Fræðsla

UEFA-B umsókn KSÍ samþykkt

20.5.2003

UEFA hefur samþykkt umsókn KSÍ að þjálfarasáttmála UEFA og hefur KSÍ nú heimild til að veita UEFA-B þjálfararéttindi. Á bak við umsóknina lá mikil vinna fræðslustjóra og fræðslunefndar KSÍ, ásamt kennurum þjálfaranámskeiða KSÍ. Samþykki UEFA þýðir að þeim sem hafa lokið fyrstu 4 þjálfaranámskeiðum KSÍ (KSÍ-I, II, III og IV - eða A, B, C og fyrri hluta D-stigs) gefst nú færi á að þreyta UEFA-B prófið í haust. Prófið er skriflegt og mun verða auglýst með góðum fyrirvara. Þeir sem ná prófinu munu hljóta alþjóðleg þjálfararéttindi sem verða metin um alla Evrópu. Þetta mun auðvelda knattspyrnuþjálfurum á Íslandi að fá þjálfarastöður erlendis og að fá þjálfararéttindi sín metin þar. Nánari upplýsingar um þjálfaranámskeið KSÍ má finna á fræðsluvefnum.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög