Fræðsla
Knattþrautir

Knattþrautir hjá Haukum í Hafnarfirði

Búist við góðri þátttöku

24.6.2009

Knattþrautir KSÍ verða kynntar fyrir krökkum í 5. flokki karla og kvenna hjá Haukum í Hafnarfirði á fimmtudag kl. 13:30.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum, heimsækir félögin og fer yfir knattþrautirnar með iðkendum og þjálfurum.

Gunnar hefur þegar farið á Vestfirði, þar sem hann kynnti knattþrautirnar fyrir ungum iðkendum á Patreksfirði, Ísafirði og Bolungarvík, og á miðvikudag var hann í heimsókn hjá Frömurum í Grafarholtinu.

Gunnar kynnir knattþrautirnar einu sinni á hverjum stað fyrir sig og þjálfurum á viðkomandi stöðum er síðan ætlað að láta iðkendurna spreyta sig oftar yfir sumarið. Þjálfari hvers flokks heldur utan um þátttöku og sendir upplýsingar til KSÍ. Þeir iðkendur sem taka þátt í knattþrautunum a.m.k. þrisvar sinnum í sumar fá sent viðurkenningarskjal frá KSÍ. Þjálfarinn sér um að senda nöfn viðkomandi.

Knattþrautir KSÍ 2009

Aðalmarkmiðið með knattþrautum er að fá börn til að vera dugleg að æfa knatttækni sína og fá þjálfara til að leggja áherslu á tækniþjálfun í þjálfuninni hjá sér. Knattþrautirnar eru hannaðar til að hjálpa leikmönnum að bæta tækni, knattrak, skallatækni, sendingar og skottækni svo eitthvað sé nefnt.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög