Fræðsla
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?

KSÍ stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar, í höfuðstöðvum KSÍ

12.2.2015

Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar kl. 17:30, í höfuðstöðvum KSÍ.  Málþingið ber yfirskriftina: "Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?" og er öllum opið.

Ráðstefnustjóri:

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ

Erindi flytja:

  • Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.  Erindi hennar fjallar um þátttöku kvenna í stjórnum íþróttafélaga.    
  • Karen Espelund, stjórnarmaður í UEFA.  Erindi hennar fjallar um útbreiðslu knattspyrnu kvenna.
  • Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður samtaka íþróttafréttamanna. Erindi hans fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í íþróttum
Boðið verður upp á léttar veitingar að loknu málþingi.  Sport TV mun verða með beina útsendingu frá málþinginu.Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög