Fræðsla

Kvennaknattspyrna á uppleið í Evrópu

13.2.2004

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, sótti í vikunni ráðstefnu í höfuðstöðvum UEFA í Sviss fyrir þjálfara 10 sterkustu kvennalandsliða Evrópu. Fjallað var um hina ýmsu þætti kvennaknattspyrnu og var m.a. rætt um góðan árangur Evrópuliða á síðasta HM og sterkt innra skipulag knattspyrnusambanda í aðildarlöndum UEFA. Þjálfararnir voru allir sammála um að kvennaknattspyrna væri á stöðugri uppleið, og að UEFA ætti að leggja áframhaldandi áherslu á markaðssetningu kvennaknattspyrnu og menntun þjálfara.

Helstu niðurstöður ráðstefnunnar
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög