Fræðsla
Luka Kostic

Luka á faraldsfæti

Luka Kostic heimsækir félögin í útbreiðslustarfi sínu

10.4.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, hefur farið víða upp á síðkastið.  Hefur hann heimsótt félög og leiðbeint leikmönnum sem þjálfurum.  Luka verður á Reyðarfirði og Egilsstöðum næstkomandi mánudag.

Hafa heimsóknir Luka mælst vel fyrir en hann hefur upp á síðkastið heimsótt m.a. Völsung, Grindavík, ÍR og Reyni Sandgerði.  Á mánudaginn, 14. apríl, verður Luka svo á Austurlandi, verður á Reyðarfirði kl. 17:00 og á Egilsstöðum kl. 20:00.  Hann verður svo hjá FH þriðjudaginn 15. apríl kl. 18:00 og hjá HK, miðvikudaginn kl. 20:00.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög