Fræðsla
Knattspyrna á Íslandi

Luka heimsækir Siglufjörð á fimmtudag

Ferð Luka um landið heldur áfram

17.5.2006

Landsliðsþjálfari U17 og U21, Luka Kostic, sinnir útbreiðslu- og fræðslustarfi KSÍ.  Heimsækir hann aðildarfélög um allt land og á morgun, fimmtudag, er komið að því að heimsækja Siglufjörð.

Luka sýnir og kennir verklegar æfingar sem og hann heldur fyrirlestra er varðar knattspyrnuþjálfun.  Þetta útbreiðsluverkefni hefur mælst mjög vel fyrir og eru Siglfirðingar og nærsveitamenn, hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.

Luka byrjar dagskrá sína kl. 14:00 á morgun, fimmtudaginn 18. maí.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög