Fræðsla
Þjálfarar að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið um helgina

Fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ

9.11.2006

Helgina 10. - 12. nóvember stendur KSÍ fyrir 2. stigs þjálfaranámskeiði.  Námskeiðið fer fram í Reykjavík og í Reykjanesbæ.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og þurfa þátttakendur að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar.

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að það er 100% mætingarskylda á námskeiðið.  Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og því er nauðsynlegt að hafa með sér dót til knattspyrnuiðkunar bæði á laugardag og sunnudag.

Greiðsluupplýsingar:
Bankareikningur KSÍ:

0101-26-700400
Kt. 700169-3679
14.000 krónur

Merkið greiðsluna ykkar nafni og v. KSÍ II.

Ætli félagið þitt að greiða fyrir þig þá þarf framkvæmdastjóri félagsins að hafa samband við Pálma fjármálastjóra KSÍ.  Að auki verður hægt að gera upp á staðnum áður en námskeiðið hefst.

Dagskráin er hér að neðan en hún gæti mögulega tekið smávægilegum breytingum.

Dagskrá
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög