Fræðsla
Þorlákur Árnason

Þorlákur Árnason nýr starfsmaður fræðsludeildar

Þorlákur mun sinna hæfileikamótun ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir landsliðin

10.1.2014

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr starfsmaður fræðsludeildar KSÍ og er ráðning hans tímabundin til eins árs.  Þorlákur mun sinna hæfileikamótun ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir landsliðin í samráði við fræðslustjóra, hæfileikanefnd, landsliðsnefndir og landsliðsþjálfara.

Þorláki er jafnframt ætlað að halda utan um svæðisbundnar úrtaksæfingar, fylgjast með æfingum yngri flokka aðildarfélaga og vera í góðum tengslum við þjálfara yngri flokka um land allt.

Þorlákur er kunnugur störfum innan Knattspyrnusambandsins en hann hefur verið landsliðsþjálfari U17 karla síðan í árslok 2012 og var áður landsliðsþjálfari U17 kvenna.  Hann hefur einnig þjálfað meistaraflokka hjá Val, Fylki og Stjörnunni og var t.a.m. þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna á síðasta keppnistímabili.

Þorlákur hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi og er hann boðinn velkominn til starfa.
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög