Fræðsla
Knattspyrna á Íslandi

Mikill áhugi á Hvammstanga

Luka Kostic heimsækir félög í útbreiðslustarfi KSÍ

29.4.2008

Í gær var Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, staddur á Hvammstanga þar sem hann stjórnaði nokkrum knattspyrnuæfingum fyrir áhugasama krakka.  Mætingin á Hvammstanga var frábær og áhuginn sem krakkarnir sýndur var til fyrirmyndar.  Luka stjórnaði nokkrum æfingum í íþróttahúsinu en áhuginn er mikill á staðnum og er sparkvöllurinn ákaflega mikið notaður þar eins og annars staðar.

Luka verður á Dalvík á miðvikudaginn og heldur svo áfram að heimsækja félög á næstunni en þessar heimsóknir Luka eru liður í útbreiðslustarfi KSÍ.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög