Fræðsla

9 á móti 9 eða 11 á móti 11 í 4. flokki?

Margt fróðlegt kom fram á súpufundi um 4. flokk

23.3.2015

Fimmtudaginn 19. mars stóð KSÍ fyrir Súpufundi þar sem rætt var um hvort breytinga væri þörf á leikjafyrirkomulagi í 4. flokki. Kveikjan af þessum súpufundi var lokaverkefni sem þeir Óskar Rúnarsson og Andri Fannar Stefánsson gerðu, en þeir eru íþróttafræðingar frá HR. 

Framsögumenn á fundinum voru Halldór Halldórsson, yfirþjálfari hjá ÍR, Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, ásamt þeim Óskari og Andra Fannari. Rétt tæplega 40 manns lögðu leið sína í höfuðstöðvar KSÍ til að hlýða á þetta erindi og óhætt er að segja að nokkrar áhugaverðar hugmyndir hafi heyrst. 

Upptöku og glærur af fundinum má finna hér. 

Fylgiskjal frá fundinum.

Fylgiskjal frá fundinum.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög