Fréttir

59. ársþing KSÍ - 12. febrúar - 28.1.2005

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Minnt er á að tilkynning um framboð í aðalstjórn skal berast skrifstofu KSÍ skriflega eigi síðar en 29. janúar. Lesa meira
 

Innimót - Úrslitakeppni yngri flokka - 28.1.2005

Dagana 19. og 20. febrúar næstkomandi fer fram úrslitakeppni yngri flokka innanhúss. Leikstaðir og leikdagar hafa verið ákveðnir og leikjaniðurröðun verður birt fljótlega. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 27.1.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Víkings R. og Leiknis R. vegna kröfu Víkings um að Leiknir verði beittur refsingum þar sem Leiknir hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið 2005 - 27.1.2005

Þrjú unglingadómaranámskeið verða haldin á árinu, líkt og undanfarin ár. Fyrsta námskeiðið verður haldið í febrúar, annað í vor og það þriðja í haust. Öll verða námskeiðin með sama fyrirkomulagi. Lesa meira
 

KSÍ greiðir 10 milljónir til aðildarfélaga - 26.1.2005

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi 24. janúar sl. að greiða rúmar 10 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2004. Þetta er fjórða árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags. Lesa meira
 

UEFA-B próf á laugardaginn - 26.1.2005

Alls hafa 56 þjálfarar skráð sig í UEFA-B prófið sem fram fer laugardaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 11:00, í annað skipti á Íslandi. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 25.1.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls eru 57 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

Grunnskólamóti KRR aflýst - 24.1.2005

Grunnskólamóti KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur), sem var í biðstöðu eftir verkfall kennara í október, hefur verið aflýst. Lesa meira
 

Miðasala á úrslitakeppni HM 2006 hefst 1. febrúar - 24.1.2005

Þann 1. febrúar næstkomandi fara 812.000 miðar á leiki í úrslitakeppni HM 2006 í almenna sölu. Um er að ræða fyrsta lotu af fimm í sölu aðgöngumiða á keppnina og lýkur henni 1. apríl næstkomandi. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - Staðfest niðurröðun - 20.1.2005

Mótanefnd hefur lokið við niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2005 og verður leikjum hér eftir ekki breytt nema brýna nauðsyn beri til. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 20. desember. Lesa meira
 

Reykjavíkurmótið 2005 af stað - 20.1.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld, þegar Víkingar mæta KR-ingum og Leiknismenn mæta Þrótturum í Egilshöll. Keppni í meistaraflokki kvenna hefst síðan á laugardag með viðureign Fylkis og Vals. Lesa meira
 

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2005 - 19.1.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst í Egilshöll á fimmtudag þegar Víkingar mæta KR-ingum og Leiknismenn mæta Þrótturum. Keppni í meistaraflokki kvenna hefst síðan á laugardag með viðureign Fylkis og Vals og keppni í 1. flokki karla hefst á föstudag. Lesa meira
 

Landsdeildir 2005 - 18.1.2005

Frumdrög að niðurröðun landsdeilda karla og kvenna 2005, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla, eru nú komin á vefinn. Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í knattspyrnumót KSÍ 2005 - 17.1.2005

Minnt er á að lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2005 er 19. janúar næstkomandi. Öll nauðsynleg gögn hafa þegar verið send í pósti til aðildarfélaga KSÍ, en viðkomandi skjöl og eyðublöð má einnig finna hér á vef KSÍ, undir Mótamál / Eyðublöð. Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 17.1.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. U17 landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamóti í Noregi í júlí og liggur niðurröðun nú þegar fyrir. Lesa meira
 

Gögn af undirbúningsfundi fyrir UEFA-B próf - 14.1.2005

KSÍ hélt á fimmtudag undirbúningsfund fyrir UEFA-B þjálfaraprófið. Alls mættu um 30 þjálfarar, en um 50 hafa skráð sig í prófið. Lesa meira
 

Tilkynning frá Knattspyrnufélagi Siglufjarðar - 14.1.2005

"Stjórn Knattspyrnufélags Siglufjarðar hefur ákveðið að innheimta ekki æfingagjöld yngri flokka vegna vorannar 2005 og hvetur þess í stað foreldra barna hjá félaginu að hringja í söfnunarsíma og láta andvirði æfingagjalda renna til landssöfnunarinnar Neyðarhjálp úr Norðri vegna hamfaranna í Asíu...." Lesa meira
 

Mikið um að vera um helgina - 13.1.2005

Um næstu helgi verður mikið um að vera í knattspyrnunni og munu fjölmargir mótaleikir fara fram víðs vegar um landið, auk úrtaksæfinga fyrir U17 og U19 landslið karla sem haldnar eru í Egilshöll og Reykjaneshöll. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ - Lokadagur til að skila tillögum - 12.1.2005

59. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 12. febrúar 2005. Minnt er á að tillögum fyrir þingið þarf að skila í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 12. janúar. Lesa meira
 

Kennslugögn þjálfaranámskeiða KSÍ uppfærð - 11.1.2005

Öll kennslugögn þjálfaranámskeiða KSÍ hafa nú verið uppfærð á Fræðsluvefnum. Smávægilegar breytingar verða á kennsluefni þjálfaranámskeiðanna á hverju ári en nú hafa þau verið uppfærð. Þjálfarar sem eru á leið í UEFA-B prófið ættu að athuga kennslugögnin vel fyrir prófið. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 11.1.2005

Fyrstu úrtaksæfingar ársins fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 56 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

Erna ráðin þjálfari U17 kvenna - 11.1.2005

KSÍ hefur ráðið Ernu Þorleifsdóttur sem þjálfara U17 landsliðs kvenna og mun hún stýra liðinu næstu tvö árin. Erna, sem tekur við U17 kvenna af Ragnhildi Skúladóttur, hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV árið 1992 og þjálfaði yngri flokka kvenna í Vestmannaeyjum í 9 ár. Lesa meira
 

Undirbúningsfundur fyrir UEFA B próf - 10.1.2005

KSÍ hefur ákveðið að bjóða þeim þjálfurum sem vilja upp á undirbúningsfund fyrir UEFA-B prófið. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 13.janúar í félagsheimili Þróttar í Laugardal og hefst klukkan 17:30 (u.þ.b. 1 klst). Lesa meira
 

Vefur KSÍ - 65 þúsund heimsóknir í desember - 6.1.2005

Í desembermánuði voru heimsóknir á vef KSÍ alls rúmlega 65.000, sem er talsverð fjölgun frá sama mánuði árinu áður. Í desember 2003 voru heimsóknirnar rúmlega 45.000 og í desember 2002 voru þær rúmlega 28.000. Lesa meira
 

Faxaflóamót yngri flokka 2005 - 6.1.2005

Faxaflóamót yngri flokka verður með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra og verður leikið í mars, apríl og maí. Leikið er til úrslita í öllum flokkum, nema tveimur yngstu flokkum karla og kvenna, þar sem leikið er í hraðmótsformi. Lesa meira
 

Ólafur Þór endurráðinn til tveggja ára - 6.1.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur verið endurráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna til næstu tveggja ára. Ólafur Þór hefur þjálfað U19 kvenna síðan 1999 og hefur stjórnað því í 32 leikjum, öllum leikjum þess nema þeim fyrsta, sem fram fór 1997. Lesa meira
 

Norðurlandsmót Powerade 2005 - 5.1.2005

Norðurlandsmót Powerade hefst næstkomandi laugardag og er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið. Um er að ræða 8 liða mót sem leikið er í Boganum á Akureyri frá byrjun janúar og fram í mars. Þórsarar unnu mótið 2003, en KA-menn hömpuðu sigri á síðasta ári. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ - 5.1.2005

59. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 12. febrúar 2005. Minnt er á að tillögum fyrir þingið þarf að skila í síðasta lagi miðvikudaginn 12. janúar. Lesa meira
 

Skráning er hafin í UEFA-B prófið - 5.1.2005

Skráning er hafin í UEFA-B prófið sem fram fer í Reykjavík 29. janúar næstkomandi klukkan 11:00 - 13:00. Undirbúningsfundur verður haldinn fyrir prófið og verður hann auglýstur síðar í vikunni. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 5.1.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Leiknis R. og Víkings R. vegna kröfu Leiknis um að Víkingur verði beittur refsingum þar sem þjálfari Víkings hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins. Niðurstaðan er sú að nefndin veitir Víkingi R. áminningu.

Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 5.1.2005

Fyrstu úrtaksæfingar ársins fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 40 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

Alls 1.246 félagaskipti á liðnu ári - 4.1.2005

Alls voru félagaskipti á árinu sem leið 1.246 talsins, sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Fjöldi félagaskipta árin 1999 - 2002 var tiltölulega stöðugur, en þeim fjölgaði nokkuð árið 2003. Lesa meira
 

Tindsmótið fyrir mfl. karla í Fífunni - 3.1.2005

HK og Bókaútgáfan Tindur halda opið knattspyrnumót fyrir mfl. karla, Tindsmót HK 2005, í Fífunni sunnudaginn 23. janúar. Leikið verður í 7 manna liðum á hálfum velli og notuð mörk í fullri stærð. Lesa meira
 

Vel heppnað Jólamót KRR - 3.1.2005

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) fór fram milli jóla og nýárs og einnig dagana 18., 19. og 21. desember. Mótið var haldið í Egilshöll, leikinn var 631 leikur og þátttakendur voru yfir 3.500 talsins. Fjöldi liða var 367, þar af 252 í karlaflokki og 115 í kvennaflokki. Lesa meira
 

Æfingaáætlun yngri landsliða - 3.1.2005

Æfingaáætlun fyrir landsliðsæfingar yngri landsliða karla og kvenna er nú tilbúin. Áætlunin gildir fram á vor og er fyrir U19 karla, U19 kvenna, U17 karla, U17 kvenna og U16 karla. Lesa meira
 

Reykjavíkurmót yngri flokka 2005 - 3.1.2005

Reykjavíkurmót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í yngri flokkum karla og kvenna verða leikin að stærstum hluta í mars, apríl og maí. Minnt er á að leikið er eftir nýjum reglum um mótahald í yngri flokkum kvenna. Lesa meira
 

FH-ingar fyrstir til að skila þátttökutilkynningu - 3.1.2005

FH-ingar skiluðu þátttökutilkynningu í knattspyrnumótin 2005 í dag, 3. janúar, og eru því fyrstir til að skila í ár. FH var einnig fyrsta félagið til að skila þátttökutilkynningu á síðasta ári og stóð í kjölfarið uppi sem Íslandsmeistari í mfl. karla! Lesa meira
 

Deildarbikarinn 2005 - Lokafrestur athugasemda - 3.1.2005

Drög að niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2005 var birt hér á vefnum í síðasta mánuði. Niðurröðunina má skoða í valmyndinni hér til vinstri undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Athugið að afmarka má leitina með ýmsum hætti. Athugasemdir félaga við niðurröðunina þurfa að berast í síðasta lagi í dag, mánudaginn 3. janúar. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög