Fræðsla
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Unglingadómaranámskeið á Húsavík í dag

Unglingadómaranámskeiðum á Norðurlandi að ljúka í bili

24.1.2008

Síðustu daga hafa verið haldin dómaranámskeið á Norðurlandi og hefur Magnús Jónsson, dómarastjóri KSÍ, verið með umsjón með þessum námskeiðum.  Námskeiðin hingað til hafa gengið vel og verið ágætlega sótt.  Síðasta námskeiðið í þessari hrinu verður haldið í dag, fimmtudag og fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík.

Unglingadómaranámskeið eru opin öllum sem hafa náð 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.  Ekkert þátttökugjald er á þessum námskeiðum.  Fleiri unglingadómaranámskeið eru fyrirhuguð og verða þau nánar auglýst síðar hér á síðunni.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög