Fréttir

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt knattspyrnuár! - 31.12.2005

Knattspyrnusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Þátttökutilkynning í knattspyrnumót 2006 - 29.12.2005

Lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2006 er 19. janúar næstkomandi.  Öll nauðsynleg gögn hafa þegar verið send í pósti til aðildarfélaga KSÍ, en viðkomandi skjöl og eyðublöð má einnig finna hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Fimm knattspyrnumenn tilnefndir - 27.12.2005

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða aðilar skipa 10 efstu sætin í kjöri á íþróttamanni ársins 2005, en úrslitin verða kynnt 3. janúar næstkomandi.  Á meðal þessara tíu eru fimm knattspyrnumenn.

Lesa meira
 
Egilshöll

Drög að niðurröðun Deildarbikars 2006 - 22.12.2005

Drög að niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 liggur nú fyrir og má skoða hér á vefnum.  Athugasemdum við niðurröðun ber að skila í síðasta lagi föstudaginn 6. janúar. 

Lesa meira
 
Gleðileg Jól !!!

GLEÐILEG JÓL !!! - 22.12.2005

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA!  NJÓTIÐ HÁTÍÐARINNAR SEM ALLRA BEST Í FAÐMI FJÖLSKYLDU OG VINA. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun staðfest í RM meistaraflokka 2006 - 22.12.2005

Niðurröðun í Reykjavíkurmótum meistaraflokka karla og kvenna 2006 hefur verið staðfest og má skoða hér á vefnum.  Í karlaflokki leika níu lið í tveimur riðlum, en leikið er í tveimur deildum í kvennaflokki. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Leikstaðir og leikdagar innimóta yngri flokka 2006 - 21.12.2005

Leikstaðir og leikdagar í Íslandsmótum yngri flokka karla og kvenna innanhúss 2006 hafa verið ákveðnir og má skoða niðurröðun leikja hér á ksi.is.  Úrslitakeppni fer fram helgina 18. og 19. febrúar.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið í 19. sæti FIFA-listans - 21.12.2005

Ísland er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið í lok ársins og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti og litlar breytingar eru við topp listans.

Lesa meira
 
Stækkuð og endurbætt stúka

Samningar undirritaðir vegna framkvæmda - 21.12.2005

Samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljóna króna styrk ríkisins til uppbyggingar aðstöðu áhorfenda á Laugardalsvelli var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, miðvikudag.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Vann ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA - 20.12.2005

1. vinningur í boðsmiðaleik Landsbankans í ár var dreginn út í beinni útsendingu á NFS á þriðjudag.  Vinningshafinn er Regína Einarsdóttir, 15 ára Þróttari, og vann hún ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Dregið í boðsmiðaleiknum á NFS í dag - 20.12.2005

Landsbankinn stóð fyrir boðsmiðaleik í tengslum við Landsbankadeild karla í sumar fyrir krakka 16 ára og yngri.  Fyrsti vinningur, ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA, verður dreginn út í beinni á NFS í dag. Lesa meira

 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 94. sæti á FIFA-listanum í árslok - 19.12.2005

Síðasti FIFA-styrkleikalisti ársins fyrir karlalandslið hefur verið gefinn út og er Ísland í 94. sæti.  Brasilíumenn ljúka árinu á toppi listans, eins og þeir hafa reyndar gert síðustu fjögur árin.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna fyrir leik

Æfingar yngri landsliða 2006 - 19.12.2005

Æfingaáætlun fyrir æfingar yngri landsliða karla og kvenna 2006 hefur verið birt.  Áætlunin gildir fram á vor og er fyrir U19 karla, U19 kvenna, U17 karla, U17 kvenna og U16 karla.

Lesa meira
 
Eyjólfur ásamt aðstoðarmönnum sínum

Aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar - 19.12.2005

Ákveðið hefur verið að Bjarni Jóhannsson muni aðstoða Eyjólf Sverrisson með þjálfun A-landsliðs karla, og að Birkir Kristinsson muni aðstoða með þjálfun markvarða liðsins.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Knattspyrnudeild Selfoss 50 ára - 19.12.2005

Knattspyrnudeild Selfoss varð 50 ára 15. desember síðastliðinn og hélt veglegt afmælishóf af því tilefni.  Fimm einstaklingar sem starfað hafa fyrir félagið um áratugaskeið voru sæmdir silfurmerki KSÍ.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR 2005 - 16.12.2005

Jólamót KRR hefst laugardaginn 17. desember með keppni í yngstu flokkunum og fara allir leikir fram í Egilshöll.  Smellið hér að neðan til að skoða leikjadagskrá mótsins fyrir hvern dag, ásamt umsjónaraðilum.

Lesa meira
 
Formaður ÍF tekur við viðurkenningunni frá framkvæmdastjóra KSÍ

ÍF hlýtur viðurkenningu fyrir grasrótarstarf - 15.12.2005

KSÍ og UEFA veittu ÍF viðurkenningu á miðvikudag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða.  Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildarbolti - 13.12.2005

Ákveðið hefur verið að leikið verði með sérmerktan knött í öllum leikjum Landsbankadeilda karla og kvenna 2006 - Landsbankadeildarknött.  Samið hefur verið við Hoffell ehf. um Mitre Pro 100T knöttinn.

Lesa meira
 
Fulltrúar KSÍ og SOS barnaþorpa á Íslandi

KSÍ styður SOS barnaþorpin í verki - 13.12.2005

FIFA hefur gert samstarfssamning við SOS barnaþorpin í tengslum við HM 2006 í Þýskalandi.  KSÍ hefur á sama hátt gert samkomulag við SOS barnaþorpin á Íslandi til að afla fjár til bágstaddra barna.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Ásthildur knattspyrnufólk ársins 2005 - 12.12.2005

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Ásthildi Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2005.  Tilkynnt var um valið í hófi á Hótel Nordica, í beinni útsendingu á Sýn, Stöð 2 og NFS. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla í desember - 12.12.2005

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla.  Æfingarnar fara fram í Fífunni dagana 17. og 18. desember.  Þjálfari U21 landsliðs karla er Lúkas Kostic.

Lesa meira
 
Fyrirliði Hauka með sigurverðlaunin

Haukar sigruðu á Tindsmótinu - 12.12.2005

Haukar sigruðu á Tindsmóti HK í meistaraflokki karla sem haldið var í Fífunni um helgina, en þar er leikið í 7 manna liðum og á stór mörk.  Haukarnir mættu liði HK-1 í úrslitaleik mótsins og unnu þar stórsigur, 6-0.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2005 - Eftir Víði Sigurðsson

Íslensk knattspyrna 2005 komin út - 12.12.2005

Bókin Íslensk knattspyrna 2005 eftir Víði Sigurðsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, er komin út og er þetta 25. bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Nýr listi WADA tekur gildi 1. janúar 2006 - 12.12.2005

Nýr listi Alþjóða Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) yfir efni og aðferðir sem bannað er að nota í íþróttum tekur gildi þann 1. janúar og fellur þá eldri listi jafnframt úr gildi.  

Lesa meira
 
UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða - 8.12.2005

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2004/2005 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna og unglinga. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Knattspyrnufólk ársins - nöfn fimm efstu birt - 8.12.2005

Mánudaginn 12. desember verður val á knattspyrnumanni og knattspyrnukonu ársins 2005 kunngjört í móttöku á Nordica Hótel og viðurkenningar veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun í Jólamót KRR staðfest - 6.12.2005

Leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR hefur verið staðfest og má sjá hér á ksi.is.  Nánari upplýsingar um skipulag og umsjón í mótinu verða sendar þátttökufélögum innan skamms.

Lesa meira
 
U21 landslið kvenna

Dregið í riðla fyrir NM U21 kvenna 2006 - 6.12.2005

Dregið hefur verið í riðla fyrir Opna Norðurlandamót U21 landsliða kvenna, sem fram fer í Noregi í júlí 2006.  Ísland er í riðli með Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
Freyr Sverrisson

Úrtaksæfingar U16 karla 10. og 11. desember - 6.12.2005

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar U16 landsliðs karla um komandi helgi.  Þetta er fyrsti hópurinn af þremur sem verða boðaðir á æfingar liðsins í vetur.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM meistaraflokka - 6.12.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti meistaraflokka karla og kvenna eru komin hér á vefinn.  Keppni í meistaraflokki karla hefst 26. janúar, en í kvennaflokki hefst keppni í febrúar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofan lokuð 23. desember og 2. janúar - 6.12.2005

Vakin er athygli á því að skrifstofa KSÍ verður lokuð 23. desember og 2. janúar næstkomandi.  Opið verður milli jóla og nýárs - dagana 27. - 30. desember. Lesa meira
 
Laugaland í Holtum

Þrír sparkvellir vígðir í Rangárvallasýslu - 5.12.2005

Þrír sparkvellir voru teknir í notkun í Rangárvallasýslu föstudaginn 2. desember síðastliðinn.  Sparkvellir voru vígðir við við grunnskóla á Hellu, Laugalandi í Holtum og á Hvolsvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting í Deildarbikarnum 2006 - 5.12.2005

Riðlaskipting í Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 hefur verið ákveðin.  Leikið er í þremur deildum bæði í karla- og kvennaflokki (A, B og C deildum).  Efstu lið hvers riðils um sig komast í úrslitakeppnina. Lesa meira
 
Hásteinsvöllur að vori

Leyfisferlið fyrir 2006 farið af stað - 5.12.2005

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2006 hófst 15. nóvember síðastliðinn, þegar nauðsynleg gögn voru send til þeirra félaga sem unnið hafa sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.

Lesa meira
 
Jónas Guðni Sævarsson

Keflvíkingar og Blikar meistarar innanhúss - 5.12.2005

Íslandsmótum meistaraflokka innanhúss lauk á sunnudag með úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna og keppni í 3. deild karla. Keflvíkingar hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki, en Blikastúlkur í kvennaflokki.

Lesa meira
 
UEFA

U19 leikur í Svíþjóð og U17 í Rúmeníu - 2.12.2005

U19 karla leikur í Svíþjóð í október og U17 í Rúmeníu í september Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Breiðablik og Valur oftast unnið - 2.12.2005

Keppni í 1. deildum karla og kvenna innanhúss fer fram um helgina - riðlakeppni á laugardag og úrslitakeppni á sunnudag.  Breiðablik hefur oftast hampað sigri í kvennaflokki, en Valur í karlaflokki.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun Jólamóts KRR 2005 - 1.12.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR 2005 liggja nú fyrir og má skoða þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að hlutaðeigandi kynni sér reglur mótsins. Athugasemdir við niðurröðun þurfa að berast í síðasta lagi 6. desember.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Dregið í EM riðla U19 karla - 1.12.2005

Í morgun var dregið í riðla í undakeppni Evrópumóts U19 karla 2006/2007 Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Dregið í EM riðla hjá U17 karla - 1.12.2005

Í morgun var dregið í riðla í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða 2006/2007. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög