Fréttir

Leyfisumsóknir fyrir 2005 - 29.12.2004

Vinna við umsóknir félaga í Landsbankadeild karla um þátttökuleyfi í deildinni 2005 er nú í fullum gangi. Lesa meira
 

UEFA staðfestir gæðavottun á Leyfiskerfi KSÍ - 27.12.2004

UEFA hefur nú formlega staðfest gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ, en síðastliðið sumar var framkvæmt víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Lesa meira
 

Sparkvallaátak KSÍ í fullum gangi - 7.12.2004

Sparkvallaátak KSÍ er í fullum gangi og hafa fjölmargir sparkvellir verið vígðir á síðustu vikum. Nýir vellir hafa verið vígðir í Grundarfirði, Ólafsvík, Höfn í Hornafirði, Fáskrúðsfirði og Neskaupstað og nýr völlur verður vígður á Akranesi í þessari viku. Lesa meira
 

Jólamót KRR - 24.11.2004

 

Sparkvöllur vígður í Borgarbyggð - 12.11.2004

Í vikunni var vígður nýr sparkvöllur við Grunnskólann í Borgarnesi. Aðdragandi umsóknar Borgarbyggðar um sparkvöll er nokkuð athyglisverður, því fjórir ungir drengir skoruðu á bæjarstjórnina fyrir þremur árum síðan að byggja gervigrasvöll í bænum. Lesa meira
 

Sparkvallaátak KSÍ í fullum gangi - 7.11.2004

Sparkvallaátak KSÍ er í fullum gangi og hafa fjölmargir sparkvellir verið vígðir á síðustu vikum. Nýir vellir hafa verið vígðir í Grundarfirði, Ólafsvík, Höfn í Hornafirði, Fáskrúðsfirði og Neskaupstað og nýr völlur verður vígður á Akranesi í þessari viku. Lesa meira
 

Vígsluleikur nýs leikvangs - 27.8.2004

Á fimmtudag fór fram vígsluleikur nýs aðalleikvangs Stjörnunnar. Kvennalið Stjörnunnar lék gegn liði Íslandsmeistara KR í Landsbankadeild kvenna og gerðu liðin 1-1 jafntefli í hörkuleik. Lesa meira
 

Ný stjórn Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna - 6.8.2004

Ný stjórn SÍGÍ (Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi) var kjörin á dögunum og kom hún saman til síns fyrsta fundar á fimmtudag. Lesa meira
 

FH áfram - 30.7.2004

 

Leyfiskerfi KSÍ fær gæðavottun - 24.6.2004

Síðastliðinn miðvikudag fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið var framkvæmt af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins. Lesa meira
 

KSÍ samdi við Polytan í Þýskalandi - 21.6.2004

Í kjölfar útboðs sem KSÍ efndi til um gervigras á sparkvelli hefur sambandið samið við þýska fyrirtækið Polytan. Upphaflega var gert ráð fyrir að semja um gras á 40 velli, en niðurstaðan var sú að samið var um gervigras á 60 velli.

Lesa meira
 

Fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi - 28.5.2004

Fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi í Kaplakrika verður tekin í kvöld klukkan 18:30 fyrir leik FH og Keflavíkur í Landsbankadeild karla, sem hefst klukkan 19:15. Lesa meira
 

Framkvæmdastyrkur frá UEFA - 28.5.2004

UEFA samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag umsókn KSÍ um styrk vegna uppbyggingar á Laugardalsvelli með fyrirvara um fjárhagslega aðkomu ríkis og borgar.

Lesa meira
 

KSÍ úthlutar 60 sparkvöllum - 17.5.2004

KSÍ hefur ákveðið að úthluta 60 sparkvöllum til sveitarfélaga víðs vegar um landið eftir að hafa fengið tilboð í gervigras á vellina, en það verður hlutverk KSÍ að útvega og leggja fyrsta flokks gervigras á vellina sveitarfélögum að kostnaðarlausu. Lesa meira
 

101 umsókn um sparkvelli - 11.5.2004

Greinilegt er að mikill áhugi er hjá sveitarfélögum á að taka þátt í sparkvallaátaki KSÍ. Sveitarfélög um allt land hafa sótt um að byggja alls 101 sparkvöll á næstu tveimur árum í samstarfi við KSÍ. Lesa meira
 

Umsóknarfrestur rennur út á mánudag - 7.5.2004

Mánudaginn 10. maí næstkomandi rennur út frestur til að sækja um þátttöku í sparkvallaátaki KSÍ. Alls hafa borist 45 umsóknir um sparkvelli, auk gríðarlegs fjölda fyrirspurna. Lesa meira
 

Vallarmál Reykjavíkurfélaga - 21.4.2004

Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu gervigrasvalla hjá Reykjavíkurfélögunum Fram, Fylki og KR. Vegna þessara framkvæmda hefur skapast erfitt ástand í vallarmálum félaganna, en KRR hefur gripið til ýmissa aðgerða til að dreifa álaginu í vor og byrjuðu mótin talsvert fyrr en venjulega í elstu flokkunum. Lesa meira
 

Fjöldi fyrirspurna borist um sparkvelli - 15.4.2004

Nú þegar hefur gríðarlegur fjöldi fyrirspurna borist um sparkvallaátak KSÍ, sem kynnt var á blaðamannafundi á miðvikudag. Fyrirspurnir hafa borist frá sveitarfélögum, skólum, íþróttafélögum og öðrum áhugasömum aðilum. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar lagt inn umsóknir um velli. Lesa meira
 

Sparkvallaátak KSÍ - 14.4.2004

KSÍ hefur unnið að undirbúningi sparkvallaátaks undanfarna mánuði. Kveikjan að því var ákvörðun UEFA um að veita aðildarsamböndum sínum styrk að upphæð 1 milljón svissneskra franka til að byggja sparkvelli. Lesa meira
 

Vel sótt ráðstefna um gervigras og keppnisvelli - 25.3.2004

Mannvirkjanefnd KSÍ stóð fyrir ráðstefnu um gervigras og keppnisvelli síðastliðinn miðvikudag. Ráðstefnan, sem haldin var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, var mjög vel sótt, en alls tóku um 60 manns þátt. Lesa meira
 

Ráðstefna um gervigras og keppnisvelli - 23.3.2004

Á morgun, miðvikudaginn 24. mars kl. 17:00, stendur mannvirkjanefnd KSÍ fyrir ráðstefnu um gervigras og keppnisvelli, og fer hún fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Lesa meira
 

Leyfisumsóknir allra 10 félaga samþykktar - 16.3.2004

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2004 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni. Lesa meira
 

Leyfisráð fundar á mánudag - 12.3.2004

Mánudaginn 15. mars næstkomandi mun Leyfisráð taka fyrir umsóknir félaga í Landsbankadeild karla um þátttökuleyfi í deildinni 2004. Ákvarðanir ráðsins verða kynntar degi síðar, eða þriðjudaginn 16. mars, hér á vef KSÍ. Lesa meira
 

Ítalir koma - 11.3.2004

 

Mjög góð áhorfendaaðstaða í Egilshöll - 4.3.2004

Í Egilshöll er aðstaða fyrir áhorfendur á knattspyrnuleikjum með því besta sem gerist hér á landi, en þar eru sæti fyrir um 2.000 áhorfendur. Lesa meira
 

Leyfisveitingaferlinu seinkað um viku - 26.2.2004

Í síðustu viku kom hingað til lands sendinefnd frá UEFA í þeim tilgangi að skoða leyfiskerfi KSÍ. Skoðunin gekk vel fyrir sig og ljóst að uppsetning leyfiskerfis KSÍ gengur vel, en þó þarf að gera ákveðnar úrbætur sem verið er að vinna í. Lesa meira
 

UEFA skoðar leyfiskerfi KSÍ - 24.2.2004

Í síðustu viku var stödd hér á landi sendinefnd frá UEFA í þeim tilgangi að skoða leyfiskerfi KSÍ. Fulltrúar UEFA komu hingað til lands í október síðastliðnum til að skoða uppsetningu leyfiskerfisins hjá Knattspyrnusambandinu sjálfu, en nú voru skoðuð þau gögn sem félögin í Landsbankadeild hafa sent inn með umsóknum sínum um þátttökuleyfi. Lesa meira
 

Leyfiskerfi KSÍ - Félögin skila gögnum - 16.1.2004

Fimmtudaginn 15. janúar rann út frestur til að skila gögnum, öðrum en fjárhagslegum, sem fylgja eiga umsóknum um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2004, samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ. Öll félögin 10 hafa skilað gögnunum. Lesa meira
 

Leyfiskerfi KSÍ - Skiladagur gagna - 13.1.2004

Fimmtudagurinn 15. janúar næstkomandi er lykildagsetning í Leyfiskerfi KSÍ, en þann dag eiga félögin sem hyggjast leika í Landsbankadeild karla 2004 að skila inn öllum gögnum, öðrum en fjárhagslegum, sem fylgja umsóknum þeirra um þátttökuleyfi í deildinni. Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög