Fræðsla
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

KSÍ býður upp á opna fyrirlestra

Fyrirlestrar frá enskum landsliðsþjálfurum verða haldnir laugardaginn 16. febrúar

11.2.2008

Laugardaginn 16. febrúar klukkan 13.30 mun Knattspyrnusamband Íslands bjóða upp á opna fyrirlestra frá ensku landsliðsþjálfurunum John Peacock og Brian Eastick.  Fyrirlestrarnir verða bæði bóklegir og verklegir og fara fram á ensku.  Skráning er hafin hjá KSÍ.  Verð er 2.000 kr og hægt verður að gera upp við KSÍ á staðnum eða leggja inn á reikning KSÍ.

John Peacock mun halda opinn fyrirlestur fyrir íslenska þjálfara

John Peacock er U-17 ára og U-20 ára landsliðsþjálfari Englands og fór á síðasta ári með U-17 ára landsliðið í úrslitaleik Evrópukeppni landsliða.  John hefur yfirumsjón yfir Pro Licence þjálfaranámskeiði enska knattspyrnusambandsins.  John hefur stýrt yngri landsliðum Englands í yfir 100 leikjum og er einn af einungis 6 mönnum sem hafa lokið bæði við Akademíustjóra námskeið og Pro licence námskeið enska knattspyrnusambandsins.  John hefur þjálfað fjölmarga leikmenn sem hafa skilað sér upp í enska A-landsliðið. Áður en John hóf störf hjá enska knattspyrnusambandinu starfaði hann hjá Coventry og var yfirmaður knattspyrnuakademíunnar hjá stórliðinu Derby County. Sem leikmaður spilaði hann m.a. yfir 200 leiki með Scunthorpe.

Brian Eastick mun halda opinn fyrirlestur fyrir íslenska þjálfara

Brian Eastick er U-18 og U-19 ára landsliðsþjálfari Englands. Hann á að baki 30 ára reynslu sem þjálfari hjá Q.P.R., Chelsea, Brighton & Hove Albion, Charlton, Leyton Orient, Coventry, Crewe og Sheffield United. Brian var yfirmaður knattspyrnuakademíunnar hjá Newcastle í tvö ár og yfirmaður knattspyrnuakademíunnar hjá Birmingham í sjö ár. Brian hefur einnig starfað sem þjálfari U-21 landsliðs Írlands.  Brian hefur undanfarin ár starfað sem kennari á Pro licence námskeiðum enska knattspyrnusambandsins.
Brian á að baki landsleiki með U-18 ára landsliði Englands og lék m.a. sem atvinnumaður með Crystal Palace.

Laugardagur, 16. febrúar

13.30  Bóklegir fyrirlestrar í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal (3. hæð) 
15.45  Kaffi og veitingar
16.30-19.00  Verklegar æfingar í Egilshöll og svör við spurningum

Fyrirlestraefni:
Pro licence þjálfaranámskeið enska knattspyrnusambandsins (bóklegt)
Sóknarleikur í 4-3-3 (bóklegt og verklegt)
Snjall og hugmyndaríkur leikur á miðju- og sóknarþriðjungi (bóklegt og verklegt)
Hvað getum við lært af bestu U-17 ára landsliðum í heimi?  DVD frá HM í Perú.
Svör við spurningum

Skráning er hafin hjá KSÍ.  Sendið tölvupóst með nafni, kennitölu, gsm og netfangi á dagur@ksi.is eða hringið í síma 510-2977.  Námskeiðið telur upp í endurmenntun KSÍ B þjálfara.


 
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög