Fræðsla

Unglingadómaranámskeið - nýtt fyrirkomulag

6.3.2001

Þann 9. mars n.k. hefst unglingadómaranámskeið sem verður með nýju sniði, en námið verður að mestu leyti heimanám. Þátttakendur fá gögn send í tölvupósti, en þeir þátttakendur sem ekki eru tölvutengdir fá námsefnið sent í ?venjulegum? pósti. Námsefni verður sent til þátttakenda í þrennu lagi og lýkur svo með prófi þann 31. mars. Prófið sjálft verður ekki þreytt í gegnum netið, heldur verða prófstaðir víðsvegar um landið, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum (og víðar ef þörf krefur). Námskeiðið er fyrir alla sem verða 16 ára á almanaksárinu (fædd 1985) og eldri og er þátttökugjald kr. 3.000. Hægt er að skrá sig með tölvupósti eða í síma 510-2900 fyrir 8. mars n.k.

Nánari upplýsingar

Nokkuð hefur verið hringt og spurt hvaða réttindi unglingadómarapróf veitir. Upplýsingar um það má sjá með því að skoða reglugerð KSÍ um knattspyrnudómara.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög