Fræðsla
Þjálfari að störfum

Þjálfarafyrirlestur um undirbúningstímabil í Englandi

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00, mánudaginn 10. júlí í veitingasal Smárans

10.7.2006

Þjálfarafyrirlestur um undirbúningstímabil (preseason) í Englandi

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyir fundi með Fitness þjálfari Millwall FC, Ade Mafe sem mun segja frá uppbyggingu "preseason” tímabila og svara spurningum gesta. Fyrirlesturinn hefst kl 20:00 mánudaginn 10. júlí í veitingasal Smárans, íþróttamiðstöðvar Breiðabliks í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis.

Ade Mafe er fyrverandi frjálsíþróttamaður sem hefur meðal annars keppt á Ólympíuleikum. Hann hefur verið fitness þjálfari hjá Chelsea síðan 1996 en hætti störfum þar í vor og sér nú um "preseason” þjálfun Millwall FC fyrir komandi tímabil.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög