Fræðsla
Þjálfari að störfum

Grasrótarnámskeið KSÍ

Grasrótarnámskeið fyrir þjálfara verður haldið 1. júní

16.5.2008

Sunnudaginn 1. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara.  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Því eru félög sem starfrækja knattspyrnuskóla í sumar eindregið hvött til að senda kennarana og aðstoðarmenn þeirra á þetta námskeið.

Þátttakendur námskeiðsins fá afhenta sérstaka Grasrótarviðurkenningu KSÍ að námskeiðinu loknu.

Námskeiðið hefst kl. 9:00 og áætlað er að því verði lokið kl. 18:00. Þátttökugjald er 2.000 kr. og skráning er hafin. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):

9.00-9.10        Setning - SRE

9.10-10.10      Fótbolti fyrir alla - DSD/SRE  bóklegt

10.10-11.10    Fótbolti fyrir alla - DSD/SRE  bóklegt

11.20-12.20    Leikir og æfingar sem henta ungum iðkendum - ÞÁ  bóklegt

12.20-13.20    Leikir og æfingar sem henta ungum iðkendum - ÞÁ  verklegt

13.20-13.50    Matarhlé         

13.50-14.50    Skyndihjálp og meiðsli í knattspyrnu - FEJ  bóklegt             

14.50-15.50    Skyndihjálp og meiðsli í knattspyrnu - FEJ  verklegt

16.00-17.00    Kynning á Futsal - ÞI  bóklegt

17.00-18.00    Siðferði þjálfarans og verndun barna - ÞS  bóklegt

Kennarar:

Sigurður Ragnar Eyjólfsson (SRE), Dagur Sveinn Dagbjartsson (DSD), Friðrik Ellert Jónsson (FEJ), Þorbjörg Sveinsdóttir (ÞS), Þorlákur Árnason (ÞÁ), Þorvaldur Ingimundarson (ÞI).

Kennsluþættir:

Fótbolti fyrir alla

-         Að gera þjálfurum grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir þjálfun barna

-         Stefna KSÍ í barna- og unglingaþjálfun

-         Mikilvægi þess að leyfa öllum börnum að spila jafn mikið

-         Leiðir til að fjölga iðkendum

-         Kynning á fótbolta fatlaðra, fótbolta fyrir minnihlutahópa, knattspyrnuskólum, sparkvallarverkefninu o.fl.

Kynning á Futsal

-         Reglur leiksins (umræður og fyrirlestur)

-         Sýnikennsla á því hvernig leikurinn er spilaður (DVD)

-         Spurningar og svör

Siðferði þjálfarans og verndun barna (Barnahús heldur fyrirlestur)

-         Að búa til öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn í fótbolta

-         Siðferðisleg mörk

-         Siðferði fótboltaþjálfarans

Skyndihjálp og meiðsli í knattspyrnu

-         Að kenna hvernig bregðast eigi við algengustu meiðslum í fótbolta (bóklegt)

-         Að kenna þátttakendum námskeiðsins endurlífgun (verklegt)

Leikir og æfingar sem henta ungum iðkendum

-         4 á móti 4, 7 á móti 7 eða 11 á móti 11? – Hver er munurinn, hvað hentar  hverjum aldurshópi?

-         Æfinga- og leikjasafn

-         Þátttakendur fá DVD disk með æfingum

-         Skemmtilegir leikir fyrir börn í fótbolta (verklegt)
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög