Fræðsla
Afturelding

Afturelding óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna

Umsóknarfrestur er til 1. október

14.9.2006

Knattspyrnudeild Aftureldingar í Mosfellsbæ leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna.  Mjög gott yngriflokkastarf er hjá félaginu og mjög spennandi tímar framundan með ungt og efnilegt lið.

Hjá Aftureldingu er unnið metnaðarfullt starf þar sem fagmennska og forvarnir eru höfð að leiðarljósi.  Aðgangur er m.a að 3 íþróttasölum, Tungubökkum sem er eitt besta grassvæði landsins auk gervisgrasvallar í fullri stærð við Íþróttamiðstöðina við Varmá.

Ráðningartími yrði frá hausti 2006 til september 2007.  Umsóknarfrestur er til 1. október 2006. Umsóknir óskast sendar á netfangið umfa@simnet.is.  Nánari upplýsingar hjá Halli Birgissyni gsm. 660-6565
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög