Fréttir

Bjarni Þórður Halldórsson

Tvær breytingar á U21 hópnum gegn Króatíu - 31.8.2005

Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á föstudag.  Bjarni Þ. Halldórsson og Viktor B. Arnarsson geta ekki tekið þátt.  Í þeirra stað koma Magnús Þormar og Eyjólfur Héðinsson.  Lesa meira
 
Ertu að meina þetta ... ?

Þrír leikmenn á gulu spjaldi - 31.8.2005

Þrír leikmenn A landsliðs karla eru á gulu spjaldi í undankeppni HM 2006 og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar.  Eiður Smári, Hermann og Gylfi hafa allir fengið gult spjald í keppninni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Þýskir dómarar á leik Íslands og Króatíu - 31.8.2005

Dómararnir í viðureign Íslands og Króatíu í á laugardag koma frá Þýskalandi, eftirlitsmaðurinn er danskur og dómaraeftirlitsmaðurinn ítalskur.  Dómararnir í leik U21 liðanna á föstudag koma frá Ísrael.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Þóra valin maður leiksins í Karlskoga - 31.8.2005

Þóra B. Helgadóttir, markvörður A landsliðs kvenna, var valin maður leiksins í viðureign Svíþjóðar og Íslands í síðastliðinn sunnudag.  Í viðurkenningarskyni fékk Þóra afhenta forláta ryksugu að gjöf frá aðstandendum leiksins. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar fyrir handhafa A-passa - 31.8.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Króatía afhenta föstudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur).

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þróttarar fallnir úr Landsbankadeildinni - 31.8.2005

Eftir jafntefli Vals og ÍBV á mánudag varð ljóst að Þróttarar eru fallnir úr Landsbankadeildinni og leika því í 1. deild 2006.  Grindavík, ÍBV og Fram eru einnig í mikilli fallhættu. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Fylkir og Þór/KA/KS leika til úrslita - 31.8.2005

Það verða Fylkir og Þór/KA/KS sem leika til úrslita í 1. deild kvenna.  Sigurvegarinn leikur í Landsbankadeild 2006, en liðið sem hafnar í 2. sæti leikur aukaleiki við liðið sem hafnar í 7. sæti Landsbankadeildar. Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Leiknir F., Grótta, Sindri og Reynir S. í undanúrslit - 31.8.2005

Leiknir F., Grótta, Sindri og Reynir S. höfðu betur samanlagt gegn mótherjum sínum í 8-liða úrslitum 3. deildar karla og eru þessi félög því komin í undanúrslit.  Fyrri leikirnir fara fram 3. september.

Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

Þrír nýliðar í U21 hópnum gegn Króatíu og Búlgaríu - 29.8.2005

Þrír nýliðar eru í U21 hópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu.  Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Landsliðshópurinn gegn Króötum og Búlgörum - 29.8.2005

Landsliðshópurinn sem mætir Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun september hefur verið tilkynntur.  Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson koma inn í hópinn að nýju eftir meiðsli.

Lesa meira
 
Breiðablik - Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna 2005

Breiðablik og FH Íslandsmeistarar í 5. flokki - 29.8.2005

Úrslitakeppni 5. flokka karla og kvenna lauk um helgina.  Breiðablik varð Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna, en FH hampaði titlinum í 5. flokki karla.  Fjölnir og Fylkir voru sigursæl í C og D liðum.

Lesa meira
 
Króatía

Ekki gengið vel gegn Balkanþjóðum - 29.8.2005

A landsliði karla hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum gegn þeim þjóðum á Balkanskaganum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu.  Ísland hefur leikið gegn þremur þeirra, en ekki innbyrt sigur.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Þrjár þrennur hjá Fylki gegn Hetti - 29.8.2005

Þrír leikmenn Fylkis gerðu þrennu þegar lið þeirra mætti Hetti í undanúrslitum 1. deildar kvenna á sunnudag.  Fylkir vann viðureignir liðanna 17-1 samanlagt og leikur því til úrslita í 1. deild kvenna.

Lesa meira
 
Úr leik Víkings og Hauka á Ólafsvíkurvelli

Meirihluti liða í fallhættu í 1. deild karla - 29.8.2005

Tveimur umferðum er nú ólokið í 1. deild karla og er óhætt að segja að mikil spenna sé framundan, enda getur meirihluti liðanna í deildinni enn fallið.  Aðeins sex stiga munur er á neðsta sætinu og því fimmta.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

Frábær úrslit á útivelli gegn sterku liði Svía - 28.8.2005

A landslið kvenna náði í dag frábærum úrslitum á útivelli gegn sterku landsliði Svía í undankeppni HM 2007.  Niðurstaðan í Karlskoga varð 2-2 jafntefli og er íslenska liðið á toppi riðilsins eftir tvo leiki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið gegn Svíum - 28.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Frá leik í 5. flokki karla

Úrslitaleikir í 5. flokki um helgina - 26.8.2005

Um helgina fer fram lokahnykkurinn á Íslandsmóti 5. flokks karla og kvenna.  Úrslitaleikir 5. flokks karla A og B fara fram á Stjörnuvelli í Garðabæ, en úrslitaleikir 5. flokks kvenna A og B á Leiknisvelli í Reykjavík.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2005 - Drög að niðurröðun - 26.8.2005

Haustmót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) í yngri flokkum verða haldin í Egilshöll og á gervigrasvöllum í september og október.   Drög að leikjaniðurröðun liggur nú fyrir og má skoða hér á vefnum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar meistarar í 1. deild karla - 26.8.2005

Breiðablik tryggði sér á fimmtudag sigur í 1. deild karla með jafntefli gegn Víkingi R. sem á í harðri baráttu við KA um 2. sæti deildarinnar.  Sæti Blika í Landsbankadeild 2006 var hins vegar þegar öruggt. 

Lesa meira
 
Leiknir R.

Leiknismenn öruggir í 1. deild að ári - 26.8.2005

Leiknismenn í Reykjavík eru öruggir með sæti í 1. deild á næsta ári eftir sigur í uppgjöri toppliða 2. deildar á Stjörnuvelli á fimmtudag.  Leiknir sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna 2005 - 26.8.2005

Stjarnan tryggði sér á fimmtudagskvöld Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna annað árið í röð með því að leggja KR 6-0 í lokaleik sínum á Stjörnuvelli fyrir framan fjölmarga áhorfendur.

Lesa meira
 
1. FSV Mainz 05

Keflvíkingar úr leik í UEFA-bikarnum - 25.8.2005

Keflvíkingar biðu í kvöld lægri hlut fyrir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins, en liðin mættust á Laugardalsvellinum.  Þjóðverjarnir skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins. 

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Byrjunarliðin hjá Keflavík og Mainz - 25.8.2005

Byrjunarliðin í viðureign Keflavíkur og Mainz í UEFA-bikarnum hafa verið tilkynnt, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld kl. 19:15. Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson leika í framlínunni, eins og þeir hafa gert með góðum árangri í Landsbankadeildinni í sumar.

Lesa meira
 
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Tímamótaleikur hjá Guðrúnu Sóleyju - 25.8.2005

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur væntanlega tímamótaleik fyrir A landslið kvenna á sunnudag, þegar Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni HM.  Taki Guðrún þátt í leiknum verður það 25. landsleikur hennar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Króatíu

Hópur Króata fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu - 25.8.2005

Króatar hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006.  Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu fjórum dögum síðar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðureign Grindavíkur og Fram beint á Sýn - 25.8.2005

Ákveðið hefur verið að viðureign Grindavíkur og Fram í 16. umferð Landsbankadeildar karla verði sýnd í beinni útsendingu á Sýn og af þeim sökum hefur tímasetningu leiksins verið breytt. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölni dæmdur sigur gegn Val - 25.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fjölnis gegn Val vegna leiks í 3. flokki karla þar sem Fjölnir taldi Val hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fjölnismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik og KR mætast í úrslitaleiknum - 25.8.2005

Breiðablik og KR tryggðu sér á miðvikudagskvöld sæti í úrslitaleik VISA-bikars kvenna með því að leggja andstæðinga sína í undanúrslitum.  Þessi tvö lið hafa fjórum sinnum áður mæst í úrslitaleik bikarsins.

Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

U19 landslið karla gegn Hollandi - 24.8.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik í Hollandi 2. september.  Í hópnum eru 5 leikmenn sem eru á mála hjá erlendum liðum.

Lesa meira
 
RÚV

Svíþjóð - Ísland beint á RÚV á sunnudag - 24.8.2005

Viðureign Svíþjóðar og Íslands í HM kvennalandsliða verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.  Þetta er aðeins í annað sinn sem útileikur kvennalandsliðsins er sýndur beint í sjónvarpi. Lesa meira
 
Svíar fagna á EM 2005

Svíar með eitt af bestu kvennalandsliðum heims - 24.8.2005

Sænska kvennalandsliðið er á meðal þeirra sterkustu í heiminum í dag.  Svíar töpuðu naumlega í framlengingu gegn Norðmönnum í undanúrslitum í úrslitakeppni EM og eru í 6. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þýskubíllinn hefur komið víða við - 24.8.2005

Síðan Þýskubíllinn var settur af stað 13. júlí síðastliðinn hefur hann komið víða við og vakið áhuga fólks á HM 2006 og notkun þýsku í tengslum við knattspyrnu.  Viðkomustaðir hafa m.a. verið æfingar hjá knattspyrnufélögum.

Lesa meira
 
Blikar eru með jákvæðan markamismun

Allt í mínus - 24.8.2005

Athyglisvert er að skoða markamismun liðanna í efstu tveimur deildum karla þar sem aðeins 5 af liðunum 20 eru með jákvæðan markamismun, þ.e. hafa skorað fleiri mörk en þau hafa fengið á sig.

Lesa meira
 
Leiknismenn fagna (leiknir.com)

Toppslagir í 1. og 2. deild karla á fimmtudag - 24.8.2005

Leiknir R. getur nánast tryggt sér sæti í 1. deild að ári með sigri á Stjörnunni á fimmtudag, en Víkingur R. og KA berjast um réttinn til að fylgja Breiðabliki upp í Landsbankadeild karla 2006. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum - 23.8.2005

Knattspyrnufélagið Þróttur þarf að bæta við sig þjálfurum fyrir næsta starfsár. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi.  Boðið er upp á bestu aðstöðu sem völ er á í Laugardalnum.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Miðasala á Ísland - Króatía - 23.8.2005

Forsala aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 er hafin á ksi.is og esso.is.  Liðin mætast á Laugardalsvelli laugardaginn 3. september næstkomandi og hefst leikurinn kl. 18:05. Lesa meira
 
Sigrún Óttarsdóttir hefur skorað á móti Svíum

Aðeins skorað eitt mark gegn Svíum - 23.8.2005

Íslenska kvennalandsliðið mæti Svíum ytra næstkomandi sunnudag í undankeppni HM 2007.  Þessi tvö lið hafa mæst 6 sinnum áður og hafa Svíar hampað sigri í öll skiptin.  Íslendingar hafa skorað eitt mark en Svíar 23.

Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill dæmir leik Plock og Grasshoppers - 23.8.2005

Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Danskur dómari á viðureign HK og KA - 23.8.2005

Dómari í viðureign HK og KA í 1. deild karla föstudaginn 26. ágúst næstkomandi verður Henrik N. Kragh frá Danmörku.  Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Meðaltal eftir 15 umferðir er 1.109 áhorfendur á leik - 23.8.2005

Aðsókn að leikjum Landsbankadeildar karla í sumar hefur verið mjög góð og er útlit fyrir að áhorfendametið verði slegið. Nýtt áhorfendamet á einum leik á Kaplakrikavelli var sett síðastliðinn sunnudag. Lesa meira
 
SOS barnaþorp

Barnaþorpið í Brovary það fyrsta í Úkraínu - 23.8.2005

Frá því er greint í nýjasta fréttabréfi SOS-barnaþorpanna að barnaþorpið í Brovary, sem SOS-barnaþorpin á Íslandi og KSÍ hafa meðal annars sameinast um að safna fé fyrir, verður það fyrsta í landinu.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflavík mætir Mainz á fimmtudag - 23.8.2005

VISA-bikarmeistarar Keflavíkur mæta þýska liðinu Mainz öðru sinni í UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli á fimmtudag.  Þjóðverjarnir unnu með tveimur mörkum gegn engu í fyrri viðureigninni, sem fram fór í Frankfurt.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Hvíta-Rússlandi

Myndasyrpa úr Ísland - Hvíta Rússland - 23.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða myndasyrpu úr viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna síðastliðinn sunnudag.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum ytra sunnudaginn 28. ágúst. Lesa meira
 
Erla Steina Arnardóttir

Tvær úr íslenska hópnum leika í Svíþjóð - 22.8.2005

Tveir leikmenn úr landsliðshópi kvenna sem mætir Svíum í undankeppni HM á sunnudag leika í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildinni.  Ásthildur Helgadóttir leikur með Malmö og Erla Steina Arnardóttir með Mallbacken.

Lesa meira
 
7 manna bolti

Sigurvegarar í 7 manna bolta 2005 - 22.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit yfir sigurvegara þeirra móta yngri flokka þar sem leikið er í 7 manna liðum.  Keppni í 5. flokki karla og kvenna lýkur um næstu helgi.

Lesa meira
 
FH

Íslandsbikarinn afhentur í Kaplakrika 11. september - 22.8.2005

Eins og kunnugt er tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn með glæsibrag um liðna helgi.  Ákveðið hefur verið að Íslandsbikarinn verði afhentur í Kaplakrika 11. september, en þá tekur FH á móti Fylki í næst síðustu umferð. Lesa meira
 
Erla tekur við viðurkenningu frá formanni KSÍ

Erla Hendriksdóttir heiðruð fyrir að leika 50 landsleiki - 22.8.2005

Erla Hendriksdóttir fékk afhenta sérstaka viðurkenningu frá KSÍ eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM 2007 á sunnudag fyrir að leika 50 leiki fyrir A landslið kvenna.

Lesa meira
 
ÍA

ÍA auglýsir eftir þjálfurum - 22.8.2005

Hjá unglinganefnd knattspyrnufélags ÍA (UKÍA) eru nú lausar til umsóknar þjálfarastöður fyrir yngri flokka keppnistímabilið 2005-2006. UKÍA býður þjálfurum topp æfingaaðstöðu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna á miðvikudag - 22.8.2005

Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram næstkomandi miðvikudag.  Á Kópavogsvelli mætast tvö efstu lið Landsbankadeildarinnar, Breiðablik og Valur, en á KR-velli verður 1. deildarlið Fjölnis í heimsókn.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keppt um sæti í Landsbankadeild 2006 - 22.8.2005

Undanúrslit 1. deildar kvenna hefjast á laugardag þegar Haukar mæta Þór/KA/KS og Höttur tekur á móti Fylki.  Um er að ræða fyrri viðureignir liðanna, en síðari leikirnir fara fram þremur dögum síðar.

Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Úrslitakeppni 3. deildar karla 2005 - 22.8.2005

Úrslitakeppni 3. deildar karla hefst næstkomandi laugardag með fyrri leikjum í 8-liða úrslitum.  Síðari leikirnir fara fram þremur dögum síðar.  Átta bæjarfélög víðs vegar af landinu eiga fulltrúa í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
FH

FH-ingar Íslandsmeistarar annað árið í röð! - 22.8.2005

FH-ingar tryggðu sér á sunnudag Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla með því að leggja Valsmenn í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu.  FH hefur þar með unnið alla leiki sína hingað til í Landsbankadeildinni.

Lesa meira
 
Guðrún Sóley og Edda léku vel

Öruggur sigur á Hvít-Rússum - 21.8.2005

A landslið kvenna vann í dag öruggan 3-0 sigur á liði Hvít-Rússa í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2007.  Nokkur góð færi fóru forgörðum hjá íslenska liðinu og hefði sigurinn getað verið mun stærri.

Lesa meira
 
Ásthildur með knöttinn í leik gegn Ungverjum

Byrjunarlið Íslands gegn Hvíta-Rússlandi - 20.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni HM kvenna á sunnudag.  Ásthildur Helgadóttir leikur í framlínunni, eins og hún hefur gert með góðum árangri með liði Malmö.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þór/KA/KS og Höttur örugg úr B-riðli - 19.8.2005

Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur um helgina og er óhætt að segja að öllu meiri spenna sé í A-riðli.  Þór/KA/KS og Höttur hafa þegar tryggt sér efstu tvö sæti B-riðils og þar með sæti í undanúrslitum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sjö lið með öruggt sæti í úrslitakeppni 3. deildar karla - 19.8.2005

Sjö lið hafa þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppni 3. deildar karla, en riðlakeppninni lýkur á laugardag.  Hvöt, Hvíti Riddarinn og Skallagrímur berjast um eina lausa sætið. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Liðin í 3. deild karla nota flesta leikmenn - 19.8.2005

Athyglisvert er að skoða hversu margir leikmenn hafa komið við sögu í leikjum liða í hinum ýmsu deildum Íslandsmótsins.  Liðin í 3. deild karla nota flesta leikmenn og þar trónir Eyjaliðið KFS á toppnum með hvorki fleiri né færri en 37.

Lesa meira
 
Rangstaða

Túlkun á rangstöðu - 19.8.2005

Nokkur óvissa hefur skapast um túlkun rangstöðureglunnar eftir breytingar sem gerðar voru á knattspyrnulögunum síðastliðið vor. Alþjóðanefnd FIFA hefur nú gefið út ráðleggingar til að skýra málið nánar.    

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 94. sæti á styrkleikalista FIFA - 19.8.2005

A landslið karla er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í vikunni og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Lítil breyting er á efstu 10 sætunum, en Frakkar falla þó um tvö sæti.

Lesa meira
 
Greta Mjöll Samúelsdóttir

Greta Mjöll Samúelsdóttir eini nýliðinn - 19.8.2005

Greta Mjöll Samúelsdóttir er eini nýliðinn í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag.  Greta hefur gengið í gegnum öll yngri landslið Íslands.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik í Landsbankadeild karla 2006 - 19.8.2005

Breiðablik er öruggt með sæti í Landsbankadeild karla 2006.  KA og Víkingur R. gerðu jafntefli á Akureyrarvelli á fimmtudag og þar með er sæti Blika í Landsbankadeild tryggt.  KA og Víkingur R. berjast því áfram um 2. sætið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni 7 manna liða framundan - 19.8.2005

Úrslitakeppni Íslandsmóts 7 manna liða yngri flokka fer fram um helgina og er leikið víðs vegar um landið. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikstaði og leikdaga. Lesa meira
 
UEFA

Vinsæll alþjóðlegur leikdagur - 18.8.2005

Landsleikur Íslands og Suður-Afríku fór fram á alþjóðlegum leikdegi fyrir landslið karla. Dagurinn virðist hafa verið óvenju vinsæll hjá knattspyrnusamböndum í Evrópu og tóku 49 þeirra þátt í landsleikjum þennan dag.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku

Sigurinn gegn Suður-Afríku í myndum - 18.8.2005

Sigurinn í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku er eflaust flestum enn í fersku minni og því ekki úr vegi að kíkja á nokkrar myndir úr leiknum til að rifja upp stemmninguna. Lesa meira
 
A landslið kvenna 1996

Kvennalandsliðið tekur þátt í Algarve Cup 2006 - 18.8.2005

A landslið kvenna mun taka þátt í Algarve Cup í Portúgal í mars 2006.  Mótið er árlegt og í því taka þátt öll sterkustu kvennalandslið heims.  Ísland hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt, árin 1996 og 1997.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2007 - 18.8.2005

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2007 á Laugardalsvelli á sunnudag.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk því hvatt til að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, því mikilvægt er að hefja keppnina vel.

Lesa meira
 
Sigurður Óli Þórleifsson

Dómaratríó frá Búlgaríu - 18.8.2005

Dómaratríóið í viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag kemur frá Búlgaríu.  Varadómarinn verður hins vegar íslenskur og eftirlitsmaður UEFA er norskur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Greta Mjöll í stað Katrínar - 18.8.2005

Katrín Jónsdóttir hefur neyðst til að draga sig útúr landsliðshópnum sem mætir Hvítrússum og Svíum vegna meiðsla. Lesa meira
 
Eiður Smári lék vel gegn Suður-Afríku

Suður-Afríkumenn lagðir í Laugardalnum - 17.8.2005

Íslenska landsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Suður-Afríkumönnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli.  Fjögur glæsileg mörk frá íslenska liðinu og frábær frammistaða gegn einni af sterkustu knattspyrnuþjóðum Afríku.

Lesa meira
 
Eiður Smári og Heiðar eru í framlínunni

Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku - 17.8.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku, en liðin mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikkerfið er 4-5-1, sem gæti þó einnig verið túlkað sem 4-4-2. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Boðið á leiki í Landsbankadeildinni - 17.8.2005

Stuðningsmönnum ÍBV verður boðið frítt á næstu tvo heimaleiki liðsins, gegn Grindavík og Þrótti, og viðskiptavinum Landsbankans verður boðið á toppslag FH og Vals næstkomandi sunnudag. Lesa meira
 
Áfram Ísland

Miðasala gengur vel fyrir leikinn gegn Suður-Afríku - 17.8.2005

Sala aðgöngumiða fyrir vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku sem hefst kl. 20:00 í kvöld er nú í fullum gangi við Laugardalsvöll og er fólk hvatt til að kaupa sér miða tímanlega til að örtröð myndist ekki skömmu fyrir leik. Lesa meira
 
David McKeon við störf í írsku deildinni

Dómaratríóið kemur frá Írlandi - 16.8.2005

Dómaratríóið í vináttulandsleik Ísland og Suður-Afríku á Laugardalsvelli á miðvikudag kemur frá Írlandi.  Dómari er David McKeon, aðstoðardómarar þeir David Wogan og Paul Dearing. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í 16-liða úrslitum í Svíþjóð - 16.8.2005

Ákveðið hefur verið að riðill Vals í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna verði leikinn í Svíþjóð. Auk Vals eru í riðlinum í Djurgården/Älvsjö, sem eru mótshaldarar, ZFK Masinac-Classic Nis og Alma KTZH. Lesa meira
 
Úr landsleik með Suður-Afríku

Bafana-Bafana - 15.8.2005

Suður-Afríkumenn eru fótboltaóðir, enda er álíka mikil stemmning á áhorfendapöllunum þar í landi og oft sést í myndum frá leikjum í Suður-Ameríku.  Uppgangur knattspyrnu þar í landi hefur verið mikill undanfarin 15 ár. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur með fullt hús í Finnlandi - 15.8.2005

Íslandsmeistarar Vals unnu á laugardag 8-1 stórsigur á eistnesku meisturunum, Pärnu, í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Sæti Vals í 2. umferð hafði þegar verið tryggt með sigrum gegn Röa og FC United.

Lesa meira
 
FH

Nýtt FH-blað komið út - 15.8.2005

Nýtt FH-blað er komið út og er margt áhugavert þar að finna, m.a. viðtöl við forráðamenn, þjálfara og núverandi jafnt sem fyrrverandi leikmenn, auk þess sem hin svokallaða Mafía er kynnt.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur að kvöldi til

Miðasala á Ísland - Suður Afríka - 15.8.2005

Forsala aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku er hafin.  Smellið hér að neðan eða á valmyndina hér hægra megin til að skoða nánari upplýsingar um forsöluna. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur áfram í Evrópukeppni kvenna - 12.8.2005

Kvennaliðs Vals tekur nú þátt í forkeppni að Evrópukeppni félagsliða kvenna með frábærum árangri... Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 19. - 21. ágúst - 12.8.2005

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 19.-21. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1990, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Howard Wilkinson

Howard Wilkinson búinn að meta UEFA A umsókn KSÍ - 12.8.2005

Howard Wilkinson hinn þekkti enski þjálfari sem m.a. þjálfaði lið Sheffield Wednesday, Leeds og landslið Englands heimsótti KSÍ dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ í þjálfaramenntun. Lesa meira
 
Flodljos2005

Flóðljósin yfirfarin - 12.8.2005

Flóðljós Laugardalsvallar eru yfirfarin á hverju hausti og er það hluti af undirbúningi fyrir leiki haustsins. Lesa meira
 
Álftanes

Álftanes leitar eftir þjálfurum - 11.8.2005

Ungmennafélag Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka í knattspyrnu.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 18. ágúst næstkomandi á tölvupóstfangið knd@umfa.is. Lesa meira
 
Stuart Baxter

Þjálfaði félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan - 11.8.2005

Stuart Baxter, þjálfari Suður-Afríku, hefur komið víða við á ferli sínum.  Hann hefur þjálfað félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan, auk þess að starfa hjá enska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bakpokar KÞÍ tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ - 11.8.2005

Bakpokar sem fylgja félagsgjaldi KÞÍ í ár eru nú tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ í Laugardal.  Félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu þurfa að sækja sinn bakpoka á skrifstofuna.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur mæta finnsku meisturunum í dag - 11.8.2005

Íslandsmeistarar Vals mæta í dag finnsku meisturunum í FC United í Evrópukeppni félagsliða kvenna og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  Riðillinn fer fram í Finnlandi og er FC United því á heimavelli.

Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding sýknuð af kröfum Tindastóls - 11.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Tindastóls gegn Aftureldingu vegna leiks í 2. deild karla.  Tindastóll taldi Aftureldingu hafa notað ólöglegan leikmann, en dómstóllinn var því ekki sammála.

Lesa meira
 
Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadóttir

A landslið kvenna gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð - 11.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli  21. ágúst og Svíþjóð ytra 28. ágúst í undankeppni HM. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar á Suður-Afríku fyrir A-passa - 11.8.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta þriðjudaginn 16. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar.  Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.

Lesa meira
 
Dómari að störfum

Norskur dómari dæmir leik HK og Víkings - 10.8.2005

Á föstudaginn kemur mun Ken Henry Johnsen frá Noregi dæma viðureign HK og Víkings R. í 1. deild karla.  Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylki dæmdur sigur gegn Breiðabliki í 3. flokki kvenna - 10.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Breiðabliki vegna leiks í 3. flokki kvenna þar sem Fylkir taldi Breiðablik hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Suður-Afríku

Landsliðshópur Suður-Afríku tilkynntur - 10.8.2005

Stuart Baxter, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, hefur tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi í næstu viku.  Nokkur vel þekkt nöfn eru í hópnum og ljóst að spennandi viðureign er framundan.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson gefur eiginhandaráritun

Tuttugu manna hópur valinn - 10.8.2005

Þeir Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Suður-Afríku á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag.  Landsliðsþjálfararnir hafa nú valið 20 manna hóp. Lesa meira
 
Fyrirliðar Ghana og Suður-Afríku heilsast fyrir leik

Eitt tap í tíu leikjum á árinu hjá Suður-Afríku - 10.8.2005

Landslið Suður-Afríku hefur leikið 10 landsleiki það sem af er árinu - unnið fimm, gert fjögur jafntefli og tapað einum.  Eina tap þeirra hingað til var gegn Ghana í júní í undankeppni HM 2006. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nokkrum leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 9.8.2005

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikjum í Landsbankadeild karla, annars vegar vegna þátttöku Keflavíkur í UEFA-bikarnum og hins vegar vegna beinna sjónvarpsútsendinga á Sýn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍBV og Keflavíkur frestað - 9.8.2005

Leik ÍBV og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur verið frestað vegna ófærðar.  Leikurinn hefur því verið færður til miðvikudags og fer fram á Hásteinsvelli kl. 19:00. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Frábær sigur Vals á norsku meisturunum - 9.8.2005

Íslandsmeistarar Vals unnu frábæran 4-1 sigur á Noregsmeisturum Roa Idrettslag í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að norsk kvennalið eru talin með þeim bestu í Evrópu. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Wales - 9.8.2005

Jóhannes Valgeirsson verður dómari í viðureign Rhyl og Viking FK í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Aðstoðardómarar í leiknum verða Einar Sigurðsson og Eyjólfur Finnsson, fjórði dómari verður Garðar Örn Hinriksson.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflvíkingar leika gegn Mainz á fimmtudag - 9.8.2005

VISA-bikarmeistarar Keflvíkinga leika fyrri leik sinn gegn þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á fimmtudag.  Leikurinn fer fram á Commerzbank-leikvanginum í Frankfurt og hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Mýrarknattspyrna er drulluskemmtileg

Mýrarknattspyrna á Ísafirði í annað sinn - 9.8.2005

Hið árlega Mýrarboltamót í knattspyrnu verður haldið á Ísafirði helgina 12. - 14. ágúst næstkomandi. Mýrarknattspyrna á rætur sínar að rekja til sumaræfinga finnskra gönguskíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í æfingarnar yfir sumartímann. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2005 - 8.8.2005

Haustmót KRR í yngri flokkum verða haldin í Egilshöll og á gervigrasvöllum í september og október.  Mótin verða með svipuðu sniði og í fyrra og í yngstu aldursflokkum verður leikið í hraðmótsformi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Hollands

U19 karla leikur vináttuleik gegn Hollandi - 8.8.2005

U19 landslið karla mun leika vináttuleik gegn Hollendingum ytra 2. september næstkomandi.  KSÍ þáði boð hollenska knattspyrnusambandsins um leikinn, sem er liður í undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Suður-Afríku

Einu sinni áður mætt Suður-Afríku - 8.8.2005

Ísland hefur einu sinni áður mætt Suður-Afríku, í vináttulandsleik í Þýskalandi í júní 1998.  Leikurinn var lokaundirbúningur Suður-Afríku fyrir HM í Frakklandi það ár.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið - 8.8.2005

Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag og eru Danir Norðurlandameistarar 2005.  Framkvæmd leikja var til mikillar fyrirmyndar og eiga þau félög sem tóku að sér að sjá um leiki hrós skilið.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður í Sevilla - 8.8.2005

Geir Þorsteinsson verður eftirlitsmaður á viðureign Real Betis og Mónakó í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Liðin mætast í Sevilla á þriðjudagskvöld. Lesa meira
 
Úr landsleik með Suður-Afríku

Suður-Afríka í stað Kólumbíu - 7.8.2005

Það varð ljóst um helgina að landslið Kólumbíu kæmi ekki til Íslands til að leika vináttulandsleik 17. ágúst.  KSÍ tókst að semja um að Suður-Afríka kæmi hingað til lands í stað Kólumbíu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍBV og Grindavíkur frestað - 7.8.2005

Leik ÍBV og Grindavíkur í Landsbankadeild karla, sem fara átti fram í dag sunnudag, hefur verið frestað vegna ófærðar í lofti.  Leikurinn hefur verið settur á fimmtudaginn 18. ágúst kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Írlands

Írar sigurvegarar á Opna Norðurlandamótinu - 7.8.2005

Írar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla á Laugardalsvelli í dag.  Fyrra mark þeirra kom á upphafsmínútunum en það síðara undir lok leiksins.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Danir Norðurlandameistarar - 7.8.2005

Danir lögðu Svía í vítaspyrnukeppni á Fjölnisvelli í dag í leik um 3. sætið á Opna NM U17 landsliða karla.  Þeir eru jafnframt Norðurlandameistarar þar sem það verða Írar og Englendingar sem mætast í úrslitaleik mótsins í dag. Lesa meira
 
NM U17 karla

Írland og England leika til úrslita á Opna NM - 5.8.2005

Það verða tvær gestaþjóðir, England og Írland, sem leika til úrslita á Opna NM U17 landsliða karla.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag.  Íslendingar leika um 7. sætið á mótinu gegn Finnum. Lesa meira
 
NM U17 karla

Lokaumferð riðlakeppni NM U17 karla - 5.8.2005

Lokaumferð riðlakeppni Opna NM U17 karla fer fram í dag, föstudag.  Ísland mætir Noregi í Kaplakrika.  Allir leikir dagsins hefjast kl. 14:30.

Lesa meira
 
Norðurlönd

Knattspyrnusambönd á Norðurlöndum funda - 5.8.2005

Árlegur fundur forystumanna knattspyrnusambanda á Norðurlöndum fer fram á Hótel Nordica í dag, föstudag.  Rætt er um ýmis alþjóðleg knattspyrnumál og sameiginleg verkefni Norðurlandanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og Fram mætast í úrslitum VISA-bikars karla - 4.8.2005

Valsmenn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik VISA-bikars karla með því að leggja Fylkismenn með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum.  Mótherjar Valsara verða Framarar, sem lögðu FH-inga á miðvikudagskvöld.

Lesa meira
 
ksi.is

124.000 heimsóknir á ksi.is í júlí - 4.8.2005

Vefur KSÍ hefur verið vel sóttur í sumar og í júlímánuði voru heimsóknir alls 124.000 sem er aukning milli ára, en í sama mánuði 2004 voru heimsóknirnar 119.000.  Til samanburðar má nefna að heimsóknir í júlí 2003 voru 98.000. Lesa meira
 
Þjóðfáni Kólumbíu

Kólumbíumenn áttu að leika gegn Áströlum - 4.8.2005

Ísland og Kólumbía mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 17. ágúst.  KSÍ hafði samið við Venesúela um að leika þann dag og Kólumbíumenn við Ástrali, en í báðum tilfellum hættu andstæðingarnir við.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og Fylkir mætast í undanúrslitum í kvöld - 4.8.2005

Valur og Fylkir mætast í síðari undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:40 og er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.  Valsmenn hafa unnið bikarinn átta sinnum en Fylkismenn tvisvar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Mikil dramatík í Laugardalnum - 3.8.2005

Óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á sannkallaða knattspyrnuveislu í Laugardalnum í kvöld, þegar Fram og FH mættust í undanúrslitum VISA-bikars karla.  Framarar höfðu betur að lokum eftir vítaspyrnukeppni og mikla dramatík.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Stórsigur Englendinga á Færeyingum - 3.8.2005

Englendingar unnu í dag stórsigur á Færeyingum í Fagralundi í Kópavogi, unnu með sjö mörkum gegn engu.  Á sama tíma tapaði Ísland fyrir Írlandi í Keflavík með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 

Gríðarlega hörð keppni í 3. deild karla - 3.8.2005

Úrslitakeppnin nálgast í hinni hörðu keppni í 3. deild karla. Þar er leikið í 4 riðlum og komast 2 lið úr hverjum riðli í úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst í lok ágúst. Í úrslitakeppninni munu 8 lið keppa um tvö sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna nálgast - 3.8.2005

Línur eru nú teknar að skýrast í 1. deild kvenna fyrir úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í lok ágúst. Þar munu 4 lið keppa um eitt sæti í Landsbankadeild kvenna 2006 og liðið í 2. sæti kemst í aukaleik um slíkt. Lesa meira
 
Völsungur

Alla Geira mótið 2005 - 3.8.2005

Alla Geira mótið fer fram á Húsavík í lok mánaðarins.  Um er að ræða tvö dagsmót - fyrir yngri flokka karla laugardaginn 27. ágúst og fyrir yngri flokka kvenna sunnudaginn 28. ágúst.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fram og FH mætast í VISA-bikarnum í kvöld - 3.8.2005

Fram og FH mætast á Laugardalsvelli í kvöld í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla.  Leikurinn hefst kl. 19:40 og er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Breiðabliks og ÍBV breytt - 3.8.2005

Leik Breiðabliks og ÍBV í Landsbankadeild kvenna, sem fram fer á fimmtudag, hefur verið breytt.  Leikurinn hefur verið færður fram um eina klukkustund. Lesa meira
 
NM U17 karla

Fjögurra marka tap í fyrsta leik hjá Íslandi - 2.8.2005

Íslandi tapaði með fjórum mörkum gegn engu í fyrsta leik liðsins á Opna Norðurlandamótinu.  Mótherjarnir í dag þriðjudag, Danir, voru einfaldlega mun sterkari í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Norðurlandamót U17 landsliða karla - 2.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða helstu upplýsingar um Norðurlandamót U17 landsliðs karla, sem nú stendur yfir hér á landi. Leikið er í Reykjavík og nágrenni. Lesa meira
 
asgeir2

Ísland leikur gegn Kólombíu 17. ágúst á Laugardalsvelli - 2.8.2005

Ísland leikur vináttulandsleik gegn landsliði Kólombíu á Laugardalsvelli þann 17. ágúst næstkomandi klukkan 20.00.  Lesa meira
 
NM U17 karla

NM U17 karla hefst í dag - 2.8.2005

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag með fjórum leikjum í Reykjavík sem allir hefjast klukkan 14:30. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög