Fréttir

U16 karla - 3-0 sigur gegn Litháen - 5.4.2018

U16 ára lið karla vann 3-0 sigur á Litháen í dag í öðrum leik liðsins á UEFA Development Tournament, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Róbert Orri Þorkelsson, Valgeir Valgeirsson og Bjartur Barmi Barkarson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U16 karla - Byrjunarliðið gegn Litháen - 4.4.2018

U16 ára landslið karla leikur í dag annan leik sinn á UEFA Development Tournament og eru Litháen mótherjar dagsins. Leikið er í Gargzdai í Litháen og hefst leikurinn klukkan 08:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Egill Arnar og Einar Ingi til Englands - 4.4.2018

Egill Arnar Sigurþórsson og Einar Ingi Jóhansson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U23 deildinni í Englandi sem og æfa með úrvaldsdeildardómurum og aðstoðardómurum.

Lesa meira
 

KSÍ/FIFA auglýsir eftir starfsmanni - 4.4.2018

KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling tímabundið á skrifstofu sambandsins vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu.

Lesa meira
 

U16 karla - Leikið gegn Litháen á fimmtudaginn - 4.4.2018

U16 ára landslið karla leikur á fimmtudaginn annan leik sinn á UEFA Development Tournament, en mótherjar þeirra verða Litháen. Leikurinn hefst klukkan 08:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Garzdai í Litháen.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Ólöglegir leikmenn í Lengjubikarnum - 4.4.2018

Á dögunum léku tveir leikmenn ólöglega í Lengjubikar karla. Viktor Guðberg Hauksson lék með GG, en hann er skráður í Grindavík, og Baldvin Freyr Ásmundsson lék með KF, en hann var í leikbanni vegna þriggja gulra spjalda.

Lesa meira
 

A kvenna - Hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn gegn Slóvenum - 4.4.2018

Kvennalandsliðið er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir leik gegn Slóveníu í undankeppni HM en leikið verður í Lendava á föstudaginn.  Liðið æfði í gær og framundan er hefðbundinn dagur með æfingu og fundum.

Lesa meira
 

U16 karla - 2-1 sigur gegn Eistlandi í fyrsta leik í UEFA Development Tournament - 3.4.2018

U16 ára lið karla vann 2-1 sigur á Eistlandi í fyrsta leik liðsins á UEFA Development Tournament, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Það voru Orri Hrafn Kjartansson og Davíð Snær Jóhannsson sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala á leiki gegn Noregi og Gana í júní hefst um mánuði fyrir leik - 3.4.2018

Miðasala á vináttuleiki A landsliðs karla gegn Noregi og Gana í byrjun júní mun hefjast um mánuði fyrir hvorn leik. Þrjú miðaverð verða í boði og eru þau 3500, 5500 og 7500 krónur. 50% afsláttur verður fyrir börn, en selt verður á staka leiki.

Lesa meira
 

Viðar Halldórsson kjörinn í stjórn ECA - 3.4.2018

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, var á dögunum kjörinn sem aukafulltrúi í stjórn ECA á fundi samtakanna í Róm á Ítalíu. ECA eru samtök félaga í Evrópu og telja þau 200 félög.

Lesa meira
 

FIFA hefur valið dómara fyrir HM 2018 í Rússlandi - 3.4.2018

Dómaranefnd FIFA hefur valið 36 dómara og 63 aðstoðardómara fyrir HM 2018 í Rússlandi, en þeir koma frá 46 mismunandi þjóðum.

Lesa meira
 

A kvenna - Framundan leikir gegn Slóveníu og Færeyjum - 3.4.2018

Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá kvennalandsliðinu í undankeppni HM en næstu daga verður leikið gegn Slóveníu og Færeyjum.  Liðið hélt utan í gær og, þrátt fyrir veðurtengdar tafir á heimalandinu, gekk ferðalagið ágætlega þótt langt væri. 

Lesa meira
 

U16 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 3.4.2018

U16 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í UEFA Development Tournament í dag þegar liðið mætir Eistlandi. Leikurinn hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Í riðlinum eru einnig Búlgaría og Litháen.

Lesa meira
 

U16 karla - UEFA Development Tournament hefst á þriðjudaginn - 31.3.2018

U16 ára lið karla hefur leik á UEFA Development Tournament á þriðjudaginn þegar liðið mætir Eistlandi. Ísland er einnig í riðli með Litháen og Búlgaríu, en leikið er í Litháen.

Lesa meira
 
Páskaegg

Páskakveðja - 30.3.2018

Knattspyrnusamband Íslands óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.  Njótið samverunnar með hverjum öðru og góðs súkkulaðis!

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - KA tekur á móti Grindavík - 29.3.2018

Seinni leikur undanúrslita A deildar karla í Lengjubikarnum fer fram í dag, fimmtudaginn 29. mars, þegar KA tekur á móti Grindavík í Boganum.  Leikurinn hefst kl. 14:00 og mun sigurvegarinn mæta Val í úrslitaleik. Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur í síðasta leiknum - 28.3.2018

Stelpurnar í U17 lögðu í dag Asera í lokaleik liðsins í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddi, 2 - 0, í leikhléi.  Ísland endaði því í öðru sæti riðilsins á eftir gestgjöfunum í Þýskalandi

Lesa meira
 

A karla - 1-3 tap gegn Perú í New Jersey - 28.3.2018

A landslið karla tapaði 1-3 gegn Perú, en það var Jón Guðni Fjóluson sem skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fram á Red Bull Arena í New Jersey.  

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Aserbaídsjan á miðvikudag - 27.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir á miðvikudag Aserbaídsjan í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Leikurinn hefst klukkan 10:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Þýskalandi.

Lesa meira
 

Breytingar á lögum KSÍ og breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 27.3.2018

Á fundi stjórnar KSÍ 15. mars sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á lögum KSÍ og breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingar þessar eru annars vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2018 og hins vegar samþykktar breytingar að tillögu mótanefndar KSÍ.

Lesa meira
 FréttirMót landsliða


AðildarfélögMót landsliða


Aðildarfélög