Fræðsla

KSÍ-II þjálfaranámskeið á Akureyri

11.11.2003

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bjóða upp á KSÍ-II (B-stigs) þjálfaranámskeið á Akureyri. Námskeiðið fer fram 21. - 23. nóvember og er skráning á námskeiðið þegar hafin. Námskeiðið, sem er bæði bóklegt og verklegt, kostar 12.000 krónur og er best að skrá sig með tölvupósti. Þegar þátttaka er skráð þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilisfang, félag, GSM-númer og netfang viðkomandi. Þátttakendur þurfa að hafa með sér útbúnað til knattspyrnuiðkunar, en dagskrá námskeiðsins í heild verður birt síðar.

Að auki verða KSÍ-II þjálfaranámskeið haldin í Reykjavík og Keflavík 14. - 16. nóv og 21. - 23. nóv. Þá er líka stefnt að því að halda KSÍ-II námskeið í janúar á Austurlandi.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög