Fræðsla

KSÍ sækir um UEFA-B þjálfaragráðu

21.2.2003

KSÍ sendi frá sér í dag breytta umsókn að þjálfarasáttmála UEFA, umsókn um svokallaða UEFA-B þjálfaragráðu. KSÍ sótti um þessi réttindi þann 1. maí 2002 og UEFA sendi aðila til KSÍ til að skoða þjálfaranámskeið sambandsins í nóvember 2002. UEFA fór fram á lítilvægar breytingar á námskeiðunum sem KSÍ hefur nú unnið. Þessi breytta umsókn verður tekin fyrir á fundi UEFA í maí næstkomandi.

Nánar
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög