Fréttir

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt knattspyrnuár! - 31.12.2005

Knattspyrnusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Þátttökutilkynning í knattspyrnumót 2006 - 29.12.2005

Lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2006 er 19. janúar næstkomandi.  Öll nauðsynleg gögn hafa þegar verið send í pósti til aðildarfélaga KSÍ, en viðkomandi skjöl og eyðublöð má einnig finna hér á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Fimm knattspyrnumenn tilnefndir - 27.12.2005

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða aðilar skipa 10 efstu sætin í kjöri á íþróttamanni ársins 2005, en úrslitin verða kynnt 3. janúar næstkomandi.  Á meðal þessara tíu eru fimm knattspyrnumenn.

Lesa meira
 
Egilshöll

Drög að niðurröðun Deildarbikars 2006 - 22.12.2005

Drög að niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 liggur nú fyrir og má skoða hér á vefnum.  Athugasemdum við niðurröðun ber að skila í síðasta lagi föstudaginn 6. janúar. 

Lesa meira
 
Gleðileg Jól !!!

GLEÐILEG JÓL !!! - 22.12.2005

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA!  NJÓTIÐ HÁTÍÐARINNAR SEM ALLRA BEST Í FAÐMI FJÖLSKYLDU OG VINA. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun staðfest í RM meistaraflokka 2006 - 22.12.2005

Niðurröðun í Reykjavíkurmótum meistaraflokka karla og kvenna 2006 hefur verið staðfest og má skoða hér á vefnum.  Í karlaflokki leika níu lið í tveimur riðlum, en leikið er í tveimur deildum í kvennaflokki. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Leikstaðir og leikdagar innimóta yngri flokka 2006 - 21.12.2005

Leikstaðir og leikdagar í Íslandsmótum yngri flokka karla og kvenna innanhúss 2006 hafa verið ákveðnir og má skoða niðurröðun leikja hér á ksi.is.  Úrslitakeppni fer fram helgina 18. og 19. febrúar.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið í 19. sæti FIFA-listans - 21.12.2005

Ísland er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið í lok ársins og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti og litlar breytingar eru við topp listans.

Lesa meira
 
Stækkuð og endurbætt stúka

Samningar undirritaðir vegna framkvæmda - 21.12.2005

Samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljóna króna styrk ríkisins til uppbyggingar aðstöðu áhorfenda á Laugardalsvelli var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, miðvikudag.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Vann ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA - 20.12.2005

1. vinningur í boðsmiðaleik Landsbankans í ár var dreginn út í beinni útsendingu á NFS á þriðjudag.  Vinningshafinn er Regína Einarsdóttir, 15 ára Þróttari, og vann hún ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Dregið í boðsmiðaleiknum á NFS í dag - 20.12.2005

Landsbankinn stóð fyrir boðsmiðaleik í tengslum við Landsbankadeild karla í sumar fyrir krakka 16 ára og yngri.  Fyrsti vinningur, ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA, verður dreginn út í beinni á NFS í dag. Lesa meira

 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 94. sæti á FIFA-listanum í árslok - 19.12.2005

Síðasti FIFA-styrkleikalisti ársins fyrir karlalandslið hefur verið gefinn út og er Ísland í 94. sæti.  Brasilíumenn ljúka árinu á toppi listans, eins og þeir hafa reyndar gert síðustu fjögur árin.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna fyrir leik

Æfingar yngri landsliða 2006 - 19.12.2005

Æfingaáætlun fyrir æfingar yngri landsliða karla og kvenna 2006 hefur verið birt.  Áætlunin gildir fram á vor og er fyrir U19 karla, U19 kvenna, U17 karla, U17 kvenna og U16 karla.

Lesa meira
 
Eyjólfur ásamt aðstoðarmönnum sínum

Aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar - 19.12.2005

Ákveðið hefur verið að Bjarni Jóhannsson muni aðstoða Eyjólf Sverrisson með þjálfun A-landsliðs karla, og að Birkir Kristinsson muni aðstoða með þjálfun markvarða liðsins.

Lesa meira
 
umf_selfoss_logo

Knattspyrnudeild Selfoss 50 ára - 19.12.2005

Knattspyrnudeild Selfoss varð 50 ára 15. desember síðastliðinn og hélt veglegt afmælishóf af því tilefni.  Fimm einstaklingar sem starfað hafa fyrir félagið um áratugaskeið voru sæmdir silfurmerki KSÍ.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR 2005 - 16.12.2005

Jólamót KRR hefst laugardaginn 17. desember með keppni í yngstu flokkunum og fara allir leikir fram í Egilshöll.  Smellið hér að neðan til að skoða leikjadagskrá mótsins fyrir hvern dag, ásamt umsjónaraðilum.

Lesa meira
 
Formaður ÍF tekur við viðurkenningunni frá framkvæmdastjóra KSÍ

ÍF hlýtur viðurkenningu fyrir grasrótarstarf - 15.12.2005

KSÍ og UEFA veittu ÍF viðurkenningu á miðvikudag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða.  Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildarbolti - 13.12.2005

Ákveðið hefur verið að leikið verði með sérmerktan knött í öllum leikjum Landsbankadeilda karla og kvenna 2006 - Landsbankadeildarknött.  Samið hefur verið við Hoffell ehf. um Mitre Pro 100T knöttinn.

Lesa meira
 
Fulltrúar KSÍ og SOS barnaþorpa á Íslandi

KSÍ styður SOS barnaþorpin í verki - 13.12.2005

FIFA hefur gert samstarfssamning við SOS barnaþorpin í tengslum við HM 2006 í Þýskalandi.  KSÍ hefur á sama hátt gert samkomulag við SOS barnaþorpin á Íslandi til að afla fjár til bágstaddra barna.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Ásthildur knattspyrnufólk ársins 2005 - 12.12.2005

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Ásthildi Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2005.  Tilkynnt var um valið í hófi á Hótel Nordica, í beinni útsendingu á Sýn, Stöð 2 og NFS. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla í desember - 12.12.2005

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla.  Æfingarnar fara fram í Fífunni dagana 17. og 18. desember.  Þjálfari U21 landsliðs karla er Lúkas Kostic.

Lesa meira
 
Fyrirliði Hauka með sigurverðlaunin

Haukar sigruðu á Tindsmótinu - 12.12.2005

Haukar sigruðu á Tindsmóti HK í meistaraflokki karla sem haldið var í Fífunni um helgina, en þar er leikið í 7 manna liðum og á stór mörk.  Haukarnir mættu liði HK-1 í úrslitaleik mótsins og unnu þar stórsigur, 6-0.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2005 - Eftir Víði Sigurðsson

Íslensk knattspyrna 2005 komin út - 12.12.2005

Bókin Íslensk knattspyrna 2005 eftir Víði Sigurðsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, er komin út og er þetta 25. bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Nýr listi WADA tekur gildi 1. janúar 2006 - 12.12.2005

Nýr listi Alþjóða Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) yfir efni og aðferðir sem bannað er að nota í íþróttum tekur gildi þann 1. janúar og fellur þá eldri listi jafnframt úr gildi.  

Lesa meira
 
UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða - 8.12.2005

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2004/2005 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna og unglinga. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Knattspyrnufólk ársins - nöfn fimm efstu birt - 8.12.2005

Mánudaginn 12. desember verður val á knattspyrnumanni og knattspyrnukonu ársins 2005 kunngjört í móttöku á Nordica Hótel og viðurkenningar veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun í Jólamót KRR staðfest - 6.12.2005

Leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR hefur verið staðfest og má sjá hér á ksi.is.  Nánari upplýsingar um skipulag og umsjón í mótinu verða sendar þátttökufélögum innan skamms.

Lesa meira
 
U21 landslið kvenna

Dregið í riðla fyrir NM U21 kvenna 2006 - 6.12.2005

Dregið hefur verið í riðla fyrir Opna Norðurlandamót U21 landsliða kvenna, sem fram fer í Noregi í júlí 2006.  Ísland er í riðli með Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
Freyr Sverrisson

Úrtaksæfingar U16 karla 10. og 11. desember - 6.12.2005

Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar U16 landsliðs karla um komandi helgi.  Þetta er fyrsti hópurinn af þremur sem verða boðaðir á æfingar liðsins í vetur.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM meistaraflokka - 6.12.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti meistaraflokka karla og kvenna eru komin hér á vefinn.  Keppni í meistaraflokki karla hefst 26. janúar, en í kvennaflokki hefst keppni í febrúar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofan lokuð 23. desember og 2. janúar - 6.12.2005

Vakin er athygli á því að skrifstofa KSÍ verður lokuð 23. desember og 2. janúar næstkomandi.  Opið verður milli jóla og nýárs - dagana 27. - 30. desember. Lesa meira
 
Laugaland í Holtum

Þrír sparkvellir vígðir í Rangárvallasýslu - 5.12.2005

Þrír sparkvellir voru teknir í notkun í Rangárvallasýslu föstudaginn 2. desember síðastliðinn.  Sparkvellir voru vígðir við við grunnskóla á Hellu, Laugalandi í Holtum og á Hvolsvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting í Deildarbikarnum 2006 - 5.12.2005

Riðlaskipting í Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 hefur verið ákveðin.  Leikið er í þremur deildum bæði í karla- og kvennaflokki (A, B og C deildum).  Efstu lið hvers riðils um sig komast í úrslitakeppnina. Lesa meira
 
Hásteinsvöllur að vori

Leyfisferlið fyrir 2006 farið af stað - 5.12.2005

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2006 hófst 15. nóvember síðastliðinn, þegar nauðsynleg gögn voru send til þeirra félaga sem unnið hafa sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.

Lesa meira
 
Jónas Guðni Sævarsson

Keflvíkingar og Blikar meistarar innanhúss - 5.12.2005

Íslandsmótum meistaraflokka innanhúss lauk á sunnudag með úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna og keppni í 3. deild karla. Keflvíkingar hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki, en Blikastúlkur í kvennaflokki.

Lesa meira
 
UEFA

U19 leikur í Svíþjóð og U17 í Rúmeníu - 2.12.2005

U19 karla leikur í Svíþjóð í október og U17 í Rúmeníu í september Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Breiðablik og Valur oftast unnið - 2.12.2005

Keppni í 1. deildum karla og kvenna innanhúss fer fram um helgina - riðlakeppni á laugardag og úrslitakeppni á sunnudag.  Breiðablik hefur oftast hampað sigri í kvennaflokki, en Valur í karlaflokki.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun Jólamóts KRR 2005 - 1.12.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Jólamóti KRR 2005 liggja nú fyrir og má skoða þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að hlutaðeigandi kynni sér reglur mótsins. Athugasemdir við niðurröðun þurfa að berast í síðasta lagi 6. desember.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Dregið í EM riðla U19 karla - 1.12.2005

Í morgun var dregið í riðla í undakeppni Evrópumóts U19 karla 2006/2007 Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Dregið í EM riðla hjá U17 karla - 1.12.2005

Í morgun var dregið í riðla í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða 2006/2007. Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

ABC-dómarar KSÍ 2006 - 30.11.2005

Dómaranefnd KSÍ hefur lokið við flokkun landsdómara sambandsins fyrir árið 2006, en þeim er raðað í þrjá flokka - A, B og C.  Nokkrar breytingar eru á listanum milli ára.

Lesa meira
 
Vefverðlaunahafar 2005

Íslensku vefverðlaunin 2005 - 30.11.2005

Vefur KSÍ var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í ár í flokknum Besti íslenski vefurinn.  Sigurverðlaunin féllu í hlut mbl.is fyrir leitarvélina Emblu.  Engu að síður er það mikil viðurkenning fyrir ksi.is að hljóta tilnefningu. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Hvaða lið hampa sigri á innimótunum 2005? - 30.11.2005

Um næstu helgi fer fram keppni í 1. deildum karla og kvenna innanhúss og ræðst þar hvaða lið verða Íslandsmeistarar innanhúss í meistaraflokkum 2005.  Keppni í 3. deild karla fer fram á sunnudag. Lesa meira
 
Frá NM U17 landsliða karla 2005

Úrtaksæfingar U17 karla fyrstu helgina í desember - 30.11.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík fyrstu helgina í desember.  Æft verður undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla. Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Landsleikir komnir í gagnagrunn KSÍ - 29.11.2005

Skrifstofa KSÍ hefur á þessu ári unnið í því að koma öllum eldri úrslitum inn í gagnagrunn sambandsins.  Allir landsleikir Íslands frá upphafi í öllum landsliðum hafa verið skráðir, ásamt öllum leikjum í efstu deild karla.

Lesa meira
 
Vígsla á Djúpavogi

Fjórir sparkvellir vígðir - 29.11.2005

Í lok síðustu viku og byrjun þessarar voru fjórir sparkvellir til viðbótar vígðir - Á Kirkjubæjarklaustri, Egilsstöðum, Eskifirði og Djúpavogi.  Þeir vellir sem byggðir hafa verið eru sérlega vinsælir hjá yngri kynslóðinni. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Háttvísimat eftirlitsmanna 2005 - 28.11.2005

KSÍ leggur mikla áherslu á háttvísi innan vallar sem utan. Í Landsbankadeild karla gefa eftirlitsmenn KSÍ liðunum einkunn eftir hvern leik sem tekur mið af ýmsum þáttum.

Lesa meira
 
Norðurlönd

Gögn frá norrænni grasrótarráðstefnu - 28.11.2005

Norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni fór fram í Helsinki í Finnlandi í október og sótti Halldór Örn Þorsteinsson ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ. Gögn frá ráðstefnunni eru nú aðgengileg hér á ksi.is.

Lesa meira
 
Íslensku vefverðlaunin

Vefur KSÍ tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna - 28.11.2005

Vefur KSÍ hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum Besti íslenski vefurinn.  Fimm vefsíður eru tilnefndar í hverjum flokki, en flokkarnir eru alls fimm.  KSÍ opnaði nýjan vef í maí á þessu ári. Lesa meira
 
UEFA

Ráðstefna UEFA um unglingaknattspyrnu - 28.11.2005

Árleg ráðstefna UEFA - Knattspyrnusambands Evrópu um knattspyrnu barna og unglinga er haldin á Kýpur í vikunni.  Ástráður Gunnarsson og Luka Kostic sitja ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ.

Lesa meira
 
Sparkvöllur opnaður á Vík í Mýrdal

Sparkvöllur á Vík í Mýrdal - 28.11.2005

Síðastliðinn fimmtudag var vígður sparkvöllur á Vík í Mýrdal.  Fjölmargir voru viðstaddir vígsluna, þar á meðal fulltrúar bæjarfélagsins og íþróttamála í bænum, sem og fulltrúar KSÍ. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppni í 2. og 4. deild innanhúss lokið - 28.11.2005

Keppni í 2. og 4. deild karla á Íslandsmótinu innanhúss fór fram um helgina í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík.  Leiknir R., Fylkir, Grótta og Víkingur R. tryggðu sér sæti í 1. deild að ári. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppt í 2. og 4. deild karla um helgina - 24.11.2005

Um helgina fer fram keppni í 2. og 4. deild karla á Íslandsmótinu innanhúss og er leikið í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti.  Keppni í 4. deild fer fram á laugardag, en 2. deildin er leikin á sunnudag.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 93. sæti á FIFA-listanum - 23.11.2005

A landslið karla hefur fallið um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er nú í 93. sæti.  Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en tékkar lauma sér upp fyrir Hollendinga í 2. sætið og þar fyrir neðan eru Argentínumenn og Frakkar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Hollands

Leikið gegn Hollandi í Zwolle - 23.11.2005

A landslið kvenna mætir Hollandi í vináttulandsleik 12. apríl á næsta ári og hefur leikstaður nú þegar verið ákveðinn. Leikurinn fer fram á Oosterenk leikvanginum í Zwolle, um 125 kílómetrum frá Amsterdam.

Lesa meira
 
SPORTFIVE

Sóttu vinnufund um markaðsmál - 23.11.2005

Fulltrúar KSÍ og formaður samtaka félaga í efstu deild karla (SED), ásamt fulltrúum Landsbankans og VISA, sóttu á mánudag vinnufund um markaðsmál í knattspyrnu hjá fyrirtækinu Sport Five í Hamborg í Þýskalandi.

Lesa meira
 
Klippt á borðann

Sparkvöllur vígður í Vogum á Vatnsleysuströnd - 23.11.2005

Síðastliðinn föstudag var sparkvöllur formlega tekinn í notkun í Vogum á Vatnsleysuströnd. Völlurinn er við Stóru-Vogaskóla, en sama dag var nýr áfangi skólans vígður.

Lesa meira
 
SPK

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2005 - 23.11.2005

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs verður haldið í 22. skipti dagana 27. - 30. desember næstkomandi og er keppt í öllum yngri flokkum karla og kvenna, frá 2. flokki til 7. flokks.  Leikið verður í Fífunni, Digranesi og Smáranum.

Lesa meira
 
ksi_merki

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna - 22.11.2005

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar U17 og U19 landsliða kvenna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ og ÍSÍ halda sameiginlega ráðstefnu 26. nóvember - 21.11.2005

Á undanförnum árum hafa fjölmargir knattspyrnuþjálfarar heimsótt erlend félagslið og kynnt sér þjálfun þeirra. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 - 18.11.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ fer af stað um miðjan febrúar og hafa öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2005 heimild til að taka þátt.  Þátttaka skal tilkynnt í síðasta lagi föstudaginn 25. nóvember.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2006 - 18.11.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokka karla og kvenna hefjast í lok janúar og er stefnt að því að riðlakeppni sé lokið áður en keppni í Deildabikar hefst. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 28. nóvember.

Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV veitt viðurkenning fyrir grasrótarstarf - 18.11.2005

ÍBV var á dögunum veitt sérstök viðurkenning fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2005 - Shellmót ÍBV.  Það voru fulltrúar KSÍ sem afhentu fulltrúum ÍBV viðurkenninguna á Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Formenn og framkvæmdastjórar funduðu í Eyjum - 18.11.2005

Formenn og framkvæmdastjórar félaga í Landsbankadeild karla funduðu í Vestmannaeyjum á fimmtudag.  Rætt var um ýmis mál tengd Landsbankadeildinni 2005 annars vegar og 2006 hins vegar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afreksstuðlar leikmanna 2006 - 17.11.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ um samninga og stöðu félaga og leikmanna hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Opin mót félaga eru vinsæl hjá yngri kynslóðinni

Opin mót félaga 2006 á ksi.is - 16.11.2005

Félögum sem halda opin mót 2006 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið ksi@ksi.is.  Munið eftir tengli á vefsíðu mótins, þar sem við á.

Lesa meira
 
Ólafur þjálfari er til vinstri á myndinni

Úrtaksæfingar U19 kvenna 19. og 20. nóvember - 15.11.2005

Dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi fara fram úrtaksæfingar fyrir U19 landslið kvenna á Stjörnuvelli í Garðabæ og í Egilshöll í Reykjavík.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Ólafs Þórs Guðbjörnssonar, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Þjálfarar ársins 2005 - Ólafur Jóhannesson og Úlfar Hinriksson

Ólafur og Úlfar þjálfarar ársins hjá KÞÍ 2005 - 15.11.2005

Á aðalfundi  KÞÍ 12. nóvember síðastliðinn voru Ólafur Jóhannesson þjálfari FH og Úlfar Hinriksson þjálfari Breiðabliks útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir árið 2005.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2005 í Egilshöll - 15.11.2005

Jólamót KRR - Knattspyrnuráðs Reykjavíkur verða haldin í Egilshöll í desember.  Í ár verður gerð tilraun með að leika árgangaskipt í 5. flokki og yngri í 7 manna liðum samkvæmt reglum KSÍ í miniknattspyrnu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Fjórir hlutu Gullmerki KÞÍ - 14.11.2005

Á aðalfundi KÞÍ síðastliðinn laugardag veitti formaður félagsins, Sigurður Þórir Þorsteinsson, fjórum aðilum gullmerki KÞÍ fyrir framlög sín til þjálfaramenntunar í knattspyrnu hér á landi.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppni í 2. og 3. deild kvenna innanhúss lokið - 14.11.2005

Keppni í 2. og 3. deild kvenna í innanhússknattspyrnu fór fram í íþróttahúsinu í Austurbergi á sunnudag.  Haukar og Sindri tryggðu sér sæti í 1. deild að ári, Grindavík og Ægir fóru upp í 2. deild.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Formannafundur á Nordica um liðna helgi - 14.11.2005

Síðastliðinn laugardag fór fram fundur með formönnum aðildarfélaga KSÍ og var hann haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík.  Á fundinum var rætt um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni hér á landi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Hverjir mætast í fyrstu umferðunum? - 14.11.2005

Um helgina var dregið í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna, þ.e. Landsbankadeildum karla og kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.  Óhætt er að segja að framundan séu margar spennandi viðureignir í öllum deildum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 - 11.11.2005

Laugardaginn 12. nóvember verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.  Drátturinn fer fram Hótel Nordica kl. 13:00. Lesa meira
 
HK

Tindsmót HK haldið í annað sinn - 11.11.2005

Knattspyrnudeild HK og Bókaútgáfan Tindur halda mót fyrir meistaraflokkslið í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi sunnudaginn 11. desember.  Leikið er í 7 manna liðum, en á stór mörk. 

Lesa meira
 
Íslenska liðið gegn Hollandi í Den Ham 5. júní 1996

Vináttuleikur A-kvenna gegn Hollandi í apríl - 10.11.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi.  Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Innimót meistaraflokka hefjast um helgina - 9.11.2005

Íslandsmót meistaraflokka í innanhússknattspyrnu fer af stað næstkomandi sunnudag þegar keppni í 2. og 3. deild kvenna fer fram í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið 11-13. nóvember - 8.11.2005

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið helgina 11-13. nóvember næstkomandi.  Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar skráð sig á námskeiðið.  IV.stigs þjálfarar fara síðan í UEFA B próf í janúar 2006.

Lesa meira

 
ESSO mót KA

Esso-mót KA 2006 - 8.11.2005

Esso-mót KA 2006 hefst miðvikudaginn 5. júlí og endar með kvöldvöku laugardaginn 8 júlí.  KA mun taka í notkun nýtt keppnissvæði sem gerir umgjörð mótsins enn glæsilegri.  Mótið sem fram fer næsta sumar er tuttugasta Esso-mótið og verða ýmsar skemmtilegar uppákomur í tengslum við það.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur á Hótel Nordica á laugardag - 8.11.2005

Fundur með formönnum allra aðildarfélaga KSÍ fer fram á Hótel Nordica laugardaginn 12. nóvember næstkomandi kl. 10:00. Dregið verður í töfluröð í Landsdeildum karla og kvenna 2006 á sama stað kl. 13:00.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2005 - 8.11.2005

ÍSÍ stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00 - 18:00.  Fjallað verður um fjárhagsstöðu boltaíþrótta og meðal annars um hlutafélagavæðingu knattspyrnufélaga.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

FIFA sektar KSÍ um 230.000 krónur - 8.11.2005

FIFA hefur sektað KSÍ um 5.000 svissneska franka, andvirði um 230.000 króna, vegna fjögurra áminninga sem leikmenn Íslands hlutu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2006, gegn Svíum á Råsunda 12. október.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Úrtaksæfingar U17 karla 12. og 13. nóvember - 8.11.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni og Egilshöll um næstu helgi.  Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni og koma þeir frá félögum víðs vegar um landið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Leikjum ársins í undankeppni HM lokið - 7.11.2005

Í byrjun mánaðarins fóru fram tveir leikir í riðli Íslands í undankeppni HM kvennalandsliða, síðustu leikirnir í riðlinum á þessu ári.  Portúgal lék heimaleiki við Svía og Tékka og tapaði þeim báðum með þriggja marka mun.

Lesa meira
 
UEFA

Vinnufundur um nýja leyfishandbók UEFA - 4.11.2005

Í vikunni fór fram fundur UEFA um nýja handbók vegna leyfiskerfisins, sem væntanlega verður tekin í gagnir hér á landi fyrir keppnistímabilið 2007.  Fulltrúar KSÍ á fundinum voru Ómar Smárason og Lúðvík S. Georgsson. Lesa meira
 
Norðurlönd

Norræn grasrótarráðstefna í Helsinki - 4.11.2005

Dagana 28. og 29. október fór fram í annað sinn norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni - Grassroots.  Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Helsinki í Finnlandi og var Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála, fulltrúi KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð fyrir innanhússknattspyrnu - 3.11.2005

Samkvæmt 19. grein laga KSÍ hefur stjórn sambandsins gert breytingar á keppnisfyrirkomulagi í meistaraflokki kvenna innanhúss. Opnað er á þann möguleika að fjölga deildum kvenna úr tveimur í þrjár.

Lesa meira
 
www.fifa.com

Íslenskir FIFA dómarar 2006 - 3.11.2005

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2006.  Engar breytingar voru gerðar frá listanum á þessu ári. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfararáðstefna KÞÍ í samvinnu við KSÍ - 3.11.2005

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ, í samvinnu við KSÍ, heldur ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara og áhugamenn um knattspyrnu laugardaginn 12. nóvember næstkomandi á Grand Hótel við Sigtún kl. 10:30. Lesa meira
 

Framhaldsskólamót - FB og Kvennó sigruðu - 2.11.2005

Úrslitakepni Framhaldsskólamótsins fór fram sl. laugardag. FB2 sigraði Borgarholtsskóla í úrslitaleik karla og í kvennaflokki lagði Kvennó lið MK í úrslitaleik. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Úrtaksæfingar U19 karla 5. og 6. nóvember - 1.11.2005

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 29 leikmenn úr 17 félögum á úrtaksæfingar U19 landsliðs karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Luka Kostic þjálfar U17 landslið karla

Lúkas Kostic ráðinn þjálfari U21 karla - 1.11.2005

Lúkas Kostic hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og mun hann stjórna liðinu í næstu tveimur keppnum, en samningur hans og KSÍ er til þriggja ára. Lúka hefur stjórnað U17 landsliði karla frá 2003. Lesa meira
 
ksi_merki

Úrtaksæfingar yngri landsliða - 1.11.2005

Úrtaksæfingar yngi landsliða karla og kvenna hefjast næstu helgi með æfingum U19 landsliðs karla í Fífunni og Egilshöll og næstu helgar þar á eftir verða úrtaksæfingar hjá fjórum öðrum yngri landsliðum karla og kvenna. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmótum KRR lokið - 1.11.2005

Haustmótum KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í öllum yngri aldursflokkum er lokið.
Lesa meira
 
Þessir eru mjög sáttir við gervigrasið ...

Ian Rush Icelandair Masters - 1.11.2005

Fótboltamótið Ian Rush Icelandair Masters verður haldið dagana 4.-5. nóvember nk. Mótið  sem er alþjóðlegt fótboltamót fyrir lengra komna byggir á Masters mótaröðinni sem haldin er á Englandi ár hvert. Lesa meira
 
Picture_116

KSÍ heldur II. stigs þjálfaranámskeið 4-6. nóvember - 31.10.2005

KSÍ heldur II.stigs þjálfaranámskeið helgina 4-6. nóvember 2005 í Reykjavík og Keflavík. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Íslandsmót innanhúss 2006 - Yngri flokkar - 27.10.2005

Riðlaskipting Íslandsmóts yngri flokka karla og kvenna liggur nú fyrir og hafa umsjónaraðilar verið skipaðir.  Sá háttur er hafður á við niðurröðun mótsins að umsjónarfélag velur mótsdag, en KSÍ sér um að raða leikjum. Lesa meira
 
Egilshöll

Úrslitakeppni Framhaldsskólamótsins - 27.10.2005

Úrslitakeppni Framhaldsskólamótsins fer fram á laugardag í Egilshöll. Í karlaflokki er leikið í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem  Borgarholtsskóli, Flensborg 2, MS og MA leika í öðrum riðlinum og  MK, ME, Flensborg og FB 2 í hinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Mót fyrir eldri flokka karla og kvenna - 26.10.2005

KRR stendur fyrir mótum fyrir eldri flokka karla og kvenna föstudaginn 4. nóvember 2005 í Egilshöll. Keppt verður í 6 manna liðum og leikið á 1/4 velli.  Nú þegar hafa nokkur lið frá Bandaríkjunum tilkynnt þátttöku.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR 2005 lokið - 25.10.2005

Grunnskólamót KRR fór fram síðustu tvær helgar í Egilshöll.  Þátttakan í mótinu var mjög góð og voru alls 30 grunnskólar í Reykjavík sem mættu til leiks.  Borgaskóli, Hamraskóli og Réttarholtsskóli voru sigursælir.

Lesa meira
 
Leikur án fordóma

KSÍ II þjálfaranámskeið næstu tvær helgar - 24.10.2005

KSÍ heldur II. stigs þjálfaranámskeið helgarnar 28-30.október og 4-6.nóvember næstkomandi í Reykjavík/Keflavík og helgina 28-30.október á Akureyri.

Lesa meira

 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 92. sæti á FIFA-listanum - 24.10.2005

Ísland er í 92. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í síðustu viku, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út.  Brasilíumenn eru efstir sem fyrr og Hollendingar eru áfram í öðru sæti.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Innimót meistaraflokka - Riðlaskipting - 21.10.2005

Dregið hefur verið í riðla Íslandsmóts meistaraflokka karla og kvenna í knattspyrnu innanhúss. Leikjaniðurröðun í einstökum mótum mun vera birt á vef KSÍ fljótlega í næstu viku.

Lesa meira
 
Spurningaspilið Spark

Spurningaspilið Spark komið í verslanir - 21.10.2005

Spurningaspilið Spark kom í verslanir á föstudag, en um er að ræða fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu, samkvæmt fréttatilkynningu frá framleiðanda.

Lesa meira
 
Skóflustungur teknar

Nýr gervigrasvöllur á Seltjarnarnesi - 21.10.2005

Fyrstu skóflustungur að nýjum gervigrasvelli á Seltjarnarnesi voru teknar í gær og eru þetta sannarlega stór tíðindi fyrir knattspyrnuna á nesinu.  Það voru stúlkur og drengir úr 5. flokki Gróttu sem munduðu skóflurnar.

Lesa meira
 
Frá leik í 5. flokki karla

KSÍ I þjálfaranámskeið 21-23. október - 19.10.2005

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík/Keflavík helgina 14-16.október.  Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar skráð sig til þátttöku á þessu námskeiði sem er bæði bóklegt og verklegt. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Dregið í milliriðla hjá U19 kvenna - 19.10.2005

Ísland er í milliriðli í EM U19 landsliða kvenna með Englandi, Danmörku og Rúmeníu, en dregið var í riðla í Osló í Noregi í dag, miðvikudag.  Milliriðlarnir fara fram í lok apríl á næsta ári.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Landsdeildir 2006 - Þátttökutilkynning - 18.10.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eiga þau félög sem unnið hafa sér keppnisrétt í landsdeildum karla og kvenna að staðfesta þátttöku sína fyrir 1. nóvember ár hvert.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur á Hótel Nordica 12. nóvember - 18.10.2005

KSÍ hefur boðað til fundar með formönnum allra aðildarfélaga á Hótel Nordica laugardaginn 12. nóvember næstkomandi.  Sama dag og á sama stað verður dregið í töfluröð í Landsdeildum karla og kvenna.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingur R. leitar að þjálfara fyrir 3. flokk karla - 17.10.2005

Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk karla. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslenskir dómarar á leik CSKA Moskva og Marseille - 17.10.2005

Íslenskur dómarakvartett verður á viðureign CSKA frá Moskvu og franska liðsins Marseille í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Kristinn Jakobsson dæmir leikinn, en CSKA er sem kunnugt er handhafi UEFA-bikarsins.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Engin miskunn hjá Potsdam - 17.10.2005

Síðari leikur Vals og Potsdam í Evrópukeppni félagsliða kvenna fór fram á sunnudag.  Skemmst er frá því að segja að þær þýsku sýndu Valsstúlkum enga miskunn og unnu 11-1 og því samanlagt 19-2 í leikjunum tveimur.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Eyjólfur Sverrisson ráðinn þjálfari A landsliðs karla - 14.10.2005

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Eyjólf Sverrisson sem þjálfara A landsliðs karla. Samningurinn er til næstu tveggja ára - gildir frá 1. nóvember 2005 til 31. október 2007. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samningar við Ásgeir og Loga ekki endurnýjaðir - 14.10.2005

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við þjálfara A landsliðs karla, þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson, en samningar þeirra renna út 31. október næstkomandi. 

Lesa meira
 
EM 2008

Ísland í 5. styrkleikaflokki fyrir EM 2008 - 14.10.2005

A landslið karla er í 5. styrkleikaflokki samkvæmt flokkun UEFA fyrir undankeppni EM 2008.  Dregið verður í riðla í Montreux í Sviss 27. janúar næstkomandi.  Úrslitakeppnin fer fram í Austurríki og Sviss.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Síðari leikur Vals og Potsdam á sunnudag - 14.10.2005

Síðari leikur Vals gegn þýska liðinu Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna fer fram í Þýskalandi á sunnudag.  Eins og kunnugt er vann þýska liðið fyrri leikinn 8-1 á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofu KSÍ lokað kl. 16:00 á föstudögum - 14.10.2005

Athygli er vakin á því að skrifstofa KSÍ verður opin frá kl. 09:00 til 16:00 á föstudögum í vetur og lokar því einni klukkustund fyrr á föstudögum en aðra virka daga.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Framhaldsskólamót og Grunnskólamót um helgina - 13.10.2005

Um helgina hefst keppni í Framhaldsskólamóti KSÍ og Grunnskólamóti KRR.  Leikið verður í Framhaldsskólamótinu í Boganum á Akureyri og að Ásvöllum í Hafnarfirði, en í Grunnskólamóti KRR í Egilshöll í Reykjavík.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Sænskur sigur á baráttuglöðu liði Íslands - 12.10.2005

Baráttuglaðir Íslendingar biðu lægri hlut gegn sterku liði Svía í lokaumferð undankeppni HM 2006, en liðin mættust á Råsunda í Stokkhólmi í dag.  Íslenska liðið tók forystuna í leiknum, en Svíar stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-1.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þrjár breytingar fyrir leikinn gegn Svíþjóð - 12.10.2005

Þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 2006 á Råsunda í kvöld.  Árni Gautur Arason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar Helguson koma inn í liðið.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Fyrri leikjum í 8-liða úrslitum öllum lokið - 12.10.2005

Franska liðið Montpellier, þýsku liðin Frankfurt og Potsdam og lið Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð eru í góðri stöðu eftir fyrri leikina í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland hefur ekki tapað gegn Svíþjóð á árinu - 12.10.2005

Landslið Íslands og Svíþjóðar hafa mæst sex sinnum á þessu ári og hefur Svíum ekki enn tekist að sigra.  Öll yngri landslið karla hafa leikið gegn sænskum landsliðum á árinu, sem og A landslið kvenna.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fjögur mörk gegn Svíum og glæsilegur sigur í höfn - 11.10.2005

U21 landslið karla lagði Svía að velli á glæsilegan hátt með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í Svíþjóð fyrr í dag, þriðjudag.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Viltu verða knattspyrnudómari? - 11.10.2005

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október/nóvember og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti en námskeiðinu lýkur síðan með prófi 19. nóvember.

Lesa meira
 
Íþróttasamband fatlaðra

Íslandsleikar Special Olympics 2005 - 11.10.2005

Níundu Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu voru haldnir á Sauðárkróki 24. september síðastliðinn, en þessir leikar eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands fatlaðra og KSÍ. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Svíum í Eskilstuna - 11.10.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 liðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Svíum, en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í dag og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Úrtaksæfingar U17 kvenna í Fífunni um helgina - 11.10.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram í Fífunni í Kópavogi um næstu helgi.  Alls hafa leikmenn 35 frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Lesa meira
 
Teddy Lucic

Fimm leikmenn í sænska hópnum leika í Svíþjóð - 11.10.2005

Fimm leikmenn í 22 manna hópi Svía sem tilkynntur var fyrir leikina gegn Króötum og Íslendingum leika með sænskum félagsliðum.  Sex leikmenn í 20 manna hópi Íslands leika hér á landi.

Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Þrír af yngri leikmönnum Íslands leika í Svíþjóð - 11.10.2005

Þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíum í lokaumferð undankeppni HM 2006 í Stokkhólmi á miðvikudag leika með sænskum liðum.  Allir eru þeir meðal yngstu leikmanna í hópnum. Lesa meira
 
Norðurlönd

Norðurlandamót yngri landsliða næstu árin - 11.10.2005

Ákveðið hefur verið hvar Norðurlandamót yngri landsliða fara fram árin 2006 - 2012.  Þrjú mót eru áætluð á Íslandi - U17 kvenna 2008, U21 kvenna 2009 og U17 karla 2011.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Lokaumferð undankeppni EM U21 karla á þriðjudag - 10.10.2005

Lokaumferðin í undankeppni EM U21 landsliða karla fer fram á þriðjudag.  Ísland mun hafna í fjórða sæti, hvernig sem leikir dagsins fara, en íslenska liðið getur þó haft áhrif á lokastöðu riðilsins. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið 14-16. október - 10.10.2005

KSÍ heldur 1. stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík/Keflavík og á Akureyri helgina 14-16.október. Alls hafa rúmlega 60 þjálfarar skráð sig til þátttöku á námskeiðunum sem eru bæði bókleg og verkleg. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmótum KRR í yngri aldursflokkum flestum lokið - 10.10.2005

Haustmótum KRR í yngri aldursflokkum er nú flestum lokið.  Valur, Fjölnir, ÍR, Fylkir og KR hafa þegar unnið til verðlauna.  Haustmót í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla fara fram í október.

Lesa meira
 
Lið ársins í 1. deild hjá Fótbolta.net

Hverjir sköruðu fram úr í 1. og 2. deild karla? - 10.10.2005

Það er ekki einungis í Landsbankadeild sem lið ársins er valið af fjölmiðlum.  Vefsíðan Fótbolti.net hefur undanfarin ár kynnt lið ársins í 1. og 2. deild karla og afhent viðkomandi leikmönnum veglegar viðurkenningar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Áhugaverður samanburður á liði ársins - 10.10.2005

Áhugavert er að bera lið ársins í Landsbankadeild karla hjá Morgunblaðinu og Fréttablaðinu saman við lið ársins sem kynnt var á lokahófi KSÍ.

Lesa meira
 
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, klippir á borðann

Tveir sparkvellir opnaðir í Hafnarfirði - 10.10.2005

Í síðustu viku voru sparkvellir formlega opnaðir við Setbergsskóla og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði.  Það var Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, sem klippti á borðana. Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Svíar þurfa stig til að tryggja HM-sætið - 10.10.2005

Lokaumferð undankeppni HM 2006 fer fram á miðvikudag.  Í 8. riðli þurfa Svíar a.m.k. jafntefli gegn Íslendingum á Råsunda til að tryggja sæti í lokakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Þýsk markaveisla í síðari hálfleik - 9.10.2005

Valur tapaði með sjö marka mun gegn þýska liðinu Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna á Laugardalsvellinum í dag, sunnudag.  Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Póllands

Tap gegn Pólverjum í fimm marka leik - 7.10.2005

Íslenska landsliðið tapaði vináttulandsleik gegn Pólverjum í Varsjá í dag, föstudag.  Fimm mörk voru skoruð í leiknum og átti íslenska liðið tvö þeirra, bæði í fyrri hálfleik. Tveir leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik. 

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Ungverskir dómarar á leik Vals og Potsdam - 7.10.2005

Dómaratríóið í fyrri viðureign Vals og þýska liðsins Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna kemur frá Ungverjalandi.  Aðgangur á leikinn, sem fram fer á Laugardalsvelli á sunnudag, er ókeypis.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Leikmaður Víkings R. úrskurðaður í langt leikbann - 7.10.2005

Á fundi aganefndar KSÍ var Vilmundur Sveinsson, leikmaður 2. flokks karla hjá Víkingi R., úrskurðaður í tímabundið leikbann og er honum óheimil þátttaka í öllum opinberum mótum innan vébanda KSÍ til og með 17. júní 2006.

Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi - 7.10.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í dag. Liðin mætast í Varsjá og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma og er sýndur beint á Sýn. Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Góður sigur á Bosníumönnum - 7.10.2005

U19 landslið karla vann í dag, föstudag, góðan 2-0 sigur á liði Bosníu/Hersegóvínu í lokaumferð síns riðils í undankeppni EM, en riðillinn fór einmitt fram í Sarajevo í Bosníu.  Bæði mörk íslenska liðsins komu seint í leiknum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Byrjunarlið U19 karla gegn Bosníu/Hersegóvínu - 7.10.2005

Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir leikinn gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag, sem hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram í riðlinum.

Lesa meira
 
Egilshöll

Niðurröðun Framhaldsskólamótsins 2005 staðfest - 6.10.2005

Leikjaniðurröðun í Framhaldsskólamótinu í knattspyrnu hefur nú verið staðfest og er hægt að skoða hana hér á ksi.is.  Riðlakeppnin fer fram í Hafnarfirði og á Akureyri, en úrslitakeppnin verður leikin í Egilshöll í Reykjavík.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Sigurmark Króata á lokasekúndunum - 5.10.2005

Króatar gerðu dramatískt sigurmark gegn Íslandi á lokamínútunni í undankeppni EM U19 landsliða karla, en liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið á því ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Rússneskir dómarar í báðum A-landsleikjunum - 5.10.2005

Dómgæslan í báðum leikjum A-landsliðs karla sem framundan eru verður í höndum Rússa - í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum og leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Svíum.

Lesa meira
 
Hannes Sigurðsson

Hannes Þ. Sigurðsson í landsliðshópinn - 5.10.2005

Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum á föstudag og hafa landsliðsþjálfararnir kallað á Hannes Þ. Sigurðsson í hans stað. Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Byrjunarlið U19 karla gegn Króatíu - 5.10.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni EM í dag.  Riðillinn fer fram í Sarajevo í Bosníu.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Fyrri leikur Vals gegn Potsdam á sunnudag - 5.10.2005

Valur leikur gegn þýska liðinu Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna á Laugardalsvellinum næstkomandi sunnudag kl. 14:00.  Um er að ræða fyrri leik liðanna. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR 2005 - Leikjaniðurröðun - 4.10.2005

Leikjaniðurröðun í Grunnskólamóti KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) hefur nú verið birt hér á ksi.is.  Mótið er fyrir grunnskóla í Reykjavík (7. og 10. bekk) og fer fram í Egilshöll.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands - 4.10.2005

Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun  fyrir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM 2006 þann 12. október næstkomandi. Upphitunin fer fram á Crazy Horse, Sturegatan 12, í miðbæ Stokkhólms. 

Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson

Breytingar á landsliðshópnum gegn Pólverjum og Svíum - 3.10.2005

Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum.  Helgi Valur Daníelsson og Daði Lárusson koma inn í hópinn í stað Jóhannesar Harðarsonar og Árna Gauts Arasonar. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Þrír leikmenn í U21 hópnum í fyrsta sinn - 3.10.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið þrjá leikmenn sem leika með U19 landsliðinu í hópinn fyrir lokaleik U21 liðsins í undankeppni EM 2006, gegn Svíþjóð 11. október.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Eins marks tap gegn Búlgörum hjá U19 karla - 3.10.2005

Mark úr vítaspyrnu á 50. mínútu réði úrslitum í leik U19 landsliðs karla gegn jafnöldrum sínum frá Búlgaríu í undankeppni EM í dag.  Fátt markvert gerðist í leiknum og lítið var um færi. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Þjálfarastyrkir ÍSÍ - Haust 2005 - 3.10.2005

Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja námskeið eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000. Lesa meira
 
Árborg

Árborg óskar eftir þjálfara - 3.10.2005

Viltu þjálfa skemmtilegasta knattspyrnulið á Íslandi?  Knattspyrnufélag Árborgar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara til að þjálfa meistaraflokk karla á komandi keppnistímabili. Aðsetur félagsins er á Selfossi en Árborg leikur í 3. deild.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Laufey Ólafsdóttir og Allan Borgvardt valin best - 3.10.2005

Á lokahófi KSÍ á Broadway síðastliðinn laugardag voru afhentar hinar ýmsu viðurkenningar fyrir frammistöðu á nýloknu keppnistímabili.  Allan Borgvardt og Laufey Ólafsdóttir voru kosin leikmenn ársins.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna áfram þrátt fyrir tap gegn Rússum - 3.10.2005

Þrátt fyrir 1-5 tap gegn Rússum í lokaumferð undankeppni EM U19 liða kvenna komst Ísland áfram í milliriðla, sem fram fara í apríl á næsta ári.  Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði mark Íslands gegn Rússum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Búlgörum - 3.10.2005

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins í dag Lesa meira
 
Fram

Laus þjálfarastörf hjá Fram - 30.9.2005

Knattspyrnudeild Fram leitar eftir þjálfurum sem vilja slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Æskilegt er að þjálfarar hafi reynslu við þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Lesa meira
 
Egilshöll

Framhaldsskólamótið 2005 - Drög að niðurröðun - 30.9.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Framhaldsskólamótinu má nú skoða hér á ksi.is.  Leikið er í Hafnarfirði og á Akureyri dagana 15. - 16. og 22. - 23. október.  Úrslitakeppni fer fram í Egilshöll laugardaginn 29. október.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti/Haust staðfest - 30.9.2005

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti/Haust hefur verið staðfest og má skoða hana hér á ksi.is.  Skila þarf leikskýrslum fyrir hvern leik og hefðbundnar reglur gilda um breytingar á leikjum.

Lesa meira
 
Ríkharður skorar gegn Svíum

Aldrei unnið Pólverja, en tvisvar unnið Svía - 30.9.2005

A landslið karla leikur tvo landsleiki í október - vináttulandsleik gegn Pólverjum og leik í undankeppni HM 2006 gegn Svíum.  Íslenska liðið hefur aldrei hampað sigri gegn Pólverjum, en hefur tvisvar sinnum lagt Svía að velli.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Annar stórsigurinn í röð hjá U19 kvenna - 29.9.2005

U19 kvenna vann í dag annan stórsigurinn í röð í undankeppni EM.  Lið Bosníu/Hersegóvínu var lagt að velli með fimm mörkum gegn engu og þar með er sæti í milliriðli öruggt.

Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara Bjartmarz eftirlitsmaður UEFA í Portúgal - 29.9.2005

Klara Ósk Bjartmarz er eftirlitsmaður UEFA með riðli í undankeppni EM U19 landsliða kvenna.  Riðillinn fer fram í Portúgal í vikunni og í honum eru, auk heimamanna, Slóvakía, Wales og Kasakstan.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hvaða leikmenn hafa skarað fram úr? - 29.9.2005

Á lokahófi KSÍ á Broadway næsta laugardag verður meðal annars kynnt niðurstaða kosningar leikmanna í Landsbankadeildum karla og kvenna á bestu og efnilegustu leikmönnum deildanna árið 2005.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna mætir Bosníu/Hersegóvínu í dag - 29.9.2005

U19 landslið kvenna leikur gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn fer fram í Sarajevo, þannig að bosníska liðið er á heimavelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslenski hópurinn gegn Pólverjum og Svíum - 28.9.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í Varsjá 7. október og leikinn gegn Svíum í Stokkhólmi í undankeppni HM 2006 12. október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Póllands

Landsliðshópur Pólverja gegn Íslandi - 28.9.2005

Pólverjar hafa tilkynnt hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi 7. október, en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir lokaumferð undankeppni HM.  Pólverjar leika gegn Englendingum 12. október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Sænski hópurinn gegn Króatíu og Íslandi - 28.9.2005

Svíar hafa tilkynnt gríðarsterkan 22 manna landsliðshóp fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu í Zagreb 8. október og Íslandi á Råsunda í Stokkhólmi 12. október.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

KSÍ sektað um hálfa milljón króna - 28.9.2005

FIFA hefur sektað KSÍ um 10.500 svissneska franka, eða um hálfa milljón króna, vegna fjölda áminninga sem A landslið karla fékk í tveimur leikjum í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu og Búlgaríu.

Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

U17 karla úr leik eftir tap gegn Tékkum - 27.9.2005

U17 landslið karla hafnaði í 3. sæti síns riðils í undankeppni EM, sem fram fór í Bosníu/Hersegóveníu.  Lokaumferðin fór fram í dag, þriðjudag, og beið íslenska liðið 1-4 ósigur gegn Tékkum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Sjö marka sigur hjá U19 kvenna gegn Georgíu - 27.9.2005

U19 landslið kvenna vann Georgíu með sjö mörkum gegn engu í undankeppni EM í dag, þriðjudag.  Katrín Ómarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir gerðu báðar tvö mörk fyrir íslenska liðið. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 landslið karla til Bosníu/Hersegóvínu - 27.9.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landslið karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í Bosníu/Hersegóvínu í byrjun október. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Mesti áhorfendafjöldi á bikarúrslitaleik síðan 1999 - 27.9.2005

Áhorfendur á úrslitaleik Fram og Vals í VISA-bikar karla á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag voru alls 5.162.  Þetta er mesti áhorfendafjöldi síðan 1999 og voru áhorfendur í ár rúmlega 3.000 fleiri en í fyrra.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR leitar eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 27.9.2005

Unglingaráð ÍR óskar eftir að ráða áhugasaman þjálfara fyrir 4. flokk karla. Þjálfaramenntun er skilyrði og reynsla æskileg.  Iðkendur í 4. flokki karla eru á milli 50 og 60 og er aðstoðarþjálfari fyrir hendi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Potsdam á Laugardalsvelli 9. október - 27.9.2005

Ákveðið hefur verið að fyrri leikur Vals og Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna fari fram á Laugardalsvelli sunnudaginn 9. október.  Síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi viku síðar. Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum - 27.9.2005

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá liðinu sem hóf leikinn gegn Svíum á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Georgíu - 27.9.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Georgíu í undankeppni EM, en liðin mætast kl. 14:00 í dag að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn Jakobsson dæmir leik Groclin og Lens - 26.9.2005

Kristinn Jakobsson verður dómari í viðureign pólska liðsins Groclin og Lens frá Frakklandi í UEFA-bikarnum, en liðin mætast í Póllandi á fimmtudag.  Um er að ræða síðari viðureign liðanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Íslandsmót innanhúss 2006 - 26.9.2005

Íslandsmót meistaraflokka karla og kvenna innanhúss fara fram í nóvember og byrjun desember, en yngri flokkar leika í riðlakeppni í desember/janúar og úrslitakeppni í febrúar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð eftir kl. 13:00 á þriðjudag - 26.9.2005

Skrifstofa KSÍ verður lokuð eftir kl. 13:00 þriðjudaginn 27. september.  Þeim sem þurfa að hafa samband við KSÍ milli kl. 13:00 og 17:00 þann dag er bent á upplýsingar um starfsfólk hér á ksi.is, undir Allt um KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna 2005 - 26.9.2005

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 1. október næstkomandi. Veittar verða viðurkenningar, flutt lög úr nýrri söngskemmtun og Á móti sól leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Jafntefli gegn Svíum hjá U17 karla - 25.9.2005

U17 landslið karla gerði í morgun 2-2 jafntefli við Svía í öðrum leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar. Lesa meira
 
Luka Kostic

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 25.9.2005

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á byrjunarliðinu sem mætir Svíum í dag klukkan 9 frá liðinu sem vann Andorramenn á föstudag.  Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar sigurvegarar í B-liðum 3. flokks karla - 24.9.2005

Breiðablik hampaði í dag sigri á Íslandsmóti B-liða 3. flokks karla með því að leggja Fylki í fjörugum úrslitaleik á Smárahvammsvelli í Kópavogi með sex mörkum gegn fimm.  Staðan í hálfleik var 3-1, Blikum í vil. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Eins marks tap hjá A kvenna í Tékklandi - 24.9.2005

A landslið kvenna beið í dag, laugardag, lægri hlut gegn Tékkum í undankeppni HM 2007.  Eina mark leiksins kom snemma í fyrri hálfleik og þrátt fyrir mikla baráttu tókst íslenska liðinu ekki að jafna metin.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valsmenn VISA-bikarmeistarar karla 2005 - 24.9.2005

Valsmenn lögðu í dag Framara með einu marki gegn engu í úrslitaleik VISA-bikars karla.  Baldur Aðalsteinsson gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik og tryggði Val fyrsta bikarmeistaratitilinn síðan 1992.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús Þórisson dæmir í sænsku deildinni - 24.9.2005

Magnús Þórisson, dómari úr Sandgerði, verður dómari í leik Falkenbergs FF og Västra Frölunda IF á sunnudag, í næst efstu deild sænsku knattspyrnunnar, Superettan.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikardagur - Allir á völlinn! - 24.9.2005

Úrslitaleikur VISA-bikars karla milli Fram og Vals verður leikinn á Laugardalsvelli í dag, laugardag kl. 14:00. Upphitun stuðningsmanna liðanna stendur nú yfir í Framheimilinu og Valsheimilinu, þannig að rétt er að skella sér í fjörið og taka þátt.  Dagurinn í dag er sannkallaður VISA-bikardagur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum

Óbreytt byrjunarlið A kvenna frá síðasta leik - 23.9.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun tefla fram óbreyttu byrjunarliði frá jafnteflisleiknum gegn Svíum þegar íslenska liðið mætir Tékkum í undankeppni HM 2007 í Tékklandi á laugardag.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þýskubíllinn fer hringferð um landið - 23.9.2005

Þýskuþjálfarinn, Kristian Wiegand, mun á næstu vikum heimsækja íþróttafélög og skóla á Íslandi, kynna heimsmeistaramótið í Þýskalandi 2006 og bjóða upp á örnámskeið í “fótboltaþýsku”.
Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ólíkt hlutskipti Fram og Vals í deildinni í sumar - 23.9.2005

Hlutskipti liðanna sem leika til úrslita í VISA-bikar karla á laugardag er ólíkt á keppnistímabilinu sem er að líða.  Í úrslitaleiknum standa þau þó jöfn að vígi og eiga bæði jafn mikla möguleika á að verða bikarmeistarar.

Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Öruggur sex marka sigur gegn Andorra - 23.9.2005

U17 landslið karla vann í dag öruggan 6-0 sigur á Andorra í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram þar í landi. Í riðlinum leika einnig Svíþjóð og Tékkland, en þau lið mætast síðar í dag.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust? - 23.9.2005

Þjálfaranámskeið KSÍ hefjast nú fljótlega og skráning er hafin á flest námskeiðin.  Undanfarin ár hefur verið gríðarleg þátttaka og því er best að skrá sig sem fyrst.  Lesa meira
 
Kastrup-flugvöllur í Kaupmannahöfn

Farangursvandræði hjá A landsliði kvenna - 23.9.2005

A landslið kvenna lenti í vandræðum á leið sinni til Tékklands til að leika við heimamenn í undankeppni HM.  Allur farangur liðsins varð eftir á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH-ingar bestu stuðningsmenn umferða 13-18 - 23.9.2005

Stuðningsmenn FH hafa verið valdir af Landsbankanum sem þeir bestu í umferðum 13-18 í Landsbankadeild karla.  FH-ingar hafa hlotið þessi verðlaun oftar en stuðningsmenn annarra liða. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Andorra - 23.9.2005

Lúkas Kostic, þjálfari U17 karla hefur tilkynnt byrjnarliði sem leikur gegn Andorra í fyrsta leiknum í undanriðli Evrópukeppnirnar í dag klukkan 10 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Þessir eru mjög sáttir við gervigrasið ...

Leikið á gervigrasi í HM U17 karla í Perú - 23.9.2005

Úrslitakeppni HM U17 landsliða karla fer fram þessa dagana í Perú og fara allir leikir fram á gervigrasi, þar á meðal úrslitaleikurinn sem leikinn verður á þjóðarleikvangi þeirra Perúmanna í höfuðborginni Lima. Lesa meira
 
Krakkarnir biðu spenntir eftir að fá að byrja að leika sér

Tveir sparkvellir vígðir í Vestmannaeyjum - 22.9.2005

Á miðvikudag voru tveir sparkvellir formlega vígðir í Vestmannaeyjum, einn við Hamarsskóla og annar við Barnaskóla.  Mikill fjöldi var samankominn við vígslur beggja valla og ljóst að um algera byltingu er að ræða í aðstöðu til knattspyrnuiðkunar fyrir krakkana í bænum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Stuðningsmenn Fram og Vals ætla að fjölmenna - 22.9.2005

Stuðningsmenn Fram og Vals munu fjölmenna á úrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvelli á laugardag og hafa nú þegar verið seldir um 2.000 miðar á leikinn.  Upphitun er í fullum gangi á vefsíðum félaganna.

Lesa meira
 
UEFA

Framkvæmdastjórn UEFA fundar á Íslandi í júlí 2006 - 22.9.2005

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum á miðvikudag að halda fund framkvæmdastjórnar á Íslandi 12. og 13. júlí 2006, að nýlokinni úrslitakeppni HM 2006 í Þýskalandi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti/Haust 2005 - 22.9.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti / Haust hafa nú verið birt hér á á ksi.is.  Niðurröðun má skoða í valmyndinni hér til vinstri og er hægt að afmarka leit með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Undirbúningshópur U19 karla fyrir undankeppni EM - 22.9.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 34 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í byrjun október.

Lesa meira
 
Erla Hendriksdóttir

Kveðjuleikur Erlu Hendriksdóttur - 22.9.2005

Erla Hendriksdóttir, önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur ákveðið að leggja skóna í hilluna í haust og því verður leikur Íslands gegn Tékkum í undankeppni HM 2007 á laugardag kveðjuleikur Erlu.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes Valgeirsson dæmir í Wales - 22.9.2005

Jóhannes Valgeirsson, FIFA dómari og Gunnar Sverrir Gunnarsson, FIFA aðstoðardómari, dæma í vikunni í undankeppni Evrópumóts landsliða U17. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla á laugardag - 22.9.2005

Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikars karla á laugardalsvelli á laugardag kl. 14:00.  Þetta verður í þriðja sinn sem þessi lið mætast í úrslitum, en þau mættust einnig árin 1977 og 1979.

Lesa meira
 
Huginn

Huginn leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 22.9.2005

Huginn Seyðisfirði leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Huginn hélt sæti sínu í 2. deild síðastliðið sumar og er markið sett enn hærra fyrir næsta sumar.  Skilyrði er að þjálfari sé búsettur á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Miðar til sölu á lokaleikinn í undankeppni HM 2006 - 22.9.2005

KSÍ hefur til sölu miða fyrir Íslendinga á viðureign Íslands og Svíþjóðar í undankeppni HM karlalandsliða 2006, sem fram fer í Svíþjóð 12. október næstkomandi, en um er að ræða lokaleik Íslands í riðlinum.

Lesa meira
 
Birkir Bjarnason

Systkini í U19 landsliðum Íslands - 20.9.2005

Systkinin Björg Bjarnadóttir og Birkir Bjarnason eru í U19 landsliðum Íslands.  Þau eru búsett í Stavanger í Noregi og eru börn Bjarna Sveinbjörnssonar, sem lék m.a. með Þór Akureyri og ÍBV hér á árum áður.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Knattspyrnudeild Vals áminnt og sektuð - 20.9.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli ÍBV gegn Val.  ÍBV taldi Val hafa brotið gegn reglugerð um samninga og stöðu félaga og leikmanna. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ráðstefnu KÞÍ aflýst - 20.9.2005

Ráðstefnu KÞÍ í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla, sem vera átti um næstu helgi, hefur verið aflýst.  Þess í stað mun KÞÍ í samvinnu við KSÍ standa fyrir afmælisráðstefnu 12. - 13. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Auðun Helgason valinn besti leikmaður umferða 13-18 - 20.9.2005

Viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla voru afhentar í dag, þriðjudag.  Auðun Helgason var valinn besti leikmaður umferðanna, Ólafur Þórðarson besti þjálfarinn og Egill Már Markússon besti dómarinn.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Framarar geta enn krækt í Evrópusæti - 19.9.2005

Þrátt fyrir að Framarar séu fallnir í 1. deild geta þeir enn tryggt sér sæti í UEFA-bikarnum fyrir næsta keppnistímabil, með því að sigra í úrslitaleik VISA-bikarsins gegn Val næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Tæplega 50 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar - 19.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram 24. og 25. september í Fífunni í Kópavogi.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á æfingarnar. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna leikur í Bosníu um mánaðamótin - 19.9.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir undankeppni EM sem fram fer í Bosníu/Hersegóvínu um næstu mánaðamót. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Potsdam í 8-liða úrslitum - 19.9.2005

Erfitt verkefni bíður Vals í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna þar sem mótherjarnir verða þýska liðið 1. FFC Turbine Potsdam, sem er núverandi Evrópumeistari. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik leitar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 19.9.2005

Unglingaráð Breiðabliks auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum til að þjálfa yngri flokka.  Þjálfara vantar fyrir þrjá karlaflokka og tvo kvennaflokka. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Landsdeildir 2006 - 19.9.2005

Það getur verið áhugavert að skoða skiptingu félaga í landsdeildir miðað við það hvaðan af landinu þau koma.  Landsdeildir eru þær deildir meistaraflokks þar sem keppt er á landsvísu.

Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn Hinriksson dæmir í EM U17 karla - 19.9.2005

Garðar Örn Hinriksson og Sigurður Óli Þórleifsson verða að störfum í undankeppni EM U17 landsliða karla í vikunni.  Þeir félagar starfa í leikjum riðils sem fram fer í Finnlandi.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Aðsóknarmetið frá 2001 stendur enn - 19.9.2005

Ekki tókst að slá aðsóknarmetið í Landsbankadeild karla í ár, en heildaraðsókn er þó sú næst besta frá upphafi.  Aðeins vantaði rúmlega 500 manns í heildartöluna í ár til að slá metið frá 2001. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla 2005 lokið - 17.9.2005

Mikil dramatík var í lokaumferð Landsbankadeildar karla, sem fram fór í dag, laugardag.  Mesta spennan var í fallbaráttunni þar sem Grindavík, Fram og ÍBV áttu það öll á hættu að fylgja Þrótturum niður.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur í 8-liða úrslit í Evrópukeppninni - 17.9.2005

Valsstúlkur tryggðu sér í dag, laugardag, sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna á glæsilegan hátt með því að sigra Alma frá Kasakstan með átta mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

U17 landslið karla til Andorra - 16.9.2005

Lúkas Kostic, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 manna leikmannahóp fyrir undankeppni EM.  Riðill Íslands fer fram í Andorra 23. - 27. september og eru Tékkland og Svíþjóð einnig í riðlinum.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Upp um eitt sæti á styrkleikalistanum - 16.9.2005

Ísland hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið og er nú í 17. sæti. Engin breyting er á efstu sætunum, Þjóðverjar eru áfram efstir, Bandaríkjamenn í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Mikill áhugi á leik Svíþjóðar og Íslands - 16.9.2005

Mikill áhugi er í Svíþjóð á leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Íslandi, en hann fer fram 12. október næstkomandi.  Nú þegar hafa 28.100 aðgöngumiðar verið seldir og talið líklegt að uppselt verði á leikinn.

Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

VB í heimsókn hjá Reyni í Sandgerði - 16.9.2005

Á laugardag tekur knattspyrnulið Reynis í Sandgerði á móti liði VB frá Færeyjum.  Leikurinn fer fram á Sandgerðisvelli og hefst kl. 11:00.  VB frá Vågi á sæti í efstu deild í Færeyjum og er eitt rótgrónasta félag eyjanna, en það varð 100 ára fyrr á þessu ári.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH áfram í Landsbankadeild kvenna - 16.9.2005

FH hefur tryggt sér áframhaldandi veru í Landsbankadeild kvenna með því að leggja Þór/KA/KS 4-1 samanlagt í aukakeppni um sæti í deildinni.  Markalaust jafntefli varð í síðari leik liðanna.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur í góðri stöðu eftir sigur á Masinac Nis - 16.9.2005

Valsstúlkur eru í góðri stöðu í sínum riðli í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Tvö mörk frá Margréti Láru Viðarsdóttur og eitt frá Rakeli Logadóttur tryggðu 3-0 sigur á liði Masinac Nis á fimmtudag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Úrtaksæfingar U19 karla 17. og 18. september - 15.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U19 lið karla verða haldnar um næstu helgi, 17. og 18. september í Fífunni í Kópavogi. U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í Bosníu í byrjun október.

Lesa meira
 
Grótta

Grótta auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 15.9.2005

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara 4. flokks karla fyrir árið 2005-2006. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi og hefur iðkendum fjölgað verulega síðastliðin ár.

Lesa meira
 
Samningurinn undirritaður, nú er bara að hefja framkvæmdir ...

Uppbygging á Laugardalsvelli - 15.9.2005

Í dag, fimmtudag, undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík og formaður KSÍ samning um uppbyggingu á Laugardalsvelli.  Að framkvæmdum loknum munu verða um 10.000 sæti fyrir áhorfendur á vellinum.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson og ungur aðdáandi

Landsliðsmenn heimsóttu langveik börn í Rjóðri - 15.9.2005

Landsliðsmennirnir Gylfi Einarsson, Hermann Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson heimsóttu Rjóður - hjúkrunarheimili fyrir langveik börn - þegar þeir komu til landsins fyrir leikinn gegn Króatíu á dögunum.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur leikur gegn serbnesku meisturunum - 15.9.2005

Valsstúlkur mæta serbnesku meisturunum ZFK Masinac-Classic Nis í Evrópukeppni félagsliða kvenna í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma, en eins og kunnugt er fer riðillinn fram í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur sigurvegari í keppni U23 liða karla - 15.9.2005

Valur tryggði sér á miðvikudagskvöld sigur í A-deild U23 liða karla með 2-2 jafntefli við Þrótt.  Þróttarar höfnuðu í 2. sæti, en með sigri í leiknum hefðu þeir náð efsta sætinu af Valsmönnum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild karla - 15.9.2005

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni.  Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 14.9.2005

Íslenska landsliðið hefur hækkað um tvö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði og er nú í 92. sæti.  Svíar snúa aftur á topp 10 eftir níu ára fjarveru, á kostnað Englendinga. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Mark í uppbótartíma tryggði Djurgården/Älvsjö sigur - 14.9.2005

Valsstúlkur töpuðu naumlega gegn Djurgården/Älvsjö í Evrópukeppni félagsliða kvenna á þriðjudag.  Sigurmark sænsku meistaranna kom þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Lesa meira
 
FH

FH-ingar bikarmeistarar eftir stórsigur - 14.9.2005

FH-ingar unnu 7-2 stórsigur á Fram í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks karla, en liðin mættust á Valbjarnarvelli á þriðjudag.  Þetta er aðeins í 2. sinn sem FH hampar sigri í bikarkeppni 2. flokks karla.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik bikarmeistari 2. flokks kvenna - 14.9.2005

Breiðablik er bikarmeistari 2. flokks kvenna eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik sem fram fór að Hlíðarenda á þriðjudag.  Þetta er annað árið í röð sem Breiðablik hampar þessum bikar.

Lesa meira
 
Luka Kostic þjálfar U17 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla 13. - 18. september - 12.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram dagana 13. - 18. september og hafa 26 leikmenn verið boðaðir að þessu sinni.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla. 

Lesa meira
 
Fylkir

Fylki dæmdur sigur gegn Fram - 12.9.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Fram vegna leiks í B-liðum 3. flokks karla þar sem Fylkir taldi Fram hafa teflt fram ólöglegum leikmönnum. Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildir til 2009 - 12.9.2005

Landsbankinn verður samstarfsaðili um efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu til næstu fjögurra ára, eða til og með 2009.  Munu deildirnar því áfram heita Landsbankadeild karla og Landsbankadeild kvenna.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Góðar líkur á nýju aðsóknarmeti - 12.9.2005

Þegar aðeins ein umferð er eftir í Landsbankadeild karla er ljóst að góðar líkur eru á því að sett verði aðsóknarmet.  Til þess að það takist þarf meðalaðsókn að leikjum sumarsins hingað til að haldast.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Fyrsti leikur Vals er á þriðjudag - 12.9.2005

Fyrsti leikur Vals í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna er á þriðjudag gegn Djurgården/Älvsjö, sem einnig eru gestgjafar riðilsins.  Fyrirfram er sænska liðið talið það sterkasta í riðlinum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Efstu tvö lið Íslandsmótsins leika til úrslita í bikarkeppninni - 12.9.2005

Stjarnan og Breiðablik leika til úrslita í bikarkeppni 2. flokks kvenna að Hlíðarenda á þriðjudag.  Þessi sömu lið háðu einmitt harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í flokknum, sem lauk með því að Stjarnan hafði betur. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitaleikur í bikarkeppni 2. flokks karla á þriðjudag - 12.9.2005

Á þriðjudag mætast FH og Fram á Valbjarnarvelli í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks karla.  FH hafnaði í 2. sæti A-deildar 2. flokks, en Framarar höfnuðu í 5. sæti.  Leikið hefur verið um sama farandbikarinn síðan keppnin fór fyrst fram, árið 1964.

Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding leitar að þjálfurum - 12.9.2005

Afturelding auglýsir eftir þjálfurum fyrir meistaraflokk og 2. flokk karla.  Frekari upplýsingar veitir Anna Gísladóttir - anna@istex.is. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Ein umferð eftir í Landsbankadeild karla - 12.9.2005

Lokaumferð Landsbankadeildar karla verður leikin næstkomandi laugardag.  Mikil spenna ríkir enn í baráttu um Evrópusæti annars vegar og hins vegar í fallbaráttunni.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar Íslandsmeistarar 3. flokks karla 2005 - 12.9.2005

Blikar tryggðu sér á sunnudag Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla með því að leggja Fylkismenn 2-1 í úrslitaleik á Fylkisvelli.  Breiðablik lék einnig til úrslita í bikarkeppni 3. flokks karla SV. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik VISA-bikarmeistari kvenna 2005 - 10.9.2005

Breiðablik tryggði sér í dag, laugardag, sigur í VISA-bikar kvenna með því að leggja KR í úrslitaleik á Laugardalsvellinum með fjórum mörkum gegn einu.  Þetta er í 9. sinn sem Breiðablik hampar bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Víkingar með góða stöðu fyrir lokaumferð 1. deildar - 10.9.2005

Víkingur R. er með góða stöðu í 2. sæti fyrir lokaumferð 1. deildar eftir öruggan 6-0 sigur á Haukum að Ásvöllum í 17. umferð, sem fram fór í dag, laugardag.  Á sama tíma tapaði KA 1-2 fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
A lið kvenna

Kvennalandsliðið gegn Tékkum tilkynnt - 10.9.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn fyrir viðureignina gegn Tékkum í undankeppni HM 2007, en liðin mætast í Kravare í Tékklandi 24. september.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH stendur vel að vígi í aukakeppni kvenna - 10.9.2005

FH stendur vel að vígi gegn Þór/KA/KS í aukakeppni um sæti í Landsbankadeild kvenna 2006.  Fyrri viðureign liðanna fór fram í Kaplakrika í dag, laugardag, og unnu FH-ingar öruggan 4-1 sigur.  Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

Reynismenn 3. deildarmeistarar 2005 - 10.9.2005

Reynir Sandgerði lagði í dag, laugardag, Sindra frá Hornafirði 4-1 í úrslitaleik 3. deildar karla, en liðin mættust á Grindavíkurvelli.  Bæði lið leika í 2. deild að ári. 

Lesa meira
 
Leiknismenn fagna (leiknir.com)

2. deild karla 2005 lokið - 10.9.2005

Lokaumferð 2. deildar karla fór fram í dag, laugardag, en fyrir umferðina var ljóst hvaða lið myndu fara upp og hvaða lið myndu falla.  Efstu liðin tvö, Leiknir R. og Stjarnan, töpuðu sínum leikjum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Ókeypis aðgangur í Kaplakrika á sunnudag - 10.9.2005

Ókeypis aðgangur verður fyrir áhorfendur á viðureign Íslandsmeistara FH og Fylkis í Landsbankadeild karla á sunnudag.  Leikurinn fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst kl. 14:00. Lesa meira
 
ÍR

ÍR dæmdur sigur gegn Leiftri/Dalvík í 2. deild - 9.9.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli ÍR gegn Leiftri/Dalvík vegna leiks í 2. deild karla þar sem ÍR taldi að Leiftur/Dalvík hefði notað þjálfara í leikbanni.  Dómstóllinn úrskurðaði ÍR 3-0 sigur.

Lesa meira
 
Verndum bernskuna

Verndum bernskuna - 9.9.2005

Nýlega var sett af stað verkefnið Verndum bernskuna - Heilræði fyrir foreldra og uppalendur.  Það er ósk aðstandenda verkefnisins að það eigi eftir að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar bikarmeistarar 3. flokks kvenna á Norðurlandi - 9.9.2005

Þórsarar eru bikarmeistarar í 3. flokki kvenna á Norðurlandi eftir sigur á Völsungi í úrslitaleik á Boganum á fimmtudag.  Lokatölur leiksins urðu 2-1, Þór í vil. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur bikarmeistarar 3. flokks kvenna SV - 9.9.2005

Breiðablik tryggði sér á fimmtudag sigur í bikarkeppni 3. flokks kvenna á Suður- og Vesturlandi með 4-0 sigri á Keflavík í úrslitaleik. Breiðablik vann því tvöfalt í flokknum. Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn Íslandsmeistarar í 2. flokki karla - 9.9.2005

Skagamenn tryggðu sér á fimmtudag Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með sigri á Val í lokaumferðinni.  Þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem ÍA verður Íslandsmeistari í 2. flokki karla. Lesa meira
 
Breiðablik

17. umferð 1. deildar karla á laugardag - 9.9.2005

Næst síðasta umferð 1. deildar karla fer fram á laugardag.  Á Kópavogsvelli mun Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenda Breiðabliki verðlaunin fyrir sigurinn í deildinni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur oftast orðið bikarmeistari kvenna - 9.9.2005

Breiðablik og KR mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:30.  Valur hefur oftast orðið bikarmeistari kvenna, en Breiðablik getur jafnað Val með sigri á KR laugardag. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Framhaldsskólamótið 2005 - 9.9.2005

Framhaldsskólamótið í knattspyrnu fer fram í október.  Keppt verður í 7 manna liðum og getur hver skóli getur sent 2 karlalið og 2 kvennalið til keppni.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingar sigurvegarar í B-liðum 2. flokks karla - 8.9.2005

Víkingar tryggðu sér á miðvikudag sigur í keppni B-liða 2. flokks karla með því að leggja Gróttu á Víkingsvelli.  KR og Breiðablik berjast um 2. sætið í keppninni, en þessi lið mætast einmitt á Smárahvammsvelli í Kópavogi á föstudag. Lesa meira
 
Þór

Þórsarar bikarmeistarar í 3. flokki karla NL/AL - 8.9.2005

Þórsarar urðu á miðvikudag bikarmeistarar 3. flokks karla í keppni félaga á Norður- og Austurlandi.  Í úrslitaleiknum mættu þeir nágrönnum sínum í KA á Akureyrarvelli og höfðu betur með einu marki gegn engu. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitaleikur 3. deildar karla í Grindavík - 8.9.2005

Úrslitaleikur 3. deildar karla fer fram á Grindavíkurvelli á laugardag kl. 14:00.  Liðin sem þar mætast, Reynir S. og Sindri, hafa þegar tryggt sæti sitt í 2. deild á næsta ári. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir Val í hag - 8.9.2005

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli Vals gegn Fjölni vegna leiks í 3. flokki karla.  Fjölnir kærði leikinn og var úrskurður Dómstóls KSÍ þeim í hag.  Valsmenn áfrýjuðu og nú hefur Áfrýjunardómstóllinn hrundið fyrri dómnum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Aukakeppni um sæti í Landsbankadeild 2006 - 8.9.2005

FH og Þór/KA/KS leika á laugardag í fyrri leik sinni í aukakeppni um laust sæti í Landsbankadeild kvenna 2006.  FH hafnaði í 7. sæti Landsbankadeildar, en Þór/KA/KS í 2. sæti 1. deildar. Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk - 8.9.2005

Hvöt á Blönduósi  leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Ráðningartími yrði frá hausti 2005 til september 2006.  Búseta á Blönduósi er skilyrði yfir sumarmánuðina, þarf helst að vera spilandi leikmaður.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Aðsóknarmetið í seilingarfjarlægð - 8.9.2005

Aðsóknarmetið í Landsbankadeild karla er í seilingarfjarlægð.  Þegar tvær umferðir eru eftir hafa 87.296 áhorfendur sótt leiki deildarinnar, eða 1.091 að meðaltali.  Verður metið slegið?  Verður 100.000 manna múrinn rofinn?

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR 2005 - 8.9.2005

Grunnskólamót KRR fyrir í 7. og 10. bekk verða leikin í Egilshöll í október.  Keppt verður í 7 manna liðum og getur hver skóli sent eitt lið af hvoru kyni til keppni í hvorn aldursflokk.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars kvenna á laugardag - 8.9.2005

Breiðablik og KR mætast á Laugardalsvelli kl. 16:30 á laugardag í úrslitaleik VISA-bikars kvenna.  Þetta verður í fimmta sinn sem þessi lið mætast í úrslitum bikarkeppninnar. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Grátlegt tap gegn Búlgörum í Sofia - 7.9.2005

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Búlgaríu í kvöld, miðvikudagskvöld, með þremur mörkum gegn tveimur í leik sem fram fór í Sofia.  Ísland komst í 2-0, en heimamenn náður að gera þrjú mörk áður en yfir lauk. Lesa meira
 
Luka Kostic

Úrtaksæfingar U17 karla 10. og 11. september - 7.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram um helgina og hafa alls 17 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Ein breyting fyrir leikinn gegn Búlgaríu - 7.9.2005

Ein breyting hefur verið gerð á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Króötum á dögunum fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2006.  Kári Árnason kemur inn í liðið fyrir Gylfa Einarsson, sem er í leikbanni.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Búlgaría og Ísland mætast í undankeppni HM í dag - 7.9.2005

Búlgaría og Ísland mætast í dag, miðvikudag, í undankeppni HM 2006 á Vassil Levski leikvanginum í Sofia.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fylkir og Breiðablik meistarar í eldri flokkum - 7.9.2005

Úrslitaleikir í eldri flokkum karla fóru fram á þriðjudagskvöld.  Fylkir hampaði sigri í úrslitaleik gegn Val í flokki 40 ára og eldri og Breiðablik lagði Víking R. í úrslitaleik 30 ára og eldri. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Reynir og Sindri leika til úrslita í 3. deild karla - 7.9.2005

Það verða Reynir S. og Sindri sem leika til úrslita í 3. deild karla í ár.  Síðari leikir í undanúrslitum fóru fram á þriðjudagskvöld og höfðu bæði félögin betur gegn andstæðingum sínum, þrátt fyrir að leika á útivelli.

Lesa meira
 
Breiðablik

Kvennaflokkar Breiðabliks sigursælir - 7.9.2005

Breiðablik er sennilega sigursælasta félag í kvennaflokkum frá upphafi.  Gríðarlega gott starf er unnið í kvennaflokkum félagsins og bera fjórir titlar í ár þess vitni.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Frábær 3-1 sigur hjá U21 karla í Sofia - 6.9.2005

U21 landslið karla vann í dag, þriðjudag, frábæran 3-1 sigur á liði Búlgara í undankeppni EM 2006, en liðin mættust í Sofia í Búlgaríu.  Íslenska liðið lék vel í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Síðari leikir í undanúrslitum - 6.9.2005

Í kvöld, þriðjudagskvöld, fara fram síðari leikirnir í undanúrslitum 3. deildar karla.  Á Seltjarnarnesi mætast Grótta og Reynir S., en á Fáskrúðsfirði taka Leiknismenn á móti Sindra.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna - 6.9.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 24 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna, sem fram fer um næstu mánaðamót í Bosníu-Hersegovínu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Greta Mjöll leikmaður umferða 8-14 - 6.9.2005

Viðurkenningar fyrir umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna voru afhentar í Iðnó í dag, þriðjudag.  Greta Mjöll Samúelsdóttir var valin besti leikmaður umferðanna og Úlfar Hinriksson besti þjálfarinn.  Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Umsjón í Haustmótum KRR 2005 - 6.9.2005

Haustmótum KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í yngstu flokkum hefur verið raðað á daga og umsjónaraðilar hafa verið skipaðir með hverju móti fyrir sig.  Haustmót yngstu flokka eru öll leikin í hraðmótsformi.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingur R. sigurvegari í 4. flokki karla B-liðum - 6.9.2005

Víkingur R. tryggði sér á mánudag sigur í úrslitakeppni B-liða 4. flokks karla.  Leikið var í fjögurra liða úrslitariðli og unnu Víkingar alla sína leiki.  Skagamenn höfnuðu í öðru sæti og FH-ingar í því þriðja. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tvær breytingar á byrjunarliði U21 karla - 6.9.2005

Gerðar hafa verið tvær breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Búlgaríu í dag í undankeppni EM.  Garðar Gunnlaugsson og Andri Ólafsson koma inn í byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Tyrkneskir dómarar í Sofia - 5.9.2005

Tyrkneskur dómara kvartett verður á viðureign Búlgaríu og Íslands í undankeppni HM 2006 á miðvikudag.  Fimm leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi í keppninni og því vonandi að Tyrkinn verði í góðu skapi.

Lesa meira
 
Hristo Stoichkov - landsliðsþjálfari Búlgaríu

Búlgarar vilja mörk á móti Íslendingum - 5.9.2005

Eftir þriggja mark tap gegn gegn Svíum á laugardag hefur Hristo Stoichkov, þjálfari búlgarska landsliðsins, gert þá kröfu til sinna manna að þeir vinni sigur á Íslendingum á miðvikudag, og það á sannfærandi hátt.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

2. umferð í næstu viku - 5.9.2005

Í næstu viku fer fram 2. umferð í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Valur, sem vann sinn riðil í 1. umferð á eftirminnilegan hátt, leikur í riðli með liðum frá Serbíu/Svartfjallalandi, Svíþjóð og Kasakstan.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Íslenskir dómarar á þremur landsleikjum - 5.9.2005

Íslenskir dómarar verða á þremur landsleikjum í vikunni.  Garðar Örn Hinriksson og Egill már Markússon dæma leiki í undankeppni EM U21 landsliða karla og Kristinn Jakobsson dæmir leik í undankeppni HM 2006. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik Íslandsmeistari 3. flokks kvenna - 5.9.2005

Breiðablik tryggði sér á sunnudag Íslandsmeistaratitilinn í 3. fl. kvenna með því að leggja GRV í úrslitaleik.  Leikurinn var afar spennandi, en svo fór að lokum að Blikastúlkur unnu með tveimur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn bikarmeistarar 3. flokks karla SV - 5.9.2005

Skagamenn tryggðu sér á sunnudag bikarmeistaratitil í 3. flokki karla SV með því að leggja Breiðablik í úrslitaleik á KR-velli.  Leikurinn var æsispennandi og þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna - 5.9.2005

Viðurkenningar fyrir umferðir 8-14 í Landsbankadeild kvenna verða afhentar í Iðnó í hádeginu á þriðjudag.  Kynnt verður úrvalslið umferðanna, besti leikmaður umferðanna og besti þjálfarinn. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir í Landsbankadeild kvenna 2006 - 4.9.2005

Fylkir tryggði sér í dag, sunnudag, sæti í Landsbankadeild kvenna 2006.  Sætið var tryggt með því að leggja Þór/KA/KS í úrslitaleik á Blönduósi með þremur mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna 2005 lokið - 4.9.2005

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fór fram á sunnudag.  Breiðablik hafði þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og fengu Blikastúlkur Íslandsbikarinn afhentan að loknum leik sínum gegn FH á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Bjarni Ólafur (nr.21) nýbúinn að skora - valur.is

Bjarni Ólafur í hópinn í stað Gylfa - 4.9.2005

Gylfi Einarsson fékk að líta gula spjaldið í leiknum gegn Króatíu á laugardag og verður hann því í leikbanni gegn Búlgaríu á miðvikudag.  Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hefur verið kallaður í hópinn í hans stað.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þrjú mörk Króata í síðari hálfleik færðu þeim sigur - 3.9.2005

Þrjú mörk Króata í síðari hálfleik tryggðu þeim sigur í á Íslendingum í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum í kvöld.  Íslenska liðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og voru gestirnir mun sterkari í þeim síðari.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

ÍA og Breiðablik meistarar í 4. flokki - 3.9.2005

Í dag, laugardag, fóru fram úrslitaleikir á Íslandsmóti 4. fl. karla og kvenna.  ÍA hampaði sigri í 4. karla með því að leggja Þórsara 4-0, og Breiðablik lagði ÍBV með sömu markatölu í 4. kvenna. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í dag - 3.9.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Magni sigurvegari í C-deild deildabikars karla - 3.9.2005

Magni Grenivík tryggði sér í dag sigur í C-deild deildabikars karla með því að leggja Ými í síðbúnum úrslitaleik á Sauðárkróksvelli í dag.  Lokatölur leiksins voru 3-2, Magna í vil.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu tilkynnt kl. 16:00 - 3.9.2005

Byrjunarlið Íslands gegn Króötum í undankeppni HM 2006 verður tilkynnt kl. 16:00 í dag og verður það birt hér á ksi.is .  Líklegt þykir að leikkerfið verði svipað og gegn Suður-Afríku fyrr í mánuðinum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Hollands

Eins marks tap í jöfnum leik gegn Hollandi - 3.9.2005

U19 landslið karla tapaði 0-1 gegn Hollendingum í vináttulandsleik í Spekenburg í Hollandi á föstudag.  Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og hefði sigurinn getað lent hvorum megin sem var. Lesa meira
 
Leiknir R.

Leiknismenn meistarar í 2. deild karla - 3.9.2005

Leiknismenn tryggðu sér á föstudagskvöld sigur í 1. deild karla með því að leggja Njarðvíkinga í Breiðholtinu.  Á sama tíma tryggði Stjarnan sér 2. sætið með sigri á Leiftri/Dalvík. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

5.000 miðar seldir í forsölu - 3.9.2005

Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu lauk á föstudagskvöld og hafa nú alls selst um 5.000 miðar á leikinn.  Miðasala við Laugardalsvöll er hafin og er fólk er hvatt til að tryggja sér miða sem allra fyrst og fjölmenna á völlinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Króatíu

Króatar sterkari á KR-vellinum - 2.9.2005

U21 landslið karla tapaði 1-2 gegn Króötum á KR-vellinum í undankeppni EM í kvöld.  Króatarnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og var sigur þeirra fyllilega verðskuldaður.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Króatar berjast við Svía um toppsætið - 2.9.2005

Króatar, sem verða gestir á Laugardalsvellinum á laugardag, eiga í harðri baráttu við Svía um efsta sæti riðilsins í undankeppni HM 2006.  Sæti í úrslitakeppninni í Þýskalandi á næsta ári er í húfi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Breiðablik og Víkingur leika til úrslita í eldri flokki - 2.9.2005

Breiðablik og Víkingur R. leika til úrslita í karlaflokki 30 ára og eldri á Smárahvammsvelli í Kópavogi á þriðjudag kl. 18:00.  Breiðablik lagði Fylki í undanúrslitum og Víkingar unnu Stjörnuna. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Skráning í Faxaflóamót / Haust 2005 er hafin - 2.9.2005

Frestur til að tilkynna þátttöku í Faxaflóamót / Haust 2005 er til 12. september.  Leikið er í 2., 3. og 4. flokki karla og kvenna.  Mótið er það fyrsta á nýju tímabili og er miðað við aldursflokkaskiptingu 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR staðfest - 2.9.2005

Leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) hefur verið staðfest og er mótið nú þegar hafið.  Félög eru beðin um að fara vandlega yfir staðfesta niðurröðun.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferðin á sunnudag - 2.9.2005

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fer fram á sunnudag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00.  Breiðablik hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og verður bikarinn afhentur að loknum leik liðsins gegn FH á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Sýnt beint frá þremur leikjum í 17. umferð - 2.9.2005

Sjónvarpsleikur 17. umferðar Landsbankadeildar karla á Sýn verður viðureign Keflavíkur og Fram á Keflavíkurvelli.  Sýn mun einnig vera með innslög frá Laugardalsvelli og Kaplakrika í beinni útsendingu.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Úrslitaleikur Fylkis og Þórs/KA/KS á sunnudag - 2.9.2005

Fylkir og Þór/KA/KS mætast í úrslitaleik 1. deildar kvenna á Blönduósvelli á sunnudag.  Liðið sem vinnur leikinn tryggir sér sæti í Landsbankadeildinni 2006.

Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Undanúrslit 3. deildar karla hefjast um helgina - 2.9.2005

Fyrri leikir í undanúrslitum 3. deildar karla fara fram á laugardag.  Sindramenn taka á móti Leikni á Sindravöllum í Hornafirði og Grótta verður í heimsókn hjá Reyni í Sandgerði.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Síðbúinn úrslitaleikur C-deildar Deildabikars karla - 2.9.2005

Á laugardag kl. 11:30 fer fram síðbúinn úrslitaleikur C-deildar Deildabikars karla á Sauðárkróksvelli.  Leiknum var frestað á sínum tíma og ekki tókst að finna hentugan leikdag fyrr en nú. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Netsölu lokið - 4.000 miðar seldir - 2.9.2005

Netsölu á viðureign Íslands og Króatíu, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag, lauk á fimmtudagskvöld og hafa nú alls selst um 4.000 miðar á leikinn.  Forsala heldur áfram á Nestis-stöðvum ESSO í dag, föstudag.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson - Þjálfari U21 liðs karla

Nokkuð breytt lið hjá U21 karla gegn Króötum - 2.9.2005

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið U21 karla gegn Króötum í EM, en liðin mætast á KR-velli í dag kl. 17:00.  Fjórir sterkir leikmenn eru fjarverandi og því fá nýir leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitaleikir í 3. og 4. flokkum karla og kvenna - 2.9.2005

Um helgina fara fram úrslitaleikir á Íslandsmótum 3. og 4. flokka karla og kvenna.  Úrslitaleikur 4. flokks karla fer fram á Sauðárkróki, úrslitaleikur 3. flokks kvenna á ÍR-velli og úrslitaleikur 4. flokks kvenna á Varmárvelli.

Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

Byrjunarlið U19 karla gegn Hollendingum - 2.9.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum, en liðin mætast í Spakenburg í Hollandi í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Luka Kostic

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla 3. og 4. september - 1.9.2005

Um næstu helgi fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.  Á laugardeginum verður æft á Tungubökkum, en á sunnudeginum í Egilshöll.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

3.500 miðar þegar seldir á Ísland - Króatía - 1.9.2005

Þegar þetta er ritað hafa um 3.500 miðar verið seldir á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006, en liðin mætast á Laugardalsvelli á laugardag kl. 18:05.  Netsölu lýkur í á fimmtudagskvöld kl. 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Króatíu

Langflestir í A-landsliðinu leika utan Króatíu - 1.9.2005

Langflestir leikmanna A-landsliðs Króata leika með félagsliðum utan Króatíu, eða 19 af 22 leikmönnum í hópnum.  Í U21 snýst dæmið við, en þar leika aðeins tveir leikmenn utan heimalandsins.

Lesa meira
 
Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu

Margir leggja sitt af mörkum - 1.9.2005

Þó ætlast sé til þess að framherjarnir sjái um bróðurpartinn af markaskorun er ekki verra ef aðrir leggja sitt af mörkum. Af 16 útispilurum í landsliðshópi Íslands gegn Króatíu hafa 13 leikmenn skorað. Lesa meira
 
ksi.is

134.000 heimsóknir á ksi.is í ágúst - 1.9.2005

Heimsóknir á vef KSÍ í ágúst voru alls um 134.000, sem er svipaður fjöldi og árið á undan.  Heimsóknir á vef KSÍ eru nú að staðaldri yfir 100.000 á mánuði og vel rúmlega það yfir sumartímann.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik Íslandsmeistari kvenna! - 1.9.2005

Breiðablik tryggði sér á miðvikudag Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍA á Akranesvelli. Titill Breiðabliks í ár er sá 15. sem félagið hefur unnið og hefur ekkert félag hampað sigri jafn oft í meistaraflokki kvenna.

Lesa meira
 
Bjarni Þórður Halldórsson

Tvær breytingar á U21 hópnum gegn Króatíu - 31.8.2005

Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á föstudag.  Bjarni Þ. Halldórsson og Viktor B. Arnarsson geta ekki tekið þátt.  Í þeirra stað koma Magnús Þormar og Eyjólfur Héðinsson.  Lesa meira
 
Ertu að meina þetta ... ?

Þrír leikmenn á gulu spjaldi - 31.8.2005

Þrír leikmenn A landsliðs karla eru á gulu spjaldi í undankeppni HM 2006 og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar.  Eiður Smári, Hermann og Gylfi hafa allir fengið gult spjald í keppninni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Þýskir dómarar á leik Íslands og Króatíu - 31.8.2005

Dómararnir í viðureign Íslands og Króatíu í á laugardag koma frá Þýskalandi, eftirlitsmaðurinn er danskur og dómaraeftirlitsmaðurinn ítalskur.  Dómararnir í leik U21 liðanna á föstudag koma frá Ísrael.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Þóra valin maður leiksins í Karlskoga - 31.8.2005

Þóra B. Helgadóttir, markvörður A landsliðs kvenna, var valin maður leiksins í viðureign Svíþjóðar og Íslands í síðastliðinn sunnudag.  Í viðurkenningarskyni fékk Þóra afhenta forláta ryksugu að gjöf frá aðstandendum leiksins. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar fyrir handhafa A-passa - 31.8.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Króatía afhenta föstudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur).

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þróttarar fallnir úr Landsbankadeildinni - 31.8.2005

Eftir jafntefli Vals og ÍBV á mánudag varð ljóst að Þróttarar eru fallnir úr Landsbankadeildinni og leika því í 1. deild 2006.  Grindavík, ÍBV og Fram eru einnig í mikilli fallhættu. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Fylkir og Þór/KA/KS leika til úrslita - 31.8.2005

Það verða Fylkir og Þór/KA/KS sem leika til úrslita í 1. deild kvenna.  Sigurvegarinn leikur í Landsbankadeild 2006, en liðið sem hafnar í 2. sæti leikur aukaleiki við liðið sem hafnar í 7. sæti Landsbankadeildar. Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Leiknir F., Grótta, Sindri og Reynir S. í undanúrslit - 31.8.2005

Leiknir F., Grótta, Sindri og Reynir S. höfðu betur samanlagt gegn mótherjum sínum í 8-liða úrslitum 3. deildar karla og eru þessi félög því komin í undanúrslit.  Fyrri leikirnir fara fram 3. september.

Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

Þrír nýliðar í U21 hópnum gegn Króatíu og Búlgaríu - 29.8.2005

Þrír nýliðar eru í U21 hópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu.  Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Landsliðshópurinn gegn Króötum og Búlgörum - 29.8.2005

Landsliðshópurinn sem mætir Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun september hefur verið tilkynntur.  Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson koma inn í hópinn að nýju eftir meiðsli.

Lesa meira
 
Breiðablik - Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna 2005

Breiðablik og FH Íslandsmeistarar í 5. flokki - 29.8.2005

Úrslitakeppni 5. flokka karla og kvenna lauk um helgina.  Breiðablik varð Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna, en FH hampaði titlinum í 5. flokki karla.  Fjölnir og Fylkir voru sigursæl í C og D liðum.

Lesa meira
 
Króatía

Ekki gengið vel gegn Balkanþjóðum - 29.8.2005

A landsliði karla hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum gegn þeim þjóðum á Balkanskaganum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu.  Ísland hefur leikið gegn þremur þeirra, en ekki innbyrt sigur.

Lesa meira
 
Úr leik Fylkis í 1. deild kvenna - fylkir.com

Þrjár þrennur hjá Fylki gegn Hetti - 29.8.2005

Þrír leikmenn Fylkis gerðu þrennu þegar lið þeirra mætti Hetti í undanúrslitum 1. deildar kvenna á sunnudag.  Fylkir vann viðureignir liðanna 17-1 samanlagt og leikur því til úrslita í 1. deild kvenna.

Lesa meira
 
Úr leik Víkings og Hauka á Ólafsvíkurvelli

Meirihluti liða í fallhættu í 1. deild karla - 29.8.2005

Tveimur umferðum er nú ólokið í 1. deild karla og er óhætt að segja að mikil spenna sé framundan, enda getur meirihluti liðanna í deildinni enn fallið.  Aðeins sex stiga munur er á neðsta sætinu og því fimmta.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

Frábær úrslit á útivelli gegn sterku liði Svía - 28.8.2005

A landslið kvenna náði í dag frábærum úrslitum á útivelli gegn sterku landsliði Svía í undankeppni HM 2007.  Niðurstaðan í Karlskoga varð 2-2 jafntefli og er íslenska liðið á toppi riðilsins eftir tvo leiki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið gegn Svíum - 28.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Frá leik í 5. flokki karla

Úrslitaleikir í 5. flokki um helgina - 26.8.2005

Um helgina fer fram lokahnykkurinn á Íslandsmóti 5. flokks karla og kvenna.  Úrslitaleikir 5. flokks karla A og B fara fram á Stjörnuvelli í Garðabæ, en úrslitaleikir 5. flokks kvenna A og B á Leiknisvelli í Reykjavík.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2005 - Drög að niðurröðun - 26.8.2005

Haustmót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) í yngri flokkum verða haldin í Egilshöll og á gervigrasvöllum í september og október.   Drög að leikjaniðurröðun liggur nú fyrir og má skoða hér á vefnum.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar meistarar í 1. deild karla - 26.8.2005

Breiðablik tryggði sér á fimmtudag sigur í 1. deild karla með jafntefli gegn Víkingi R. sem á í harðri baráttu við KA um 2. sæti deildarinnar.  Sæti Blika í Landsbankadeild 2006 var hins vegar þegar öruggt. 

Lesa meira
 
Leiknir R.

Leiknismenn öruggir í 1. deild að ári - 26.8.2005

Leiknismenn í Reykjavík eru öruggir með sæti í 1. deild á næsta ári eftir sigur í uppgjöri toppliða 2. deildar á Stjörnuvelli á fimmtudag.  Leiknir sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna 2005 - 26.8.2005

Stjarnan tryggði sér á fimmtudagskvöld Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna annað árið í röð með því að leggja KR 6-0 í lokaleik sínum á Stjörnuvelli fyrir framan fjölmarga áhorfendur.

Lesa meira
 
1. FSV Mainz 05

Keflvíkingar úr leik í UEFA-bikarnum - 25.8.2005

Keflvíkingar biðu í kvöld lægri hlut fyrir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins, en liðin mættust á Laugardalsvellinum.  Þjóðverjarnir skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins. 

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Byrjunarliðin hjá Keflavík og Mainz - 25.8.2005

Byrjunarliðin í viðureign Keflavíkur og Mainz í UEFA-bikarnum hafa verið tilkynnt, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld kl. 19:15. Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson leika í framlínunni, eins og þeir hafa gert með góðum árangri í Landsbankadeildinni í sumar.

Lesa meira
 
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Tímamótaleikur hjá Guðrúnu Sóleyju - 25.8.2005

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur væntanlega tímamótaleik fyrir A landslið kvenna á sunnudag, þegar Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni HM.  Taki Guðrún þátt í leiknum verður það 25. landsleikur hennar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Króatíu

Hópur Króata fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu - 25.8.2005

Króatar hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006.  Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu fjórum dögum síðar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðureign Grindavíkur og Fram beint á Sýn - 25.8.2005

Ákveðið hefur verið að viðureign Grindavíkur og Fram í 16. umferð Landsbankadeildar karla verði sýnd í beinni útsendingu á Sýn og af þeim sökum hefur tímasetningu leiksins verið breytt. Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölni dæmdur sigur gegn Val - 25.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fjölnis gegn Val vegna leiks í 3. flokki karla þar sem Fjölnir taldi Val hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fjölnismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik og KR mætast í úrslitaleiknum - 25.8.2005

Breiðablik og KR tryggðu sér á miðvikudagskvöld sæti í úrslitaleik VISA-bikars kvenna með því að leggja andstæðinga sína í undanúrslitum.  Þessi tvö lið hafa fjórum sinnum áður mæst í úrslitaleik bikarsins.

Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

U19 landslið karla gegn Hollandi - 24.8.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik í Hollandi 2. september.  Í hópnum eru 5 leikmenn sem eru á mála hjá erlendum liðum.

Lesa meira
 
RÚV

Svíþjóð - Ísland beint á RÚV á sunnudag - 24.8.2005

Viðureign Svíþjóðar og Íslands í HM kvennalandsliða verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.  Þetta er aðeins í annað sinn sem útileikur kvennalandsliðsins er sýndur beint í sjónvarpi. Lesa meira
 
Svíar fagna á EM 2005

Svíar með eitt af bestu kvennalandsliðum heims - 24.8.2005

Sænska kvennalandsliðið er á meðal þeirra sterkustu í heiminum í dag.  Svíar töpuðu naumlega í framlengingu gegn Norðmönnum í undanúrslitum í úrslitakeppni EM og eru í 6. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þýskubíllinn hefur komið víða við - 24.8.2005

Síðan Þýskubíllinn var settur af stað 13. júlí síðastliðinn hefur hann komið víða við og vakið áhuga fólks á HM 2006 og notkun þýsku í tengslum við knattspyrnu.  Viðkomustaðir hafa m.a. verið æfingar hjá knattspyrnufélögum.

Lesa meira
 
Blikar eru með jákvæðan markamismun

Allt í mínus - 24.8.2005

Athyglisvert er að skoða markamismun liðanna í efstu tveimur deildum karla þar sem aðeins 5 af liðunum 20 eru með jákvæðan markamismun, þ.e. hafa skorað fleiri mörk en þau hafa fengið á sig.

Lesa meira
 
Leiknismenn fagna (leiknir.com)

Toppslagir í 1. og 2. deild karla á fimmtudag - 24.8.2005

Leiknir R. getur nánast tryggt sér sæti í 1. deild að ári með sigri á Stjörnunni á fimmtudag, en Víkingur R. og KA berjast um réttinn til að fylgja Breiðabliki upp í Landsbankadeild karla 2006. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Þróttur

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum - 23.8.2005

Knattspyrnufélagið Þróttur þarf að bæta við sig þjálfurum fyrir næsta starfsár. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi.  Boðið er upp á bestu aðstöðu sem völ er á í Laugardalnum.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Miðasala á Ísland - Króatía - 23.8.2005

Forsala aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 er hafin á ksi.is og esso.is.  Liðin mætast á Laugardalsvelli laugardaginn 3. september næstkomandi og hefst leikurinn kl. 18:05. Lesa meira
 
Sigrún Óttarsdóttir hefur skorað á móti Svíum

Aðeins skorað eitt mark gegn Svíum - 23.8.2005

Íslenska kvennalandsliðið mæti Svíum ytra næstkomandi sunnudag í undankeppni HM 2007.  Þessi tvö lið hafa mæst 6 sinnum áður og hafa Svíar hampað sigri í öll skiptin.  Íslendingar hafa skorað eitt mark en Svíar 23.

Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill dæmir leik Plock og Grasshoppers - 23.8.2005

Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Danskur dómari á viðureign HK og KA - 23.8.2005

Dómari í viðureign HK og KA í 1. deild karla föstudaginn 26. ágúst næstkomandi verður Henrik N. Kragh frá Danmörku.  Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Meðaltal eftir 15 umferðir er 1.109 áhorfendur á leik - 23.8.2005

Aðsókn að leikjum Landsbankadeildar karla í sumar hefur verið mjög góð og er útlit fyrir að áhorfendametið verði slegið. Nýtt áhorfendamet á einum leik á Kaplakrikavelli var sett síðastliðinn sunnudag. Lesa meira
 
SOS barnaþorp

Barnaþorpið í Brovary það fyrsta í Úkraínu - 23.8.2005

Frá því er greint í nýjasta fréttabréfi SOS-barnaþorpanna að barnaþorpið í Brovary, sem SOS-barnaþorpin á Íslandi og KSÍ hafa meðal annars sameinast um að safna fé fyrir, verður það fyrsta í landinu.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflavík mætir Mainz á fimmtudag - 23.8.2005

VISA-bikarmeistarar Keflavíkur mæta þýska liðinu Mainz öðru sinni í UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli á fimmtudag.  Þjóðverjarnir unnu með tveimur mörkum gegn engu í fyrri viðureigninni, sem fram fór í Frankfurt.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Hvíta-Rússlandi

Myndasyrpa úr Ísland - Hvíta Rússland - 23.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða myndasyrpu úr viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna síðastliðinn sunnudag.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum ytra sunnudaginn 28. ágúst. Lesa meira
 
Erla Steina Arnardóttir

Tvær úr íslenska hópnum leika í Svíþjóð - 22.8.2005

Tveir leikmenn úr landsliðshópi kvenna sem mætir Svíum í undankeppni HM á sunnudag leika í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildinni.  Ásthildur Helgadóttir leikur með Malmö og Erla Steina Arnardóttir með Mallbacken.

Lesa meira
 
7 manna bolti

Sigurvegarar í 7 manna bolta 2005 - 22.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit yfir sigurvegara þeirra móta yngri flokka þar sem leikið er í 7 manna liðum.  Keppni í 5. flokki karla og kvenna lýkur um næstu helgi.

Lesa meira
 
FH

Íslandsbikarinn afhentur í Kaplakrika 11. september - 22.8.2005

Eins og kunnugt er tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn með glæsibrag um liðna helgi.  Ákveðið hefur verið að Íslandsbikarinn verði afhentur í Kaplakrika 11. september, en þá tekur FH á móti Fylki í næst síðustu umferð. Lesa meira
 
Erla tekur við viðurkenningu frá formanni KSÍ

Erla Hendriksdóttir heiðruð fyrir að leika 50 landsleiki - 22.8.2005

Erla Hendriksdóttir fékk afhenta sérstaka viðurkenningu frá KSÍ eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM 2007 á sunnudag fyrir að leika 50 leiki fyrir A landslið kvenna.

Lesa meira
 
ÍA

ÍA auglýsir eftir þjálfurum - 22.8.2005

Hjá unglinganefnd knattspyrnufélags ÍA (UKÍA) eru nú lausar til umsóknar þjálfarastöður fyrir yngri flokka keppnistímabilið 2005-2006. UKÍA býður þjálfurum topp æfingaaðstöðu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars kvenna á miðvikudag - 22.8.2005

Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram næstkomandi miðvikudag.  Á Kópavogsvelli mætast tvö efstu lið Landsbankadeildarinnar, Breiðablik og Valur, en á KR-velli verður 1. deildarlið Fjölnis í heimsókn.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keppt um sæti í Landsbankadeild 2006 - 22.8.2005

Undanúrslit 1. deildar kvenna hefjast á laugardag þegar Haukar mæta Þór/KA/KS og Höttur tekur á móti Fylki.  Um er að ræða fyrri viðureignir liðanna, en síðari leikirnir fara fram þremur dögum síðar.

Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Úrslitakeppni 3. deildar karla 2005 - 22.8.2005

Úrslitakeppni 3. deildar karla hefst næstkomandi laugardag með fyrri leikjum í 8-liða úrslitum.  Síðari leikirnir fara fram þremur dögum síðar.  Átta bæjarfélög víðs vegar af landinu eiga fulltrúa í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
FH

FH-ingar Íslandsmeistarar annað árið í röð! - 22.8.2005

FH-ingar tryggðu sér á sunnudag Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla með því að leggja Valsmenn í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu.  FH hefur þar með unnið alla leiki sína hingað til í Landsbankadeildinni.

Lesa meira
 
Guðrún Sóley og Edda léku vel

Öruggur sigur á Hvít-Rússum - 21.8.2005

A landslið kvenna vann í dag öruggan 3-0 sigur á liði Hvít-Rússa í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2007.  Nokkur góð færi fóru forgörðum hjá íslenska liðinu og hefði sigurinn getað verið mun stærri.

Lesa meira
 
Ásthildur með knöttinn í leik gegn Ungverjum

Byrjunarlið Íslands gegn Hvíta-Rússlandi - 20.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni HM kvenna á sunnudag.  Ásthildur Helgadóttir leikur í framlínunni, eins og hún hefur gert með góðum árangri með liði Malmö.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þór/KA/KS og Höttur örugg úr B-riðli - 19.8.2005

Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur um helgina og er óhætt að segja að öllu meiri spenna sé í A-riðli.  Þór/KA/KS og Höttur hafa þegar tryggt sér efstu tvö sæti B-riðils og þar með sæti í undanúrslitum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Sjö lið með öruggt sæti í úrslitakeppni 3. deildar karla - 19.8.2005

Sjö lið hafa þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppni 3. deildar karla, en riðlakeppninni lýkur á laugardag.  Hvöt, Hvíti Riddarinn og Skallagrímur berjast um eina lausa sætið. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Liðin í 3. deild karla nota flesta leikmenn - 19.8.2005

Athyglisvert er að skoða hversu margir leikmenn hafa komið við sögu í leikjum liða í hinum ýmsu deildum Íslandsmótsins.  Liðin í 3. deild karla nota flesta leikmenn og þar trónir Eyjaliðið KFS á toppnum með hvorki fleiri né færri en 37.

Lesa meira
 
Rangstaða

Túlkun á rangstöðu - 19.8.2005

Nokkur óvissa hefur skapast um túlkun rangstöðureglunnar eftir breytingar sem gerðar voru á knattspyrnulögunum síðastliðið vor. Alþjóðanefnd FIFA hefur nú gefið út ráðleggingar til að skýra málið nánar.    

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 94. sæti á styrkleikalista FIFA - 19.8.2005

A landslið karla er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í vikunni og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Lítil breyting er á efstu 10 sætunum, en Frakkar falla þó um tvö sæti.

Lesa meira
 
Greta Mjöll Samúelsdóttir

Greta Mjöll Samúelsdóttir eini nýliðinn - 19.8.2005

Greta Mjöll Samúelsdóttir er eini nýliðinn í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag.  Greta hefur gengið í gegnum öll yngri landslið Íslands.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik í Landsbankadeild karla 2006 - 19.8.2005

Breiðablik er öruggt með sæti í Landsbankadeild karla 2006.  KA og Víkingur R. gerðu jafntefli á Akureyrarvelli á fimmtudag og þar með er sæti Blika í Landsbankadeild tryggt.  KA og Víkingur R. berjast því áfram um 2. sætið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni 7 manna liða framundan - 19.8.2005

Úrslitakeppni Íslandsmóts 7 manna liða yngri flokka fer fram um helgina og er leikið víðs vegar um landið. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikstaði og leikdaga. Lesa meira
 
UEFA

Vinsæll alþjóðlegur leikdagur - 18.8.2005

Landsleikur Íslands og Suður-Afríku fór fram á alþjóðlegum leikdegi fyrir landslið karla. Dagurinn virðist hafa verið óvenju vinsæll hjá knattspyrnusamböndum í Evrópu og tóku 49 þeirra þátt í landsleikjum þennan dag.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku

Sigurinn gegn Suður-Afríku í myndum - 18.8.2005

Sigurinn í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku er eflaust flestum enn í fersku minni og því ekki úr vegi að kíkja á nokkrar myndir úr leiknum til að rifja upp stemmninguna. Lesa meira
 
A landslið kvenna 1996

Kvennalandsliðið tekur þátt í Algarve Cup 2006 - 18.8.2005

A landslið kvenna mun taka þátt í Algarve Cup í Portúgal í mars 2006.  Mótið er árlegt og í því taka þátt öll sterkustu kvennalandslið heims.  Ísland hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt, árin 1996 og 1997.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2007 - 18.8.2005

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2007 á Laugardalsvelli á sunnudag.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk því hvatt til að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, því mikilvægt er að hefja keppnina vel.

Lesa meira
 
Sigurður Óli Þórleifsson

Dómaratríó frá Búlgaríu - 18.8.2005

Dómaratríóið í viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag kemur frá Búlgaríu.  Varadómarinn verður hins vegar íslenskur og eftirlitsmaður UEFA er norskur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Greta Mjöll í stað Katrínar - 18.8.2005

Katrín Jónsdóttir hefur neyðst til að draga sig útúr landsliðshópnum sem mætir Hvítrússum og Svíum vegna meiðsla. Lesa meira
 
Eiður Smári lék vel gegn Suður-Afríku

Suður-Afríkumenn lagðir í Laugardalnum - 17.8.2005

Íslenska landsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Suður-Afríkumönnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli.  Fjögur glæsileg mörk frá íslenska liðinu og frábær frammistaða gegn einni af sterkustu knattspyrnuþjóðum Afríku.

Lesa meira
 
Eiður Smári og Heiðar eru í framlínunni

Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku - 17.8.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku, en liðin mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikkerfið er 4-5-1, sem gæti þó einnig verið túlkað sem 4-4-2. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Boðið á leiki í Landsbankadeildinni - 17.8.2005

Stuðningsmönnum ÍBV verður boðið frítt á næstu tvo heimaleiki liðsins, gegn Grindavík og Þrótti, og viðskiptavinum Landsbankans verður boðið á toppslag FH og Vals næstkomandi sunnudag. Lesa meira
 
Áfram Ísland

Miðasala gengur vel fyrir leikinn gegn Suður-Afríku - 17.8.2005

Sala aðgöngumiða fyrir vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku sem hefst kl. 20:00 í kvöld er nú í fullum gangi við Laugardalsvöll og er fólk hvatt til að kaupa sér miða tímanlega til að örtröð myndist ekki skömmu fyrir leik. Lesa meira
 
David McKeon við störf í írsku deildinni

Dómaratríóið kemur frá Írlandi - 16.8.2005

Dómaratríóið í vináttulandsleik Ísland og Suður-Afríku á Laugardalsvelli á miðvikudag kemur frá Írlandi.  Dómari er David McKeon, aðstoðardómarar þeir David Wogan og Paul Dearing. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur leika í 16-liða úrslitum í Svíþjóð - 16.8.2005

Ákveðið hefur verið að riðill Vals í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna verði leikinn í Svíþjóð. Auk Vals eru í riðlinum í Djurgården/Älvsjö, sem eru mótshaldarar, ZFK Masinac-Classic Nis og Alma KTZH. Lesa meira
 
Úr landsleik með Suður-Afríku

Bafana-Bafana - 15.8.2005

Suður-Afríkumenn eru fótboltaóðir, enda er álíka mikil stemmning á áhorfendapöllunum þar í landi og oft sést í myndum frá leikjum í Suður-Ameríku.  Uppgangur knattspyrnu þar í landi hefur verið mikill undanfarin 15 ár. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur með fullt hús í Finnlandi - 15.8.2005

Íslandsmeistarar Vals unnu á laugardag 8-1 stórsigur á eistnesku meisturunum, Pärnu, í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Sæti Vals í 2. umferð hafði þegar verið tryggt með sigrum gegn Röa og FC United.

Lesa meira
 
FH

Nýtt FH-blað komið út - 15.8.2005

Nýtt FH-blað er komið út og er margt áhugavert þar að finna, m.a. viðtöl við forráðamenn, þjálfara og núverandi jafnt sem fyrrverandi leikmenn, auk þess sem hin svokallaða Mafía er kynnt.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur að kvöldi til

Miðasala á Ísland - Suður Afríka - 15.8.2005

Forsala aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku er hafin.  Smellið hér að neðan eða á valmyndina hér hægra megin til að skoða nánari upplýsingar um forsöluna. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur áfram í Evrópukeppni kvenna - 12.8.2005

Kvennaliðs Vals tekur nú þátt í forkeppni að Evrópukeppni félagsliða kvenna með frábærum árangri... Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 19. - 21. ágúst - 12.8.2005

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 19.-21. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1990, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Howard Wilkinson

Howard Wilkinson búinn að meta UEFA A umsókn KSÍ - 12.8.2005

Howard Wilkinson hinn þekkti enski þjálfari sem m.a. þjálfaði lið Sheffield Wednesday, Leeds og landslið Englands heimsótti KSÍ dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ í þjálfaramenntun. Lesa meira
 
Flodljos2005

Flóðljósin yfirfarin - 12.8.2005

Flóðljós Laugardalsvallar eru yfirfarin á hverju hausti og er það hluti af undirbúningi fyrir leiki haustsins. Lesa meira
 
Álftanes

Álftanes leitar eftir þjálfurum - 11.8.2005

Ungmennafélag Álftaness auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka í knattspyrnu.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 18. ágúst næstkomandi á tölvupóstfangið knd@umfa.is. Lesa meira
 
Stuart Baxter

Þjálfaði félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan - 11.8.2005

Stuart Baxter, þjálfari Suður-Afríku, hefur komið víða við á ferli sínum.  Hann hefur þjálfað félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan, auk þess að starfa hjá enska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bakpokar KÞÍ tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ - 11.8.2005

Bakpokar sem fylgja félagsgjaldi KÞÍ í ár eru nú tilbúnir til afhendingar á skrifstofu KSÍ í Laugardal.  Félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu þurfa að sækja sinn bakpoka á skrifstofuna.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur mæta finnsku meisturunum í dag - 11.8.2005

Íslandsmeistarar Vals mæta í dag finnsku meisturunum í FC United í Evrópukeppni félagsliða kvenna og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  Riðillinn fer fram í Finnlandi og er FC United því á heimavelli.

Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding sýknuð af kröfum Tindastóls - 11.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Tindastóls gegn Aftureldingu vegna leiks í 2. deild karla.  Tindastóll taldi Aftureldingu hafa notað ólöglegan leikmann, en dómstóllinn var því ekki sammála.

Lesa meira
 
Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadóttir

A landslið kvenna gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð - 11.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli  21. ágúst og Svíþjóð ytra 28. ágúst í undankeppni HM. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar á Suður-Afríku fyrir A-passa - 11.8.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta þriðjudaginn 16. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar.  Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.

Lesa meira
 
Dómari að störfum

Norskur dómari dæmir leik HK og Víkings - 10.8.2005

Á föstudaginn kemur mun Ken Henry Johnsen frá Noregi dæma viðureign HK og Víkings R. í 1. deild karla.  Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda á Norðurlöndum um skipti á dómurum.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylki dæmdur sigur gegn Breiðabliki í 3. flokki kvenna - 10.8.2005

Dómstóll KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli Fylkis gegn Breiðabliki vegna leiks í 3. flokki kvenna þar sem Fylkir taldi Breiðablik hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.  Dómstóllinn féllst á kröfur Fylkismanna og dæmdi þeim sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Suður-Afríku

Landsliðshópur Suður-Afríku tilkynntur - 10.8.2005

Stuart Baxter, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, hefur tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi í næstu viku.  Nokkur vel þekkt nöfn eru í hópnum og ljóst að spennandi viðureign er framundan.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson gefur eiginhandaráritun

Tuttugu manna hópur valinn - 10.8.2005

Þeir Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Suður-Afríku á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag.  Landsliðsþjálfararnir hafa nú valið 20 manna hóp. Lesa meira
 
Fyrirliðar Ghana og Suður-Afríku heilsast fyrir leik

Eitt tap í tíu leikjum á árinu hjá Suður-Afríku - 10.8.2005

Landslið Suður-Afríku hefur leikið 10 landsleiki það sem af er árinu - unnið fimm, gert fjögur jafntefli og tapað einum.  Eina tap þeirra hingað til var gegn Ghana í júní í undankeppni HM 2006. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nokkrum leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 9.8.2005

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikjum í Landsbankadeild karla, annars vegar vegna þátttöku Keflavíkur í UEFA-bikarnum og hins vegar vegna beinna sjónvarpsútsendinga á Sýn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍBV og Keflavíkur frestað - 9.8.2005

Leik ÍBV og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur verið frestað vegna ófærðar.  Leikurinn hefur því verið færður til miðvikudags og fer fram á Hásteinsvelli kl. 19:00. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Frábær sigur Vals á norsku meisturunum - 9.8.2005

Íslandsmeistarar Vals unnu frábæran 4-1 sigur á Noregsmeisturum Roa Idrettslag í Evrópukeppni félagsliða kvenna. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að norsk kvennalið eru talin með þeim bestu í Evrópu. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Wales - 9.8.2005

Jóhannes Valgeirsson verður dómari í viðureign Rhyl og Viking FK í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Aðstoðardómarar í leiknum verða Einar Sigurðsson og Eyjólfur Finnsson, fjórði dómari verður Garðar Örn Hinriksson.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflvíkingar leika gegn Mainz á fimmtudag - 9.8.2005

VISA-bikarmeistarar Keflvíkinga leika fyrri leik sinn gegn þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á fimmtudag.  Leikurinn fer fram á Commerzbank-leikvanginum í Frankfurt og hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Mýrarknattspyrna er drulluskemmtileg

Mýrarknattspyrna á Ísafirði í annað sinn - 9.8.2005

Hið árlega Mýrarboltamót í knattspyrnu verður haldið á Ísafirði helgina 12. - 14. ágúst næstkomandi. Mýrarknattspyrna á rætur sínar að rekja til sumaræfinga finnskra gönguskíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í æfingarnar yfir sumartímann. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR 2005 - 8.8.2005

Haustmót KRR í yngri flokkum verða haldin í Egilshöll og á gervigrasvöllum í september og október.  Mótin verða með svipuðu sniði og í fyrra og í yngstu aldursflokkum verður leikið í hraðmótsformi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Hollands

U19 karla leikur vináttuleik gegn Hollandi - 8.8.2005

U19 landslið karla mun leika vináttuleik gegn Hollendingum ytra 2. september næstkomandi.  KSÍ þáði boð hollenska knattspyrnusambandsins um leikinn, sem er liður í undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Suður-Afríku

Einu sinni áður mætt Suður-Afríku - 8.8.2005

Ísland hefur einu sinni áður mætt Suður-Afríku, í vináttulandsleik í Þýskalandi í júní 1998.  Leikurinn var lokaundirbúningur Suður-Afríku fyrir HM í Frakklandi það ár.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið - 8.8.2005

Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag og eru Danir Norðurlandameistarar 2005.  Framkvæmd leikja var til mikillar fyrirmyndar og eiga þau félög sem tóku að sér að sjá um leiki hrós skilið.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður í Sevilla - 8.8.2005

Geir Þorsteinsson verður eftirlitsmaður á viðureign Real Betis og Mónakó í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Liðin mætast í Sevilla á þriðjudagskvöld. Lesa meira
 
Úr landsleik með Suður-Afríku

Suður-Afríka í stað Kólumbíu - 7.8.2005

Það varð ljóst um helgina að landslið Kólumbíu kæmi ekki til Íslands til að leika vináttulandsleik 17. ágúst.  KSÍ tókst að semja um að Suður-Afríka kæmi hingað til lands í stað Kólumbíu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍBV og Grindavíkur frestað - 7.8.2005

Leik ÍBV og Grindavíkur í Landsbankadeild karla, sem fara átti fram í dag sunnudag, hefur verið frestað vegna ófærðar í lofti.  Leikurinn hefur verið settur á fimmtudaginn 18. ágúst kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Írlands

Írar sigurvegarar á Opna Norðurlandamótinu - 7.8.2005

Írar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla á Laugardalsvelli í dag.  Fyrra mark þeirra kom á upphafsmínútunum en það síðara undir lok leiksins.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Danir Norðurlandameistarar - 7.8.2005

Danir lögðu Svía í vítaspyrnukeppni á Fjölnisvelli í dag í leik um 3. sætið á Opna NM U17 landsliða karla.  Þeir eru jafnframt Norðurlandameistarar þar sem það verða Írar og Englendingar sem mætast í úrslitaleik mótsins í dag. Lesa meira
 
NM U17 karla

Írland og England leika til úrslita á Opna NM - 5.8.2005

Það verða tvær gestaþjóðir, England og Írland, sem leika til úrslita á Opna NM U17 landsliða karla.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag.  Íslendingar leika um 7. sætið á mótinu gegn Finnum. Lesa meira
 
NM U17 karla

Lokaumferð riðlakeppni NM U17 karla - 5.8.2005

Lokaumferð riðlakeppni Opna NM U17 karla fer fram í dag, föstudag.  Ísland mætir Noregi í Kaplakrika.  Allir leikir dagsins hefjast kl. 14:30.

Lesa meira
 
Norðurlönd

Knattspyrnusambönd á Norðurlöndum funda - 5.8.2005

Árlegur fundur forystumanna knattspyrnusambanda á Norðurlöndum fer fram á Hótel Nordica í dag, föstudag.  Rætt er um ýmis alþjóðleg knattspyrnumál og sameiginleg verkefni Norðurlandanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og Fram mætast í úrslitum VISA-bikars karla - 4.8.2005

Valsmenn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik VISA-bikars karla með því að leggja Fylkismenn með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum.  Mótherjar Valsara verða Framarar, sem lögðu FH-inga á miðvikudagskvöld.

Lesa meira
 
ksi.is

124.000 heimsóknir á ksi.is í júlí - 4.8.2005

Vefur KSÍ hefur verið vel sóttur í sumar og í júlímánuði voru heimsóknir alls 124.000 sem er aukning milli ára, en í sama mánuði 2004 voru heimsóknirnar 119.000.  Til samanburðar má nefna að heimsóknir í júlí 2003 voru 98.000. Lesa meira
 
Þjóðfáni Kólumbíu

Kólumbíumenn áttu að leika gegn Áströlum - 4.8.2005

Ísland og Kólumbía mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 17. ágúst.  KSÍ hafði samið við Venesúela um að leika þann dag og Kólumbíumenn við Ástrali, en í báðum tilfellum hættu andstæðingarnir við.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og Fylkir mætast í undanúrslitum í kvöld - 4.8.2005

Valur og Fylkir mætast í síðari undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:40 og er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.  Valsmenn hafa unnið bikarinn átta sinnum en Fylkismenn tvisvar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Mikil dramatík í Laugardalnum - 3.8.2005

Óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á sannkallaða knattspyrnuveislu í Laugardalnum í kvöld, þegar Fram og FH mættust í undanúrslitum VISA-bikars karla.  Framarar höfðu betur að lokum eftir vítaspyrnukeppni og mikla dramatík.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Stórsigur Englendinga á Færeyingum - 3.8.2005

Englendingar unnu í dag stórsigur á Færeyingum í Fagralundi í Kópavogi, unnu með sjö mörkum gegn engu.  Á sama tíma tapaði Ísland fyrir Írlandi í Keflavík með tveimur mörkum gegn engu. Lesa meira
 

Gríðarlega hörð keppni í 3. deild karla - 3.8.2005

Úrslitakeppnin nálgast í hinni hörðu keppni í 3. deild karla. Þar er leikið í 4 riðlum og komast 2 lið úr hverjum riðli í úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst í lok ágúst. Í úrslitakeppninni munu 8 lið keppa um tvö sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna nálgast - 3.8.2005

Línur eru nú teknar að skýrast í 1. deild kvenna fyrir úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í lok ágúst. Þar munu 4 lið keppa um eitt sæti í Landsbankadeild kvenna 2006 og liðið í 2. sæti kemst í aukaleik um slíkt. Lesa meira
 
Völsungur

Alla Geira mótið 2005 - 3.8.2005

Alla Geira mótið fer fram á Húsavík í lok mánaðarins.  Um er að ræða tvö dagsmót - fyrir yngri flokka karla laugardaginn 27. ágúst og fyrir yngri flokka kvenna sunnudaginn 28. ágúst.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fram og FH mætast í VISA-bikarnum í kvöld - 3.8.2005

Fram og FH mætast á Laugardalsvelli í kvöld í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla.  Leikurinn hefst kl. 19:40 og er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Breiðabliks og ÍBV breytt - 3.8.2005

Leik Breiðabliks og ÍBV í Landsbankadeild kvenna, sem fram fer á fimmtudag, hefur verið breytt.  Leikurinn hefur verið færður fram um eina klukkustund. Lesa meira
 
NM U17 karla

Fjögurra marka tap í fyrsta leik hjá Íslandi - 2.8.2005

Íslandi tapaði með fjórum mörkum gegn engu í fyrsta leik liðsins á Opna Norðurlandamótinu.  Mótherjarnir í dag þriðjudag, Danir, voru einfaldlega mun sterkari í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Norðurlandamót U17 landsliða karla - 2.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða helstu upplýsingar um Norðurlandamót U17 landsliðs karla, sem nú stendur yfir hér á landi. Leikið er í Reykjavík og nágrenni. Lesa meira
 
asgeir2

Ísland leikur gegn Kólombíu 17. ágúst á Laugardalsvelli - 2.8.2005

Ísland leikur vináttulandsleik gegn landsliði Kólombíu á Laugardalsvelli þann 17. ágúst næstkomandi klukkan 20.00.  Lesa meira
 
NM U17 karla

NM U17 karla hefst í dag - 2.8.2005

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag með fjórum leikjum í Reykjavík sem allir hefjast klukkan 14:30. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflvíkingar mæta Mainz - 29.7.2005

Í dag var dregið í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflvíkingar áfram í 2. umferð - 28.7.2005

Keflvíkingar komust í kvöld í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins með því að leggja Etzella frá Lúxemborg 2-0 á Laugardalsvelli og vinna viðureignina 6-0 samanlagt. Lesa meira
 
NM U17 karla

NM U17 karla í fimmta sinn á Íslandi - 28.7.2005

NM U17 karla hefst með fjórum leikjum í Reykjavík næstkomandi þriðjudag. Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið hér á landi. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn töpuðu í Færeyjum - 28.7.2005

ÍBV tapaði í kvöld 2-1 fyrir B36 í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins en leikið var á Tórsvelli í Þórshöfn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Allan Borgvardt valinn leikmaður umferða 7-12 - 28.7.2005

Tilkynnt var í hádeginu í dag um val á liði umferða 7-12, val á besta leikmanni umferðanna, besta þjálfara og besta dómara. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ekki leikið við Venesúela - 27.7.2005

Ekkert verður af fyrirhuguðum landsleik Íslands og Venesúela á Laugardalsvelli 17. ágúst. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar Ægis Þorlákshöfn í keppni 7 manna liða í 2.flokki kvenna

Ægir Þorlákshöfn eru fyrstu Íslandsmeistarar sumarsins - 27.7.2005

Lið Ægis frá Þorlákshöfn eru fyrstu Íslandsmeistarar sumarsins.  Stúlkurnar í 2. flokki kvenna tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í keppni 7 manna liða.  Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir í Tirana - 27.7.2005

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, dæmir í kvöld leik KF Tirana og CSKA Sofia í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn mættir til Færeyja - 27.7.2005

Eyjamenn eru mættir til Færeyja þar sem þeir munu leika síðari leik sinn í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarins á Tórsvelli í Þórshöfn á fimmtudag. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflavík mætir Etzella á Laugardalsvelli - 27.7.2005

Keflvíkingar mæta Etzella frá Lúxemborg í síðari leik sínum í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins á Laugardalsvelli á morgun fimmtudag kl. 19:15. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna - 6. sætið staðreynd - 26.7.2005

U21 landslið kvenna tapaði í dag fyrir Finnum 1-4 í leik um 5. sætið á Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 26.7.2005

Lokadagur félagaskipta er sunnudagurinn 31. júlí og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag. Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

U18 - Bjarni Þór maður mótsins - 26.7.2005

Mótshaldarar alþjóðlega U18 mótsins í Falkenberg í Svíþjóð völdu Bjarna Þór Viðarsson fyrirliða Íslenska liðsins besta leikmann mótsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna - byrjunarliðið gegn Finnum - 26.7.2005

Íslenska liðið leikur í dag um 5. sætið á Opna Norðurlandamótinu við Finna. Lesa meira
 
NM U17 karla

Vika í Norðurlandamót U17 karla - 25.7.2005

Norðurlandamót U17 drengja hefst 2. ágúst með fjórum leikjum og lýkur 7. ágúst með úrsligaleik og leikum um sæti. Lesa meira
 
NM U17 karla

U17 karla - hópurinn fyrir NM - 25.7.2005

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn fyrir Norðurlandamótið í byrjun ágúst. Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Tungubakkamót 2005 - 25.7.2005

Laugardaginn 20.ágúst næstkomandi verður haldin hin árlega hópa og firmakeppni í knattspyrnu á Tungubakkavöllum í Mosfellsbæ. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting á leik í Landsbankadeild karla - 25.7.2005

Leikur Vals og Fylkis hefur verið fluttur til miðvikudagsins 27. júlí kl. 20:00 Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

A kvenna - tap fyrir BNA - 25.7.2005

A landslið kvenna tapaði í gær fyrir Ólympíumeisturum BNA í Carson í Kaliforníu 3-0. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - 2. sæti á móti í Svíþjóð - 25.7.2005

U18 landslið karla tapaði lokaleik sínum á alþjóðlegu móti í Svíþjóð fyrir Norðmönnum 2-1. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leikskrá Fram komin út - 25.7.2005

Hjá félögum víðs vegar um land eru gefnar út veglegar leikskrár til kynningar á leikjum sumarsins, leikmönnum liðanna, þjálfurum og forsvarsmönnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna - óbreytt byrjunarlið - 22.7.2005

U21 landslið kvenna leikur í dag sinn annann leik á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Stórsigur á Svíum - 22.7.2005

U18 landslið karla heldur áfram að gera það gott á móti sem fram fer í Svíþjóð í þessari viku.  Í gær unnu strákarnir Svía með 4 mörkum gegn einu Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit karla og kvenna - 22.7.2005

Dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna fyrir stundu.Lesa meira
 
NM U17 karla

Úrtaksæfingar U17 karla - 21.7.2005

Lúkas Kostic hefur valið æfingahóp á úrtaksæfingu fyrir U17 landslið karla Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

A kvenna - Laufey í stað Katrínar - 21.7.2005

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem heldur til Bandaríkjanna í dag. Lesa meira
 
Guðni Kjartansson - Þjálfari U19 landsliðs karla síðan 1992

U18 karla - byrjunarliðið gegn Svíum - 21.7.2005

Guðni Kjartansson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag.  Jón Davíð Davíðsson kemur í vinstri bakvarðarstöðuna fyri Boga Rafn Einarsson.

Lesa meira

 
Knattspyrnusamband Íslands

U21 kvenna tapaði gegn BNA - 21.7.2005

Landslið U21 kvenna tapaði fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu 0-4 fyrir sterku liði Bandaríkjamanna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið U21 kvenna gegn BNA - 20.7.2005

U21 landslið kvenna leikur gegn Bandaríkjunum í dag á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð. Lesa meira
 
visa_bikarinn_1

Leikið í VISA-bikarnum - 20.7.2005

Átta liða úrslitum VISA bikars karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum.  Á Laugardalsvelli mæta Framarar Eyjamönnum og á KR-velli mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur.  Báðir Leikirnir hefjast kl. 19:15. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tapaði fyrir Neftchi - 19.7.2005

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrir Neftchi frá Aserbaíjan í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kapplakrikavelli 1-2 í gærkvöldi. Lesa meira
 
Alidkv2002-0040

Klara eftirlitsmaður í U19 kvenna - 19.7.2005

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, er eftirlitsmaður UEFA í úrslitakeppni Evrópukeppni kvennalandsliða U19 Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Góður sigur á Tyrkjum - 19.7.2005

Rétt í þessu lauk leik Íslands og Tyrklands í fyrsta leiknum í fjögurra þjóða móti í Svíþjóð með 3-1 sigri Íslands. Lesa meira
 
asgeir2

Leikið við Venesúela 17. ágúst og Pólland 7. október - 19.7.2005

Knattspyrnusambandið hefur samið um vináttulandsleik við landslið Venesúela á Laugardalsvelli 17. ágúst n.k. og við Pólverja í Varsjá 7. október. Lesa meira
 
Derby County og Phil Brown framkvæmdastjóri

ÍA leikur vináttuleik við Derby County - 19.7.2005

ÍA mun leika vináttuleik við enska liðið Derby County í kvöld.  Leikurinn, sem er liður í undirbúningi enska félagsins fyrir keppnistímabilið þar í landi, fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH-ingar komnir í undanúrslit - 17.7.2005

Íslandsmeistarar FH voru fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla, en þeir lögðu ÍA í 8-liða úrslitum í Kaplakrika á laugardag.  Leikurinn var jafn og spennandi, allt þar til komið var í framlengingu.

Lesa meira
 
dombein

Kanntu knattspyrnulögin og mótareglurnar? - 15.7.2005

Dómarar hafa í mörg horn að líta og nauðsynlegt fyrir þá að þekkja bæði knattspyrnulögin og hinar ýmsu mótareglur.  Hefur þú það sem til þarf?

Lesa meira
 
Howard Wilkinson

Howard Wilkinson á leið til Íslands í ágúst - 15.7.2005

Howard Wilkinson mun vera á Íslandi dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ.  Howard kemur til landsins á vegum UEFA m.a. til þess að fylgjast með þjálfaranámskeiði KSÍ.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 15.7.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október. Á því tímabili geta leikmenn sem skráðir eru hjá erlendu knattspyrnusambandi heldur ekki skipt í íslenskt félagslið.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fimm lið hafa ekki tapað leik í deildakeppninni - 15.7.2005

Hvað eiga lið FH, Breiðabliks og Víðis í meistaraflokki karla sameiginlegt með liðum Breiðabliks og Þórs/KA/KS í meistaraflokki kvenna?  Öll þessi lið eru taplaus til þessa í sínum deildum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

8-liða úrslit VISA-bikarsins hefjast á laugardag - 15.7.2005

FH og ÍA mætast í Kaplakrika á laugardag í fyrsta leik 8-liða úrslita VISA-bikars karla.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er von á hörkuleik.  Aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara fram í næstu viku.

Lesa meira
 
ÍBV

Jafntefli hjá ÍBV og B36 í Vestmannaeyjum - 14.7.2005

ÍBV og færeyska liðið B36 gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í UEFA-bikarnum, sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.  Gestirnir náðu forystunni snemma leiks, en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði metin fyrir ÍBV.

Lesa meira
 
Keflavík

Stórsigur Keflvíkinga í Lúxemborg - 14.7.2005

Bikarmeistarar Keflavíkur gerðu góða ferð til Lúxemborgar í UEFA-bikarnum og unnu stórsigur á heimamönnum í Etzella, 4-0.  Framherjinn Hörður Sveinsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk Keflvíkinga í leiknum.

Lesa meira
 
Tindastóll

Króksmót 2005 - 14.7.2005

Tindastóll stendur fyrir hinu árlega Króksmóti dagana 13. og 14. ágúst næstkomandi.  Mótið er fyrir 5. - 7. fl. karla og kvenna, þátttökugjald er kr. 6.000 á hvern keppanda og boðið er upp á gistingu fyrir liðin.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Flautað til leiks með þýskubílnum - 13.7.2005

331 degi áður en Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Þýskalandi var áhugavert verkefni sett af stað - Flautað til leiks með þýskubílnum.  Vigdís Finnbogadóttir setti verkefnið af stað með því að keyra þýskubílinn fyrsta spölinn.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Geir eftirlitsmaður UEFA á Anfield Road - 13.7.2005

Geir Þorsteinsson verður eftirlitsmaður á fyrri viðureign Evrópumeistara Liverpool og TNS  frá Wales í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Liðin mætast á Anfield Road í Liverpool á miðvikudagskvöld. Lesa meira
 
Elísabet Gunnarsdóttir

Elísabet velur landsliðshóp U21 kvenna fyrir NM - 13.7.2005

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari U21 landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp til þátttöku á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð síðar í mánuðinum.  Heimilt er að nota fimm eldri leikmenn í mótinu.

Lesa meira
 
Home Depot Center í Los Angeles

A landslið kvenna gegn Bandaríkjunum - 13.7.2005

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum, en liðin mætast í Los Angeles 24. júlí næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í hópnum, Björk Gunnarsdóttir og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 10. umferð - 13.7.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik, Fjölnir, KR og Valur í undanúrslit - 13.7.2005

8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna lauk á þriðjudagskvöld með þremur leikjum.  Breiðablik, Fjölnir og KR unnu nokkuð örugga sigra á andstæðingum sínum og Valur hafði þegar tryggt sæti sitt í undanúrslitum.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn og Keflvíkingar í eldlínunni á fimmtudag - 12.7.2005

ÍBV og Keflavík leika fyrri leiki sína í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á fimmtudag.  Keflvíkingar leika á útivelli gegn FC Etzella í Lúxemborg, en Eyjamenn taka á móti færeyska liðinu B36.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Tveggja marka tap hjá FH í Baku - 12.7.2005

FH-ingar töpuðu með tveggja marka mun gegn Neftchi í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA, en liðin mættust í Baku í Aserbaidsjan í dag.  Liðin mætast aftur í Kaplakrika miðvikudaginn 20. júlí.

Lesa meira
 
Guðni Kjartansson - Þjálfari U19 landsliðs karla síðan 1992

Guðni velur U18 landslið karla fyrir mót í Svíþjóð - 12.7.2005

Guðni Kjartansson hefur valið U18 landslið karla (leikmenn fæddir 1988), fyrir mót í Falkenberg í Svíþjóð síðar í mánuðinum.  Fimm leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum liðum.

Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Mikilvæg skilaboð vegna leikja í 7 manna bolta - 12.7.2005

Misskilnings hefur gætt varðandi meðferð leikskýrslna í keppni 7 manna liða. Mikilvægt er að þjálfarar og forráðamenn liða kynni sér vel þær reglur sem gilda.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir leik TVMK og MyPa í UEFA-bikarnum - 12.7.2005

Jóhannes Valgeirsson verður dómari í fyrri viðureign TVMK Tallinn og MyPa í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Aðstoðardómarar verða þeir Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinnsson, en varadómari verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarmeistarar ÍBV úr leik - 12.7.2005

8-liða úrslit VISA-bikars kvenna hófust á mánudagskvöld með viðureign VISA-ÍBV og Vals.  Eyjastúlkur munu ekki verja bikarinn að þessu sinni þar sem Valsstúlkur unnu öruggan sigur.  Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram í kvöld, þriðjudagskvöld.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

128.000 heimsóknir á ksi.is í júní - 11.7.2005

Heimsóknir á ksi.is í júní voru alls 128.000.  Til samanburðar má nefna að í júní 2004 voru heimsóknirnar 125.000 og í júní 2003 voru þær 86.000.  Nýr ksi.is var opnaður í maí og hafa viðbrögð verið mjög jákvæð.

Lesa meira
 
Knattspyrnuskóli Íslands

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 á Sauðárkróki - 11.7.2005

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 verður haldinn á Sauðárkróki 28. júlí - 1. ágúst.  Skólinn er nú haldinn 7. árið í röð og verður að þessu sinni í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Fylkis og Þróttar í Landsbankadeild karla breytt - 11.7.2005

Leikur Fylkis og Þróttar í Landsbankadeild karla verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefur tímasetningu leiksins því verið breytt. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fjórum leikjum breytt vegna VISA-bikars karla - 11.7.2005

Fjórum leikjum, þremur í Landsbankadeild og einum í 1. deild, hefur verið breytt vegna leikja í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar leika gegn Neftchi á þriðjudag - 11.7.2005

Íslandsmeistarar FH leika fyrri leik sinn í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á þriðjudag, gegn Neftchi frá Aserbaidsjan .  Leikurinn fer fram á Bakhramov leikvanginum í Baku og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma (19:00 að staðartíma).

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti leikur 8-liða úrslita kvenna í kvöld - 11.7.2005

Fyrsti leikur 8-liða úrslita VISA-bikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.  Núverandi VISA-bikarmeistarar kvenna taka þar á móti Íslandsmeisturum Vals og er von á hörkuleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ísland hafnaði í 8. sæti á NM U17 kvenna - 9.7.2005

U17 landslið kvenna hafnaði í 8. sæti Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Finnar höfðu betur gegn okkar stúlkum í leik um 7. sætið fyrr í dag, unnu með þremur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Finnum á NM - 9.7.2005

U17 landslið kvenna leikur gegn Finnum á Opna Norðurlandamótinu í dag í viðureign um 7. sætið og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 9. umferð - 8.7.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U17 kvenna leikur við Finna um 7. sætið á NM - 8.7.2005

U17 landslið kvenna leikur við Finna um 7. sætið á NM, sem fram fer í Noregi.  Noregur og Þýskaland leika til úrslita, en þessar sömu þjóðir mættust einmitt í úrslitaleik EM A-kvennalandsliða fyrr í sumar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leik ÍBV og Vals í VISA-bikar kvenna flýtt - 8.7.2005

Viðureign bikarmeistara ÍBV og Íslandsmeistara Vals í 8-liða úslitum VISA-bikars kvenna hefur verið breytt lítillega.  Leiknum, sem fram fer á mánudag, hefur verið flýtt og fer hann nú fram kl. 19:15.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Frakklands

Naumt tap hjá U17 kvenna gegn Frökkum - 7.7.2005

Ísland tapaði naumlega gegn Frakklandi í lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Lokatölur leiksins voru 4-2, Frökkum í vil og komu tvö síðustu mörk franska liðsins undir lok leiksins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Frakklands

Lokaumferð riðlakeppninnar á NM U17 kvenna - 7.7.2005

Lokaumferð riðlakeppni NM U17 landsliða kvenna fer fram í dag.  Ísland mætir Frakklandi og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Dregið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna - 7.7.2005

Dregið hefur verið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna og leika Íslandsmeistarar Vals í riðli með með liðum frá Noregi, Eistlandi og Finnlandi.  Sigurvegarar riðlanna fara áfram í 2. umferð keppninnar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hörkuleikir framundan í VISA-bikar karla - 6.7.2005

Dregið var í 8-liða úrslit VISA-bikars karla í dag.  KR og Valur mætast í Frostaskjóli, HK leikur á heimavelli gegn Fylki, FH-ingar fá Skagamenn í heimsókn og Eyjamenn sækja Framara heim.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Noregs

Stórt tap gegn Norðmönnum hjá U17 kvenna - 5.7.2005

U17 landslið kvenna tapaði í dag gegn Norðmönnum með sex mörkum gegn engu á Opna Norðurlandamótinu.  Eins og tölurnar gefa til kynna hafði norska liðið mikla yfirburði í leiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 8-liða úrslit VISA-bikars karla á miðvikudag - 5.7.2005

Landsbankadeildarliðin KR, ÍA, Valur, Fylkir, ÍBV, FH og Fram auk 1. deildarliðs HK verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit VISA-bikars karla á Hótel Loftleiðum í hádeginu á miðvikudag.

Lesa meira
 
Erna Þorleifsdóttir

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Noregi - 5.7.2005

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi, en liðin mætast á Opna Norðurlandamótinu í Þrándheimi í dag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR, ÍA og Valur í 8-liða úrslit VISA-bikarsins - 5.7.2005

Þrír leikir fóru fram í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla á mánudagskvöld.  Þrjú lið úr Landsbankadeild,  KR, ÍA og Valur, höfðu betur gegn þremur 1. deildarliðum og eru því komin í 8-liða úrslit.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Danska liðið einfaldlega of sterkt - 4.7.2005

U17 landslið kvenna tapaði gegn Dönum í fyrsta leiknum á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Noregi.  Þriggja marka sigur þeirra dönsku þótti nokkuð öruggur.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Toppslagur í Landsbankadeild kvenna á þriðjudag - 4.7.2005

Framundan eru hörkuleikir í Landsbankadeild kvenna.  Áttunda umferðin hefst í kvöld með leik FH og Keflavíkur í Krikanum, en á þriðjudagskvöld fara fram þrír leikir, þar á meðal mætast toppliðin í deildinni, Valur og Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Þrír leikir í VISA-bikarnum í kvöld - 4.7.2005

Þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld, mánudagskvöld.  Víkingar taka á móti KR-ingum í Reykjavíkurslag, Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn og Haukar sækja Valsmenn heim.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Dönum á NM í Þrándheimi - 4.7.2005

U17 landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Mótherjar Íslands í dag eru Danir og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fréttavirkni á ksi.is - 4.7.2005

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá notendum vefs KSÍ að breytingarnar eru nokkrar eftir að nýi vefurinn tók við af þeim gamla.  Einn af þeim þáttum sem hafa tekið stakkaskiptum er virkni frétta sem birtar eru á vefnum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

16-liða úrslit VISA-bikars karla í byrjun næstu viku - 1.7.2005

Sextán liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í byrjun næstu viku.  Þrír leikir fara fram á mánudag en fimm á þriðjudag og fara leikirnir átta fram í sjö bæjarfélögum. Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 8. umferð - 30.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Edda Garðarsdóttir valin leikmaður umferða 1-7 - 30.6.2005

Í hádeginu á fimmtudag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna. Edda Garðarsdóttir var valin besti leikmaður umferðanna og Úlfar Hinriksson besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍA og ÍBV í Landsbankadeild kvenna breytt - 30.6.2005

Leiktíma viðureignar ÍA og ÍBV í Landsbankadeild kvenna næstkomandi þriðjudag hefur verið breytt.  Leikurinn hefur verið færður fram um tvær klukkustundir. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir í Intertoto-keppninni á laugardag - 30.6.2005

Egill Már Markússon verður dómari í viðureign belgíska liðsins AA Gent og Zlín frá Tékklandi í Intertoto-keppninni næstkomandi laugardag.  Aðstoðardómarar í leiknum verða þeir Einar Sigurðsson og Sigurður Óli Þórleifsson.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tveimur leikjum breytt vegna þátttöku FH í Evrópukeppni - 29.6.2005

Tveimur leikjum í Landsbankadeild karla hefur verið breytt vegna þátttöku FH í forkeppni Meistaradeildar UEFA, leikjum FH gegn Keflavík og ÍBV. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar Vals 1956

Sögulegar upplýsingar um íslenska knattspyrnu - 29.6.2005

Hvaða leikmaður var markahæstur í 2. deild karla 1993?  Hvaða leikmaður kvenna var valinn bestur árið 1996?  Hvernig fóru leikirnir á Íslandsmótinu 1918?  Svörin við þessum spurningum er að finna hér á ksi.is.

Lesa meira
 
www.uefa.com

Ráðstefna UEFA um upplýsingatækni - 28.6.2005

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfisstjóri og umsjónarmaður ksi.is, sóttu fyrr í mánuðinum ráðstefnu um upplýsingatækni sem UEFA stóð fyrir í Nyon í Sviss.

Lesa meira
 
UEFA

Þátttaka í grasrótarviðburðum - 28.6.2005

UEFA hefur ákveðið að veita þátttakendum í grasrótarviðburðum sérstakt viðurkenningarskjal.  Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að veita iðkendum viðurkenningu fyrir þátttöku í grasrótarviðburðum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna - 28.6.2005

Eins og undanfarin tvö ár munu KSÍ og Landsbankinn veita sérstakar viðurkenningar fyrir ákveðin tímabil í Landsbankadeildum karla og kvenna.  Viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna verða afhentar á fimmtudag.

Lesa meira
 
homeground

120 nýjar æfingar í Homeground æfingasafnið - 28.6.2005

Þátttakendur á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu sem fór fram 15-17. apríl síðastliðinn hafa skilað inn 120 nýjum æfingum fyrir alla aldurshópa.  Æfingasafn KSÍ inniheldur nú rúmlega 300 æfingar frá 73 þjálfurum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 og U18 landsliðum karla - 28.6.2005

Æfingar fyrir U17 og U18 landslið karla fara fram dagana 2. og 3. júlí næstkomandi.  Alls hafa tæplega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, sem og leikmenn frá erlendum félögum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leiktíma KR - ÍA í Landsbankadeild karla breytt - 28.6.2005

Leiktíma viðureignar KR og ÍA í Landsbankadeild karla 7. júlí næstkomandi hefur verið breytt þar sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Stjörnunnar og ÍBV breytt vegna ófærðar - 27.6.2005

Vega ófærðar hefur leik Stjörnunnar og ÍBV í Landsbankadeild kvenna verið breytt.  Leikurinn átti að fara fram í kvöld, mánudagskvöld, en hefur nú verið settur á þriðjudagskvöld á Stjörnuvelli. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmdi Intertoto-leik í Póllandi - 27.6.2005

Jóhannes Valgeirsson var dómari í síðari viðureign pólska liðsins Lech Poznan og Karvan frá Aserbaidsjan í 1. umferð Intertoto-keppninnar síðastliðinn laugardag.  Aðstoðardómarar voru þeir Ingvar Guðfinnsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Hópurinn fyrir NM U17 kvenna valinn - 27.6.2005

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí. Lesa meira
 
Eyjólfur Magnús Kristinsson

Dæmdi sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla - 27.6.2005

Eyjólfur Magnús Kristinsson dæmdi fyrsta leik sinn í Landsbankadeild karla á sunnudagskvöld - leik Fram og Keflavíkur.  Eyjólfur Magnús er verkfræðingur að menntun og starfi, er 28 ára að aldri og er félagi í FH.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik FH og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna breytt - 27.6.2005

Leik FH og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur verið breytt vegna vallarmála.  Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 5. júlí, en hefur verið settur á mánudaginn 4. júlí. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Skagamenn úr leik í Intertoto-keppninni - 26.6.2005

Skagamenn eru úr leik í Intertoto-keppninni eftir 0-4 tap á heimavelli gegn finnska liðinu Inter Turku, en þetta var síðari leikur liðanna í 1. umferð.  Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Lesa meira
 
UEFA

Góðir möguleikar í Evrópumótum félagsliða - 24.6.2005

Öll íslensku liðin sem leika í Evrópumótum í ár eiga góða möguleika á að komast áfram.  Skagamenn leika gegn Inter Turku á sunnudag, FH-ingar leika gegn liði frá Aserbaidsjan, Keflvíkingar fara til Luxemborgar og Eyjamenn til Færeyja.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót 2005 - 24.6.2005

Riðlakeppni Polla- og Hnátumóta KSÍ fer fram í júlí og eru riðlarnir leiknir víðs vegar um landið.  Úrslitakeppni fer fram dagana 20. og 21. ágúst.

Lesa meira
 
Guðni Kjartansson - Þjálfari U19 landsliðs karla síðan 1992

Guðni á UEFA ráðstefnu um þjálfaramenntun - 24.6.2005

Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari U-19 liðs karla og kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ sótti á dögunum 15. ráðstefnu UEFA um þjálfaramenntun fyrir hönd KSÍ.  Ráðstefnan var haldin í Amsterdam, Hollandi 30. maí – 3. júní.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ og ÍSÍ halda sameiginlega ráðstefnu - 24.6.2005

Fyrirhugað er að KSÍ og ÍSÍ haldi sameiginlega ráðstefnu þann 8.ágúst næstkomandi.  Fyrirlestrarefni eru m.a. fjöldi iðkenda/framfarir í þjálfun og nýjungar í þjálfun.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leiktíma breytt vegna beinnar útsendingar - 24.6.2005

Leiktíma viðureignar nágrannaliðanna Keflavíkur og Grindavíkur í Landsbankadeild karla fimmtudaginn 30. júní næstkomandi hefur verið breytt þar sem Sýn verður með beina sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Lesa meira
 
Leikur án fordóma

Fordómalausir dagar FIFA og KSÍ - 24.6.2005

Um þessar mundir fagnar knattspyrnuhreyfingin Fordómalausum dögum í 4. sinn.  Allir leikir sem fram fara á Íslandi þessa daga eru tileinkaðir baráttunni gegn fordómum.  Knattspyrnuáhugafólk um land allt er hvatt til að segja NEI við fordómum af öllu tagi.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Dregið í UEFA bikarnum - 24.6.2005

Í hádeginu var dregið í 1. umferð forkeppni UEFA bikarsins þar sem ÍBV og Keflavík taka þátt. Eyjamenn fara til Færeyja en Keflvíkingar til Lúxemborgar. Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með og Vodafone í 7. umferð - 24.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH til Aserbaídsjan - 24.6.2005

Í morgun var dregið í tvær fyrstu umferðir forkeppni Meistardeildar Evrópu. Íslandsmeistarar FH drógust á móti PFC Neftchi frá Aserbaídsjan í fyrstu umferð og verður fyrri leikurinn ytra en sá síðari í Kaplakrika 20. júlí. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Síðari leikur ÍA gegn Inter Turku á sunnudag - 24.6.2005

ÍA mætir finnska liðinu Inter Turku á sunnudag í síðari viðureign liðanna í Intertoto-keppninni.  Leikurinn fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 16:00.  Markalaust jafntefli varð í fyrri leik liðanna, þannig að von er á hörkuleik. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leiktíma breytt vegna beinnar útsendingar - 23.6.2005

Leiktíma viðureignar Vals og KR í Landsbankadeild karla mánudaginn 27. júní næstkomandi hefur verið breytt þar sem Sýn verður með beina sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Lesa meira
 

Þjálfari Afríku úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann - 22.6.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.

Lesa meira
 

Þjálfari Afríku úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann - 22.6.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari Afríku úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann - 22.6.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Góð aðsókn að fyrstu 6 umferðunum - 22.6.2005

Góð aðsókn hefur verið að leikjum í fyrstu 6 umferðum Landsbankadeildar karla og er meðaltalið 1.197 manns.  Um er að ræða umtalsverða aukningu frá því í fyrra, en eftir fyrstu 6 umferðirnar þá var meðaltal áhorfenda 978.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tryggvi kjörinn besti leikmaður umferða 1-6 - 22.6.2005

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH og markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla, hefur verið kjörinn besti leikmaður umferða 1-6 í deildinni.  Willum Þór Þórsson var kjörinn besti þjálfari umferðanna og Kristinn Jakobsson besti dómarinn. Lesa meira
 
NM U17 karla

Norðurlandamót U17 landsliða karla - 21.6.2005

KSÍ leitar að sjálfboðaliðum til starfa við Norðurlandamót U17 landsliða karla, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni 1. - 8. ágúst næstkomandi. Alls taka 8 lið þátt í mótinu, Norðurlandaþjóðirnar sex auk Englands og Írlands. Lesa meira
 
Izudin Daði Dervic, Haukum, og Willum Þór Þórsson, Val

Margir spennandi leikir í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla - 21.6.2005

Útlit er fyrir marga spennandi leiki í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla, en dregið var á Hótel Loftleiðum í hádeginu í dag, þriðjudag.  Aðeins er um einn slag Landsbankadeildarliða að ræða - Grindavík tekur á móti Fylki.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir, Breiðabliki, og Björg Ásta Þórðardóttir, Keflavík - Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum

Stórleikur í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna - 21.6.2005

Stórleikur verður í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna þegar VISA-bikarmeistarar ÍBV taka á móti Íslandsmeisturum Vals.  Dregið var í 8-liða úrslitin á Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Tryggvi Guðmundsson efstur í vali á Manni leiksins - 21.6.2005

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, er efstur í SMS-kosningu á Manni leiksins að loknum fyrstu 6 umferðunum í Landsbankadeild karla.  Tryggvi hefur verið valinn Maður leiksins í fjórum leikjum FH í deildinni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum í dag - 21.6.2005

Dregið verður í 16-liða úrslit VISA-bikars karla og 8-liða úrslit kvenna á Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag, kl. 12:00.  32-liða úrslitum VISA-bikars karla lauk í gærkvöldi með sex leikjum.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Fjarðabyggðar og Fram

Tíu lið komin í 16-liða úrslit VISA-bikars karla - 20.6.2005

Á sunnudag fóru fram níu leikir í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla og hafa því 10 lið nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, en einn leikur fór fram 7. júní.  Sex leikir fara fram í kvöld, mánudagskvöld.  Fylgst verður með gangi mála á Rás 2.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 6. umferð - 20.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild karla - 20.6.2005

Eins og undanfarin tvö ár verða veittar sérstakar viðurkenningar fyrir ákveðin tímabil í Landsbankadeildum karla og kvenna.  Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í karladeildinni verða veittar á miðvikudag, en á miðvikudagskvöld verður sýndur sérstakur þáttur á Sýn um þessar umferðir.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Markalaust jafntefli hjá ÍA gegn Inter Turku í Intertoto - 19.6.2005

ÍA og finnska liðið Inter Turku gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Intertoto-keppninnar í Finnlandi í dag, sunnudag.  Síðari leikur liðanna fer fram á Akranesvelli sunnudaginn 26. júní næstkomandi.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hlutgengi leikmanna í VISA-bikarnum - 18.6.2005

Vegna fjölda fyrirspurna vill skrifstofa KSÍ koma því á framfæri að leikmanni sem leikur með félagi A í VISA-bikarnum og hefur síðan félagaskipti í félag B er heimilt að leika með nýja félaginu í bikarkeppninni.   Ekkert í reglugerðum KSÍ bannar slíkt.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Eiður Smári sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu - 17.6.2005

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag, 17. júní, sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.  Eiður Smári var í hópi 12 Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki við athöfn á Bessastöðum.

Lesa meira
 

Að mörgu að hyggja varðandi leiki í mótum yngri flokka - 17.6.2005

Á Íslandsmótum yngri flokka karla og kvenna er að mörgu að hyggja. Af því tilefni er rétt að rifja upp ýmis atriði sem þarf að hafa í huga, s.s. skráningu úrslita með sms-skeyti eða í gegnum ksi.is.  Bent er á að félögum ber skylda til að skrá úrslit og leikskýrslur í gagnagrunn KSÍ. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

ÍA leikur í Intertoto-keppninni á sunnudag - 17.6.2005

ÍA leikur fyrri leik sinn í 1. umferð Intertoto-keppninnar gegn finnska liðinu Inter Turku á sunnudag, en liðin mætast á Veritas leikvanginum í Turku.  Liðið sem hefur betur í leikjunum tveimur mætir liði frá Króatíu eða Albaníu í 2. umferð.

Lesa meira
 
Erna Þorleifsdóttir

Undirbúningsæfingar U17 kvenna fyrir NM - 16.6.2005

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 22 manna undirbúningshóp fyrir Norðurlandamót U17 liða kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí.

Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson tók þátt í Knattspyrnuskóla KSÍ á sínum tíma

Knattspyrnuskóli karla 2005 - 16.6.2005

Knattspyrnuskóli karla 2005 fer fram að Laugarvatni 20. - 24. júní næstkomandi.  Frey Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991.

Lesa meira
 
www.fifa.com

Breytingar á 11. grein knattspyrnulaganna - 16.6.2005

Í vor voru gerðar ákveðnar breytingar á 11. grein knattspyrnulaganna, en sú grein fjallar um rangstöðu.  Skilgreint var betur hvað telst að taka virkan þátt í leiknum.  Þessar breytingar tóku gildi hér á landi við upphaf Íslandsmótsins.
Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32-liða úrslit VISA-bikars karla á sunnudag og mánudag - 16.6.2005

Næstkomandi sunnudag og mánudag fara fram 32-liða úrslit VISA-bikars karla og er leikið víðs vegar um landið.  Rás 2 verður með útvarpssendingu þar sem fylgst verður með gangi mála í öllum leikjunum.

Lesa meira
 
www.fifa.com

Upp um sjö sæti á FIFA-listanum - 16.6.2005

Íslenska landsliðið hefur hækkað um sjö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði.  Liðið er nú í 90. sæti.  Efstu þrjú sætin eru óbreytt - Brasilía efst, Tékkland í öðru sæti og Argentína í því þriðja - en Hollendingar draga nokkuð á efstu liðin og eru nú í fjórða sæti.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 5. umferð - 13.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Í 5. umferð hlutu eftirfarandi leikmenn kosningu sem bestu menn leikjanna:

Lesa meira
 

Menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi sumarið 2004 - 10.6.2005

Þrír nemar í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Íslands hafa nýlega lokið við B.S. ritgerð sína um menntun allra knattspyrnuþjálfara á Íslandi sumarið 2004.  Þremenningarnir unnu þetta verkefni í samstarfi við KSÍ og er ritgerðin aðgengileg á skrifstofu KSÍ fyrir þá sem hafa áhuga.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Jafntefli í síðari leik U19 liða Íslands og Svíþjóðar - 9.6.2005

U19 lið karla mætti Svíþjóð í vináttulandsleik í Sandgerði í dag, fimmtudag, í annað sinn á þremur dögum.  Úrslit leiksins í dag urðu 2-2 og þótti íslenska liðið leika vel.  Matthías Vilhjálmsson og Pétur Mar Pétursson skoruðu mörk íslenska liðsins

Lesa meira
 

Seinni leikurinn gegn Svíþjóð í dag - 9.6.2005

U19 landslið karla leikur síðari vináttulandsleik sinn gegn Svíþjóð í Sandgerði í dag, fimmtudag, kl. 12:00. Liðin mættust í Grindavík á þriðjudag og hafði íslenska liðið þá betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason bæði mörkin. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

2. umferð VISA-bikars kvenna - 9.6.2005

Föstudaginn 10. júní fer fram 2. umferð VISA-bikars kvenna.  Ljóst er að hart verður barist því útlit er fyrir spennandi leiki.  Rás 2 verður með útvarpssendingu þetta kvöld þar sem fylgst verður með gangi mála í leikjunum fimm. Allir leikirnir hefjast kl. 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari ÍA ávíttur - 9.6.2005

Aganefnd KSÍ hefur borist greinargerð frá framkvæmdastjóra sambandsins vegna ummæla Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, eftir leik Vals og ÍA í Landsbankadeild karla sem fram fór 23. maí síðastliðinn.

Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Frábær 4-1 sigur gegn Möltu - 8.6.2005

Ísland lagði Möltu með fjórum mörkum gegn einu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld og innbyrti þar með fyrsta sigur sinn í keppninni.  Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt 15. mark fyrir landsliðið og Tryggvi Guðmundsson sitt 10., ásamt því að leggja upp tvö mörk.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót 2005 - 8.6.2005

Riðlakeppni í Polla- og Hnátumótum KSÍ fer fram frá 4. - 22. júlí næstkomandi.  Leikið er víðs vegar um landið og hefur umsjónarfélag verið skipað með hverjum riðli fyrir sig. 

Lesa meira
 

Ísland - Malta: Byrjunarliðin - 8.6.2005

Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarliðin og númer leikmanna hjá Íslandi og Möltu fyrir viðureign liðanna í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli í kvöld.

Lesa meira
 
Home Depot Center í Los Angeles

A landslið kvenna leikur í Los Angeles - 8.6.2005

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttulandsleik Bandaríkjanna og Íslands, sem fram fer ytra 24. júlí næstkomandi.  Leikið verður á Home Depot Center í Los Angeles, heimavelli LA Galaxy liðsins í MLS-deildinni.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Heiðar Helguson ekki með gegn Möltu - 8.6.2005

Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Möltu á Laugardalsvelli  í undankeppni HM í kvöld.  Heiðar er veikur og getur því ekki leikið. Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson er í framlínunni gegn Möltu

Byrjunarliðið gegn Möltu - 8.6.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Möltu, en liðin mætast á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld.  Uppstillingin er mikið breytt frá leiknum gegn Ungverjum á dögunum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skagamenn í 16-liða úrslit VISA-bikars karla - 8.6.2005

Lið ÍA tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla með því að leggja 3. deildarlið Gróttu í 32-liða úrslitum á Seltjarnarnesi á þriðjudagskvöld.  Lokatölur leiksins voru 1-2 og veittu liðsmenn Gróttu Landsbankadeildarliðinu harða keppni.

Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson

Stór áfangi hjá Brynjari Birni - 8.6.2005

Brynjar Björn Gunnarsson lék sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd á Laugardalsvellinum í kvöld, þegar Íslendingar mættu Maltverjum í undankeppni HM 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir leikbann Nóa Björnssonar - 8.6.2005

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti á þriðjudag leikbann Nóa Björnssonar, þjálfara Leifturs/Dalvíkur. Áfrýjunardómstóllinn staðfesti þar með úrskurð stjórnar KSÍ frá 14. apríl. Lesa meira
 
Luka Kostic

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla - 8.6.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram dagana 11. og 12. júní næstkomandi á Tungubökkum í Mosfellsbæ.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 
Landsliðskonur framtíðarinnar taka þátt í Knattspyrnuskóla KSÍ

Knattspyrnuskóli kvenna 2005 - 8.6.2005

Knattspyrnuskóli kvenna fer fram um næstu helgi að Laugarvatni. Erna Þorleifsdóttir, landsliðsþjálfari U17, kvenna hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991. Lesa meira
 
malta_fa

Ísland - Malta á Laugardalsvelli á miðvikudag - 7.6.2005

Ísland mætir Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum á miðvikudag.  Þessi lið hafa mæst 11 sinnum áður í A-landsleik karla og hefur Ísland unnið átta sinnum, Malta tvisvar, en einu sinni hafa liðin skilið jöfn. 

Lesa meira
 
Hannes Sigurðsson

Hannes í A-landsliðshópinn gegn Möltu - 7.6.2005

Hannes Sigurðsson hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Hannes kemur í stað Gylfa Einarssonar, sem meiddist í leiknum gegn Ungverjum á laugardag.

Lesa meira
 
Hannes Sigurðsson reynir markskot

Markalaust á KR-vellinum - 7.6.2005

U21 landslið karla náði ekki rjúfa varnarmúr Maltverja á KR-vellinum í kvöld, þegar liðin mættust í undankeppni EM.  Niðurstaðan var markalaust jafntefli og verður að segjast eins og er að íslenska liðið hefði átt að klára leikinn og innbyrða stigin þrjú.

Lesa meira
 

Góður sigur á Svíum hjá U19 karla - 7.6.2005

U19 landslið karla lagði Svía í vináttuleik á Grindavíkurvelli í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og skoraði fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason bæði mörk Íslenska liðsins. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Keflavíkur og ÍBV frestað til laugardags - 7.6.2005

Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur verið breytt öðru sinni vegna ófærðar.  Leikurinn átti upprunalega að fara fram á mánudag og var settur á í kvöld, þriðjudagskvöld, en þar sem enn er ófært hefur leikurinn verið færður á laugardaginn 18. júní. Lesa meira
 
Heiðar Geir Júlíusson er í framlínu íslenska liðsins

Byrjunarlið U19 karla gegn Svíum - 7.6.2005

Guðni Kjartansson hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleik U19 landsliða karla í Grindavík í dag.  Leikurinn hefst kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason - Fyrirliði U21 liðs karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Möltu - 7.6.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM. Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Ungverja á Víkingsvelli síðastliðinn laugardag. Lesa meira
 
fotboltasumarid2005

Fótboltasumarið 2005 - 7.6.2005

Tímaritið Fótboltasumarið er komið út í þriðja sinn.  Í tímaritinu eru kynnt liðin í öllum landsdeildum Íslandsmótsins 2005 og þar er einnig að finna yfir 500 ljósmyndir.  Fótboltasumrinu 2005 er m.a. dreift frítt í öllum útibúum Landsbanka Íslands.

Lesa meira
 
Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu

Gylfi ekki með gegn Möltu vegna meiðsla - 6.6.2005

Ljóst er Gylfi Einarsson mun ekki leika með A landsliðinu gegn Möltu í undankeppni HM á miðvikudag vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Ungverjalandi á laugardag.  Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar á Ísland - Malta fyrir handhafa A-passa - 6.6.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Malta afhenta þriðjudaginn 7. júní frá kl. 10:00 - 17:00 í suðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Boðsmiðar). Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Keflavíkur og ÍBV breytt - 6.6.2005

Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur verið breytt vegna ófærðar.  Leikurinn átti að fara fram á Keflavíkurvelli í kvöld, mánudagskvöld, en hefur verið breytt og fer nú fram á þriðjudag. Lesa meira
 
Jörundur Áki Sveinsson (vinstra megin) - Þjálfari A landsliðs kvenna

A landslið kvenna mætir Bandaríkjunum - 6.6.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum 24. júlí næstkomandi.  Ísland og Bandaríkin mætast þá í þriðja sinn á innan við einu ári.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Grótta og ÍA leika í VISA-bikar karla á þriðjudag - 6.6.2005

Grótta og ÍA mætast á Gróttuvelli kl. 19:15 á þriðjudag í fyrsta leik 32-liða úrslita VISA-bikars karla.  Skagamenn leika í Intertoto-keppninni þegar aðrir leikir í 32-liða úrslitum fara fram. Lesa meira
 
Guðni Kjartansson - Þjálfari U19 landsliðs karla síðan 1992

U19 karla leikur gegn Svíum á þriðjudag - 6.6.2005

U19 landslið karla mætir Svíum í vináttulandsleik í Grindavík á þriðjudag kl. 15:00.  Liðin mætast aftur í Sandgerði á fimmtudag kl. 12:00.  Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska liðsins, valdi 22 manna hóp fyrir leikina.

Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Úrslitakeppni EM kvennalandsliða á Englandi - 6.6.2005

Úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer á Englandi, hófst á sunnudag með tveimur leikjum.  Opnunarleikur mótsins var viðureign Svía og Dana í Blackpool, en síðar um daginn mættust gestgjafarnir Finnum á City of Manchester Stadium.

Lesa meira
 
Sölvi Davíðsson

Tvær breytingar á U21 liði karla - 6.6.2005

Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM á KR-velli á þriðjudag.  Garðar Gunnlaugsson og Sölvi Davíðsson koma inn fyrir Tryggva Svein Bjarnason og Sigmund Kristjánsson. Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Landsliðshópurinn gegn Möltu - 6.6.2005

Landsliðshópurinn er nokkuð breyttur frá þeim sem upprunalega var valinn í leikina tvo gegn Ungverjalandi og Möltu.  Heiðar Helguson tók út leikbann gegn Ungverjalandi, en kemur inn í hópinn fyrir leikinn á miðvikudag.

Lesa meira
 
A landslið karla í golfi á Hvaleyrarholtsvelli

Léku golf í Hvaleyrarholti - 6.6.2005

Leikmenn A-landsliðs karla léku golf á Hvaleyrarholtsvelli á sunnudag til að stytta sér stundir og þjappa hópnum saman fyrir leikinn gegn Möltu á Laugardalsvelli á miðvikudag. Lesa meira
 
Auðun Helgason

Auðun og Bjarni Ólafur í landsliðshópinn - 5.6.2005

Auðun Helgason og Bjarni Ólafur Eiríksson hafa verið kallaðir í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM á miðvikudag.  Auðun á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað eitt mark, en Bjarni Ólafur er í fyrsta skipti í hópnum. Lesa meira
 
Zoltan Gera - fyrirliði Ungverja

Ungverskur sigur á Laugardalsvellinum - 4.6.2005

Ungverjar unnu í kvöld 3-2 sigur á Íslendingum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2006.  Sigur þeirra verður að teljast ósanngjarn því íslenska liðið lék vel lengst af og hefði átt skilið að  minnsta kosti eitt stig úr leiknum.

Lesa meira
 
Alid20020070

Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjum - 4.6.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni HM, en liðin mætast á Laugardalsvelli í dag, laugardag, kl. 18:05.

Lesa meira
 
UEFA

Eins marks tap U21 karla gegn Ungverjum - 3.6.2005

U21 landslið karla tapaði fyrir Ungverjum í undankeppni EM með einu marki gegn engu á Víkingsvelli í kvöld.  Eina mark leiksins kom strax á 12. mínútu.

Lesa meira
 
Lothar Matthäus

Ungverjar leika væntanlega 3-5-2 gegn Íslandi - 3.6.2005

Landslið Ungverja hefur gengið í gegnum miklar breytingar undir stjórn Lothars Matthäus, fyrrverandi fyrirliða þýska landsliðsins.  Matthäus hefur gert leikskipulag liðsins mun markvissara og virðist vera að innleiða þýskan aga í leikmenn liðsins.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik breytt í Landsbankadeild kvenna - 3.6.2005

Vegna landsleiks Íslands og Svíþjóðar í handknattleik karla, sem fram fer í Kaplakrika mánudaginn 6. júní, hefur leik FH og Stjörnunnar í Landsbankadeild kvenna verið breytt.
Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þremur leikjum í Landsbankadeild breytt - 3.6.2005

Tímasetningu þriggja leikja í Landsbankadeild karla hefur verið breytt þar sem þeir verða í beinni útsendingu á Sýn. Lesa meira
 
fram180

Fram dæmdur sigur gegn Grindavík - 3.6.2005

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Fram gegn Grindavík vegna leiks í U23 keppni karla, sem fram fór þann 24. maí síðastliðinn.  Kröfur kæranda voru teknar til greina og var Fram dæmdur sigur í leiknum og Grindavík gert að greiða sekt.

Lesa meira
 
Áfram Ísland

3.000 miðar þegar seldir á Ísland - Ungverjaland - 3.6.2005

Nú þegar hafa selst um 3.000 miðar á leik Íslands og Ungverjalands, en liðin mætast í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á laugardag.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Byrjunarlið U21 karla gegn Ungverjum - 3.6.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi, en þjóðirnar mætast í undankeppni EM á Víkingsvelli í kvöld kl. 18:00.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur að kvöldi til

Netsölu á Ísland - Ungverjaland lýkur í kvöld - 2.6.2005

Netsölu aðgöngumiða á Ísland - Ungverjaland, sem fram fer á laugardag, lýkur í kvöld, fimmtudagskvöld.  Forsala heldur áfram á völdum ESSO-stöðvum á föstudag.

Lesa meira
 
Áfram Ísland

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 2.6.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Ungverjaland afhenta föstudaginn 3. júní frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur). Lesa meira
 
Ásbjörn Jónsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson

32-liða úrslit VISA-bikars karla - 2.6.2005

Dregið var í 32-liða úrslit VISA-bikars karla á Hótel Nordica í dag, fimmtudag.  Framundan eru margir athyglisverðir leikir víðs vegar um landið.

Lesa meira
 
Þjóðfáni Portúgals

Portúgalskir dómarar á Ísland - Ungverjaland - 2.6.2005

Dómarakvartettinn í leik Íslands og Ungverjalands á laugardag kemur frá Portúgal.  Dómarinn heitir Lucilio Cardoso Cortez Batista, er 40 ára gamall, og dæmdi meðal annars í lokakeppni EM 2004.

Lesa meira
 

Landsliðsleikur á sport.is - 2.6.2005

Vefurinn Sport.is, í samstarfi við nokkur öflug fyrirtæki, stendur fyrir skemmtilegum landsliðsleik í tengslum við leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í dag - 2.6.2005

Dregið verður í 32-liða úrslit VISA-bikars karla á Hótel Nordica í dag, fimmtudag kl. 12:00.  Viðstaddir verða fulltrúar félaganna, KSÍ, VISA og fjölmiðla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli KSÍ 2005 - 2.6.2005

Knattspyrnuskóli stúlkna verður haldinn að Laugarvatni 12. - 16. júní næstkomandi og knattspyrnuskóli drengja 20. - 24. júní á sama stað.  Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

U21 karla leikur gegn Ungverjum á föstudag - 1.6.2005

U21 landslið karla leikur í undankeppni EM gegn Ungverjalandi á Víkingsvelli á föstudag kl. 18:00.  Með sigri í leiknum á íslenska liðið góða möguleika á að blanda sér verulega í baráttuna um efstu tvö sæti riðilsins.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson gefur eiginhandaráritun

Opin æfing á fimmtudag - 1.6.2005

A landslið karla æfir á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 16:00 og verður æfingin opin fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með.  Að æfingu lokinni gefst fólki kostur á að fá eiginhandaráritanir og láta taka myndir af sér með landsliðsmönnunum.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 1.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Undirbúningsæfingar U19 karla fyrir leiki gegn Svíum - 1.6.2005

U19 landslið karla leikur tvo vináttuleiki gegn Svíum hér á landi í byrjun júní, þann fyrri í Grindavík 7. júní og þann síðari í Sandgerði tveimur dögum síðar. Lesa meira
 
UEFA

Norðmenn efstir í háttvísimati UEFA - 1.6.2005

UEFA hefur tilkynnt niðurstöður háttvísimats fyrir keppnistímabilið 2004/2005.  Norðmenn voru efstir í háttvísimatinu að þessu sinni og fær Viking FK þar með sæti í UEFA-bikarnum 2005/2006.

Lesa meira
 

Úrslitakeppni í mótum B-liða yngri flokka - 1.6.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að bæta við til reynslu í ár úrslitakeppni í mótum B-liða (og eftir atvikum annarra liða) í öllum yngri flokkum þar sem slík keppni hefur ekki verið til staðar. Fyrirkomulag og reglur um hlutgengi eru í höndum mótanefndar KSÍ og verða kynntar síðar. 

Lesa meira
 

Breyting á reglugerð um félagaskipti leikmanna - 1.6.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 31. maí breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna. Lesa meira
 
Hásteinsvöllur að vori

Keppnisleyfi leikvalla - 1.6.2005

Gefin hafa verið út keppnisleyfi fyrir leikvelli félaga í Landsbankadeild karla og 1. deild karla, til eins eða  tveggja ára eftir ákvörðun mannvirkjanefndar KSÍ, og hafa viðkomandi félög fengið sent bréf þess efnis. Lesa meira

 
Malouda, Rothén og Cissé fagna marki.

Ungverjar léku gegn Frökkum á þriðjudag - 1.6.2005

Ungverjar, mótherjar Íslands í undankeppni HM á laugardag, mættu Frökkum í vináttulandsleik í Metz í Frakklandi á þriðjudag og höfðu heimanenn betur, 2-1.

Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson

Helgi Valur í landsliðshópinn í stað Hjálmars - 31.5.2005

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni HM 2006, í stað Hjálmars Jónssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 

Ungverjar hafa yfirhöndina í fyrri viðureignum - 31.5.2005

Ungverjar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum við Ísland í gegnum tíðina, hafa unnið fimm leiki en Íslendingar þrjá.  Síðustu þremur viðureignum þjóðanna hefur lyktað með ungverskum sigri, síðast í Búdapest í september síðastliðnum, þegar heimamenn unnu 3-2 í hörkuleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Ungverjalands

Landsliðshópur Ungverja - 31.5.2005

Ísland og Ungverjaland mætast á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag í undankeppni HM 2006.  Lothar Matthaus, landsliðsþjálfari Ungverja, þykir vera á réttri leið með liðið, sem hefur bætt sig nokkuð á undanförnum árum.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

RÚV fylgist með VISA-bikarnum - 31.5.2005

RÚV mun fylgjast vel með gangi mála í leikjum í 2. umferð VISA-bikars karla, sem fram fara á þriðjudag og miðvikudag.  Fylgst verður með leikjunum á Rás 2 og reglulega haft samband við fulltrúa RÚV á völlunum til að spyrja frétta.

Lesa meira
 

KSÍ-klúbburinn 2005 - 30.5.2005

Fimmtánda starfsár KSÍ-klúbbsins hefst laugardaginn 4. júní er Ungverjar sækja okkur heim. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

2. umferð VISA-bikars karla - 30.5.2005

2. umferð VISA-bikars karla fer fram á þriðjudag og miðvikudag og er von á mörgum fjörugum og spennandi leikjum.  Meðal áhugaverðra leikja má nefna Norðurlandsslag Tindastóls og KS, viðureign Hattar og Hugins á Egilsstöðum og leik Víkings Ó. gegn Reyni Sandgerði. Lesa meira
 

Úrskurður Dómstóls KSÍ - 30.5.2005

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn Afríku vegna leiks í VISA-bikar karla, sem fram fór þann 20. maí síðastliðinn.  Kröfur kæranda voru teknar til greina og var Augnabliki dæmdur sigur í leiknum og Afríku gert að greiða sekt.

Lesa meira
 

U21 landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu - 28.5.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankepni EM, sem fram fara hér á landi í byrjun júní. Fyrst verður leikið gegn Ungverjalandi föstudagnn 3. júní á Víkingsvelli og gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttur leiktími á KR - FH í Landsbankadeild karla - 27.5.2005

KR og FH mætast í Landsbankadeild karla á sunnudag.  Leiktíma hefur verið breytt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Starfsreglur aganefndar - 26.5.2005

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna á starfsreglur aganefndar KSÍ, grein 8.4. sem fjallar um leikbönn leikmanna sem spila með tveimur liðum (eða fleiri) sama félags. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Skotlandi

Góður sigur á Skotum - 25.5.2005

A landslið kvenna vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik sem fram fór á McDiarmid Park í Perth.  Lesa meira
 
asgeir2

A landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu - 25.5.2005

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið 20 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006, sem fram fara á Laugardalsvelli í byrjun júní.  Lesa meira
 
Alidkv20030221

Byrjunarlið A kvenna gegn Skotum - 25.5.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag. Lesa meira
 
Laugardalsvollur_yfirlit

Miðasala á Ísland - Malta - 25.5.2005

Sala aðgöngumiða á leik Íslands gegn Möltu í undankeppni HM 2006 er nú í fullum gangi. 

Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

Breytingar á knattspyrnulögunum 2005 - 24.5.2005

Árlegur fundur Alþjóðanefndar FIFA (IFAB) var haldinn í Wales 26. febrúar 2005. Lesa meira

 
VISA-bikarinn

Fyrsta umferð VISA-bikars kvenna - 24.5.2005

Fyrsta umferð VISA-bikars kvenna fer fram í vikunni.  Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld, þriðjudagskvöld, en þá mætast Þór/KA/KS og Fylkir á Þórsvelli á Akureyri. Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Skotum á miðvikudag - 24.5.2005

A landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Ísland hefur yfirhöndina í innbyrðis viðureignum þjóðanna og hefur íslenska liðið ekki tapað fyrir því skoska síðan liðin mættust fyrst, árið 1981, í fyrsta A-kvennalandsleik Íslands.  Byrjunarlið íslenska liðsins verður væntanlega tilkynnt að morgni leikdags. Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 24.5.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 

Leik Hugins og Tindastóls frestað vegna ófærðar - 21.5.2005

Leik Hugins og Tindastóls í 2. deild karla, sem fara átti fram á Seyðisfjarðarvelli á sunnudag, hefur verið frestað vegna ófærðar.  Nýr leikdagur og leiktími verður gefinn út á mánudag.  Lesa meira
 

Landsbankamót Þórs fyrir 4. flokk karla - 20.5.2005

Dagana 2. – 4. september heldur Þór hið árlega knattspyrnumót fyrir 4. flokk karla í samvinnu við og með stuðningi Landsbanka Íslands.  Áætlað er að mótið hefjist föstudaginn 2. september að morgni og ljúki um miðjan dag á sunnudag. Lesa meira
 

Spá um lokastöðu í 2. deild karla - 20.5.2005

Íslenskar getraunir hafa árlega staðið fyrir spá þjálfara í 2. deild karla um lokastöðu liða.  Þjálfararnir búast við nokkuð harðri baráttu um efstu tvö sætin og þar með sæti í 1. deild að ári.  Leiknir R. og Stjarnan eru þau lið sem þeir telja líklegust til afreka.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Villa í reglugerð í Handbók KSÍ - 20.5.2005

Villa er í Reglugerð um búnað knattspyrnuliða í Handbók KSÍ, en þar vantar G-lið, sem á að vera h-liður. Reglugerðin er hins vegar rétt hér á vef KSÍ.  Aðildarfélögin eru vinsamlegast beðin um að koma þessum skilaboðum áfram innan sinna raða.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Sérstakt markahljóð í Landsbankadeild karla - 20.5.2005

Þegar tveir eða fleiri leikir fara fram á sama tíma í Landsbankadeild karla verður tilkynnt um mörk í öðrum leikjum í gegnum hátalakerfi viðkomandi vallar.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Atlaga gerð að aðsóknarmetinu í Landsbankadeild karla - 20.5.2005

Félögin í Landsbankadeild karla hafa gert metnaðarfullar áætlanir um að auka aðsókn að leikjum deildarinnar.  Ætlunin er að slá aðsóknarmetið í deildinni og rjúfa 100.000 áhorfenda múrinn í fyrsta sinn.  Félögin hafa sett upp áætlun sem byggir á samræmdum aðgerðum allra félaga og sértækum aðgerðum á hverjum heimavelli fyrir sig. Lesa meira
 

Skráning úrslita í gagnagrunn KSÍ - 20.5.2005

KSÍ minnir aðildarfélög sín á að senda upplýsingar um þá fulltrúa sem sjá um SMS-skráningu á úrslitum leikja fyrir hönd viðkomandi félags.  SMS-skráningin er einföld aðferð sem gerir knattspyrnuáhugafólki kleift að fylgjast með úrslitum leikja á skjótan og einfaldan hátt.  Um leið og úrslit hafa verið SMS-uð í gagnagrunninn birtast þau á vef KSÍ og gildir þá einu um hvaða aldursflokk er að ræða. Lesa meira
 

Valsstúlkur Deildarbikarmeistarar - 20.5.2005

Valur vann öruggan 6-1 sigur á KR í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars kvenna, sem fram fór á Stjörnuvelli á föstudagskvöld.  Eins og tölurnar gefa var sigur Íslandsmeistaranna aldrei í hættu. 

Lesa meira
 
sigurjon_jonsson

Góður félagi fallinn frá - 19.5.2005

Fallinn er frá fyrrverandi formaður KSÍ, Sigurjón Jónsson.  Sigurjón var formaður KSÍ árin 1953-1954.  Hann ólst upp í KR og lék þar við hlið bræðra sinna, þeirra Óla B., Guðbjörns og Hákons, en allir urðu þeir Íslandsmeistarar með félaginu.  Lesa meira
 

Góður árangur gegn Skotum - 19.5.2005

A landslið kvenna hefur náð góðum árangri gegn Skotum í gegnum tíðina.  Liðin hafa mæst alls fimm sinnum og hefur íslenska liðið unnið þrisvar, skoska liðið einu sinni og í eitt skipti skildu liðin jöfn. 

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn gegn Skotlandi - 19.5.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi.  Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði liðsins, er kominn í hópinn á ný eftir erfið meiðsli sem hún hlaut í mars á síðasta ári, í vináttuleik gegn Skotum í Egilshöll.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsta umferð VISA-bikars karla - 19.5.2005

Grótta og Höttur voru fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 2. umferð VISA-bikars karla í ár, en þessi lið báru sigurorð af andstæðingum sínum í 1. umferð á þriðjudag.  KV tryggði sér síðan sæti í 2. umferð á miðvikudag.  Lesa meira
 
UEFA

Fyrsti íslenski þjálfarinn með UEFA-Pro þjálfararéttindi - 18.5.2005

Norska knattspyrnusambandið hefur sent KSÍ bréf sem staðfestir að íslenski þjálfarinn Teitur Þórðarson hefur nú lokið UEFA-Pro þjálfaranámskeiði í Noregi. Teitur er því fyrstur íslendinga til að afla sér þessara þjálfararéttinda. Lesa meira
 
MasterCard

Prúðmennskuverðlaun - 18.5.2005

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Mastercard - "Knattspyrna - leikur án fordóma". Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 18.5.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur. Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurðir aganefndar - 17.5.2005

Fyrsti fundur aganefndar KSÍ á knattspyrnusumrinu 2005 hefur farið fram, en nefndin fundar hvern þriðjudag allt keppnistímabilið.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður Dómstóls KSÍ - 17.5.2005

Dómstóll KSÍ hefur hnekkt úrskurði stjórnar KSÍ um leikbann Nóa Björnssonar, þjálfara Leifturs/Dalvíkur, en Nói var úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann af stjórn KSÍ þann 14. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 

Spá um lokastöðu í 1. deild karla - 17.5.2005

Íslenskar getraunir hafa árlega staðið fyrir spá þjálfara í 1. deild karla um lokastöðu liða.  Þjálfararnir búast við nokkuð harðri baráttu um efstu tvö sætin og þar með sæti í Landsbankadeild að ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfir 100 félagaskipti á síðustu dögum - 17.5.2005

Að venju var mikið um félagaskipti síðustu dagana áður en Íslandsmótið hófst.  Félög keppast við að styrkja lið sín á lokasprettinum fyrir mót og leikmenn leita nýra tækifæra með nýjum liðum.  Lesa meira
 

Deiglan hættir þátttöku - 15.5.2005

Deiglan hefur ákveðið að hætta þátttöku í 3. deild karla og VISA-bikar karla. Mótanefnd KSÍ hefur því ákveðið að færa Augnablik úr B-riðli í C-riðil í stað Deiglunnar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir leiki í Landsbankadeild karla - 14.5.2005

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um hefst Landsbankadeild karla á mánudag með fjórum leikjum og einn leikur fer síðan fram á þriðjudag.  Lesa meira
 

Nýr útvarpsþáttur á XFM 91,9 - 13.5.2005

Í dag, föstudag, hefur göngu sína á útvarpsstöðinni XFM 91,9 nýr íþróttaþáttur sem ber heitið Mín skoðun og verður á dagskránni alla virka daga frá klukkan 12:00 til 14:00.  Lesa meira
 

Mótin hefjast í byrjun næstu viku - 13.5.2005

Keppni í Landsbankadeildum og VISA-bikar hefjast í byrjun næstu viku, ásamt keppni í 1. og 2. deild karla og er eftirvæntingin mikil, enda allt útlit fyrir enn eitt spennandi knattspyrnusumarið.  Lesa meira
 

Meðferð meiddra leikmanna - 12.5.2005

Þegar leikmenn verða fyrir meiðslum, skal dómarinn ætíð hafa öryggi þeirra í fyrirrúmi. Að fengnu leyfi dómarans er tveimur fulltrúum viðkomandi liðs heimilt að koma inn á völlinn til þess eins að meta meiðslin, en alls ekki til að ræða atvik leiksins. Nánari upplýsingar er að finna í áhersluatriðum dómaranefndar. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Boðsmiðar fyrir 16 ára og yngri í útibúum Landsbankans - 12.5.2005

Landsbankinn stendur fyrir boðsmiðaleik í tengslum við Landsbankadeild karla í sumar fyrir krakka 16 ára og yngri, líkt og gert var á síðasta ári.  Krakkar 16 ára og yngri sækja boðsmiða í útibú Landsbankans og skila þeim við inngang á velli í deildinni.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Forsala aðgöngumiða í útibúum Landsbankans - 12.5.2005

Landsbankinn býður upp á forsölu aðgöngumiða á leiki í Landsbankadeild karla í útibúum sínum í sumar.  Miðaverð í forsölu er kr. 1.000 og gildir viðkomandi miði á leik að eigin vali í Landsbankadeild karla.  Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Af gefnu tilefni - Nýjar reglur varðandi lyfjamál - 11.5.2005

Af gefnu tilefni vegna þeirra lyfjaprófa sem gerð hafa verið eftir knattspyrnuleiki og - æfingar undanfarið er minnt á að í vetur voru kynntar nýjar reglur um lyfjamál hjá ÍSÍ og hjá UEFALesa meira
 

Pollamót Þórs - 11.5.2005

Pollamót Þórs fer fram helgina 1. - 3. júlí og verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.  Skráning þátttakenda verður með sama sniði og í fyrra, þátttökugjald er kr. 5.000 á hvern leikmann og þarf hvert lið að vera með alla leikmenn skráða áður en mót hefst. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stuðningsmannakeppni - 11.5.2005

Hvaða lið í Landsbankadeild karla á bestu stuðningsmennina?  Í sumar mun Landsbankinn veita viðurkenningar til besta stuðningsmannahópsins fyrir umferðir 1-6, umferðir 7-12, umferðir 13-18 og loks fyrir mótið í heild.  Lesa meira
 

Veðurspá mótanefndar KSÍ 2005 - 11.5.2005

Knattspyrnuvertíðin er að hefjast og menn horfa með óþreyju fram á fjör og spennu á iðagrænum grundum. Flestir gera sér ljóst að veðrið getur haft áhrif á þróun leikja - og gott tíðarfar gerir fótboltann meira aðlaðandi fyrir áhorfendur sem og leikmenn. Lesa meira
 

Miklir yfirburðir Vals í Meistarakeppni kvenna - 11.5.2005

Valur hafði mikla yfirburði gegn ÍBV í Meistarakeppni kvenna í Egilshöll á þriðjudag. Þegar upp var staðið höfðu Íslandsmeistarar Vals skorað 10 mörk gegn engu marki bikarmeistara ÍBV og er þetta lang stærsti sigur liðs í Meistarakeppni kvenna frá upphafi. Lesa meira
 

Áhersluatriði dómaranefndar KSÍ 2005 - 10.5.2005

Áherslur dómaranefndar KSÍ 2005 eru svipaðar og verið hafa undanfarin ár og byggjast þær á eftirfarandi grunnatriðum:  Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2005 - 10.5.2005

Alþjóðanefnd FIFA gerði nokkar breytingar á knattspyrnulögunum fyrr á árinu. Þær taka gildi 1. júlí næstkomandi - en hér á landi við upphaf Íslandsmótsins mánudaginn 16. maí.  Lesa meira
 
meistarakeppni_karla_2005

FH-ingar höfðu betur í Meistarakeppni karla - 10.5.2005

Íslandsmeistarar FH-inga höfðu betur gegn bikarmeisturum Keflvíkinga í Meistarakeppni KSÍ, sem fram fór á aðalvellinum í Kaplakrika í gærkvöldi. Atli Viðar Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu fyrir FH í fyrri hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Samstarfssamningur Og Vodafone og félaga í Landsbankadeild karla - 9.5.2005

Á kynningarfundi Landsbankadeildar í Smárabíói í dag, mánudag, var undirritaður samstarfssamningur milli Og Vodafone og félaga í Landsbankadeild karla. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Ná Íslandsmeistararnir að verja titla sína? - 9.5.2005

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna fór fram í Smárabíói í Smáralind í dag.  Á fundinum fór fram hin árlega spá þjálfara karla og kvenna, fyrirliða karla og kvenna og forráðamanna félaganna um lokastöðu liða. 

Lesa meira

 

Leiknismenn sigruðu í B-deild karla - 8.5.2005

Leiknir R. lagði Fjölni á laugardag í úrslitaleik B-deildar Deildarbikars karla með tveimur mörkum gegn engu.  Leikurinn, sem var fjörugur og spennandi, fór fram á Leiknisvelli í Breiðholti.  Lesa meira
 

Jóhannes dæmir í Rússlandi - 8.5.2005

Jóhannes Valgeirsson og Gunnar Gylfason munu starfa við dómgæslu í 6. riðli EM U19 landsliða karla í Rússlandi dagana 11. - 15. maí næstkomandi. Allir leikirnir í riðlinum fara fram í Moskvu.

Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Valsstúlkur Deildarbikarmeistarar - 7.5.2005

Valur vann öruggan 6-1 sigur á KR í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars kvenna, sem fram fór á Stjörnuvelli á föstudagskvöld.  Eins og tölurnar gefa var sigur Íslandsmeistaranna aldrei í hættu.  Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ - Leikbönn - 6.5.2005

Tveir leikmenn verða í leikbanni í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki í ár, en enginn í kvennaflokki.  Hér er um að ræða leikmenn sem úrskurðaðir voru í leikbann síðastliðið haust og eiga eftir að taka það út.  Leikbönn í Deildarbikarkeppni koma hér hvergi við sögu, enda er almenna reglan sú að refsingar í Deildarbikarkeppni KSÍ séu eingöngu teknar út í þeirri keppni.
 
Lesa meira
 

Breiðablik hefur oftast unnið Deildarbikar kvenna - 6.5.2005

Valur og KR mætast í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars kvenna Á Stjörnuvelli í dag, föstudag, kl. 19:00. Lesa meira
 

Úrskurður Dómstóls KSÍ - 6.5.2005

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings og Vals í Reykjavíkurmóti 3. flokks kvenna sem fram fór 17. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 

Skráning úrslita í gagnagrunn KSÍ - 6.5.2005

Hvernig fór leikurinn? Þessa spurningu þekkja allir sem tengjast knattspyrnunni. KSÍ hefur lagt mikla áherslu á að veita fjölmiðlum, þátttakendum og áhugafólki um knattspyrnu sem bestar upplýsingar um úrslit leikja og móta. Lesa meira
 

Dómarar úrslitaleikja Deildarbikarsins - 5.5.2005

Í dag, uppstigningardag kl. 17:00, fer fram úrslitaleikur A-deildar Deildarbikars karla milli Þróttar R. og KR í Egilshöll. Lesa meira
 

KR-ingar Deildarbikarmeistarar í þriðja sinn - 5.5.2005

KR-ingar lögðu Þróttara í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars karla Egilshöll í dag, fimmtudag, með þremur mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 

Margir úrslitaleikir fram undan - 4.5.2005

Margir úrslitaleikir móta verða leiknir á næstu dögum. Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ - 4.5.2005

Meistarakeppni KSÍ, bæði í karla- og kvennaflokki, fer fram í byrjun næstu viku. Lesa meira
 

Skagamenn oftast unnið Deildarbikar karla - 4.5.2005

KR-ingar mæta Þrótturum í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars karla í Egilshöll á fimmtudag. Lesa meira
 

Esso-mót KA - 4.5.2005

Framundan er hið árlega Esso-mót KA fyrir 5. flokk karla sem fram fer á Akureyri. Mótið hefst miðvikudaginn 29. júní og lýkur með kvöldvöku og verðlaunaafhendingu laugardaginn 2. júlí. Lesa meira
 

Mótshaldarar Polla- og Hnátumóta - 4.5.2005

Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit yfir mótshaldara í Polla- og Hnátumótum, eins og þeir birtast í mótaskrá KSÍ. Áætlað er að riðlakeppni verði leikin á tímabilinu 4. - 22. júlí. Lesa meira
 

Leikdagar fyrir HM kvenna 2007 staðfestir - 3.5.2005

Leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM kvenna 2007 hafa verið staðfestir. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Hvíta-Rússlandi 21. ágúst hér á landi og sá næsti viku síðar gegn Svíþjóð á útivelli. Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2005 - 3.5.2005

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf með lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Lesa meira
 

Landsbankamót Tindastóls - 3.5.2005

Landsbankamót Tindastóls fyrir 4. flokk karla og kvenna verður haldið á Sauðárkróki 2. - 4. júlí næstkomandi. Lesa meira
 

Fastnúmer leikmanna í Landsbankadeild karla - 3.5.2005

Félögin í Landsbankadeild karla hafa nú skilað til KSÍ lista yfir fastnúmer leikmanna sinna fyrir keppnistímabilið. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 3.5.2005

Á fundi aganefndar KSÍ 3. maí voru tveir leikmenn og einn aðstoðarþjálfari úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísana í leikjum í Deildarbikarnum.

Lesa meira
 

Fjölnir og Leiknir R. leika til úrslita í B-deild - 2.5.2005

Það verða Reykjavíkurliðin Fjölnir og Leiknir R. sem leika til úrslita í B-deild Deildarbikars karla í ár. Lesa meira
 

Valur og KR í úrslit í A-deild kvenna - 2.5.2005

Valur og KR tryggðu sér um helgina sæti í úrslitaleik A-deildar kvenna í Deildarbikarkeppni KSÍ með því að leggja andstæðinga sína í undanúrslitum. Lesa meira
 

Þróttur R. og KR í úrslitaleik A-deildar karla - 2.5.2005

Þróttur R. og KR leika til úrslita í A-deild Deildarbikars karla í Egilshöll næstkomandi fimmtudag. Lesa meira
 

Reykjavík, ó Reykjavík ...... - 2.5.2005

Þegar skoðað er hvaða lið eiga möguleika á að hampa sigri í Deildarbikarnum vekur athygli að lið úr Reykjavík verða sigursæl á þessu ári. Lesa meira
 

121.000 heimsóknir í apríl - 2.5.2005

Heimsóknir á vef KSÍ í apríl voru alls um 121.000. Til samanburðar má nefna að í apríl 2004 voru heimsóknirnar alls um 64.000 og hefur heimsóknafjöldinn í aprílmánuði því nánast tvöfaldast milli ára. Lesa meira
 

Ólöglegir leikmenn í Deildarbikarnum - 2.5.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Eyþór Jónsson og Ingimar Finnsson léku ólöglegir með liði Árborgar gegn KFS í Deildarbikarnum í leik sem fram fór 23. apríl síðastliðinn. Úrslit leiksins standa þó óbreytt, 4-1 KFS í vil. Lesa meira
 

Skagamenn og Blikar í undanúrslit - 29.4.2005

ÍA og Breiðablik tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum A-deildar Deildarbikars karla. Áður höfðu Þróttur R. og KR tryggt sæti sín. Lesa meira

 

Miðasala á úrslitakeppni HM 2006 - Önnur lota - 29.4.2005

Önnur lota af fimm í miðasölu á leiki í úrslitakeppni HM 2006 hefst mánudaginn 2. maí. Í þessari lotu er um að ræða "fyrstir koma, fyrstir fá" fyrirkomulag og einungis er um að ræða svokallaða TST-miða (Team Specific Ticket). Lesa meira
 

Deildarbikarinn - Undanúrslit A-deildar kvenna - 28.4.2005

Um næstu helgi fara fram undanúrslit í A-deild Deildarbikars kvenna. Á laugardag mætast Breiðablik og KR í Fífunni í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 14:00. Lesa meira
 

KR og Þróttur í undanúrslit - 27.4.2005

KR og Þróttur tryggðu sér sæti í undanúrslitum A-deildar Deildarbikars karla með sigri á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitum á þriðjudagskvöld. KR-ingar lögðu Eyjamenn með tveimur mörkum gegn engu á Gervigrasinu við KR-völl og Þróttarar höfðu betur gegn Valsmönnum í Egilshöll, unnu með tveimur mörkum gegn einu. Lesa meira
 

Leikið á aðalvellinum á Akranesi - 27.4.2005

ÍA og Keflavík mætast í 8-liða úrslitum A-deildar Deildarbikars karla á Akranesi á fimmtudag. Lesa meira
 

Íslandsleikar Special Olympics - 27.4.2005

Níundu Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu voru haldnir í Risanum í Hafnarfirði um síðustu helgi, en þessir leikar eru samvinna ÍF og KSÍ. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - Undanúrslit B-deildar karla - 27.4.2005

Undanúrslitaleikirnir í B-deild Deildarbikars karla fara fram um næstu helgi. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - 8 liða úrslit A deildar - 26.4.2005

Í kvöld fara fram tveir leikir í 8-liða úrslitum A-deildar Deildarbikars karla. Á gervigrasi KR leika KR-ingar og Eyjamenn og í Egilshöll mætast Þróttur R. og Valur. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið - 26.4.2005

Minnt er á að næsta unglingadómaranámskeiðið ársins hefst 30. apríl. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð) og námskeiðinu lýkur síðan með skriflegu prófi. Mjög mikilvægt er að félög hugi að fjölgun dómara í samræmi við fjölgun iðkenda Lesa meira
 

KSÍ VII þjálfaranámskeið - 25.4.2005

KSÍ VII þjálfaranámskeið fer fram í fyrsta skipti laugardaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 14:00 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Þessi dagur er hugsaður sem undirbúningsdagur fyrir æfingakennslu, sem þarf svo að ljúka fyrir 20. júlí. Lesa meira
 

Öruggur sigur FH-inga í Atlantic-bikarnum - 24.4.2005

FH-ingar unnu í dag öruggan sigur á HB frá Færeyjum í Atlantic-bikarnum, en liðin mætust í Egilshöll í Reykjavík. Lesa meira
 

Risinn formlega opnaður - 21.4.2005

FH-ingar opnuðu á miðvikudag nýtt knattspyrnuhús í Kaplakrika í Hafnarfirði, sem hlotið hefur nafnið Risinn og er staðsett við hlið íþróttahússins á svæðinu. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - 8 liða úrslit A deildar - 21.4.2005

Ljóst er hvaða lið munu mætast í 8-liða úrslitum A-deildar Deildarbikars karla eftir leiki dagsins. Lesa meira
 

Úrslitin ráðin í 2. riðli A-deildar karla - 20.4.2005

Eftir 2-0 sigur Framara á FH-ingum á þriðjudag er ljóst hvaða fjögur lið úr 2. riðli A-deildar komast í 8-liða úrslit deildarbikarsins. Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - 20.4.2005

Ísland er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út. Lesa meira
 

Atlantic bikarinn 2005 - 19.4.2005

Íslandsmeistarar FH og Færeyjameistarar HB munu mætast í Atlantic bikarnum 2005 næstkomandi sunnudag. Lesa meira
 

Breytt aldursskipting kvennaflokka - 19.4.2005

Af gefnu tilefni er minnt á að vegna breyttrar aldursflokkaskiptingar kvenna voru gerðar breytingar á viðeigandi ákvæðum á nýliðnu ársþingi KSÍ. Lesa meira
 

Matarfundi KÞÍ á Kaffi Reykjavík frestað - 19.4.2005

Matarfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - KÞÍ, sem vera átti á Kaffi Reykjavík miðvikudaginn 20. apríl, hefur verið frestað vegna dræmrar þátttöku. Lesa meira

 

Úrskurður aganefndar - 19.4.2005

Á fundi aganefndar KSÍ 19. apríl, var leikmaður Víkings R., Björgvin Vilhjálmsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign Breiðabliks og Víkings R. í 1. riðli A-deildar Deildarbikars karla 14. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum - 18.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Bjarni Ólafur Eiríksson lék ólöglegur með liði Vals í leik gegn ÍBV í Deildarbikarnum laugardaginn 16. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar - 18.4.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram næstkomandi sunnudag í Egilshöll í Reykjavík. Tæplega þrjátíu leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Lesa meira
 

Faxaflóamót yngstu flokka - 18.4.2005

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks hefur verið staðfest. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um riðlaskiptingu, leikstaði, dagsetningar og upphafstíma mótanna. Lesa meira
 

Bakhjarlar - 16.4.2005

 

Vefsíður - 16.4.2005

 

Glæsileg knattspyrnumannvirki í Kópavogi - 15.4.2005

Stjórn KSÍ fagnar áformum Knattspyrnuakademíu Íslands og Kópavogsbæjar um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Kórahverfi í Kópavogi. KSÍ hefur átt viðræður við Knattspyrnuakademíuna og Kópavogsbæ um nýtingu mannvirkjanna fyrir knattspyrnuhreyfinguna og frekara samstarf. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur hlýtur viðvörun og sekt - 15.4.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. apríl, að fenginni tillögu Leyfisráðs, að veita Knattspyrnudeild Vals viðvörun og sekta félagið um kr. 50.000 vegna slælegra vinnubragða við skil á leyfisgögnum til Leyfisstjóra KSÍ.

Lesa meira
 

Tveir þjálfarar úrskurðaðir í tveggja mánaða leikbann - 15.4.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 14. apríl að úrskurða tvo þjálfara í tveggja mánaða leikbann, þá Nóa Björnsson þjálfara Leifturs/Dalvíkur og Jón Steinar Guðmundsson þjálfara Bolungarvíkur.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum KSÍ - 15.4.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 14. apríl ýmis ákvæði og breytingar á reglugerðum KSÍ. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið - 14.4.2005

Næsta unglingadómaranámskeiðið ársins hefst 30. apríl. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð) og námskeiðinu lýkur síðan með skriflegu prófi. Mjög mikilvægt er að félög hugi að fjölgun dómara í samræmi við fjölgun iðkenda. Lesa meira
 

RM yngstu flokka - Leikjaniðurröðun staðfest - 13.4.2005

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks hefur verið staðfest, en leikið er í Egilshöll í 7 manna liðum. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum - 13.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Þróttar R. í leik gegn HK/Víkingi í Deildarbikarnum laugardaginn 2. apríl síðastliðinn. Úrslit leiksins standa óbreytt.

Lesa meira
 

Hnátumót - 13.4.2005

 

Umsjónarmaður dómaramála hjá Víkingi R. - 12.4.2005

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings ásamt Barna- og unglingaráði (BUR) auglýsa hér með eftir traustum einstaklingi til þess að sjá um úthlutun á dómaraverkefnum og umsjón með dómurum félagsins. Lesa meira
 

Menntun þjálfara í landsdeildum - 12.4.2005

KSÍ hefur tekið saman lista yfir þjálfara sem stýra liðum í Landsbankadeildum karla og kvenna, auk 1. og 2. deild karla og menntun þeirra. Hjá flestum þessara liða eru þjálfarar að störfum sem hafa verið duglegir að sækja sér menntun á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Lesa meira

 

KSÍ-V þjálfaranámskeið um helgina - 12.4.2005

KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið um næstu helgi (15. - 17. apríl) í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Rúmlega 30 þátttakendur eru skráðir á námskeiðið, sem er bæði bóklegt og verklegt. Lesa meira
 

Línur að skýrast í Deildarbikarnum - 11.4.2005

Línur eru farnar að skýrast í riðlakeppni A-deildar Deildarbikars karla. Í 1. riðli standa Valur, Breiðablik og ÍA best að vígi, en 2. riðill er mun opnari. Lesa meira
 

Intertoto-keppnin - ÍA mætir liði frá Finnlandi - 11.4.2005

Dregið var í 1. og 2. umferð Intertoto-keppninnar í höfuðstöðvum UEFA í morgun og munu Skagamenn leika gegn finnsku liði í 1. umferð, Inter Turku. Fyrri leikurinn fer fram í Finnlandi 18. eða 19. júní, en síðari leikurinn á heimavelli ÍA viku síðar. Lesa meira
 

Valur vann Þórismótið - 11.4.2005

Valur lagði FH í úrslitaleik Þórismótsins í dag, mánudag, með einu marki gegn einu. Þórismótið er í Portúgal og er minningarmót um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést á síðasta ári. ÍBV vann síðan leikinn um þriðja sætið við Grindavík með tveimur mörkum gegn einu. Lesa meira
 

FH og Valur leika til úrslita á Þórismótinu - 8.4.2005

FH og Valur munu leika til úrslita á Þórismótinu sem fram fer á Portúgal, minningarmóti um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést á síðasta ári. Lesa meira
 

Dregið í Intertoto-keppninni á mánudag - 8.4.2005

Dregið verður í 1. umferð Intertoto-keppninnar í höfuðstöðvum UEFA á mánudag og hefst drátturinn kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 8.4.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Völsungs og Þórs vegna tímabundinna félagaskipta leikmannsins Baldurs Sigurðssonar. Nefndin úrskurðaði að tilkynning um tímabundin félagaskipti leikmannsins úr Völsungi yfir í Þór skyldi vera ógild.

Lesa meira
 

Tímabundin félagaskipti - Skriflegur samningur - 8.4.2005

Í dag, föstudag, hefur samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ birt úrskurð sinn í máli Baldurs Sigurðssonar vegna tímabundinna félagaskipta hans úr Þór í Völsung. Lesa meira
 

Fjölmargir leikir framundan - 6.4.2005

Deildarbikarinn er nú í fullum gangi og fjölmargir leikir munu fara fram á næstu dögum í öllum deildum, bæði í karla- og kvennaflokki. Lesa meira
 

Minningarmót um Þóri Jónsson - 6.4.2005

Á fimmtudag hefst í Portúgal minningarmót um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést á síðasta ári. Fjögur lið úr Landsbankadeild karla taka þátt í mótinu; FH, Grindavík, ÍBV og Valur. Lesa meira
 

Strandarmót á Árskógsströnd - 6.4.2005

Hið árlega Strandarmót fyrir 7. flokk karla verður haldið á Árskógsströnd 23. júlí. Lesa meira
 

Leikmenn landsliða frá upphafi - 6.4.2005

Smellið hér að neðan til að skoða lista yfir alla þá leikmenn sem leikið hafa með karla- eða kvennalandsliðum Íslands frá upphafi.

Lesa meira
 

Mót í Svíþjóð í sumar - 5.4.2005

KSÍ hefur þekkst boð sænska knattspyrnusambandsins um að taka þátt í fjögurra liða móti í Svíþjóð í sumar og verða liðin skipuð drengjum fæddum 1. janúar 1988 og síðar. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 5.4.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 5. apríl, var leikmaður Fjarðabyggðar, Goran Nikolic, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign Leifturs/Dalvíkur og Fjarðabyggðar í 4. riðli B-deildar Deildarbikars karla 18. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 

KSÍ VII þjálfaranámskeið - 4.4.2005

Ákveðið hefur verið að halda KSÍ VII þjálfaranámskeiðið í fyrsta skipti laugardaginn 30. apríl næstkomandi. Þessi dagur er undirbúningsdagur fyrir æfingakennslu sem lýkur svo á tveimur mánuðum. Lesa meira
 

Miðar á úrslitaleik UEFA-bikarsins - 4.4.2005

Knattspyrnuáhugafólk getur nú sótt um miða á úrslitaleik UEFA-bikarsins, sem fram fer á Estadio José Alvalade leikvanginum í Lissabon í Portúgal miðvikudaginn 18. maí næstkomandi. Lesa meira
 

Afturelding auglýsir eftir þjálfara - 4.4.2005

Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 2. flokk kvenna. Í flokknum eru 15-20 hressar og hæfileikaríkar stelpur sem hafa mikinn metnað í að ná árangri í sumar. Lesa meira
 

Ólöglegir leikmenn í Deildarbikarnum - 4.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þrír leikmenn léku ólöglegir með félögum sínum í Deildarbikarnum í leikjum sem fram fóru 17. og 18. mars. Allir höfðu leikmennirnir fengið þrjár áminningar í keppninni og hefðu því átt að taka sjálfkrafa út leikbann í viðkomandi leikjum.

Lesa meira
 

KSÍ á hlutabréfamarkað (aprílgabb KSÍ) - 1.4.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum fyrr í mánuðinum að stofna almennt hlutafélag um rekstur sambandsins, Knattspyrnusamband Íslands hf. Lesa meira
 

Rúmlega 119.000 heimsóknir í mars - 1.4.2005

Heimsóknir á vef KSÍ í mars voru alls rúmlega 119.000 og er þetta í fyrsta sinn sem heimsóknir fara yfir 100.000 utan sumartíma. Til samanburðar má nefna að í mars 2004 voru heimsóknirnar alls um 71.000 og í mars 2003 voru þær 53.000. Lesa meira
 

Faxaflóamót - Hraðmót 6. og 7. flokks - 1.4.2005

Riðlaskipting hefur verið ákveðin í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks karla og kvenna. Smellið hér til að sjá upplýsingar um riðlaskiptingu og umsjónarfélög. Lesa meira
 

Ólöglegir leikmenn í Deildarbikarnum - 1.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Saso Durasevic lék ólöglegur með Leiftri/Dalvík í leik gegn Fjarðabyggð í Deildarbikarnum föstudaginn 18. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 

Tækjakassi - Skjalasafn - 31.3.2005

samantekt

Lesa meira
 

Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 30.3.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Ítölum í kvöld. Leikaðferðin er sú sama og gegn Króötum, 4-2-3-1. Lesa meira
 

Miðar á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA - 30.3.2005

Frá fimmtudeginum 31. mars til föstudagsins 15. apríl getur knattspyrnuáhugafólk sótt um miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA, sem fram fer á Atatürk leikvanginum í Istanbul í Tyrklandi miðvikudaginn 25. maí næstkomandi. Lesa meira
 

ÍR auglýsir eftir þjálfara - 30.3.2005

Knattspyrnudeild ÍR leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla og 4. flokk kvenna. Félagið rekur metnaðarfullt starf og leitar eftir þjálfurum með metnað til að starfa með öflugu foreldra- og unglingaráði deildarinnar og hressum iðkendum. Lesa meira
 

Markalaust jafntefli í Padova - 30.3.2005

Ítalía og Ísland gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttulandsleik í Padova fyrir framan tæplega 30.000 áhorfendur. Ítalska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og sóttu leikmenn þess án afláts nær allan leikinn, en vörn íslenska liðsins hélt út þrátt fyrir mikla pressu. Lesa meira
 

Leiðrétting - 30.3.2005

Í ljós hefur komið að vegna mistaka á skrifstofu KSÍ var Hafsteinn Hafsteinsson ranglega skráður í Stjörnuna. Hið rétta er að Hafsteinn fékk leikheimild 21. janúar 2005 með Núma. Mistök þessi hafa verið leiðrétt og úrslit leiks Núma gegn Reyni S. í Deildarbikar KSÍ standa óbreytt. Lesa meira
 

Matarfundur KÞÍ á Kaffi Reykjavík - 30.3.2005

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík við Vesturgötu í Reykjavík, miðvikudaginn 20. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 

Ítalski hópurinn gegn Íslandi - 29.3.2005

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi á miðvikudag. Lippi mun nota leikinn í Padova til að skoða nokkra leikmenn sem hafa verið nálægt því að komast í lokahópinn og hafa leikið vel í Serie A á þessu keppnistímabili. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum - 29.3.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Hafsteinn Hafsteinsson lék ólöglegur með liði Núma í leik gegn Reyni S. í Deildarbikarnum sunnudaginn 20. mars síðastliðinn. Úrslitum leiksins hefur því verið breytt og þau skráð 3-0, Reyni í vil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þinggerð 59. ársþings KSÍ - 29.3.2005

Smellið hér að neðan til að skoða þinggerð 59. ársþings KSÍ, sem haldið var á Hótel Loftleiðum 12. febrúar síðastliðinn. Aðildarfélögum er bent á að kynna sér vel þinggerðina m.t.t. breytinga á lögum og reglugerðum KSÍ. Lesa meira
 

Fjórir nýliðar í íslenska hópnum gegn Ítalíu - 29.3.2005

Leikmannahópur íslenska landsliðsins er nokkuð breyttur fyrir vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova frá leiknum gegn Króötum síðasta laugardag. Í hópnum nú eru fjórir leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik. Lesa meira
 

Meiðsli í íslenska hópnum - 28.3.2005

Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson og Heiðar Helguson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítölum í Padova næstkomandi miðvikudag. Lesa meira
 

Byrjunarliðiðið gegn Króatíu - 26.3.2005

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A landsliðs karla, hafa valið byrjunarliðið gegn Króatíu í undankeppni HM 2006. Leikið er í Zagreb og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn. Lesa meira
 

KSÍ á afmæli í dag! - 26.3.2005

Knattspyrnusamband Íslands var stofnað þann 26. mars 1947 og heldur því upp á 58 ára afmæli sitt í dag. Lesa meira
 

Króatar einfaldlega of sterkir - 26.3.2005

Króatíska landsliðið lagði það íslenska í undankeppni HM 2006 í dag með fjórum mörkum gegn engu. Leikið var á þjóðarleikvanginum í Zagreb að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum og var gríðarleg stemmning á vellinum. Lesa meira
 

U21 karla tapaði naumlega gegn Króatíu - 25.3.2005

U21 landslið karla tapaði í dag naumlega gegn Króatíu í undankeppni EM. Keflvíkingurinn Ingvi Rafn Guðmundsson kom íslenska liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks, en Króatar jöfnuðu í uppbótartíma í fyrri hálfleik og skoruðu sigurmarkið þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Lesa meira
 

Byrjunarliðið tilkynnt á föstudag - 24.3.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson munu væntanlega tilkynna byrjunarlið Íslands gegn Króatíu á föstudag. Athyglisvert verður að sjá uppstillinguna án Eiðs Smára, en reikna má með að áhersla verði lögð á varnarleikinn. Lesa meira
 

Byrjunarliðið U21 karla gegn Króatíu - 24.3.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í undankeppni EM. Liðin mætast í Velika Gorica á föstudag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - 23.3.2005

FIFA hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir síðasta mánuð og er Ísland í 95. sæti, en mótherjarnir í undankeppni HM 2006 á laugardag, Króatía, eru í 24. sæti. Lesa meira
 

Ýmir í stað Drangs - 23.3.2005

Drangur hefur ákveðið að hætta þátttöku í Deildarbikarkeppni KSÍ og hefur Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi tekið sæti þeirra. Leikir félagsins breytast ekki að öðru leyti. Ýmir mun einnig taka yfir skráningar Drangs í meistaraflokki karla næsta sumar. Lesa meira
 

Eiður Smári ekki með gegn Króötum og Ítölum - 23.3.2005

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, er meiddur og verður ekki með í leiknum gegn Króatíu í undankeppni HM 2006 og vináttuleiknum gegn Ítalíu fjórum dögum síðar. Lesa meira
 

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 1. flokki karla - 22.3.2005

Reykjavíkurmóti 1. flokks karla lauk á sunnudag með úrslitaleik í Egilshöll milli Víkings og Vals. Víkingar höfðu lagt Þrótt í undanúrslitum en Valsmenn Leikni. Hlíðarendaliðið var sterkara í úrslitaleiknum, vann með fjórum mörkum gegn einu og hampaði þar með Reykjavíkurmeistaratitlinum í 1. flokki karla. Lesa meira
 

Gunnar Heiðar í stað Hjálmars - 22.3.2005

Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Ítalíu. Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð, er meiddur og í hans stað hafa þeir Ásgeir og Logi valið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem leikur með sænska liðinu Halmstad. Lesa meira
 

Leyfiskerfi KSÍ - Umsóknir allra 10 félaga samþykktar - 22.3.2005

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2005 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Skotum í maí - 22.3.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttuleik gegn Skotlandi ytra 25. maí næstkomandi, en þessi sömu lið mættust einmitt í Egilshöll í mars á síðasta ári og vann þá íslenska liðið 5-1 sigur. Lesa meira
 

Meiri reynsla í íslenska liðinu? - 21.3.2005

Ef borinn er saman heildarfjöldi landsleikja þeirra leikmanna sem eru í landsliðshópum Króatíu og Íslands má sjá að heildarleikjafjöldi 18 manna hóps Íslands er 421 leikur (14,5 leikir að meðaltali á leikmann), en 412 leikir hjá 21 manns hópi Króata (12,5 leikir að meðaltali á leikmann). Lesa meira
 

Lykilmenn Króata - 21.3.2005

Króatar eiga öfluga leikmenn í flestar stöður og margir í hópnum leika með sterkum félagsliðum. Varnarmaðurinn Igor Tudor þótti á sínum tíma eitt mesta efni Króata, en hann leikur nú með Siena á Ítalíu sem lánsmaður frá Juventus. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Drög að niðurröðun - 21.3.2005

Drög að mótum sumarsins voru birt hér á vefnum fyrr í mánuðinum. Athugasemdir félaga þurfa að berast í síðasta lagi á morgun, þriðjudaginn 22. mars. Félög sem hyggjast ekki gera athugasemdir eru beðin um að senda tölvupóst því til staðfestingar. Lesa meira
 

KSÍ-V þjálfaranámskeið - 21.3.2005

KSÍ-V þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 15. - 17. apríl næstkomandi. Fjöldi þátttakenda á KSÍ-V er takmarkaður, þannig að áhugasamir aðilar þurfa að sækja um þátttöku og mun fræðslunefnd KSÍ velja úr umsækjendum. Lesa meira
 

Fjölmargir leikir um helgina - 18.3.2005

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Deildarbikarnum, í A- og B-deild karla og A-deild kvenna. Leikið verður í Boganum á Akureyri, Egilshöll í Reykjavík, Fífunni í Kópavogi og Reykjaneshöll. Að auki fer fram einn leikur í Faxaflóamóti kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla í dag - 18.3.2005

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða í dag, föstudaginn 18. mars, kl. 12:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla - 18.3.2005

Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2007. Ísland lenti í riðli með Svíum, Tékkum, Portúgölum og Hvít-Rússum. Dráttinn í heild sinni má sjá á uefa.com. Lesa meira
 

U19 kvenna - Dregið í riðla - 18.3.2005

Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM U19 landsliða kvenna í dag, föstudag. Ísland hafnaði í riðli með Rússlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Georgíu. Leikið verður um mánaðamótin september/október næstkomandi. Lesa meira
 

U21 karla - Leikmannahópur Króata - 17.3.2005

Slaven Bilic, þjálfari U21 landsliðs Króatíu, valdi á mánudag 23 manna hóp fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Möltu í undankeppni EM. Aðeins einn leikmaður í hópnum er á mála hjá félagi utan Króatíu. Lesa meira
 

Málstofa: Afreksstefna - þátttökustefna í íþróttum - 17.3.2005

Knattspyrnufélagið Þróttur stendur fyrir málstofu undir yfirskriftinni Afreksstefna - þátttökustefna í íþróttum. Lesa meira
 

Dómarar frá Afríku - 17.3.2005

Dómarinn í viðureign Króatíu og Íslands þann 26. mars næstkomandi heitir Jerome Damon og kemur frá Suður-Afríku. Lesa meira
 

Króati af brasilísku bergi brotinn - 16.3.2005

Króatar hafa löngum verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að nánast framleiða sterka knattspyrnumenn á færiböndum. Athygli vekur að sá leikmaður sem hvað mest er talað um í U21 landsliði þeirra nú er Eduardo Da Silva, leikmaður sem er með bæði brasilískt og króatískt ríkisfang, sem reyndar er einnig í A-landsliðshópnum. Lesa meira
 

Sigursæll sem leikmaður og þjálfari - 16.3.2005

Landsliðsþjálfari Króatíu, Zlatko Kranjcar, á að baki farsælan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Kranjcar lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu áður en hann hélt til Austurríkis, þar sem hann lék með SK Rapid í Vínarborg, vann austurrísku deildina tvisvar sinnum og bikarkeppnina þrisvar, og skoraði alls 130 mörk í 266 leikjum með félaginu. Lesa meira
 

Mikill meirihluti leikur utan heimalandsins - 16.3.2005

Mikill meirihluti leikmanna bæði Króatíu og Íslands eru á mála hjá félögum utan heimalandsins. Af 21 leikmanni í króatíska hópnum leika fjórir með liðum í Króatíu, þar af þrír með Dinamo Zagreb. Lesa meira
 

Landsliðshópur Króata - 15.3.2005

Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur úr stórum leikmannahópi að velja og er ljóst að þeir leikmenn sem valdir voru í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi 26. mars og Möltu fjórum dögum síðar eru margir hverjir í hæsta gæðaflokki. Lesa meira
 

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir þjálfara - 15.3.2005

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir aðalþjálfara fyrir 7. flokk karla. Hjá félaginu er unnið metnaðarfullt starf við þjálfun yngri flokka í samræmi við knattspyrnu- og uppeldisstefnu Vals. Lesa meira
 

Þjálfarar U21 liðanna hafa mæst áður - 15.3.2005

U21 landslið Króatíu og Íslands leika í undankeppni EM föstudaginn 25. mars næstkomandi. Þjálfarar liðanna eru ekki að mætast í fyrsta sinn, því þeir hafa nokkrum sinnum mæst sem leikmenn í þýsku Bundesligunni. Lesa meira
 

Garðar Örn dæmir í Króatíu - 14.3.2005

Garðar Örn Hinriksson verður dómari í 3. riðli EM U17 landsliða karla í Króatíu dagana 15. til 19. mars næstkomandi. Gunnar Sverrir Gunnarsson verður aðstoðardómari í leikjum Garðars, en þeir Garðar og Gunnar eru báðir nýir á milliríkjalista FIFA. Lesa meira
 

A landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu og Ítalíu - 14.3.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 26. mars í undankeppni HM 2006 og vináttuleikinn gegn Ítölum fjórum dögum síðar. Lesa meira
 

U21 landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu - 14.3.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 25. mars í undankeppni EM. Króatar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Íslendingar eru í öðru sæti riðilsins með 6 stig eftir fjóra leiki. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Drög að niðurröðun - 11.3.2005

Drög að mótum sumarsins má nú skoða hér á vefnum. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða leiki sína og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 22. mars. Lesa meira
 

Deildarbikar kvenna hefst um helgina - 10.3.2005

Deildarbikarkeppni kvenna hefst á föstudag með viðureign Breiðabliks og KR í Fífunni. Á laugardag mætast svo FH og Stjarnan í Reykjaneshöll. Deildarbikarkeppni kvenna er skipt í þrjár deildir, A, B og C. Niðurröðun leikja má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla 18. mars - 10.3.2005

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 18. mars næstkomandi. Í undankeppninni verður leikið í fimm riðlum og verður hver riðill skipaður fimm liðum, einu úr hverjum potti innan efsta styrkleikaflokks. Lesa meira
 

80 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ-B gráðu - 10.3.2005

Á miðvikudag fór fram útskrift fyrir 80 þjálfara sem luku nýlega KSÍ-B þjálfaragráðunni. KSÍ-B þjálfaragráðan gefur réttindi til að þjálfa alla yngri flokka á Íslandi. Alls hafa nú 202 knattspyrnuþjálfarar þessi réttindi hér á landi. Lesa meira
 

Miklir yfirburðir Vals í RM mfl. kvenna - 9.3.2005

Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna lauk á mánudag með viðureign Fjölnis og HK/Víkings í Egilshöll. Valur vann alla sína leiki í mótinu og hafði mikla yfirburði í þeim öllum. Lesa meira
 

Bolungarvík í stað Skallagríms - 9.3.2005

Skallagrímur frá Borgarnesi hefur hætt við þátttöku í Deildarbikarkeppni KSÍ og mun Bolungarvík taka sæti Borgnesinga í mótinu. Bolungarvík leikur því í 3. riðli B-deildar, ásamt BÍ, Gróttu, Haukum, ÍR og Selfossi. Keppni í riðlinum hefst næsta sunnudag með tveimur leikjum. Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar - 8.3.2005

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en um er að ræða leikmenn fædda 1990. Lesa meira
 

Leyfiskerfi KSÍ - Gæðavottun staðfest - 8.3.2005

Búist er við að vinnu við gæðavottun á leyfiskerfum knattspyrnusambanda Þýskalands og Frakklands ljúki í apríl. Með gæðavottun SGS er tryggt að leyfiskerfin uppfylli gæðastaðla UEFA og að skipulag og uppbygging sé eins á milli landa.

Lesa meira
 

Útskrift UEFA-B þjálfara - 8.3.2005

KSÍ stendur fyrir útskrift fyrir þá þjálfara sem hafa lokið UEFA-B þjálfaragráðunni miðvikudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal (þar sem kaffitería ÍSÍ var áður). Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari mfl. kvenna - 7.3.2005

Valur tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna á laugardag með stórsigri á KR. Lesa meira
 

Skipað í nefndir KSÍ - 4.3.2005

Á fundi stjórnar KSÍ 3. mars voru embættismenn stjórnar skipaðir til eins árs og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári. Lesa meira
 

Faxaflóamót yngri flokka - Niðurröðun - 2.3.2005

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka hefur nú verið staðfest og má sjá hér á vefnum, undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Lesa meira
 

Tæplega 94.000 heimsóknir í febrúar - 2.3.2005

Heimsóknir á vef KSÍ í febrúar voru alls tæplega 94.000, eða rúmlega 3.300 á dag. Til samanburðar má nefna að í febrúar 2004 voru heimsóknirnar alls um 54.000 og í febrúar 2003 voru þær 41.000. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 1.3.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Lesa meira
 

Vináttulandsleikur gegn Ítalíu - 1.3.2005

Knattspyrnusambönd Íslands og Ítalíu hafa gert samkomulag um að A landslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Ítalíu 30. mars næstkomandi. Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið - 1.3.2005

KSÍ heldur 3. stigs þjálfaranámskeið dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Góð þátttaka er á námskeiðinu og hafa 36 þjálfarar skráð sig til leiks. Lesa meira
 

Résistance - 28.2.2005

Auglýsingin Résistance sem auglýsingastofan Gott fólk McCann gerði fyrir Knattspyrnusamband Íslands vann Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í tveimur flokkum. Lesa meira
 

Deildarbikarinn um helgina - 25.2.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ heldur áfram um helgina með leikjum í Fífunni, Reykjaneshöll og Egilshöll. Um er að ræða hörkuleiki í báðum riðlum A-deildar. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 25.2.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 25. febrúar, var leikmaður ÍBV, Einar Hlöðver Sigurðsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign ÍBV og Fylkis í R1-riðli A-deildar Deildarbikars karla 20. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

Reykjavíkurmót 2. flokks karla hefst um helgina - 25.2.2005

Keppni í Reykjavíkurmóti 2. flokks karla hefst um helgina með viðureign Fylkis og Víkings í kvöld, föstudagskvöld, og leik KR og Leiknis á sunnudag. Báðir þessir leikir fara fram á gervigrasvellinum í Laugardal. Lesa meira
 

Skallagrímur auglýsir eftir þjálfara - 24.2.2005

Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Lesa meira
 

Þórsarar Norðurlandsmeistarar - 24.2.2005

Þórsarar tryggðu sér í gær sigur í Norðurlandsmóti Powerade með því að leggja KA-menn með einu marki gegn engu í Boganum. KA-menn eiga reyndar einn leik eftir í mótinu, en geta þó ekki náð Þór að stigum. Þórsarar unnu mótið einnig árið 2003. Lesa meira
 

Ráðast úrslit Powerade-mótsins í kvöld? - 23.2.2005

Þór og KA mætast í Boganum á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld, í leik sem mun að öllum líkindum ráða úrslitum í Norðurlandsmóti Powerade. Lesa meira
 

Sjálfkrafa leikbönn í Deildarbikar - 23.2.2005

Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst, líkt og gert er á hverju ári. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum um gul og rauð spjöld og því að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega.

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið 4. - 6. mars - 22.2.2005

KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ. Lesa meira
 

Nýjar reglur varðandi lyfjamál - 22.2.2005

Kynntar hafa verið nýjar reglur um lyfjamál hjá ÍSÍ og hjá UEFA. Helstu breytingar eru þær að nú þurfa allir leikmenn innan knattspyrnuhreyfingarinnar að sækja um undanþágu fyrir efni sem þeir nota af læknisfræðilegum ástæðum og eru á bannlista WADA. Lesa meira
 

Íslenskir eftirlitsmenn á Evrópuleikjum - 22.2.2005

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður á síðari viðureign hollenska liðsins Feyenoord og Sporting frá Lissabon í UEFA-bikarnum, sem fram fer á De Kuip leikvanginum í Rotterdam á fimmtudag. Lesa meira
 

Upplýsingar um utanferðir yngri flokka - 22.2.2005

Vinna við niðurröðun Íslandsmóta yngri flokka karla og kvenna stendur nú yfir. Mótadeild KSÍ óskar hér með eftir upplýsingum um allar utanferðir félaga í sumar sem geta haft áhrif á niðurröðun móta. Vinsamlegast sendið upplýsingar um utanferðir yngri flokka í ykkar félagi á tölvupósti til Mótadeildar KSÍ eins fljótt og mögulegt er. Lesa meira
 

Reglur um skráningu á úrslitum og leikskýrslum - 21.2.2005

Reglum um skráningu á úrslitum leikja og leikskýrslum í gagnagrunn KSÍ hefur verið breytt til að auðvelda áhugafólki um knattspyrnu og fjölmiðlum aðgengi að upplýsingum um knattspyrnumót á Íslandi. Lesa meira
 

Breytt aldursskipting kvennaflokka - 21.2.2005

Vegna breyttrar aldursflokkaskiptingar kvenna reyndist nauðsynlegt að gera breytingar á viðeigandi ákvæðum reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót á nýliðnu ársþingi KSÍ. Lesa meira
 

Innimót yngri flokka - 21.2.2005

Um helgina fór fram úrslitakeppni í innimótum yngri flokka karla og kvenna. Leikið var í Laugardalshöll, Austurbergi, Fylkishöll, Víkinni og íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 21.2.2005

Sameiginlegar úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Lesa meira
 

Ráðstefna um Futsal-innanhússknattspyrnu - 18.2.2005

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sækir UEFA-ráðstefnu um Futsal í Ostrava í Tékklandi 18. - 20. febrúar, í tengslum við úrslitakeppni EM í íþróttinni, sem fram fer á sama stað. Lesa meira
 

Innimót - Úrslitakeppni yngri flokka - 18.2.2005

Um helgina fer fram úrslitakeppni yngri flokka innanhúss. Leikjaniðurröðun má skoða í valmyndinni hér til vinstri undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Athugið að afmarka má leitina með ýmsum hætti. Lesa meira
 

FH lagði Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins - 18.2.2005

Íslandsmeistarar FH lögðu Valsmenn í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í Egilshöll á fimmtudagskvöld með tveimur mörkum gegn einu í hörkuleik. Lesa meira
 

Melavöllurinn fyrr og nú - 18.2.2005

Melavöllurinn var þjóðarleikvangur Íslendinga um árabil og verðskuldar að hans verði minnst á þann hátt að hann falli ekki í gleymsku. Settur hefur verið upp sérstakur vefur, melavollur.is, og er tilgangurinn með honum að safna saman og varðveita minningar sem tengjast Melavellinum. Lesa meira
 

FH í hópi þeirra bestu í heimi? - 18.2.2005

Alls staðar í heiminum er að finna áhugafólk um sagnfræði og tölfræði í knattspyrnu og eru jafnvel til hin ýmsu samtök knattspyrnusagnfræðinga og knattspyrnutölfræðinga. Lesa meira
 

Deildarbikarinn hefst um helgina - 18.2.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um helgina með þremur leikjum á laugardag og fimm á sunnudag, en allt eru þetta leikir í A-deild karla. Leikirnir um helgina fara fram í Boganum, Fífunni, Egilshöll og Reykjaneshöll. Mótið fer nú fram í 10. skipti, en fyrst var leikið í Deildarbikarkeppni KSÍ árið 1996. Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - 17.2.2005

Ísland er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út. Lesa meira
 

Auglýsing kvennalandsliðsins tilnefnd til verðlauna - 17.2.2005

ÍMARK, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, heldur nú í 19. sinn samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins. Keppt er í 12 flokkum og verða verðlaunin, Lúðurinn, afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói 25. febrúar næstkomandi. Lesa meira
 

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins - 17.2.2005

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla fer fram í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:00. Liðin sem keppa um sigur í mótinu eru Valur og Íslandsmeistalið FH, sem taka þátt í Reykjavíkurmótinu sem gestalið. Lesa meira
 

Riðlaskipting 1. deildar kvenna 2005 - 17.2.2005

Riðlaskipting 1. deildar kvenna 2005 hefur verið ákveðin. Í deildinni, sem er svæðaskipt, leika alls 13 lið í tveimur riðlum. Tvöföld umferð verður leikin í A-riðli, en þreföld umferð í B-riðli. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum KSÍ - 17.2.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 24. janúar breytingar á reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og miniknattspyrnu. 59. ársþing KSÍ staðfesti fyrrgreindar breytingar og taka þær þegar gildi. Lesa meira
 

10. deildarbikarinn frá upphafi - 17.2.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um næstu helgi með leikjum í A-deild deildarbikars karla. Mótið fer nú fram í 10. skipti, en fyrst var leikið í Deildarbikarkeppni KSÍ árið 1996. Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið í byrjun mars - 16.2.2005

KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ. Lesa meira
 

Þór og KA berjast um efsta sætið - 15.2.2005

Akureyrarliðin KA og Þór hafa mikla forystu á önnur lið í Norðurlandsmóti Powerade og munu þau berjast um efsta sætið og þar með sigur í mótinu. Þessi tvö lið mætast í Boganum á miðvikudaginn í næstu viku. Lesa meira
 

UEFA stuðlar - 15.2.2005

Í tilefni af frétt á íþróttasíðu Morgunblaðsins í morgun vill KSÍ skýra reglur um þátttökurétt í Evrópukeppnum og styrkleikaröðun liða þar þegar dregið er. Röð íslenskra félagsliða byggist á árangri allra liða í Meistaradeildinni og Evrópukeppni félagsliða. Lesa meira
 

Valur og FH í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins - 14.2.2005

Það verða Valsmenn og FH-ingar sem leika til úrslita í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í gær. Valur hafði betur gegn KR eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en FH lagði Fylki með tveimur mörkum gegn einu. Úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll næstkomandi fimmtudag kl. 20:00. Lesa meira
 

Riðlaskipting 3. deildar karla 2005 - 14.2.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 11. febrúar fyrirkomulag 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2005. Fyrst fer fram svæðisbundin riðlakeppni og hefur afmörkun svæða verið breytt að nokkru leyti frá síðustu árum. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ - 12.2.2005

Nú stendur yfir 59. ársþing KSÍ á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Að venju verða ýmis mál tekin fyrir og verða upplýsingar birtar hér á vef KSÍ eftir því sem líður á þingið. Lesa meira
 

Fjölmiðlapenninn afhentur - 12.2.2005

Að lokinni setningu ársþingsins og ávörpum Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, Geoffreys Thompson, formanns enska knattspyrnusambandsins og fulltrúa UEFA, afhenti formaður KSÍ Samúel Erni Erlingssyni, yfirmanni íþróttadeildar RÚV, fjölmiðlapenna KSÍ fyrir viðamikla umfjöllun um knattspyrnu og þá sérstaklega kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 

Ársreikningur og fjárhagsáætlun samþykkt - 12.2.2005

Umræðu um skýrslu stjórnar og ársreikning KSÍ fyrir 2004 er lokið og samþykkti þingið ársreikninginn. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var einnig samþykkt. Næst verða teknar fyrir þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Niðurstöður verða birtar þegar afgreiðslu hverrar tillögu er lokið. Lesa meira
 

Tillögur og niðurstöður - 12.2.2005

Nú stendur yfir umfjöllun um þær tillögur sem liggja fyrir þinginu. Smellið hér að neðan til að skoða tillögurnar og afgreiðslu þeirra (hægrismellið og veljið refresh til að sjá nýjustu uppfærslur). Niðurstöður eru færðar inn um leið og afgreiðslu hverrar tillögu er lokið. Lesa meira
 

Drago styttur afhentar - 12.2.2005

Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, afhenti fulltrúum Keflavíkur og Hauka Drago stytturnar svokölluðu á ársþingi KSÍ, en þær eru veittar eru fyrir prúðmannlegan leik í Landsbankadeild karla og 1. deild karla. Lesa meira
 

Kvennabikar KSÍ afhentur - 12.2.2005

Formaður KSÍ, Eggert Magnússon, afhenti fulltrúum Grindavíkur kvennabikar KSÍ á ársþingi sambandsins. Kvennabikar KSÍ er veittur fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 

59. ársþingi KSÍ lokið - 12.2.2005

Ársþing KSÍ fór fram á Hótel Loftleiðum í dag, laugardag. Helstu niðurstöður þingsins, afgreiðslu tillagna og annarra mála má sjá í fréttunum hér fyrir neðan.Lesa meira

 

Faxaflóamót yngri flokka - drög að niðurröðun - 11.2.2005

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka eru nú komin á vef KSÍ. Niðurröðun leikja má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót, eða með því að velja Mótamál / Leikir félaga. Lesa meira
 

Undanúrslit á sunnudag - 11.2.2005

Riðlakeppni Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla lauk á fimmtudag með tveimur leikjum í B-riðli. Fylkir og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitum, sem fram fara á sunnudag í Egilshöll. Í undanúrslitum mæta Valsmenn KR-ingum kl. 18:30 og Fylkismenn mæta FH-ingum kl. 21:00. Lesa meira
 

Riðlakeppnin klárast í kvöld - 10.2.2005

Riðlakeppni Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla lýkur í kvöld, fimmtudagskvöld, með síðustu tveimur leikjunum í B-riðli, Fjölnir mætir Fylki og Valur mætir Fram. Keppni í A-riðli er þegar lokið og tryggðu KR og FH sér sæti í undanúrslitum, sem fara fram á sunnudag. Lesa meira
 

Nýr vefur væntanlegur - 10.2.2005

Nýr og glæsilegur vefur KSÍ mun verða opnaður fyrir næsta keppnistímabil. Frá því vefurinn var opnaður í maí 2000 hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki sem þjónustutæki og upplýsingamiðill fyrir aðildarfélög, fjölmiðla og annað áhugafólk um íslenska knattspyrnu. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ á laugardag - 9.2.2005

Næstkomandi laugardag fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið hefst á föstudag - 9.2.2005

Fyrsta unglingadómaranámskeiðið ársins hefst næstkomandi föstudag. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð) og námskeiðinu lýkur síðan með skriflegu prófi. Lesa meira
 

Sérstakur gestur á ársþingi KSÍ - 9.2.2005

Geoffrey Thompson, formaður enska knattspyrnusambandsins og einn af varaformönnum UEFA, verður sérstakur gestur á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hótel Loftleiðum á laugardag. Lesa meira
 

Línur að skýrast í Powerade-mótinu - 8.2.2005

Línur eru teknar að skýrast í Norðurlandsmóti Powerade og ljóst þykir að það verða Þór og KA sem munu berjast um sigur í mótinu. Allir leikir í Powerade-mótinu eru leiknir í Boganum á Akureyri. Lesa meira
 

Innimót - Úrslitakeppni yngri flokka - 8.2.2005

Dagana 19. og 20. febrúar næstkomandi fer fram úrslitakeppni yngri flokka innanhúss. Leikstaðir og leikdagar hafa verið ákveðnir og má skoða leikjaniðurröðun í valmyndinni hér til vinstri undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Athugið að afmarka má leitina með ýmsum hætti. Lesa meira
 

Þingfulltrúar á ársþingi KSÍ - 8.2.2005

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 87 fulltrúa, en 119 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 8.2.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 54 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

KR og FH í undanúrslit - 7.2.2005

KR og FH, tryggðu sér um helgina sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla. FH-ingar gerðu jafntefli við Þróttara í hörkuleik, en með sigri hefði Þróttur komist í undanúrslit. Lesa meira
 

Fylkir auglýsir eftir þjálfara - 4.2.2005

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Allir áhugasamir sendi póst á Hörð íþróttafulltrúa á netfangið hordur@fylkir.com eða hafi samband í síma 587-3377. Lesa meira
 

Nýr formaður samtaka félaga í Landsbankadeild karla - 4.2.2005

Samtök félaga í efstu deild karla, Landsbankadeild, héldu í dag fyrsta fund samtakanna á árinu. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna. Lesa meira
 

RM yngri flokka - drög að niðurröðun - 4.2.2005

Drög að niðurröðun í Reykjavíkurmótum yngri flokka eru nú komin á vef KSÍ. Niðurröðun leikja má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót, eða með því að velja Mótamál / Leikir félaga. Lesa meira
 

Ársreikningur KSÍ 2004 - 4.2.2005

Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning sinn fyrir 2004. Hagnaður varð af heildarrekstri KSÍ á árinu, alls 45,9 milljónir króna, en þá hefur verið tekið tillit til 21,6 milljóna króna framlags til aðildarfélaga. Lesa meira
 

Úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi 2007 - 4.2.2005

Ákveðið hefur verið að úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna verði haldin á Íslandi árið 2007, dagana 15. - 30 júlí. Ákveðið var að sækja um keppnina í tilefni þess að árið 2007 verður Knattspyrnusambandið 60 ára. Lesa meira
 

Reykjavíkurmótið í fullum gangi - 4.2.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla er nú í fullum gangi. Í A-riðli er ein umferð eftir og eiga fjögur af liðunum fimm enn möguleika á að komast í undanúrslit. Í B-riðli hafa Valur og Fylkir forystuna, en þessi lið mætast einmitt í kvöld. Allir leikir í mótinu fara fram í Egilshöll, sem býður upp á frábæra aðstöðu fyrir áhorfendur. Lesa meira
 

Áhugaverðar tillögur fyrir þinginu - 4.2.2005

Ársþing KSÍ fer fram 12. febrúar næstkomandi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Nokkrar áhugaverðar tillögur verða teknar fyrir á þinginu að venju, m.a. um framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla, fjölgun liða í 1. deild karla og breytingu á bikarkeppni KSÍ. Aðildarfélög eiga að skila kjörbréfum sínum í síðasta lagi í dag, 4. febrúar. Lesa meira
 

Höttur auglýsir eftir þjálfara - 3.2.2005

Höttur - rekstrarfélag ehf., sem hefur tekið að sér rekstur mfl. karla og kvenna og 2. fl. karla á Egilsstöðum, leitar að þjálfurum allra þessara flokka. Frekari upplýsingar veitir Hilmar Gunnlaugsson - Netfang hilmar@regula.is. Lesa meira
 

Þjálfari óskast til starfa hjá Leiftri / Dalvík - 2.2.2005

Leiftur / Dalvík auglýsir eftir þjálfara. Um heilsársstarf er að ræða, þjálfun á einum flokki og yfirumsjón allra yngri flokka. Þjálfara- og/eða íþróttakennaramenntun er skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Áskelsson - Heimasími: 466-1191, GSM: 699-2099, Tölvupóstur: thorirsjukdal@est.is. Lesa meira
 

Skráningar í mótin 2005 - 2.2.2005

Skráningum í mót sumarsins er nú lokið og er þátttaka góð að venju. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir að fara yfir skráningu hjá sínu félagi. Smellið hér að neðan til að skoða nánar (mælt er með að listinn sé prentaður út). Lesa meira
 

Auglýsingar aðildarfélaga á vef KSÍ - 2.2.2005

KSÍ hefur ákveðið að bjóða aðildarfélögum sínum upp á að birta auglýsingar á ksi.is um mót sem félögin halda og einnig þegar þau vilja auglýsa eftir þjálfurum. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 1.2.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 31. janúar, var leikmaðurinn Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, 2. fl. karla Fjölni, úrskurðaður í tímabundið keppnisbann í öllum leikjum á vegum KSÍ til þriggja mánaða vegna brottvísunar 23. janúar.

Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 1.2.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. U17 landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamóti í Noregi í júlí og liggur niðurröðun nú þegar fyrir. Lesa meira
 

Tæplega 80.000 heimsóknir í janúar - 1.2.2005

Heimsóknir á vef KSÍ í janúar voru alls tæplega 80.000, ríflega 2.500 á dag. Til samanburðar má nefna að í janúar 2004 voru heimsóknirnar alls um 55.000 og í janúar 2003 voru þær 36.000. Lesa meira
 

Miðasala á úrslitakeppni HM 2006 er hafin - 1.2.2005

Um 812.000 miðar á leiki í úrslitakeppni HM 2006 fóru í almenna sölu í dag, 1. febrúar. Um er að ræða fyrsta lotu af fimm í sölu aðgöngumiða á keppnina og lýkur henni 1. apríl næstkomandi. Alls munu tæplega 3 milljónir miða fara í almenna sölu í þessum fimm lotum. Lesa meira

 

59. ársþing KSÍ - 12. febrúar - 28.1.2005

Laugardaginn 12. febrúar næstkomandi fer 59. ársþing KSÍ fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og að venju verða ýmis mál tekin fyrir. Minnt er á að tilkynning um framboð í aðalstjórn skal berast skrifstofu KSÍ skriflega eigi síðar en 29. janúar. Lesa meira
 

Innimót - Úrslitakeppni yngri flokka - 28.1.2005

Dagana 19. og 20. febrúar næstkomandi fer fram úrslitakeppni yngri flokka innanhúss. Leikstaðir og leikdagar hafa verið ákveðnir og leikjaniðurröðun verður birt fljótlega. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 27.1.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Víkings R. og Leiknis R. vegna kröfu Víkings um að Leiknir verði beittur refsingum þar sem Leiknir hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið 2005 - 27.1.2005

Þrjú unglingadómaranámskeið verða haldin á árinu, líkt og undanfarin ár. Fyrsta námskeiðið verður haldið í febrúar, annað í vor og það þriðja í haust. Öll verða námskeiðin með sama fyrirkomulagi. Lesa meira
 

KSÍ greiðir 10 milljónir til aðildarfélaga - 26.1.2005

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi 24. janúar sl. að greiða rúmar 10 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2004. Þetta er fjórða árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags. Lesa meira
 

UEFA-B próf á laugardaginn - 26.1.2005

Alls hafa 56 þjálfarar skráð sig í UEFA-B prófið sem fram fer laugardaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 11:00, í annað skipti á Íslandi. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 25.1.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls eru 57 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

Grunnskólamóti KRR aflýst - 24.1.2005

Grunnskólamóti KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur), sem var í biðstöðu eftir verkfall kennara í október, hefur verið aflýst. Lesa meira
 

Miðasala á úrslitakeppni HM 2006 hefst 1. febrúar - 24.1.2005

Þann 1. febrúar næstkomandi fara 812.000 miðar á leiki í úrslitakeppni HM 2006 í almenna sölu. Um er að ræða fyrsta lotu af fimm í sölu aðgöngumiða á keppnina og lýkur henni 1. apríl næstkomandi. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - Staðfest niðurröðun - 20.1.2005

Mótanefnd hefur lokið við niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2005 og verður leikjum hér eftir ekki breytt nema brýna nauðsyn beri til. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 20. desember. Lesa meira
 

Reykjavíkurmótið 2005 af stað - 20.1.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld, þegar Víkingar mæta KR-ingum og Leiknismenn mæta Þrótturum í Egilshöll. Keppni í meistaraflokki kvenna hefst síðan á laugardag með viðureign Fylkis og Vals. Lesa meira
 

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2005 - 19.1.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst í Egilshöll á fimmtudag þegar Víkingar mæta KR-ingum og Leiknismenn mæta Þrótturum. Keppni í meistaraflokki kvenna hefst síðan á laugardag með viðureign Fylkis og Vals og keppni í 1. flokki karla hefst á föstudag. Lesa meira
 

Landsdeildir 2005 - 18.1.2005

Frumdrög að niðurröðun landsdeilda karla og kvenna 2005, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla, eru nú komin á vefinn. Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í knattspyrnumót KSÍ 2005 - 17.1.2005

Minnt er á að lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2005 er 19. janúar næstkomandi. Öll nauðsynleg gögn hafa þegar verið send í pósti til aðildarfélaga KSÍ, en viðkomandi skjöl og eyðublöð má einnig finna hér á vef KSÍ, undir Mótamál / Eyðublöð. Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 17.1.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. U17 landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamóti í Noregi í júlí og liggur niðurröðun nú þegar fyrir. Lesa meira
 

Gögn af undirbúningsfundi fyrir UEFA-B próf - 14.1.2005

KSÍ hélt á fimmtudag undirbúningsfund fyrir UEFA-B þjálfaraprófið. Alls mættu um 30 þjálfarar, en um 50 hafa skráð sig í prófið. Lesa meira
 

Tilkynning frá Knattspyrnufélagi Siglufjarðar - 14.1.2005

"Stjórn Knattspyrnufélags Siglufjarðar hefur ákveðið að innheimta ekki æfingagjöld yngri flokka vegna vorannar 2005 og hvetur þess í stað foreldra barna hjá félaginu að hringja í söfnunarsíma og láta andvirði æfingagjalda renna til landssöfnunarinnar Neyðarhjálp úr Norðri vegna hamfaranna í Asíu...." Lesa meira
 

Mikið um að vera um helgina - 13.1.2005

Um næstu helgi verður mikið um að vera í knattspyrnunni og munu fjölmargir mótaleikir fara fram víðs vegar um landið, auk úrtaksæfinga fyrir U17 og U19 landslið karla sem haldnar eru í Egilshöll og Reykjaneshöll. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ - Lokadagur til að skila tillögum - 12.1.2005

59. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 12. febrúar 2005. Minnt er á að tillögum fyrir þingið þarf að skila í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 12. janúar. Lesa meira
 

Kennslugögn þjálfaranámskeiða KSÍ uppfærð - 11.1.2005

Öll kennslugögn þjálfaranámskeiða KSÍ hafa nú verið uppfærð á Fræðsluvefnum. Smávægilegar breytingar verða á kennsluefni þjálfaranámskeiðanna á hverju ári en nú hafa þau verið uppfærð. Þjálfarar sem eru á leið í UEFA-B prófið ættu að athuga kennslugögnin vel fyrir prófið. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 11.1.2005

Fyrstu úrtaksæfingar ársins fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 56 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

Erna ráðin þjálfari U17 kvenna - 11.1.2005

KSÍ hefur ráðið Ernu Þorleifsdóttur sem þjálfara U17 landsliðs kvenna og mun hún stýra liðinu næstu tvö árin. Erna, sem tekur við U17 kvenna af Ragnhildi Skúladóttur, hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV árið 1992 og þjálfaði yngri flokka kvenna í Vestmannaeyjum í 9 ár. Lesa meira
 

Undirbúningsfundur fyrir UEFA B próf - 10.1.2005

KSÍ hefur ákveðið að bjóða þeim þjálfurum sem vilja upp á undirbúningsfund fyrir UEFA-B prófið. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 13.janúar í félagsheimili Þróttar í Laugardal og hefst klukkan 17:30 (u.þ.b. 1 klst). Lesa meira
 

Vefur KSÍ - 65 þúsund heimsóknir í desember - 6.1.2005

Í desembermánuði voru heimsóknir á vef KSÍ alls rúmlega 65.000, sem er talsverð fjölgun frá sama mánuði árinu áður. Í desember 2003 voru heimsóknirnar rúmlega 45.000 og í desember 2002 voru þær rúmlega 28.000. Lesa meira
 

Faxaflóamót yngri flokka 2005 - 6.1.2005

Faxaflóamót yngri flokka verður með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra og verður leikið í mars, apríl og maí. Leikið er til úrslita í öllum flokkum, nema tveimur yngstu flokkum karla og kvenna, þar sem leikið er í hraðmótsformi. Lesa meira
 

Ólafur Þór endurráðinn til tveggja ára - 6.1.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur verið endurráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna til næstu tveggja ára. Ólafur Þór hefur þjálfað U19 kvenna síðan 1999 og hefur stjórnað því í 32 leikjum, öllum leikjum þess nema þeim fyrsta, sem fram fór 1997. Lesa meira
 

Norðurlandsmót Powerade 2005 - 5.1.2005

Norðurlandsmót Powerade hefst næstkomandi laugardag og er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið. Um er að ræða 8 liða mót sem leikið er í Boganum á Akureyri frá byrjun janúar og fram í mars. Þórsarar unnu mótið 2003, en KA-menn hömpuðu sigri á síðasta ári. Lesa meira
 

59. ársþing KSÍ - 5.1.2005

59. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 12. febrúar 2005. Minnt er á að tillögum fyrir þingið þarf að skila í síðasta lagi miðvikudaginn 12. janúar. Lesa meira
 

Skráning er hafin í UEFA-B prófið - 5.1.2005

Skráning er hafin í UEFA-B prófið sem fram fer í Reykjavík 29. janúar næstkomandi klukkan 11:00 - 13:00. Undirbúningsfundur verður haldinn fyrir prófið og verður hann auglýstur síðar í vikunni. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 5.1.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Leiknis R. og Víkings R. vegna kröfu Leiknis um að Víkingur verði beittur refsingum þar sem þjálfari Víkings hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins. Niðurstaðan er sú að nefndin veitir Víkingi R. áminningu.

Lesa meira
 

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar - 5.1.2005

Fyrstu úrtaksæfingar ársins fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 40 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar að þessu sinni. Lesa meira
 

Alls 1.246 félagaskipti á liðnu ári - 4.1.2005

Alls voru félagaskipti á árinu sem leið 1.246 talsins, sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Fjöldi félagaskipta árin 1999 - 2002 var tiltölulega stöðugur, en þeim fjölgaði nokkuð árið 2003. Lesa meira
 

Tindsmótið fyrir mfl. karla í Fífunni - 3.1.2005

HK og Bókaútgáfan Tindur halda opið knattspyrnumót fyrir mfl. karla, Tindsmót HK 2005, í Fífunni sunnudaginn 23. janúar. Leikið verður í 7 manna liðum á hálfum velli og notuð mörk í fullri stærð. Lesa meira
 

Vel heppnað Jólamót KRR - 3.1.2005

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) fór fram milli jóla og nýárs og einnig dagana 18., 19. og 21. desember. Mótið var haldið í Egilshöll, leikinn var 631 leikur og þátttakendur voru yfir 3.500 talsins. Fjöldi liða var 367, þar af 252 í karlaflokki og 115 í kvennaflokki. Lesa meira
 

Æfingaáætlun yngri landsliða - 3.1.2005

Æfingaáætlun fyrir landsliðsæfingar yngri landsliða karla og kvenna er nú tilbúin. Áætlunin gildir fram á vor og er fyrir U19 karla, U19 kvenna, U17 karla, U17 kvenna og U16 karla. Lesa meira
 

Reykjavíkurmót yngri flokka 2005 - 3.1.2005

Reykjavíkurmót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í yngri flokkum karla og kvenna verða leikin að stærstum hluta í mars, apríl og maí. Minnt er á að leikið er eftir nýjum reglum um mótahald í yngri flokkum kvenna. Lesa meira
 

FH-ingar fyrstir til að skila þátttökutilkynningu - 3.1.2005

FH-ingar skiluðu þátttökutilkynningu í knattspyrnumótin 2005 í dag, 3. janúar, og eru því fyrstir til að skila í ár. FH var einnig fyrsta félagið til að skila þátttökutilkynningu á síðasta ári og stóð í kjölfarið uppi sem Íslandsmeistari í mfl. karla! Lesa meira
 

Deildarbikarinn 2005 - Lokafrestur athugasemda - 3.1.2005

Drög að niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2005 var birt hér á vefnum í síðasta mánuði. Niðurröðunina má skoða í valmyndinni hér til vinstri undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Athugið að afmarka má leitina með ýmsum hætti. Athugasemdir félaga við niðurröðunina þurfa að berast í síðasta lagi í dag, mánudaginn 3. janúar. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög