn í dag 54. landsleikur hennar. Lesa meira
 
Margrét Lára reynir markskot (Mynd: MBL)

Stórsigur á Portúgölum - 28.9.2006

Íslenska landsliðið lék lokaleik sinn í undankeppni fyrir HM 2007 í dag þegar þær mættu Portúgal í Lissabon.  Íslensku stelpurnar léku við hvern sinn fingur og sigruðu með sex mörkum gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk í sínum 25. landsleik.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Allir vallargestir ganga inn vestanmegin - 28.9.2006

Allir vallargestir á úrslitaleik VISA-bikarsins á laugardag ganga inn um vesturhlið Laugardalsvallar, þ.e. í gegnum þá stúku sem verið er að endurbyggja. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Leikið við Portúgal í dag - 28.9.2006

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar þær leika lokaleik sinn í undankeppni fyrir HM 2007.  Leika þær við Portúgal og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA

Geir eftirlitsmaður í Danmörku - 28.9.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður KSÍ á leik OB og Herthu Berlin sem fram fer í dag.  Leikurinn er seinni leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe_5saetid

Tap gegn sterkum Frökkum - 27.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Frökkum í dag með þremur mörkum gegn einu.  Kristinn Steindórsson skoraði mark Íslands á 71. mínútu en þá höfðu Frakkar skorað þrjú mörk.  Strákarnir leika við Litháa á laugardaginn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið 29. sept -1. okt. - 27.9.2006

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið helgina 29. september- 1. október næstkomandi. Alls hafa rúmlega 30 þjálfarar skráð sig á námskeiðið. IV.stigs þjálfarar fara síðan í UEFA B próf í janúar 2007.

Lesa meira

 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla - 27.9.2006

Úrslitaleikur í VISA-bikar karla fer fram á laugardaginn kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Eigast þá við KR og Keflavík.  Miðasala er hafin á netinu, á midi.is og einnig er hægt að kaupa miða hjá félögunum sjálfum.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Leikið við Frakka í dag - 27.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið mætir Frökkum í dag í undankeppni fyrir EM en leikið er í Rúmeníu.  Strákarnir gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum við heimamenn í Rúmeníu.  Lúka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Newcastle á fimmtudag - 27.9.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Newcastle og Levadia Tallin í fyrstu umferð í Evrópukeppni félagsliða.  Honum til aðstoðar verða þeir Pjetur Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari er Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Ljungberg

Sænski landsliðshópurinn tilkynntur - 27.9.2006

Sænski landsliðsþjáfarinn, Lars Lagerback, tilkynnti í gær landsliðshóp sinn fyrir leik liðsins gegn Spánverjum og Íslendingum.  Svíar koma á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 11. október og eru um 1400 miðar eftir á leikinn. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar hjá U19 karla næstu daga - 26.9.2006

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtakssæfingum vegna U19 landsliða karla.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Guðna Kjartanssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt auglýsir eftir þjálfara - 26.9.2006

Hvöt knattspyrnudeild Blönduósi leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk
karla.  Þyrfti helst að vera spilandi.  Ráðningartími yrði frá hausti 2006 til september 2007.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Björgólfur valinn bestur í umferðum 13 - 18 - 26.9.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í Iðnó.  Björgólfur Takefusa úr KR var valinn besti leikmaður þessara umferða.  Fjórir Skagamenn eru í sókndjörfu liði umferðanna. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokahóf knattspyrnumanna 2006 - 26.9.2006

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 14. október næstkomandi. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, Baggalútur kemur fram og hljómsveit Eyjólfs Kristjánssonar leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víking vantar þjálfara fyrir 6.flokk karla - 25.9.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 6.flokk karla. Mjög öflugt unglingastarf er rekið hjá Knattspyrnudeild Víkings.

Lesa meira
 
Alidkv2003-0048

Tvær breytingar á landsliðshópnum - 25.9.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópnum er heldur til Porútgal á morgun og leikur við heimamenn á fimmtudaginn.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Jafntefli við Rúmena í fyrsta leik - 25.9.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið hóf í dag þátttöku sína í undankeppni EM.  Léku þeir við heimamenn í Rúmeníu og lauk leiknum með jafntefli, 1-1.  Liðið leikur annan leik sinn á mótinu, gegn Frökkum, á miðvikudag. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Strákarnir í U17 leika við Rúmeníu í dag - 25.9.2006

Landslið U17 karla er statt í Rúmeníu þar sem þeir leika í undakeppni fyrir EM.  Fyrsti leikur liðsins er í dag og er þá leikið við heimamenn.  Hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir fá viðurkenningar fyrir umferðir 13-18? - 25.9.2006

Síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla verður gerður upp hádeginu á þriðjudag þegar viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 verða afhentar í Iðnó við Reykjavíkurtjörn.

Lesa meira
 
gullskorinn

Marel varð markakóngur Landsbankadeildar 2006 - 23.9.2006

Marel Baldvinsson varð markahæstur í Landsbankadeild karla árið 2006.  Marel skoraði 11 mörk í 13 leikjum og hlýtur því gullskóinn.  Björgólfur Takefusa hlýtur silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson fær bronsskóinn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða - 23.9.2006

Landsbankadeild karla rann sitt skeið á enda í dag og hélst spennan fram á síðustu sekúndu í mótinu.  KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða á lokasekúndunum en það er hlutskipti Grindvíkinga að falla í 1. deild ásamt Eyjamönnum. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Nýtt áhorfendamet - 23.9.2006

Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í sumar eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra met var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni sem gerir 1076 að meðaltali.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Árleg ráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 22.9.2006

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við Visa bikarúrslitaleik karla þann 30. september næstkomandi.  Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli í Reykjavík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Mikil spenna í lokaumferð Landsbankadeildar - 22.9.2006

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram á morgun, laugardaginn 23. september.  Hefjast allir leikirnir kl. 14:00 og er mikil spenna í öllum leikjum umferðarinnar.

Lesa meira
 
Kristrun_Lilja_Dadadottir

Kristrún þjálfar U17 kvenna - 22.9.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari hjá U17 kvenna.  Kristrún hefur undanfarið þjálfað meistaraflokk og 2. flokk kvenna hjá Þrótti en var áður þjálfari yngri flokka kvenna hjá Breiðablik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild 2006 - 22.9.2006

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
UEFA

Baráttan um Evrópusætin - 21.9.2006

Einn af mörgum spennandi leikjum í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á laugardaginn er einvígi Reykjavíkurliðanna Vals og KR.  Leika þau á Laugardalsvelli úrslitaleik um annað sætið og dugar KR jafntefli í þeim leik.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Gríðarlega harður fallbaráttuslagur - 21.9.2006

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn og er mikil spenna í leikjum umferðarinnar.  Fallbaráttan er gríðarlega spennandi og eiga fimm lið á hættu að fylgja ÍBV niður í 1. deild.

Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar hjá U19 karla um helgina - 20.9.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 32 leikmenn til æfinga um helgina.  Æft verður tvisvar, laugardag og sunnudag og fara æfingar fram á Bessastaðavelli. Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

Háttvísidagur FIFA haldinn hátíðlegur - 20.9.2006

Á laugardag verður háttvísidagur Alþjóða Knattspyrnusambandsins (FIFA Fair Play Day) haldinn hátíðlegur í 10. sinn, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1997. Minnt verður á háttvísidaginn um allan heim með ýmsum hætti. Lesa meira
 
Keflvíkingar - Íslandsmeistarar innanhúss 2005

Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - 20.9.2006

Þátttökutilkynningar hafa verið sendar til félaga varðandi Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu. Keppni í meistaraflokkum karla og kvenna verður leikin á tímabilinu 17. nóvember – 3. desember.

Lesa meira

 
Landsbankadeildin

Hver verður markakóngur? - 20.9.2006

Eins og flestum er kunnugt fer lokaumferð Landsbankadeildar karla fram á laugardaginn.  Mikil spenna er í deildinni og allir leikirnir hafa einhverja þýðingu fyrir deildina.  Þá verður einnig spennandi að sjá hver hreppir gullskóinn í ár. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH VISA-bikarmeistari í 2. flokki karla - 20.9.2006

FH-ingar tryggðu sér í gær VISA-bikarmeistaratitilinn í 2. flokki karla þegar þeir sigruðu Fylki í úrslitaleik.  Lauk leiknum með því að Hafnfirðingar skoruðu þrjú mörk en Árbæingar tvö.  FH varð einnig Íslandsmeistari á dögunum í 2. flokki karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keppnisleyfi afturkallað - 19.9.2006

Skrifstofa KSÍ hefur í dag sent ÍR bréf þess efnis að fyrir mistök hafi KSÍ gefið út keppnisleyfi fyrir Berglindi Magnúsdóttur með ÍR frá 9. sept. sl. en hún hafði áður leikið með tveimur félögum í Íslandsmóti 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Liggur þú á leikskýrslum? - 19.9.2006

Töluvert vantar upp á að allar leikskýrslur yngri flokka hafi skilað sér á skrifstofu KSÍ.  Eru þau félög sem skila ekki inn skýrslum, beitt dagsektum og geta það orðið talsverðar upphæðir.  Eru félögin hvött til þess að standa skil hið fyrsta. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Landsliðshópur U17 karla valinn - 19.9.2006

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða í Rúmeníu 25. – 30. september.

Lesa meira
 
kynn2006_leyfiafhent

Víðtækt gæðamat á leyfiskerfi KSÍ - 18.9.2006

Á þriðjudag mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nú rjúfum við múrinn! - 18.9.2006

Síðasta umferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn.  Hreinn úrslitaleikur er um annað sætið á milli Reykjavíkurliðanna Vals og KR.  Þá eru fimm lið sem eiga á hættu að falla niður í 1. deild ásamt ÍBV.  Með góðri mætingu er möguleiki á því að áhorfendur verði yfir 100.000 í fyrsta skiptið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikir í aukakeppni kvenna kærðir - 18.9.2006

Skrifstofu KSÍ hefur borist kærur frá Knattspyrnudeild Þórs vegna leikja Þórs/KA og ÍR í aukakeppni um laust sæti í Landsbankadeild kvenna.  Kærð er þátttaka markvarðar ÍR, í þessum leikjum en ÍR fékk undanþágu fyrir félagaskipti hennar. Lesa meira
 
Ingolfur_domari_gullmerki

Ingólfur dæmdi sinn síðasta leik - 18.9.2006

Ingólfur Hafsteinn Hjaltason knattspyrnudómari í Leikni á Fáskrúðsfirði dæmdi leik Stjörnunnar og Þróttar í 1. deild karla síðastliðinn laugardag. Var það síðasti opinberi leikur Ingólfs sem dómari á vegum KSÍ, en hann varð fimmtugur fyrr á árinu. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik í 8 liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða kvenna - 18.9.2006

Breiðablik komst áfram í Evrópukeppni félagsliða þegar þær sigruðu Universitet Vitebsk frá Hvíta-Rússlandi með einu marki gegn engu.  Breiðablik dugði jafntefli en Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði mark Blika á 89. mínútu.

Lesa meira
 
HK

HK leikur í Landsbankadeild karla á næsta ári - 16.9.2006

Lokaumferð 1. deildar karla fór fram í dag.  HK úr Kópavogi vann sér sæti í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins.  Fram sigraði deildina og leikur því einnig í Landsbankadeild karla að ári en Haukar féllu í 2. deild. Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistarar árið 2006 - 16.9.2006

FH tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla þegar þeir unnu Víking með fjórum mörkum gegn engu.  FH hefur því hlotið 35 stig í Landsbankadeild karla og getur ekkert lið náð þeim af stigum þegar ein umferð er eftir.  Þetta er í þriðja skiptið í röð er FH vinnur Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Nýjung á heimasíðu KSÍ - 15.9.2006

Þá nýjung er nú hægt að finna á heimasíðu KSÍ að hægt er að sjá landsleikjaferil viðkomandi leikmanna.  Búið er að skrá inn alla A-landsleiki kvenna en unnið er að því að skrá inn karlalandsleiki og landsleiki yngri landsliða Lesa meira
 
Þessir verða í fríi 24. júlí - 9. ágúst

Ráðstefna um hreyfinám og hreyfiþroska barna - 15.9.2006

Þann 13. og 14. október nk. verður haldin ráðstefna í íþróttaakademíunni um hreyfinám og hreyfiþroska barna.  Að auki verður fjallað um tengsl hreyfiþroskavandamála við lesblindu. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Ísland niður um 3 sæti á styrkleikalista FIFA - 15.9.2006

Íslenska kvennalandsliðið fellur niður um þrjú sæti nýjum styrkleikalista FIFA kvennalandsliða er birtur var í dag.  Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti listans og Bandaríkin eru í öðru sæti. Lesa meira
 
ÍR

ÍR í Landsbankadeild kvenna - 15.9.2006

ÍR tryggði sér í gær sæti í Landsbankadeild kvenna eftir að liðið vann sigur á Þór/KA með einu marki gegn engu.  Leikurinn var seinni leikur liðanna en fyrri leiknum lauk með jafntefli.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

17. umferð Landsbankadeildar á laugardag kl. 16:00 - 15.9.2006

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  FH getur tryggt sér titilinn á heimavelli gegn Víkingi og mikil spenna er einnig á botni deildarinnar.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Evrópumeistararnir of sterkar fyrir Blika - 14.9.2006

Blikastúlkur biðu lægri hlut gegn Evrópu- og Þýskalandsmeisturunum í Frankfurt en leikurinn var í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Lokatölur urðu 0-5 Frankfurt í vil eftir að staðan í hálfleik var 0-1. Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna - 14.9.2006

Knattspyrnudeild Aftureldingar í Mosfellsbæ leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna.  Mjög gott yngriflokkastarf er hjá félaginu og mjög spennandi tímar framundan með ungt og efnilegt lið.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR-Drög að leikjaniðurröðun - 13.9.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR liggur fyrir.  Athugið að leikið er eftir nýrri aldursflokkaskipan, þ.e. fyrir árið 2007.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli KR gegn Selfoss - 13.9.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál KR gegn Selfossi er varðar leik félaganna í 3. flokki karla B.  Dómstóllinn dæmir KR sigur í leiknum, 3-0.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Landsliðshópurinn gegn Portúgal - 13.9.2006

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Portúgal í lokaleik liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007.  Leikið verður 28. september í Lissabon.  Jörundur hefur valið sama hóp og var valinn fyrir leikinn gegn Svíum. Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari í 2. flokki karla - 13.9.2006

FH úr Hafnarfirði varð í gær Íslandsmeistari í 2. flokki karla.  Það varð ljóst eftir að FH vann góðan útisigur í Keflavík á meðan aðalkeppinautar þeirra, ÍA, gerðu jafntefli við Stjörnuna í Garðabæ.  Liðin voru jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR VISA-bikarmeistari í 2. flokki kvenna - 13.9.2006

KR tryggði sér VISA-bikarmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna með því að sigra Hauka í úrslitaleik.  Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og lauk með því að KR-stúlkur skoruðu sjö mörk gegn einu marki Hauka.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Nýr styrkleikalisti karla frá FIFA - 13.9.2006

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Situr Ísland nú í sæti 87 á þessum lista og er komið upp fyrir næstu andstæðinga sína, Letta.

Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari í fjórða flokki karla - 13.9.2006

FH varð á dögunum Íslandsmeistari í fjórða flokki karla A-liða þegar þeir sigruðu ÍR í úrslitaleik.  Leikurinn fór fram á Leiknisvelli og lauk með 4-1 sigri Hafnfirðinga eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0.

Lesa meira
 
Greta Mjöll Samúelsdóttir

Sætur sigur Blika í Finnlandi - 13.9.2006

Breiðablik vann sætan sigur á finnsku meisturunum í HJK Helsinki með tveimur mörkum gegn einu.  Leikurinn er í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða kvenna og er riðillinn leikinn í Helsinki. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR - 13.9.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR liggur fyrir.  Athugið að leikið er eftir nýrri aldursflokkaskipan, þ.e. fyrir árið 2007.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Úrtaksæfingar hjá U17 karla í vikunni - 12.9.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga fyrir verkefni U17 karla sem framundan eru.  Úrtakshópurinn mun æfa fjórum sinnum í vikunni og fara æfingarnar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót/Haust 2006 - 12.9.2006

Keppni hefst almennt í kringum miðjan október en í einhverjum tilfellum um mánaðarmótin október/nóvember.  Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Blikastúlkur til Finnlands - 11.9.2006

Leikmenn Breiðabliks hjá meistaraflokki kvenna standa í stórræðum þessa dagana og halda til Finnlands í dag.  Leika þær þar í riðli í Evrópukeppni félagsliða kvenna og er leikið í Helsinki.  Fyrsti leikurinn er á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Framhaldsskólamót KSÍ 2006 - 11.9.2006

Skráning er hafin í árlegt framhaldsskólamót KSÍ 2006 og rennur þátttökufrestur út 20. september.  Leyfilegt er að senda 2 karlalið og 2 kvennalið til keppni.  Fyrirhugað er að leika SV-lands sem og á Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Thor_Islandsmeistarar_3fl_2006

Þór Akureyri Íslandsmeistari í 3. flokki karla - 11.9.2006

Þór frá Akureyri tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla um helgina með því að sigra FH í úrslitaleik á Varmárvelli í Mosfellsbæ.  Lokatölur urðu 3-1 Þór í vil og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

FIFA veitir ekki undanþágu - 11.9.2006

Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) hefur tilkynnt KSÍ að það veiti ekki undanþágu fyrir félagaskipti Garðars Jóhannssonar úr Val í norska félagið Fredrikstad.  Garðar mun því verða um kyrrt í Val út keppnistímabilið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tímasetning á bikarúrslitum - 11.9.2006

Rétt er að fram komi, vegna umfjöllunar um tímasetningu á úrslitaleik VISA-bikars kvenna, að KSÍ og RUV höfðu gert samkomulag að leikurinn færi fram kl. 16:00, en ekki kl. 16:30, og ber því KSÍ ábyrgð á þeirri tímasetningu.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur sigraði í mögnuðum úrslitaleik VISA-bikarsins - 9.9.2006

Valsstúlkur eru VISA-bikarmeistarar kvenna árið 2006 eftir hreint frábæran bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2-2.  Í framlengingunni skoraði hvort lið eitt mark og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik vann VISA-bikarinn hjá 3. kvenna SV - 9.9.2006

Blikastúlkur í 3. flokki kvenna kórónuðu frábært tímabil hjá sér með því að sigra Hauka í úrslitaleik VISA-bikars 3. flokks kvenna SV.  Leikurinn fór fram á Fylkisvelli og lauk með 3-0 sigri Blika.

Lesa meira
 
Fram

Fram 1. deildarmeistari árið 2006 - 9.9.2006

Framarar tryggðu sér 1. deildartitilinn þrátt fyrir tap á Akureyri gegn Þór.  HK tapaði á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík og því var titillinn Framara.  Fimm félög geta fallið í 2. deild þegar að ein umferð er eftir.

Lesa meira
 
Fjardabyggd

Fjarðabyggð vann í 2. deild karla - 9.9.2006

Fjarðabyggð tryggði sér 2. deildartitilinn í dag með þvi að sigra Reyni Sandgerði á útivelli.  Reynismenn höfðu tryggt sér þriðja sætið í deildinni og sæti í 1. deild að ári.  Njarðvík varð í öðru sæti en þeir unnu Huginn í dag og féll Huginn þar með.

Lesa meira
 
Höttur

Höttur 3. deildarmeistari 2006 - 9.9.2006

Hattarmenn frá Egilsstöðum eru 3. deildarmeistarar árið 2006.  Þetta varð ljóst eftir sigur þeirra á Magna frá Grenivík, 3-2.  ÍH úr Hafnarfirði tryggði sér þriðja sætið í 3.deild með sigur á Kára og þar með sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága frá samninga- og félagaskiptanefnd - 9.9.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur veitt undanþágu á félagaskiptum.  Varða þau félagaskipti á markverði hjá meistaraflokki kvenna.  Berglind Magnúsdóttir hefur því gengið úr KR í ÍR. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur frá áfrýjunardómstóli KSÍ - 8.9.2006

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp dóm í máli FH gegn Breiðablik í 4. flokki kvenna B. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokaumferð 2. deildar karla á laugardag - 8.9.2006

Á laugardag ráðast endanleg úrslit í 2. deild karla og er spenna á toppi og botni deildarinnar.  Fjarðabyggð og Njarðvík berjast um toppsætið en Huginn og Sindri um fallið.  Í 1. deild getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla á næsta tímabili.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Stálin stinn mætast í úrslitum VISA-bikarsins - 8.9.2006

Á morgun, laugardaginn 9. september, fer fram úrslitaleikur í VISA-bikarkeppni kvenna.  Er um sannkallaðan stórleik að ræða því stórliðin Breiðablik og Valur munu eigast við á Laugardalsvellinum kl. 16:30.

Lesa meira
 
Trottur_3kv7_Islandsmeistarar

Þróttur sigraði 7 manna boltann hjá 3. flokki kvenna - 7.9.2006

Þróttur Reykjavík varð á dögunum Íslandsmeistari í 7 manna bolta hjá 3. flokki kvenna.  Í úrslitakeppni er fram fór á Stjörnuvelli, reyndust þær sterkastar og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Lesa meira
 
Breidablik_3kv_Islandsmeistarar_2006

Breiðablik Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna - 7.9.2006

Stúlkurnar í 3. flokki hjá Breiðablik tryggðu sér í vikunni Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki kvenna.  Léku þær við stöllur sínar hjá ÍBV í úrslitaleik á Víkingsvelli og sigruðu með sjö mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Magni og Höttur í 2. deild - 7.9.2006

Það er ljóst að Magni Grenivík og Höttur frá Egilsstöðum munu leika í 2. deild að ári.  Þau sigruðu samanlagt í leikjum sínum við ÍH og Kára en síðarnefndu liðin leika hreinan úrslitaleik um hvort liðið kemst í 2. deild á næsta keppnistímabili. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá fundi aganefndar - 7.9.2006

Aganefnd tók fyrir á fundi sínum 5. september 2006, mál vegna ummæla Tryggva Guðmundssonar leikmanns FH.  Þá tók aganefnd einnig fyrir á fundi sínum mál vegna ummæla Viðars Elíassonar formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Annar sigur hjá U19 gegn Skotum - 6.9.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið, undir stjórn Guðna Kjartanssonar, gerði góða ferð til Skotlands og lagði þar heimamenn í tveimur vináttulandsleikjum.  Leiknum í dag lauk með sigri Íslendinga, 2-1.  Fyrri leiknum lauk einnig með sigri Íslands, 3-1. Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Danskur sigur í dalnum - 6.9.2006

Íslenska landsliðið beið lægri hlut fyrir Dönum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Lauk leiknum þannig að Danir skoruðu tvo mörk gegn engu marki Íslendinga.  Bæði mörk Dana komu í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Euro 2008

Byrjunarliðið gegn Dönum í kvöld - 6.9.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Dönum, en liðin mætast í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:05.  Ein breyting er gerð frá síðasta leik.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

300 miðar í sölu á Ísland-Danmörk í kvöld - 6.9.2006

Hafin er sala á um 300 miðum á landsleik Íslands og Danmerkur í kvöld þar sem sætum hefur verið komið fyrir í efstu raðir í tveimur hólfum og svæði danskra áhorfenda minnkað.  Leikurinn hefst kl. 18:05 og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega og forðast þannig biðraðir við inngönguhliðin.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Hópur valinn til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 6.9.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til æfinga fyrir komandi verkefni hjá U17 karla.  Valdir eru 29 leikmenn, víðsvegar af að landinu og munu þeir æfa tvisvar um komandi helgi.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Ísland - Danmörk í kvöld kl. 18:05 - 6.9.2006

Í kvöld kl. 18:05 flautar Rússinn Nikolai Ivanov til leiks í leik Íslands og Danmerkur.  Þetta er leikur sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu og er uppselt á þennan leik.  Þetta er fyrsti leikur Dana í F riðli riðlakeppni EM 2008 en Íslendingar unnu sinn fyrsta leik, gegn Norður-Írum á útivelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölskylduhátíð í Laugardalnum frá kl. 16:00 - 5.9.2006

Fjölskylduhátíð verður í Laugardalnum á morgun fyrir leik Íslands og Danmerkur.  Fer hún fram á Gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum og hefst kl. 16:00.  Leikur Íslands og Danmerkur hefst svo kl. 18:05 á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
MargretLara

Margrét Lára valin besti leikmaður umferða 8-14 - 5.9.2006

Í dag voru veitt verðlaun fyrir umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna.  Margrét Lára Viðarsdóttir var valin besti leikmaður umferðanna.  Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Vals var valin besti þjálfarinn og þá voru stuðingsmenn Vals heiðraðir. Lesa meira
 
Völsungur

Íþróttafélagið Völsungur auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum - 5.9.2006

Íþróttafélagið Völsungur auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir 3. til 7.flokk drengja og stúlkna. Einnig auglýsir félagið eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnisstúlkur í Landsbankadeild kvenna - 5.9.2006

Fjölnisstúlkur unnu sér sæti í Landsbankadeild kvenna um helgina með því að sigra ÍR í úrslitaleik með einu marki gegn engu.  ÍR mun leika leiki heima og heiman við Þór/KA um sæti í Landsbankadeildinni að ári.

Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Góður sigur U19 karla á Skotum - 4.9.2006

U19 landslið karla vann góðan 1-3 sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi í fyrri af tveimur vináttuleikjum þjóðanna í þessari viku. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fylkir vann VISA-bikarinn hjá 3. flokki karla SV - 4.9.2006

Fylkismenn sigruðu í gær úrslitaleik VISA-bikarsins hjá 3. flokki karla á Suðvesturlandi.  Sigruðu þeir Fjölnismenn með tveimur mörkum gegn einu en leikið var á Fjölnisvelli. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

Byrjunarlið U19 gegn Skotlandi í dag - 4.9.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur tvo leiki við Skota ytra.  Fer fyrri leikurinn fram í dag og sá seinni á miðvikudaginn.  Guðni Kjartansson hefur tilkynnt byrjunarliðið er byrja leikinn í dag.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Uppselt á Ísland - Danmörk - 4.9.2006

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að uppselt er á landsleik Íslands og Danmerkur sem fram fer miðvikudaginn 6. september kl. 18:05.  Miðasala á Ísland-Svíþjóð, sem fram fer 11. október er hinsvegar í fullum gangi. Lesa meira
 
Valur_Islandsmeistarar_2006

Valsstúlkur sigurvegarar í Landsbankadeild kvenna - 4.9.2006

Valsstúlkur voru í gær krýndar Íslandsmeistarar og fengu afhend sigurlaun sín fyrir Landsbankadeild kvenna 2006.  Voru þær með rúmlega aðra höndina á titlinum fyrir helgina og fengu hann svo afhentan í gær við mikinn fögnuð.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjar eru bestar í umferðum 8-14? - 4.9.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna verða afhentar í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í hádeginu á þriðjudag.  Spennandi verður að sjá hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í seinni hluta deildarinnar. Lesa meira
 
Álftanes

Álftanes auglýsir eftir þjálfurum - 4.9.2006

Knattspyrnudeild Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir 4. og 5. flokk drengja og 4. flokk stúlkna. Menntun og reynsla sem nýtast í starfi nauðsynleg. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Ágætis byrjun - 2.9.2006

A landslið karla vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2008, en liðin mættust á Windsor Park í Belfast.  Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Íslendingar leggja N.-Íra á útivelli.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Eins marks tap gegn Ítölum á Laugardalsvelli - 2.9.2006

Ísland er úr leik í EM U21 landsliða karla eftir eins marks tap gegn Ítalíu á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.  Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðar hálfleik.

Lesa meira
 
Euro 2008

Kristján inn fyrir Daða - 1.9.2006

Daði Lárusson meiddist á æfingu í Belfast í dag, föstudag, og hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, kallað á Kristján Finnbogason í hans stað.  Kristján, sem leikur með KR og á 20 A-landsleiki að baki, heldur út í kvöld. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ein breyting á byrjunarliði U21 karla - 1.9.2006

Luka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ítölum í kvöld, en liðin mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 19:00.  Ein breyting er gerð á liðinu frá síðasta leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

U19 karla mætir Skotum tvisvar í næstu viku - 1.9.2006

U19 landslið karla mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum í næstu viku.  Þessar tvær viðureignir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM í október. Lesa meira
 
Stjarnan - Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna 2006 (stjarnan.is)

Breiðablik og Stjarnan unnu í 5. flokki - 1.9.2006

Úrslitaleikir Íslandsmóts 5. flokka karla og kvenna fóru fram á fimmtudagskvöld.  Í karlaflokki unnu Blikar sigur á nágrönnum sínum í HK, en í kvennaflokki lagði Stjarnan Aftureldingu á Valbjarnarvelli.

Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Leikið í úrslitakeppni 3. deildar á laugardag - 31.8.2006

Á laugardaginn fara fram fyrri undanúrslitaleikir 3. deildar karla .  Kári og Höttur mætast á Akranesvelli kl. 14:00 en kl. 17:00 mætast ÍH og Magni á Hamarsvelli í Hafnarfirði. Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum - 31.8.2006

Viltu starfa sem þjálfari hjá kraftmiklu og metnaðarfullu félagi?  Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir áhugasömum þjálfurum til starfa í yngri flokkum félagsins.  Lesa meira
 
Rossi

Strákarnir kljást við ítalskar stjörnur - 31.8.2006

Þeir fjölmörgu aðdáendur ítalska boltans hér á landi munu vafalaust kætast yfir komu U21 liðsins hingað og leik þeirra við Íslendinga á föstudaginn.  Nokkrir leikmenn liðsins eru vel þekktir og leika margir stór hlutverk hjá sínum félagsliðum. Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 30.8.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta föstudaginn 1. september frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar. Lesa meira
 
David_Healy

Hópur Norður-Íra er mætir Íslendingum - 30.8.2006

Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur valið hópinn sem mætir Íslendingum í Belfast laugardaginn 2. september.  Leikurinn er fyrsti leikur beggja þjóða í riðlakeppninni fyrir EM 2008. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Fjölnir og ÍR leika til úrslita í 1. deild kvenna - 30.8.2006

Það verða Fjölnir og ÍR er leika til úrslita í 1. deild kvenna.  Þetta varð ljóst eftir leiki liðanna i gær.  Fjölnir sigraði Völsung heima, 6-1 og ÍR vann sigur á Magna á Grenivík, 3-1.  Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 3. september á Leiknisvelli kl. 12:00..

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðasala á Ísland - Svíþjóð hafin - 30.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Aðsókn á Landsbankadeild karla - betur má ef duga skal - 30.8.2006

Heildarjöldi áhorfenda á leiki Landsbankadeildar karla í ár hefur verið ívið minni en í fyrra.  Alls hafa 82.612 áhorfendur mætt á leiki deildarinnar í ár að 15 umferðum loknum en á sama tíma í fyrra höfðu alls 83.145 áhorfendur mætt á leikina. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

13. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld - 30.8.2006

Í kvöld verður 13. umferð Landsbankadeildar kvenna leikin og eru fjórir leikir á dagskrá.  Landsbankinn heitir 30.000 kr. á hvert mark er skorað er í þessari umferð og munu áheitin renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Lesa meira
 
Ítalir fagna sigri á EM U21 liða karla 2004 - uefa.com

Ítalir gríðarlega öflugir í U21 aldursflokknum - 30.8.2006

Ítalir hafa verið gríðarlega öflugir í U21 aldursflokki karla undanfarin 15 ár, en þeir hafa hampað sigri á EM í fimm af síðustu átta skiptum sem keppnin hefur farið fram. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Ísland - Ítalía á föstudag - Frítt á völlinn - 30.8.2006

Á föstudag mætast U21 landslið Íslands og Ítalíu í riðlakeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00.  Takist okkar piltum að vinna sigur á Ítölum eiga þeir góða möguleika á að komast áfram í umspil um sæti í lokakeppninni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR-ingar mæta Keflvíkingum í úrslitaleiknum - 29.8.2006

Það verða KR-ingar sem mæta Keflvíkingum í úrslitaleik VISA-bikars karla í ár, en þeir tryggðu sér farseðilinn í úrslit með því að leggja Þróttara með einu marki gegn engu í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Eina mark leiksins kom í fyrri hluta framlengingar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Röndóttur slagur í Laugardalnum í kvöld - 29.8.2006

Laugardalsvöllur verður vettvangur fyrir seinni undanúrslitaleik VISA-bikarsins í kvöld.  Mætast þá Þróttur og KR og verður væntanlega hart barist í báðar rendur.  Leikurinn hefst kl. 20:00 og er hægt að kaupa miða á miði.is. Lesa meira
 
Eiður Smári leikur á varnarmann Suður-Afríku

Miðasala á Ísland-Svíþjóð hefst á hádegi á morgun - 29.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 hefst á hádegi á morgun, miðvikudag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Uppselt er á leik Íslands og Danmerkur. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Keflvíkingar í úrslit VISA-bikarsins - 29.8.2006

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum VISA-bikarsins með sigri á Víkingi.  Lauk leiknum 0-4 fyrir Suðurnesjamenn og voru þeir vel að sigrinum komnir.  Þeir mæta annaðhvort Þrótti eða KR en þau leika í kvöld kl. 20:00 á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Landslið U19 karla valið - 28.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er heldur til Skotlands.  Mun liðið leika þar tvo vináttulandsleiki við heimamenn og fara leikirnir fram 4. og 6. september. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága vegna félagaskipta - 28.8.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur í samræmi við grein A.4. í reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna, samþykkt að veita Knattspyrnudeild Hvatar undanþágu fyrir félagaskipti markvarðar fyrir meistaraflokk karla. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Örfáir miðar eftir á Ísland - Danmörk - 27.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Danmerkur, er fram fer miðvikudaginn 6. september kl. 18:05 á Laugardalsvelli, gengur mjög vel.  Örfáir miðar eru eftir á leikinn og eru allra síðustu forvöð til þess að tryggja sér miða. Lesa meira
 
Alidkv2004-0404

Tap gegn Svíum - 26.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því sænska á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0-4 eftir að staðan var 0-1 í hálfleik.  Íslenska liðið barðist vel í leiknum en sænska liðið reyndist of sterkt. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarliðið gegn Svíum tilkynnt - 25.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Svíum.  Leikurinn hefst kl. 14:00, laugardaginn 26. ágúst og fer fram á Laugardalsvelli.  Aðgangur á leikinn er ókeypis.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars karla - 25.8.2006

Mánudag og þriðjudag fara fram undanúrslitaleikirnir í VISA-bikar karla.  Mánudaginn 28. ágúst mætast Víkingur og Keflavík og daginn eftir, þriðjudaginn 29. ágúst, eigast við Þróttur og KR.  Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum og hefjast kl. 20:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fleiri mörk fyrir hjartveik börn - 25.8.2006

Eins og kunnugt er ætlar Landsbankinn að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.  Hefur bankinn heitið á hvert mark er skorað verður í 15. umferð Landsbankadeildar karla og kvenna.

Lesa meira
 
Eyjolfur_sverrisson_U21-2004-0001

Landsliðshópurinn tilkynntur - 25.8.2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn er mætir Norður-Írum og Dönum.  Leikurinn við Norður-Íra er leikinn í Belfast 2. september en leikurinn við Dani er á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 6. september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U18 karla gegn Póllandi - 25.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Liðið hefur gert jafntefli við Belga og tapað gegn Slóvakíu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Hauka gegn Þrótti - 25.8.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál Hauka gegn Þrótti varðandi leik í 1. deild kvenna A.  Fór leikurinn fram 1. ágúst 2006 á Valbjarnarvelli og lauk með sigri Þróttar, 3-2.  Dómstóllinn úrskurðar að úrslit leiksins skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Ísland - Svíþjóð laugardaginn kl. 14:00 - 25.8.2006

Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli 26. ágúst kl. 14:00 og er leikurinn í riðlakeppni HM.  Þessi leikur er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í keppninni og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að koma á völllinn og hvetja stelpurnar.  Aðgangur á leikinn er ókeypis. Lesa meira
 
Nicole_Petignat_domari

Nicole Petignat dæmir leik Íslands og Svíþjóðar - 25.8.2006

Dómari leiks Íslands og Svíþjóðar á laugardaginn er einn þekktasti dómari Evrópu, Nicole Petignat frá Sviss.  Hún dæmdi m.a. úrslitaleik Heimsmeistarakeppni kvenna árið 1999 þegar að Kína og Bandaríkin mættust í Los Angeles. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jörundur Áki í tveggja leikja bann - 25.8.2006

Aganefnd UEFA hefur úrskurðað Jörund Áka Sveinsson, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, í tveggja leikja bann vegna brottvísunar hans í leik Íslendinga og Tékka þann 19. ágúst síðastliðinn. Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík auglýsir eftir þjálfurum yngri flokka - 24.8.2006

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar UMFN  auglýsir eftir þjálfurum fyrir 3. til 7. flokk pilta.. Knattspyrnudeild UMFN  er með metnaðarfullt starf þar sem fagmennska og forvarnir eru höfð að leiðarljósi.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla mætir Ítölum 1. september - 24.8.2006

Lúka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Ítölum í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.  Leikurinn er leikinn á Laugardalsvelli, föstudaginn 1. september kl. 19:00. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tap gegn Slóvakíu hjá U18 karla - 23.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið tapaði gegn Slóvakíu í dag en leikurinn var liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Lauk leiknum 1-3 en Íslendingar komust yfir snemma leiks.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Skorað fyrir gott málefni - 23.8.2006

Landsbankinn hefur heitið á liðin í Landsbankadeild karla og kvenna að skora sem flest mörk í næstu umferðum deildanna.  Fyrir hvert skorað mark mun bankinn styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, um ákveðna upphæð. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Vina gegn Neista Djúpavogi - 23.8.2006

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli Vina gegn Neista frá Djúpavogi.  Leikurinn fór fram 1. júlí sl. og var leikinn í Boganum á Akureyri.  Liðin léku í D-riðli 3. deildar Íslandsmótsins. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Óbreyttur hópur fyrir leikinn gegn Svíum - 23.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Svíum á Laugardalsvelli, laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00.  Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007.  Svíar eru efstir í riðlinum og hafa aðeins tapað stigi gegn Íslendingum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Jafntefli gegn Belgum hjá U18 - 23.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið gerði í gær jafntefli við Belga á alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Lauk leiknum með því að hvort lið skoraði eitt mark.  Liðið leikur í dag gegn Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og Breiðablik mætast í úrslitum - 23.8.2006

Valur og Breiðablik munu mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna er fram fer laugardaginn 9. september.  Þetta varð ljóst eftir leikir gærkvöldsins.  Valur sigraði Stjörnuna í undanúrslitum og Breiðablik vann Fjölni. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasala á leik Íslands og Danmerkur hafin - 22.8.2006

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppni landsliða er hafin á ksi.is og midi.is.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasölu seinkar á landsleik Íslands og Danmerkur - 22.8.2006

Verið er að vinna í uppsetningu á miðasölukerfi vegna leiks Íslands og Danmerkur.  Vegna þess mun opnun á miðasölu seinka en opnað verður síðar í dag.  Fylgist með hér á síðunni um opnun miðasölunnar. Lesa meira
 
Sviarkvenna

Leikreynt kvennalandslið Svía mætir til leiks - 22.8.2006

Svíar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00.  Lið Svía er geysisterkt og mjög leikreynt en sex leikmenn hafa leikið yfir 100 landsleiki. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U18 karlalandsliðið leikur í Tékklandi - 22.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið er statt í Tékklandi þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu móti.  Ísland leikur í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Póllandi á mótinu.  Fyrsti leikur liðsins í mótinu er í dag kl. 15:00 þegar liðið leikur við Belga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna í dag - 22.8.2006

Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikar kvenna fara fram í dag.  Á Valbjarnarvelli eigast við Valur og Stjarnan og hefst leikurinn kl. 17:00.  Hálftíma síðar, kl. 17:30, mætast á Kópavogsvelli Breiðablik og Fjölnir. Lesa meira
 
Eiður Smári leikur á varnarmann Suður-Afríku

Miðasala á Ísland- Danmörk hefst á hádegi í dag - 22.8.2006

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur, hefst kl. 12:00 í dag, þriðjudag.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 6. september kl. 18:05.  Hægt er að kaupa miða á netinu og verslunum Skífunnar og BT-tölva. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumótum lokið - 21.8.2006

Úrslitakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ fór fram um helgina.  Leikið var annars vegar í úrslitakeppni SV-lands og hins vegar NL / AL.  Meðfylgjandi er yfirlit yfir sigurvegara í mótum helgarinnar.

Lesa meira
 
richmond_university

Kvennalandsliðið leikur á Richmond Stadium í Virginíu - 21.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Bandaríkin 8. október næstkomandi.  Leikið verður á velli háskólans í Richmond í Virginíu.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ESPN2 í Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Völsungur vann VISA bikar NL hjá 3. flokki kvenna - 21.8.2006

Völsungur sigraði í VISA-bikarkeppni Norðurlands hjá 3. flokki kvenna með sigri á Tindastól. Lauk leiknum með sigri Húsavíkurstelpnanna með þremur mörkum gegn tveimur en leikið var á Húsavíkurvelli.

Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már við dómgæslu í Belfast - 21.8.2006

Egill Már Markússon og Pjetur Sigurðsson er staddir þessa dagana í Belfast þar sem þeir eru að dæma í áhugamannakeppni UEFA.  Keppnin er héraðsskipt og geta löndin sent “landslið” ákveðins héraðs til leiks. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni 3. deildar - 19.8.2006

Eftir leiki dagsins er ljóst hvaða lið leika í úrslitakeppni 3. deildar en hún hefst um næstu helgi,  laugardaginn 26. ágúst. Liðin sem mætast í 8. liða úrslitum eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Fram

Framarar komnir upp - 19.8.2006

Framarar tryggðu sér sæti í Landsbankadeild að ári með sigri á Þrótturum í gær.  Framarar skoruðu eitt mark í leiknum og það dugði til enda hefur Framliðið aðeins fengið á sig 11 mörk í þeim 15 leikjum er þeir hafa leikið.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Stelpurnar töpuðu gegn Tékkum - 19.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu laut í lægra haldi gegn Tékkum í dag.  Lauk leiknum með því að Tékkar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur íslenskum.  Íslenska liðið leikur gegn Svíum laugardaginn 26. ágúst á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

Byrjunarliðið gegn Tékkum - 18.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum á laugardag kl. 16:00 á Laugardalsvelli.  Ókeypis aðgangur er á leikinn og eru landsmenn hvattir til þess að mæta.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Allir á völlinn kl. 16:00 á laugardag - 18.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun, laugardag, gegn Tékkum í undankeppni fyrir HM 2007.  Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Ókeypis er á völlinn og getur stuðningur skipt sköpum fyrir stelpurnar í leiknum. Lesa meira
 
Stukaagust2006

Síðasta sperran komin upp - 18.8.2006

Eins og landsmenn sáu síðasta þriðjudag, þá er vesturstúka Laugardalsvallar að gangast undir miklar breytingar.  Ennþá er unnið á fullu og keppst við að þakið verði tilbúið fyrir 6. september.  Síðasta sperran í þakinu var sett upp í dag. Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík komið í 1. deildina - 18.8.2006

Njarðvíkingar tryggðu sér í gærkvöldi, sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili.  Þetta var ljóst eftir sigur þeirra á Aftureldingu í gær á heimavelli.  Þrjú lið fara upp úr annarri deildinni að þessu sinni vegna fjölgunar í 1. deild. Lesa meira
 
Alidkv2004-0349

Kvennalandsliðið undirbýr sig af krafti - 17.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið í knattspynu undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum.  Liðið kom saman á þriðjudaginn og æfa einu sinni á dag fram að leik.  Leikurinn er á laugardaginn á Laugardalsvelli og er ókeypis inn á völlinn. Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

KSÍ leitar að bókum um sögu íslenskrar knattspyrnu - 17.8.2006

Í gegnum árin hafa mörg félög gefið út bók um sögu knattspyrnunnar í viðkomandi félagi.  Það hafa líka verið gefnar út bækur um sögu einstakra knattspyrnumanna.  KSÍ leitar nú eftir að fá eintak af þessum bókum til varðveislu á bókasafni KSÍ. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Markalaust jafntefli í Austurríki - 16.8.2006

U21 karlalandslið Íslands og Austurríkis gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í dag, miðvikudag, en leikurinn fór fram í Austurríki.  Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum og segja má að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Hattar gegn Fjarðabyggð - 16.8.2006

Knattspyrnudómstóll KSÍ hefur dæmt í máli Hattar gegn Fjarðabyggð.  Var kært vegna leiks í 2. flokki karla C2 sem fram fór 31. júlí síðastliðinn og var leikinn á Vilhjálmsvelli.

Lesa meira
 
Litháen - Sjálfstæði í 15 ár

"Landsleikur" á Fylkisvelli á föstudag - 16.8.2006

Á föstudag fer fram áhugaverður knattspyrnuleikur á gervigrasvelli Fylkis í Árbæ.  Þá mætast LT United frá Litháen og íslenska liðið Umf. Ragnan í "vináttulandsleik" í tengslum við 15 ára sjálfstæðisafmæli Litháens. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Eistlandi í dag - 16.8.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Eistlands og Makedóníu er fram er í Eistlandi í dag.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008.  Honum til aðstoðar verða Eyjólfur Finnsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari, Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Kvennalandsliðið í eldlínunni á laugardaginn - 16.8.2006

Íslenska A-landslið kvenna verður í eldlínunni á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Tékkum.  Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Leikurinn er liður í riðlakeppni HM 2007. Frítt verður á þennan leik.

Lesa meira
 
ritzing

U21 karlalandsliðið leikur í dag - 16.8.2006

Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Austurríkismenn í riðlakeppni fyrir EM hjá U21 landsliðum.  Leikurinn er fyrsti leikur riðilsins en Ítalir skipa einnig þennan riðil.  Aðeins er leikinn einn leikur við hvora þjóð. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Markalaust jafntefli gegn Spánverjum - 15.8.2006

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Spánverja í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lauk leiknum með markalausu jafntefli og var leikurinn prýðilegur af hálfu Íslendinga. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Spáni - 15.8.2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik í kvöld kl. 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landslið U18 karla valið - 15.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Tékklandi 21. ágúst - 27. ágúst.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Sala stæðismiða á Laugardalsvelli í dag - 15.8.2006

Sala stæðismiða á ksi.is og midi.is og einnig við Laugardalsvöll frá kl. 10:00 við aðalinngang vallarins í vesturstúku.   Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega því aðgöngumiðar eru skannaðir inn við aðgönguhlið.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Uppselt í sæti á Spánarleikinn - 14.8.2006

Í dag seldust upp síðustu miðarnir í sæti á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hefst kl. 20:00, þriðjudaginn 15. ágúst.  Enn er hægt að kaupa miða í stæði en forsöluafsláttur er til miðnættis í kvöld. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Eiði Smára gefið frí gegn Spánverjum - 14.8.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í vináttulandsleiknum gegn Spáni.  Í samráði við lækna íslenska liðsins og landsliðsþjálfara var ákveðið að gefa Eiði frí í þessum leik.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðeins nokkur hundruð miðar eftir í sæti - 14.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, þriðjudaginn 15. ágúst, gengur mjög vel og í morgun voru nokkur hundruð miðar eftir í sæti.  Ljóst er að sætismiðar munu seljast upp í dag en einnig er hægt að kaupa miða í stæði á þennan leik. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Um 1000 miðar óseldir í sæti - 13.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, er fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00, gengur mjög vel.  Í dag, sunnudag, eru aðeins um 1000 miðar óseldir í sæti.  Einnig eru seldir miðar í stæði á þennan vináttulandsleik. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Kári, ÍH og Höttur í úrslitakeppnina - 13.8.2006

Þrjú lið til viðbótar hafa tryggt sér sæti i úrslitakeppni 3. deildar karla.  Eru það Kári frá Akranesi, ÍH úr Hafnarfirði og Höttur frá Egilsstöðum.  Lokaleikir riðlakeppni 3. deildar fara fram laugardaginn 19. ágúst. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Um 2500 sæti eftir á landsleikinn gegn Spáni - 11.8.2006

Miðarnir renna hratt út á vináttulandsleik Íslands og Spánar sem fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Um 2500 sæti voru eftir á leikinn seinni partinn í dag, föstudag.  Salan tók góðan kipp í dag eftir að hópur Spánverja var tilkynntur. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Magni og Völsungur komin í úrslit í 1. deild kvenna - 11.8.2006

Eftir úrslit gærkvöldsins er ljóst að Magni Grenivík og Völsungur frá Húsavík hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.  Skipa þau 2 efstu sætin í B-riðli en í A-riðli er baráttan gríðarlega hörð. Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt fyrst að tryggja sig í úrslitakeppni 3. deildar - 11.8.2006

Hvöt frá Blönduósi var í gær fyrst liða til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 3. deildar.  Þetta var ljóst í gær, eftir að þeir sigruðu Tindastól á Sauðárkróki með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Leikið til úrslita í Polla-og Hnátumótum 2006 - 11.8.2006

Svæðisbundin úrslitkeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram helgina 19.-20. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um þessar úrslitakeppnir.

Lesa meira
 
faroe_logo

Norræn dómaraskipti - 11.8.2006

Páll Augustinussen, dómari frá Færeyjum, mun dæma leik Leiknis og Stjörnunnar í 1. deild karla í kvöld.  Er þetta liður í norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 18. - 20. ágúst - 11.8.2006

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 18. - 20. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1991, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Sterkasta lið Spánverja mætir til leiks - 11.8.2006

Luis Aragones hefur tilkynnt hópinn er kemur til Íslands og mætir Íslendingum í vináttulandsleik, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Lið Spánverja er stjörnum prýtt og mæta þeir með sitt sterkasta lið. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága veitt vegna félagaskipta - 11.8.2006

Samninga- og félagskiptanefnd hefur í samræmi við grein A.4. í reglugerð KSÍ um félagskipti leikmanna samþykkt að veita Knattspyrnudeild Fylkis undanþágu fyrir félagskipti markvarðar fyrir meistaraflokk kvenna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

25 þjálfarar fara til Englands á KSÍ VI þjálfaranámskeiðið - 11.8.2006

Fræðslunefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur valið úr 35 umsóknum sem bárust frá þjálfurum sem vildu komast inn á KSÍ VI þjálfaranámskeiðið sem verður haldið á Lilleshall, Englandi þann 29.október - 5.nóvember næstkomandi.  Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðar seljast vel á Ísland-Spánn - 11.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Spánar gengur vel en selt er í fyrsta skipti í gegnum nýtt miðasölukerfi á vegum midi.is.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og BT-tölva. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir í Danmörku - 10.8.2006

Egill Már Markússon dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik OB Odense frá Danmörku og Llanelli frá Wales í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða.  Leikið er í Óðinsvéum í Danmörku. Lesa meira
 
errea

Ísland leikur í nýjum búningum - 10.8.2006

Íslenska landsliðið mun leika í glænýjum búningum í vináttulandsleik þeirra gegn Spáni, 15. ágúst nk.  Um er að ræða nýja búninga frá Errea og verða Íslendingar albláir í leiknum. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 10.8.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Spánn afhenta föstudaginn 11. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar.

Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Hjálmar Jónsson inn í landsliðshópinn - 10.8.2006

Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spáni, þriðjudaginn 15. ágúst.  Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg kemur inn í hópinn í stað Brynjars Björns Gunnarssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik mætir austurísku meisturunum í dag - 10.8.2006

Breiðablik leikur annan leik sinn í dag í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Mæta þær þá SV Neulengbach kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Bæð þessi lið unnu sína fyrstu leiki i riðlinum og má því búast við hörkuleik í dag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ - 9.8.2006

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar ÍA gegn knattspyrnudeild ÍR.  Varðaði það leik á milli félaganna í 4. flokki A. sem fram fór 16. maí síðastliðinn.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Hópurinn er mætir Tékkum - 9.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn er mætir Tékkum, laugardaginn 19. ágúst kl. 16:00.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland sem stendur í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Tékkar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Sigurvin valinn bestur í umferðum 7-12 - 9.8.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í Iðnó.  Sigurvin Ólafsson var valinn besti leikmaður þessara umferða og þá fengu stuðningsmenn KR viðurkenningu fyrir framlag sitt. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir eru bestir í umferðum 7-12? - 9.8.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla verða afhentar í hádeginu í dag, miðvikudag, í Iðnó við Reykjavíkurtjörn.  Spennandi verður að sjá hverja valnefndin hefur talið hafa skarað fram úr í miðhluta mótsins.

Lesa meira
 
ussoccer

Vináttulandsleikur gegn Bandaríkjunum - 8.8.2006

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð Bandaríska knattspyrnusambandsins um að íslenska kvennalandsliðið mun leika vináttulandsleik við Bandaríkin, sunnudaginn 8. október næstkomandi.  Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur byrja vel í Austurríki - 8.8.2006

Breiðablik hóf þátttöku sína í Evrópukeppni félagsliða kvenna með látum og sigruðu SU 1° Dezembro frá Portúgal með fjórum mörkum gegn engu.  Þær spila annan leik sinn í riðlinum á fimmtudaginn gegn heimastúlkum í SV Neulengbach. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Hópurinn valinn er mætir Spánverjum - 8.8.2006

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Miðasala er í fullum gangi á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel.
 
Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Leiktími á leiki Íslendinga í riðlakeppni EM 2008 - 8.8.2006

Ákveðnir hafa verið leiktímar á landsleiki Íslendinga í riðlakeppninni fyrir EM 2008.  Um er að ræða leiki gegn Norður-Írum, Dönum og Svíum.  Leikirnir gegn Danmörku og Svíþjóð eru leiknir heima en leikurinn gegn Norður-Írum fer fram í Belfast. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe_5saetid

U17 karla endaði í fimmta sæti - 8.8.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið sigraði U19 Færeyja með tveimur mörkum gegn einu í leiknum um fimmta sætið.  Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti á þessu Norðurlandamóti er fram fór í Færeyjum.  Danir urðu Norðurlandameistarar. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur leika í Evrópukeppni félagsliða - 4.8.2006

Íslandsmeistarar kvenna,  Breiðablik, halda um helgina til Austurríkis og taka þar þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Með þeim í riðli eru SV Neulengbach frá Austurríki, Newtownabbey frá Norður-Írlandi og SU 1° Dezembro frá Portúgal. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Leikið við U19 lið Færeyja um fimmta sætið - 4.8.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið leikur á laugardag við U19 lið Færeyinga.  Er leikurinn um fimmta sæti mótsins en þetta lið Færeyja leika sem gestir á mótinu.  Tíl úrslita í mótinu leika Danir og Englendingar. Lesa meira
 
Windsor-Park

Miðar á leik N-Írlands og Íslands 2. september - 3.8.2006

Þann 2. september nk. hefur íslenska landsliðið þátttöku sína í undankeppni fyrir EM 2008.  Leika þeir þá við Norður Írland ytra og er leikið á Windsor Park í Belfast.  Stuðningsmenn Íslands geta keypt miða hjá KSÍ og kostar hann 3.500 krónur. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Tap gegn Færeyingum - 3.8.2006

U17 karlalandslið Íslands beið í dag, lægri hlut gegn Færeyingum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Færeyjum.  Sigruðu heimamenn með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Byrjunarlið U17 er mætir Færeyingum - 3.8.2006

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Færeyingum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Leikið verður svo til úrslita um sæti á laugardaginn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 liðið valið er mætir Austurríki - 3.8.2006

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Austurríkismönnum í Ritzing þann 16. ágúst í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.
 
Lesa meira
 
FH

FH úr leik í Meistaradeildinni - 3.8.2006

Íslandsmeistarar FH eru fallnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Legia frá Varsjá.  Lokatölur leiksins í gær urðu 2-0 fyrir heimamenn í Legia en þeir unnu einnig fyrri leikinn, 1-0. Lesa meira
 
ÍA

Aganefnd ávítir leikmann ÍA - 2.8.2006

Aganefnd tók fyrir á fundi sínum 1. ágúst 2006, mál vegna ummæla Bjarna Guðjónssonar leikmanns ÍA.  Eru Bjarna veittar ávítur vegna ummælanna og knattspyrnudeild ÍA sektuð um 10.000 kr. vegna framkomu hans.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2006 - 2.8.2006

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á mótafyrirkomulagi frá því í fyrra.  Í keppni 7 manna liða er hver flokkur skipaður einum árgangi í stað tveggja áður.  Leikið er í keppni 11 manna liða í október skv. nýrri árgangaskipan. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasala á Ísland - Spánn hafin - 2.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hafin á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.. 

Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Stúkan tekur á sig skýrari mynd - 2.8.2006

Eins og flestir vita standa yfir miklar framkvæmdir við stúkubygginguna á Laugardalsvelli.  Unnið er dag og nótt þessa dagana og tekur stúkan á sig skýrari mynd á hverjum degi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 2.8.2006

Vegna undanúrslita í Visa bikarkeppni karla dagana 28. og 29. ágúst hefur leikjum í 14. og 15. umferð Landsbankadeildar karla verið breytt.  Leikirnir eru eftirfarandi: Lesa meira
 
Þór

Landsbankamót Þórs á Akureyri - 2.8.2006

Dagana 15. – 17. september 2006 heldur knattspyrnudeild Þórs árlegt knattspyrnumót fyrir 4. flokk karla og kvenna. Mótið er eingöngu fyrir þennan aldurshóp og dagskrá mótsins unnin með þennan aldur í huga, sannkallað fótboltapartí!

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningum frestað um viku - 2.8.2006

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild karla verða afhentar í Iðnó, miðvikudaginn 9. ágúst kl. 12:00.  Upphaflega átti að afhenda þessar viðurkenningar 2. ágúst en því hefur verið frestað. Lesa meira
 
FH

FH leikur gegn Legia Varsjá í dag - 2.8.2006

Íslandsmeistarar FH mæta Legia Varsjá ytra í dag kl. 18:30.  Leikurinn er seinni leikur liðanna en fyrri leiknum, í Hafnarfirði, lauk með sigri pólska liðsins, 0-2.  Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Tap gegn Dönum hjá U17 karla - 1.8.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði gegn Dönum í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Lokatölur urðu 1-3 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.  Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Byrjunarlið U17 gegn Dönum í dag - 1.8.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í dag kl. 13:30.  Leikurinn er annar leikur liðsins á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Liðið sigraði Finna í gær með fimm mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
VISA_2006_Throttur_KR

Dregið í undanúrslitum VISA-bikarsins - 1.8.2006

Í hádeginu í dag var dregið til undanúrslita í VISA-bikarkeppninni á Hótel Loftleiðum.  Í kvennaflokki mætast Breiðablik og Fjölnir annarsvegar og Valur og Stjarnan hinsvegar.  Hjá körlunum drógust Víkingur og Keflavík saman og Þróttur og KR. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Finnar lagðir í fyrsta leiknum - 31.7.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið fór vel af stað á Norðurlandamótinu er fram fer í Færeyjum.  Sigruðu strákarnir Finna 5-2,  eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir aðeins sjö mínútur. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla hefja leik í dag - 31.7.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik á Norðurlandamótinu í Færeyjum í dag.  Fyrsti leikur þeirra er við Finna og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.  Danir og Færeyingar eru einnig í riðli með Íslendingum. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Lokadagur félagaskipta er í dag - 31.7.2006

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október.  Á því tímabili geta leikmenn sem skráðir eru hjá erlendu knattspyrnusambandi heldur ekki skipt í íslenskt félagslið.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í undanúrslit karla og kvenna á þriðjudag - 31.7.2006

Dregið verður í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna á Hótel Loftleiðum í hádeginu á þriðjudag.  Í undanúrslitum karla eru þrjú lið úr Landsbankadeild og eitt úr 1. deild, og sama skipting er í undanúrslitum kvenna.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik, Fjölnir, Stjarnan og Valur í undanúrslit - 28.7.2006

Breiðablik, Fjölnir, Stjaran og Valur tryggðu sér í kvöld, föstudagskvöld, sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með því að leggja andstæðinga sína í 8-liða úrslitum. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Buddy Farah gegn Keflavík - 28.7.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli leikmannsins Buddy Farah gegn Keflavík, en leikmaðurinn gerði þær kröfur að staðfest yrði að samningur hans við félagið væri ekki lengur í gildi. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dagsetningum undanúrslita karla breytt - 28.7.2006

Dagsetningum leikja í undanúrslitum VISA-bikars karla hefur verið breytt og fara leikirnir nú fram mánudaginn 28. ágúst og þriðjudaginn 29. ágúst.  Báðir leikir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 
ESSO2005-0023

Færslur leikja 15. ágúst vegna Ísland - Spánn - 28.7.2006

Þar sem Ísland leikur vináttulandsleik við Spán í A-landsliðum karla þann 15. ágúst er ljóst að færa þarf mikið af leikjum af þeim degi.  Mótanefnd KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að færa alla leiki í meistaraflokki yfir á 16. ágúst.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik FH og Þór/KA í Landsbankadeild kvenna breytt - 28.7.2006

Vegna landsleiks Íslands við Spán í A-landsliðum karla 15. ágúst hefur leik FH og Þórs/KA í Landsbankadeild kvenna verið breytt.  Leikurinn fer nú fram degi síðar en áður var áætlað.

Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 28.7.2006

Barna og unglingaráð Aftureldingarauglýsir eftir þjálfurum í nokkra flokka pilta og stúlkna frá og með 1. september.  Þjálfaramenntun og reynsla er skilyrði.

Lesa meira
 
Höttur

Ormsteitismót Hattar fyrir 5. og 6. flokk - 28.7.2006

Ormsteitismót Hattar fyrir 5. og 6. flokk karla og kvenna fer fram á Egilsstöðum dagana 19. og 20. ágúst næstkomandi. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hvaða lið fara í undanúrslit VISA-bikars kvenna? - 28.7.2006

Átta liða úrslit VISA-bikars kvenna fara fram í kvöld, föstudagskvöld, og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15.  Þrjú lið úr 1. deild leika í 8-liða úrslitum og fimm úr Landsbankadeild.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Bæði lið úr leik þrátt fyrir góða frammistöðu - 27.7.2006

Bæði liðin í UEFA-bikarnum eru úr leik í keppninni þrátt fyrir góða frammistöðu í síðari leikjum liðanna í kvöld, fimmtudagskvöld.  Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Bröndby, en Skagamenn unnu 2-1 sigur á Randers.

Lesa meira
 
Spánverjar á HM

Staðfestur leiktími á á Ísland-Spánn - 27.7.2006

Staðfestur hefur verið leiktími á vináttulandsleik Íslands og Spánar, sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Lesa meira
 
Secrets of Soccer

Hádegisverðarfundur með Roger Fridlund - 27.7.2006

Í tengslum við komu IFK Gautaborgar á Visa-Rey Cup þá mun Roger Fridlund fræðslustjóri fótboltaakademíu félagsins verða með hádegisfyrirlestur á föstudag.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Kristinn dæmir úrslitaleikinn í EM U19 karla - 27.7.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma úrslitaleikinn í lokakeppni EM U19 landsliða karla milli Spánar og Skotlands laugardaginn 29. júlí.  Leikurinn fer fram á Miejski leikvanginum í Poznan og verður sýndur beint á Eurosport.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Eins marks tap FH-inga í Kaplakrika - 27.7.2006

Íslandsmeistarar FH biðu lægri hlut fyrir Legia frá Varsjá í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á miðvikudagskvöld.  Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur lifðu af leiknum.

Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 26.7.2006

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí og verða allar tilkynningar um félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.  Félagaskipti innanlands eru ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október.

Lesa meira
 
UEFA

Átján dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA - 26.7.2006

Hér á landi eru nú staddir 18 fulltrúar UEFA vegna þriggja leikja í Evrópumótum félagsliða sem fram fara í vikunni.  Þessir fulltrúar UEFA koma frá ýmsum löndum - Austurríki, Englandi, Finnlandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Wales.

Lesa meira
 
Erlendur Eiríksson

Erlendur dæmir leik í finnsku deildarkeppninni - 26.7.2006

Erlendur Eiríksson verður dómari í viðureign Viikingit og Jippo í næst efstu deildinni í Finnlandi sunnudaginn 30. júlí.  Verkefnið er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
Ferencvaros

Ferencvaros fékk ekki þátttökuleyfi í Ungverjalandi - 26.7.2006

Ferencvaros, eitt elsta og vinsælasta knattspyrnufélag í Ungverjalandi, fékk ekki þátttökuleyfi í efstu deild þar í landi.  Félagið uppfyllti ekki fjárhagslegar kröfur leyfiskerfisins og launagreiðslur voru í vanskilum.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslenskir dómarar í UEFA-bikarnum á fimmtudag - 26.7.2006

Tveir íslenskir dómarakvartettar verða að störfum í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Jóhannes Valgeirsson verður dómari í leik FBK Kaunas og Portadown og Garðar Örn Hinriksson dæmir viðureign Derry City og IFK Göteborg.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir fá viðurkenningar fyrir umferðir 7-12? - 26.7.2006

Hvaða leikmenn þykja hafa staðið sig best í umferðum 7-12 í Landsbankadeild karla?  Hvaða stuðningsmenn hljóta viðurkenningu fyrir umferðirnar?  Allt þetta kemur í ljós miðvikudaginn 2. ágúst.

Lesa meira
 
ÍR

Leikur ÍA og ÍR í 4. flokki karla skal leikinn að nýju - 26.7.2006

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli ÍR gegn ÍA vegna leiks í 4. flokki karla.  Dómsorð eru þau að leikurinn sé ógiltur og þar með úrslit hans, og því skuli hann leikinn að nýju. 

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Valur og ÍA í eldlínunni á fimmtudag - 26.7.2006

Valur og ÍA verða í eldlínunni á fimmtudag þegar síðari leikir liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins fara fram.  Valsarar mæta Bröndby á Laugardalsvelli, en Skagamenn taka á móti Randers.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tveimur leikjum breytt vegna tónleika Sigurrósar - 25.7.2006

Tveimur leikjum í Landsbankadeild karla hefur verið breytt vegna útitónleika hljómsveitarinnar Sigurrósar á Klambratúni í Reykjavík sunnudaginn 30. júlí.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar mæta Legia á miðvikudag - 25.7.2006

Íslandsmeistarar FH mæta pólska liðinu Legia frá Varsjá í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á miðvikudag.  Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst kl. 18:30.  Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR-ingar fjórða liðið í undanúrslit - 25.7.2006

KR-ingar urðu á mánudagskvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla.  Þeir lögðu Eyjamenn í vítaspyrnukeppni.  Áður höfðu Víkingar, Þróttarar og Keflvíkingar tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik FH og Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna breytt - 24.7.2006

Vegna undirbúnings Evrópuleiks FH gegn Legia frá Varsjá í forkeppni Meistaradeildar UEFA hefur viðureign FH og Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna verið breytt. Lesa meira
 
Pierluigi Casiraghi

Nýr þjálfari U21 landsliðs Ítala ráðinn - 24.7.2006

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt um ráðningu nýs þjálfara U21 landsliðs karla, en Íslendingar og Ítalir eru saman í riðli í undankeppni EM. Nýr þjálfari Ítala er Pierluigi Casiraghi, sem lék 44 sinnum með A-landsliði Ítala og skoraði 13 mörk. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 karla - 24.7.2006

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 landslið karla fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 29. og 30. júlí.  Alls hafa um 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Lesa meira
 
Frá úrslitakeppni EM U19 karla 2006 - uefa.com

Kristinn varadómari í undanúrslitaleik - 24.7.2006

Kristinn Jakobsson verður varadómari á undanúrslitaleik Skotlands og Tékklands í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla á miðvikudag og á möguleika á að dæma úrslitaleik keppninnar á sunnudag. Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Kristinn dæmdi viðureign Austurríkis og Belgíu - 24.7.2006

Kristinn Jakobsson dæmir þessa dagana í úrslitakeppni EM U19 karla, sem fram fer í Póllandi.  Á sunnudag dæmdi hann viðureign Austurríkis og Belgíu, sem lauk með 4-1 sigri Austurríkismanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir úr leik - 24.7.2006

Á sunnudag hófust 8-liða úrslit VISA-bikars karla með þremur leikjum.  Víkingar lögðu bikarmeistara Vals í Laugardalnum, Þróttarar burstuðu KA-menn á Akureyri og Keflvíkingar höfðu betur gegn Skagamönnum í markaleik á Akranesi.

Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik

U21 kvenna í fjórða sæti á Norðurlandamótinu - 22.7.2006

Íslenska U21 kvennalandsliðið tapaði fyrir Svíum í dag og enduðu því mótið í fjórða sætið.  Árangurinn er engu að síður mjög góður og sá besti er U21 lið Íslands hefur náð á þessu móti.  Liðið var aðeins einu marki frá úrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting hjá körlunum í Landsbankadeildinni - 22.7.2006

Vegna leiks FH og Legia frá Varsjá 2. ágúst í forkeppni meistaradeildar Evrópu hefur eftirfarandi leik verið breytt: Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Átta liða úrslit VISA-bikarsins framundan - 22.7.2006

Spennan magnast í VISA-bikarnum en leikið verður í 8-liða úrslitum á sunnudag og mánudag.  Mikið liggur undir hjá liðunum er eftir eru í VISA-bikarnum og á mánudagskvöldið liggur fyrir hvaða lið komast í undanúrslit. Lesa meira
 
Að útskrift lokinni

Dagsetning KSÍ VI þjálfaranámskeiðs á Englandi breytist - 21.7.2006

KSÍ VI þjálfaranámskeiðið fer fram vikuna 29. október - 5. nóvember á Englandi.  Umsóknarfrestur fyrir þátttakendur námskeiðsins rennur út 1. ágúst, en umsækjendur þurfa að hafa lokið við V. stig KSÍ í þjálfaramenntun.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir Austurríki-Belgía - 21.7.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leikinn Austurríki - Belgía í A-riðli keppninnar næstkomandi sunnudag 23. júlí kl. 18:00 að íslenskum tíma. Liðið sem sigrar fer áfram í undanúrslit, en það sem tapar verður úr leik.
 
Lesa meira
 

Fótboltinn góður fyrir beinin - 21.7.2006

Það hefur löngum verið vitað að fótboltinn sé góð líkamsrækt.  Ekki síst er fótboltinn góður fyrir beinin, eins og kemur fram í fróðlegri grein á vef Beinverndar.  Kemur þar fram að kannanir sýna að fótboltastúlkur hafa hæstu beinþéttni íþróttastúlkna. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik

Ísland leikur við Svía um þriðja sætið - 20.7.2006

Ísland mun leika við Svía um þriðja sætið á Norðurlandamóti U21 kvenna sem fram fer í Stavanger í Noregi.  Þetta varð ljóst eftir úrslit í leik Bandaríkjanna og Noregs en fyrr í dag burstuðu íslensku stelpurnar stöllur sínar frá Danmörku.. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006

Danir teknir í kennslustund - 20.7.2006

Íslenska U21 kvennalandsliðið rótburstaði Dani í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins.  Lokatölur urðu 6-1, eftir að Danir höfðu komist yfir á 11. mínútu.

Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Byrjunarlið U21 kvenna gegn Danmörku - 20.7.2006

Elísabet Gunnarsdóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum kl. 14:00 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamóts U21 en leikið er í Noregi.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um efsta sætið í riðlinum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting í Landsbankadeild karla - 20.7.2006

Eftirfarandi leikur verður í beinni sendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Af þeim sökum hefur dagsetningu sem og leiktíma verið breytt.

Lesa meira
 
FH

FH í aðra umferð Meistaradeildarinnar - 20.7.2006

Íslandsmeistarar FH komust í gær í aðra umferð Meistaradeildar Evrópu með því að gera jafntefli við TVMK frá Tallin.  Samanlagt sigruðu FH með fjórum mörkum gegn þremur og mæta þeir Legia Varsjá, frá Póllandi, í annarri umferð. Lesa meira
 
sjukrathjalfun

Hvernig á að "teipa"?? - 19.7.2006

Stoð heldur námskeið í „íþrótta-teipingum“ þriðjudaginn 25. júlí og miðvikudaginn 26. júlí, næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ - 19.7.2006

Dómþing áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið fyrir mál Neista Djúpavogi gegn Leikni Fáskrúðsfirði.  Varðar málið leik er fór fram á milli félaganna 29. maí síðastliðinn.

Lesa meira
 
FH

FH tekur á móti TVMK Tallinn í kvöld - 19.7.2006

Íslandsmeistarar FH taka á móti eistnesku meisturunum í TVMK Tallinn í kvöld á Kaplakrikavelli.  Leikurinn, er hefst kl. 19:15, er seinni leikur liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  FH-ingar unnu fyrri leikinn, 3-2. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Stelpurnar gerðu jafntefli við Bandaríkin - 18.7.2006

Íslenska U21 kvennalandsliðið gerði jafntefli við Bandaríkjamenn á Norðurlandamóti U21 kvenna er fram fer í Noregi.  Lokatölur urðu 1-1 og kom Margrét Lára Viðarsdóttir Íslendingum yfir áður en Bandaríkin jöfnuðu úr vítaspyrnu. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Lið U17 karla valið er spilar í Færeyjum - 18.7.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið liðið er heldur til Færeyja og tekur þar þátt í Norðurlandamóti U17 karla.  Mótið stendur byrjar 30. júlí og lýkur 6. ágúst. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Póllandi í dag - 18.7.2006

Kristinn Jakobsson dæmir í dag leik Tyrklands og Spánar í úrslitakeppni Evrópumóts U19 landsliða en mótið fer fram í Póllandi.  Leikurinn fer fram í bænum Grodzisk Wielkopolski og verður sýndur beint á Eurosport kl. 16:00 að ísl. tíma.  Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Byrjunarliðið hjá U21 kvenna gegn Bandaríkjunum - 18.7.2006

Íslenska U21 landslið kvenna leikur annan leik sinn á Norðurlandamótinu í dag en leikið er í Stavanger í Noregi.  Mæta þá íslensku stelpurnar þeim bandarísku en þær sigruðu danskar stöllur sínar, 3-0.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Póllandi - 17.7.2006

Kristinn Jakobsson verður dómari í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða U19, sem fram fer í Póllandi  dagana 18. til 29. júlí næstkomandi.  Auk Kristins verða á mótinu 5 erlendir dómarar. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Sætur sigur á Norðmönnum - 17.7.2006

Íslenska U21 landslið kvenna hóf Norðurlandamótið með miklum glæsibrag þegar þær lögðu heimastúlkur í Noregi.  Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins, 3-2.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvo  mörk og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt. Lesa meira
 
U21kv2004-0017

U21 kvenna heldur til Noregs - 14.7.2006

Íslenska U21 landslið kvenna heldur Noregs á morgun til að taka þátt á Norðurlandamóti U21 kvenna.  Leikið verður í Stavanger og eiga stelpurnar sinn fyrsta leik á sunnudag þegar þær takast á við stöllur sínar frá Noregi. Lesa meira
 
Afríka

Þjálfari Afríku dæmdur í bann - 14.7.2006

Eftir leik Árborgar og Afríku í Deildarbikar KSÍ 22. apríl síðastliðinn kom í ljós að Afríka skráði Símon Zouheir Bahraoui á leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki ekki þátt í leiknum. 

Lesa meira
 
Fernado_Torres

Landsleikurinn við Spánverja 15. ágúst - 14.7.2006

Spánverjar munu sækja Íslendinga heim og leika vináttulandsleik á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 15. ágúst og er það breytt dagsetning en leika átti leikinn 16. ágúst. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Valur og ÍA töpuðu bæði í Danmörku - 14.7.2006

Valur og ÍA töpuðu bæði fyrri leikjum sínum í fyrstu umferð Evrópukeppni félagslíða.  Bæði liðin öttu kappi við dönsk lið, Valur við Bröndby og ÍA við Randers.  Valsmenn töpuðu 3-1 og Skagamenn 1-0. Lesa meira
 
KR

Knattspyrnudeild KR auglýsir eftir þjálfurum - 12.7.2006

Knattspyrnudeild KR leitar að metnaðarfullum þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins.
Þjálfaramenntun og reynsla skilyrði. Umsóknir og upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist á netfangið stefan@kr.is þar sem jafnframt eru gefnar nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Nýr og breyttur styrkleikalisti FIFA - 12.7.2006

Nýr styrkleikalisti FIFA hefur verið gefinn út og er hann markaður af nýafstaðinni Heimsmeistarakeppni.  Einnig hafa átt sér stað róttækar breytingar í útreikningum á listanum  Hefur þetta í för með sér miklar breytingar á styrkleikalistanum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Heiðursfélagi fallinn frá - 12.7.2006

Einar Sæmundsson, fyrrverandi formaður KR og heiðursfélagi KSÍ, lést 3. júlí síðasliðinn og var jarðsunginn í gær.  Einar var formaður KR í sautján ár og var sæmdur heiðurskrossi KSÍ árið 1969. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslensk lið í eldlínunni í Danmörku - 12.7.2006

Valsmenn og Skagamenn eru komnir til Danaveldis og verða bæði liðin í eldlínunni í dag, fimmtudag.  Valsmenn mæta Bröndby en Skagamenn leika gegn Randers.  Leikirnir eru fyrri leikir liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Lesa meira
 
FH

FH-ingar sigruðu TVMK Tallin í Eistlandi - 11.7.2006

Íslandsmeistarar FH sigruðu kollega sína frá Eistlandi, TVMK Tallin í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu en leikið var ytra.  Lokatölur urðu 2-3 og skoraði Atli Guðnason sigurmark FH-inga í uppbótartíma. Lesa meira
 
FH

Íslandsmeistararnir spila í Eistlandi - 10.7.2006

Íslandsmeistarar FH hefja þátttöku sína í Meistaradeild Evrópu á morgun, þriðjudag, þegar þær sækja TVMK Tallinn heim.  Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram miðvikudaginn 19. júlí á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfarafyrirlestur um undirbúningstímabil í Englandi - 10.7.2006

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyir fundi með Fitness þjálfari Millwall FC, Ade Mafe sem mun segja frá uppbyggingu "preseason” tímabila og svara spurningum gesta. Fyrirlesturinn hefst kl 20:00 mánudaginn 10. júlí.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttir leiktímar í Landsbankadeild karla - 10.7.2006

Neðangreindir leikir verða sjónvarpsleikir 11. umferðar í Landsbankadeild karla, því breytast tímasetningar.

Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Tap gegn Dönum í leik um fimmta sætið - 10.7.2006

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði 2-1 í lokaleik sínum á opna Norðurlandamótinu sem lauk í Finnlandi um helgina.  Íslensku stúlkurnar léku gegn Dönum í leik um 5. sætið á mótinu. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Hópur valinn til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 7.7.2006

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 
U21kv2004-0017

U21 landslið kvenna valið - 7.7.2006

Elísabet Gunnardóttir landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landslið Íslands fyrir Norðurlandamót U21 kvenna sem fram fer í Noregi 15.-23. júlí næstkomandi.  Í liðinu eru 5 eldri leikmenn en leyfilegt er að tefla þeim fram í þessu móti. Lesa meira
 
U17kv2004-0007

U17 kvenna leika við Dani um fimmta sætið - 7.7.2006

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn sænskum stöllum sínum í gærkvöldi, 0-3.  Leikurinn var síðasti leikurinn í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 kvenna. Íslensku stelpurnar leika við Dani um fimmta sætið á mótinu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða kvenna - 6.7.2006

Dregið hefur verið í riðla fyrir forkeppni í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Íslandsmeistarar Breiðabliks eru á meðal þátttakenda og eru Blikar í riðli með liðum frá Portúgal, Austurríki og Norður-Írlandi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Seinni hluti Landsbankadeildar karla hefst i kvöld - 6.7.2006

Íslandsmeistarar FH taka á móti KR í kvöld en leikurinn markar upphaf að seinni hluta Landsbankadeildar karla.  Fleiri spennandi leikir eru á dagskránni, m.a. er lokaleikur 16. liða úrslita VISA-bikarsins en þá mætast Leiknir og Keflavík. Lesa meira
 
Nordic_Cup_U17_kvenna

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Svíum - 6.7.2006

Jón Óli Daníelsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í dag kl. 17:00.  Leikurinn, sem er liður í Norðurlandamóti U17 kvenna,  er síðasti leikur Íslands í riðlinum.  Leikið er í Kokkola í Finnlandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá Aganefnd KSí - 5.7.2006

Vegna mistaka við skráningu atvika úr leik Grindavíkur og KR í Landsbankadeild karla frá 22. júní sl., láðist að skrá áminningu á Óla Stefán Flóventsson.  Óli Stefán hefur hlotið 4 áminningar í sumar.

Lesa meira
 
ÍR

Knattspyrnudeild ÍR auglýsir eftir þjálfara - 5.7.2006

Knattspyrnudeild ÍR leitar að þjálfara í 7. flokk karla og 6. flokk karla.  Félagið rekur metnaðarfullt starf og leitar eftir þjálfurum með metnað til að starfa með öflugu foreldra og unglingaráði deildarinnar og hressum iðkendum.

Lesa meira
 
Nordic_Cup_U17_kvenna

Ósigur gegn Þjóðverjum hjá U17 kvenna - 5.7.2006

Stelpurnar í U17 landsliðinu töpuðu gegn Þjóðverjum í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu er fram fer í Kokkola í Finnlandi.  Lokatölur urðu 5-0 Þjóðverjum í vil en sigur vannst í fyrsta leiknum gegn Hollendingum,1-0. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Fimm leikir á fimm leikdögum - 4.7.2006

Sú óvenjulega staða kemur upp með leiki 10. umferðar Landsbankadeildar karla að leikirnir fimm dreifast á fimm leikdaga.  Umferðin hefst með leik FH og KR fimmtudaginn 6. júlí og lýkur fimmtudaginn 13. júlí með leik Keflavíkur og ÍBV. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá áfrýjunardómstóli KSÍ - 4.7.2006

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál er varðaði leik á milli Fram og ÍA í 2. aldursflokki A.  Leikurinn fór fram 22. maí síðastliðinn.  Dóm áfrýjunardómstólsins má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals

Dregið í 8-liða úrslitum í VISA-bikarnum - 4.7.2006

Í dag var dregið í 8. liða úrslitum í VISA-bikarnum og fór drátturinn fram á Hótel Loftleiðum. Margir athygliverðir leikir eru á dagskránni og verða leikdagar staðfestir hér á síðunni síðar í dag. Lesa meira
 
U17kv2004-0006

Glæsilegur sigur á Hollendingum - 3.7.2006

Norðurlandamótið hjá U17 kvenna hófst í dag í Finnlandi og léku íslensku stelpurnar við Holland í sínum fyrsta leik.  Gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu hollenska liðið með einu marki gegn engu.  Það var Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði markið á 5. mínútu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Stelpurnar leika gegn Hollandi kl. 17:00 í dag - 3.7.2006

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 17 ára leikur fyrsta leik sinn á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Í dag leikur liðið gegn Hollendingum og hefur Jón Ólafur Daníelsson valið eftirtalda leikmenn til að hefja leikinn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breytingar á leikjum í Landsbankadeild karla og kvenna - 3.7.2006

Eftirfarandi leikjum í Landsbankadeild karla og kvenna hefur verið breytt og eru ástæðurnar af ýmsum toga.  Er bæði um að ræða breytingar á tíma sem og breytingum á dagsetningum. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar lutu í lægra haldi í Noregi - 2.7.2006

Keflvíkingar léku fyrri leik sinn í annari umferð Inter-Toto keppninnar í gær. Lutu þeir í lægra haldi gegn Lilleström frá Noregi, 4-1. Það var Stefán Örn Arnarson er gerði mark Keflvíkinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikar kvenna og karla í algleymingi - 30.6.2006

Í gær hófst önnur umferð VISA-bikar kvenna með þremur leikjum.  Henni lýkur svo í kvöld með tveimur leikjum.  Þá hefjast 16. liða úrslit VISA-bikars karla á sunnudaginn með fimm leikjum. Lesa meira
 
Fífan

Lítil hætta á heilsuskaða - 30.6.2006

Umhverfisstofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún telur ekki ástæðu til aðgerða vegna gúmmís úr bíldekkjum er notuð eru í gervigrasvelli.  Kemur þessi tilkynning í kjölfar erindis er stofnuninni barst á dögunum. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Íslenskir dómarar í útrás - 29.6.2006

Íslenskir dómarar verða í eldlínunni um helgina og bregða undir sig betri fætinum.  Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Tampere og Kalmar FF í 2. umferð Inter-Toto keppninnar.  Erlendur Eiríksson dæmir svo leik Trelleborg og IF Brommapojkarna. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Luka í Garðabænum í dag - 29.6.2006

Fræðslu- og útbreiðsllustarf KSÍ er í fullum gangi og er Luka Kostic umsjónarmaður þess. Í dag mun Luka koma sér vel fyrir í Garðabænum og verður þar með verklegar og bóklegar æfingar. Lesa meira
 
Alidkv1983-0001

40 landsliðskonur komu saman fyrir 100. leikinn - 28.6.2006

Alls mættu um 40 landsliðskonur í hóf sem haldið var í Laugardalshöll í tilefni af 100. kvennalandsleik Íslands. Á meðfylgjandi mynd eru 37 þessara landsliðskvenna en a.m.k. þrjár til viðbótar mættu en voru fjarstaddar þegar myndin var tekin.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Upp úr sófunum - allir á völlinn - 28.6.2006

Í kvöld hefst 9. umferð í Landsbankadeild karla með fjórum leikjum.  Umferðinni lýkur svo á morgun en þá hefst einnig 2. umferð í VISA-bikar kvenna.  Einnig eru fjölmargir leikir í öðrum deildum og flokkum um allt land. Lesa meira
 
Vidurkenningar_LDkvenna_1_7_2006

Ásta Árnadóttir valin besti leikmaðurinn - 28.6.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðirnar í Landsbankadeild kvenna.  Valsarar voru áberandi í því vali en sex leikmenn frá þeim eru í úrvalsliðinu ásamt því að eiga besta leikmanninn. Lesa meira

 
Iðnaðarmenn að störfum

Framkvæmdir við Laugardalsvöll ganga vel - 28.6.2006

Framkvæmdir við vesturstúku Laugardalsvallar ganga vel og er hægt að sjá miklar breytingar í viku hverri.  Ljóst er að ásýnd Laugardalsvallar mun gjörbreytast að framkvæmdum loknum.

Lesa meira
 
Highbury leikvangurinn

Verðlaun fyrir besta grasvöllinn í ensku úrvalsdeildinni - 27.6.2006

Nýlega voru veitt verðlaun fyrir besta grasvöllinn í ensku úrvalsdeildinni og voru það vallarstarfsmenn heimavelli Arsenal sem hlutu verðlaunin.  Í starfsliði Highbury er Íslendingurinn Kristinn V. Jóhannsson. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar mæta Lilleström í Inter-Toto - 27.6.2006

Keflvíkingar mæta Lilleström frá Noregi í 2. umferð Inter-Toto keppninnar.  Þetta var ljóst eftir að Keflavík gerði markalaust jafntefli við Dungannon Swifts í Belfast.  Leikirnir fara fram 1. og 9. júlí og er fyrri leikurinn ytra. Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Breytingar á leikjum merktar með rauðu - 27.6.2006

Eins og glöggir notendur vefsins hafa eflaust tekið eftir eru sumir leikir á mótasíðum merktir með rauðu letri.  Um er að ræða leiki sem hafa breyst frá upphaflegri niðurröðun.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting á leikjum í Landsbankadeild karla - 26.6.2006

Vegna þátttöku Keflavíkur í TÓTÓ-keppninni hefur tveimur leikum þeirra verið breytt.  Eru þetta leikir Keflavíkur gegn Breiðabliki annarsvegar og gegn ÍBV hinsvegar. Lesa meira
 
Egilshöll

Gúmmí á gervigrasvöllum - 26.6.2006

Töluverð umræða hefur verið undanfarið um gúmmífyllingu í gervigrasi og þá einkum hvort heppilegt sé að vera með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum.  Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

U17 hópur kvenna á NM í Finnlandi - 26.6.2006

Jón Óli Daníelsson hefur valið liðið sem mun leika fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U17 kvenna er fram fer í Finnlandi í júlí.  Ísland er í riðli með Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Riðlaskipting fyrir Norðurlandamót U17 karla - 26.6.2006

Skipt hefur verið í riðla á Norðurlandamóti U17 karla er fram fer í Færeyjum í júlí- og ágústmánuði.  Íslendingar eru í riðli með Dönum, Finnum og heimamönnum frá Færeyjum. Lesa meira
 
Lúðvík S. Georgsson

Lúðvík S. Georgsson í leyfisnefnd UEFA - 23.6.2006

Lúðvík S. Georgsson, formaður leyfisráðs og mannvirkjanefndar KSÍ, hefur verið valinn til setu í leyfisnefnd UEFA, þeirri nefnd sem fer með málefni leyfiskerfisins innan UEFA.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Valur og ÍA bæði til Danmerkur - 23.6.2006

Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA keppninnar og fór drátturinn fram í Sviss.  Íslensku liðin voru tvo í pottinum og drógust Valsmenn gegn Bröndby frá Danmörku og Skagamenn gegn Randers, einnig frá Danmörku. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fjölmörg þjálfaranámskeið fyrirhuguð í haust - 23.6.2006

Dagsetningar þjálfaranámskeiða KSÍ í haust hafa verið ákveðnar.  Byrjað verður að skrá á hvert þjálfaranámskeið um mánuði áður en það á að hefjast. Eftirfarandi námskeið verða haldin í haust:

Lesa meira

 
Meistaradeild UEFA

FH mætir TVMK Tallinn frá Eistlandi - 23.6.2006

Það verður TVMK Tallinn sem verður andstæðingur Íslandsmeistara FH í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Einnig var dregið í aðra umferð og mun sigurvegari þessarar viðureignar mæta þar Legia Varsjá frá Póllandi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í kæru Breiðabliks gegn HK/Ými - 22.6.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Breiðabliks gegn HK/Ými vegna leiks í 2. flokki karla A-lið B riðli sem fram fór þann 27.5.2006 kl. 16:00 á Fífunni.  Breiðablik krafðist þess að þeim yrði dæmdur sigur, 0-3.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna - 22.6.2006

Næsta mánudag lýkur 7. umferð Landsbankadeildar kvenna og fer afhending viðurkenninga fyrir umferðirnar fram í Iðnó í hádeginu miðvikudaginn 28. júní.  Í Landsbankadeild kvenna eru tímabilin tvö: 1. - 7. umferð og 8. - 14.  umferð Lesa meira
 
Frá afhendingu verðlaunanna 2005

Alþjóðleg stuðningsmannaverðlaun - 22.6.2006

Á síðasta ári voru sett á fót sérstök alþjóðleg verðlaun til stuðningsmanna í knattspyrnu, veitt af borgaryfirvöldum í Brussel í Belgíu, með stuðningi UEFA. Lesa meira
 
Álftanes

Knattspyrnudeild Álftanes leitar að yfirþjálfara - 21.6.2006

Knattspyrnudeild Álftaness leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara.
Þjálfaramenntun og reynsla skilyrði. Lesa meira
 
FH

Ámælisverð framkoma stuðningsmanna FH - 21.6.2006

Aganefnd KSÍ tók fyrir skýrslur frá eftirlitsmanni KSÍ og dómurum vegna framkomu stuðningsmanna FH í leik FH og ÍBV í Landsbankadeild karla 15. júní sl. á fundi sínum 20. júní. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður aganefndar vegna ummæla þjálfara - 21.6.2006

Framkvæmdastjóri KSÍ ákvað að vísa ummælum tveggja þjálfara til aganefndar vegna ósæmilegra ummæla um dómara á opinberum vettvangi í kjölfar leikja í 6. umferð Landsbankadeildar karla.  Lesa meira
 
UEFA

Fundur UEFA í Reykjavík frestast til 2007 - 21.6.2006

UEFA hefur ákveðið í samráði við KSÍ að fundur framkvæmdastjórnar UEFA sem halda átti í Reykjavík 11. og 12. júlí nk. verði fluttur til Berlínar. Þess í stað mun framkvæmdastjórn UEFA funda í Reykjavík 11. og 12. júní 2007.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

140 æfingum bætt við í æfingasafnið á fræðsluvef KSÍ - 20.6.2006

Búið er að uppfæra æfingasafnið á fræðsluvef KSÍ og bætt hefur verið við 140 nýjum æfingum.  Það voru þjálfarar á síðasta KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem sendu inn þessar 140 æfingar sem hluti af námskeiðinu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Dregið í Meistardeildina og UEFA keppnina - 20.6.2006

Föstudaginn 23. júní, verða íslensku liðin FH, Valur og ÍA í eldlínunni þegar dregið verður í Meistaradeild Evrópu og UEFA keppnina.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Luka Kostic á Selfossi á fimmtudaginn - 20.6.2006

Luka Kostic, þjálfari U17 og U21 landsliða Íslands, heldur áfram útbreiðslustarfi KSÍ og verður hann á ferðinni á Selfossi á fimmtudaginn, 15. júní. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Góð ráð til þjálfara barna í knattspyrnu - 20.6.2006

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ hefur skrifað grein inn á fræðsluvef KSÍ þar sem gefin eru góð ráð til þjálfara barna í knattspyrnu.  Ætlunin er að bæta jafnt og þétt við fleiri greinum sem tengjast knattspyrnuþjálfun inn á fræðsluvefinn. Lesa meira
 
Katrin_50leikir_Akvenna

Fengu afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki - 19.6.2006

Í tengslum við 100. A landsleik kvenna, leik Íslands og Portúgals, fengu þrír leikmenn afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki.  Þetta voru þær Olga Færseth, Guðlaug Jónsdóttir og Katrín Jónsdóttir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttur leiktími í Landsbankadeild karla - 19.6.2006

Leiktíma í tveimur leikjum Landsbankadeildar karla hefur verið breytt vegna beinna sjónvarpsútsendinga.  Eru þetta leikir Fylkis og ÍBV annarsvegar og Vals og KR hinsvegar. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Undirbúningshópur fyrir U17 kvenna valinn - 19.6.2006

Jón Ólafur Daníelsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 25 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Finnlandi.  18 manna hópur fyrir Norðurlandamót verður síðan tilkynntur mánudaginn 26. júní.

Lesa meira
 
VISA_2006_16lida_AtliogSiggi

Dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins - 19.6.2006

Í hádeginu í dag á Hótel Loftleiðum, var dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins. Alls höfðu sex lið höfðu unnið sér sæti í aðalkeppninni og núna bættust Landsbankadeildarliðin tíu í slaginn.

Lesa meira
 
Greta Mjöll á leiðinni inn á - hennar fyrsti A landsleikur

Góður sigur í hundraðasta leiknum - 18.6.2006

Íslenska kvennalandsliðið lagði það portúgalska með þremur mörkum gegn engu en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM 2007.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt mark. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar í góðri stöðu - 17.6.2006

Keflvíkingar eru í góðri stöðu í Intertoto-keppninni eftir 4-1 sigur á Dungannon Swifts frá Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð keppninnar.  Síðari leikurinn fer fram ytra eftir viku.

Lesa meira
 
Alidkv2003-0325

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 17.6.2006

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Portúgal.  Leikurinn er í undakeppni fyrir HM 2007 og hefst kl. 16:00, sunnudaginn 18. júní á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Evrópuleikur í Keflavík á Laugardag - 16.6.2006

Keflvíkingar mæta liði Dungannon Swifts frá Norður-Írlandi í Intertoto-keppninni á Keflavíkurvelli á laugardag, þjóðhátíðardaginn sjálfan.  Leikurinn hefst kl. 17:00 og er fólk hvatt til að skella sér á fyrsta Evrópuleik sumarsins. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

ÍSLAND - PORTÚGAL - 16.6.2006

Laugardalsvöllur verður vettvangur leiks Íslands og Portúgals í undankeppni fyrir HM 2007.  Leikurinn verður sunnudaginn 18. júní kl. 16:00 og er þetta 100 A landsleikur kvenna.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk hvatt til að fjölmenna. Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Skortur á skýrslum og skori - 15.6.2006

Á hverjum degi fær skrifstofa Knattspyrnusambandsins fjölda símtala og fyrirspurna vegna úrslita og leikskýrslna er skila sér seint og illa.  Knattspyrnusambandið ítrekar óskir sinna til félaga að þau skili upplýsingum fljótt og vel. Lesa meira
 
Holland - Ísland 0-1, EM - Rotterdam 24. september 1994

Fjórði leikur Íslands og Portúgals - 15.6.2006

Leikur Íslands og Portúgal á sunnudaginn verður fjórði A landsleikur kvenna á milli þjóðanna.  Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi.  Íslenska liðið hefur enn ekki náð að landa sigri gegn Portúgal.

Lesa meira
 
HK

Fossvogsmót HK fyrir 3. - 7. flokk kvenna - 14.6.2006

Fossvogsmót HK fyrir 3., 4., 5., 6. og 7. flokk kvenna verður haldið í Fagralundi í Kópavogi dagana 25.-27. ágúst 2006.

Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Knattspyrnuskóli drengja 19.- 23. júní 2006 - 14.6.2006

Knattspyrnuskóli karla 2006 fer fram að Laugarvatni 19. - 23. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslitum í VISA bikar karla breytt - 14.6.2006

Mótanefnd KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að færa undanúrslitaleiki VISA-bikars karla frá 2. - 3. ágúst til 27. og 28. ágúst. Leikir félaga í deildarkeppni sem rekast á við þessa leiki verða færðir og leiknir í fyrrihluta september. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Húsasmiðjumót Hattar - 14.6.2006

Húsasmiðjumót Hattar í 7. aldursflokki verður haldið á Vilhjálmsvelli sunnudag 25. júní.  Mótið hefst stundvíslega kl. 12.00 á hádegi. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Dómarar leiksins koma frá Danmörku - 14.6.2006

Það verður danskt dómaratríó sem kemur til með að stjórna ferðinni í leik Íslands og Portúgals, sunnudaginn 18. júní.  Leikurinn er, eins og áður hefur komið fram, 100. A landsleikur kvenna. Lesa meira
 
Egilshöll

Þung mörk í knattspyrnuhúsum - 14.6.2006

Mannvirkjanefnd  KSÍ hefur borist erindi frá KRR varðandi mörkin í Egilshöll, sem þykja orðin afar þung og erfið í færslu.  Nefndin hefur kynnt sér staðal varðandi öryggiskröfur sem lúta að knattspyrnumörkum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fjórða umferð VISA-bikarsins hafinn - 14.6.2006

Fjórða umferð VISA-bikar karla hófst í gærkvöldi þegar að Fjarðabyggð lagði Sindra. Umferðin heldur svo áfram í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli ÍA gegn Fram - 14.6.2006

Dómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í kæru ÍA gegn Fram.  Var kæran vegna leiks í 2. fl. A. þar sem ÍA taldi Fram hafa leikið með ólöglegan leikmann.  Dómstóllinn dæmdi ÍA sigur í leiknum, 0-3.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viktor Bjarki valinn bestur - 13.6.2006

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir ákveðnar umferðir í Landsbankadeild karla þar sem valið verður í samstarfi við fjölmiðla,lið umferðanna (11 leikmenn), besti leikmaður, besti þjálfari og besti dómari. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Luka heimsækir Reykjanesbæ - 13.6.2006

Landsliðsþjálfari U17 og U21, Luka Kostic, sinnir útbreiðslu- og fræðslustarfi KSÍ.  Heimsækir hann aðildarfélög um allt land og á morgun, miðvikudag, er komið að því að heimsækja Reykjanesbæ.

Lesa meira
 
Howard Wilkinson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ funda um þjálfaranámskeið KSÍ

Sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara verður 15-19. nóvember - 13.6.2006

KSÍ heldur sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara 15-19. nóvember næstkomandi.  Tveir heimsklassa erlendir fyrirlesarar koma til landsins til að kenna á námskeiðinu:  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í kæru Neista gegni Leikni F. - 13.6.2006

Dómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp úrskurð sinn vegna kæru Neista Djúpavogi gegn Leikni Fáskrúðsfirði.  Dómstóllinn úrskurðar um það að kæru Neista skuli hafnað.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslit í leik Fylkis og Fram í 4.fl. A. skulu standa - 13.6.2006

Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp að úrslit í leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmóti 4.fl. A. karla, sem fram fór þann 11. maí 2006, skulu standa.  Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fylki.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttur leiktími á ÍBV - KR - 12.6.2006

Leiktíma viðureignar ÍBV og KR í Landsbankadeild karla hefur verið breytt og fer hann nú fram á Hásteinsvelli í kvöld, mánudagskvöld kl. 20:00.  Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ VI þjálfaranámskeiðið verður haldið 20-27. október - 12.6.2006

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Lilleshall, Englandi dagana 20-27. október 2006.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.  Lesa meira
 
Alidkv1994-0003

100. leikur kvennalandsliðsins á sunnudag - 12.6.2006

A landslið kvenna leikur á sunnudag 100. leik sinn frá upphafi þegar það mætir Portúgölum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2007.  Þóra B. Helgadóttir tekur við fyrirliðabandinu af systur sinni, Ásthildi, sem er í leikbanni,

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍBV - KR frestað aftur - 11.6.2006

Viðureign ÍBV og KR í Landsbankadeild karla, sem fara átti fram á sunnudag, hefur verið frestað til mánudags vegna ófærðar.  Leikurinn fer því fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum mánudaginn 12. júní kl. 19:15. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍBV og KR frestað til sunnudags - 10.6.2006

Leik ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeildar karla, sem fara átti fram á laugardag, hefur verið frestað vegna ófærðar.  Leikurinn fer fram á sunnudag á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum kl. 16:30. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikar kvenna hefst í kvöld - 9.6.2006

Leikið verður í VISA-bikarkeppni kvenna í kvöld og eru það fyrstu leikirnir í keppninni.  ÍR tekur á móti GRV, Höttur á móti Þór/KA og Haukar taka á móti Ægi.  Allir leikirnir hefjast kl. 20:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni - 8.6.2006

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.  Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót KSÍ 2006 - 8.6.2006

Riðlakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ 2006 verður leikin um allt land og hefst strax í næstu viku.  Umsjónarfélag er skipað með hverjum riðli og hafa félögin sent inn dagsetningar til KSÍ. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Fyrirkomulag sérnámskeiðs fyrir E-stigs þjálfara - 8.6.2006

KSÍ hefur fengið samþykki fyrir því að 41 E-stigs þjálfari fari á sérnámskeið í nóvember til að ljúka við KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu í þjálfaramenntun. Lesa meira
 
Afríka

Dómur í máli Árborgar gegn Afríku - 7.6.2006

Dómstóll KSÍ hefur dæmt í máli Árborgar gegn Afríku vegna leiks er fram fór 22. apríl í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Árborg væri dæmdur sigur.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Æfingahópur fyrir U17 karla - 7.6.2006

Luka Kostic, þjálfari U17 karlaliðs Íslands, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum, laugardaginn 10. júní og sunnudaginn 11. júní. Lesa meira
 
UEFA

Forseti UEFA hyggst tilkynna ákvörðun sína í Reykjavík - 7.6.2006

Á fundi aðildalanda UEFA í gær, er haldinn var í Munchen í tengslum við þing FIFA, gaf forseti UEFA út að hann mundi tilkynna á næsta fundi framkvæmdarstjórnar hvort hann gæfi kost á sér til endurkjörs Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fimmtu umferð Landsbankadeildar lýkur í kvöld - 6.6.2006

Fjölmargir leikir fóru fram í gærkvöldi og meðal þeirra voru fjórir leikir í Landsbankadeild karla.  Umferðinni lýkur í kvöld með leik KR og Breiðabliks á KR-vellinum.  Fjölmargir leikir eru einnig í öðrum deildum. Lesa meira
 
fotboltasumard2006

Fótboltasumarið 2006 komið út - 6.6.2006

Tímaritið Fótboltasumarið 2006 er komið út í fjórða skiptið.  Er blaðið sérlega glæsilegt, stútfullt af efni um íslenska knattspyrnu sem og ríkulega myndskreytt.  Eins og áður er blaðinu dreift frítt. Lesa meira
 
UEFA

Viltu starfa í kringum UEFA fund? - 6.6.2006

Framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) mun funda á Íslandi 10. - 13. júlí og mun KSÍ með margvíslegum hætti koma að framkvæmd fundarins og tengdra viðburða.
 
Lesa meira
 
UEFA

Svíar unnu háttvísikeppni UEFA - 2.6.2006

Svíar unnu háttvísikeppni UEFA tímabilið 2005/06 og fá því aukasæti í UEFA-bikarnum á komandi tímabili. Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Stjórn KSÍ samþykkir nýja leyfishandbók KSÍ - 2.6.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á fimmtudag nýja leyfishandbók KSÍ - útgáfu 2,0. Vinna við handbókina hefur staðið yfir í vetur og mun hún taka gildi fyrir næsta leyfisferli sem hefst í nóvember.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum í hádeginu - 2.6.2006

Í dag var dregið í 4. umferð VISA-bikarkeppninnar og fara leikirnir fram dagana 14.-16. júní. Það er ljóst að mikil barátta verður í leikunum sex, ekki síst í Breiðholtinu og á Akureyri. Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn heiðraðir - 2.6.2006

Í tilefni af 60 ára afmæli ÍA voru 10 einstaklingar sæmdir heiðursmerkjum KSÍ.  Eru þetta allt einstaklingar sem hafa verið ómetanlegir fyrir knattspyrnuna á Akranesi sem og knattspyrnuhreyfinguna í heild. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Andorramönnum skellt á Skaganum - 2.6.2006

Íslenska U21 karlalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni fyrir EM 2007 með því að leggja Andorra með tveimur mörkum gegn engu.  Liðið  leikur gegn Austurríki og Ítalíu í undankeppninni. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

100. A landsleikur kvenna - 1.6.2006

Þann 18. júní nk. leikur íslenska A landslið kvenna sinn 100. landsleik.  Leikið er við Portúgal í undankeppni fyrir HM 2007.  Fyrsti A landsleikur kvenna var leikinn 29. september 1981 í Skotlandi. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fjör í félagaskiptum - 1.6.2006

Nýliðinn maímánuður var ákaflega fjörugur varðandi félagaskipti leikmanna.  Alls afgreiddi skrifstofa KSÍ 415 félagaskipti í maímánuði og lá mikið á flestum þeirra.  Lesa meira
 
Emil Hallfreðsson er í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra - 1.6.2006

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U21 karla hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Andorra á Akranesvelli kl. 18:15.  Stillt er upp í leikaðferðina 4-3-3 og stefnt á að brjóta vörn Andorra á bak aftur en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarinn heldur áfram í kvöld - 1.6.2006

Þriðja umferð VISA-bikarsins hélt áfram í gær þegar að sjö leikir voru leiknir. Umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Knattspyrnuskóli KSÍ - ítrekun - 1.6.2006

Knattspyrnuskóli stúlkna verður haldinn að Laugarvatni 12. - 16. júní næstkomandi. Framlengdur frestur er til kl. 12:00 á morgun, miðvikudaginn 7. júní. Lesa meira
 
KR

Samstarf KR og Sólheima Grímsnesi - 31.5.2006

Á síðasta heimaleik KR hófst með formlegum hætti, samstarf KR og Sólheima Grímsnesi.  Mætti þá knattspyrnulið Sólheima til leiks og tók við ýmsum glaðningi frá KR og þeirra helstu styrktaraðilum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dómur í máli Fram og Fylkis í 4. flokki karla - 31.5.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Fram og Fylkis í Reykjavíkurmóti 4. flokks karla er fram fór 11. maí síðastliðinn.  Fram er dæmdur sigur í leiknum með þremur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
UEFA

Breytingar á greiðslum frá UEFA - 30.5.2006

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að frá og með tímabilinu 2006/7 breytast greiðslur frá UEFA til þeirra félaga sem taka þátt í Evrópumótum félagsliða. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leiktími breytist í Landsbankadeild karla - 30.5.2006

Eftirfarandi leikir verða sjónvarpsleikir 5. og 6. umferðar. Af þeim sökum hefur tímasetningu verið breytt í leik FH og Keflavíkur.  Leikur Víkings og Grindavíkur verður á áður auglýstum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda - 30.5.2006

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda (Nordiske skulespellen) var nú haldið í 58. sinn í Helsinki í Finnlandi.  Þátttökulið voru frá Reykjavík, Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

Lesa meira
 
U21-2004-0083

Leikið við Andorra á Akranesvelli - 30.5.2006

U21 landslið karla mun taka á móti Andorra á Akranesvelli í dag, fimmtudaginn 1. júní.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en leikið var ytra 3. maí síðastliðinn. Lesa meira
 
UEFA

Ísland tekur þátt í EM U17 kvenna - 30.5.2006

Framkvæmdanefnd UEFA ákvað á dögunum að hrinda af stað Evrópukeppni U17 kvenna.  KSÍ hefur þegar tilkynnt þátttöku Íslands í mótinu en það hefst á haustdögum 2007. Lesa meira
 
Jon_Olafur_Dan

Jón Ólafur tekur við landsliði U17 kvenna - 29.5.2006

Jón Ólafur Daníelsson hefur verið ráðinn til að leysa Ernu Þorleifsdóttur af sem landsliðsþjálfari U17 kvenna.  Jón Ólafur mun því stýra liðinu á Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Finnlandi í byrjun júlí. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Staðfestir leikdagar í VISA-bikarnum - 27.5.2006

Staðfestir hafa verið leikdagar í 3. umferð VISA-bikarsins en fyrstu leikirnir verða leiknir þriðjudaginn 30. maí.  Mætast þá efstu lið 1. deildar, Fram og Fjölnir annars vegar og ÍR og Stjarnan hinsvegar.  Báðir leikirnir hefjast kl. 20:00. Lesa meira
 
Leiknismenn leika í 1. deild 2006 - leiknir.com

Leyfiskerfi í 1. deild karla 2007 - 26.5.2006

Ákveðið hefur verið að útvíkka leyfiskerfi KSÍ, þannig að það nái einnig til 1. deildar karla.  Fundað var með félögum í deildinni í vikunni, sem voru sammála um að leyfiskerfi myndi efla mjög umgjörð 1. deildar og starf þeirra félaga sem þar leika.

Lesa meira
 
U21-2004-0084

U21 hópurinn gegn Andorra - 26.5.2006

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Andorra á Akranesvelli á fimmtudaginn kemur.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna og er leikið um sæti í riðlakeppni EM 2007.
 
Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Leik KS/Leifturs og Fjarðabyggðar frestað - 26.5.2006

Leik KS/Leifturs og Fjarðabyggðar í 2. deild karla sem fram átti að fara laugardaginn 27. maí, hefur verið frestað vegna slæmra vallarskilyrða.  Leikurinn fer fram sunnudaginn 18. júní kl. 16:00 Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna framkomu áhorfenda - 26.5.2006

Aganefnd ákvað á fundi sínum 23. maí sl. að sekta Grindavík um kr. 20.000 og KR um kr. 15.000 vegna framkomu áhorfenda á dögunum. Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

HK/Víkingur auglýsa eftir þjálfara - 25.5.2006

HK/Víking vantar þjálfara fyrir 2. flokk kvenna.  Hægt er að nálgast allar upplýsingar hjá Sigurði Víðissyni í síma 863-3571. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn dæmir í Wales - 24.5.2006

Garðar Örn Hinriksson dæmir í dag U21-landsleik Wales og Eistlands, sem fram fer á Racecourse Ground leikvellinum í Wrexham. Leikurinn er í liður í forkeppni að Evrópukeppni landsliða fyrir leikmenn 21 árs og yngri. Lesa meira
 
Malouda, Rothén og Cissé fagna marki.

Varðandi félagaskipti erlendra leikmanna - 23.5.2006

Brátt lokar skráningartímabili leikmanna sem koma hingað til lands og eru samningsleikmenn (professional) en síðasti dagur til skráningar er 31. maí.  Flutningsskírteini leikmanns verður að hafa borist KSÍ í síðasta lagi þann dag.  Lesa meira
 
mc_brand_065_gif

Prúðmennskuverðlaun Mastercard og KSÍ - 23.5.2006

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Mastercard. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrirkomulag VISA-bikarsins - 23.5.2006

Að gefnu tilefni er rétt að árétta fyrirkomulag VISA-bikarkeppninnar í ár.  Keppnin skiptist í undankeppni sem er svæðaskipt og svo aðalkeppni er hefst í 16. liða úrslitum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttur leiktími í Landsbankadeild karla - 22.5.2006

Eftirfarandi leikir verða sjónvarpsleikir 4. umferðar. Af þeim sökum hefur tímasetningum þeirra verið breytt: Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Drátturinn í 3. umferð VISA-bikarsins - 22.5.2006

Í hádeginu í dag var dregið í 3. umferð VISA-bikars karla.  Eru nokkrir athygiverðir leikir á dagskránni en nú þegar hafa óvænt úrslit litið dagsins ljós.  Búið er að staðfesta leikdaga og er leikið dagana á milli 29. maí og 1. júní. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum í hádeginu - 22.5.2006

Í dag kl. 12:30 verður dregið í 3. umferð VISA-bikarsins.  Leikirnir munu fara fram dagana 31. maí og 1. júní.  Fimmtán lið hafa unnið sér þátttökurétt í þriðju umferð og bætast nú níu lið við í pottinn. Lesa meira
 
Og Vodafone

Þráðlaust net á leikjum í Landsbankadeildum - 19.5.2006

Og Vodafone hefur sett upp þráðlaust net (Hot Spot) á öllum völlum í Landsbankadeildum karla og kvenna í sumar, alls 13 völlum.  Með þráðlausu neti er starf fjölmiðla á leikjunum auðveldað til muna.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið upp um eitt sæti - 19.5.2006

Íslenska kvennalandsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA.  Hafa þær sætaskipti við landslið Úkraínu og stíga upp í 18. sætið.  Heims- og Evrópumeistarar Þjóðverja eru, sem fyrr, á toppi styrkleikalistans. Lesa meira
 
7 manna bolti

Mótshaldarar Polla- og Hnátumóta - 18.5.2006

Hér að neðan er yfirlit yfir mótshaldara í Polla- og Hnátumótum.  Þessi mót eru fyrir 6. flokk karla og kvenna.  Riðlakeppni skal verða lokið eigi síðar en 17. júlí.  Ekkert er því til fyrirstöðu að leikið sé í júní. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarinn heldur áfram - 18.5.2006

Önnur umferð VISA-bikarsins hefst í kvöld með tíu leikjum.  Umferðin heldur svo áfram á morgun og klárast á laugardaginn þegar að sameinað lið BÍ/Bolungarvíkur tekur á móti Hvíta Riddaranum. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

41 E-stigs þjálfari fer á sérnámskeið í haust - 17.5.2006

UEFA hefur samþykkt umsókn KSÍ um að fá að halda sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara.  Alls voru 41 E-stigs þjálfari sem sóttist eftir að fara á námskeiðið. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Luka heimsækir Siglufjörð á fimmtudag - 17.5.2006

Landsliðsþjálfari U17 og U21, Luka Kostic, sinnir útbreiðslu- og fræðslustarfi KSÍ.  Heimsækir hann aðildarfélög um allt land og á morgun, fimmtudag, er komið að því að heimsækja Siglufjörð. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna byrjuð að rúlla - 17.5.2006

Landskbankadeild kvenna hóf göngu sína í gær og var leikin heil umferð.  Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu titilvörn sína með góðum sigri en alls voru skoruð 17 mörk í leikjunum fjórum í gærkvöldi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrsti fundur aganefndar - 17.5.2006

Aganefnd KSÍ hélt sinn fyrsta fund á keppnistímabilinu í gær en fundir nefndarinnar eru ætíð á þriðjudögum.  Hægt er að sjá úrskurð nefndarinnar hér á síðunni og er hann birtur samdægurs. Lesa meira
 
Dómari að störfum

Konurnar láta að sér kveða - 16.5.2006

Í gegnum tíðina hefur kvenfólk látið meira að sér kveða í dómgæslu.  Betur má ef duga skal en athygli vakti þó að 3 konur voru aðstoðardómarar í fyrstu umferð VISA-bikars karla. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Athygli vakin vegna félagaskipta - 16.5.2006

Að gefnu tilefni skulu aðildarfélög minnt á að búið er að afnema bráðabirgða samþykkt varðandi hlutgengi leikmanna 4. aldursflokks og yngri.  Í dag þurfa allir leikmenn, án tilits til aldurs, að hafa félagaskipti skv. reglum þar af lútandi. Lesa meira
 
Alidkv2003-0315

Ásthildur í banni - 16.5.2006

Ásthildur Helgadóttir landsliðsfyrirliði hlaut sína aðra áminningu í forkeppni HM í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi 6. maí síðastliðinn og verður í leikbanni í landsleik Íslands og Portúgal sem fram fer 18. júní næstkomandi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld - 16.5.2006

Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína í kvöld með heilli umferð.  Hefjast allir leikirnir kl. 19:15 og er það nýr leiktími í Landsbankadeild kvenna.  Búast má við hörkubaráttu hjá konunum í ár. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Keppni á meðal stuðningsmanna liðanna - 15.5.2006

Landsbankadeildin í sumar verður ekki bara hörð keppni milli leikmanna á vellinum heldur einnig  meðal stuðningsmanna í stúkum og stæðum.  Stuðningsmannahópar liða í karla- og kvennadeild keppast um vegleg verðlaun til síns félags.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Fjarðabyggðar og Fram

1. og 2. deildin byrja af krafti - 15.5.2006

Um helgina byrjaði boltinn að rúlla á tiltölulega grænum völlum, í fyrstu og annarri deild.  Þrír leikir fóru fram í þeirri fyrstu og heil umferð í annarri.  Miðað við spár er gefnar voru út fyrir tímabilið, voru úrslitin mjög óvænt. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildin byrjuð að rúlla - 15.5.2006

Landsbankadeildin hóf göngu sína í gær með fjórum leikjum.  Vel var mætt á vellina og voru aðstæður hina bestu fyrir leikmenn og áhorfendur.  Fyrstu umferðinni lýkur svo í kvöld með leik Breiðabliks og Vals.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Samkomulag félaga í Landsbankadeild karla 2006 - 13.5.2006

Á kynningarfundi Landbankadeilda undirrituðu fulltrúar félaga í Landsbankadeild karla 2006 samkomulag um að uppfylla ákveðin skilyrði frá upphafi keppnistímabilsins og til loka þess. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Útsendingar frá leikjum A-landsliðanna 2006-2009 - 13.5.2006

Samið hefur verið um útsendingar frá leikjum A-landsliðanna næstu 4 árin, 2006-2009.  Heimalandsleikir verða beint á RÚV.  Landsleikir A liðs karla á útivelli verða á Sýn og þegar sýnt verður frá útilandsleikjum A liðs kvenna verður það á RÚV. Lesa meira
 
Breiðablik - VISA bikarmeistarar kvenna 2005

Samið um útsendingar frá Landsbankadeild og VISA-bikar - 13.5.2006

Samið hefur verið við Sýn og RÚV um sjónvarpsútsendingar frá Landsbankadeildinni og VISA-bikarnum næstu fjögur ár. Landsbankadeild karla verður í beinni á Sýn og RÚV verður með beinar útsendingar frá Landsbankadeild kvenna. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson afhendir Eyjólfi Finnssyni og Kristni Jakobssyni fyrstu úrin

Deildardómarar fá úr frá KSÍ - 12.5.2006

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að gefa öllum A, B og C deildardómurum sínum forláta úr að gjöf.  Þessi svissnesku úr eru sérstaklega framleidd og hönnuð til handa dómarastarfa. Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Þátttökuleyfin 2006 formlega afhent - 12.5.2006

Félög í Landsbankadeild karla 2006 fengu þátttökuleyfi sín formlega afhent á kynningarfundi deildarinnar í Smárabíói síðastliðinn fimmtudag.  Þetta er í fjórða sinn sem félög í deildinni gangast undir leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Handbók KSÍ komin út - 12.5.2006

Handbók KSÍ 2006 er komin út og er til sölu á skrifstofu KSÍ fyrir litlar 1200 krónur.  Fyrsta eintak þessarar útgáfu fékk Bjarni Felixson, íþróttafréttamaðurinn góðkunni, afhent á kynningarfundi fyrir Landsbankadeildirnar. Lesa meira
 
Íslandskort

Veðurspá mótanefndar fyrir sumarið 2006 - 12.5.2006

Á kynningafundi fyrir Landsbankadeildirnar voru birtar spár um gengi liðanna á vellinum í sumar.  Þessar spár eru gerðar til gamans og ærið varhugavert að treysta á þær í þaula.  Annað mál gegnir um veðurspá mótanefndar. Lesa meira
 
Íslenskar getraunir

Spá þjálfara í 1. og 2. deild um lokastöðu liða - 12.5.2006

Íslenskar getraunir standa á ári hverju að spá þjálfara í 1. og 2. deild karla um lokastöðu liða í deildunum tveimur.  Spáin var kynnt á kynningarfundi Landsbankadeilda í Smáralind á fimmtudag.

Lesa meira
 
Malouda, Rothén og Cissé fagna marki.

Erlendir leikmenn á Íslandi - 12.5.2006

Hin 1. maí tóku gildi á Íslandi ný lög um frjálsa för launafólks innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem leiða til þess að ákvæði um frjálsa för launafólks. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Netsala á leiki í Landsbankadeild karla - 12.5.2006

Hægt verður að kaupa miða í netsölu á leiki Landsbankadeildar karla í sumar.  Miðasöluvefurinn verður aðgengilegur af ksi.is, l.is, midi.is, sem og af vefsíðum félaganna í deildinni.  Á vef KSÍ er smellt á valmynd á forsíðu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarinn kominn af stað - 12.5.2006

VISA-bikarinn hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum.  Afturelding lagði UMFL að velli og Reynir Sandgerði sigraði Tunglið.  Fyrsta umferðin heldur áfram í kvöld og á morgun. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik sigraði Meistarakepppni KSÍ - 12.5.2006

Blikastelpur sigruðu í sjötta skipti í Meistarakeppni kvenna þegar þær lögðu Valsstúlkur með fimm mörkum gegn einu.  Valur hafði unnið þennan titil tvö siðustu ár. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir leiki í Landsbankadeild karla - 12.5.2006

Fyrir hverja umferð í Landsbankadeild karla í sumar mun verða birtur hér á vef KSÍ upplýsingapakki um næstu leiki í deildinni, líkt og gert hefur verið síðustu tvö ár. Fyrsti pakkinn verður væntanlega birtur í dag, föstudag.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Margar nýjungar í Landsbankadeildinni í ár - 11.5.2006

Keppni í Landsbankadeildum karla og kvenna hefst á næstu dögum.  Landsbankinn hefur reynt að efla þátttöku og upplifun áhorfenda og stuðningsmanna undanfarin ár og verður því starfi haldið áfram í ár.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Verja FH og Breiðablik titla sína? - 11.5.2006

Fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspyrnudeild félaga í Landsbankadeild karla og kvenna, spáðu í spilin á kynningafundi Landsbankadeildanna í dag.  FH og Breiðablik eru spáð Íslandsmeistaratitlunum í ár. Lesa meira
 
Hafnarfjordur2005-0018-setbergsskoli

Sparkvellir vígðir í Stykkishólmi og á Búðardal - 11.5.2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari og umsjónarmaður sparkvallamála, vígði á dögunum 2 sparkvelli.  Fór hann til Stykkishólms og Búðardals til að vígja þá og var vel tekið á báðum stöðum. Lesa meira
 
Íslandskort

Luka til Ísafjarðar á föstudaginn - 11.5.2006

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, heldur áfram för sinni á milli félaga um allt land.  Ísafjörður er áfangastaðurinn í þetta skiptið og mun Luka þar fara yfir áhersluatriði með þjálfurum í nágrenninu. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Kynningarfundur Landsbankadeilda 2006 - 10.5.2006

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna 2006 fer fram í Smárabíói í Kópavogi fimmtudaginn 11. maí.  Farið verður yfir ýmis atriði fyrir keppnistímabilið og hin árlega spá um lokastöðu liða verður kynnt.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

KSÍ óskar eftir starfsmönnum í sumar - 10.5.2006

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í úrslitaþjónustu og leikskýrsluskráningu í sumar.  Vínnutími er um kvöld og helgar þegar leikið er í meistaraflokkum karla og kvenna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarinn að hefjast - 10.5.2006

Fimmtudaginn 11. maí verður blásið til leiks í VISA-bikar karla.  Í þessari fyrstu umferð undakeppninnar eru 17 leikir og skiptast þeir niður á þrjá daga.  Nokkur ný félög láta ljós sitt skína í þessari keppni. Lesa meira
 
Valsstúlkur unnu Meistarakeppni kvenna 2005

Meistarakeppni kvenna á Stjörnuvelli í kvöld - 9.5.2006

Breiðablik og Valur mætast í meistarakeppni kvenna á Stjörnuvelli í Garðabæ í kvöld, fimmtudag.  Þessi tvö félög hafa unnið Meistarakeppni kvenna í 7 af þeim 11 skiptum sem keppnin hefur farið fram.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fastnúmer í Landsbankadeild karla - 8.5.2006

Það styttist alltaf í byrjun Íslandsmótsins og mun Landsbankadeild karla hefja sitt skeið 14. maí nk.  Félögin deildinni hafa sent frá sér lista með númerum leikmanna og er hægt að sjá þá hér á vefnum.  Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Deildarbikarnum öllum lokið - 8.5.2006

Deildarbikarkeppni KSÍ hefur runnið sitt skeið á enda og voru síðustu leikirnir kláraðir um helgina.  Þór/KA sigraði í B-deild kvenna, GRV í C-deild kvenna og Hvíti Riddarinn sigraði í C-deild karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með Snerti gegn BÍ - 8.5.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Skúli Sigurðsson lék ólöglegur með liði Snartar í leik gegn BÍ í Deildarbikar karla 23. april síðastliðinn.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valsmenn unnu Meistarakeppni KSÍ - 8.5.2006

Valsmenn sigruðu FH í úrslitaleik Meistarakeppni KSÍ í gærkvöldi.  Skoruðu Valsmenn eitt mark og dugði það til sigurs í leiknum.  Valsmenn hafa unnið þennan titill oftast allra félaga, eða sjö sinnum alls. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Með þrjú stig í farteskinu frá Minsk - 6.5.2006

A landslið kvenna vann góðan sigur á Hvít-Rússum í undankeppni HM 2007 í dag, laugardag, en leikið var í Minsk í Hvíta-Rússlandi.  Sigurinn var verðskuldaður og er Ísland nú með 7 stig eftir fjóra leiki í riðlinum.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum - 5.5.2006

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins sem leikur gegn Hvít-Rússum, laugardaginn 6. maí, kl. 14:00.  Leikið verður á Darida Stadium í Minsk og er leikurinn liður í undakeppni fyrir HM 2007. Lesa meira
 
Frá KR-velli

Aðgangseyrir rennur til Sólheima - 5.5.2006

Sunnudaginn 7. maí kl. 16:30 mætast karlalið KR og Breiðabliks í vináttuleik á aðalvelli KR í Frostaskjóli.  Miðaverð er kr. 1.000 og rennur allur aðgangseyrir leiksins til samstarfs KR og Sólheima.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Umsókn um námskeið fyrir E-stigs þjálfara skilað til UEFA - 5.5.2006

KSÍ hefur í dag skilað inn umsókn til UEFA um að fá að halda sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara í nóvember á þessu ári.  Umsóknin verður tekin fyrir hjá nefnd UEFA um þjálfaramenntun (JIRA nefnd) á fundi þann 10. maí.
Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Nýr samstarfssamningur um VISA-bikarinn - 5.5.2006

Í dag var kynntur nýr samstarfssamningur um VISA-bikarinn í knattspyrnu til næstu fjögurra ára.  Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla og kvenna mun því áfram heita VISA-bikarinn. 

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Ályktanir vegna vændis í tengslum við HM 2006 - 5.5.2006

Stjórn KSÍ hefur borist ályktun Prestastefnu 2006 og ályktun 14 kvennasamtaka þar sem vændi í tengslum við HM í Þýskalandi er mótmælt og mun KSÍ koma þessum ályktunum á framfæri við FIFA.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan deildarbikarmeistari B-deildar karla - 4.5.2006

Það var Stjarnan úr Garðabæ er sigraði í B-deild deildarbikars karla.  Þeir lögðu Leiknismenn í hörku úrslitaleik og þurftu framlengingu til.  Lokatölur urðu 4-2 eftir að staðan hafði verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Lesa meira
 
Sparkvöllur

Sparkvöllur tekinn í notkun í Grindavík - 4.5.2006

Síðastiliðinn sunnudag, 30. apríl,  var sparkvöllur formlega tekinn í notkun í Grindavík. Völlurinn er á lóð grunnskólans á staðnum og kemur þar að góðum notum.  Er völlurinn góð búbót við glæsileg íþróttamannvirki í Grindavík.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Áhersluatriði dómaranefndar KSÍ 2006 - 4.5.2006

Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ árið 2006 eru svipuð og undanfarin ár. Þau byggja á fyrri reynslu hér á landi, fyrirmælum og leiðbeining­um FIFA og UEFA, svo og áherslum knatt­spyrnusam­banda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

Breytingar á knattspyrnulögunum 2006 - 4.5.2006

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert minni háttar breytingar á knattspyrnulögunum. Þær taka gildi 1. júní næstkomandi - en hér á landi við upphaf Íslandsmótsins sunnudaginn 14. maí.  Lesa meira
 
Klaustur2005-0001

Sparkvallaátak KSÍ - 4.5.2006

Sparkvallaátak KSÍ hefur staðið yfir frá 2004 og hafa 64 vellir verið byggðir.  Ákveðið var að halda átakinu áfram og var auglýst eftir umsóknum um
nýja velli í byrjun árs. Lesa meira
 
Alidkv2004-0381

Hvíta Rússland - Ísland beint á RÚV - 4.5.2006

Leikur Hvíta Rússlands og Íslands, í undankeppni HM kvenna 2007, verður í sýndur í beinni útsendingu.  Leikurinn er laugardaginn, 6. maí og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Leikið verður á Darida Stadium í Minsk. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Úrslitaleikur B-deildar karla í kvöld - 4.5.2006

Úrslitaleikur B-deildar deildarbikars karla fer fram í Egilshöll í kvöld kl. 19:00.  Mætast þá Leiknir og Stjarnan en Leiknismenn eru núverandi handhafar þessa titils. Lesa meira
 
FH

FH deildarbikarmeistari í A-deild - 4.5.2006

Það voru Íslandsmeistarar FH sem að hömpuðu deildarbikarmeistaratitlinum í karlaflokki, eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 3-2 fyrir FH eftir að staðan í hálfleik hafði verið, 3-0. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Markalaust gegn Andorra hjá U21 karla - 3.5.2006

Ekki tókst að brjóta á bak aftur þétta vörn Andorrabúa og markalaust jafntefli varð staðreynd.  Heimamenn lögðu allt kapp á að halda markinu hreinu og gerðu fáar tilraunir til að ógna marki Íslendinga. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Andorra - 3.5.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Andorra.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður blásið til sóknar að þessu sinni og leikin leikaðferðin 4-3-3. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Niðurstöður lyfjaeftirlits í knattspyrnu - 3.5.2006

Lið Þróttar og Fylkis áttust við í deildarbikar karla í knattspyrnu ekki alls fyrir löngu.  Lyfjaeftirlitið var á staðnum og boðaði þrjá úr hvoru liði í lyfjapróf. Niðurstöður liggja nú fyrir og reyndust engin efni af bannlista í sýnunum. Lesa meira
 
U21-2004-0084

Ísland mætir Andorra í dag - 3.5.2006

Í dag kl. 16:00 mæta Íslendingar Andorrubúum og er leikurinn liður í forkeppni fyrir undankeppni EM.  Þessi fyrri leikur þjóðanna fer fram ytra og sigurvegarinn úr viðureignum þessara þjóða, mætir Austurríki og Ítalíu. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

FH og Keflavík mætast í úrslitaleik - 2.5.2006

Úrslitaleikur A-deildar deildarbikars karla fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí á Srjörnuvelli.  Mætast þá FH og Keflavík og hefst viðureignin kl. 20:00.  Hafnfirðingar hafa tvisvar unnið þennan titil en Keflvíkingar eru í úrslitum í annað skiptið. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Breyting á U21 karla hópnum gegn Andorra - 2.5.2006

Gera varð eina breytingu á U21liði karla en hópurinn lagði af stað til Andorra í gærmorgun.  Vegna veikinda komst Eyjólfur Héðinsson úr Fylki ekki með en í hans stað var Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Breiðablik valinn. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik deildarbikarmeistari kvenna - 1.5.2006

Blikastúlkur unnu deildarbikarinn í fimmta skiptið þegar þær sigruðu Valsstúlkur 2-1 í úrslitaleik deildarbikarsins.  Ekkert félag hefur unnið þennan titil eins oft og Blikar.  Breiðablik tryggði sér sigur með því að skora tvö mörk seinni hálfleik. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Úrslitaleikur A-deildar kvenna í dag - 30.4.2006

Í dag kl. 16:30 í Egilshöll eigast við Valur og Breiðablik í úrslitaleik deildarbikars kvenna.  Valsstúlkur eru núverandi handhafar bikarsins en Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa unnið titilinn oftast allra, fjórum sinnum.

Lesa meira
 
faroe_logo

Atlantic bikarinn eftir í Færeyjum - 30.4.2006

Færeysku meistararnir í B36 höfðu betur gegn Íslandsmeisturum FH í leik þeirra um Atlantic bikarinn er háður var í Þórshöfn á laugardaginn.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Öruggur sigur á Rúmenum í lokaleiknum - 29.4.2006

U19 landslið kvenna vann í dag öruggan sigur á Rúmenum í lokaumferð milliriðils EM, sem fram fór í Rúmeníu.  Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði tvö mörk fyrir íslenska liðið.  Danir lögðu Englendinga í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Rúmeníu - 29.4.2006

U19 landslið kvenna leikur í dag lokaleik sinn í milliriðli EM, sem fram fer í Rúmeníu.  Mótherjarnir í dag eru einmitt heimamenn, Rúmenar, en bæði liðin eru án stiga eftir töp gegn Englendingum og Dönum.

Lesa meira
 
FH

B36 og FH leika í dag - 29.4.2006

Í dag kl. 15:00 leika Íslandsmeistarar FH við Færeyjameistarana í B36.  Leikurinn fer fram í Þórshöfn í Færeyjum að þessu sinni en leiknum er skipt á milli landanna.  Hafnfirðingar eru handhafar titilsins eftir að hafa sigrað HB í Egilshöllinni á síðasta ári. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Keflavík og FH í úrslitum deildarbikars - 29.4.2006

Það verða Keflvíkingar sem að mæta Íslandsmeisturum FH í úrslitaleik deildarbikarkeppni KSÍ.  Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum eftir sigur á ÍBV með tveimur mörkum gegn einu.  Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Lesa meira
 
A lið kvenna

Breyting á hópnum gegn Hvít-Rússum - 28.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt um eina breytingu á hópnum fyrir leikinn gegn Hvít Rússum í Minsk.  Málfríður Erna Sigurðardóttir kemur í hópinn í stað Olgu Færseth. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Dönum - 27.4.2006

Íslensku stelpurnar í U19 landsliðinu léku í dag sinn annan leik í undanriðli fyrir EM, sem fram fer í Rúmeníu.  Leiknum lyktaði 1-2 fyrir þær dönsku eftir að þær höfðu tveggja marka forystu í hálfleik Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Danmörku - 27.4.2006

Annar leikur íslenska U19 kvennalandsliðisins í undanriðli EM, fer fram í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Mæta þá stelpurnar dönsku stöllum sínum en danska liðið sigraði það rúmenska í sínum fyrsta leik, 7-0. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður í Middlesbrough - 26.4.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á seinni leik Middlesbrough og Steua Búkarest.  Leikurinn er í undanúrslitum UEFA keppninnar og verður leikinn á morgun, fimmtudag. Lesa meira
 
Fífan

Eyjamenn eða Keflvíkingar í úrslit - 26.4.2006

Seinni undanúrslitaleikur í A deild deildarbikars karla fer fram í Egilshöll, föstudaginn 28. apríl kl. 19:00.  Eigast þá við lið ÍBV og Keflavíkur og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign mæta FH í úrslitum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Samband að komast á - 25.4.2006

Vegna framkvæmda við Laugardalsvöll er erfitt að ná sambandi við skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum

A landslið kvenna gegn Hvít-Rússum valið - 25.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt liðið sem mætir Hvít-Rússum ytra þann 6. maí nk.  Leikurinn er liður í undankeppni HM 2007. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Stórt tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 25.4.2006

Íslenska U19 kvennaliðið tapaði fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en riðillinn er leikinn í Rúmeníu.  Íslenska liðið tapaði 1-7 og er það stærsta tap hjá íslenska U19 kvennaliðinu frá upphafi. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Valur og Breiðablik í úrslitum deildarbikars kvenna - 25.4.2006

Eftir leiki gærdagsins er ljóst að Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik deildarbikars kvenna.  Breiðablik bar sigurorð af Stjörnunni í undanúrslitum og Valsstúlkur slógu út KR eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Þrjú lið komin í undanúrslit B-deildar karla - 25.4.2006

Þrjú lið hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum B-deildar Deildarbikars karla, en fjórða liðið verður annað hvort Fjarðabyggð og Höttur.  Hattarmenn þurfa að vinna leik sinn á fimmtudag til að komast upp fyrir Fjarðabyggð í riðlinum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi - 25.4.2006

Á slaginu kl. 11 að íslenskum tíma hefst leikur Englands og Íslands í millirðlum fyrir EM sem fram fer þessa dagana í Rúmeníu.  Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Enn hægt að fá miða á HM 2006 á netinu - 24.4.2006

Ennþá eru eftir miðar á HM 2006 í Þýskalandi sem hefst 9. júní.  Fimmta þrep söluferlis FIFA hefst 1. maí en einungis er hægt að kaupa miða á sérstakri HM síðu FIFA. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

U21 karla hópurinn sem mætir Andorra - 24.4.2006

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Andorra ytra þann 3. maí í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.  Þetta er fyrri leikur þessara þjóða en seinni leikurinn fer fram hér heima 1. júní. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Undanúrslit deildarbikars kvenna í kvöld - 24.4.2006

Undanúrslit í A-deild deildarbikars kvenna fara fram í kvöld.  Á Stjörnuvelli kl. 18:30 mætast Stjarnan og Breiðablik og þar á eftir, kl. 20:30, eigast við Reykjavíkurfélögin Valur og KR. Lesa meira
 
FH

FH-ingar í úrslitaleikinn eftir sigur á Þór - 24.4.2006

FH-ingar tryggðu sér á sunnudag sæti í úrslitaleik Deildarbikars karla með því að leggja Þórsara með tveimur mörkum gegn engu í undanúrslitaleik í Fífunni.  Mótherjar þeirra verða annað hvort Keflvíkingar eða Eyjamenn.

Lesa meira
 
Fífan

Undanúrslit í Deildarbikar karla hefjast á sunnudag - 22.4.2006

Undanúrslitin í Deildarbikarkeppni karla hefjast á sunnudag þegar FH og Þór mætast í Fífunni kl. 17:00.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll á fimmtudag, en þar mætast Keflavík og ÍBV. Lesa meira
 
Íslandskort

Luka heimsækir Egilsstaði á þriðjudaginn - 21.4.2006

Útbreiðslu- og þjálfunarverkefni KSÍ heldur áfram undir stjórn Luka Kostic.  Nú er komið að því að heimsækja Egilsstaði og mun Luka vera þar þriðjudaginn 25. apríl.  Dagskrá hans byggir bæði á verklegum og bóklegum æfingum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Landsdómararáðstefna á Selfossi - 21.4.2006

Um helgina hittast landsdómarar á Selfossi og búa sig undir sumarið.  Verður þar farið yfir breyttar áherslur í dómgæslu og breytingar á knattspyrnulögunum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óúttekin leikbönn fyrir 2006 - 21.4.2006

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf með lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
KR

Knattspyrnudeild KR áminnt - 20.4.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli HK gegn KR, en HK lagði fram kvörtun þar eð talið var að fulltrúi KR hefði í leyfisleysi haft samband við samningsbundna leikmenn KR.

Lesa meira
 
Bendingar aðstoðardómara

Unglingadómaranámskeið hefst 28. apríl - 19.4.2006

Annað unglingadómaranámskeið ársins hefst 28. apríl næstkomandi og er sem fyrr að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Nýr styrkleikalisti FIFA - 19.4.2006

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað og er í 97. sæti.  Fyrstu mótherjar okkar í undankeppni EM 2008, Norður Írar, skjótast upp fyrir okkur á listanum. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U 19 kvenna - hópurinn valinn - 19.4.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn í U19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðlum EM sem fram fara nú í apríl í Rúmeníu.

Lesa meira
 
KSÍ

Úrslit í leik Víkings Ó. og FH skulu standa - 19.4.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings Ólafsvíkur og FH í meistaraflokki karla sem fram fór í deildarbikarkeppni karla hinn 19. mars 2006.  Úrslit leiksins skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Haukar

Sæmd heiðursmerkjum í 75 ára afmæli Hauka - 19.4.2006

Fimmtudaginn 13. apríl síðastliðinn var haldið upp á 75 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka og voru af því tilefni veitt þrjú silfurmerki KSÍ og tvö gullmerki KSÍ. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Lokasprettur deildarbikarsins - 19.4.2006

Riðlakeppni deildarbikarkeppni KSÍ er að renna sitt skeið á enda þessa dagana.  Riðlakeppni A deildar kvenna kárast í kvöld, miðvikudag og riðlakeppni í A deild karla klárast á fimmtudag. Lesa meira
 
7 manna bolti

Niðurröðun staðfest í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks - 18.4.2006

Staðfesta leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks  má nú finna hér til vinstri í valmyndinni.  Leikið er á hinum ýmsu völlum á Faxaflóasvæðinu í maí og eru heimalið umsjónaraðilar viðkomandi riðla. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands

Fyrsti ósigurinn gegn Hollendingum staðreynd - 12.4.2006

A landslið kvenna beið í kvöld ósigur gegn Hollendingum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeim appelsínugulu tekst að vinna sigur á íslenska liðinu.  Sigurmark hollenska liðsins kom í síðari hálfleik. Lesa meira
 
Páskakveðja frá KSÍ !!!

Páskakveðja frá KSÍ !!! - 12.4.2006

KSÍ sendir páskakveðjur til knattspyrnuáhugafólks um land allt.  Hafið það sem allra best um páskana, verið góð við hvert annað og njótið góðra stunda með vinum og ættingjum.  Ekki væri verra að skella sér út á næsta grasblett og spila fótbolta, eða bara sparka á milli ..... Lesa meira
 
Íslandskort

Luka í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn - 12.4.2006

Luka Kostic sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ um þessar mundir.  Hefur hann sótt fjölmörg lið um allt land hingað til og þriðjudaginn, 18. apríl, er komið að Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
A lið kvenna

Byrjunarliðið gegn Hollandi í kvöld - 12.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem leikur vináttulandsleik gegn Hollendingum í kvöld.  Leikurinn fer fram á Oosteerenk Stadium í Zwolle hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Luka í Fífunni í dag - 11.4.2006

Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga.  Í dag, kl. 17:15, verður hann í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun staðfest í RM 6. og 7. flokks - 10.4.2006

Staðfest leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks liggur nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Athugið að afmarka má leit að leikjum með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar til Norður-Írlands - 10.4.2006

Í morgun var dregið í Intertotobikarnum og drógust Keflvíkingar á mót liði frá Norður-Írlandi í fyrstu umferð. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik leitar að þjálfurum - 10.4.2006

Breiðablik leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins, þá helst fyrir 5. og 6. flokk drengja.  Auk þess vantar aðstoðarþjálfara fyrir 3. flokk drengja.

Lesa meira
 
Íslenska liðið gegn Hollandi í Den Ham 5. júní 1996

Alltaf unnið Hollendinga - 10.4.2006

A landslið kvenna mætir Hollendingum í vináttulandsleik á miðvikudag.  Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður og hefur íslenska liðið unnið sigur í öllum viðureignunum. Síðasta viðureign liðanna var í undankeppni EM 1997. 

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Dregið í Intertoto-keppninni 2006 á mánudag - 7.4.2006

Á mánudag verður dregið í Intertoto-keppninni í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og eru Keflvíkingar fulltrúar íslenskra liða í ár.  Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt nokkuð.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjölmargir leikir í deildarbikarnum um helgina - 7.4.2006

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Deildarbikarkeppni KSÍ, bæði í karla - og kvennaflokki.  Einnig verður leikið í Faxaflóa- og Reykjavíkurmótum flestra yngri flokka karla og kvenna.

Lesa meira
 
Álftanes

Álftanesmótið í 7. flokki karla 2006 - 7.4.2006

Í sumar verður Álftanesmótið fyrir 7. flokk karla haldið 26. ágúst. Þetta mót var haldið fyrst sumarið 2005 og tókst mjög vel.  Keppt verður í A, B, C og D liðum og fara allir leikir fram á glæsilegum grasvelli félagsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík - 6.4.2006

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík föstudaginn 21. apríl.  Guðni Bergsson er ræðumaður kvöldsins og Hjálmar Hjálmarsson fer með gamanmál.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Heimsókn Luka til Egilsstaða frestað - 6.4.2006

Luka Kostic átti að heimsækja Egilsstaði í dag á ferð sinni um landið, en sú heimsókn féll niður af óviðráðanlegum orsökum.  Ný dagsetning verður ákveðin fljótlega og verður tilkynnt viðkomandi félögum. Lesa meira
 
Þorvaldur Ingimundarson

Nýr starfsmaður KSÍ - 6.4.2006

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Þorvaldar Ingimundarsonar sem starfsmanns í mótadeild.  Meginverkefni hans verða störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.

Lesa meira
 
Íslandskort

Hefur nú þegar heimsótt fjölmörg félög - 5.4.2006

Lúka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur þegar heimsótt fjölmörg félög á ferð sinni um landið og mun á næstu vikum og mánuðum sækja enn fleiri félög heim.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

E-stigs þjálfarar þurfa að velja sér framhaldsnámskeið - 5.4.2006

KSÍ hefur í dag sent út tölvupóst og bréf til allra þjálfara sem hafa lokið við E-stigs þjálfaranámskeið KSÍ, en þjálfararnir eru 71 talsins. KSÍ fer fram á að þjálfararnir velji sér þá leið sem þeir vilja fara til að ljúka við UEFA A þjálfaragráðu.  Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Landsliðsæfingar U19 kvenna um páskana - 5.4.2006

Á þriðja tug leikmanna hafa verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna sem fram fara á Fylkisvelli um páskana.  Æfingarnar eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM milliriðil, sem fram fer í Rúmeníu í lok apríl.

Lesa meira
 
7 manna bolti

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 6. og 7. flokks - 5.4.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Leikið er á hinum ýmsu völlum á Faxaflóasvæðinu í maí og eru heimalið umsjónaraðilar viðkomandi riðla.

Lesa meira
 
Fífan

Úrtaksæfing U21 karla 15. apríl - 4.4.2006

Tæplega þrjátíu leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingu vegna U21 landsliðs karla, sem fram fer í Fífunni í Kópavogi laugardaginn 15. apríl.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Íslandskort

Luka heimsækir Akureyri og Egilsstaði í vikunni - 4.4.2006

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, heldur áfram heimsóknum sínum til aðildarfélaga í þessari viku.  Á þriðjudag heimsækir hann Akureyri, en á fimmtudag verður hann á Egilsstöðum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM 6. og 7. flokks - 3.4.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum, en leikið er í Egilshöll dagana 6. - 7. og 13. - 14. maí.  Upplýsingar um umsjónaraðila verða sendar út á næstunni.

Lesa meira
 
Ólafur Kristjánsson stýrði upphitun

Íslandsleikar Special Olympics tókust vel - 3.4.2006

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram síðastliðinn laugardag, en verkefnið er samstarfsverkefni Special Olympics á Íslandi og KSÍ.  Umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi er Íþróttasamband Fatlaðra.

Lesa meira
 
Holland - Ísland 0-1, EM - Rotterdam 24. september 1994

Hópurinn gegn Hollendingum tilkynntur - 3.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollendingum, sem fram fer á Oosterenk leikvanginum í Zwolle 12. apríl næstkomandi. 

Lesa meira
 
KSÍ

Aprílgabbið 2006: KSÍ ræður starfsmann til að sinna verkefnum erlendis - 1.4.2006

Vegna vaxandi umsvifa erlendis hefur KSÍ ákveðið að ráða starfsmann til að sinna verkefnum sambandsins á erlendri grundu.  Starfsmaðurinn mun hafa aðsetur í Nyon í Sviss, nálægt höfuðstöðvum UEFA. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Ný stjórn SED kjörin - 31.3.2006

Á fundi formanna og framkvæmdastjóra félaga í Landsbankadeild karla, sem fram fór í dag, föstudag, var kjörin ný stjórn SED - Samtaka félaga í efstu deild.  Jónas Þórhallsson úr Grindavík var endurkjörinn formaður.

Lesa meira
 
Vefur KSÍ

Vefstjórar athugið! XML-vefþjónusta opnuð á ksi.is - 31.3.2006

Sett hefur verið upp XML-vefþjónusta af ksi.is fyrir vefsíður.  Þannig er hægt að nálgast á vefnum mótaupplýsingar til að setja upp á öðrum vefsíðum, sem verða þá beintengdar við gagnagrunn KSÍ. Lesa meira
 
Special Olympics European Football Week

Íslandsleikar Glitnis og Special Olympics - 31.3.2006

Íslandsleikar Glitnis og Special Olympics fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 1. apríl.  Special Olympics eru alþjóðasamtök þroskaheftra íþróttamanna og er Íþróttasamband fatlaðra fulltrúi samtakanna hér á landi.  Lesa meira
 
Afríka

Ólöglegur leikmaður með Afríku gegn Hvíta riddaranum - 30.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Helgé Haahr lék ólöglegur með liði Afríku í leik gegn Hvíta Riddaranum í Deildarbikar karla þriðjudaginn 21. mars.

Lesa meira
 
Keflavík

Ólöglegur leikmaður með Keflavík gegn Stjörnunni - 29.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Whitney Ivey lék ólögleg með liði Keflavíkur í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikar kvenna sunnudaginn 19. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Grótta

Ólöglegir leikmenn með Gróttu gegn Sindra - 29.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Gróttu í leik gegn Sindra í Deildarbikarnum laugardaginn 25. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
FH

Úrskurðaðir í tveggja mánaða bann - 29.3.2006

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. mars að úrskurða þjálfara meistaraflokks kvenna hjá FH í tveggja mánaða leikbann og einn meðlim kvennaráðs félagsins í tveggja mánaða bann frá öllum stjórnunarstörfum í knattspyrnu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stjórn KSÍ samþykkti tillögur leyfisráðs um sektir - 29.3.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. mars, að fengnum tillögum Leyfisráðs, að sekta þrjú félög í Landsbankadeild karla vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum leyfisgögnum til Leyfisstjóra KSÍ. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þór/KA í Landsbankadeild kvenna 2006 - 28.3.2006

Sameiginlegt lið Akureyrarliðanna Þórs og KA hefur þegið boð stjórnar KSÍ um þátttöku í Landsbankadeild kvenna 2006.  Þór/KA kemur því í stað liðs ÍBV, en staðfest var á mánudag að Eyjastúlkur yrðu ekki með í deildinni. Lesa meira
 
Leikmenn Real Madrid hita upp fyrir leikinn

Sá leik Arsenal og Real Madrid í Meistaradeildinni - 28.3.2006

Síðastliðið haust vann Regína Einarsdóttir 1. vinning í boðsmiðaleik Landsbankans, ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA.  Regína bauð þremur fjölskyldumeðlimum með sér á viðureign Arsenal og Real Madrid.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍBV ekki með í Landsbankadeild kvenna 2006 - 27.3.2006

Nú er orðið ljóst að ÍBV mun ekki taka þátt í Landsbankadeild kvenna 2006.  Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum á mánudag að bjóða Þór/KA sæti í deildinni í stað ÍBV. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist - 27.3.2006

Menntun þjálfara í knattspyrnu á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár.  Þjálfarar hjá félögunum í Landsbankadeild karla hafa ekki verið nein undantekning þar á.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

Tveir vináttulandsleikir við Skota í september - 27.3.2006

Ákveðið hefur verið að U19 landslið karla leiki tvo vináttuleiki við Skota í byrjun september og fara báðir leikirnir fram í Skotlandi.  U19 landslið Íslands og Skotlands hafa mæst 13 sinnum áður.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum - 27.3.2006

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið á Egilsstöðum helgina 31. mars - 2.apríl. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og verklegi hlutinn í Íþróttamiðstöðinni eða á sparkvelli. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víking vantar þjálfara fyrir 3. flokk kvenna - 27.3.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Mikil spenna í báðum riðlum A-deildar karla - 27.3.2006

Mikil spenna er í báðum riðlum A-deildar í Deildarbikarkeppni karla og útlit fyrir að ekki ráðist fyrr en í lokaumferðinni hvaða lið komast í undanúrslit. Í A-deild kvenna eru Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks í efsta sæti. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ á afmæli 26. mars - 26.3.2006

Knattspyrnusamband Íslands var stofnað 26. mars 1947 og átti því 59 ára afmæli á sunnudag.  Alls áttu 14 félög og íþróttabandalög aðild að KSÍ í byrjun.  Fyrsti formaður KSÍ var kjörinn Agnar Klemens Jónsson.

Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV hættir þátttöku í deildarbikar kvenna - 23.3.2006

ÍBV hefur hætt þátttöku í meistaraflokki kvenna í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Allir leikir liðsins í mótinu falla því niður.  Skýrast mun á næstu dögum hvernig þátttöku ÍBV í Landsbankadeild kvenna næsta sumar verður háttað.

Lesa meira
 
ÍH

Ólöglegur leikmaður með ÍH gegn Víði - 22.3.2006

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Valur Rafn Valgeirsson lék ólöglegur með liði ÍH í leik gegn Víði í Deildarbikarnum sunnudaginn 12. mars síðastliðinn, en hann er skráður í danskt félag.

Lesa meira
 
Fylkissvæðið - Malarvöllurinn vinstra megin er orðinn að gervigrasvelli ...

U19 landslið kvenna æfir um næstu helgi - 21.3.2006

Tæplega 30 leikmenn frá 9 félögum verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna um næstu helgi.  Æft verður á Fylkisvelli á laugardeginum og í Egilshöll á sunnudeginum.  Lesa meira

 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót 2006 í 6. og 7. flokki - 20.3.2006

Faxaflóamót í 6. og 7. flokki verða leikin í hraðmótsformi um helgar í maí og er hér með óskað eftir félögum sem vilja taka að sér umsjón á riðlum.  Riðlaskipting og leikjaniðurröðun er í höndum KSÍ og mun liggja fyrir í apríl.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið í 19. sæti á FIFA-listanum - 20.3.2006

A landslið kvenna er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið og stendur í stað frá því listinn var síðast gefinn út, en styrkleikalisti kvennaliða er gefinn út þrisvar sinnum á ári.

Lesa meira
 
Luka Kostic

Luka Kostic heimsækir aðildarfélögin - 17.3.2006

Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ, hefur nú þegar hafið störf og mun fara í sínar fyrstu heimsóknir til aðildarfélaga í næstu viku.  Reykjanesbær, Höfn og Selfoss eru áfangastaðirnir.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nauðsynleg gögn hafa borist frá félögunum þremur - 17.3.2006

Á fundi sínum 9. mars síðastliðinn veitti leyfisráð þremur félögum í Landsbankadeild karla þátttökuleyfi með fyrirvara um að ákveðin skilyrði yrðu uppfyllt innan tímamarka sem ráðið setti.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 97. sæti á styrkleikalista FIFA - 16.3.2006

A landslið karla er í 97. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og fellur því um eitt sæti frá síðasta mánuði.  Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en baráttan á topp 10 þykir aldrei hafa verið eins jöfn.

Lesa meira
 
Þessir verða í fríi 24. júlí - 9. ágúst

Sumarfrí í yngri flokkum 2006 - 15.3.2006

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2006 að engir leikir verði á tímabilinu 24. júlí - 9. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga.

Lesa meira
 
Opin mót félaga eru vinsæl hjá yngri kynslóðinni

Knattspyrnumót sumarsins 2006 - 15.3.2006

Knattspyrnumót sumarsins 2006 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi sunnudaginn  26. mars. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 60. ársþings KSÍ - 15.3.2006

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 60. ársþings KSÍ, sem haldið var 11. febrúar síðastliðinn.  Sambandsaðilum er bent á að kynna sér vel þinggerðina m.t.t. breytinga á lögum og reglugerðum KSÍ.

Lesa meira
 
Magni

Ólöglegir leikmenn með Magna gegn Hetti - 15.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Magna í leik gegn Hetti í Deildarbikar karla sunnudaginn 12. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Fundur undirbúningshóps U19 kvenna fyrir EM 2007 - 13.3.2006

Fyrsti fundur undirbúningshóps U19 landsliðs Íslands fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna 2007 fer fram miðvikudaginn 15. mars.  Farið verður yfir undirbúning liðsins fram að móti og fyrirkomulag þrekmælinga kynnt. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stjörnur fyrir ofan félagsmerki á búningum - 13.3.2006

Á ársþingi KSÍ var samþykkt að heimila félögum í Landsbankadeildum karla og kvenna að setja stjörnur fyrir ofan félagsmerki á búningi, og miðast fjöldi stjarna þá við fjölda Íslandsmeistaratitila félagsins.

Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Ábendingar til félaga um staðalsamning KSÍ 2006 - 13.3.2006

Á síðasta ársþingi KSÍ voru samþykktar nokkrar breytingar á reglugerð KSÍ um staðalsamninga. Smellið hér að neðan til að skoða uppfærðar leiðbeiningar um samningsgerð sem vonandi gagnast samningsaðilum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ný riðlaskipting í 3. deild karla 2006 - 13.3.2006

Ákveðin hefur verið ný riðlaskipting í 3. deild karla.  Snörtur hefur hætt við þátttöku og Snæfell hefur verið samþykkt til keppni, auk þess sem fram komu óskir félaga á Austurlandi um að áður útgefin riðlaskipting yrði endurskoðuð.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Úrtaksæfingar U16 liðs karla um helgina - 13.3.2006

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla um næstu helgi - dagana 18. og 19. mars.  Æft verður í Reykjaneshöll og Egilshöll undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
UEFA

Halldór Örn á grasrótarrráðstefnu í Sviss - 13.3.2006

Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála á skrifstofu KSÍ, sækir í vikunni UEFA-ráðstefnu um grasrótarmál í Nyon í Sviss.  Yfirskrift ráðstefnunnar er "Knattspyrna í dag og á morgun". Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keppnisleyfi leikmanna - 13.3.2006

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna aðildarfélög sín á að leikmenn eru ekki hlutgengir til leiks með nýju félagi fyrr en keppnisleyfi hefur verið gefið út og ekki er hægt að treysta á það að keppnisleyfi séu gefin út um helgar.

Lesa meira
 
Frá KR-velli

Öllum 10 félögunum veitt þátttökuleyfi - 13.3.2006

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 9. mars þátttökuleyfi til handa þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.  Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ hefur sölu á DVD disk með knatttækniæfingum - 10.3.2006

KSÍ hefur hafið sölu á DVD diski frá austurríska knattspyrnusambandinu (Challenge 2008) sem miðar að því að bæta knatttækni hjá leikmönnum.  DVD diskurinn nýtist bæði þjálfurum og leikmönnum. Lesa meira
 
Margrét Lára reynir markskot (Mynd: MBL)

Eins marks tap gegn Englandi - 9.3.2006

A landslið kvenna tapaði í kvöld í vináttulandsleik gegn Englendingum með einu marki gegn engu.  Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru til leiksloka við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir er í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi á Carrow Road - 9.3.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Englendingum, en liðin mætast í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich kl. 19:45 í kvöld, fimmtudagskvöld.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Þóra verður fyrirliði gegn Englandi - 9.3.2006

Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir verður fyrirliði íslenska liðsins í vináttulandsleiknum gegn Englendingum á Carrow Road í Norwich í kvöld.  Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt um hádegisbil. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Andorra

U21 karla - samið um leikdaga gegn Andorra - 8.3.2006

Samið hefur verið um leikdaga við Andorra í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða.  Leikið verður í Andorra 3. maí og á Íslandi 1. júní. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 8.3.2006

KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins frá og með 1. apríl næstkomandi.  Meginverkefnin eru störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.

Lesa meira
 
Ásthildur í landsleik gegn Ungverjum 2003

Ásthildur ekki með gegn Englandi - 7.3.2006

Ásthildur Helgadóttir á við meiðsl að stríða og getur því ekki leikið með A-landsliði kvenna gegn Englandi, en liðin mætast í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag.  Annar leikmaður verður ekki kallaður í hópinn að svo stöddu. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting 1. deildar kvenna 2006 - 7.3.2006

Riðlaskipting í 1. deild kvenna 2006 hefur verið ákveðin.  Alls leika fimmtán lið í deildinni, sem er aukning um þrjú frá síðasta ári.  Í A-riðli leika átta lið af Suður- og Vesturlandi og í B-riðli eru sjö lið af Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Englendingum á Laugardalsvelli 2002

Aldrei unnið England í A landsleik kvenna - 7.3.2006

A landslið kvenna mætir Englendingum í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag.  Íslenska liðinu hefur aldrei tekist að vinna sigur á því enska, í sjö viðureignum, en einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Lesa meira
 
Haukar

Haukar sigurvegarar í neðri deild RM kvenna - 7.3.2006

Haukar tryggðu sér um liðna helgi efsta sætið í Neðri deild Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna með því að leggja ÍR með tveimur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður Vals gegn Breiðabliki - 7.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Vals í leik gegn Breiðabliki í Deildarbikarnum sunnudaginn 5. mars síðastliðinn. 

Lesa meira
 
FH

Lék ólögleg með FH gegn Stjörnunni - 7.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sóley Þráinsdóttir lék ólögleg með liði FH í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikarnum laugardaginn 4. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Darida-leikvangurinn

A kvenna leikur gegn Hvít-Rússum í Minsk - 6.3.2006

Ákveðið hefur verið að leikur A-landsliðs kvenna gegn Hvít-Rússum fari fram á Darida-leikvanginum í Minsk, en liðin mætast í undankeppni HM 2007 6. maí næstkomandi. Lesa meira
 
Að útskrift lokinni

Fyrstu UEFA A þjálfararnir útskrifaðir - 4.3.2006

Síðastliðið föstudagskvöld útskrifuðust 22 þjálfarar með UEFA A þjálfaragráðu í menntunar kerfi KSÍ.  UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Öll mót sem KRR hefur skipulagt frá upphafi - 3.3.2006

Túliníusarmót, Miðsumarsmót, Walters-keppnin, Watson-keppnin, Knattspyrnuhorn Íslands - Koma þessi mót einhverjum kunnuglega fyrir sjónir?  Allt eru þetta mót sem skipulögð hafa verið af Knattspyrnuráði Reykjavíkur.

Lesa meira
 
UEFA

22 þjálfarar útskrifast með UEFA A þjálfararéttindi - 3.3.2006

KSÍ stendur fyrir útskrift í kvöld fyrir 22 þjálfara sem hafa lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun KSÍ.  UEFA A gráða er hæsta þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi og næst hæsta þjálfaragráða sem UEFA viðurkennir. 

Lesa meira
 
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar 2006 - 3.3.2006

Framarar eru Reykjavíkurmeistarar mfl. karla 2006 eftir 2-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik.  Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, það fyrra eftir um hálftíma leik, en það síðara beint úr aukaspyrnu rétt fyrir hlé. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti 2006 staðfest - 2.3.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2006 hefur verið staðfest og má skoða í hér á vefnum.  Athugið að hægt er að afmarka leit að leikjum og mótum með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í kvöld - 2.3.2006

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts mfl. karla í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld. Verði jafnt að loknum venjulegum leiktíma verður framlengt og verði enn jafnt verður gripið til vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Vel á sjöunda tug leikmanna boðaðir á æfingar - 1.3.2006

Vel á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar um landið hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi, dagana 4. og 5. mars. Lesa meira
 
Rautt og gult spjald

Minnt á að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa - 1.3.2006

Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst og eru þátttökufélög minnt á að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa, þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Glæsimark frá Yorke og umdeild vítaspyrna - 28.2.2006

A landslið karla tapaði 0-2 í vináttulandsleik gegn Trinidad & Tobago á Loftus Road á þriðjudagskvöld.  Fyrra markið kom eftir um tíu mínútna leik, en síðara markið kom úr heldur umdeildri vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

Þrjú mörk Skota á fyrsta hálftímanum - 28.2.2006

U21 landslið karla tapaði 0-4 gegn Skotum í vináttulandsleik á þriðjudagskvöld.  Skoska liðið gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á fyrstu 30 mínútunum og réði einnig gangi leiksins eftir það. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

Byrjunarliðið gegn Skotum á Firhill tilkynnt - 28.2.2006

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Skotum hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í vináttulandsleik á Firhill leikvanginum í Glasgow í kvöld.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er sá fyrsti sem liðið leikur undir stjórn Lúkasar Kostic.

Lesa meira
 
Dóra Stefánsdóttir er ein af fjórum í hópnum sem leika með erlendum félagsliðum

Jörundur tilkynnir hópinn gegn Englandi - 28.2.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Englendingum í Norwich 9. mars næstkomandi.  Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni er eini nýliðinn í hópnum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik RM á fimmtudag - 28.2.2006

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla næstkomandi fimmtudag kl. 19:00 í Egilshöll. Miðaverð fyrir 17 ára og eldri er kr. 500, en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
saltfiskur

Platini tók saltfisk með sér heim - 28.2.2006

Michel Platini kom til Íslands fyrir tveimur árum síðan og bragðaði þá að eigin sögn besta fisk sem hann hafði nokkurn tímann fengið.  Hann kom aftur um helgina og þegar hann hélt heim á þriðjudag var hann með saltfisk í farteskinu ...

Lesa meira
 
Emil Hallfreðsson er í byrjunarliðinu

Byrjunarliðið gegn Trinidad & Tobago - 28.2.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Trinidad & Tobago.  Liðin mætast á Loftus Road í Lundúnum í kvöld og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30.

Lesa meira
 
Alltaf í boltanum með KSÍ

Alltaf í boltanum með KSÍ - 27.2.2006

KSÍ hefur kynnt og undirritað nýja samninga við sjö fyrirtæki undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum með KSÍ.  Aldrei fyrr hefur Knattspyrnusambandið gert jafn verðmæta samninga við íslenskt atvinnulíf.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar Norðurlandsmeistarar - 27.2.2006

Þórsarar eru Norðurlandsmeistarar Powerade 2006, þar sem Fjarðabyggð tókst ekki að leggja Völsunga í lokaleik mótsins á sunnudag.  Fjarðabyggð hefði þurft að vinna leikinn með tveimur mörkum til að tryggja sér sigur í mótinu. Lesa meira
 
Kári Árnason

Kári Árnason ekki með gegn T&T - 26.2.2006

Kári Árnason, leikmaður sænska liðsins Djurgården, er meiddur og getur því ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Trinidad & Tobago, sem fram fer í Lundúnum á þriðjudag. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Atli Jónasson í stað Hrafns Davíðssonar - 26.2.2006

Atli Jónasson markvörður úr KR hefur verið valinn í U21 landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum í Glasgow á þriðjudag.  Atli kemur í stað Hrafns Davíðssonar úr ÍBV, sem er meiddur.

Lesa meira
 
Alltaf í boltanum

Kynningarfundur á Hótel Nordica á mánudag - 26.2.2006

KSÍ hefur boðað til kynningarfundar á mánudag þar sem undirritaðir verða nýir samningar á milli KSÍ og sjö fyrirtækja undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum með KSÍ.  Sérstakur heiðursgestur verður Michel Platini.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna 2007 - 25.2.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 28 manna undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007.  Undirbúningur íslenska liðsins hefst í mars á þessu ári. 

Lesa meira
 
Vítaspyrnukeppni

Vítaspyrnukeppni ef jafnt eftir 90 mínútur - 24.2.2006

Vináttulandsleikur Íslands gegn Trinidad & Tobago er dálítið óvenjulegur fyrir þær sakir að hann fer fram á hlutlausum velli og ef jafnt verður að venjulegum leiktíma loknum fer fram vítaspyrnukeppni milli liðanna Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Embættismenn stjórnar og nefndir 2006 - 24.2.2006

Á fundi stjórnar KSÍ 24. febrúar voru embættismenn stjórnar skipaðir til eins árs og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári. Þá var einnig skipað í nefndir fyrir komandi starfsár og má skoða nefndaskipan með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Þakið af gömlu stúkunni farið

Gamla stúkan ber að ofan - 24.2.2006

Líf og fjör er nú í framkvæmdum við gömlu súkuna á Laugardalsvelli og er stúkan nú orðin algerlega ber að ofan, enda er þakið alveg farið af henni. Lesa meira
 
Úr leik U21 liðsins gegn Svíum 2004

Fyrstu leikirnir undir stjórn nýrra þjálfara - 24.2.2006

Þriðjudaginn 28. febrúar vera A og U21 landslið karla í eldlínunni og leika vináttulandsleiki á erlendri grundu.  Um er að ræða fyrstu leiki liðanna undir stjórn nýrra landsliðsþjálfara. 

Lesa meira
 
KR

KR Reykjavíkurmeistari kvenna 2006 - 24.2.2006

KR tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna á fimmtudagskvöld með því að leggja Val í hörkuleik í Egilshöll, 2-1.  Valsstúlkum hefði dugað jafntefli í leiknum til að hampa Reykjavíkurmeistaratitlinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

RM yngri flokka af stað um helgina - 24.2.2006

Reykjavíkurmót yngri flokka hefjast um helgina með leikjum í 2. flokki karla.  Keppni í 2. flokki kvenna hefst í byrjun mars og síðan fara aðrir flokkar af stað hver á fætur öðrum.  Yngstu flokkarnir eru leiknir í hraðmótum í vor. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 17-19. mars í Reykjavík - 22.2.2006

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið helgina 17-19.mars í Reykjavík.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem hafa náð 70 stigum eða meira á UEFA B prófinu sínu. 

Lesa meira
 
Reynisdrangar

Vík í Mýrdal - góður kostur fyrir knattspyrnumenn - 22.2.2006

Vík í Mýrdal býður knattspyrnuliðum að koma í æfingabúðir frá 25. apríl.  Í Vík er frábær aðstaða til æfinga og keppni og aðeins um tveggja klukkustunda akstur er frá Reykjavík. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur Faxaflóameistarar 2006 - 22.2.2006

Breiðablik tryggði sér á þriðjudagskvöld sigur í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna með því að leggja Stjörnuna með einu marki gegn engu á Stjörnuvelli í Garðabæ.  Blikastúlkur unnu Faxaflóamótið einnig á síðasta ári. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Breytingar á staðalsamningi KSÍ - 21.2.2006

Á ársþingi KSÍ 11. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á staðalsamningi KSÍ (staðalformi leikmannasamninga).  Allir samningar leikmanna sem gerðir eru frá og með 11. febrúar þurfa því að vera á nýju eyðublaði. 

Lesa meira
 
Jim Leighton er markmannsþjálfari skoska liðsins

Skotar tilkynna U21 hópinn gegn Íslendingum - 21.2.2006

Skotar hafa tilkynnt U21 hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslendingum á Firhill leikvanginum í Glasgow 28. febrúar.  Í hópnum eru að mestu leikmenn frá skoskum félagsliðum, en nokkrir leika í ensku deildarkeppninni.

Lesa meira
 
Þessar voru í U19 liðinu 2004

U17 og U19 kvenna æfa 25. og 26. febrúar - 21.2.2006

Dagana 25. og 26. febrúar fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna og hafa alls um 50 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar.  U17 liðið æfir í Reykjaneshöll, en U19 liðið á Fylkisvelli og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Kristján og Bjarni léku saman í U19 liðinu 2002

Kristján Valdimarsson í U21 hópinn - 21.2.2006

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliða  karla, hefur valið Kristján Valdimarsson í hópinn fyrir vináttuleikinn gegn Skotum 28. febrúar.  Kristján kemur í staðinn fyrir Bjarna Hólm Aðalsteinsson, sem er meiddur.

Lesa meira
 
Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu

Gylfi Einarsson inn fyrir Grétar Ólaf Hjartarson - 21.2.2006

Grétar Ólafur Hjartarson er meiddur og getur því ekki leikið með A landsliði karla í vináttuleiknum gegn Trinidad & Tobago 28. febrúar.  Í stað hans hefur Gylfi Einarsson verið kallaður í hópinn.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun landsdeilda og bikarkeppni 2006 - 20.2.2006

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), og VISA-bikars karla og kvenna hafa nú verið birt hér á vefnum, auk leikja í Meistarakeppni karla og kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun í RM yngri flokka 2006 staðfest - 20.2.2006

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka hefur verið staðfest og má sjá hér á vefnum.  Af gefnu tilefni skal tekið fram að með öllu er óheimilt að færa til leiki án samþykkis mótanefndar.

Lesa meira
 
A landslið kvenna í Rússlandi 2002

Önnur æfingahelgi A kvenna í febrúar - 20.2.2006

A landslið kvenna kemur saman til æfinga um næstu helgi, en um er að ræða síðari æfingahelgina af tveimur í febrúar.  Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstkomandi. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Átta félög unnu Íslandsmeistaratitla - 20.2.2006

Úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka innanhúss fór fram um helgina og unnu átta félög Íslandsmeistaratitla, en keppt er í átta flokkum - Fram, KR, Selfoss, GRV, ÍA, FH, Víkingur R. og Valur. Lesa meira
 
Ragnar Margeirsson í landsleik 1987

Minningarmót um Ragnar Margeirsson - 17.2.2006

Laugardaginn 18. febrúar verður þriðja Ragnars-mótið í Reykjaneshöllinni, en mótið er haldið til minningar um Ragnar Margeirsson, einn fremsta knattspyrnumann Keflavíkur. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningur fyrir EM U19 kvenna 2007 hafinn - 17.2.2006

KSÍ mun í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins halda úrslitakeppni Evrópumóts U19 landsliða kvenna sumarið 2007.  Markviss undirbúningur íslenska liðsins fyrir keppnina er þegar hafinn. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Miðar á úrslitaleik UEFA-bikarsins 2006 - 16.2.2006

Mánudaginn 20. febrúar verður opnað fyrir umsóknir um miða á úrslitaleik UEFA-bikarsins.  Hægt verður að sækja um miða í gegnum uefa.com og lokað verður fyrir umsóknir 20. mars. 

Lesa meira
 
Fífan

Deildarbikarinn 2006 hefst um helgina - 15.2.2006

Deildarbikarkeppni karla 2006 hefst um næstu helgi og er opnunarleikurinn viðureign KA og ÍA í Boganum á Akureyri á föstudagskvöld.  Leikið verður í Boganum, Egilshöll í Reykjavík og Fífunni í Kópavogi.  Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 2006 - 15.2.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikina og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

A landslið karla í 96. sæti á FIFA-listanum - 15.2.2006

A landslið karla er í 96. sæti á styrkleikalista FIFA í febrúar og fellur því um eitt sæti milli mánaða.  Stærstu breytingar á listanum koma til vegna Afríkukeppni landsliða. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Vináttuleikur gegn Spánverjum í ágúst - 14.2.2006

KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Spánar um að A-karlalandslið þjóðanna leiki vináttuleik á Laugardalsvelli 16. ágúst næstkomandi.  Liðin eru jafnframt saman í riðli í undankeppni EM 2008.

Lesa meira
 
Dwight Yorke

Landsliðshópur T&T gegn Íslandi - 14.2.2006

Leo Beenhakker hefur valið 20 manna landsliðshóp Trinidad & Tobago, sem mætir Íslandi í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.  Beenhakker mun nota leikinn til að gefa nokkrum nýjum leikmönnum tækifæri.

Lesa meira
 
EM 2008

Leikjaniðurröðun í undankeppni EM 2008 - 14.2.2006

Leikjaniðurröðun í F-riðli í undankeppni EM 2008 hefur verið ákveðin.  Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður á útivelli gegn Norður-Írlandi 2. september, en fyrsti heimaleikurinn verður fjórum dögum síðan gegn Dönum. Lesa meira
 
Leo Beenhakker, þjálfari T&T

Beenhakker leitar að leikmönnum fyrir T&T - 14.2.2006

Leo Beenhakker, þjálfari landsliðs Trinidad & Tobago, leitar nú að sterkum leikmönnum um allan heim sem eiga rætur sínar að rekja til landsins og gætu leikið með liðinu á HM í sumar.

Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

U21 hópurinn sem mætir Skotum 28. febrúar - 14.2.2006

U21 landslið karla mætir Skotum í vináttulandsleik á Firhill Stadium í Glasgow 28. febrúar næstkomandi.  Lúkas Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt hópinn fyrir leikinn, sem er sá fyrsti undir hans stjórn.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Landsliðshópurinn gegn Trinidad & Tobago - 14.2.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt fyrsta hóp sinn síðan hann tók við stjórn liðsins síðastliðið haust.  Íslenska liðið mætir Trinidad & Tobago í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Fjórða söluþrep á HM opnar 15. febrúar - 14.2.2006

Fjórða söluþrep í miðasölu fyrir úrslitakeppni HM opnar 15. febrúar á fifaworldcup.com.  Um 30.000 miðar eru í boði að þessu sinni og góðar líkur eru á því að fleiri miðar verði í boði eftir því sem líður á þrepið.

Lesa meira
 
Vesturhlið eldri stúku eftir uppbyggingu

Þakið fjarlægt af gömlu stúkunni - 13.2.2006

Framkvæmdir við Laugardalsvöll eru nú í fullum gangi og í dag, mánudag, var hafist handa við að fjarlægja þakið af gömlu stúkunni.  Fyrsti flekinn sem tekinn var vó heil 7 tonn.  Alls eru um 40 manns að störfum við framkvæmdirnar. Lesa meira
 
EM 2008

Fundað um niðurröðun leikja í undankeppni EM 2008 - 13.2.2006

Þriðjudaginn 14. febrúar funda forystumenn og landsliðsþjálfarar þjóðanna sjö sem eru í F-riðli í undankeppni EM 2008.  Þar verður leikjaniðurröðun riðilsins ákveðin og verður hún birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Á Futsal ráðstefnu UEFA í Madrid - 13.2.2006

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ sækja í vikunni ráðstefnu UEFA um Futsal í Madrid á Spáni.  Á ársþingi KSÍ var samþykkt að skoða hvort taka eigi upp Futsal hér á landi. Lesa meira
 
Grindavík

Eins leiks bann vegna brottvísunar í innimóti - 13.2.2006

Á fundi aganefndar 9. febrúar síðastliðinn var Alexander V. Þórarinsson, leikmaður 2. flokks Grindavíkur úrskurðaður í eins leiks bann vegna atviks í leik í riðlakeppni Íslandsmótsins innanhúss.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppni yngri flokka innanhúss 2006 - 13.2.2006

Úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka innanhúss fer fram um næstu helgi.  Leikið verður í Laugardalshöll, í Austurbergi í Breiðholti, á Akranesi, að Varmá í Mosfellsbæ, í Fylkishöll í Árbæ og í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Þórsarar með góða stöðu í Powerade mótinu - 13.2.2006

Þórsarar eru með góða stöðu í efsta sæti Norðurlandsmóts Powerade, enFjarðabyggð á þó möguleika á að komast upp fyrir Þór, en til þess þarf liðið að sigra í síðustu tveimur leikjum sínum í mótinu.

Lesa meira
 
England - Ísland 1-0, HM 22. sept 2002

Æfingar A-landsliðs kvenna í febrúar - 13.2.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur boðað 26 leikmenn á æfingar liðsins í febrúar.  Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og Víkingur leika til úrslita í Rvk.mótinu - 13.2.2006

Fram og Víkingur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti mfl. karla, en riðlakeppninni lauk um helgina og þessi tvö lið sigruðu í sínu riðlum.  Úrslitaleikur mótsins fer fram í Egilshöll fimmtudaginn 2. mars kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keflavík og KA hlutu Drago-stytturnar - 11.2.2006

Liðum Keflavíkur og KA voru afhentar Drago-stytturnar svokölluðu fyrir árið 2005 á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum.  Keflavík hlaut styttuna fyrir prúðan leik í Landsbankadeild karla, en KA í 1. deild karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

60. ársþingi KSÍ lokið - 11.2.2006

60. ársþingi KSÍ, sem fram fór á Hótel Loftleiðum í dag laugardag er lokið.  Helstu niðurstöður þingsins má sjá undir "Lög og reglugerðir" í valmyndinni hér hægra megin.  Engar breytingar urðu á stjórn KSÍ.

Lesa meira
 
Fulltrúi Breiðabliks tekur við kvennabikarnum

Breiðablik hlaut kvennabikarinn 2005 - 11.2.2006

Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2005 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Árni Bragason úr stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.

Lesa meira
 
Hilmar Björnsson með viðurkenninguna ásamt formanni KSÍ

Hilmari Björnssyni veitt sérstök viðurkenning - 11.2.2006

Sérstök viðurkenning var afhent Hilmari Björnssyni, sjónvarpsstjóra Sýnar, á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Hilmari viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Guðmundur Hilmarsson tekur við fjölmiðlapennanum

Guðmundur Hilmarsson hlaut Fjölmiðlapennann - 11.2.2006

Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut Fjölmiðlapenna KSÍ fyrir árið 2005.  Það var Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem afhenti Guðmundi fjölmiðlapennann á ársþingi KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun landsdeilda 2006 birt 20. febrúar - 11.2.2006

Niðurröðun landsdeilda stendur yfir um þessar mundir og verða fyrstu drög birt mánudaginn 20. febrúar.  Fylgist með hér á ksi.is ...

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afgreiðsla tillagna á 60. ársþingi KSÍ - 11.2.2006

Smellið hér að neðan til að fylgjast með afgreiðslu tillagna og annarra mála sem liggja fyrir 60. ársþingi KSÍ, sem haldið er á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Upplýsingarnar verða uppfærðar reglulega á meðan á þinginu stendur.

Lesa meira
 
Reynir Sandgerði - 3. deildarmeistari 2005

Riðlaskipting 3. deildar karla 2006 ákveðin - 10.2.2006

Stjórn KSÍ hefur ákveðið fyrirkomulag 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2006, en alls taka 30 lið þátt í deildinni í ár.  Fyrst fer fram svæðisbundin riðlakeppni og síðan hefðbundin útsláttarkeppni.

Lesa meira
 
Fylkismenn kræktu sér í 1200 sæti

Níu félög kræktu sér í sæti - 10.2.2006

Níu félög nýttu sér tækifærið á dögunum og kræktu sér í sæti úr gömlu stúkunni á Laugardalsvelli, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um er er nú unnið að stækkun og endurbótum á stúkunni.

Lesa meira
 
Tekist á um knöttinn

Utanferðir yngri flokka 2006 - 9.2.2006

Vinna við niðurröðun Íslandsmóta yngri flokka karla og kvenna 2006 stendur nú yfir. Mótadeild KSÍ óskar eftir upplýsingum um allar utanferðir félaga í sumar, sem geta haft áhrif á niðurröðun móta.

Lesa meira
 
Per Ravn Omdal

Per Ravn Omdal sérstakur gestur á ársþingi KSÍ - 9.2.2006

Per Ravn Omdal, heiðursforseti norska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag og er um leið fulltrúi UEFA.

Lesa meira
 
Þakið af gömlu stúkunni farið

Breytt aðgengi vegna framkvæmda - 9.2.2006

Minnt er á að vegna framkvæmda við Laugardalsvöll er aðgengi að skrifstofum KSÍ nokkuð breytt. Komið er í gegnum hlið sunnanmegin á girðingu. Þaðan er gengið niður tröppur á hlaupabrautina og inn um dyr á austanverðri gömlu stúku.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM yngri flokka 2006 - 8.2.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikjaniðurröðun og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Firhill Stadium í Glasgow

U21 karla mætir Skotum á Firhill Stadium - 8.2.2006

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik U21 karlalandsliða Skotlands og Íslands, sem fram fer ytra 28. febrúar næstkomandi.  Leikið verður á Firhill Stadium í Glasgow, heimavelli Partick Thistle. Lesa meira
 
Frá ársþingi KSÍ 2005

Þingfulltrúar á 60. ársþingi KSÍ - 8.2.2006

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 60. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Alls hafa 119 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir flesta fulltrúa.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 17. febrúar - 7.2.2006

Fyrsta unglingadómaranámskeið ársins hefst 17. febrúar. Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti, en námskeiðinu lýkur síðan með prófi laugardaginn 11. mars. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum á laugardag - 7.2.2006

Eins og kunnugt er fer 60. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum næstkomandi laugardag, 11. febrúar.  Hægt verður að fylgjast með afgreiðslu tillagna, kosninga og annarra mála hér á vefnum. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla 11. og 12. febrúar - 6.2.2006

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi.  U17 hópurinn er nokkuð stærri, en henn telur 34 leikmenn.

Lesa meira
 
Dwight Yorke fagnar HM-sætinu

Fámennasta þjóðin á HM frá upphafi - 6.2.2006

Trinidad & Tobago verður í sumar fámennasta þjóðin sem tekur þátt í úrslitakeppni HM frá upphafi.  Í landinu býr 1,1 milljón manna á rúmlega 5 þúsund ferkílómetrum.

Lesa meira
 
Carrow Road

A landslið kvenna leikur á Carrow Road - 6.2.2006

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik A landsliðs kvenna gegn Englandi 9. mars næstkomandi.  Leikið verður á Carrow Road, heimavelli knattspyrnuliðsins Norwich City.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Héraðsmót í fullum gangi - 6.2.2006

Héraðsmót meistaraflokka eru nú í fullum gangi.  Riðlakeppni Reykjavíkurmóts karla lýkur um næstu helgi, Stjarnan og Breiðablik eru með fullt hús í Faxaflóamóti kvenna og Þórsarar hafa forystu í Powerade-mótinu.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

11.000 miðar í boði á úrslitaleik Meistaradeildarinnar - 6.2.2006

Hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA til og með 24. febrúar næstkomandi.  Alls eru 11.000 miðar í boði á leikinn sem fer fram á Stade de France í París 17. maí.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ársreikningur KSÍ 2005 birtur - 3.2.2006

KSÍ hefur birt ársreikning sinn fyrir 2005 og varð hagnaður á árinu 27 milljónir króna.  Rekstur KSÍ samstæðunnar stendur sem fyrr á traustum fótum og hefur eigið fé hennar hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár. Lesa meira
 
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, gefur áfram kost á sér

Engin ný framboð bárust - 3.2.2006

Engin ný framboð bárust til stjórnar KSÍ fyrir ársþing sambandsins, sem fram fer á Hótel Loftleiðum 11. febrúar, en samkvæmt 12. grein laga KSÍ verða framboð að berast minnst hálfum mánuði fyrir þing. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tæplega 30 leikmenn á úrtaksæfingum U21 karla - 3.2.2006

Tæplega 30 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla, sem fara fram í Reykjaneshöll dagana 11. og 12. febrúar.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

U21 landslið karla leikur gegn Skotum - 2.2.2006

Ákveðið hefur verið að U21 landslið karla mæti Skotum í vináttulandsleik 28. febrúar næstkomandi í Skotlandi.  Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn.  Sama dag leikur A landslið karla vináttuleik gegn Trinidad og Tobago. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið 24-26. febrúar - 1.2.2006

KSÍ heldur III. stigs þjálfaranámskeið helgina 24-26. febrúar næstkomandi í fundarsal D hjá ÍSÍ í Laugardal.  Námskeiðið er opið þeim sem lokið hafa KSÍ I og II námskeiðunum eða A og B stigi í gamla þjálfaramenntunarkerfi KSÍ. Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 25. sæti á háttvísilista UEFA - 1.2.2006

Ísland er sem stendur í 25. sæti á háttvísilista UEFA með einkunnina 7,875, en einkunnin er byggð á þátttöku íslenskra félagsliða og landsliða í keppnum á vegum UEFA.

Lesa meira
 
UEFA

UEFA ráðstefna gegn kynþáttafordómum - 31.1.2006

Í vikunni sækir Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, ráðstefnu á vegum UEFA sem ber yfirskriftina "Sameinuð gegn kynþáttafordómum".  Ráðstefnan fer fram í Barcelona á Spáni og taka um 250 manns þátt. Lesa meira
 
Fífan

Æfingar U17 og U19 kvenna 4. og 5. febrúar - 31.1.2006

Um næstu helgi fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna.  Um 50 leikmenn hafa verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en æft verður í Fífunni, Reykjaneshöll, á Fylkisvelli og í Egilshöll.  Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður hjá Val gegn Fram - 30.1.2006

Í samræmi við starfsreglur mótanefndar KRR hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jakob Spangsberg Jensen lék ólöglegur með liði Vals gegn Fram í Reykjavíkurmótinu sunnudaginn 29. janúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppnir yngri flokka innanhúss 2006 - 30.1.2006

Úrslitakeppnir yngri flokka karla og kvenna í innanhússknattspyrnu fara fram dagana 18. og 19. febrúar.  Leikið verður í Laugardalshöll, Austurbergi, Varmá, Fylkishöll, Kaplakrika og á Akranesi. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuvellir á Íslandi

KSÍ gefur út rit mannvirkjanefndar - 30.1.2006

KSÍ hefur gefið út rit mannvirkjanefndar – Keppnisvellir í knattspyrnu og uppbyggingu þeirra á Íslandi.  Ritið var unnið í tengslum við starf milliþinganefndar sem skipuð var á ársþingi KSÍ 2005. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Um deildarbikarinn 2006 - 30.1.2006

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um miðjan febrúar og hafa reglugerðir í deildarbikar karla og kvenna verið kynntar þeim félögum sem taka þátt.  Minnt er sérstaklega á ákvæði um ólöglega leikmenn.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölmargar tillögur á ársþingi KSÍ 2006 - 27.1.2006

Fjölmargar tillögur eru til afgreiðslu á knattspyrnuþinginu 2006 - ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 11. febrúar næstkomandi.  Fjölgun liða, varalið, fleiri varamenn og Futsal eru meðal viðfangsefna. Lesa meira
 
EM 2008

Mjög spennandi riðill í undankeppni EM 2008 - 27.1.2006

Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2008 og er óhætt að segja að riðillinn sem Ísland hafnaði í sé mjög spennandi.  Þrjú Norðurlandalið eru í riðlinum og fjögur af liðunum sjö léku í úrslitakeppni EM 2004.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla mætir Andorra í forkeppninni - 27.1.2006

Í morgun var dregið í undankeppni EM U21 landsliða karla og mætir Ísland Andorra í forkeppni, þar sem leikið er heima og heiman.  Liðið sem kemst áfram verður í riðli með Ítalíu og Austurríki, þar sem leikin er einföld umferð. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U18 karla til Tékklands - 26.1.2006

Knattspyrnusambandið hefur þekkst boð Tékka um að senda lið skipað leikmönnum fæddum 1989 og síðar á mót í Tékklandi 21. - 27. ágúst. Lesa meira
 
Stjarnan - 2. flokkur kvenna - Íslandsmeistarar 2005

Faxaflóamót kvenna 2006 hafið - 26.1.2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hófst á miðvikudag með stórsigri Stjörnunnar á FH á Stjörnuvelli og heldur áfram í kvöld, fimmtudagskvöld,með nágrannaslag HK/Víkings og Breiðabliks í Fífunni. Lesa meira
 

Hvaða lið fær U21 lið Íslands í forkeppninni? - 26.1.2006

Það verður ekki bara dregið í riðla í undankeppni EM A-landsliða karla á föstudag, heldur einnig í undankeppni EM U21 liða karla.  Ísland leikur í forkeppni ásamt 15 öðrum þjóðum. Lesa meira
 
EM 2008

Hvaða þjóðir verða með Íslandi í riðli? - 25.1.2006

Á föstudag kl. 11:00 verður dregið í riðla í undankeppni EM karlalandsliða 2008 og fer drátturinn fram í Montreux í Sviss.  Ísland er í 5. styrkleikaflokki, en hvernig gæti riðill íslenska liðsins litið út? Taktu þátt í könnuninni hér til hliðar.

Lesa meira
 
Frá vinstri: Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ, Eggert Magnússon formaður KSÍ, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ómar Stefánsson bæjarráðsmaður

KSÍ og Kópavogsbær undirrita samkomulag - 25.1.2006

Kópavogsbær og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu nýlega samkomulag um afnot og aðstöðu í knatthúsi Kópavogsbæjar sem áætlað er að reisa í Vallakór í Vatnsendahverfi síðar á þessu ári.

Lesa meira
 
Eiður Smári og Heiðar eru í framlínunni

Dagsetningar komnar á þjálfaranámskeið KSÍ - 24.1.2006

KSÍ hefur nú sett niður dagsetningar fyrir flest þjálfaranámskeið sem eru fyrirhuguð á árinu 2006.  Á þessu ári mun KSÍ bjóða upp á öll 7 þjálfarastig KSÍ og fleiri námskeið.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hlutgengi leikmanna og þátttökuréttur félaga - 24.1.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 23. janúar síðastliðinn breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót varðandi hlutgengi leikmanna og þátttökurétt félaga. Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

KSÍ greiðir tæpar 11 milljónir til aðildarfélaga - 24.1.2006

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum 23. janúar síðastliðinn að greiða  tæpar 11  milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ.  Þetta er fimmta árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags.

Lesa meira
 
EM 2008

Dregið í undankeppni EM á föstudag - 24.1.2006

Dregið verður í riðla í undankeppni EM föstudaginn 27. janúar í Montreux í Sviss kl. 11.00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun leikja í Deildarbikarnum 2006 - 24.1.2006

Mótanefnd hefur lokið við niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 og má skoða leiki félaga hér á vefnum.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 22. desember.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla - 24.1.2006

Um 60 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um næstu helgi.   KR á flesta fulltrúa í U19 æfingahópnum, en Blikar eru fjölmennastir hjá U17.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti mfl. kvenna staðfest - 23.1.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna hefur verið staðfest og má sjá hér á vefnum. Sex félög taka þátt í mótinu og leika þau einfalda umferð í einum riðli.

Lesa meira
 
Félag íslenskra sjúkraþjálfara

Dagur sjúkraþjálfunar 3. febrúar - 20.1.2006

Föstudaginn 3. febrúar mun Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) halda Dag sjúkraþjálfunar. Dagurinn byggir á fræðslufyrirlestrum, kynningu á rannsóknarniðurstöðum og umræðum um þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið 2006 hefst á laugardag - 20.1.2006

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst á laugardag með viðureign Leiknis og KR í B-riðli.  Leikið er í tveimur riðlum í mótinu og mætast sigurvegarar riðlanna í úrslitaleik.

Lesa meira
 
FH

Spilandi aðstoðarþjálfari fyrir mfl. kvenna óskast - 19.1.2006

Kvennaráð knattspyrnudeildar FH óskar eftir að ráða spilandi aðstoðarþjálfara fyrir meistaraflokk kvenna, sem einnig myndi aðstoða við þjálfun 2. flokks kvenna.

Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

3.000 sæti á lausu - 19.1.2006

Nú standa yfir framkvæmdir við Laugardalsvöll og að þeim loknum mun eldri stúka vallarins með stækkun rúma um 6.500 manns.  Keypt verða ný sæti í stúkuna og því eru núverandi sæti á lausu, alls um 3.000. Lesa meira
 
Sparkvöllur við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum

Sparkvallaátak KSÍ heldur áfram 2006 og 2007 - 19.1.2006

Sparkvallaátak KSÍ hefur nú staðið í tvö ár og hafa verið byggðir 64 sparkvellir víðs vegar um landið. Stefnan hefur verið sett á að byggja um 30-40 velli á þessu og næsta ári og ná þannig 100 valla markinu árið 2007. Lesa meira
 
Loftus Road

Miðasala á Trinidad & Tobago - Ísland - 19.1.2006

KSÍ hefur fengið miða til sölu á landsleikinn við Trinidad og Tobago 28. febrúar á Loftus Road leikvanginum í London.  Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir yngri en 16 ára.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 95. sæti á FIFA-listanum - 19.1.2006

Ísland er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út fyrr í vikunni, og fellur því um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Brasilíumenn eru lang efstir sem fyrr.

Lesa meira
 
Kvennalandsliðið fagnar marki

Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir - 18.1.2006

Verkefnið "Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir" samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Framkvæmd leikja í RM meistaraflokka - 18.1.2006

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að framkvæmd leikja í Reykjavíkurmótum meistaraflokka karla og kvenna og því mikilvægt að þau félög sem taka þátt séu meðvituð um sinn þátt.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Æfingar U17 og U19 kvenna 21. og 22. janúar - 18.1.2006

Rúmlega 50 leikmenn hafa verið boðaðir á æfingar U17 og U19 landsliða kvenna um næstu helgi, dagana 21. og 22. janúar.  U19 liðið æfir á Fylkisvelli og í Egilshöll, en U17 í Fífunni og Reykjaneshöll.

Lesa meira
 
U21-2004-0050

Æfingar U21 karla - 17.1.2006

Tuttugu og níu leikmenn úr þrettán félögum hafa verið boðaðir á undirbúningsæfingar U21 landsliðs karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fimm félög skila leyfisgögnum - 13.1.2006

Breiðablik, Grindavík, ÍBV, KR og Valur skiluðu í dag leyfisgögnum sínum til KSÍ. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Norðurlandsmót Powerade 2006 - 12.1.2006

Norðurlandsmót Powerade hefst á laugardag með viðureign Magna og KA í Boganum á Akureyri.  Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið og hefur það náð að festa sig vel í sessi.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingar skila leyfisgögnum - 12.1.2006

Nýliðar Víkings urðu í dag fimmta félagið til að skila leyfisgögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006.  Áður höfðu Keflavík, Fylkir, ÍA og FH skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ 2005

Kosningar í stjórn á 60. ársþingi KSÍ - 12.1.2006

Framboð til stjórnar KSÍ skal samkvæmt 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu sambandsins minnst hálfum mánuði fyrir þing.  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar.

Lesa meira
 
Dwight Yorke

Aldrei mætt Trinidad og Tobago áður - 11.1.2006

Íslenska landsliðið hefur aldrei áður mætt liði Trinidad og Tobago, en eins og greint hefur verið frá munu liðin mætast í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum, heimavelli enska liðsins QPR, 28. febrúar næstkomandi. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U16 karla 21. og 22. janúar - 11.1.2006

Alls hafa 35 leikmenn verið boðaðir til úrtaksæfinga fyrir U16 landslið karla, sem fram fara í Boganum á Akureyri 21. og 22. janúar næstkomandi.  Um er að ræða leikmenn frá félögum á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Guðni, Lúkas og Freyr endurráðnir - 10.1.2006

Knattspyrnusambandið hefur endurráðið þá Guðna Kjartansson, Lúkas Kostic og Frey Sverrisson til eins árs til að þjálfa yngri landslið karla.  Þá hefur Lúkas verið ráðinn til að sinna útbreiðslustörfum í fullu starfi á árinu 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót yngri flokka - 10.1.2006

Faxaflóamót yngri flokka 2006 verður með með svipuðu sniði og undanfarin ár.  Leikið er í hraðmótum í 6. og 7. flokki í maí.  Þátttöku þarf að tilkynna eigi síðar en 17. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
FH

FH-ingar skila leyfisgögnum - 10.1.2006

FH-ingar hafa skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir komandi keppnistímabil í Landsbankadeild karla.  FH er því fjórða félagið til að skila leyfisgögnum sínum, en áður hafa Keflavík, Fylkir og ÍA skilað.

Lesa meira
 
Eyjólfur ásamt aðstoðarmönnum sínum

Leikið við Trinidad og Tobago 28. febrúar - 10.1.2006

Knattspyrnusambandið hefur samið við knattspyrnusamband Trinidad og Tobago um að leika vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum þriðjudaginn 28. febrúar. Lesa meira
 
Hart barist í leik Fjarðabyggðar og Fram

Félagaskiptum fjölgar milli ára - 10.1.2006

Fjöldi félagaskipti á árinu sem leið var alls 1.427, sem er nokkur aukning frá árinu á undan.  Fjöldi félagaskipta árin 1999 - 2002 var tiltölulega stöðugur, en þeim fjölgaði nokkuð árið 2003 og aftur á síðasta ári.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Laugamót í knattspyrnu - 10.1.2006

Ákveðið hefur verið að fresta Laugamótinu til 3. febrúar í stað 27.janúar. Kvennalið etja kappi 3. febrúar og karlaliðin 4. febrúar. Vonast er eftir því að breytingin komi þátttakendum ekki illa. Lesa meira
 
U19 landslið karla árið 2001

Um 60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla - 10.1.2006

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fara fram dagana 14. og 15. janúar.  Æft verður í Egilshöll, Fífunni og Reykjaneshöll.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti mfl. kvenna - 9.1.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna liggur nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Félög eru sérstaklega beðin að athuga að ekki verður leikið þrjár helgar vegna æfinga landsliða.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuþing 2006 - 60. ársþing KSÍ - 9.1.2006

60. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 11. febrúar 2006.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér efnisatriði tengd þinghaldinu. Lesa meira
 
Fyrir jafnteflisleikinn 2002

A landslið kvenna leikur gegn Englandi í mars - 9.1.2006

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Englendingum ytra fimmtudaginn 9. mars næstkomandi. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn, en þó er ljóst að leikið verður í nágrenni Lundúna. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Innimót yngri flokka 2006 í fullum gangi - 9.1.2006

Innanhússmót yngri flokka karla og kvenna 2006 eru nú í fullum gangi.  Um síðustu helgi var m.a. leikið í 4. og 5. flokki kvenna og í 3. og 4. flokki karla.  Um næstu helgi fara fram fjölmargir riðlar í ýmsum aldursflokkum. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Þátttökutilkynning í RM yngri flokka 2006 - 6.1.2006

Reykjavíkurmót yngri flokka karla og kvenna verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og yngstu flokkarnir leika árgangaskipt í hraðmótum í Egilshöll.  Lokafrestur til að skila inn þátttökutilkynningu er 16. janúar.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingur R. leitar að þjálfara fyrir 3. flokk karla - 6.1.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk karla.  Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur tillagna fyrir ársþing KSÍ er 11. janúar - 6.1.2006

60. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Tillögur og málefni þau, er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi, skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn hafa skilað leyfisgögnum - 5.1.2006

Skagamenn hafa nú skilað gögnum með umsókn félagsins um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006.  ÍA er þriðja félagið til að skila gögnum, en Keflavík og Fylkir höfðu þegar skilað. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ heldur UEFA B próf laugardaginn 21. janúar - 5.1.2006

KSÍ heldur UEFA B próf í þjálfaramenntun laugardaginn 21. janúar klukkan 10.00 í fundarsal D og E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal.  Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Viltu starfa við HM 2006 í Þýskalandi? - 5.1.2006

Alls munu um 15.000 sjálfboðaliðar starfa við úrslitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.  Áhugasamir aðilar geta sótt um þátttöku til og með 28. febrúar, en nú þegar hafa um 40.000 manns sótt um.

Lesa meira
 
U21-2004-0051

Dregið í undankeppni EM U21 landsliða 27. janúar - 4.1.2006

Dregið verður í undankeppni Evrópumóts U21 landsliða karla 27. janúar.  Keppnin verður með sérstöku sniði í ár þar sem UEFA hefur ákveðið að færa úrslitakeppnirnar á þau ár sem úrslitakeppnir EM og HM eru ekki. Lesa meira
 
Úr leik Víkings og Hauka á Ólafsvíkurvelli

Minnt á lokaskiladag þátttökutilkynninga - 4.1.2006

Minnt er á að lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2006 er 19. janúar. Sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að félög skili sem fyrst upplýsingum í símaskrá KSÍ. Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir,  Ásthildur Helgadóttur, Eiður Smári Guðjohnsen og Gunnar heiðar Þorvaldsson - Mynd:  Sigurjón Ragnar

Eiður Smári íþróttamaður ársins annað árið í röð - 4.1.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var á þriðjudagskvöld krýndur íþróttamaður ársins 2005 af samtökum íþróttafréttamanna.  Þetta er annað árið í röð sem Eiður hlýtur þennan heiður.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 7. og 8. janúar - 3.1.2006

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi, dagana 7. og 8. janúar.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið kallaðir til æfinga að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Vel á fjórða þúsund leikmenn í Jólamóti KRR - 3.1.2006

Vel á fjórða þúsund leikmenn tóku þátt í vel lukkuðu Jólamóti KRR, sem fram fór í Egilshöll í desember.  Samanlagt fóru fram 565 leikir, en þátttökuliðin frá aðildarfélögunum níu voru alls 321.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót mfl. kvenna - 3.1.2006

Faxaflóamót í meistaraflokki kvenna hefst í byrjun febrúar og er stefnt að því að keppni sé lokið áður en keppni í Deildarbikar kvenna hefst.  Fyrirkomulag verður ákveðið þegar ljóst er hver fjöldi liða verður.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Keflvíkingar og Fylkismenn fyrstir til að skila - 3.1.2006

Leyfisfulltrúar Keflavíkur og Fylkis voru fyrstir til að skila gögnum með leyfisumsóknum sinna félaga fyrir keppnistímabilið 2006.  Gögnin sem skilað er nú innihalda upplýsingar um ýmsa þætti.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Íþróttamaður ársins 2005 krýndur í kvöld - 3.1.2006

Samtök íþróttafréttamanna tilkynna í kvöld, þriðjudagskvöld, hver verður fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2005.  Fimm knattspyrnumenn eru tilnefndir að þessu sinni, en þetta er í 50. sinn sem staðið er að kjörinu. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög