Fræðsla

Landsdómararáðstefna KSÍ 2002

19.4.2002

Hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ verður að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 26. - 28. apríl. Þátttakendur verða þeir 38 dómarar sem dæma leiki í öllum þremur landsdeildum karla og í Símadeild kvenna. Keith Hackett, sem áður var einn fremsti og svipmesti dómari Englands, mun flytja tvo fyrirlestra á ráðstefnunni um það sem ofarlega er á baugi í málefnum dómara. Hann er nú verkefnisstjóri í dómaramálum hjá enska knattspyrnusambandinu og í ensku úrvalsdeildinni.

Nánar
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög