Fræðsla
Átak gegn hatursorðræðu - Ekkert hatur!

Ekkert hatur - orðum fylgir ábyrgð

Átak gegn hatursorðræðu á Íslandi

10.10.2013

Föstudaginn 11. október næstkomandi verður farið af stað með verkefni gegn hatursorðræðu á Íslandi. Verkefninu, sem meðal annars er beint gegn hatursáróðri og kynþáttafordómum verður ýtt úr vör á landsleik Íslands gegn Kýpur á Laugardalsvelli.

Hópur stofnana og samtaka á Íslandi stendur á bak við átakið og er það hluti af verkefni Evrópuráðsins sem ber heitið No Hate Speech Movement (http://www.nohatespeechmovement.org/). Fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra,  SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn, í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Verkefnið stendur fyrir jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna þau fyrir mikilvægi miðlalæsis, styðja þau í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu.

Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá í vetur, en næsta föstudag, 11. október, munu m.a. ungmenni úr ungmennaráði SAFT mæta á Laugardalsvöllinn fyrir leik Íslands og Kýpur og dreifa efni sem ætlað er að vekja umræðu og vitund um hatursáróður. Auk ungmennanna munu fulltrúar þeirra samtaka sem standa að verkefninu dreifa efni og ræða málin.

Tengiliðir:
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög