Fræðsla
Áfram Afríka

Áfram Afríka - Boð til aðildarfélaga

Ljósmyndasýning Páls Stefánssonar í KSÍ

29.6.2010

Nú stendur yfir ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Sýningin var áður í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og hafði Áhugamannafélagið Afríka 20:20 frumkvæði að samstarfi á milli KSÍ, Páls og bókaútgáfunnar Crymogea um uppsetningu sýningarinnar í húsnæði KSÍ. Myndir á sýningunni er að finna í samnefndri ljósmyndabók.

Ljósmyndasýningin er opin almenningi og íþróttafélögum á virkum dögum í sumar, frá klukkan 8 – 16. Líkt og með bók Páls er markmið sýningarinnar að veita innsýn í mikinn áhuga á fótbolta í löndum Afríku og að lífið þar snýst líka um leik og skemmtun. Myndir Páls sýna greinilega hversu ríkur þáttur knattspyrnan er í lífi Afríkumanna og á mörgum myndanna má finna allra hreinasta form grasrótarknattspyrnu.

Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að koma í heimsókn til KSÍ og skoða sýninguna.  Slík heimsókn gæti hentað vel fyrir hópa iðkenda, t.d. úr yngri flokkum eða knattspyrnuskólum félaganna.  Ef um hópferð er að ræða mun Afríka 20:20 jafnframt bjóða upp á sérstaka kynningu á Afríku, og verður þá fjallað um sögu álfunnar, menningu og samfélag.  Nokkurra daga fyrirvara þarf þó á slíkri heimsókn með kynningu og er aðildarfélögum bent á að hafa samband við Ómar Smárason hjá KSÍ (omar@ksi.is).
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög