Fræðsla

HM-heimur í Smáralind

6.6.2002

HM-heimurinn í Smáralind verður í fullum gangi um helgina og er mikið um að vera, að venju. Aðalþraut helgarinnar verður keppni í að halda knetti á lofti, en einnig verður Coke-þrautin vinsæla í gangi, þar sem þátttakendur geta unnið sér inn Coca-Cola með því að sparka knettinum í gegnum gat á spjaldi.

Á laugardag má nefna að kl. 14:00 keppa 3.fl.ka. KR og Breiðabliks í strandbolta og uppboð á frægum knattspyrnutreyjum hefst kl. 15:00. Á sunnudag verður m.a. keppni í strandbolta milli 2.fl.kv. KR og Stjörnunnar.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög