Fræðsla
Frá súpufundi um skaðsemi munntóbaks

Fyrirmyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun

Herferð sem embætti Landlæknis, KSÍ, ÍSÍ, UMFÍ og ÁTVR standa að

7.7.2011

Í dag var blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem kynnt var til sögunnar herferð gegn munntóbaksnotkun.  Nefnist hún "Fyrirmyndarleikmaðurinn" og þar taka sig saman aðilar til að sporna gegn munntóbaksnotkun ungs fólks.

Á fundinum kynnti Vðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landslæknisembættinu, niðurstöður glænýrrar skýrslu þar sem kemur í ljós að notkun á munntóbaki verður æ meiri á meðal ungra drengja.  Þessari herferð er ætlað að sporna gegn þessari þróun með jákvæðum fyrirmyndum.  Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu frá þessu átaki:

Fyrimyndarleikmaðurinn

Herferð gegn munntóbaksnotkun.

Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna og ungs fólks, á vegum embættis Landlæknis, KSÍ, ÍSÍ,UMFÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. Forustumenn íþróttafélaganna eru hvattir til að fylgja eftir ályktun Íþrótta og sérsambanda, að útrýma allri notkun tóbaks úr öllu íþróttastarfi. Átakið mun standa frá júní til loka september, eða yfir keppnistímabil knattspyrnumanna. Ástæða þess að átakinu er beint að knattspyrnumönnum er að þar hefur munntóbaksnotkun breiðst afar hratt út á síðustu misserum. Samkvæmt könnun meðal knattspyrnumanna, kemur fram að allt að 30% leikmanna hafi notað eða séu að nota munntóbak. Vitað er að helsta ástæða þess að ungt fólk byrjar munntóbaksnotkun er hópþrýstingur eða fyrir tilstuðlan  fyrirmynda.  Átakið fer fram með þeim hætti að valinn verður einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og fær hann titilinn fyrirmyndarleikmaður. Sá leikmaður er ekki að neyta tóbaks. Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda og ungs fólks auk þess að prýða veggspjöld í auglýsingaherferð átaksins sem og aðrar auglýsingar. 

Hvert einstakt lið í efstu deild fær heimsókn á heimaleik, þar sem ungir krakkar í búningum félagsins afhenda fyrirmyndarleikmanninum veggspjald sem hann áritar og staðfestir með undirskrift sinni að hann sinni fyrirmyndarhlutverki sínu af kostgæfni. Við sama tækifæri kynnir félagið stefnu sína í forvarnarmálum.

 Átakið verður kynnt rækilega með auglýsingum og umfjöllun fjölmiðla. Markmið átaksins er að koma þeim skilaboðum áleiðs að íþróttir og munntóbak eiga enga samleið. Og þó að átakið beinist sérstaklega að knattspyrnumönnum, þá er það aðeins upphafspunkturinn og markmiðið er að halda áfram á næstu árum að vekja íþróttamenn í öllum keppnisgreinum sem og ungt fólk til umhugsunar um  þær slæmu hliðar sem neysla munntóbaks hefur í för með sér.   

Forsvarsmaður átaksins er.                          Faglegur umsagnaraðili.

Lárus Guðmundsson                                       Viðar Jensson 

larus@marg.is                                                 vidar@lydheilsustod.is

 
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög