Fræðsla
Julius-markvordur

Markmannsskóli KSÍ - Tilkynna þarf þátttöku fyrir 30. maí

Skólinn verður starfræktur á Akranesi

16.5.2012

Í sumar mun Knattspyrnusamband Íslands starfrækja Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi í 4. aldursflokki.

Félög sem starfrækja  4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo dreng og tvær stúlkur hvert. Markmannsskóli stúlkna verður 22. – 24. júní og  Markmannsskóli drengja verður dagana 29. júní – 1. júlí.

Verð fyrir hvern þátttakanda er kr. 10.000,- sem skal greiðast fyrir brottför (reikn. 0101-26-700400 kt. 700169-3679).  Innifalið er gisting með fullu fæði, ásamt ferðum Reykjavík-Akranes-Reykjavík.

Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublaði og senda til KSÍ fyrir 30. maí. Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna þátttakanda í skólann.

Tilnefning

 
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög