Fræðsla
KÞÍ

Þjálfaraferð til Barcelona

Nokkur sæti í þjálfaraferð norska Þjálfarafélagsins til Barcelona í desember

18.7.2011

KÞÍ getur fengið fimm sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins til Barcelona frá 1 .- 5. desember.

Fylgst verður með þjálfun hjá Espanol og Barcelonaog farið verður á leik FC Barcelona gegn Levante.

Verðið í ferðina er 8.995 NOK.  Verðið miðast við að farið sé frá Noregi með norðmönnunum sem fara í ferðina.  Hugsanlegt verður hægt að koma sér á eigin vegum til Barcelona og breytist verðið þá eitthvað.  KÞÍ veitir upplýsingar um það þegar nær dregur.

Umsóknarfrestur er til 21 júlí næstkomandi.  Félagsmenn KÞÍ ganga fyrri í ferðina ef fleiri sækja um en í ferðina komast.

Mikilvægt er að láta vita af áhuga sem allra fyrst í póstfang KÞÍ kthi@kthi.is
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög