Fræðsla
Geir Þorsteinsson afhendir Eyjólfi Finnssyni og Kristni Jakobssyni fyrstu úrin

Deildardómarar fá úr frá KSÍ

Sérframleidd úr fyrir dómgæslu

12.5.2006

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að gefa öllum A, B og C deildardómurum sínum forláta úr að gjöf.  Þessi svissnesku úr eru sérstaklega framleidd og hönnuð til handa dómarastarfa.

Fyrstu úrin voru afhent í dag og á myndinni sem fylgir sjást þeir Eyjólfur Finnsson og Kristinn Jakobsson glaðbeittir eftir að hafa fengið úr frá framkvæmdarstjóra KSÍ, Geir Þorsteinssyni.

Dómararnir hafa, líkt og leikmenn, verið að undirbúa sig af kostgæfni fyrir tímabilið sem nú er að hefjast.  Það er því ljóst að dómararnir verða í takt við tímann á sumri komandi.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög