Fræðsla
Merki Íþróttasambands Fatlaðra

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2008

Fara fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi laugardaginn 24. maí

23.5.2008

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fara fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi laugardaginn 24. maí 2008.  Keppni hefst kl. 12.00, upphitun kl. 11.30.

Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar keppa saman í liði. 

Þetta er  samstarfsverkefni Íþróttasambands Fatlaðra, Knattspyrnusambands Íslands, Íþróttabandalags Akraness og íþróttafélagsins Þjóts á Akranesi.   Undanfarin ár hefur Íþróttasamband Fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands staðið fyrir slíkum leikum innanhúss og utanhúss í samstarfi við aðildarfélög ÍF.

Samstarf ÍF og KSÍ hefur miðað að því að efla áhuga fatlaðra á knattspyrnuiðkun og koma af stað umræðu um gildi þess að fatlaðir geti stundað knattspyrnu, hvar á landi sem þeir búa.  Markmið er að  knattspyrnufélög taki þátt í þessu samstarfi og bjóði upp á æfingar fyrir fatlaða og/eða skapi þeim skilyrði til að taka þátt í æfingum með sínum jafnöldrum.   

Stefnt er að því að ÍA standi að knattspyrnuæfingum fyrir fatlaða í haust í samstarfi við íþróttafélagið Þjót.   

Nánari upplýsingar um samstarf IF og KSÍ gefur Guðlaugur Gunnarsson gulli@ksi.is

 
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög