Fræðsla
Forsida_Jens-Bangsbo

Ný þjálffræðibók í knattspyrnu

Fjallar um loftháða og loftfirrta þjálfun í knattspyrnu

7.10.2009

Loksins er komin til landsins vönduð þjálffræðibók í knattspyrnu á íslensku. Höfundur bókarinnar er Dr. Jens Bangsbo og fjallar hún um loftháða og loftfirrta þjálfun í knattspyrnu – með sérstaka áherslu á þjálfun ungra leikmanna.

Dr. Jens Bangsbo hefur m.a. starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Juventus og verið í þjálfarateymi danska landsliðsins. Bókin inniheldur m.a. fullt af æfingum sem allir þjálfarar ættu að geta nýtt sér.

Bókin verður afhent á KSÍ IV þjálfaranámskeiðum í framtíðinni en aðrir sem vilja kaupa hana eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Margréti Elíasdóttur í síma 510-2900.

Bókin kostar 4.500 kr. en óski fólk eftir að fá bókina senda í pósti bætist sendingakostnaður og póstkröfugjald (ef fólk óskar eftir því að fá bókina senda í póstkröfu) við verð bókarinnar.

Nánari upplýsingar um bókina má sjá hér að neðan.

Baksida_Jens-Bangsbo
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög