Fræðsla
Frá afhendingu Grasrótarviðurkenninga 2007

Grasrótarverðlaun UEFA og KSÍ árið 2007

Viðurkenningar fyrir Grasrótarviðburði ársins 2007 afhentar

6.12.2007

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir grasrótarviðburði ársins í knattspyrnu.  Það eru KSÍ og UEFA sem veita þessar viðurkenningar árlega og fór afhendingin fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ. 

Það voru þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ og Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður mótadeildar KSÍ, sem afhentu viðurkenningarnar í dag. 

Viðurkenningarnar í ár fengu eftirtaldir aðilar:

KA fyrir N1 mótið sem er grasrótarviðburður ársins (Most valuable grassroots event).  KA menn hafa haldið þetta mót fyrir 5. flokk karla með miklum glæsibrag í 21 ár.  Mótið og umfang þess hefur vaxið mikið og á síðasta mót mættu 34 félög með 142 lið.

Íþróttafélagið Nes fékk viðurkenningu fyrir knattspyrnu fatlaðra (Best disabled football event) Nes hélt Íslandsleika fatlaðra í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í apríl við frábærar undirtektir.

Púkamótið á Ísafirði fyrir leikmenn í eldri flokki (Best Veterans Football Event 2006).  Þetta í þriðja skiptið sem það er haldið en tilgangur mótsins er að byggja upp og vekja athygli á sjóði sem ætlað er að styrkja ísfirska knattspyrnu.

Félögin fengu við þetta tilefni viðurkenningarskjal frá UEFA og KSÍ, boli, derhúfur og bolta.

Frá afhendingu Grasrótarviðurkenninga 2007

Mynd: Frá afhendingu grasrótarviðurkenninganna.  Frá Íþróttafélaginu Nes: Jenný Magnúsdóttir, Jósef William Daníelsson og Vilhjálmur Þór Jónsson.  Frá KA: Gunnar Gunnarsson.  Frá Púkamótinu: Haraldur Leifsson, Haraldur Leifsson og Guðmundur Ólafsson.  Á myndinni eru einnig Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.

 
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög