Fréttir

Résistance - 28.2.2005

Auglýsingin Résistance sem auglýsingastofan Gott fólk McCann gerði fyrir Knattspyrnusamband Íslands vann Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í tveimur flokkum. Lesa meira
 

Deildarbikarinn um helgina - 25.2.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ heldur áfram um helgina með leikjum í Fífunni, Reykjaneshöll og Egilshöll. Um er að ræða hörkuleiki í báðum riðlum A-deildar. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 25.2.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 25. febrúar, var leikmaður ÍBV, Einar Hlöðver Sigurðsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign ÍBV og Fylkis í R1-riðli A-deildar Deildarbikars karla 20. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

Reykjavíkurmót 2. flokks karla hefst um helgina - 25.2.2005

Keppni í Reykjavíkurmóti 2. flokks karla hefst um helgina með viðureign Fylkis og Víkings í kvöld, föstudagskvöld, og leik KR og Leiknis á sunnudag. Báðir þessir leikir fara fram á gervigrasvellinum í Laugardal. Lesa meira
 

Skallagrímur auglýsir eftir þjálfara - 24.2.2005

Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Lesa meira
 

Þórsarar Norðurlandsmeistarar - 24.2.2005

Þórsarar tryggðu sér í gær sigur í Norðurlandsmóti Powerade með því að leggja KA-menn með einu marki gegn engu í Boganum. KA-menn eiga reyndar einn leik eftir í mótinu, en geta þó ekki náð Þór að stigum. Þórsarar unnu mótið einnig árið 2003. Lesa meira
 

Ráðast úrslit Powerade-mótsins í kvöld? - 23.2.2005

Þór og KA mætast í Boganum á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld, í leik sem mun að öllum líkindum ráða úrslitum í Norðurlandsmóti Powerade. Lesa meira
 

Sjálfkrafa leikbönn í Deildarbikar - 23.2.2005

Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst, líkt og gert er á hverju ári. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum um gul og rauð spjöld og því að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega.

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið 4. - 6. mars - 22.2.2005

KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ. Lesa meira
 

Nýjar reglur varðandi lyfjamál - 22.2.2005

Kynntar hafa verið nýjar reglur um lyfjamál hjá ÍSÍ og hjá UEFA. Helstu breytingar eru þær að nú þurfa allir leikmenn innan knattspyrnuhreyfingarinnar að sækja um undanþágu fyrir efni sem þeir nota af læknisfræðilegum ástæðum og eru á bannlista WADA. Lesa meira
 

Íslenskir eftirlitsmenn á Evrópuleikjum - 22.2.2005

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður á síðari viðureign hollenska liðsins Feyenoord og Sporting frá Lissabon í UEFA-bikarnum, sem fram fer á De Kuip leikvanginum í Rotterdam á fimmtudag. Lesa meira
 

Upplýsingar um utanferðir yngri flokka - 22.2.2005

Vinna við niðurröðun Íslandsmóta yngri flokka karla og kvenna stendur nú yfir. Mótadeild KSÍ óskar hér með eftir upplýsingum um allar utanferðir félaga í sumar sem geta haft áhrif á niðurröðun móta. Vinsamlegast sendið upplýsingar um utanferðir yngri flokka í ykkar félagi á tölvupósti til Mótadeildar KSÍ eins fljótt og mögulegt er. Lesa meira
 

Reglur um skráningu á úrslitum og leikskýrslum - 21.2.2005

Reglum um skráningu á úrslitum leikja og leikskýrslum í gagnagrunn KSÍ hefur verið breytt til að auðvelda áhugafólki um knattspyrnu og fjölmiðlum aðgengi að upplýsingum um knattspyrnumót á Íslandi. Lesa meira
 

Breytt aldursskipting kvennaflokka - 21.2.2005

Vegna breyttrar aldursflokkaskiptingar kvenna reyndist nauðsynlegt að gera breytingar á viðeigandi ákvæðum reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót á nýliðnu ársþingi KSÍ. Lesa meira
 

Innimót yngri flokka - 21.2.2005

Um helgina fór fram úrslitakeppni í innimótum yngri flokka karla og kvenna. Leikið var í Laugardalshöll, Austurbergi, Fylkishöll, Víkinni og íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 21.2.2005

Sameiginlegar úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Lesa meira
 

Ráðstefna um Futsal-innanhússknattspyrnu - 18.2.2005

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sækir UEFA-ráðstefnu um Futsal í Ostrava í Tékklandi 18. - 20. febrúar, í tengslum við úrslitakeppni EM í íþróttinni, sem fram fer á sama stað. Lesa meira
 

Innimót - Úrslitakeppni yngri flokka - 18.2.2005

Um helgina fer fram úrslitakeppni yngri flokka innanhúss. Leikjaniðurröðun má skoða í valmyndinni hér til vinstri undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Athugið að afmarka má leitina með ýmsum hætti. Lesa meira
 

FH lagði Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins - 18.2.2005

Íslandsmeistarar FH lögðu Valsmenn í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í Egilshöll á fimmtudagskvöld með tveimur mörkum gegn einu í hörkuleik. Lesa meira
 

Melavöllurinn fyrr og nú - 18.2.2005

Melavöllurinn var þjóðarleikvangur Íslendinga um árabil og verðskuldar að hans verði minnst á þann hátt að hann falli ekki í gleymsku. Settur hefur verið upp sérstakur vefur, melavollur.is, og er tilgangurinn með honum að safna saman og varðveita minningar sem tengjast Melavellinum. Lesa meira
 

FH í hópi þeirra bestu í heimi? - 18.2.2005

Alls staðar í heiminum er að finna áhugafólk um sagnfræði og tölfræði í knattspyrnu og eru jafnvel til hin ýmsu samtök knattspyrnusagnfræðinga og knattspyrnutölfræðinga. Lesa meira
 

Deildarbikarinn hefst um helgina - 18.2.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um helgina með þremur leikjum á laugardag og fimm á sunnudag, en allt eru þetta leikir í A-deild karla. Leikirnir um helgina fara fram í Boganum, Fífunni, Egilshöll og Reykjaneshöll. Mótið fer nú fram í 10. skipti, en fyrst var leikið í Deildarbikarkeppni KSÍ árið 1996. Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - 17.2.2005

Ísland er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út. Lesa meira
 

Auglýsing kvennalandsliðsins tilnefnd til verðlauna - 17.2.2005

ÍMARK, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, heldur nú í 19. sinn samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins. Keppt er í 12 flokkum og verða verðlaunin, Lúðurinn, afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói 25. febrúar næstkomandi. Lesa meira
 

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins - 17.2.2005

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla fer fram í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:00. Liðin sem keppa um sigur í mótinu eru Valur og Íslandsmeistalið FH, sem taka þátt í Reykjavíkurmótinu sem gestalið. Lesa meira
 

Riðlaskipting 1. deildar kvenna 2005 - 17.2.2005

Riðlaskipting 1. deildar kvenna 2005 hefur verið ákveðin. Í deildinni, sem er svæðaskipt, leika alls 13 lið í tveimur riðlum. Tvöföld umferð verður leikin í A-riðli, en þreföld umferð í B-riðli. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum KSÍ - 17.2.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 24. janúar breytingar á reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og miniknattspyrnu. 59. ársþing KSÍ staðfesti fyrrgreindar breytingar og taka þær þegar gildi. Lesa meira
 

10. deildarbikarinn frá upphafi - 17.2.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um næstu helgi með leikjum í A-deild deildarbikars karla. Mótið fer nú fram í 10. skipti, en fyrst var leikið í Deildarbikarkeppni KSÍ árið 1996. Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið í byrjun mars - 16.2.2005

KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ. Lesa meira
 

Þór og KA berjast um efsta sætið - 15.2.2005

Akureyrarliðin KA og Þór hafa mikla forystu á önnur lið í Norðurlandsmóti Powerade og munu þau berjast um efsta sætið og þar með sigur í mótinu. Þessi tvö lið mætast í Boganum á miðvikudaginn í næstu viku. Lesa meira
 

UEFA stuðlar - 15.2.2005

Í tilefni af frétt á íþróttasíðu Morgunblaðsins í morgun vill KSÍ skýra reglur um þátttökurétt í Evrópukeppnum og styrkleikaröðun liða þar þegar dregið er. Röð íslenskra félagsliða byggist á árangri allra liða í Meistaradeildinni og Evrópukeppni félagsliða. Lesa meira
 

Valur og FH í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins - 14.2.2005

Það verða Valsmenn og FH-ingar sem leika til úrslita í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í gær. Valur hafði betur gegn KR eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en FH lagði Fylki með tveimur mörkum gegn einu. Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll næstkomandi fimmtudag kl. 20:00. Lesa meira
 

Riðlaskipting 3. deildar karla 2005 - 14.2.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 11. febrúar fyrirkomulag 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2005. Fyrst fer fram svæðisbundin riðlakeppni og hefur afmörkun svæða verið breytt að nokkru leyti frá síðustu árum. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ - 12.2.2005

Nú stendur yfir 59. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Að venju verða ýmis mál tekin fyrir og verða upplýsingar birtar hér á vef KSÍ eftir því sem líður á þingið. Lesa meira
 

Fjölmiðlapenninn afhentur - 12.2.2005

Að lokinni setningu ársþingsins og ávörpum Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, Geoffreys Thompson, formanns enska knattspyrnusambandsins og fulltrúa UEFA, afhenti formaður KSÍ Samúel Erni Erlingssyni, yfirmanni íþróttadeildar RÚV, fjölmiðlapenna KSÍ fyrir viðamikla umfjöllun um knattspyrnu og þá sérstaklega kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 

Ársreikningur og fjárhagsáætlun samþykkt - 12.2.2005

Umræðu um skýrslu stjórnar og ársreikning KSÍ fyrir 2004 er lokið og samþykkti þingið ársreikninginn. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var einnig samþykkt. Næst verða teknar fyrir þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Niðurstöður verða birtar þegar afgreiðslu hverrar tillögu er lokið. Lesa meira
 

Tillögur og niðurstöður - 12.2.2005

Nú stendur yfir umfjöllun um þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Smellið hér að neðan til að skoða tillögurnar og afgreiðslu þeirra (hægrismellið og veljið refresh til að sjá nýjustu uppfærslur). Niðurstöður eru færðar inn um leið og afgreiðslu hverrar tillögu er lokið. Lesa meira
 

Drago styttur afhentar - 12.2.2005

Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, afhenti fulltrúum Keflavíkur og Hauka Drago stytturnar svokölluðu á ársþingi KSÍ, en þær eru veittar eru fyrir prúðmannlegan leik í Landsbankadeild karla og 1. deild karla. Lesa meira
 

Kvennabikar KSÍ afhentur - 12.2.2005

Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, afhenti fulltrúum Grindavíkur kvennabikar KSÍ á ársþingi sambandsins. Kvennabikar KSÍ er veittur fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 

59. ársþingi KSÍ lokið - 12.2.2005

Ársþing KSÍ fór fram á Hótel Loftleiðum í dag, laugardag. Helstu niðurstöður þingsins, afgreiðslu tillagna og annarra mála má sjá í fréttunum hér fyrir neðan.Lesa meira

 

Faxaflóamót yngri flokka - drög að niðurröðun - 11.2.2005

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka eru nú komin á vef KSÍ. Niðurröðun leikja má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót, eða með því að velja Mótamál / Leikir félaga. Lesa meira
 

Undanúrslit á sunnudag - 11.2.2005

Riðlakeppni Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla lauk á fimmtudag með tveimur leikjum í B-riðli. Fylkir og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitum, sem fram fara á sunnudag í Egilshöll. Í undanúrslitum mæta Valsmenn KR-ingum kl. 18:30 og Fylkismenn mæta FH-ingum kl. 21:00. Lesa meira
 

Riðlakeppnin klárast í kvöld - 10.2.2005

Riðlakeppni Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla lýkur í kvöld, fimmtudagskvöld, með síðustu tveimur leikjunum í B-riðli, Fjölnir mætir Fylki og Valur mætir Fram. Keppni í A-riðli er þegar lokið og tryggðu KR og FH sér sæti í undanúrslitum, sem fara fram á sunnudag. Lesa meira
 

Nýr vefur væntanlegur - 10.2.2005

Nýr og glæsilegur vefur KSÍ mun verða opnaður fyrir næsta keppnistímabil. Frá því vefurinn var opnaður í maí 2000 hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki sem þjónustutæki og upplýsingamiðill fyrir aðildarfélög, fjölmiðla og annað áhugafólk um íslenska knattspyrnu. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ á laugardag - 9.2.2005

Næstkomandi laugardag fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hefst á föstudag - 9.2.2005

Fyrsta unglingadómaranámskeiðið ársins hefst næstkomandi föstudag. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð) og námskeiðinu lýkur síðan með skriflegu prófi. Lesa meira
 

Sérstakur gestur á ársþingi KSÍ - 9.2.2005

Geoffrey Thompson, formaður enska knattspyrnusambandsins og einn af varaformönnum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag. Lesa meira
 

Línur að skýrast í Powerade-mótinu - 8.2.2005

Línur eru teknar að skýrast í Norðurlandsmóti Powerade og ljóst þykir að það verða Þór og KA sem munu berjast um sigur í mótinu. Allir leikir í Powerade-mótinu eru leiknir í Boganum á Akureyri. Lesa meira
 

Innimót - Úrslitakeppni yngri flokka - 8.2.2005

Dagana 19. og 20. febrúar næstkomandi fer fram úrslitakeppni yngri flokka innanhúss. Leikstaðir og leikdagar hafa verið ákveðnir og má skoða leikjaniðurröðun í valmyndinni hér til vinstri undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Athugið að afmarka má leitina með ýmsum hætti. Lesa meira
 

Þingfulltrúar á ársþingi KSÍ - 8.2.2005

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 87 fulltrúa, en 119 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 8.2.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 54 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

KR og FH í undanúrslit - 7.2.2005

KR og FH, tryggðu sér um helgina sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla. FH-ingar gerðu jafntefli við Þróttara í hörkuleik, en með sigri hefði Þróttur komist í undanúrslit. Lesa meira
 

Fylkir auglýsir eftir þjálfara - 4.2.2005

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Allir áhugasamir sendi póst á Hörð íþróttafulltrúa á netfangið hordur@fylkir.com eða hafi samband í síma 587-3377. Lesa meira
 

Nýr formaður samtaka félaga í Landsbankadeild karla - 4.2.2005

Samtök félaga í efstu deild karla, Landsbankadeild, héldu í dag fyrsta fund samtakanna á árinu. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna. Lesa meira
 

RM yngri flokka - drög að niðurröðun - 4.2.2005

Drög að niðurröðun í Reykjavíkurmótum yngri flokka eru nú komin á vef KSÍ. Niðurröðun leikja má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót, eða með því að velja Mótamál / Leikir félaga. Lesa meira
 

Ársreikningur KSÍ 2004 - 4.2.2005

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning sinn fyrir 2004. Hagnaður varð af heildarrekstri KSÍ á árinu, alls 45,9 milljónir króna, en þá hefur verið tekið tillit til 21,6 milljóna króna framlags til aðildarfélaga. Lesa meira
 

Úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi 2007 - 4.2.2005

Ákveðið hefur verið að úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna verði haldin á Íslandi árið 2007, dagana 15. - 30 júlí. Ákveðið var að sækja um keppnina í tilefni þess að árið 2007 verður Knattspyrnusambandið 60 ára. Lesa meira
 

Reykjavíkurmótið í fullum gangi - 4.2.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla er nú í fullum gangi. Í A-riðli er ein umferð eftir og eiga fjögur af liðunum fimm enn möguleika á að komast í undanúrslit. Í B-riðli hafa Valur og Fylkir forystuna, en þessi lið mætast einmitt í kvöld. Allir leikir í mótinu fara fram í Egilshöll, sem býður upp á frábæra aðstöðu fyrir áhorfendur. Lesa meira
 

Áhugaverðar tillögur fyrir þinginu - 4.2.2005

Ársþing KSÍ fer fram 12. febrúar næstkomandi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ. Aðildarfélög eiga að skila kjörbréfum sínum í síðasta lagi í dag, 4. febrúar. Lesa meira
 

Höttur auglýsir eftir þjálfara - 3.2.2005

Höttur - rekstrarfélag ehf., sem hefur tekið að sér rekstur mfl. karla og kvenna og 2. fl. karla á Egilsstöðum, leitar að þjálfurum allra þessara flokka. Frekari upplýsingar veitir Hilmar Gunnlaugsson - Netfang hilmar@regula.is. Lesa meira
 

Þjálfari óskast til starfa hjá Leiftri / Dalvík - 2.2.2005

Leiftur / Dalvík auglýsir eftir þjálfara. Um heilsársstarf er að ræða, þjálfun á einum flokki og yfirumsjón allra yngri flokka. Þjálfara- og/eða íþróttakennaramenntun er skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Áskelsson - Heimasími: 466-1191, GSM: 699-2099, Tölvupóstur: thorirsjukdal@est.is. Lesa meira
 

Skráningar í mótin 2005 - 2.2.2005

Skráningum í mót sumarsins er nú lokið og er þátttaka góð að venju. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir að fara yfir skráningu hjá sínu félagi. Smellið hér að neðan til að skoða nánar (mælt er með að listinn sé prentaður út). Lesa meira
 

Auglýsingar aðildarfélaga á vef KSÍ - 2.2.2005

KSÍ hefur ákveðið að bjóða aðildarfélögum sínum upp á að birta auglýsingar á ksi.is um mót sem félögin halda og einnig þegar þau vilja auglýsa eftir þjálfurum. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 1.2.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 31. janúar, var leikmaðurinn Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, 2. fl. karla Fjölni, úrskurðaður í tímabundið keppnisbann í öllum leikjum á vegum KSÍ til þriggja mánaða vegna brottvísunar 23. janúar.

Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 1.2.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. U17 landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamóti í Noregi í júlí og liggur niðurröðun nú þegar fyrir. Lesa meira
 

Tæplega 80.000 heimsóknir í janúar - 1.2.2005

Heimsóknir á vef KSÍ í janúar voru alls tæplega 80.000, ríflega 2.500 á dag. Til samanburðar má nefna að í janúar 2004 voru heimsóknirnar alls um 55.000 og í janúar 2003 voru þær 36.000. Lesa meira
 

Miðasala á úrslitakeppni HM 2006 er hafin - 1.2.2005

Um 812.000 miðar á leiki í úrslitakeppni HM 2006 fóru í almenna sölu í dag, 1. febrúar. Um er að ræða fyrsta lotu af fimm í sölu aðgöngumiða á keppnina og lýkur henni 1. apríl næstkomandi. Alls munu tæplega 3 milljónir miða fara í almenna sölu í þessum fimm lotum. Lesa meira

 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög