Fræðsla
Þjálfari að störfum

Þjálfararáðstefna KÞÍ um barna og unglingaþjálfun 31. maí

Þjálfarar yngri flokka eru sérstaklega hvattir til að mæta

14.5.2008

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um barna og unglingaþjálfun laugardaginn 31. maí. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 og er hún haldin í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrirlesarar eru Kasper Hjulmand og Vilmar Pétursson.

Kasper Hjulmand er þjálfari meistaraflokks karla hjá Lyngby í Danmörku.  Barna- og unglingastarf Lyngby er margrómað og er Kasper einn af aðalskipuleggjendum þess. Kasper mun kynna sínar skoðanir á barna- og unglingaþjálfun og einnig koma inn á séræfingar fyrir efnilega leikmenn.

Vilmar Pétursson stafar sem stjórnendaþjálfari hjá Capacent og hann mun fjalla um hlutverk þjálfarans sem stjórnanda.
Þjálfarar yngri flokka eru sérstaklega hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands en aðrir greiða 1.000 krónur.

Dagskrá:
10:00 Setning
10:10 Þjálfun barna og unglinga - Kasper Hjulmand
12:10 Matarhlé
12:40 Hlutverk þjálfarans - Vilmar Pétursson
14:00 Ráðstefnulok

Aðgangur er ókeypis á ráðstefnuna fyrir félagsmenn KÞÍ en 1.000 kr. fyrir ófélagsbundna.

KÞÍ hvetur knattspyrnuþjálfara til að nýta sér þetta tækifæri til að auka þekkingu sína.  Hægt er að tilkynna þátttöku til stjórnarmanna KÞÍ en upplýsingar um þá má finna á heimasíðu félagsins.

Um fyrirlesara

Kasper Hjulmand er fæddur 1972, lauk UEFA-A þjálfaragráðu frá DBU 2001. Kasper hefur verið A-leiðbeinandi hjá DBU en það eru þjálfarar á vegum DBU sem þjálfa efnilegustu leikmenn Danmerkur. Kasper spilaði stærstan hluta sinn ferils með B93 í dönsku 1. deildinni og úrvalsdeildinni. Kasper hefur þjálfað mikið hjá Lyngby, 1998-2004 þjálfaði hann yngri flokka Lyngby, en frá 2004 hefur hann verið þjálfari meistaraflokks karla hjá Lyngby.

Vilmar Pétursson er stjórnenda þjálfari hjá Capacent og mun ræða um hlutverk knattspyrnuþjálfarans, stjórnandinn, leiðtoginn og fyrirmyndin í skipulagsheildinni, liðið, félagið s.s. vald, ábyrgð og ákvarðanataka. Auk þess ræðir Vilmar um hvað er líkt með stjórnanda í fyrirtæki og starfi knattspyrnuþjálfara.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög