Fréttir

Tækjakassi - Skjalasafn - 31.3.2005

samantekt

Lesa meira
 

Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 30.3.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Ítölum í kvöld. Leikaðferðin er sú sama og gegn Króötum, 4-2-3-1. Lesa meira
 

Miðar á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA - 30.3.2005

Frá fimmtudeginum 31. mars til föstudagsins 15. apríl getur knattspyrnuáhugafólk sótt um miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA, sem fram fer á Atatürk leikvanginum í Istanbul í Tyrklandi miðvikudaginn 25. maí næstkomandi. Lesa meira
 

ÍR auglýsir eftir þjálfara - 30.3.2005

Knattspyrnudeild ÍR leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla og 4. flokk kvenna. Félagið rekur metnaðarfullt starf og leitar eftir þjálfurum með metnað til að starfa með öflugu foreldra- og unglingaráði deildarinnar og hressum iðkendum. Lesa meira
 

Markalaust jafntefli í Padova - 30.3.2005

Ítalía og Ísland gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttulandsleik í Padova fyrir framan tæplega 30.000 áhorfendur. Ítalska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og sóttu leikmenn þess án afláts nær allan leikinn, en vörn íslenska liðsins hélt út þrátt fyrir mikla pressu. Lesa meira
 

Leiðrétting - 30.3.2005

Í ljós hefur komið að vegna mistaka á skrifstofu KSÍ var Hafsteinn Hafsteinsson ranglega skráður í Stjörnuna. Hið rétta er að Hafsteinn fékk leikheimild 21. janúar 2005 með Núma. Mistök þessi hafa verið leiðrétt og úrslit leiks Núma gegn Reyni S. í Deildarbikar KSÍ standa óbreytt. Lesa meira
 

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík - 30.3.2005

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík við Vesturgötu í Reykjavík, miðvikudaginn 20. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 

Ítalski hópurinn gegn Íslandi - 29.3.2005

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi á miðvikudag. Lippi mun nota leikinn í Padova til að skoða nokkra leikmenn sem hafa verið nálægt því að komast í lokahópinn og hafa leikið vel í Serie A á þessu keppnistímabili. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum - 29.3.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Hafsteinn Hafsteinsson lék ólöglegur með liði Núma í leik gegn Reyni S. í Deildarbikarnum sunnudaginn 20. mars síðastliðinn. Úrslitum leiksins hefur því verið breytt og þau skráð 3-0, Reyni í vil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 59. ársþings KSÍ - 29.3.2005

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 59. ársþings KSÍ, sem haldið var á Hótel Loftleiðum 12. febrúar síðastliðinn. Aðildarfélögum er bent á að kynna sér vel þinggerðina m.t.t. breytinga á lögum og reglugerðum KSÍ. Lesa meira
 

Fjórir nýliðar í íslenska hópnum gegn Ítalíu - 29.3.2005

Leikmannahópur íslenska landsliðsins er nokkuð breyttur fyrir vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova frá leiknum gegn Króötum síðasta laugardag. Í hópnum nú eru fjórir leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik. Lesa meira
 

Meiðsli í íslenska hópnum - 28.3.2005

Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson og Heiðar Helguson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítölum í Padova næstkomandi miðvikudag. Lesa meira
 

Byrjunarliðiðið gegn Króatíu - 26.3.2005

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A landsliðs karla, hafa valið byrjunarliðið gegn Króatíu í undankeppni HM 2006. Leikið er í Zagreb og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn. Lesa meira
 

KSÍ á afmæli í dag! - 26.3.2005

Knattspyrnusamband Íslands var stofnað þann 26. mars 1947 og heldur því upp á 58 ára afmæli sitt í dag. Lesa meira
 

Króatar einfaldlega of sterkir - 26.3.2005

Króatíska landsliðið lagði það íslenska í undankeppni HM 2006 í dag með fjórum mörkum gegn engu. Leikið var á þjóðarleikvanginum í Zagreb að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum og var gríðarleg stemmning á vellinum. Lesa meira
 

U21 karla tapaði naumlega gegn Króatíu - 25.3.2005

U21 landslið karla tapaði í dag naumlega gegn Króatíu í undankeppni EM. Keflvíkingurinn Ingvi Rafn Guðmundsson kom íslenska liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks, en Króatar jöfnuðu í uppbótartíma í fyrri hálfleik og skoruðu sigurmarkið þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Lesa meira
 

Byrjunarliðið tilkynnt á föstudag - 24.3.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson munu væntanlega tilkynna byrjunarlið Íslands gegn Króatíu á föstudag. Athyglisvert verður að sjá uppstillinguna án Eiðs Smára, en reikna má með að áhersla verði lögð á varnarleikinn. Lesa meira
 

Byrjunarliðið U21 karla gegn Króatíu - 24.3.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í undankeppni EM. Liðin mætast í Velika Gorica á föstudag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - 23.3.2005

FIFA hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir síðasta mánuð og er Ísland í 95. sæti, en mótherjarnir í undankeppni HM 2006 á laugardag, Króatía, eru í 24. sæti. Lesa meira
 

Ýmir í stað Drangs - 23.3.2005

Drangur hefur ákveðið að hætta þátttöku í Deildarbikarkeppni KSÍ og hefur Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi tekið sæti þeirra. Leikir félagsins breytast ekki að öðru leyti. Ýmir mun einnig taka yfir skráningar Drangs í meistaraflokki karla næsta sumar. Lesa meira
 

Eiður Smári ekki með gegn Króötum og Ítölum - 23.3.2005

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, er meiddur og verður ekki með í leiknum gegn Króatíu í undankeppni HM 2006 og vináttuleiknum gegn Ítalíu fjórum dögum síðar. Lesa meira
 

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 1. flokki karla - 22.3.2005

Reykjavíkurmóti 1. flokks karla lauk á sunnudag með úrslitaleik í Egilshöll milli Víkings og Vals. Víkingar höfðu lagt Þrótt í undanúrslitum en Valsmenn Leikni. Hlíðarendaliðið var sterkara í úrslitaleiknum, vann með fjórum mörkum gegn einu og hampaði þar með Reykjavíkurmeistaratitlinum í 1. flokki karla. Lesa meira
 

Gunnar Heiðar í stað Hjálmars - 22.3.2005

Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Ítalíu. Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð, er meiddur og í hans stað hafa þeir Ásgeir og Logi valið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem leikur með sænska liðinu Halmstad. Lesa meira
 

Leyfiskerfi KSÍ - Umsóknir allra 10 félaga samþykktar - 22.3.2005

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2005 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Skotum í maí - 22.3.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttuleik gegn Skotlandi ytra 25. maí næstkomandi, en þessi sömu lið mættust einmitt í Egilshöll í mars á síðasta ári og vann þá íslenska liðið 5-1 sigur. Lesa meira
 

Meiri reynsla í íslenska liðinu? - 21.3.2005

Ef borinn er saman heildarfjöldi landsleikja þeirra leikmanna sem eru í landsliðshópum Króatíu og Íslands má sjá að heildarleikjafjöldi 18 manna hóps Íslands er 421 leikur (14,5 leikir að meðaltali á leikmann), en 412 leikir hjá 21 manns hópi Króata (12,5 leikir að meðaltali á leikmann). Lesa meira
 

Lykilmenn Króata - 21.3.2005

Króatar eiga öfluga leikmenn í flestar stöður og margir í hópnum leika með sterkum félagsliðum. Varnarmaðurinn Igor Tudor þótti á sínum tíma eitt mesta efni Króata, en hann leikur nú með Siena á Ítalíu sem lánsmaður frá Juventus. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Drög að niðurröðun - 21.3.2005

Drög að mótum sumarsins voru birt hér á vefnum fyrr í mánuðinum. Athugasemdir félaga þurfa að berast í síðasta lagi á morgun, þriðjudaginn 22. mars. Félög sem hyggjast ekki gera athugasemdir eru beðin um að senda tölvupóst því til staðfestingar. Lesa meira
 

KSÍ-V þjálfaranámskeið - 21.3.2005

KSÍ-V þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 15. - 17. apríl næstkomandi. Fjöldi þátttakenda á KSÍ-V er takmarkaður, þannig að áhugasamir aðilar þurfa að sækja um þátttöku og mun fræðslunefnd KSÍ velja úr umsækjendum. Lesa meira
 

Fjölmargir leikir um helgina - 18.3.2005

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Deildarbikarnum, í A- og B-deild karla og A-deild kvenna. Leikið verður í Boganum á Akureyri, Egilshöll í Reykjavík, Fífunni í Kópavogi og Reykjaneshöll. Að auki fer fram einn leikur í Faxaflóamóti kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla í dag - 18.3.2005

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða í dag, föstudaginn 18. mars, kl. 12:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla - 18.3.2005

Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2007. Ísland lenti í riðli með Svíum, Tékkum, Portúgölum og Hvít-Rússum. Dráttinn í heild sinni má sjá á uefa.com. Lesa meira
 

U19 kvenna - Dregið í riðla - 18.3.2005

Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM U19 landsliða kvenna í dag, föstudag. Ísland hafnaði í riðli með Rússlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Georgíu. Leikið verður um mánaðamótin september/október næstkomandi. Lesa meira
 

U21 karla - Leikmannahópur Króata - 17.3.2005

Slaven Bilic, þjálfari U21 landsliðs Króatíu, valdi á mánudag 23 manna hóp fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Möltu í undankeppni EM. Aðeins einn leikmaður í hópnum er á mála hjá félagi utan Króatíu. Lesa meira
 

Málstofa: Afreksstefna - þátttökustefna í íþróttum - 17.3.2005

Knattspyrnufélagið Þróttur stendur fyrir málstofu undir yfirskriftinni Afreksstefna - þátttökustefna í íþróttum. Lesa meira
 

Dómarar frá Afríku - 17.3.2005

Dómarinn í viðureign Króatíu og Íslands þann 26. mars næstkomandi heitir Jerome Damon og kemur frá Suður-Afríku. Lesa meira
 

Króati af brasilísku bergi brotinn - 16.3.2005

Króatar hafa löngum verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að nánast framleiða sterka knattspyrnumenn á færiböndum. Athygli vekur að sá leikmaður sem hvað mest er talað um í U21 landsliði þeirra nú er Eduardo Da Silva, leikmaður sem er með bæði brasilískt og króatískt ríkisfang, sem reyndar er einnig í A-landsliðshópnum. Lesa meira
 

Sigursæll sem leikmaður og þjálfari - 16.3.2005

Landsliðsþjálfari Króatíu, Zlatko Kranjcar, á að baki farsælan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Kranjcar lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu áður en hann hélt til Austurríkis, þar sem hann lék með SK Rapid í Vínarborg, vann austurrísku deildina tvisvar sinnum og bikarkeppnina þrisvar, og skoraði alls 130 mörk í 266 leikjum með félaginu. Lesa meira
 

Mikill meirihluti leikur utan heimalandsins - 16.3.2005

Mikill meirihluti leikmanna bæði Króatíu og Íslands eru á mála hjá félögum utan heimalandsins. Af 21 leikmanni í króatíska hópnum leika fjórir með liðum í Króatíu, þar af þrír með Dinamo Zagreb. Lesa meira
 

Landsliðshópur Króata - 15.3.2005

Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur úr stórum leikmannahópi að velja og er ljóst að þeir leikmenn sem valdir voru í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi 26. mars og Möltu fjórum dögum síðar eru margir hverjir í hæsta gæðaflokki. Lesa meira
 

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir þjálfara - 15.3.2005

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir aðalþjálfara fyrir 7. flokk karla. Hjá félaginu er unnið metnaðarfullt starf við þjálfun yngri flokka í samræmi við knattspyrnu- og uppeldisstefnu Vals. Lesa meira
 

Þjálfarar U21 liðanna hafa mæst áður - 15.3.2005

U21 landslið Króatíu og Íslands leika í undankeppni EM föstudaginn 25. mars næstkomandi. Þjálfarar liðanna eru ekki að mætast í fyrsta sinn, því þeir hafa nokkrum sinnum mæst sem leikmenn í þýsku Bundesligunni. Lesa meira
 

Garðar Örn dæmir í Króatíu - 14.3.2005

Garðar Örn Hinriksson verður dómari í 3. riðli EM U17 landsliða karla í Króatíu dagana 15. til 19. mars næstkomandi. Gunnar Sverrir Gunnarsson verður aðstoðardómari í leikjum Garðars, en þeir Garðar og Gunnar eru báðir nýir á milliríkjalista FIFA. Lesa meira
 

A landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu og Ítalíu - 14.3.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 26. mars í undankeppni HM 2006 og vináttuleikinn gegn Ítölum fjórum dögum síðar. Lesa meira
 

U21 landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu - 14.3.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 25. mars í undankeppni EM. Króatar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Íslendingar eru í öðru sæti riðilsins með 6 stig eftir fjóra leiki. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Drög að niðurröðun - 11.3.2005

Drög að mótum sumarsins má nú skoða hér á vefnum. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða leiki sína og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 22. mars. Lesa meira
 

Deildarbikar kvenna hefst um helgina - 10.3.2005

Deildarbikarkeppni kvenna hefst á föstudag með viðureign Breiðabliks og KR í Fífunni. Á laugardag mætast svo FH og Stjarnan í Reykjaneshöll. Deildarbikarkeppni kvenna er skipt í þrjár deildir, A, B og C. Niðurröðun leikja má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla 18. mars - 10.3.2005

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 18. mars næstkomandi. Í undankeppninni verður leikið í fimm riðlum og verður hver riðill skipaður fimm liðum, einu úr hverjum potti innan efsta styrkleikaflokks. Lesa meira
 

80 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ-B gráðu - 10.3.2005

Á miðvikudag fór fram útskrift fyrir 80 þjálfara sem luku nýlega KSÍ-B þjálfaragráðunni. KSÍ-B þjálfaragráðan gefur réttindi til að þjálfa alla yngri flokka á Íslandi. Alls hafa nú 202 knattspyrnuþjálfarar þessi réttindi hér á landi. Lesa meira
 

Miklir yfirburðir Vals í RM mfl. kvenna - 9.3.2005

Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna lauk á mánudag með viðureign Fjölnis og HK/Víkings í Egilshöll. Valur vann alla sína leiki í mótinu og hafði mikla yfirburði í þeim öllum. Lesa meira
 

Bolungarvík í stað Skallagríms - 9.3.2005

Skallagrímur frá Borgarnesi hefur hætt við þátttöku í Deildarbikarkeppni KSÍ og mun Bolungarvík taka sæti Borgnesinga í mótinu. Bolungarvík leikur því í 3. riðli B-deildar, ásamt BÍ, Gróttu, Haukum, ÍR og Selfossi. Keppni í riðlinum hefst næsta sunnudag með tveimur leikjum. Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar - 8.3.2005

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en um er að ræða leikmenn fædda 1990. Lesa meira
 

Leyfiskerfi KSÍ - Gæðavottun staðfest - 8.3.2005

Búist er við að vinnu við gæðavottun á leyfiskerfum knattspyrnusambanda Þýskalands og Frakklands ljúki í apríl. Með gæðavottun SGS er tryggt að leyfiskerfin uppfylli gæðastaðla UEFA og að skipulag og uppbygging sé eins á milli landa.

Lesa meira
 

Útskrift UEFA-B þjálfara - 8.3.2005

KSÍ stendur fyrir útskrift fyrir þá þjálfara sem hafa lokið UEFA-B þjálfaragráðunni miðvikudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal (þar sem kaffitería ÍSÍ var áður). Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari mfl. kvenna - 7.3.2005

Valur tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna á laugardag með stórsigri á KR. Lesa meira
 

Skipað í nefndir KSÍ - 4.3.2005

Á fundi stjórnar KSÍ 3. mars voru embættismenn stjórnar skipaðir til eins árs og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári. Lesa meira
 

Faxaflóamót yngri flokka - Niðurröðun - 2.3.2005

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka hefur nú verið staðfest og má sjá hér á vefnum, undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Lesa meira
 

Tæplega 94.000 heimsóknir í febrúar - 2.3.2005

Heimsóknir á vef KSÍ í febrúar voru alls tæplega 94.000, eða rúmlega 3.300 á dag. Til samanburðar má nefna að í febrúar 2004 voru heimsóknirnar alls um 54.000 og í febrúar 2003 voru þær 41.000. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 1.3.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Lesa meira
 

Vináttulandsleikur gegn Ítalíu - 1.3.2005

Knattspyrnusambönd Íslands og Ítalíu hafa gert samkomulag um að A landslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Ítalíu 30. mars næstkomandi. Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið - 1.3.2005

KSÍ heldur 3. stigs þjálfaranámskeið dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Góð þátttaka er á námskeiðinu og hafa 36 þjálfarar skráð sig til leiks. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög