Fréttir

UEFA-bikarinn

Keflvíkingar mæta Mainz - 29.7.2005

Í dag var dregið í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflvíkingar áfram í 2. umferð - 28.7.2005

Keflvíkingar komust í kvöld í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins með því að leggja Etzella frá Lúxemborg 2-0 á Laugardalsvelli og vinna viðureignina 6-0 samanlagt. Lesa meira
 
NM U17 karla

NM U17 karla í fimmta sinn á Íslandi - 28.7.2005

NM U17 karla hefst með fjórum leikjum í Reykjavík næstkomandi þriðjudag. Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið hér á landi. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn töpuðu í Færeyjum - 28.7.2005

ÍBV tapaði í kvöld 2-1 fyrir B36 í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins en leikið var á Tórsvelli í Þórshöfn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Allan Borgvardt valinn leikmaður umferða 7-12 - 28.7.2005

Tilkynnt var í hádeginu í dag um val á liði umferða 7-12, val á besta leikmanni umferðanna, besta þjálfara og besta dómara. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ekki leikið við Venesúela - 27.7.2005

Ekkert verður af fyrirhuguðum landsleik Íslands og Venesúela á Laugardalsvelli 17. ágúst. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar Ægis Þorlákshöfn í keppni 7 manna liða í 2.flokki kvenna

Ægir Þorlákshöfn eru fyrstu Íslandsmeistarar sumarsins - 27.7.2005

Lið Ægis frá Þorlákshöfn eru fyrstu Íslandsmeistarar sumarsins.  Stúlkurnar í 2. flokki kvenna tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í keppni 7 manna liða.  Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir í Tirana - 27.7.2005

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, dæmir í kvöld leik KF Tirana og CSKA Sofia í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn mættir til Færeyja - 27.7.2005

Eyjamenn eru mættir til Færeyja þar sem þeir munu leika síðari leik sinn í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarins á Tórsvelli í Þórshöfn á fimmtudag. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflavík mætir Etzella á Laugardalsvelli - 27.7.2005

Keflvíkingar mæta Etzella frá Lúxemborg í síðari leik sínum í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins á Laugardalsvelli á morgun fimmtudag kl. 19:15. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna - 6. sætið staðreynd - 26.7.2005

U21 landslið kvenna tapaði í dag fyrir Finnum 1-4 í leik um 5. sætið á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 26.7.2005

Lokadagur félagaskipta er sunnudagurinn 31. júlí og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag. Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

U18 - Bjarni Þór maður mótsins - 26.7.2005

Mótshaldarar alþjóðlega U18 mótsins í Falkenberg í Svíþjóð völdu Bjarna Þór Viðarsson fyrirliða Íslenska liðsins besta leikmann mótsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna - byrjunarliðið gegn Finnum - 26.7.2005

Íslenska liðið leikur í dag um 5. sætið á Opna Norðurlandamótinu við Finna. Lesa meira
 
NM U17 karla

Vika í Norðurlandamót U17 karla - 25.7.2005

Norðurlandamót U17 drengja hefst 2. ágúst með fjórum leikjum og lýkur 7. ágúst með úrsligaleik og leikum um sæti. Lesa meira
 
NM U17 karla

U17 karla - hópurinn fyrir NM - 25.7.2005

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn fyrir Norðurlandamótið í byrjun ágúst. Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Tungubakkamót 2005 - 25.7.2005

Laugardaginn 20.ágúst næstkomandi verður haldin hin árlega hópa og firmakeppni í knattspyrnu á Tungubakkavöllum í Mosfellsbæ. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting á leik í Landsbankadeild karla - 25.7.2005

Leikur Vals og Fylkis hefur verið fluttur til miðvikudagsins 27. júlí kl. 20:00 Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

A kvenna - tap fyrir BNA - 25.7.2005

A landslið kvenna tapaði í gær fyrir Ólympíumeisturum BNA í Carson í Kaliforníu 3-0. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - 2. sæti á móti í Svíþjóð - 25.7.2005

U18 landslið karla tapaði lokaleik sínum á alþjóðlegu móti í Svíþjóð fyrir Norðmönnum 2-1. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leikskrá Fram komin út - 25.7.2005

Hjá félögum víðs vegar um land eru gefnar út veglegar leikskrár til kynningar á leikjum sumarsins, leikmönnum liðanna, þjálfurum og forsvarsmönnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna - óbreytt byrjunarlið - 22.7.2005

U21 landslið kvenna leikur í dag sinn annann leik á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Stórsigur á Svíum - 22.7.2005

U18 landslið karla heldur áfram að gera það gott á móti sem fram fer í Svíþjóð í þessari viku.  Í gær unnu strákarnir Svía með 4 mörkum gegn einu Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit karla og kvenna - 22.7.2005

Dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna fyrir stundu.Lesa meira
 
NM U17 karla

Úrtaksæfingar U17 karla - 21.7.2005

Lúkas Kostic hefur valið æfingahóp á úrtaksæfingu fyrir U17 landslið karla Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

A kvenna - Laufey í stað Katrínar - 21.7.2005

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem heldur til Bandaríkjanna í dag. Lesa meira
 
Guðni Kjartansson - Þjálfari U19 landsliðs karla síðan 1992

U18 karla - byrjunarliðið gegn Svíum - 21.7.2005

Guðni Kjartansson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag.  Jón Davíð Davíðsson kemur í vinstri bakvarðarstöðuna fyri Boga Rafn Einarsson.

Lesa meira

 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna tapaði gegn BNA - 21.7.2005

Landslið U21 kvenna tapaði fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu 0-4 fyrir sterku liði Bandaríkjamanna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið U21 kvenna gegn BNA - 20.7.2005

U21 landslið kvenna leikur gegn Bandaríkjunum í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð. Lesa meira
 
visa_bikarinn_1

Leikið í VISA-bikarnum - 20.7.2005

Átta liða úrslitum VISA bikars karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum.  Á Laugardalsvelli mæta Framarar Eyjamönnum og á KR-velli mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur.  Báðir Leikirnir hefjast kl. 19:15. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tapaði fyrir Neftchi - 19.7.2005

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrir Neftchi frá Aserbaíjan í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kapplakrikavelli 1-2 í gærkvöldi. Lesa meira
 
Alidkv2002-0040

Klara eftirlitsmaður í U19 kvenna - 19.7.2005

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, er eftirlitsmaður UEFA í úrslitakeppni Evrópukeppni kvennalandsliða U19 Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Góður sigur á Tyrkjum - 19.7.2005

Rétt í þessu lauk leik Íslands og Tyrklands í fyrsta leiknum í fjögurra þjóða móti í Svíþjóð með 3-1 sigri Íslands. Lesa meira
 
asgeir2

Leikið við Venesúela 17. ágúst og Pólland 7. október - 19.7.2005

Knattspyrnusambandið hefur samið um vináttulandsleik við landslið Venesúela á Laugardalsvelli 17. ágúst n.k. og við Pólverja í Varsjá 7. október. Lesa meira
 
Derby County og Phil Brown framkvæmdastjóri

ÍA leikur vináttuleik við Derby County - 19.7.2005

ÍA mun leika vináttuleik við enska liðið Derby County í kvöld.  Leikurinn, sem er liður í undirbúningi enska félagsins fyrir keppnistímabilið þar í landi, fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH-ingar komnir í undanúrslit - 17.7.2005

Íslandsmeistarar FH voru fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla, en þeir lögðu ÍA í 8-liða úrslitum í Kaplakrika á laugardag.  Leikurinn var jafn og spennandi, allt þar til komið var í framlengingu.

Lesa meira
 
dombein

Kanntu knattspyrnulögin og mótareglurnar? - 15.7.2005

Dómarar hafa í mörg horn að líta og nauðsynlegt fyrir þá að þekkja bæði knattspyrnulögin og hinar ýmsu mótareglur.  Hefur þú það sem til þarf?

Lesa meira
 
Howard Wilkinson

Howard Wilkinson á leið til Íslands í ágúst - 15.7.2005

Howard Wilkinson mun vera á Íslandi dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ.  Howard kemur til landsins á vegum UEFA m.a. til þess að fylgjast með þjálfaranámskeiði KSÍ.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 15.7.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október. Á því tímabili geta leikmenn sem skráðir eru hjá erlendu knattspyrnusambandi heldur ekki skipt í íslenskt félagslið.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fimm lið hafa ekki tapað leik í deildakeppninni - 15.7.2005

Hvað eiga lið FH, Breiðabliks og Víðis í meistaraflokki karla sameiginlegt með liðum Breiðabliks og Þórs/KA/KS í meistaraflokki kvenna?  Öll þessi lið eru taplaus til þessa í sínum deildum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

8-liða úrslit VISA-bikarsins hefjast á laugardag - 15.7.2005

FH og ÍA mætast í Kaplakrika á laugardag í fyrsta leik 8-liða úrslita VISA-bikars karla.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er von á hörkuleik.  Aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara fram í næstu viku.

Lesa meira
 
ÍBV

Jafntefli hjá ÍBV og B36 í Vestmannaeyjum - 14.7.2005

ÍBV og færeyska liðið B36 gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í UEFA-bikarnum, sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.  Gestirnir náðu forystunni snemma leiks, en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði metin fyrir ÍBV.

Lesa meira
 
Keflavík

Stórsigur Keflvíkinga í Lúxemborg - 14.7.2005

Bikarmeistarar Keflavíkur gerðu góða ferð til Lúxemborgar í UEFA-bikarnum og unnu stórsigur á heimamönnum í Etzella, 4-0.  Framherjinn Hörður Sveinsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk Keflvíkinga í leiknum.

Lesa meira
 
Tindastóll

Króksmót 2005 - 14.7.2005

Tindastóll stendur fyrir hinu árlega Króksmóti dagana 13. og 14. ágúst næstkomandi.  Mótið er fyrir 5. - 7. fl. karla og kvenna, þátttökugjald er kr. 6.000 á hvern keppanda og boðið er upp á gistingu fyrir liðin.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Flautað til leiks með þýskubílnum - 13.7.2005

331 degi áður en Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Þýskalandi var áhugavert verkefni sett af stað - Flautað til leiks með þýskubílnum.  Vigdís Finnbogadóttir setti verkefnið af stað með því að keyra þýskubílinn fyrsta spölinn.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Geir eftirlitsmaður UEFA á Anfield Road - 13.7.2005

Geir Þorsteinsson verður eftirlitsmaður á fyrri viðureign Evrópumeistara Liverpool og TNS  frá Wales í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Liðin mætast á Anfield Road í Liverpool á miðvikudagskvöld. Lesa meira
 
Elísabet Gunnarsdóttir

Elísabet velur landsliðshóp U21 kvenna fyrir NM - 13.7.2005

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari U21 landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp til þátttöku á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð síðar í mánuðinum.  Heimilt er að nota fimm eldri leikmenn í mótinu.

Lesa meira
 
Home Depot Center í Los Angeles

A landslið kvenna gegn Bandaríkjunum - 13.7.2005

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum, en liðin mætast í Los Angeles 24. júlí næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í hópnum, Björk Gunnarsdóttir og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 10. umferð - 13.7.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik, Fjölnir, KR og Valur í undanúrslit - 13.7.2005

8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna lauk á þriðjudagskvöld með þremur leikjum.  Breiðablik, Fjölnir og KR unnu nokkuð örugga sigra á andstæðingum sínum og Valur hafði þegar tryggt sæti sitt í undanúrslitum.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn og Keflvíkingar í eldlínunni á fimmtudag - 12.7.2005

ÍBV og Keflavík leika fyrri leiki sína í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á fimmtudag.  Keflvíkingar leika á útivelli gegn FC Etzella í Lúxemborg, en Eyjamenn taka á móti færeyska liðinu B36.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Tveggja marka tap hjá FH í Baku - 12.7.2005

FH-ingar töpuðu með tveggja marka mun gegn Neftchi í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA, en liðin mættust í Baku í Aserbaidsjan í dag.  Liðin mætast aftur í Kaplakrika miðvikudaginn 20. júlí.

Lesa meira
 
Guðni Kjartansson - Þjálfari U19 landsliðs karla síðan 1992

Guðni velur U18 landslið karla fyrir mót í Svíþjóð - 12.7.2005

Guðni Kjartansson hefur valið U18 landslið karla (leikmenn fæddir 1988), fyrir mót í Falkenberg í Svíþjóð síðar í mánuðinum.  Fimm leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum liðum.

Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Mikilvæg skilaboð vegna leikja í 7 manna bolta - 12.7.2005

Misskilnings hefur gætt varðandi meðferð leikskýrslna í keppni 7 manna liða. Mikilvægt er að þjálfarar og forráðamenn liða kynni sér vel þær reglur sem gilda.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir leik TVMK og MyPa í UEFA-bikarnum - 12.7.2005

Jóhannes Valgeirsson verður dómari í fyrri viðureign TVMK Tallinn og MyPa í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Aðstoðardómarar verða þeir Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinnsson, en varadómari verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarmeistarar ÍBV úr leik - 12.7.2005

8-liða úrslit VISA-bikars kvenna hófust á mánudagskvöld með viðureign VISA-ÍBV og Vals.  Eyjastúlkur munu ekki verja bikarinn að þessu sinni þar sem Valsstúlkur unnu öruggan sigur.  Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram í kvöld, þriðjudagskvöld.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

128.000 heimsóknir á ksi.is í júní - 11.7.2005

Heimsóknir á ksi.is í júní voru alls 128.000.  Til samanburðar má nefna að í júní 2004 voru heimsóknirnar 125.000 og í júní 2003 voru þær 86.000.  Nýr ksi.is var opnaður í maí og hafa viðbrögð verið mjög jákvæð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuskóli Íslands

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 á Sauðárkróki - 11.7.2005

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 verður haldinn á Sauðárkróki 28. júlí - 1. ágúst.  Skólinn er nú haldinn 7. árið í röð og verður að þessu sinni í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Fylkis og Þróttar í Landsbankadeild karla breytt - 11.7.2005

Leikur Fylkis og Þróttar í Landsbankadeild karla verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefur tímasetningu leiksins því verið breytt. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fjórum leikjum breytt vegna VISA-bikars karla - 11.7.2005

Fjórum leikjum, þremur í Landsbankadeild og einum í 1. deild, hefur verið breytt vegna leikja í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar leika gegn Neftchi á þriðjudag - 11.7.2005

Íslandsmeistarar FH leika fyrri leik sinn í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á þriðjudag, gegn Neftchi frá Aserbaidsjan .  Leikurinn fer fram á Bakhramov leikvanginum í Baku og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma (19:00 að staðartíma).

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti leikur 8-liða úrslita kvenna í kvöld - 11.7.2005

Fyrsti leikur 8-liða úrslita VISA-bikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.  Núverandi VISA-bikarmeistarar kvenna taka þar á móti Íslandsmeisturum Vals og er von á hörkuleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ísland hafnaði í 8. sæti á NM U17 kvenna - 9.7.2005

U17 landslið kvenna hafnaði í 8. sæti Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Finnar höfðu betur gegn okkar stúlkum í leik um 7. sætið fyrr í dag, unnu með þremur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Finnum á NM - 9.7.2005

U17 landslið kvenna leikur gegn Finnum á Opna Norðurlandamótinu í dag í viðureign um 7. sætið og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 9. umferð - 8.7.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 kvenna leikur við Finna um 7. sætið á NM - 8.7.2005

U17 landslið kvenna leikur við Finna um 7. sætið á NM, sem fram fer í Noregi.  Noregur og Þýskaland leika til úrslita, en þessar sömu þjóðir mættust einmitt í úrslitaleik EM A-kvennalandsliða fyrr í sumar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leik ÍBV og Vals í VISA-bikar kvenna flýtt - 8.7.2005

Viðureign bikarmeistara ÍBV og Íslandsmeistara Vals í 8-liða úslitum VISA-bikars kvenna hefur verið breytt lítillega.  Leiknum, sem fram fer á mánudag, hefur verið flýtt og fer hann nú fram kl. 19:15.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Frakklands

Naumt tap hjá U17 kvenna gegn Frökkum - 7.7.2005

Ísland tapaði naumlega gegn Frakklandi í lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Lokatölur leiksins voru 4-2, Frökkum í vil og komu tvö síðustu mörk franska liðsins undir lok leiksins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Frakklands

Lokaumferð riðlakeppninnar á NM U17 kvenna - 7.7.2005

Lokaumferð riðlakeppni NM U17 landsliða kvenna fer fram í dag.  Ísland mætir Frakklandi og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Dregið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna - 7.7.2005

Dregið hefur verið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna og leika Íslandsmeistarar Vals í riðli með með liðum frá Noregi, Eistlandi og Finnlandi.  Sigurvegarar riðlanna fara áfram í 2. umferð keppninnar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hörkuleikir framundan í VISA-bikar karla - 6.7.2005

Dregið var í 8-liða úrslit VISA-bikars karla í dag.  KR og Valur mætast í Frostaskjóli, HK leikur á heimavelli gegn Fylki, FH-ingar fá Skagamenn í heimsókn og Eyjamenn sækja Framara heim.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Noregs

Stórt tap gegn Norðmönnum hjá U17 kvenna - 5.7.2005

U17 landslið kvenna tapaði í dag gegn Norðmönnum með sex mörkum gegn engu á Opna Norðurlandamótinu.  Eins og tölurnar gefa til kynna hafði norska liðið mikla yfirburði í leiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 8-liða úrslit VISA-bikars karla á miðvikudag - 5.7.2005

Landsbankadeildarliðin KR, ÍA, Valur, Fylkir, ÍBV, FH og Fram auk 1. deildarliðs HK verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit VISA-bikars karla á Hótel Loftleiðum í hádeginu á miðvikudag.

Lesa meira
 
Erna Þorleifsdóttir

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Noregi - 5.7.2005

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi, en liðin mætast á Opna Norðurlandamótinu í Þrándheimi í dag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR, ÍA og Valur í 8-liða úrslit VISA-bikarsins - 5.7.2005

Þrír leikir fóru fram í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla á mánudagskvöld.  Þrjú lið úr Landsbankadeild,  KR, ÍA og Valur, höfðu betur gegn þremur 1. deildarliðum og eru því komin í 8-liða úrslit.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Danska liðið einfaldlega of sterkt - 4.7.2005

U17 landslið kvenna tapaði gegn Dönum í fyrsta leiknum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi.  Þriggja marka sigur þeirra dönsku þótti nokkuð öruggur.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Toppslagur í Landsbankadeild kvenna á þriðjudag - 4.7.2005

Framundan eru hörkuleikir í Landsbankadeild kvenna.  Áttunda umferðin hefst í kvöld með leik FH og Keflavíkur í Krikanum, en á þriðjudagskvöld fara fram þrír leikir, þar á meðal mætast toppliðin í deildinni, Valur og Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Þrír leikir í VISA-bikarnum í kvöld - 4.7.2005

Þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld, mánudagskvöld.  Víkingar taka á móti KR-ingum í Reykjavíkurslag, Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn og Haukar sækja Valsmenn heim.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Dönum á NM í Þrándheimi - 4.7.2005

U17 landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Mótherjar Íslands í dag eru Danir og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fréttavirkni á ksi.is - 4.7.2005

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá notendum vefs KSÍ að breytingarnar eru nokkrar eftir að nýi vefurinn tók við af þeim gamla.  Einn af þeim þáttum sem hafa tekið stakkaskiptum er virkni frétta sem birtar eru á vefnum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

16-liða úrslit VISA-bikars karla í byrjun næstu viku - 1.7.2005

Sextán liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í byrjun næstu viku.  Þrír leikir fara fram á mánudag en fimm á þriðjudag og fara leikirnir átta fram í sjö bæjarfélögum. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög